Heimskringla - 22.08.1912, Síða 7
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 22 AGÚST 1912. 7. BLS.
ISIflM BŒKDR
Eg undirritaöur hefi, til sölu ná-
lega allar íslenzkar bækur, sem til
eru á markaöinum, og verö aö
hitta að Lundar P.O., Man.
Sendiö pantanir eöa finniö.
Neils E. Hallson.
JON JÖNSSON, járnsmiöur, at
790 Notre Dame Ave. (horni Tor
onto St.) g«rir viö alls konai
katla, könnur, potta og pönnui
fyrir konur, og brýnir hnífa op
skerpir sagir fyrir karlmenn. —
Alt vel af hendi leyst fvrir litL
I TÓMSTUNDUNUM
Það er sagt, að margt
megi gera sér og sfnum til g'>ds
og nytsemds, í tómstundunum. Og
það er rétt. Sumir eyða öllum
sínum tómstundnm til að skemta
sér; en aftur aðrir til hins betra;
að læra ýmislegt sjálfum sér til
gagns í lffínu. Með J>ví að eyða
fáum mfnútum, í tómstundum, til
að skrifa til HEIMSKRINGrLU
og gerast kaupandi hennar, gerið
þér ómetanlegt gagn, — þess fleiri
sem kaupa þess lengur lifír ís
lenzkan Vestanhafs.
Fljót ferð
Gufuskipið “PINAFORE”
fólks og vwruflutnings
skip
The Armstrong Trading Co.
Skipstjóri Lsmuudur Freeraau
fer frá Oak Point, á þriðju-
dags <>g Föstudags morgna
til Siglunes, Norrows og
Bluff.
Allar frekari upplýsing-
ar við viðvikjandi flutningi
á fólki og vörum, fást hjá
Jóh. Halldórsson
OAK POINT, MAN.
-i_i_p.p^p.p.{_{_i_i_p.j_i_i_i_{_{_i_i_i-+
::Sherwin - Williams j:
P
AINT
fyrir alskonar
húsmálningu.
^ Prýðingar-tfmi nálgast nú.
.. Dálftið af Sherwin-Williams
” húsmáli getur prýtt húsið yð-
: I ar titan og innan. — B rú k i ð .«
4* ekker annað mál en f>etta. —
«. S.-VV. húsmálið málar mest,
■' endist lengur, og er áferðar-
fegurra en nokkurt annað hús
«• mál sem búið er til. — Kotnið
” inn og skoðið litarspjaldið.—
± CAMERON & CARSCADDEN
QUALITY UAKDWARE
S Wynyard, - Sask.
-UH-H-H-W-H-H-I-H-UI-H-U
C.P.R. Lönd til sölu, i town-
ships 25 til 82. Ranges !0 til 17,
að báðum meðtöldum, vestur af
2 liádgisbaug. Þessi lönd fást
keypt með 6 eða 10 ára borgun-
ar tfma. Vextir 6 per cent.
Kaupendum er tilkynt að A. H.
Abbott, að Foam Lake, S. D. B.
ötephauson að Leslie; Arni
Kristinsson að Elfros; Backland
að Mozart og Kerr Bros. aðal
sölu nmboðsmenn.alls heraðsins
að Wynyard, Bask., eru þeir
einu skipaðir umboðsmenn til
að selja C.P.R. lönd. Þeir senl
borga peninga fyrir C.P.R. lönd j
til annara en þessara framan- i
greindu manna, bera sjálfir
ábyrgð á þvf.
Kaupið þessf lönd nú, Verð
þetrm verður brdðleya sett upp >
KERR BROTMERS
QENERAL SALES AQENTS
WYNYARD :: :: SASK.
W. T. STEAD
birtist á skrifstofu Júlíu.
Úr blaðinu LIGHT.
(Vitnisburður Cheds jNIijatovichs).
“Eftir nokkurt hik, sjálfs min
vegna, komst ég að þeirri niður-
stöðu, að það væri skylda mín
við minn óglevmanlega vin, Wil-
liam T. Stead, og lika sakir hins
mikla málefnis, að senda þessar
linur til birtingar í blaðinu Light.
Staða mín hefir verið sú, að
vera stjórnarráðunautur og full-
trúi lands míns, Serbíu, við hirð
konungsins í Rúmeníu, við hirð
Tyrkjasoldáns, og (þrisvar sinn-
itm) við hirð Victoríu Bretadrotn-
ingar og (einu sinni) hjá Játvarði
sjöunda ; auk þess hefi ég rekið
ýmisleg stjórnarerindi fyrir land
mitt og mætt á mörgum ráðstefn-
um minna líka í milliþjóðamálum.
Eg er félagi ýmsra lærdómsfélaga
á meginlandinu og heiðursfélagi
hins konunglega sagnafélags í
Lundúnum. Ejg tek þetta fram til
þess að sýna lesendunum, að ég sé
maður, sem lært liafi að þekkja
staðhætti ‘ og gæta rétt orða
minna með fullri meðvitund um á-
byrgð mina. Eg má bæta því við
nií í all-mörg ár hefi ég reynt að
rannsaka dularfull fyrirbrigði, en
þó ekki náð vissu eða sannfæringu
í þeim efnum.
þegar ég hafði frétt að hinn
frægi Ameríkumiðill, Mrs. Wriedt,
dveldi í húsi Mr. Steads sáluga í
Wimbeton, og hún hefði tilraunir
þar undir gæ/.lu aðmíráls Moore,
— bað ég frú þessa leyfis, að mega
finna hana og fá að vera við nokk-
urar tilraunir hjá henni. Ilún bauð
mér að koma á fimtudag 16. maí,
kl. f.h. líg fór og tók með
mér herra II. Hinkovitch, doktor í
lögum, og frægan málsvara frú
Agram (Króatíu), sem þá var ný-
kominn hér í London.
Mrs. Wriedt fór með okkur til
skrifstofu Júlíu ; sagði hún okkur
að sjálf væri hún það sem kallast
t a 1 mi ð i 1 1 (voicing medium), en
ef alt væri í g-óðu lagi, gætu holdi
klæddir andar opinberast við til-
rattnir sínar. Hún bauð okkur að
rannsaka herbergið og "klefann”,
ef við vildum. En þar sem ég
hafði komið þar áður, séð alt og
I marg-rannsakað, og vissi að þar
I var ekkert nýtt að sjá, slepti ég
því.
Eg og dr. Hankovitch tókum
okkur sæti samhliða í miðjum
salnum, andspænis klefanum. Mrs.
Wriedt fór ekki inn í klefann, held-
ttr sat við hliðina á mér, og allan
tímann ódáleidd. Hún setti pját-
urlúður á gólfið fyrir framan vin
minn. Síðan setti hún í gang
klukkuspil, sem stýrði sér sjálft,
og slökti Ijósin, svo við sátum í
myrkri.
þegar fagurt lag, semr klukkan
spilaði og hafði einhvern helgi-
hreim, var á enda, sagði frúin, að
skilyrðin mundu vera góð og að
oss mttndi takast ekki einungis að
heyra nokkra anda, heldur o,g að
sjá þá. “Já”, bætti hún við, “og
liér er andi ungrar konu. Hún lýt-
ur höfði til yðar, herra Mijato-
vich, — sjáið þér hana ekki?” Eg
sá hana ekki, >en vinur minni sá af-
langan mökk hjartrar þoku. “Hún
hvíslar að mér”, sagi Mrs.Wriedt,
“að nafn hennar sé Myell-Adela
eða Ada Myell”.
E,g varð forviða. Fyrir tæpum
þrem vikum dó mjög kær vinkona
mín, sem ég harmaði sárt. Ekki
sá ég þó meira af henni í þetta
skifti — numa hvað hún hvíslaði
nafn sitt í því hún fór.
í næstu svipan sást ljós á bak
við miðilinn, sem barst frá vinstri
til hægri hliðar á klefanum, eins
og fyrir léttum andvara. þar, í
þessu reikandi ljósi, dúldist enginn
andi, heldur sá ég þar vin minn,
Mr. Stead, í hans eigin persónu, —
ekki vafinn hvitum hjúpi, eins og
ég hefi séð anda eða svipi birtast
í áður á tilraunafundum, heldur
klæddan hversdagsbúningi sinum!
Við Mrs. Wriedt æptum bæði upp
af fögnuði. Hinkovitcli, vinur
rninn, sem ekki hafði séð Stead
nema af ljósmynd, sagði : “Jú,
þetta er Mr. Stead! ”
Svipur Mr. Steads laut til mln
vinsamlega og — hvarf! Eftir
litla stund birtist hann aftur og
stóð andspænis mér (en dálítið,
að mér sýndist, hærra frá gólfinu)
og horfði á mig eins og heilsandi.
Aftur litlu seinna birtist hann í
þriðja sinn, og mi sáum við hann
öll og skýrar en fyr. Eftir þessa
þriðju birting hans, varð ég þess
var, aö lúðurinn var færður ná-
lægt andliti mínu, og óöara lieyrð-
um við öll þrjti skýrt þessi orð :
“Já, eg er Stead — William T.
Stead! Og þér, vinur minn góði
Mijatovich, hvað mér þykir vænt
um, að þér komuð hingað. Sjálfur
kom ég beinlínis til þess að gefa
yður nýja sönnun fyrir lífi eftir
clauðann, og sýna að spíritisminn
sé sannur! Eg rejmdi til að sann-
færa yður hér i lífinu, en þér
íærðust ávalt undan að trúa sann-
leikanum”.
þá tók eg fram í og sagði : “En
þér vitið, að eg trúði ætíð því,
scm þér sögðuð mér”.
“Já", svaraði hann, “þér trúð-
uð meðan eg var að segja yður
eitt og annað um það, en nú kem
eg til að færa yður heim fullan
sann um þá hluti, svo þér ekki
einungis skulið trúa, heldur lika
v i t a — (hann lagði mikla áherzlu
á orðið vita) vita, að það sé í
sannleika til lif eftir dauðann og
spíritisminn sé sannur! Nú—verið
nú blessaður og sæll, vinur minn!
Já, hér er Adela Myell, og vill
tala yið yöur”.
Stead hafði aldrei séð né þekt
ungfrú Ada Myell í lífinu. Nú tal-
aði hún við mig með sínum ástúð-
lega eigin málrómi. Hún vildi
einkum* levsa vissar ráðgátur, sem
angrað höfðu huga minn síðan
hún dó, og jafnframt láta mig vita
vellíðan sína. En hér er engin þörf
að útlista það mál. Bæði frúin og
dr. Hinkovich heyrðu hvert orð,
sem hún sagði.
En nú varð liinum lögfróða vini
mínurn heldur en ekki hverft við :
Maður fór *að tala með snjöllum
rómi Króata tu nig u. Var
það nýlega látinn læknir og vinur
Hinkovitch, sem þó þekti hann
ekki fyrst lengi. Eg skildi hvert
orð, eins og nærri má geta, en frú-
in kvaðst aldrei fyr hafa heyrt
það mál. Svo varð vini mínum
það á, að fella lúðurinn, _ og slitn-
aði þá samtalið ; sagði Mrs.
Wriedt á eftir, hvað valdið hefði,
nefnilega það, að lúðurinn skekt-
ist.
(Hér kemur dálítill kaíli um at-
vik, sem siður er þörf að þýða
hér).
En nú var ákveðin tilraun 24.
maí. þar höfðu tveir nýir vinir
mínir bæzt við, hálærð þýzk kona,
Mdm. Selenka, “lærðasti kvenpró-
íessor á þýzkalandi”, og önnur á-
gæt frú. þá birtist Mr. Stead
hvað eftir annað, æ skýrari og
skýrari, en ekki nema fáar sekúnd-
ur í senn, og þó ekki eins skýrt og
í fyrsta sinn, að mcr þótti. Aftur
var bú talið hið undraverðasta og
fullkomið eins og mest v7arð ósk-
að. Ýmsir töluðu í ýmsum mál-
rómi. Mr. Stead talaði lengi við
frú Selenka, og minti hana meðal
annars á atvik, sem bar við í
Morrbray-Ilouse fyrir tveim árum
talaði Ada Myell við mig aftur og
minti mig á, meðal annars, að
hún vrissi, að systir hennar og
systurdóttir hefðu skrifað mér til
alveg eins og hún hefði viljað að
þær gerðu. Á eftir henni birtist
mér móðir mín, og ávarpaði mig
á Króata-máli með hugljúfum og
hjartnæmum orðum. Mdm. Sel-
enka talaði við mann sinn, pró-
fessor Lorentz Selenka frá Munch-
en, hjartnæmt samtal, og einnig
við móöur sína, er dó í Hamborg
árið sem leið. Bæði þau töluðu
þýzku. Vinur frú Selenku einhver
kom fram og söng þýzkt sönglag,
sem þau höfðu verið vön að syngja
saman á æskuárum. Frú Selenka
söng óðara með honum. Svo kom
írskur flotaforingi, sem talaði
marcrt glatt og fjörugt við fríða
og gáfaða stúlku, sem \Tar með
oss, eii ég man ckki, hvað liún
hét. Mér er ekki skylt að segja frá
slíkum samtölum hér. Sama gildir
lang mál “Júlíu” sjálfrar, um hús,
er liún nefndi Cambridge hús, sem
reisa ætti til minningar um Mr.
Stead.
Alt og sumt, sem eg vil votta
opinberlega, er það, hve djúpa
þakklætistilfinningn eg ber í
brjósti til frú Wriedt og undragáfu
hennar, sem lét mig öðlast frá
hinum ógleymanlega vini mínum,
Ýlr. Stead, fullgilda sönnun fyrir
því, að líf sé til eftir dauðann,. að
spíritisminn sé sannléikur, og að
hann hafi veitt mér nálega liimn-
eska sælu, þegar ég heyrði ástar-
róm minnar hjartkærn móður á
okkar eiginni tungu, — heilaga
sönnun þess, að hún, hin sama á-
stiiðlega persónan, einhver ágæt-
asta kona og göfugasta, sem ég
héfi þekt á jörðunni, — að hún lifi
o<r bíði mín hinumegin.
M. J. þýddi.
—(ísafold).
— Dómur er fenginn fyrir því í
Ontario, að leggja mejíi skatt á
laun þingmanna fylkisins. Talið er
víst, að mál þetta verði látið
ganga fyrir hæztarétt til endilegra
úrslita.
f
— Áttatíu manns mistu lífið í
kolanámaslysi að Bachum á
þýzkalandi 8. þ.m. Sprengingin
lokaði útgöngunni og gróf 650
námamenn, en öllum tókst að
bjarga, nema þessum 80. Lík
þeirra náðust fimm dögum síðar.
Heimskringla
Otbreiddasta fréttablað
á íslenzkri tungu
Hvort heldur hér í landi eða send til íslands.
Stjórnarnefnd Heimskringlu er ant um að
auka útbreiðslu hlaðsins svo sem mest má verða
með heiðarlegu móti.
Það er enn fjöldi íslenzkra heimila hér vestra,
sem ekki taka blaðið.
Útgefendurnir óskaað sem ílestir landar vorir
vildu gerast áskrifendur að því, og borga það
skilvíslega einusinni á hverju ári.
Heimskringla er nú orðin ineira en tvöfalt
stærri en hún var fyrir fáum árum.
KOSTAR ÞÓ ENGU MEIRA.
Yestur Islendingar eru heðnir að íhuga hvort
blaðið verðskuldi viðhald og stuðning þeirra.
Sé svo, þá óskar nefndin að sem flestir þeirra
vildu gerast áskrifendur að því og borga það
skilvíslega einusinni á ári.
Útbreiddasta íslenzka blaðið er :
P. 0. Box 3083.
WINNIPEG, MAN.