Heimskringla - 15.05.1913, Blaðsíða 5

Heimskringla - 15.05.1913, Blaðsíða 5
HEIMSKRINGLA WLNNIPEG, 15. MAÍ 1913. 5. BLS, i BYGGINGAVIÐUR af öllum tegundum fást gegn saungjörnu verði. The EMPiRESASH&DOORCO henry Ave East - Winnipeg PHONE MAIN 2510. ' Ltd. Æfiminning. BJARNI STEPHANSON. Ems og þegar hefir veriS um getið, vildi þuö sorglega slys til þaun 7. jan. sl., nálægt ba-num Fox Warren í Manitoba, a-Ö Bjarnl Stephánsson fit-Il út úr jámbrantar flutningsvagni, og meiddist svo á höfði, að hann beið bana af sam- stundis. Bjarni sál. var fædöur að' I.itla- Bakka í Miðfirði í Húnavatnssýslu 1. okt. 1854. Foreldrar hans voru hjónin Stefán Stefánsson og Kar- ólína Bjarnadóttir, sem bjuggu þar. Ungur misti hann föður sinn, og varð þá að fara til vanda- lausra, og ólst upp í Miðfirði og Hrútafirði, og vann jafnan fyrir sér. Hann þótti ágaetur verkmað- ur, og sérlega lagvirkur og jafn- tækur á hvað sem giera þurfti, sér- staklega lét honum fljótt vel öll smfði, bæði á tré og málm og varð góður smiður, og vann oft við það um æfina. Rúfmlega tvítugur fór hann til Haníels Jónssonar, bónda á ]>ór- oddsstöðum í Hrútafirði, og þar kyntist hann Elínu Eiriksdóttur (bróðurdóttur Daníels), og sem seinna varð eiginkona hans. þau giftust á Borðeyri árið 1878, og bjuggu um hríð á Reykjum í sömu sveit, og síðast á Ösj>aksstöðum. Á þeim árum voru harðindi mik- il á Norðurlandi, og fýsti marga að fara til Ameríku, — komust færri en vildu vegna efnalevsis. Bjarni sál. fór nú til Ameríku árið 1883, og staðnæmdist í Wtinnipeg. þar dvaldi hann í þrjú ár, og vann við hvað sem fékst. Á þeim ártrm var ekki mikið um vinnu í Winnipeg, og yfirleitt daufir tím- ar. Árið 1887 flutti hann þv.í til þingvalla-nýlendunnar, sem þá var að bvrja að byggjast, og munu fyrstu árin þar hafa verið mjög erfið, því hann sagði svo sjálfur írá, að þeir tímar hefðu verið þeir allra hörðustu æfi sinnar. Saga frumbýlinga þar er næsta svipuö sögu míirgra íslenzkra frumbýlinga í álfu þessari. þair áttu óft bágt. líann barðist eins og margir hinna við örðugleika ýmsa og fá- tækt. það' var stundum litið um björg, og það voru margir steinar í götu, en með íslenzkri þraut- scigju og dugnaði tókst honum að yfirstíga örðugkikana. Eftir tólf ára veru í þingvalla- nýlendunni, flutti hann með þrem- ur öðrum íslenzkum bændum til Strathclair svei'tar í Manitoba. Kevptu þeir þar lönd. )>ar bjó Bjarni sál. rausnarbúi í fjórtán ár. Smámsaman höfðu þessir ískuzku nábúar íluzts á braut ‘il aimii'l staða, og er hann var orðinn einn eítir á meðal hérlendra, fór hon- um að verða hugkikið, að komast einnig þangað, sem ísknöingar bvggi, og geta á elliárum notið félagsskapar með löndum sínum. Börnin voru og orðin fulltíða oq sum flutt úr föðurgarði vestur til 'Q.uill vatna bygðar í Saskatche- chewan. þangað stemdi því hugur hans, og hafði hann allareiðu keypt þar lönd, nálægt Leslie bæ. Síðastliðiö haust seldi hann því lönd sín i Manitoba, og var að flvtja alfarinn vestur til Leslie, þegar hið hörmulega sly* kom fyr- ir og hann var burtkallaður. Að eins einn áfangi var eftir, þar til hann yrði kominn á bújörðina nýju, og til barnanna sinna, sem hann þráði svo mjög að dvelja á meðal ; en þá kom dauðinn skjót- lega og kallaði hann á svipstundu i burtu. það er jafnan sárt, að misvsa sína ástvini. Sárast að skilja svona óvænt og skjótt. Bjarni sál. var skýr og greindur maður. Ilann var bókavinur mik- ill, og las nálega allar ísknzkar bækur, er völ var á ; einnig las hann ensku mæta vel. Hann skrif- aði fallega rithönd og stílaði ís- knzku ágætlega, hafði þó aldrei notið tilsagnar um æfina. Ilann var sérkga lireinlundaður maður og einlægur og hreinn í öll- um viðskjftum, enda orð hans jafnan tekin sem skrifuð væru. Hann, var hjartagóður og hjálp- samur við fátæka ; seinn til vina, en tryggur og einlægur þeim, sem hann vildi fyrir vini hafa. Bjarni sál. eignaðist tíu börn með konu sinni, af hverjum fjögur dóu í æsku. Sex hafa komist til fullorðins ára og syrgja nú með ekkjunni ástríkan og umhyggju- síiman föður og maka. Börnin eru þessii: Stephan Danival, fyrrum kaup- maður í Izeslie, Sask., nú fast- eignasali í Winnipeg ; Eiríkur, bóndi nálægt Elfros, Sask.; Engil- ráð, giít Ó. Ögmundssyni, bónda í sömu bygð ; Anna Jakobína,, gift Gunnari Gíslasyni, einnig bónda í sömu sveit ; Karólína, heima hjá móður sinni, og Elí Bjarni, býr nú með- móður sinni nálægt Elfros, Sask. Einnig eftirskilur hinn framliðni fjövur systkini á líti : Stephán Stephánsson, að Dog Creekr, Man.; Mrs. Jakobína Preece, í Wönnip>eg, og Aleixanér og Sesselja á íslandi. Jarðarför Bjarna sál. fór íram þann 16. jan., og var hann jarð- sunginn af séra H. Sigmar. Ilann var lagður til hinnar hinstu hvild- ar í grafneit Kristnes safnaðar. Bkssuð sé minning míns látna vinar. V i n ú r. Guðrún María Þorsteinsson. Dáin 5. marz 1913 (25 ára). -Efikvljan ungan gróður e>-s í kaf með þungaim sogum, bví er sunginn angursóður ómklökkur hjá Crrunnuvogum. Finst mér líkt sem ólífsundir öllum blæði í hjartans linum, ov taki rauna-óðinn undir ísharpan með sttrnum sínum. I>á rir lundi vorsins varma veðrin svdfta bezta gróða, vekur æfin hurða harma hverjum sem að ann því góða, þó að sól á himni heiöum hækki braut um foldar vanga, berar hverfa Ijós af teiðum lífið verður sorgar-ganga. Iiyin um allan æfidaginn einurð sýndi og viljann djarfa. Vina málum hlúði’ i hagian, — hollráð því sem var til þarfa. F'ullorðin í hug og hætti, hvlti l>á, sem láu í sárum. Skildi lífsins þrauta þætti þegar hún var barn að árum. Sínum hún af alhug mvni, — eins og barnið sinni móður. Breiddi á veginn bezt sem kunni blómin, — lífsdns vcrmi gróður. Öll var hennar æfi-ganga eins og Ijós á vegi barna. Hún skildi eftir ckki ;anga æfi, en mynd, sem leiðarstjarna. þegar lífsins bezti blómi byrgist undir dauðans hjúpi, pá er von að öldtir ómi andvaka frá hjartans djúpi þeirra, er harma helstríð þsTrgja i hugans innd og sjafna trega, og allar stunddr sárast syrgja svstir og barndð elskutega. Minning hennar mæta dvelur — minni kær um æfiteiðir — vinum hjá, þeim ástblóm elur, iinaðs-ljós á veginn breiðir. Iíjartans er það helgust gteði, harmalébtir auðn við gjögur hvað hún var með göfgu geði. — Geymd er sagan ljúf og fögttr! H. þorsteinsson. Kvecja til vina og kunningja. Með því að ég er nú í þann veg- inn að fara burt úr bænum fvrir fult og alt, ]iar sem ég hefi átt stöðug.t heima um nær því 40 ára skeið, langar mig til að biðja Hkr. að flytja kæra kveðju mína vinum og kunningjum, er ég ekki næ til að kveðja áður en ég fer. Árið 1875 kom ég fyrst hingtað til borgar, og hafa árin safnast að baki og margt ,á daga drifið. Er það því að skilja við bæinn og að skilja við flestar endurminning- ar síðari helming æfinnar. Öllum góðum vinum þakka ég alt gott á liðnum tima, viðkynn- iuff °F góðvilja í minn garð. Og þeim félagsskap, er ég hefi til- heyrt nú síðari ár — Únítara söfnuöinum íslenzka — langar mig til að þakka góðvild og vináttu til mín. — Vona ég að allir vinir mínir fyrirgefi gttmalli konu, með nær 80 ár að baki, þótt hún spari sér sporin, er henni gerast þung- færari nú en áður var, og biðji elzta blaðið að flytja þeim kveðiju sína og innilegar árnaðarióskir til allra Islendinga um farsæld og blessun í framtíðinni. ístenzktt húsin voru fá, er ég kom hingað fyrst, og var þá líka flest í byrjun og á frumbýlings- stigi. þau eru fleiri og meiri nú. Megi þau blómgast og blessast á komandi tímum. Við gatnla fólkið förum og hverfum, og með okkur minningar og reynsla eldri ára. |>eir vngri taka við og komast mikið lengra en þeir, settt æfinni eru að ljúka. Er þá vel upp bætt vos fvrri ára. Með hugheilli kveðju og árnað- arósk til allra. Mrs. Margrét Gillies. Winnipeg, Man., á sumardaginn fvrsta 1913. Hugsun til baka. T>egar við, sem lögðum upp 14. april frá Mountain, N. II., erum komin í áfangastað og höfum ekið heiltian vagni í gegn, undir hinni máttugu yfirstjórn allra hluta, — þá fáum við ekki stansað huga okkar frá að hverfa yfir farinn veg alla leið til Mountain, og tdl fólksins þar,, er við skildttm við. því aldrei fær mannleg tilfinning afneitáð sjálfri sér að fullu, þegar brevbing verður á aístöðunni, svo minningornar frá landi liðinna tíma verða svo glöggar og sterk- ar og vilja helzt ráða lögum og lofum, svo maður þyrfti jafnvel að taka á öllu afii, ef ekki á ált að fara á hugsunarl. ringulreið. Nú, hvað heíir þá hugttr þessi að erindi til baka ? S.jálfsagt þaö, að skila kveðju okkar til allra kunningjanna og þakklæti fyrir svo margt vel hugsað og gott gert, ■— væri um nokkuð annað að ræða, þá nær það ekki að tteljast til tninninga. En það sem .er þakk- lætis og virðing’arvert hefir sem oftast í för tneð sér, að einhverju leyti eftirsjón, þá hætt er að njóta, og breytingin hefir úrskurð- að : “hingað, og ekki tengra”. — Bvgðarlagið, sem við hurfum frá, og fólk þess, gerir því þá kröfu, að það sé munað og aldrei gleymt Gegn þeirri kröfu skilium við eftir bá alvarlegu ósk okkar, að ís- lenzka bvgðin meöfram Pembina- íjölliinum í N. Dak. haldi áfram að vera fvrir.mvnd hágfræði og ha"sældar. ()g að fólkinu lærist betur og betur að skilja köllun sina sem réttast, svo að krefurn- ar, sem það gerir hvað til annars, verði sem sanngjarnastar, og trú- in á sigur liins góða — livaðian sem kemur — scm almennust. áleð því að eins getur tnannfélagsbvgg- inrin orðið vegfegt verk, annars ekki. Gjarnan vildnm við hafa ávarp- að fleiri aö Mountain, en við náð- um til morguninn setn viö fórum, satsss* ■ SWIFT CURRENT á undan öllu Canada í auknum byggingaleyfum. KAUPIÐ í R05EM0UNT sem er innan bœjartakmarka 1 beinui lfnu við stækkun bæjarins. Allar byggingalóðir liggja hátt og gefa gott útsýni yfir bæinn. Kaupið strax og tvöfaldið peninga yðar á einu ári. VERÐ =$150.00 OG MEIRA. Fáið allar upplýsingar hjá : Tis Manitila fteallf Cs. 310 Mclntyre Block, Winnipeg, Man. Sími Main 4700. en bæði höfðum við tæpan tírna, svo og líka hugsanir okk-ar nokk- uð sérstaklegar, og máske eitt- hvað í ætt við skáldsins, sem gekk út á einum fögrum vor- morgni, hnugginn í huga, af hverju semi var, en hrestist brátt fyrir huggun vorsins, og heyrði frá sól o himni : j'álaður, hví syrgirðu ? þerðu þín tár”, og “Með blíðu kvað himinn ég brosi við þér, því hrosirðu ei þá til samlætis mér?” og “Vestanblærinn vörum upp lauk, er vangu mina hann þiðlega strauk : þá sorg, er þig mæðir, þú mér skalt fá, ég með lvana fþg út í himimnn blá”, og “Svo hýrg- aðist aftur mín angraða sál við eilíía kærleikans huggunarmál, og náði sér barnglöð, frá nevð og harmi, á náttúrunnar heilaga barmi”. — þetta mun hafa orðið okkar helzti reisupassi, og r.eynd- ist vel. þess nxætti geta, að þá við höfðum afráðið að fara vissan dag á stað, fengum viö þá firétt, að járnbrautin ekki gangi þann da" Érá Mountain, sem okkur kom þvi lakar, er það munaði okkur talsverðu á ferðakostnaði. Kallaði ífr því gegnum talsíma til Mr. H. Biörnssonar, bónda úti á landi, og spurði . Gcturöu nú hlaupið undir bagga oy komið mér á hestum fvrsta síjiölinn ? Og s\ arið var straix tvímælalaust : já. Var hann svo á tima til staðar með tvö ‘team', oe tók mig og farangur minn til Edinburg, og þegar ég bar hafði orð á að jafna reikning- inn, var svarið aftur betta . kost- ar ekkert, bara dálítið kunningja- bra"ð. fýkki er mér ljóst hver annar hefði orðið til þess, að beita mig slíku kunningjabragði, o" vel gæti ég skiliö, að aðrir erannar bar í er,endinni mættu ki"iOa á til að verða jafnfram.t Hr. II. Björnsson að drengskap og dugaiaði jægar á liggtir. “það, sem gert er fljótt og vel, er sem tvisvTar gert”. Með vinsemd og virðing, ]. Benediktsson. 1615 Willson Ave., So. Bellingham, W-ash., 20. april 1913. T0V n* - FROM ALL WASHDAY DRUDGERY Ir YOU USC TMl I.X.L. VACUUM WASHER VfiRÐ $3.5(1. Vélin Pvær alt frá hef'tábrelða til fln- asta 11 ns. M'dfy'jýaDdi Ccupoo sj.arar $2.00 Þvær f Jlan íatabaia á 3 mín. Send yðnr nndir endnrbiirRiinBr áhyrgð. KBIM5KRINOLA COliPON. Seudiö þessa og $l-.>0, uttfn og áritnn yÖAr til Dominion Utilities Mfg. Co. Ltd., I M ,i‘ St . Whinip'^. o* j»iö fáið I. X. L. vacunm pvottavíl, Vér borjrum burö^rgjnlti en I'trpentlum pt ainga yða ef vólin ei ekki eins og shfí er P. 0. Box Hkr. er 3171. Veyna brevtinpar, sem verið er að vera a breia.hoHuin i pósthúsi Winni'peg borgar, liefir póstnieist- arinn tjáð .Heimskringlii, að talan á oósthólfi hlaðsins verði ótnnflýj- anle.'a að brevtast, osr að sú tala verði hér eftir No. 3171. þetta eru Heir allir beðnir að taka til greina, sem viðskifti lmfa við blaðið. Borgið 'Heinskringlu. Dolor.es 187 augnabliki var ofsóknarinn hjá honum og hafði grip- ið í treyjukragann hans. Ilarry var ekki sá maður, sem gafst upp að öllu óreyndu. Hraður sem elding greip hann skamm- byssu úr brjóstvasa sínum, spenti hana og sneri sér við. Eitt augnatillit nægöi. ‘Ashb>T! ’ sagði hann. ‘þrællinn þinn’, grenjaði Ashby reiðiþrunginn. ‘þræll, þorpari, svikari’. Hann var fölur í andliti og röddin hás af vonsku. Harry varð alveg hissa. ‘En, Ashby, þekkir þú mig ekki?’ ‘þekki þig ? Jú, hamingjunni sé lof að ég þekki þig. Eg hefi loks komist að því, hvert þrælmenni þú ert. þekki þig ? Jú, ég þekki, þig sem, þræl og fyrir- litlegan þorpara’. Harry stóð kyr og undrandi. ‘Við hvað áttu með þessu?’ ‘þti heftr verið í herberginu’, sagöi Ashby og benti langs eftir göngunum. ‘Jæja, þó ég hafi verið þar?’ 'þó þti hafir verið þar ? þú veizt í hver ju skyni þú fórst þangað’. Nú fór Ilarrv' að skilja, hvað hann átti viö. ‘Ó, svo þetta er meiningin?’ ‘Já, auðvitað er þetta meiningm. Er það ekki nægilegt? Að troða þér inn hjá ungri stúlku, sem þú vissir aö var min’. Nú fór Ilarrv að átta sig. Auðvitað gat hann ekki afsakað gerðir sínar, og eina ráðið var því að gripa til stórj-rða. ‘Hvaða heimild hefir þti til að koma með slíkar móðganir ? Hver ert þú ? Ilvað kemtir þér þetta efni við?’ 188 Sögusafn Heimskringlu ‘Ilún er heitbundin mér. Tvg gerði þig að trún- aðarmanni mínum og svo reynist þú mér svikari og þorpari’. Harry stundi þungan, en áttaði sig brátt. ‘Góði maður’, sagði hann, ‘þú hefir ágæta ltæfi- leika til að skamma fólk. Náttúran hefir auðvitað ætlað að gera úr þér gaanla kerlingu ; en kemur þér ekki til hugar, að þetta er ekki viðeigandi meöal göfugmenna, og þú stendur hér og gerir sjálfan þig að gik'k ? Heldur þú, að ég þurfi að spyr ja þig ntn leyfi hvar ég geng um þessa borg ? itg fann þessi leynigöne sjálfur og vona að firma fleiri’. Nú datt honum böggullinn í hug, ‘en það er eitt atvik, sem ég vil gera út um við þig áðnr en við förum kngra með þetta’. ‘I>að er eflaust fleira en eitt, sem við þurfum að aígera’. , 'ltg skildi hér böggul eftir fyrdr stuttu síðan, sem var mikils virði. Hefir þú hann?’ ‘Itg ? Heldurðu að ég hafi þinn böggul?’ ‘itg fullyrði ekki, að þú hafir hann, enda þótt þú vissir að ég átti hann’. ‘Nú, svo þú gerir það ekki’. ‘Ashby, viltu svara heiðarlegri spurningu hreint og bednt ? Veiztu nokkuð um þenna bögfeul?’ ‘Böggul? Rugl! ’ svaraði Ashby, sem hélt að Harry hefði fnndið upp á því að tala um þennan böggul, til að gera grein fyrir því, hvers vegna hann væri hér. ‘Norður og niður með bög.giilinn þinn og þig. ítg veit ekkert um haun. Itg —’ ‘iltg spyr hvort þú hafir tekið upp böggulinn’. ‘Og ég segi, niður og norður með böggulinn þinn’. Harry var nú að verða eins r-eiður og Ashby. Hann þóttist viss um, að Ashby hefði fundið bögg- tilinn og hefði hann í sinni geymslu. Hann leit á D ó 1 o r e s 189 svar Ashbys sem tilraun til að komast hjá því að svara hreinskilnislega. ‘Jæja’, sagði hann, ‘ég segi, að ef þú heldtir þessum böggli i þinni geytnslu eftir að ég hefi kraf- ist hans, þá heldur þú edgn, sem þú ekki átt, og þú veizt hvað það þýðir’. Ashby hló beiskum hlátri. ‘þú gefur í skyn að ég sé þjófur’, sagði Ashby. 'Ekki beinlinis, en þú mátt ekki ímvnda þér að þú hafir neitt tilkall til þessa bögguls sökum fyrver- andi sambands þíns við vissa unga stúlku’. ‘Vissa unga stúlku ? Böggul ? Við hvað áttu ? Eg hvorki veit neitt um þetta, né skeyti um að vita það-. Fg veit að eins að við höfum ýmsar miskliðar að jaína’. ‘Já, um það erum við sammála’. 'Hefði ég ekki fundið þig hérna, gat ég að eins grunað þig, en nú veit ég að þti ert —’ ‘Haettu maðttr! Ef þú ferð að skammast, þá sendi ég kúlu í hausinn á þcr. Ég hefi ekki sömtt hæfileika og þú til að attsa úr mér skömmum. Ef þú vilt jafna sakir við mig, þá komdu fram eins og tnaötir en ekki eins og fiskisölttkerling’. ‘Já, það er einmitt það sem ég yil, og það hérna jtindir etns’. ‘Hérna ? Rugl ? Komdu með mér til herbergis míns’. \ ‘Farðu á undan, ég kem á eftir’. þeir urðtt samferða til herbergis Harrys. Evrir fáum dögttm voru þeir beztu vinir, og nú hötuðu þeir hvor annan grimmilega. Harry taldi víst, að Ashbv hefði fundið böggul- ; inn og geymdi hann, en það vilcli hann ekki þola. JEn afbrýðin kvaldi Ashbv meira nú en nokkrtt sinni I áður. I J90 Sögtisafn Heimskringlu Ilarry stakk blysinu í gat, sem var á steingólt- inu, er virtist búiö til í því skyni, og sneri sér svo að Ashby. ‘l>ú hefir heyrt ásökun mína’, sagði Ashby. ‘Ekki einu orði fleira um þett i. Við skulum lærjast eins og menn. Ilefir þú skammbvs.su?’ ‘Nei’. ‘þaö er teitt. Menn mega ávalt bnast við að þurfa á skanunbyssu að halda. ‘Já’, sagði Ashby, ‘hefði ég bara vitað, hver óþokki —’ | ‘Ashby’, sagði Harry, 'ef þú hættir ekki stracc, sendi ég kplu i gegnum hausinn á þér. Skilurðu nú ? En komdu ntt’, sagði hann rólegri. 'V'ið höfum báðir sagt nóg — meira en nóg. Mundu það, að þegar tvö göfugmenni ætla að heyja einvígi, þá er ekki viðeigandi, að viðhafa svívirðileg skaTnmaryrSi. Við skulttm reyna að stæla einvígisvotta í nákvætnni þeirra í umgengni sinni hver við annan. Ertu þessu samþykkur ?’ Ashb}T hneigði sig. ‘Oy nú Ashby. Jni segist enga skammbyssu hafa, — en hefir þú þá nokkurt annað vopn, hníf eða því um líkt?’ ‘Ekkert annað en lítinn pennahníf. '|>að er slæmt. Ef við gætum náð í kúlubyssttr hjá vinum okkar hérna úti, þá værum við hólpnir, en um það er ekki að tala. Eina ráðið .er þvi, að við brúkum báðir sömu skamtrnbyssuna, — þessaj sem cg hefi’. ‘Sömu skammbyssuna ? Hvernig getum við báð- ir notað sömu skammbyssuna ?’ 'Við verðum að gera það. það eru engin önnur ráð’. Ashby hristi höfuðið. ‘íg skil ekki, hvernig við getum það’. I

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.