Heimskringla - 05.03.1914, Blaðsíða 5

Heimskringla - 05.03.1914, Blaðsíða 5
HEIMSKRINGLA t’lól ‘ ZyVIAI ‘5 ‘D3dINNIA\. BYGGINGAVIÐUR Af öllum tegundum fæst gegn sanngjörnu verði. The Empire Sash & Door Co., Limited Phone Main 2510 Henry Ave. East. Winnipeg Fréttabréf. SEATTLE (BALLARD) ' 24. febrúar 1914. Hr. r'itstj. Hkr. .ÆOði er nú orSið lanjrt síSan ég sendi blaðinu línu, og alls ekki sið- an þú tókst við. Held ég því að ég verði að manna mig upp og hripa því nokk.ar ií.iur. Bezt líklega að byrja 4 því, að mér líkaði prýðilega, að sjá, að þú varst orðinn ritstjóri þess, því af þér mátti við góðu búast, jafn vel-gefnum og ritfærum manni, og auk þess ágætlega mentuðum. — Hverja ritstjórnargreinina annari betri hefir líka blaðið birt síðan, og hygg ég að það hafi sjaldan verið í eins góðum hóndum, hvað það snertir, frá byrjun vega sinna. Ritdómar þínir falla mér einnig vel i geð og iiera vott um óhlutdrægni og einurð og sjálfstæði. Ekki má ég heldur gleyma að geta þess, að mér var sönn ánægja að sjá, að blað þitt mundi ætla sér að láta þann flokkinn, er nú hefir völd á Islandi, og H. Hafstein njóta sannmælis. En því liefir ekki verið að heilsa að undanförnu, þar sem bæði blöðin hafa jafnan fundið hon- um alt til foráttu og öllum, er honum fylgdu. þar á ofan bættdst það, að fyrv. ritstj. Hkr., B. Iv. Baldwinson, virtist ekki geta séð neitt nýtilegt vað Island. Oft minti j>að mig á spurningu Gyð- inga foröum : “Getur nokkuð gott komið frá Nazaret?” Nú virðast báðar hliðar á stjórnmálunum heima munu hafa sinn málsvara hér í landi, og er það hið lang- æskilegasta. það eru ævinlega tvær hliðar á hverju máli, og mér gremst ávalt mjög, að önnur -sé að sjálfsögðu nídd niður fyrir allar hellur, og það þó það sé hliðin, sem ég EYLGI EI\KI. 1 þessu sambandi get ég ekki stilt mig um að mintiast á hótunarbréfiS frá Jóni Kristjánssyni í 21. nr. blaös- ins. Sá maður hlýtur að hafa mjög ákafa skapsmuni og hlaupa ‘til að skrifa, jtegar hann er sem reiðastur. Eg hefi orðið þess var áður. Og af því ég veit, að hann er skýr ma Sur, og hefir ritað stundum með sanngirni, þá er ég sannfærður um, að þetta bróf lvans til þín hefir verið ritað í bræði, og er ekki líklegt að hafa mikil áhrif. En aftur á móti á hann víst ó- mögulegt með, að sjá nokkurn skapaðan hlut annan en ilt hjá stjórnarflokkuum heima, að ég ekki nefni Dani. Mér cr sem ég sjái hugsanir hans, er hann les grein þá uffl Danmörk og danska bændur, sem nú er að birtast í blaðinu. — En áðtir en ég skil við þetta, er víst sanngjarnast, að ég komi með einhverjar aðfinslur líka. Ekki finst mér tslenzkan hjá þér ávalt rétt vel viðfeldin, en þó furðu góð, og sumstaðar ram-klassisk, en prent- villur eru oft talsverðar, og verð- ár að kenna það óvönduðum próí- arkalestri að miklu leyti. Aftur mun mega kenna prenturunum að- allega um það, er línur ruglast samain, eða falla alveg ttr, eða þá, að tveim dálkum er blandað sam- an. það er ákaflega leiðinlegt, hvað slíkt kemttr oft fyrir hér vestra, og furða, hvaö seint geng- ur, að kippa því í lag. Tíðindi get ég hvorki sagt mikil né mörg. Tíðin má ávalt heita hér góð, svo sem kunnugt er, en í vet- ur hefir hún verið framúrskarand: góð, og nú undanfarandi mátt hieita sumarhiti); trén laufgaj og blóm springa út. É'g hefi stundum verið hér vetur og vetur eftir að ég fór að fara til suður Californiu, og er þetta sá eini, sean ég hefi ekki saknað loftslagsins þar að mun. MikiU er sá munur, er við hugstin til ykkar þar eystra í kuld- anum núna, en svo fellur einum betur þetta og öðrum hitt. Kvartað hefir verið um, að at- vinna væri ekki næg hér í bæ í vetur, en svo er ávalt á hverjum vetri og í hvaöa stór-bæ sem er, að heita má. Og víst er um það, að víða hefir verra verið. At- vinnuveitendur hafa sumir landar verið, einnig í vetur. Má þar t'il nefna ísak Johnson, sem nú er að byrja á einttm 2—4 húsum, og svo fleiri. Hamlar það hr. Johnson, að heilsa hans hefir verið mjög bág- borin í vetur, ella mundi hann ltafa haft ærið að vinna. Sá af löndum, sem mesta atvinnu hefir gefið nú, sem áötir, er Arni Stintarliðason,— hefir hann nú, meðal annars, i smíðum stóreflis eldliðs-stöð (Fire Station). Eg mætti í þessu s-am- bandi geta þess, ;ið 25. jaftt. héim- sóttu all-margir landar, karlar og konttr, hr. Sumarliðason og konu hans, Guðrúnu Jóhannsdóttur (systur Eggerts Jóhannssonar), en þait giftust 25. jan. í fyrra. Gekst G.T. stúkan í s 1 a n d fyrir þeirri heimsókn, en ýmsir íleiri vinir Jteirra tóku þátt í með. Var til- gangurinn alðallega sá, að þakka Arna trvgð hans við stúkuna og annan félagsskap, því hann er mjög félagslyndur og styður allan íslenzkan félagsskap með ráði og dáð. Hafði síra T. A. Sigurðsson orð íyrir mönnum, og Árna síðan afhent skrifborð vandað. Alt af miðar skijtaskurðinumi hér vel áfram, og hafa einstöku landar haft atvinnu þar, einkum þó smið- ir tveir, er nú ltafa unnið þar nær- felt heilt ár, þeir Kr. Gíslason og þ. Arnbjörnsson. Ýms'ir hafa flutt hingað siðan í vor er l-eiÖ, til skemri eða lengri dvalar. Meðal þeirra, er hér hafa ílengst, má nefna : Hafstein John- ston meÖ fjölskyldu, frá Keewatin, l>ar sem þau lijón höfðu lengi lengi ; Adam þorgrímsson, kenn- ara og ritstjóra frá Akureyri, og svo systkini tvö, börn Hermanns Tónassonar, fyrv. alþingism., og fleiri munu vera, þó ég geti ekki talið þá. Ekki maln ég til, að neinn hafi dáið nýlega af löndum hér, en ýmsir hafa fæðst, þar á meðal tví- burar hjá þorsteini I’álmasyni, póstþjóni, og konu hans, en hún er dóttir Magnúsar heit. Smith hins mállausa, sem margir munu kann- ast við, sem góðan taflmann. Börnin eru piltur og stúlka og dafna vel. Talsvert hefir og verið um giftingar, og nú síðast Axelina Arnbjörnsson, dóttir þorgríms og Solveigar Arnbjörnsson, er hingað fluttu frá Michigan fvrir nokkrum árum. Átti hún hérlendan mann, Boyd F. Reid, og er hann spor- vagnsstjóri. Félagsskapur meöal landa hér hefir verið meö fjörugra móti í vetur, og hefir kvenfélagið E i n - ingin gengið þar bezt fram, hald-ið tíða fundi og samkomur af ýmsu tagi, sumar alveg ókeypis. Er það hið þarfasta félag. þá er félagið V e s t r i , sem áður var aðal-, eða jafnvel eina félag landa hér, að taka hina mestu fjörkippi nú ; hafði legið í 'hálfgjörðu dái um nokkurn undanfarandi tima ; en nú streyma þar inn nýir með- limir, blað þess “Geysir” lifnaS á ný, og svo ætlar það bráðlega, að ívna sjónleik með úrvals leikend- um. — Helzt mætti segja, að safn- aöarlífið sé fremur dauft, en lifnar ef til vill með vorinu í gróandan- um, — tnaður vonar það, að minsta kosti. Aftur á móti mun stúkan Island með góðti lífi. Einhverjum skærum lenti Jakob lögregluþjónn Bjarnason í við ó- eirðaseggi nokkra, hér á dögunum, og fékk áverka) af, en heldur þótti honum og öðrum sterklega að orði komist, er Lögberg sagði, aS unn- ið hefði verið á honum. Að vísu þarf sögnin, að vinna á (ean- hverjum), ekki endilega að merkja það, að ráða bana, en svo mun það þó oftast skilið af almenningi. Nei, Jakob er bráSlifandi. — En, meöal annars : Úr því ég er að minnast á Jakob, þá dettur mér í hug, þar sem minst var á and- lát Magnúsar Ó. Stephensen, frá Viðey, í blöSunum hér, og svo einnig á ætt Áslaugar konu hans, að í Lögbergi var þ a ð , um ætt hennar, alt úr lagi fært. Getur ver- ið, að það hafi verið rétt i Hkr., ég man þaS ekki, en sú athuga- semd, er ég vildi gjöra, er þannig: Aslaug er Eiríksdóttir, Sverrisson- ar (ekki Einarsdóttir, Sveinsson- alr) og svstir Siguröar sýslumanns í Strandasvslu, Ingibjargar konu E-gerts sýslumanns Briem og Sig- ríöar konu Páls Ingimundssonar, prests i G-aulverjabæ, en sú< SigríS- tir vair amma Jakobs Bjarnasonar lögregluþjóns. Síðast, en ekki sizt, vil ég geta þess, að fyrir nokoru var vakið máls á því í félaginu Vestri, livort ekki mundi beppilegt og til- tækilegt, að stofna nokkurs konar allsherjar samband meðal Islend- inga hér á ströndinni, og kosin þriggja manna nefnd til að rita til þeirra staða, þar sem talsvert væri af löndum, og þó einkum þar sem einhver íslenzktir félagsskapur væri fyrir. Gjörðu þeir þaö, og voru undirtektir yfir höfuö góðar. Buðu þeir því næst hinum vmsu bvgðum, að senda fulltrúa hingað til skrafs og ráðagjörðar, og varð árangurinn sá, að hingalð komu fulltrúar frá Victoria og B'elling- ham, ásamt Marietta, en hinar bvgðirnar voru ekki undir það búu ar, að senda fulltrúa. En þeir, sem mættir voru, héldu fund i gær og var afráðið að stofna sam- bandið. Býst ég við, að rita nánar um þetta, er heyrist frá hinum öðrum bygðum. Tel ég hugmynd- ina góða og líklega til að örfa og stvrkja íslenzkan félagsskap hér vesturfrá, og yfir höfuö díklega til að verða til gagns og góðs. Sigurður Magnússon. Agrip af reglugjörð dm heimiiisréttarlönd í C a n a d a Norðvt ðl«á rlandinu. Bérhver manneskja, sem fjöl- »kyldu hefir fyrir að sjá, og sér- nver karlmaöur, sem orðinn er 18 kra, hefir heimilisrétt til fjórðungs ■r ‘section’ af óteknu stjórnarlandi t Manitoba, Saskatchewan og Al- berta. Umsæ^yandinn verður sjálf- ur aö koma a landskrifstofu stjórn trinnar eöa undirskrifstofu í þvf héraöi. Samkvæmt umboöi og meö •érstökum skilyröum má faöir, móöir, sonur, dóttir, bróðir eöa lystir umsækjandans sækja um (andiö fyrir hans hönd á hvaöa •krifstofu sem er, S k y 1 d u r. — Sex mánaöa á- búö á ári og ræktun á landinu f þrjú ár. Landnemi má þó búa á landi innan 9 mílna frá heimilis- réttarlandinu, og ekki er minna en 80 ekrur og er eignar og ábúöar- jörö hans, eða fööur, móöur, son- •r, dóttur bróöur eöa systur hans. 1 vissum héruöum hefir landnem- Inn, sem fullnægt hefir landtöku •kyldum sínum, forkaupsrétt (pre- emption) aö sectionarfjóröungi á- föstum viö land sitt. Verð $3.00 ekran. Skyldur :—Veröur aö •itja 0 mánuöi af ári á landinu I I ár frá því er heimilisréttarlandif var tekiö (aö þeim tima meötöld- am, er til þess þarf aö ná eignar- bréfi á heimilisréttarlandinu), og 50 ekrur veröur aö yrkja auk- reitis. Landtökumaöur, sem hefir þegar aotaö heimilisrétt sinn og getur ekki náö forkaupsrétti (pre-emtion á landi, getur keypt heimilisréttar- land í sérstökum héruöum. Verö $3.00 ekran. Skyldur : Veröiö aö »itja 0 mánuöi á landinu á ári 1 þrjú ár og rækta 50 ekrur, reiss hús, $300.00 viröi. W. W. C O R T, Oeputr Minister of the Interior. VííSa er nú pottur brotinn. það er í Ontario, sem svívirð- ingin keyrir nú fjöllum ofar : Mút- ur, mútur og aftur mútur. það var Liberal þingmaöurinn Gustave Eventurel. Hann var að ásaka stjórnina fyrir að pranga með brennivíns-leyfin. Var hann þá fullur móði miklum og réttlætistil- finningu, og mátti þá ekkert ilt nærri honum koma, og fór þungum orðum um óhæfu þá, er stjómin fremdi. En þá vildi svo vel eða illa til, að einhver kom með bréf frá honum, þar sem hann býður vín- j sölu- og hótelfélögunum að vinnal fyrir þau af öllum kröftum í þing- | inu, með öllu hugsanlegu móti og öllum hugsanlegum meðulum, — j vinna jafnvel á móti eigin flokks- j foringja sínum fyrir $10,000. Fyrir þessar tíu þúsundir leggur hann j æru sína eigin, velferð flokks síns, og svo náttúrlega velferð yngri sem eldri, sem bölvun hljóta af j brennivínskránum. þegar svo hans eiginhandairbréf j kemur fram, með hans eigin undir- j skrift, þá hvorki roðnar hann eða bliknar við. Hann hefir ekki nokk- ura hina minstu hugmynd um sví- virðingti þessa. Og það er nærri ljótast af öllu saman. þegar menn telja og álíta þessa og þvílíka að- ferð heiðarlega, réttmæta og ætla það sé illgirni ein, að minnast á þessa smámuni, þá getur svívirð- inoin lítið farið hærra, hún að eins ™i D0M1N10N BANK liorni Notre Dame og Sherbrooke Str. Hðfuðstóll uppb. $4,700,000.00 Varasjóður - - $5,700,000.00 Allar eignir - - $70,000,000.00 Vér éskum eftir vidskiftumverz- lunar manna og ábyrcumst afl gefa þeim fullnægju. óparisjóðsdeild vor er sú stærsta sem nokkur banki hefir I borginni. íbúendur þessa hluta borgarian- ar óska að skifta við stofnun sem þeir vita að er algerlega trygg. Nafn vort er fulhrygging óhult- leika, Byrjið spari innlegg fyrir sjálfa yður, konu yðar og börn. C. M. DENISON, ráðsmaður. Fli«»ne <4nrry 3 4 5 0 breiðist út frá einum til annars. Og þjóð sú, sem þolir annað eins, er gegnsýrð af spillingunni. Liberal foringinn í þinginu af- neitaði honum og vildi reka hainn burtu, og það yerðttr líklega gjört. KENNARA VANTAR fyrir Harvard skóla No. 2026. Kenslutími 8 mánuöir. Byrjar 1. alpríl. Umsækjendur tilgreini menta stig, æfingu og kaup. Tilboðum veitt móttaka til 20 marz af O. O. Magnnsson, Sec’y-Treas.; Wynyard, Sask, Islands Ávísanir Vér erum nú undir þaS búnir aS selja ávísanir til Islands. Sanngjarnast verS hjá Union Bank of Canada. Bezti vegurinn aS senda þannig peninga heim. TaliS viS ráSsmanninn. Logan Ave. og Sargent Ave., útibú. J. V. Harrison, rá'Ssmaður Póstspj'ald færir yður vorn stóra veiðlista. McKENZIES AGÆTA ÚTSÆÐI Fullkomnasta útsæðis verzlun í Canda. Má heita við húsdyr yðar. Abyrgð að útsæði vort sé hið bezta— byggð á gæðuwi vörunnar. ‘^■1 Heppni yðar eru framfarir vorrar 8 lofta bygg- ing 70 x 120 fet. Hinir glöggustu og skarpskyggnustu velja það. Hinir gætnustu og sparsömustu nota það. Vöruhúsið vel|>ekta frá fvati til haís— útsæðið virði allieims notkunar. Útsæðið alþekta hraust og lifandi útsa'ðið með sterka lífskraftinum. Útsæðið sem fljótt frjóvgast—sterk og liraust. jurt af hverju frad. A. E. McKENZIE CO , LTD. BRANDON, M AN . CALGARV, 4LTÍ. c r-f- U) 8 Oi < SL ot >-*i < n tn <—. C >-i M n p. œ Vesturlandsins stærsta fræ verzlun. 150 Sögusafn Ileimskringlu Tón og L.ára 151 þann tíma, sem enginn veit, hvað hann hefir að haíst —. tekur liún honum m-eð opnum örmum. það eru sannarlega undarleg hjón. En óðal, sem gefur af sér 14 þúsund putid árlega, afsakar dálitlar öfgar, og ég get vel skilið, að Trevertons hjónin eru nafnkunn í sókninni’. ( ‘þa<u eru það, og þau verðskulda að vera það', sagði Celia. ‘Ef þú vissir, hve mikið gott þau gera leiguliðum sinum, fátæklingum og vinnufólki, mynd- urðu vera á annari skoðun’. ‘þess konar góðgerðasemi er hyggileg. það get- ur ef til vill kostað manninn fimm hundrtið af tekj- um hans, en hann kaupir álit fyrir það’. ‘Vertu ekki hituryrtur, Eðvarð’. ‘Ég er heimsmaður, Celia, og læt ekki glepja mér sjónir með fölsku yfirskini’. ‘þá verður þú aldrea skáld’, sagði Celia. ‘Maður sem ekki trúir því, að góðverk stafi af góðtvm hugs- unarhætti, maður, sem ei <<na r eðallynda hreytni ó- hreintint hvötum, haun verður aldrei skáld. Jvað er nærri viðbjóðslegt, að heyra þig tala, Eðvarð. Hin svívdrðilega l/ondoti hefir skemt þig’. Daginn eftir fór Eðvnrð i veizlnna, en hattn varð ekki foreldruttn síntvm samferða. Hann kom seinna en þati og aleinn, i þvi skyni, að sjá hver áhrif koina sín hefði á I/áru. En hégómadýrð hatts varð að engu. Hún tók á móti honum brosandi og þrýsti hendi hans. ‘það gleðiir mdg, að þér komtið nógu snemma til að vera hjá okkur í kveld’, sagði hún. ‘Eg kom með þeim ásetningi, að vera hér í kveld’ sagði hann og reyndi að gera róminn eins innilegnn og hontim var unt. ‘Eg held þér þekkið alla, sem hér cru, svo ég þurfi ekki að kynna yður’. ‘Auðivitað þekka ég öll stórmenni héraðsins. en 152 Sögusafn Heimskringlu hér er líklega edtthvað af vimitti mianiis yðar, sem ég ekki þekki’. Ilér er engittn af vinum miíinnsins míns’, sagði Lára, ‘að edns það fólk, sem heima á í héraðinu’. ‘J>á er ég hræddur um, að fátt verði um skemt- anir'. ‘Eg vona, að þcr aðstoðið mig, með hinum að- dáanlegtt samtals hæfileikum yðar’, sagöi Lára um leið og Eðvarð vék til hliðar fyrir nýjttnt gesttim. Ilonum hafði tekist að gera Láru ögn órólega ttm sttind, með þvi að minnast á vini manns hennar, því lienni fanst það undarlegt, <að maður hennar skvldi ekki hiafa vini sína við lilið sér, núna, þegar 1 liamingjan brosti við honum. Samsætið var ekki mjög skemtilegt, en að öðru I leyti 'gott og stórkostlegt, að því er veitvnga.r snerti. ) Lafði Parker, klædd háraiuðu flaueli og skrýdd dem- ] öntum, og lafði Barker, klædd svörtu silki og skrýdd roöasteinum, voru þær persónur, sem mest jkvað að. Jón Treverton sat við lengdarmiðju | borðsins, gagnvart kontt sinni, og við hlið bans sat j Eðvarð. Af þvi EÖvarð var nýkominn frá I.ondon, hlust- uðu menn á hanu með ánægju. Ilann sagðd írá ] myndasýningttnni, og skopaöist að vmsum myndum. I EJann lýsti fegurstu persónttnni, sem ntenn sátt á leikhúsunum. < ‘það undarlegasta við þá sögu er það’, sagði 1 hann, ‘að enginn vissi, að hún var fögur, fyr en hún kom fram á sjónarsvið félagslífsins, sem hin einasta j fullkomna perséna> er menn höfðu nokkru sinnd séð. ! Enginn varð þó eins liissa og ættfólk hennar, þegar 'hún varð drotning fegurðarinnar. Móðir hennar sá I það ekki. í skólanum var hún tremur álitin að vera ófríð en fögur. það er sagt, að liún hafi gifst snemma, aí því hún var olnhogaharn heimilisins. En Jón og Lára 155 nú getur hún ekki tekið sér skemtlgöngu ttm listi- garðinn, eða komið í ljós í samkvæmum, án þess fólk eigi á hættu að hálsbrjóta sig til þess að geta séð hana. þess konar þjóðhylli getur kannske sýnst aumknnarverð í vissttm skilningi, en ég kenni í brjósti um hana'. ‘Hversvegna?’ spnrði Jón Treverton. ‘Af því staðal hennar er ekki launvtð. Fegursta persónan ætti að fá laun úr opin'berum sjóði til þess að lótta ársútgjöld hennar, að sínu leyti eins og h or garst jórinn’. þegar halnn var búinn að tala ttm myndirnar og drotningu fegurðarinnar, fór hann að tala um glæpi. Fólkið í London þreytist aldrei á því að tala um ýms málefni. Ég hélt t. d., að hvorki blöðin né borgarlý'ðurinn myndi nokkurntíma hætta að tala um Chicot morðið’. ‘Chicot morðið ? Ó, það var dansmærin, var :>alð ekki ? ’ spurði lafði Barker, sem var svo hrifin af þessum ttnga mianni, að hún gaf Jóni Treverton ekk-i þann gaum, sem staða liennar, sem gestur, krafðist. ‘Ég man það, alð ég hugsaði mikið nm það morð. í sannleika mjög viðbjóðslegt morð. Og hve vesal- ttm helmingi mannkvnsins’. mannlegt það er af lögreglunni, að geta ekki fundið ‘þér álítiö hann hafa verið bófa?’ morðingjann’. | ‘Eg á við, að bann Itafi verið sá maðttr, að hann ‘Eða, hve sltinginn morðdnginn er, að geta dulið jhafi getað séð afleiðingarnar. Hann var ekki þess tilveru sína svo gersamlega, að öll byrðin lendir á konar maður, að hann hefði flúið, þegar hann fann lögregltinni’, sagði Eðvarð. jkonu sína hálsskorna, og gefið hverjtt hlaði í Londoti ‘0, hann hefir eílaust flúið til einhverrar nýlend- iheimild til að kalla hann hlevSu og morSingja, ef unnar’, sagSi lafSi Barker. ‘þaS er ótölulegur grúi Ihann hefSi veriS saklaus’, sagSi ESvarS meS á- af skipum, sem ganga á milli Englands og nýlend- herzln. anna. þér getiS naumast ímyndaS vSur, aS morð- Jón Treverton talaði ekki meira ttm þetta. Lafði ingi þessarar ógæfusömti konu hafi vogað að vera Parker, sem sat við vinstri hlið hans, spnrSi hann kyr í þessu landi’. iUm hinar nvlega. innfluttu Jersev-kýr, sem hún hugs- ‘Ég álít þaS mjög sennilegt, aS ltann sé hér aði all-miktð um, og hann caf hennt greindlega og sundtirliðaða skýrslu uffl kostí þeirra og yfirburSi. Ayg'g’ib’ga dulinn undir ytra skini ftillkominnar göfug- mensku’. ‘Ég býst við, að þér haldið, að eiginmaður hentt- ar hafi myrt hana’, sagði Sir Jósúa Parker. ‘Ég sé enga ástæðu til að efast ttm það’, svaraða Éðvarð. 'Ilafi maðtirinn verið saklaus, hvers vegna átti hann þá að hverfa á sama attgnabliki og morðið var uppgötvað ?’ 'Ilann gat haft sínar eigin ástæður til að viljal komast í burt, setn ekki stóðu í neónu samibandi við morðið’, sagði Jón Treverton. ‘Hvaða ástæður gátu það verið svo þvingandi, að hann gæfi öðrum tilefni til að álíta hatvn vera morðingjann ?’ sagði Eðvarð efahlandinn. ‘Énginn saklaus maður myndi varpa sjálfutn sér í slíkt álit annara manna og þetta’. ‘Ékki með fullum vilja’, sagði Jón, ‘en þessi mað- ttr gat hafa fylgt innri hvöt, án þess að athuga aí- leiðingarnar’. ‘Að eigna honum þetta, er að setja hann í röð heimskingja’, svaraði Éðvarð, ‘og að dæma eftir því, Sem ég veit tttn ínanninn. þá tilhevrði hann hin-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.