Heimskringla


Heimskringla - 18.06.1914, Qupperneq 4

Heimskringla - 18.06.1914, Qupperneq 4
Bls. 4 HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 18. JÚNÍ 1914 Heimskringla (StofnatS 1886) Kemur út á hverjum fimtudegi. tJtgefendur og eigendur THEVIKING PRESS, LTD. VertS blatSsÍns i Canada og Bandaríkjunum $2.00 um árit5 (fyrirfram borga?5). Sent til fslands $2.00 (fyrirfram borgab). Allar borganir sendist rát5s- nanni blatísins. Póst eóa banka ávísanir stýlist til The Viking Press, Ltd. Ritstjóri RÖGNV. PÉTURSSON Ráísmatiur H. B. SKAPTASON Skrifstofa 729 Sherbrooke Street, Winnipeg BOX 3171 Talsími Oarry 4110 Munið eftir þessu. Hvert at- kvæði sem greitt er með Roblin- stjórnhmi er greitt Manitoba í hag, —með góðum skólum, góðum veg- um, hagsýnni fjármálastefnu, al- mennum framförum. Og hvert atkvæði sem greitt er með Sveini Thorvaldssyni er greitt með Nýja Islandi, þjóðflokki vorum og þjóð- arrjettindum. Framfarasaga Manitoba síðan 1899. IV. MENTAMALIN 0G SKÓLARNIR. 1 fáum efnum hefir fylkinu farið betur fram á síðastliðnum 15 árum en í mentamálunum, og þó hefir það verið, ef til vill, erviðasta við- fangsefnið. Hingað hefir flutt ó- tölulegur manngrúi á þessum tíma, úr flestum löndum Norðurálfunn- ar, og margir hverjir hafa flest ann- að að augnamiði með hingaðkom- unni, en mentun og lærdóm, eða safna að sér “bókvitinu, sem ekki verður iátið í askana’”. Fyrir flest- um hefir vakað auðsöfnun, að safna efnalegum gæðum í alls- nægtalandinu, en miður hitt, að læra. Og nú, cftir að komið var í nýtt land, væri margt að læra, og jafnvel margt að læra upp aftur, er áður var lært, að einhverju leyti, — hefir oft verið ervitt að koma fjöld- anum f skilning um, og er í því efni oft lítill munur þjóða og þjóðerna. Gagnvart uppfræðslu barna og unglinga var við sama hugsunar- hátt að stríða. Sumt af fólki því, er hingað kemur, er hrætt við skólana — þeir eru stofnun, sem þeir eldri ekki hafa þekt og vita því ekkert I hvað hefir að geyma. Aðallega eru Það ])ó SuðurEvrópu og Austur- ] landa þjóðir. En á þessum torfærum liefir: mentamáladeildin sigrast. Sam- hliða auknum innflutningi hefir skólunum fjölgað, svo að nú finn ■ ast óvíða staðir, þar sem nokkur, Tala unglinga og barna í fylkinu milli 5 ára og 21 árs aldurs var rúm 62,000. Tillag úr fylkissjóði til skólamál- anna allra, að meðtöldum háskóla- styrknum, og því, sem lagt var til æðri skólum, nam árið 1899 að eins $154,508.24. Úr aldamótunum fcr þetta alt að breytast. Farið er strax að leggja rækt við að koma á skólahéraðs- myndunum, þar sem áður voru eng- in; farið er að líta cftir strangara með húsabyggingu yfir skólana, en áður var, svo að heilsu kennara og barna væri betur borgið, og haft var strax strangara eftirlit með kenslu. Skóla-eftirlitsmönnum í fylkinu er fjölgað og hefir þeirri reglu verið fylgt ár frá ári, eftir því, sem þörfin hefir krafið, unz að þeir eru nú orðnir 22, en voru áður 9, og er fylkinu skift niður í 22 skóla- umsjónar umdæmi, og er hverjum úthlutað sitt umdæmi, er hann ber fulla ábyrgð fyrir. Árið 1901 hefir skólahéruðum fjölgað upp í 1206, en árið sem leið töldust þau 1700. Að sama skapi fjölgar skólahúsum. Árið 1901 telj- ast þau 1106, og eru þá nokkur bjálkahúsin lögð niður; en 1913 eru skólahúsin orðin 1447, og þar af eru 54 sameinaðir skólar (consolidated) er taka yfir 80 skólahéruð. Úr fjar- | iægari hluta þessara nýju samein- uðu skólahéraða eru börn flutt á skólann, og ieggur fyikið til kostn- aðinn við það. í síðastliðin 6 ár hefir mentamálaskrifstofan lagt alt kapp á, að fjölga þessum samein- uðu skólum, og skipað til þess mann, að vinna að því úti um landsbygðina. Mr. John A. Beattie, er haft hefir þann starfa á hendi, hefir unnið að því með miklum öt- ulleik, en frá almenningnum sjálf- um hefir hann þó haft oft við ramman reip að draga. 1 skýrslu sinni bendir hann á, að í þessum 80 skóiahéruðum séu nú 894 börn flutt að og frá skólunum. Til þess eru notaðir 56 flutinga-vagnar, er fara hringferðina hvern morgun og kveid. Fyrirkomulag þetta hefir bætt skóla-aðsóknina, sem svarar 50 prósent. Áður en skólunum var steypt saman, sótti þá réttur helm- ingur barna á skóiaaldri innan hvers héraðs. En við sameininguna hefir aðsóknin svo aukist, að nú er hún rúm 73 prósent. Auk þess, hvað sameinaði skólinn er betri og fullkomnari en smáskólinn var, verður hlutfallskostnaður, við tölu barna af skólahaldinu minni en áður. í mörgum þessara héraða var kostnaður við skóiahaidið, sem ] svaraði $90.00 á hvert barn yfir árið : áður. Aðsóknin var iítii, en allur | sami kostnaður: kennarakaup, hús- viðhald, áhöid o.s.frv. — eins mikill og þó fleiri hefðu sótt. Við samein- uðu skólana keraur nú kostnaður- inn lilutfailslega á hvert barn inn- an við $50.00, eða sem næst helm- ingi lægri en á hinum skólunum. Þó var það aðal mótbáran, sem bygð er, sem heitir, að ekki séu þar j Mr. Beattie mætti hjá flestum gegn mynduð föst skólahéruð og reist j sameiningu skólahéraðanna, að skólahús. Eftir skýrslum J það yki svo mikið kostnaðinn, að mentamáladeild-1 mönnum yrði hann óbærilegur. — arinnar, er út komu haustið 1913, J Reynslan hefir sýnt það gagn- hefir framförin verið á þessa leið: Árið 1899 eru um 1100 skólahéruð í fylkinu, en ekki nema 1000 skóla- hús. Eru þá 87 bjálkahús, 876 timb- ur-skólar, en að eins 37 steinhús. Er skóii haldinn að eins lítinn tíma úr árinu í flestum bygðaskólunum- Kenslutæki og áhöid eru mjög af skornum skamti: 60 skólar hafa engin landabréf (veggkort); 300 skólar hafa engin “Charts” af neinu tagi. Alt er í barndómi og van- rækslu. Fjöldi barna gátu ekki sótt skóla vegna ófærðar og vegleysis. Engar skólabækur voru lagðar til börnum, þar sem foreldrar ekki höfðu ráð á að kaupa þeim bækur. Kcnnarar voru flestir sjálfir byrj- endur á skólum; því laklega undir- búnir það starf, sem þeir áttu að leysa af hendi. Árið 1900 eru 832 prófgengnir kennarar í fylkinu, og stæða, og eru flestir nú óðum að falla ofan af þeirri skoðun. Enda 1 eru sporin nú tekin stærri í sam- I einingar-áttina en áður var. Á síð- astliðnum sex mánuðum, sem skýrslan tekur yfir, frá 1. jan. 1913 til 1. júlí 1913, voru 19 sameinuð skólahéruð mynduð. Undir sömu skiiyrðum og með sama áframhaldi verður þess ekki langt að bíða, að í meiri hluta fylkisins verði komnir á sameinaðir skólar, með 3—4 kenn- urum hver, — skólar, sem verða jafngildir hverjum bæjarskóla, víðs- vegar um landið. Er það framför, sem fáir kunna fyllilega að meta, cða spá um, hver menningar-áhrif hefir fyrir framtíðina. Þá eru hærri skólar. Eru nú í fylkinu 51 miðskólar (intermediate schools), utan Winnipeg borgar Brandon, Portage la Prairie, Sel- af þeirri tölu þriðja stigs kennar- kirk, Morden, Minnedosa, og minni ar fuliur heimingur. Á þessum tíma voru engir iðnaðarskólar komnir á fót og engir verkfræðiskól- ar. Miðskólar voru fáir utan Win- nipeg bæjar, og að eins fjórir kenn- araskólar. Engin háskólabygging var til og enginn búfræðisskóli. — bæja, er telja yfir 600 íbúa. Til jafn- aðar er aðsókn að þeim rúmt 100. Lægst er talan við skóiann í New- dale, en hæst í Beausejour. Þessir miðskólar veita tilsögn í háskóla- greinum í efstu bckkjunum, og fá þar tilsögn um 1100 ungmenni. All- ir þessir skólar eru mikið til nýir. Það er að segja, þessir efri bekkir hafa verið settir á þessum tíma, — síðan árið 1899. Þá eru 19 hærri skólar í fylkinu nú; hefir þeim fjölgað að stórum mun á síðastliðnum 15 árum, eða úr 3 upp í 19. Eru þeir settir í öll- um stærri bæjum fylkisins, og er aðsókn að þeim frá 112 upp í 589. Við þá stunda hærri skóla nám um 935 nemendur. 1 fylkinu eru nú 10 undirbún- ingsskólar fyrir háskólann (Colle- giate). Eru 3 hér í bæ, en hinir eru einn í hverjum hinna 7 stærstu bæja í fylkinu. Hér oru engar barna skóla-greinar kendar, heldur náms- greinar fyrir fyrsta stigs kennara- próf, undirbúningsnám fyrir há- skólann og embættaskóla fylkis- ins. Skóla þessa sækja hér í bæn- um 1567 nemendur, í hinum bæjun- um 718 nemendur. Fyrir 15 árum voru þessir skólar að eins 3: Einn hér í bæ, einn í Brandon og einn í Portage ia Prairie. Hver aðsókn- in var getum vér ekki sagt með vissu, nema hér í bænum. í undir- búningsskólanum hér voru nemend- ur innan við 300. Um leið og skól- um þessum hefir fjöigað hér um tvo, hefir aðsókn nemenda aukist 5-falt. Munu svipuð hlutföll eiga sér stað í hinum bæjunum. Árið 1900 er bygð háskólaþygg- ingin, sú fyrsta hér í fýlkinu. Fram að þeim tíma átti háskólinn heima í tveimur herbergjum, er leigð voru hér í einni verzlunarbyggingunni í bænum. Lagði fylkið til þeirrar byggingar $63,500. Hefir háskólan- um síðan stöðugt farið fram, þó hægt hafi verið, unz á síðastliðnum tveimur árum, að telja má hann sérstæða stofnun, óháða kyrkjufé- lags skólunum ensku. Hefir hann nú ákveðið, að koma sér upp nauð- synlegum byggingum á hinu nýja stæði, er stjórnin hefir útvegað honum hér fyrir sunnan bæinn. Ekkert sýnir þó betur vöxt og viðgang mentamálanna en fjárfram- lögin á þessum árum. Við þau að athuga er það, að við útgjöldin bætist verð kenslubóka, er fylkið hefir iagt til alþýðuskólum, síðan 1903. Var það ár varið$16,223.04 til bókakaupa. Mikið af þeim bókum ónýttist fyrsta árið, sem þær voru í láni, því livorki börn eða foreldr- ar höfðu hirðusemi á, að fara svo með, að bækurnar entust. Varð því að endurkaupa mikið af þeim um næstu tvö ár. En svo hefir skóla- stjórnin vanið það hirðuleysi af, svo að hlutfallslega hafa skemdir verið minni síðan. Þó hafa útgjöld til bókakaupa smáhækkað ár frá ári, svo að árið 1912 er útgjaldalið- urinn $21,157.69. Árið 1899 er greitt úr fylkissjóði til allra mentamáia fylkisins $154,- 508.24; af því gengur beint til al- þýðuskóianna $121,126.34. Árið 1913 er tillag úr fylkissjóði til menta- málanna $826,133.45. Skiftist það þannig niður: Til búfræðisskólans .... $104,854.87 Til háskólans, iðnaðar- skóla, æðri skóla o. s. frv. .................. 151,637.79 Til alþýðuskólanna (þar með talið tiliag til bóka kaupa ................. 517,194.59 Til málleysingjaskóla .... 14,793.97 Til liandverksskólanna .. 37,652.23 Er lagt nú sem næst $700,000 meira til mentamáia fylkisins, en var fyr- ir 15 árum síðan. Þá hafa og skóia- eignir vaxið að sama skapi. Þá voru allar eignir skólanna metnar á $1,410,719, en nú $8,780,076.62. Til skýringar við báðar þessar tölur, tiliag til skóla og eignir þeirra, má geta þess, að fyrir 15 ár- um var enginn búfræðisskóli til, enginn handverksskóli, engir sam- einaðir skólar, engir sérstakir kenn- araskólar, — og kom því ekki til með útsvör til þessara stofnana, og þá iíka heidur ekki hægt að meta eignir þeirra. En án allra þessara stofnana er ekki hægt að segja, að mentamálin séu í viðunanlegu á- standi. Allar þessar stofnanir eru verk núverandi stjórnar og með þeim fengnum eru uppfræðslumál- in fyrst orðin viðunanleg. Þess utan, sem nú cr talið, hefir verið bætt við ýmsum námsgrein- um, við hina ýmsu skóla; svo sem garðyrkju, akuryrkju, hússtjórnar- fræði og saumum. Þó ekki sé ftar- lega út í kenslu farið í þessum efn- um við barnaskólana, er þó mikið fengið með því, að innleiða þessar greinar í skóiana og vekja fyrir þeim eftirtekt og áhuga barnanna. Þá hefir og verið sett á fót sérstök skrifstofa í inentamáladeildinni, er hefir á hendi að útvega kennurum skóla, og skólastjórnunum kenn- ara. Hefir skrifstofa þessi unnið eitt- hvert hið þarfasta verk. Er nú stór- um mun léttara fyrir þá, sem hafa undirbúið sig fyrir kennarastarfið, að komast að fastri atvinnu en áð- ur, og eins fyrir skólastjórnir að fá góða og ábyggilega kennara. Hver kennari verður að gjöra fulla grein fyrir sér, leggja fram vottorð, og veita aliar upplýsingar um mentun og hæfilegleika sína fyrir starfið, sem hann sækir um. Er það ekki lítill hagur fyrir skólanefndir, að geta fengið tryggingu á þann hátt, að til þeirra séu ekki ráðnir nema ábyggilegir og trúverðugir kenn- arar. Þá hefir og myndast Skólastjórna- félag (Provincial Trustecs Associa- tion) yfir alt fylkið; eru í því flest- ir eða ailir, sem í skólastjórn sitja í skólahéruðunum. Kemur fé- lag þetta saman til þess, að ræða um endurbætur á skólunum og kenslugreinum og bókum, frá ári til árs. Úr hópi þessa félags eru skipaðir árlega af fylkisstjórninni tveir í meðráðanefnd mentamála- . deildarinnar (Advisory Board of Education). Er meðráðanefnd þessi skipuð 12 mönnum: 2 úr Skóla- stjórnarfélaginu, 2 kennurum við æðri skóla frá bæjunum og 8 mönn- um, sem í sambandi standa við há- skólann. Hefir meðráðanefnd þessi mikið að segja um alla skólalög- gjöf og fyrirkomulag í fylkinu. — Mest af þessu er verk núverandi stjórnar. Vinningurinn við það, að meðráðanefnd mentamálanna er skipuð á þessa leið, er sá, að skoð- anir frá öllum hlutaðeigendum geta komið þar fram, — yfirumsjón- armönnum mentamálanna, kenn- urunum og skólastjórnunum, sem eru erindsrekar fóiksins. Er því næsta ólíklegt, að þarfir almenn- ings séu ekki að einhverju leyti at- hugaðar. „, .* Yfirlit þetta, þó ekki sé lengra, nægir til þess að sýna, hversu mikl- um framförum mentamál í fylkinu hafa tekið á þessum síðastliðnu 15 árum, — þrátt fyrir flest það, sem um þau hefir verið sagt til hins gagnstæða. Manitoba hefir verið úthrópuð fyrir það, hvað lítil rækt væri lögð við skólamál. Auðvitað falla þau ámæli öll, einsog fleiri staðleysur, sem flokksstæki dregur fram, og óhlutvendnin, er ckki hirðir um, að uppiýsa sig um þau mál, sem um er rætt. Til lítils samanburðar um það, hversu æðri mentastofnanir eru notaðar hér á móts við menta- stofnanir meðal annara þjóða, — mætti benda á, að hér í Manitoba stunda nám við æðri skóla og há- skólann einn af hverjum 300 íbúum fylkisins. í New York ríkinu er það einn af hverjum 400, í öllum Banda- ríkjunum 1 af hverjum 600, og á Þýzkalandi 1 af hverjum 800. Fæstir munu bregða Þjóðvcrjum og Bandamönnum um virðingarleysi fyrir mentun og menningu, en þó er almennur áhugi þar ekki meiri, einsog þessar tölur sýna, fyrir að nota mentastofnanir ríkisins en hér. Um leið og mentamálastefna fylk- isins hefir verið framfarastefna, hef- ir hún líka vakið almennan áhuga fyrir mentamálum og mentahug meðal fylkisbúa, og er þá ekki hægt að segja annað, en sæmilega sé vel að verki verið. “Fylkisstjórnin á móti skólum” — eru staðhæfingar, sem verða heldur tómlátar, þegar sannana er leitað. En þó eiga þeir bágara, sem þessar staðhæfihgar gjöra, því þá sýnir það sig, að annaðhvort eru þær gjörðar af heimsku, eða þeir hinir sömu liafa ekki þekkingu á því, sem þeir eru a$ tala um; eða þá, að þær cru gjörðar af prakkaraskap, og sýna þá mennina svo óhlutvanda að vopnum, að þeim cr sama, hvort þeir fara með sannleika eða lýgi. — “Tilgangurinn helgar meðalið”, segja Jesúítar, en stefna Jestifta hefir aldrei þótt heiilavænleg stefna í þjóðmálunum. í þau fjórtán ár, sem hann hefir verið að byggja upp fylkið. Hann hefir sett brezka fánann á hvert einasta skólahús í Mani- tobo, og hefir með því sett öilu Canada-veldi" fyrirmynd í sannri föðurlandsást, sem allir ættu til greina að taka og læra af. Hann hcfir stofnað hinn fyrsta búfræðisskóla í Manitoba og bygt stofnun þeirri svo veglega byggingu, að hvergi finst önnur slík, þeirrar tegundar, í víðri veröld. Á hann þar allan þátt í. Hann hefir tekið framfarastefnu í bygging góðra vega um svcit- irnar, og fundið ráð til þess, að vcita sveitunum meiri styrk frá hinu opinbera til þessa mjög mikilsvarðandi nauðsynjaverks, held- ur en veittur er nokkursstaðar á meginlandi þessu, undir líkum kringumstæðum. Hann hefir sýnt, að stjórnin getur haft á hendi opinber störf, og haft peningalegan hagnað af, og þó um leið unnið hinu opin- bera hið þarfasta vcrk. Taisími Manitoba-stjórnar er á föstum peningalegum grundvelli, og þó er sí og æ verið að auka við kcrfið og framlengja símann í hverja sveifina eftir aðra, þar sem Bell fé- lagið dreymdi ekki um, að leggja nokkurntíma þræði sína. En þa<5 félag hugsaði ekki um neitt annað, en að græða peninga og féfletta menn. En Manitoba-stjórn hefir þarna unnið fyrir almennings- heill og velferð. Hann hefir háð hina snörpustu orustu fyrir réttindum fylkisins við Ottawa stjórnina, látlaust, ár eftir ár, og loks unnið hinn glæsi- legasta sigur, er hann fékk frá stjórninni fyrir fylkið 180,000 ferhyrn- ingsmílur af landi og vann oss veg til sjávar, fékk handa oss í pen- ingum $2,193,000 og auknar inntektir fylkisins árlega um $500,000,. eður hálfa milíón dollara. Hann hefir stýrt þannig málum fylkisins, að fjárhagslega hefir það fengið orð á sig á peningalnörkuðum heimsins eins gott og fullveldi Canada sjálft. Hann hefir fundið ráð til að styrkja járnbrautir, sem hefír sparað bændum fylkisins feykimiklar fjárupphæðir í flutnings- gjöldum. Og fyrir það, fremur öllu öðru, hefir verið fléttað þetta hið stórkostlega net af járnbrautum yfir Manitoba-fylki, án þess að leggja einn einasta doilar af beinni rentuberandi skuld á herð- ar fylkisins. Hann var liinn fyrsti fylkis-stjórnarformaður, sem lét semja lög- um stofnun embættis í opinberum velferðarmálum (Office of Publie Utilities Commissioner), og hefir með því unnið alþýðu hið þarf- asta verk og heiliaríkasta; og fá menn seint eður aldrei fyllilega metið hina óviðjafnanlegu starfsemi Mr. Justice Robsons, formanns liinna opinberu velferðarmála fylkisins. Hann hóf fyrstur manna til gagns fyrir fólkið málin: að fylkið skyldi leggja skatt á járnbrautirnar, bankana og hin ríku auð- mannafélög, og neyddi þannig mennina og félögin, er auðinum söfnuðu, að ieggja skerf af gróða sínum í Manitoba í inntektasjóð fylkisins. Hann er frumkvöðullinn að því, að lengja eina af járnbrautum fylkisins og tengja við Hudsonflóa brautina undir eins og hún er fullgjörð, og með þvf sér hann bændunum í Manitoba fyrir hinnf styztu og beinustu braut til markaðanna á Bretlandi hinu mikla. Hann hefir séð iðnaðarmönnum fyrir sanngjarnri og fullnægj- andi lagabót, þar sem eru “Skaðabótalög verkamanna”, og hefir margt gott af þeim hlotist. Hann hefir verið frumkvöðull að og komið á lögunum um takmörkun vínsölu og reglu á sölunni, og hvernig menn skuli koma á héraðsbanni og fá héraðsleyfi, og þarf eftir þeim færri prósent atkvæða til að koma á banninu, en í hinum öðrum fylkjum Can- ada veldis. Hann hefir stýrt svo málum fylkisins, að aldrei hefir stjórn hans verið sökuð um stuld, eður rán á opinberu fé, og mun ekki verða. Hann licfir séð fyrir nægu fé af inntektum fylkisins til þess að reisa hinar miklu og tígulegu byggingar hins opinbera, sem Mani- toba er orðin svo orðiögð fyrir, og sem veitir fylkisbúum eins gott eða betra tækifæri en nokkursstaðar annarsstaðar í Ameríku, a$ sjá fyrir og annast um hin vanheilu, voðaslegnu skyldmenni sín. Hann hefir ætíð, öil þessi fjórtán ár valda sinna, greitt hin vanaiegu útgjöld af hinum vanalegu inntektum, og þó hefir hann í sjóði yfir sjö milíónir dollara — $7,250,000). Og hafði menn aldrei áður fyrri dreymt um, að fylkið myndi hafa því fjármagni að stýra á ekki fleiri árum og með þeim útgjöldum, sem það hefir borið. — Er það einsdæmi mcðal hinna canadisku fylkja. Hann hcfir nú byrjað á að reisa hinar nýju þingstofur fylkis- ins, og verða það einhverjar hinar fegurstu og mestu byggingar í heimi, og verða til ævarandi heiðurs og frægðar fyrir íbúa Mani- toba fylkis. Ilann hefir tekið hald á öllu vatnsafli, til gagns og nota fyrir hið opinbera, í öllu hinu nýja iandi, sem bættist við fylkið, og með því komið í veg fyrir, að einstakir menn eða fé'lög slái á það hrömm- um sfnum, til þess að féfletta alþýðu. Hann hefir unnið fyrir því, að sameina í eina heild alþýðuna og skapa samiyndi og eining í stað sundurgjörðar og úlfúðar, — svo að ailir hinir brcytilegu flokkar og kynþættir geti haldið sín- um þjóðlegu einkennum, erfðum og endurminningum, en þó verið stoltir af því, að vera borgarar Canada og hins mikla og volduga brezka veldis. Hann hefir glögglega séð og skilið ráðgátur og erviðleika þá, sem mikill hluti innflytjendanna liefir orðið að mæta og yfirstíga á liðnum árum; einkum þeir, er bústaði liafa tekið í hinum fjar- lægari héruðum fylkisins, óruddum og veglausum, og hefir rétt ]>eim hjálparhönd, sem liægt var, og hefir það stórlega styrkt þá til að gjöra þau að byggilegum, farsælum sveitum. Auk ])ess að láta reisa og útbúa fyrir fylkið stofnanir fyrir hina ýmsu vanheilu mcnn og konur, þá hefir ]>að verið stöðug stefna hans, að leggja ríflega fé úr opinberum sjóði til spítala-starfa, til að stýra ungmennum af vondum vegum og létta vistir í fangelsum, og til annara góðgjörða-starfa. Má geta þess, að síðan hann varð forsætjsráðherra hefir hann staðfest útborganir til Hjálpræðishers- ins eins er ncma $111,000. Hann hefir séð það skýrt, að aðal atvinnuvegur fylkisins er jarðyrkja, og hefir þvf íeykilcga mikið aukið fjárframlög til akur- yrkjumála af ýmsu tagi, svo að nú leggur fylkið fram mcira fé til jarðyrkjumála á einu ári, en fyrirrennari Mr. Roblins lagði fram 1 fimm ár; og þetta hcfir hann gctað cinmitt fyrir þá stefnu sína,

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.