Heimskringla - 18.06.1914, Blaðsíða 6
Bls. 6
HEIMSKRIN6LA
WINNIPEG, 18. JÚNÍ 1914
Isíenzkar sagnir.
eg heyrði það á einu heimili í sveit-
inni var sagt að til væri þar tjald
gjört úr réttu tjaldefni, og þótti
sein l>að heimilið stæði betur að
vígi að gjöra sig út í grasaleiðangur
en hin önnur.
Á nóttunni öfluðu menn gras-
anna; þau sáust betur í náttdögg-
inni, því að eðli þeirra er að fletj-
ast út, þegar mikið döggfall er;
bezt er að sjá þau í sólskini eftir
hægan regnskúr. Það eru til tvær
tegundir af þeim: Þau, sem vaxa
1 lyngþúfum, dökk að lit; en hin
i mosaþúfum í mýrlendi, ljósleit;
þau eru stærri og drýgri. Áætlun
var, að maður næði upp á nóttunni
þremur tínum. Það kölluðu menn
hrúgur, sem þeir bjuggu úr grös-
unum. En misjafnar urðu tínurn-
ar oft, eftir því sem menn voru
glöggir að sjá grösin og handliprir
að tína þau. Poka báru menn
íraman á sér í sauðabandi og tíndu
þar .í
Þetta á milli kl. 6 og 9 á morgn-
ana tóku menn sarnan tínur sfnar
í pokann og héldu heim að tjaldi
sfnu; hituðu mat sinn úti á jörðu
1 litlum steinhióðum, með potti yf-
ir; fyrir eldsneyti brúkuðu menn
sauðatað og viðar-smásprek, sem
menn tíndu upp. Að lokinni máltíð
fóru menn inn í tjald sitt og lögð-
ust til svefns. Þegar vikan var lið-
3n kom maður neðan úr bygð, að
sækja grasafólkið. Grösin voru þá
látin f stóra poka og bundin í
klyfjar á hesta og lagt svo af stað
hcimleiðis.
Yfir það heila undu menn sér
vel á grasafjalli, ef menn voru í
góðu grasaplássi. Kyrðiu á nótt-
unni og fegurð náttúrunnar með
morgunsólunni og söngur fuglanna
lagði alt til samans til að vekja un-
að hjá manni og gjöra tímann
styttri.
Fjárgeymsla og ullarhirðing.
Á flestum bæjum í Hjaltastaða-
þinghá urðu bændur að láta sauð-
smala gæta fjár í haga á vorin, þar
til snjór var alveg leystur, annars
gat sauðfé lent ofan í hveri og læki
og ár, sem voru á sumum landeign-
um, og druknað þar, þegar snjó-
brýrnar, sem huldu hætturnar,
fóru að þynnast af vorhlýindun-
um. Hirðararnir brutu niður allar
slíkar brýr eins vel og þeir megn-
uðu, jafnóðum og hlánaði. til aó
flýta fyrir lausn sinrii frá fjárgæsl-
unni. Svo þegar jörðin var orðin
auð, var fé látið ganga sjálfala um
hríð, þar til það var afhjúpað ull
sinni, sem kallað var að rýja; það
var gjört með höndunum; hcfði
verið betra að klippa með skærum,
eins og gjört er í Ameríku. Ef að
skepnan var vei framgengin eftir
veturinn, lausholda og vel fyld,
sem kallað var, þegar nýja ullin
var komin áleiðis að vaxa innan
við þá gömlu, var auðunnið verk
að rýja. En svo ef skepnan var fast-
holda, þó vel fyld væri, var verkið
þreytandi. Ef kindin var mögur, lá
ullin laus og kroppurinn ber inn-
anundir, og var þé liætt við, að
kindin króknaði, ef kait var í
veðri.
Þegar búið var að rýja geldfé, var
það rekið á afrétt.
Ásauðarburður byrjaði eftir á-
ætlun í fjórðu viku sumars og stóð
yfir alt að því þrjár vikur. Ánna
var vitjað kvelds og morgna í hag-
anum meðan á burði stóð; höfð
irieð sér skjóla til að mjólka þær ær,
sem mjólkuðu meira en lambið
þurfti fyrst cftir það var borið.
Menn höfðu lítil not af fjárhund-
um sínum við að srnala saman
lainbám; þær beittu hornum sín-
uin gegn þeim og ráku á flótta. —
Þegar elztu lömb voru um það 4
vikna, byrjaði stekkjartími; stekk-
urinn var langar kvíar, veggur
nærri miðju hlaðinn þvert yfir þær,
og svo lauslega reft yfir að ofan og
þakið með torfi og op á miðju
þakinu, svo loft gæti komist inn;
það var lambastekkurinn. Á kveld-
in voru ærnar með lömbum sínum
reknar inn í stekkjarkvíarnar;
lömbin handsömuð og látin inn í
stekkinn. Á morgna var farið til
stekkjar og ærnar mjólkaðar til
liálfs og lömbum svo hleypt út.
Þegar komið var heim, var stekkj-
armjólkin hituð og gjörður úr
henni grautur til morgunmatar.
Eráfærur, þegar lömbin voru
tekin frá ám, voru vanalega gjörð-
ar í tíundu viku sumars og tíu
vikur af. Einu sinni man eg að
fært var frá í níundu viku sumars
hjá mörgum. Það var 1861, á mánu-
dag 21. júní. Eitt vor, sem var kalt,
var ekki fært frá fyrri en í tólftu
viku sumars. Farið var til stekkj-
ar fráfærnadagsmorguninn, og
sumir tóku ærnar og ráku heim og
injólkuðu og héldu þeim svö til
haga um daginn, og fyrstu dagana
eftir fráfærur, á engjum sínum og
þar í grend. En sumir hleyptu
lömbunum út fráfærnamorguninn
og létu þau sjúga ærnar til hálfs;
létu svo lömbin inn aftur, en ráku
ærnar til haga. Þessi aðferð gjörði
lömbin spakari í vöktun um dag-
inn. Lömbin voru vöktuð uin það
víku, áður cn þau voru rekin til af-
réttar; þá var búið að marka þau
á eyrunum og gjöra kynbreyting á
hrútlömbum. Sumir, sem ekki voru
fjárrikir, auðkendu sum lömb sín,
svo þeir gætu þekt þau, þegar þau
kæmu af afrétt um haustið; þcir
drógu spotta af pjötlum með ýms-
um litum i eyrun á þeim. En oft
aflituðust auðkennin og töpuðust;
menn skrifuðu í minnisbók hjá sér
auðkennin.
Ær voru afhjúpaðar ullinni á
stekkjartíma og að liðnum fráfær-
um. Ullin var þvegin vandlega og
hreinsuð af óhreinindum; látin svo
1 poka. Hún var aðal verzlunar-
vara bænda á sumrum. Hið bezta
úr henni brúkuðu menn til klæða-
gjörðar heima hjá sér.
(Eramh.).
SKRÁSETNING KJÓSENDA.
Hérmeð auglýsist að það hefir
verið ókveðið að yfirskoða og semja
kjörskrá yfir kjósendur í
MIÐ, NORÐUR og SUÐUR
WINNIPEG.
verða skrásetningar umsjónarmenn
á sínum tilteknu stöðum, Mánudag-
inn, Þriðjudaginn og Miðvikudag-
inn, þann 15, 16 og 17 Júní, til þess
að taka á móti skrásetningar um-
sóknum. Allir karlmenn sem teijast
Brezkir þegnar, innfæddir eða út-
lendir og eru tuttugu og eins árs
að aldri og búsettir hafa verið í
fylkinu árlangt, hafa rétt til að
skrásetja sig og verða að gjöra þá
umsókn í eigin persónu.
Sjá auglýsingar er skýra frá skrá-
setningar deildum, stöðum og tíma,
dagsetningum fyrir endurskoðun
kjörskránna, o. s. frv.
JOSEPH BERNIER,
Provincial Secretary.
Utnefningar í fylkinu:
Eftir öllu aS dæma smá dregur nær kosningum hér í Mani-
toba. Hafa útnefningar fariS fram í kjördæmum, og hafa
þessir hlotiS heiSur-inn;
Kjördæmi
Arthur
Assiniboia
Beautiful Plains
Birtle
Brandon
Carrilion
Cypress
Dauphin
Deloraine
Dufferin
Eimwood
Emerson
Gladstone
Glenwood
Gimli
Gilbert Plains
Iberville
Hamiota
Kildonan & St. Andr.
Killarney
Lakeside
Lansdowne
I.e Pas
La Verandrye
Manitou
Minnedosa
Mountain
Morden-Rhineland
Morris
Nelson-Churchill
Norfolk
Norway
Portage la Prairie
Roblin
Rockwood
Russell
St. Boniface
St. Clements
St. Rose
St. George
Swan River
Turtle Mountain
Virden
Winnipeg South
Winnipeg South
Winnipeg Centre
Winnipeg Centre
Winnipeg North
Winnipeg North
Conservatives
A. M. Lyle
J. T. Haig
Hon. J. H. Howden
W. M. Taylor
Hon. G. R. Coldwell
Albert Prefontaine
George Steel
W. A. Buchanan
J. C. W- Reid
H. D. Mewhirter
Dr. D. H. McFadden
A. Singleton
Col. A. L. Young
Sv. Thorvaldsson
S. Hughes
Wm. Fcrguson
Hon. Dr. Montague
H. G. Lawrenee
J. J. Garland
W. J. Cundy
Dr .R. D. Orok
J. B. Lauzon
,T. Morrow
W. B. Waddell
L. T. Dale
W. T. Tupper
Jacques Parent
R. F. Lyons
Hon. H. Armstrong
F. Y. Newton
Isaac Riley
E. Graham
Thomas Hay
,T. Hamelin
E. L. Taylor
J. Stewart
Hon. Jas. Johnson
H. C. Simpson
wr
Liberals
John Williams
J. W. Wilton
Robt. Paterson
G. H. Malcolm
S. E. Clement
T. B. Molloy
J. Christie
John Steele
Dr. Thornton
E. A. August
Dr. T. Glen Hamilton
Geo. Walton
Dr. Armstrong
E. S. Jónasson
Wm. Shaw
L. Picard
J. H. McConnell
Geo W. Prout
S. M. Hayden
C. D. McPherson
T. C. Norris
P. A. Talbot
Dr. I. H. Dvidson
Geo. A. Grierson
J. B. Baird
V. Winkler
Wm. Molloy
John Graham
E. McPherson
Thos. McLennan
A. Lobb
D. McDonald
T. A. Delorme
D. A. Ross
J. A. Campbell
Skúli Sigfússon
W. H. Sims
Geo. McDonald
D. Clingan
T. H. Johnson.
OFCANADA
Með peninga á
bankanum getur
þú keypt þér
í hag.
•V
Þú veizt það vel, að alt sem þú kaupir er rniklu dýrara ef þú
tekur það að láni. Því skyldir þú þá ekki sýna af þér sjálfsaf-
neitan ef nauðsyn krefur og opna sparisjóðs-reikning við Union
bankann í Canada og kaupa svo með lágu verði þegar peir hafa
peningana í höndunum. Og afslátturinn hjálpar til að auka það
sem þií átt inni á bankanum, og kemur pér góðan áfanga áleiðis
til pess að verða peningalega sjálfstæður.
LOGAN AVE. OG SARGENT AVE., ÚTIBO
A. A. WALCOT, Bankastjöri
..______________________________________________________/
t
FYRIR KÆLINGARKLEFANN
Sumarið cr komið, oe þér ættuð því ekki að tlá á frest að senda
oss pantanir yðar, tvo þér hafið iem mest þaegiadi upp úr því.
RAUÐU vagnarnir koma til yðar daelcta. ef þér hafið enn ekki
pantað þá talið við vagnstjóra vorn eða sfmið voru
HOUSEHOLD DELIVERY DEPARTMENT
VERÐSKRA
Frfi 1 Ma, tll 30 Septemher
10 pund á dag................................$8.00
20 pund á dag............................... 12.00
30 pund á dag................................15.00
40 pund á dag................................18.00
Flmm prOsent afslflttnr fyrir penlnga tlt 1 hOnd.
The Artcic lce Company, Ltd.
156 BELL, AVENUE
Skrlfatofai LINDSAY BLDG„ HORNI GARRT OG NOTRE DAHH
PhoncM i Fort Ronge 081—Private Exchange
16, júní—11. júlí
BÚNAÐAR NÁMSKEIÐ
í ýmsum bygðum fylkisins
CO D AIÆIR VELKOMNIR. A kl n
.r.n. SÉItSTAKAR LESTIIl Ly.lN.rip
Fyrirltntrar u>n MftrMtiik efnl
fyrir unga menn og konur.
Rúponioirar til nýnÍM — Naut-
gripir, sautífé, hestar, o. s. frv.
Illgresis tegundir, gefnar upp-
lýsingar um þær. Leirlíkl af
illgresis' fræi í stækkat5ri mynd,
vert5a til sýnis og met5 fyrir-
lestrum. kent at5 þekkja og upp-
rwta illgresi.
Sýning fn^lii og Mkorkviklndn
I Manltolm, þýt5ing þeirra fyrir
akuryrkju—111 og gót5.
IlfiMMtjdrnarfrætii, fyrir Htiilkur
og yngri konur—Ræt5ur um mat-
reit5slu, sauma o. s. frv.
Ivvikmyndir, til at5 sýna jurta
gró^ur, blómstrun, slátrun ali-
fugla o. s. frv.
SýnlMhorn af fiilagnlng: hæjar
ogr peninjgMhÖMa—og sýnt hversu
vernda má hús fyrir eldingum
koma vit5 ræsum, lofthreinsun,
lýsing, lagning steinsteypu gang-
stíga, og brautar hlet5slu.
Lpplýsinsr—á þessari lest vert5-
ur margt til sýnis af ahöldum frá
Búfræt5isskólanum, og er óskat5
eftir at5 menn og konur spyrji
um þat5 sem lýtur at5 akuryrkju
í Manitoba, og þat5 fýsir at5 vita.
Bfipenlngar—Svín og sautSfé af
ýmsu tagi vert5ur flutt met5 lest-
inni.
Jartiyrkjn vélar—f lestnni er
vagn og í honum sýndar vinnu-
vélar, loftþrystingar vatnshylki,
rennu stokkar, gasólin vélar,
ljósa áhöld fyrir búgart5inn og til
innanhúss verka sparnat5ur, svo
sem til at5 snúa rjómaskilvindum,
strokkum, o. s. frv. met5 smáum
aflvélum.
Fyrlrmynil, hvernu mft leggja
fit 160 ekra land I MfltJreitl.
Skifta sút5reiti, húsaskipun, girt5-
ingar, o. fl. Sýndar tilraunir met5
mismunandi mold frá ýmsum
stöt5um í fylkjinu.
sýninu’ alifugla—Slátrun, verk-
un og pökun. Einn vagn í lest-
inni útbúinn met5 öllum bezta
útbúnat5i fyrir fugla rækt, útung-
unar vélum, hreit5rum, fyrir.
myndar hænsa tegundir sýndar.
Sýnd nlðurMuttu aðferð—í hús-
stjórnar vagninum. Einnig ýms-
ar vinnusparnatSar véler innan-
húss skreytingar o. s. frv.
Kornyrkju vagnlnn—þar vert5-
ur til sýnis allskonar korn. Rætt
um tilbreytni á sát5verki, illgresi,
o. s. frv.
Komlfi með illgrenf, jurtlr og Mkorkvlkindi, tll ]m*mm at5 frætSast
um hvat5 þatl mé.
undir umsjá búfræðisskóla Manitoba og fyrirskipað af
Akuryrkjudeild Manitoba.
p ■
ý
$
*
W. F. LEE
heildsala og smásala á
BYGGINGAEFNI
til kontractara og byggingamanna. Kosnaöar áætlun gefin
ef um er beðið, fyrir stór og smá byggingar.
136 Portage Ave. East
PHONE M 1116
á
Wall St. og Ellice Ave.
PHONE SHER. 798
l m
5 VITUR MAÐUR er varkár með að drekka eingöngu hreint öl. 5
Þér getið jafna reitt yður á
♦
♦
V
I
DREWRY’S REDWOOD LA8ER
Það er léttur, freyðandi bjór, gerður eingöngu
úr Malt og Hops. BiðjiS ætíð um hann.
«
| E. L. DREWRY, Manufacturer WINNIPEG, CAN. |
*m*m****444*4*+*****4* *******************+0*i
276 Sögusafn Heimskringlu
Jón og Lára
277
278
Sögu safn Heimskringlu
Jón og Lára
279
“Hann er verulega failegur þessi brúni fatnaður”,
sagði Jón.
Þau gengu út í gaiðinn fyrir framan húsið og það-
an inn í ávaxtagarðinn, og töluðu um, hve langt
mundi verða þangað til príinúla jurtirnar lifnuðu
við. Þegar kyrkjuklukkan sló níu, gengu þau heim
að dyrunum,' þar sem fallegi hesturinn hans Jóns
beið og litlu ökuhestarnir bennar Láru.
“ó, þarna er leiguliðinn þinn”, sagði Lára, “hann
stendur við framdyraar og bfður þín”.
“Er þetta hann? Hann líkist London búum all-
mikið”. Hann gekk til mannsins og sagði: “Hvað
▼iljið þér mér? Verið þér fljótur, því eg á annríkt”.
“Eg skal vera fljótur, hr. Treverton”, svaraði mað-
urinn og gekk til hans eg sagði í lágum og alvarleg-
nm róm: “Því eg vil ná í lestina kl. hálfellefu og verð
að taka yður með mér. Eg er lögregluþjónn frá Skot-
land Yard og er hér til að taka yður fastan, sem grun-
aðan um, að hafa myrt konu yðar, er gekk undir
nafninu Chicot, í Cibber götunni, Leicester Square,
hinn 19. febrúar _387—
Jón Treverton vaið náfílur, en ieit á manninn hik-
laust og djarflega.
“Eg skal strax kama með yður”, sagði hann, “en
látið þér ekki konuna mína vita, hvers vegna cg fer
til London”.
“Það er betra að þér segið henni það sjálfur, cn
að aðrir geri það. Segið þér henní sannleikann og
látið hana koma með okkur, cf hún vill”.
“Þér hafið rétt að mæia”, sagði Treverton, “hún
verður ánægðari hjá mér en hér heima. Þér hafið
líklega haft mann með yður og ekki ætlað yður einum
að taka mig?”
“Af því þér eruð göfugmcnni bjóst eg ekki við
neinum mótþróa frá yðar hálfq. Þegar þér komið
fyrir dómarann, býst eg við þér getið gefið upplýs-
ingar, sem frelsa yður. Það var fjarvera yðar við
rannsóknar réttarhaidið, sem kastaði grun á yður”.
“Já, það var glappaskot”.
"Eg hefi mann hérna inni”, sagði l-ögregluþjónn-!
inn. “Ef þér viljið fara inn og tala við konu yðar,
getur liann beðið í ganginum Svo lítur það betur út
að þér flytið okkur í yðar eigin vagni á biðstöðina”. I
“Já, eg skal sjá um það”, svaraði Treverton. “En,
segið mér eitt, hver sagði ykkur að eg væri sá maður
sem kaliaður var Jaek Chieot?,,
“Skeytið þér ekkert um það”, svaraði lögreglu-
maðurinn rólegur. “Við segjum aldrei frá neinu
slíku”.
“Jæja, það verður þá að vera svo”, sagði Trever-1
ton, “líklega fæ eg bráðum að vita það”.
Treverton lokaði sig inni í bókaherberginu ásamt!
konu sinni og lögregluþjóninum.
Lára tók þessi örlög með kjarki einsog hin fyrri. j
“Eg er ekki hrædd, Jón”, sagði hún. “Það er j
betra, að þú sért yfirheyrður og getir sannað sak- j
leysi þitt, heldur en að lifa undir þessum grun alla :
æfi”.
“Góða Lára mín”, sagði Jón. “Eg óttast ekki þessa j
ásökun. Málið verður kannske flóknara nú, en eg er j
ekki hræddur, og eg mundi ekki biðja þig að fara með j
mér, ef eg væri það”.
‘Heldurðu að eg léti þig fara einan, hvernig sem 1
á stæði?”
“Þú verður að taka þernu þína með þér”.
“Hvar á eg að vera meðan yfirheyrsian stendur j
ýfir?” spurði Jón lögregluþjóninn.
“f Clerkenwell fangelsinu”.
“Verra gat það verið”, sagði Jón.
“Menn setja þig þó ekki í fangelsi fyrr en glæpur-
inn er sannaður á þig?” spurði Lára.
“Það er að eins að nafninu til, því frjáls má eg
ekki vera. Eg held þú gerðir réttast í, að fá þér ró-
leg herbergi í Islington. Þú vilt það líklega heldur
en hótel”.
“Já, miklu fremur”.
“Gott. Næstu nótt er bezt að þú sért í Midland
hóteli, og á morgun getið þið Mary ekið um strætin
og leitað að rólegu heimili fyrir ykkur. Eg ætla að
skrifa Sampson fáein orð, og biðja hann að koma eins
fljótt og hann getur”.
öllu var riiðurskipað eins rólega og þau ætluðu í
skemtiferð. Vagninn kom að dyrunum á ákveðnum
tíma til að flytja þau á brautarstöðina. Celia var sú
eina, sem var óróleg.
“Hvað þýðir þetta?” sagði hún. "Eruð þið orðin
brjáluð? Klukkan 8 gerir þú mér boð að koma og
horfa á veiðiför, og kl. 9 ertu tilbúin að fara til Lond-
on með tveim ókunnum mönnum”.
“Það er alvarlegt erindi, sem við eigum til Lond-
on”, svaraði Lára. “Hugsaðu ekki um það, þú færð
að vita það seinna”.
“Seinna. Þú meinar lfklega, þegar eg er komin til
himnaríkis. Eg vil fá að vita það nú, — seinna er mér
að engu gagni”.
“Vertu sæl, góða Celia. Jón skrifar pabba þín-
um”.
Og pabbi geymir bréfið og þegir. Nær kemurðu
aftur?” „
“Bráðum, vona eg; en eg get ekki sagt hvaða dag”.
“Það er kominn tími til að fara”, sagði lögreglu-
þjónninn.
Lára kysti Celiu og sté inn 1 vagninn, þar næst
maður hennar, svo Mary og lögregluþjónarnir.
Á járnbrautarstöðinni fékk lögregluþjónninn sér
vagn handa sér og hjónunum. Félagi hans og Mary
voru í öðrum vagni.
j “Þér þurfið ekki að óttast að hann segi frá þessu”,
sagði lögregluþjónninn. “Grummell er eins þögull
einsog steinn”.
“Það skiftir litlu, hvort hann segir frá þessu eða
ekki”, sagði Jón. “Að fáum dögum liðnum vita allir
það. Blöðin opinbera æfisögu mína”.
Klukkan 5 þenna sama dag lokuðust fangelsis-
dyrnar á eftir Jóni Trcverton. Honum var veitt nær-
gætni og konu hans sannarleg virðing, sem var eins
lengi hjá honum einsog hún mátti. Lára fékk að
vita, á hvaða tfmum hún mætti heimsækja hann, og
kvaddi hann svo án þess að fella tár; en þegar hún
var sezt í vagninn ásamt Mary, gat hún ekki varist
gráti lengur.
“Grátið þér ekki”, sagði Mary og lagði handleggi
sína um háls henni. “Alt verður gott aftur. Maður-
inn yðar var svo glaður og djarflegur í þessu ógeðs-
lega herbergi”.
“Já, Mary, hann var djarfur og ókvíðinn mfn
vegna, einsog eg reyni að vera róleg hans vegna”.
Nú sneri vagninn inn í Couston Road og fallega
framhliðin á Midland hóteli blasti við sjónum Mary.
“ó, Þetta er iíkiega Buckingliam höllin”, sagði
hún.
Undrun hennar gerði hana mállausa, þegar vagn-
inn ók inn eftir gotneska bogastiganum, og þjónn í
einkennisbúningi kom og tók af henni ferðatösku
húsmóður hennar. Undrun hennar og aðdáun fór
vaxandi, þegar hún gekk með Láru í gegnum forstof-
una, sem var skrcytt fögrum súlum til beggja hliða,
og upp marmarastiga og ,irin í gang, þar sem stórt
gasljós logaði í fjarlægum enda hans.
“Hamingjan góða, hvílíkur staður”, sagði Mary.