Heimskringla - 18.06.1914, Síða 8
Bls. S
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 18. JÚNÍ 1914
Þekkir þú á
Piano?
Þú þarft ekki ac5 þekkja á verS-
lag á Píanóum til þess aS sann-
færast um aS verSiS er lágt á
hinum mismunandi Píanóum
vorum.
B. LAPIN
HLUSTIÐ KONUR
Nú erum vjer aöselja vorklæönað
afar ódýrt. Niöorsett veröáöllu.
Eg sel ykkur í alla staöi þann
bezta alklæönaö fáanlegan, fyrir
$35.00 til $37.50
Bezta nýtizku kvenfata stofa
ViSskiftamenn eru aldrei lát-
nir borga okurverS í verzlun
McLean’s. Þessi velþekta verz-
lun er bezt kynt í síSastl. 30 ár
fyrir aS selja á bezta verSi hér í
borginni.
Piano frá
$235 til $1500
j> v/ Vr 'i $
& O? LIMITEO'
J. W. KELLY, J. R. EEDMOND,
W, J. ROó’S: Einka eigendur.
Wínnipeg stærsta hljódfærabúð
Horn; Portage Ave. Hargrave St
ÚR BÆNUM.
Hkr. var afhcnt af Mrs. Margrétu
Hjálmarsson, frá Akra, $50.00 gjöf
til heilsuhælisins á Vífilsstöðum
við Reykjavík. Gjöfin er frá Kvenfé-
lagi Vídalíns-safnaðar í N.-Dakota.
Þökkum vér gjöfina kærlega fyrir
hælisins hönd, og skulum vér sjá
um, að peningarnir komist til
réttra viðtakenda það allra fyrsta.
Hr. Jóhannes Einarsson, frá
Churchbrigde (Lögberg P.O.), Sask.
var hér á ferð í byrjun vikunnar.
Segir hann góða líðan meðal fólks
1 Þingvalla bygð, en all-mikla hita
undanfarandi, suraa daga nær 100
stig Fahrenheit. Grasspretta góð
og akrar í bezta lagi.
Hr. Guðm. GuSmundsson, frá
Mary Hill, og sonur hans Björgvin
komu hingað til bæjar á laugar-
daginn var. Voru þeir feðgar í
landtöku erindum. Engar S^rstak-
ar fréttir þaðan að vestan.
Hra. Jón Sigvaldason, frá íceland-
lc River, kom til bæjarins á fimtu-
daginn var, og taföi hér til mánu-
dags. Hann er ttinefndur kjörstjóri
við í hönd farandi kosningar í
Gimli lcjördæmi.
Nöfn þessara innffytjenda hafa
fallið úr nafnaskránni í síðasta
blaði, þar sem upp voru taldir
þeir, scm að heimau komu þann 4.
júní sl.:
Páll Björnsson úr Húnavatns-
sýslu.
Friðrik Sigurðsson, sonur Sigurð-
ar Jónssonar á Þórarinsstöðum við
Seyðisfjörð.
Júlíus Jóelsson, fósturson síra
Björn Þorlákssonar á Dvergasteini.
Hr. Sveinn Thompson, aktýgja-
sali frá Selkirk, var staddur hér í
bænum á föstudaginn var. Hann
var f verzlunar erindura og hélt
heimleiðis sama dag.
Á laugardaginn var andaðist að
heimili föður síns, 400 Lipton St.
hér í bænum, stúikan Sigríður
Soffía Gunnarsdóttir Einarssonar,
nær 30 ára gömul. Banamein henn-
ar var tæring. Hún var jarðsett á
mánudaginn var, og fór jarðarförin
fram kl. 2 e.h. Tveir albræður hinn-
ar látnu eru til heimilis hér í bæn-
um, og faðir og hálfsystir. Aðra
hálfsystir átti hún, er býr vestur f
Pipestone bygð. ,Sigrfður heitin var
raesta myndarstúlka.
HÓttU.
Ungmennaféiag Únítara er að
undirbúa skemtiíerð með skemti-
ferðaskipinu “Lockport” niður að
St. Andrews flóðiokunurn 4. júlí
næstkomandi. Þessf ferð verður ef-
laust sú langbczta sera fslendingar
hér í bæ eiga völ á á þessu sumri.
Ferðin niður ána 10 raflur er ein sý
skemtilegasta, sera ant er að fá hér
næriendis, og flóðlokurnar eru
stærstu mannvirkin, se*n menn
eiga nokkursstaðar kost á að sjá í
Telephone Garry 1982
392 N0TRE DAME AVENUE
Fimm Prósent
afsláttur
AUar matvörutegundir sem þið
þarfnist þar á meðal ágætis kaffi sem
svo margir pekkja nú, og dáðst að
fyrir æ mekk og gæði. fást í matvöru
búð B. Arnasonar, á horni
Victor St, og Sargent Ave.
Svo er aðgæzluvert að Arnason gefur
5% afalátt af doll. fyrir cash verzlun.
Phone Sher. 1120
B. ARNASON
gtend við Winnipeg. Ferðin verður
nánar auglýst í næsta blaði.
Ungmennafélag Únítara heldur
næsta fund sinn fimtudagskveldið
í þessari viku, 18. júní, á venjuleg-
um stað og tíma. Meðlimir eru á-
mintir að sækja fundinn.
Næstkomandi sunnudagskveld
vcrður ekki messað í Únítarakyrkj-
unni, sökum kyryjuþingsins, sem
þá stendur yfir.
Á fundi Fyrsta lúterska safnaðar
hér í bænum voru eftirfylgjandi
fulltrúar kosnir á tilvonandi
kyrkjuþing, er haldið verður að
Gimli þann 26. þ.m.: Halldór S.
Bardal, Jón J. Bíldfell, Árni Egg-
ertsson og Jónas Jóhannesson. Til
vara voru kosnir: S. W. Melsted,
Dr. ólafur Stephensen, Guðm.
Thordarson og Brynjólfur Árnason.
Á miðvikudagsmorgunin var voru
gefin saman f hjónaband að heimili
brúðarinnar Hra. Egill J. Skjöld
lyfjafræðingur frá Winnipeg og
ungfrú Pálína Thorvaldsson, dóttir
Stigs kaupmanns Thorvaldssonar á
Akra, N.D. Brúðhjónunum óskum
vér ailra framtíðar heilla í bráð og
lengd.
Kyrkjufélag Únítariska kyrkju-
félagsins íslenzka vcrður haldið út
við Lundar, dagana 19—22 þ. m. frá
Únítara söfnuðinum hér, hafa þess-
ir verið kosnir til þess að mæta á
þinginu: Björn Petursson, ólafur
Petursson, Stefán Petursson, Elín
Hali, Hlaðgerður Kristjánsson, Mrs.
S. B. Brynjólfsson, Friðrik Sveinsson
Jóseph B. Skaptason, Stefán Á.
Bjarnason. Til vara voru kosnir
Gunnar J. Goodmundsson, Mrs.
Magnus Peterson, Mrs. Anna Gísla-
son, Gísli Magnússon, Þórður Ás-
geirsson, Guðm. Ásgeirsson og Mrs.
J. B. Skaptason.
Á laugardagsmorguninn var kom
hingað til bæjar hr. Björn H.
Hjálmarsson frá Akra, N. Dak. Með
honum kom móðir hans, Mrs. Mar-
grét Hjálmarsson, og systkini hans.
Fór hann alla leið á bifreið og var
rúma 5 kiukkutíma á leiðinni. Er
Það greiðari ferð, en J)ótt farið
væri með járnbraut. Björn gjörir
ráð fyrir, að leggja heimleiðis aftur
nú í vikunni; en Mrs. Hjálmarsson
tefur hér eitthvað; gjörir helzt ráð
fyrir, að fara norður á sumarbú-
stað systur sinnar, Mrs. Ólafar
Goodman, og dvelja eitthvað hjá
henni þar neðra. Gott útlit sögðu
þau með uppskeruhorfur þar syðra
og almenna vellíðan.
Gísli Sigmundsson og Jón Thorar-
insson frá Geysir P. O. ,voru hér á
ferð í bænum um helgina, og fóru
heimleiðis þann 17. Vellíðan og
gott útlit þar neðra.
Til Sölu eða Skifta
“Livery, Feed og I)ray”starf raeð
húsi og lóð á GiirilibHe. Ágætt
tækifæri fyrir réttarj marin.
Frekari atriði og upplýaingar
fásl hjá George Shortreed, Gimli,
eða
B. N. FRASER
6Lo M Intyre ILIoídt, \Vwinif>eg
Phone Main 2585 eða Sher. 4040
Hra. Þorsteinn Þorkelsson frá
Oak Point var hér á ferð um síð-
ustu helgi. Er hann fyrir skömmu
kominn úr langferð vestan frá
hafi og hafði margt og skemtilegt
í íréttum að segja.
Friðbjörn Sigurðsson, verslunar-
maður að Becksville P. O., og Sveinn
sonur hans voru hér um miðja
viknna.
Sprettan góð á ökrum og engi,
og líðan góð þar vestra.
TIL QIMLl
Skemtiferð Good Templara
. til Gimli
Föstudaginn 26. Júní/14
Prógram dagsins sem er sameiginlega undirbúið a£
stúkunum Heklu og Skuld í Winnipeg og stúkunni
Vonin í Gimli, fer f.ram í skemtigarði bæjarins.
Hlaup og aðrar íþróttir byrja kl. 11 Lm. Ræðuhöld,
frumsamin kvæði og söngur hefst kl. 2 e.m. stundvís-
lega. Glfmur og sund eftir kl. 4. Hljóðfæraflokkur
spilar við og við allan daginn. Góð verðlaun verða
veitt öllum þeim er skara framúr.
Farið verður með C.P.R. kl. 8.30 að morgni, og frá
Gimli kl. 9 að kvöldi.
Fargjald $1.10 og 55c.
fyrir fullorna fyrir börn
Islendingar! Fjölmennið á tilkomumesta
Picnic-ið á öllu sumrinu.
Fimtudaginn, 4 júní s.l. voru gefin
saman að heimili séra H. W. Kahre,
26 Cobourg Ave., Miss Mabel Helen
Seymour, dóttir Mrs. Elizabetar
Seymour og Mr. Herbert William
Kahre sonur séra Kahre. Hjóna-
vixluna framkvæmdi faðir brúð-
gumans. Óskar Heimskringla þess-
um ungu hjónum allra heilla f fram-
tíðinni.
Gordon Alex Paulson og Magnea
Guðrún Bergman voru gefin saman
10. júní að 259 Spence St. af séra
Fr. J. Bergman. Þessum ungu og
efnilegu hjónum óskar Hskr. allra
framtíðarheilla.
Næstkomandi Mánudags-kveld 22.
hefur Bandaiag Tjaldbúðarsafnaðar
sinn síð. fund fyrir sumarleyfið;
verður það opin fundur, vandað
prógram og seldar veitingar svo sem
kaffi, Ice cream og skyr. Aðgangur
ókeypis, allir velkomnir. Ættu
allir, sem tilheyra Bandalaginu að
vera l)ar. Komið og fáið góðan
spón af skyri og góða skemtan fyrir
lítið verð.
Frá Miðskólum í Minnesota rík-
inu hafa þessir Islendingar útskrif-
ast nú eftir mánaðarmótin síðustu:
1 Minneota, Minn. 8. júní, 1914
Ólöf S. Anderson
Haraldur M. Askdal
Margrét I. Johnson
Anna S. Jónsson
Soffía Ólafson
í Duluth, Minn., 12 júní, 1914
Svava Johnson
Súsan Johnson
Martha Thorsteinsson
Öllu þessu íslenzka námsfólki
óskum vér til frægðar og frama í
framtíðinni.
Næstkomandi Laugardag 20sta.
hefir sunnudags-skóli Tjaldbúðar
safnaðar sína vanalegu sumar-
skemtan í River Park. Börnin
látin kjósa um hvert þau vildu
heldur vera í City Park, en fleiri
vildu vera í River Park. Allir, sem
taka þátt í skemtaninni eru beðnir
að vera við kyrkjuna klukkan eitt,
er þá lagt af stað þaðan, vonandi
verður margt af fullorðnu fólki í
garðinum.
Skemtiferð til Selkirk hafa Sunnu-
dagsskólar og Ungmennafélög fyrsta
lútherska safnaðar og Skjaldborg-
arsafnaðar ákveðið að fara þann 20.
þ.m., júní. Fargjald fram og til
baka kostar 75c. fyrir fullorðna og
50c. fyrir börn 5 til 12 ára, sem ekki
tiiheyra öðrum hvorum sunnudags-
skólanum. En öil börn þeirra
skóla beggja fara frítt.
Þeir sein geta farið með aðal-hóp-
num Jiurfa að vera komnir norður
að St. Johns vagnstöðinni kl. 9.30—
9.45 f.m. og er sérstaklega óskað
eftir, að sem allra flestir foreldrar
gætu orðið börnunum samferða
með aðal-hópnum. Þegar til Sel-
kirk kemur verður þar til staðar
sd.-skóli og Bandalag Selkirk safn-
aðar, sem skemtir sér um daginn
með fólkinu héðan.
Margskonar skemtanir verða um
hönd hafðar um daginn í skemti-
Wonderland
Áeæti*sýnintfrá hverjum degi—sýaingar úr
LUCILLE L0VE
hvern föstudag:
K0MIÐ SNEMMA
Sfðasta sýnlDg lir Lucille Love er sýnd
kl. ío 30 að kveldinu, að eins einusinni.
GÓÐ SKEMTUN X LAUGARDÖGUM
garðinum í Selkirk, sem er hentug-
ur og fallegur,—og verðlaun gefin
þeim, sem hlutskarpastir verða.
Farbréf bau sem börnin og aðrir,
hafa til sölu, verða tekin gild á
hverri lest sem til Selkirk fer, og frá
Selkirk til baka til Winnipeg þann
dag, og er búist við fólki sem vinnur
aðeins til hádegis með lestinni kl.
1.30.
Foreldrar barnanna eru beðnir að
hafa með sér nesti handa þeim, og
sjá um að þau komist á St. John
stöðina á tilteknum tíma. “Ice
Cream Cones” verða börnunum
gefnir af skólunum.
Takið börnunum og öðrum sem
bjóða yður farbréf (Tickets) vel, og
kaupið þau. Einnig verða þessi
“Tickets” til sölu hjá H. S. Bardal
á Sherbrooke Street, og B. Methú-
salemssyni á Sargent Ave.
Fjölmennið! og gjörið daginn á-
nægjulegan fyrir börnin.
Nefndin
Knattleikadeild “íslenzka fálk-
ans” (Falcon Club) hefir nú unnið
í miðflokkki íþróttafélagsins hér í
bæ — 5 knattleiki af 6, sem þeir
hafa tekið þátt í. Eftir núverandi
útliti að dæma, ættu þeir hæglega
að geta náð hæstu mörkum í í-
þróttadeild sameinuðu íþróttafé-
iaganna hér. Nú eru þeir á undan
öllum öðrum, — og er það vel að
verið.
FÆÐI OG HERBERGI.
Skilvísir og reglusamir menn geta
fengið fæði og húsnæði á góðu
íslenzku heimili, með vægum kjör-
um, $4.75 á viku, með því að snúa
sér til, 568 Simcoe St.
Hr. Vigfús Þórðarson, frá Hove,
Man., var staddur hér í bæ um
miðja viku. Alt tíðindalítið það-
an að vestan.
íþrótfcanefnd fyrir Islendinga-
dagshátíðina er óðum að undirbúa
sig fyrir leikmótin, sem þá eiga að
fara fram. Verður vel til þeirra
vandað.
* * *
Tennie-flokkiv félagsins skemtisér
mæta vel á laugardagskveldið var.
Auk Tennis-leikanna fóru fram
veitingar, ísrjómi og fleira
* * *
Trúlega verða sýndar sann-
íslenzkar glimur íslendingadag-
inn. íslendingar úr bygðunum
verða að undirbúa sig, ef þeir ekki
eiga að fá skelli. Menn kunna að
glíma hér og bjóða öllum út, sem
þora. Æfið ykkur vel áður en á
staðinn er koraið.
Þegar þú þarfnast bygginga efni eða eldivið
D. D. Wood & Sons.
--- Limitcd ="■ - •
Verzla meö Sand, möl, mulin stein, kalk
stein, lime, “Hardwall and Wood Fibre”
plastur, brendir tígulsteinar, eldaðar
pípur, sand steypu steinar, “Gips” rennu-
stokkar, “Drain tile,” harö og lin kol,
eldiviö og fl.
SKRIFST0FA:
Cor. R0SS & ARLINGTON ST.
FUNDARBOÐ.
Hér með au^lýsist að “Conservative Con-
vention” verður haldin að Wynyard, Sask., kl.
2.30 eftir miðdag fimtudaginn þann 25. Júní í
leikhúsi bæjarins. Verður þar kosin framkvæmd-
arnefnd með forseta, skrifara og féhirðir og rædd
flokksmál o. s. frv..
Á sama fundi verður útnefndur maður til að
sækja um kosningu fyrir hönd Conservativa í
Quill Plain kjördæmi við næstu fylkiskosningar,
og er mjög áríðandi að sem flestir kjörstaðir kjör-
dæmisins sendi fulltrúa sína á útnefningarfundinn
með erindisbréf undirskrifað af forseta og skrifara
þeirrar kjördeildar sem þeir eiu frá.
Kiukkan 8 að kvöldinu verður opinn fundur.
—Ágætir ræðumenn.
ALLIR VELKOMNIR.
JOHN VEUM,
President,
Quill Plain Conservative Association.
AFMÆLISHÁTIÐ.
Það er vegiegur íslenzkur siður,
sem hefir lengi tíðkast heima á
Fróni, að æskumennin halda upp á
afmæli sín. Einsog fjölmargt ann-
að háíslenzkt hefir sá siður komist
hingað vestur yfir Atlantsál, og er
ósjaldan tíðkaður meðal yngri kyn-
slóðarinnar, sem hér er uppvaxin,
en af íslenzku bergi brotin. Dæmin
eru þess mörg deginum Ijósari, að
æskulýðurinn íslenzki hér hefir
næma og göfga jijóðernisrneðvit-
und, þrátt fyrir ofurmegn enskra
áhrifa á öllum sviðum. Þessi þjóð-
armetnaður æskulýðsins, að heita
íslendingar, og vilja bera nafnið
meira en í orði, heldur og í raun
og veru, lýsir sér einna bezt í því,
að til er hér í Winnipeg ungmenna-
félagskapur á þjóðlegum grund-
velli, — félagsskapur, sem hefir sér
að markmiði ötula, frjálshuga
menningu, andlega sem líkamlega.
Féiagið heitir Ungmennafélag Úní-
tara, en er þó alls ekki einskorðað
við safnaðarmeðlimi, heldur er í fé-
laginu fjöldi fólks utan safnaðar.
Nú fimtudagskveldið 11. júnf hélt
félagið mannfagnað í minningu
um 5 ára tilveru sína. Afmælishá-
tíðin var haldin í samkomusal Úní-
tara safnaðarins. Var þar fjöl-
breytt skcmtun og góðar veitingar.
Forseti félagsins, Mr Stefán
Bjarnason, stýrði samkomunni og
hélt afmælisræðuna; lýsti vexti og
viðgangi félagsins, og gat framtfð-
arvonanna: að félagið yrði bráð-
þroska atgjörvis unglingur, lfkt og
Magni Ásaþórs.
Því næst söng söngflokkur fé-
lagsins 3 lög undir stjórn hr. Brynj-
ólfs Þorlákssonar, og fór söngurinn
mjög vei.
Þá kom síra Guðm. Árnason fram
í ræðustólinn og flutti skipulega
og góða ræðu um samræmislegan
þroska, — samstarf huga og hand-
ar, en það væri takmarkið, sem fé-
lagsheildin þessi kepti að. Setti
liann enska orðið “cfficiency”, sem
cinkunnarorð fyrir stefnuskrá fé-
lagsins.
Að endaðri ræðunni söng Miss E.
Hall einsöng við enskan texta.
Æ>ví næst stóð hr. Skapti B.
Brynjólfsson fram og flutti sköru-
lega, bráðskemtilega ræðu um sam-
bandið milli skáidskapar hæfileika
íslondinga og ýkjur í frásögu, seM
kallað væri lýgi. Fórst honum
þetta svo vel, að allur salurinn
bergmálaði af hlátrum áheyrenda,
og var honum að vonum drjúgum
kiappað lof í lófa.
Þá var lesið upp blað. félagsins,
er “Ar” nefnist. Var har í snoturt
kvæði til þeirra lijóna Tilly og
Hannesar Péturssonar. Kvæðið var
eftir Eggert Árnason, bróður síra
Guðmundar.
Síðan lék hr. Brynjólfur Þorláks-
son undurfagurt söngverk á orgel-
ið.
Miss Fjóla Marteinsson söng ein-
söng og dáðust áheyrendurnir að
söng hennar.
Þegar ræðum þessum og söng
var lokið, bað forseti alla að ganga
niður í samkomusalinn og setjast
að borðum. Og meðan fólkið gæddi
sér á kaffi, ávöxtum, ísrjóma og þess
háttar, skemtu Jirír landar með
fiðlu-samspili.
Svo fór samkoma þessi fram, og
féiagið heldur inn á framtíðar-
brautina stutt öflugum starfs-
kröftum og ötulum, og glöðum
vonum um glæsileg þroskaár.
Gestur.
Stúkan Skuld, No. 34 taldi við
síðasta ársfjórðungs skifti 300 felaga.
Þessir gegna nú embættum stúk-
unnar:
Æ.T.—Friðrik Björnsson,
V.T.—Sigurfinnur Cain
G.U.T.—Rannveig Blöndal
Ritari—Guðm. Sigurjónsson
F.R.—Gunnlaugur Jóhannsson
Gjaldkeri—Heldi Jónsson
Dróttseti—Rósa Halldórsson
Kap.—Sigurborg Benson
V.—Gísli Árnason
U.V.—Jóliann Jóhannsson
A.R.—Benedikt ólafsson
A.D.—Gerða Halldórsson
F.Æ.T.—Skuli Bjarnarson
í sjúkranefnd stúkunnar eru:
R. Tii. Ncwland, Gísli Ámason, St.
Stefánsson, Helgi ólafsson, Ingi-
björg Jóhannsson og Sigurbjörg
Benson.
Guðm. SHgurjónsson