Heimskringla - 02.07.1914, Side 1
.... ♦
GIFTINGAiJCyFIB-1 VBL GEiUtöR
BBií' SEGD | LETUR GHÖFÍDK
Th. Johnson
1 Watchmaker, Jeweler& Optician
Allar viögerðir flj6tt og vel af hendi
Sleystar
248 M^in Street t
£ Plione Maln 6606 WINNIPBQ, MAN J
« --------------------------«
♦ ------—------ ---------- — »
Fáið npplvsinear um
PEACE RIVER HÉRAÐIÐ OG
DUNVEGAN
framtíðar höfnðból héraðsio»
HALLDORSON REALTY CO.
710 Wrlntyre Itlock
Fhone Main 2844 WINNIPBG MAN
♦--------------------------- ♦
XXVIII. AR.
WINNIPEG, MANITOBA FIMTUÐAGINN, 2. JÚLÍ 1914.
Nr. 31
Conservative stjórnin
endurkosin í Ontario.
Kosningadagur Ontariobúa var mánudaginn 29. júní síðastl.
Báðar hliðar sóttu kosninguna af miklu kappi, og töldu Liberalar
sér þar alt af sigurinn vísan. Atkvæðagreiðsla byrjaði á mánu-
dagsmorguninn kl. 8 og var henni Iokið kl. 5 um kveldið. Um
kl. 6 foru fréttir að berast hingað um úrslitin. Voru þau ekki eins
mikið fagnaðarefni Liberölum og þeir höfðu gjört sér von um. Því
í þeirri von að úrslit segðu Sir Whitney og stjórn hans fallna héldu
þeir fund á Walker leikhúsmu og höfðu þar alla sína menn saman-
komna. Átti þar að sýna reglulegan sjónleik; lesa upp milli þátta
<og milli ræða hjá ræðumönnum úrslitin að austan jafnóðum og
þau yrðu kunn. Enn fátt eða ekkert af þeim úrslitum var lesið.
Ekki gjört ráð fyrir að það hefði tilætluð fjörgandi áhrif á fund-
inn, varð því minna um lesturinn.
Málefnið sem kosningin var háð um var nokkuð það sama
®g er hér í Manitoba. Formaður Liberala, Mr. Rowell, hafði sett
sem fyrsta mál á stefnuskrá sína að afnema ‘drykkjuborðið’ kæm-
ist hann til valda. En mönnum fanst fátt um þá einu stjórnarbót
er svo var einhliða að fólk sá ekki ástæðu að skifta um.
Síðasta þing bætti við fimm nýjum kjördæmum í fylkinu.
Voru þar áður 106 þingmenn en nú voru kosnir 111. Atkvæði
féllu þannig að Conservatívar voru kosnir 83, sama tala og hefir
verið; Liberalar 26, eða 4 fleiri en sæti áttu á síðasta þingi, og 2
óháðir. Hefir því stjórnin sem næst sama meiri hluta og áður.
Allir helztu menn stjórnarflokksins náðu kosningu.
Þýði þessi kosning nokkuð, þá boðar hún fall Liberala hér
við kosningarnar. Um sama mál er barist, en þó ekki sömu
umbótum heitið hér og þar. Hér heita Liberalar því einu, að
leggja fyrir almenning eftir að þeir eru komnir til valda hvort af-
nema eigi ‘Veitingaborðið/ Sem bindindisflokkur er hann því enn
óákveðnari hér en í Ontario.
Afdrif kosninganna þar eys'tra voru cannarlegt rothögg fyrir
andstæðinga flokkinn hér. Sér hann nú sína sæng uppreidda, því
ekki er líklegt að Manitoba taki einhverja mjög óvissa von í bind-
indis áttina meir trúanlega en Ontario ákveðið bindindisloforð, eða
sölubann í staupatali. Hve stóra þýðingu Liberalar álitu að
kosningin þar eystra hefði fyrir kosningarnar hér, má marka af
þessum orðum “Free Press” 27. júní sl.: “Þar einsog hér snúast ,
kosningar um siðbóta mál. Samt sem áður ef barátta Rowells á
að geta haft nokkur siðferðisleg áhrif, verður hann að minsta kosti
að ná þriðjung þingsæta í fylkinu.”
En nú fjekk hann rúman fjórðung. Enda hefir Free Press
sett hljóða síðan.
Leiðtogi Liberala.
Hver er T. C. Norris? Hafa menn
aainstu hugmynd um, hver hann er
og hvaðan hann kemur, og hvaða
hæfileikum hann sé búinn sem
stjórnmálamaður, leiðtogi og fram-
kvæmdarstjóri? — Þó er alt af ver-
ið að hampa honum sem þeim, cr
gjöra muni stórmerki og furSuverk,
að eins fái hann komist að og flokk-
ur hans — hér í Manitobaa i stað
núverandi stjórnar. Þá eiga að
verða hin miklu umskifti: að alt
ranglæti á að hverfa, allur óréttur,
sem fylgiblöð Norrisar segja, að
eigi svo djúpar rætur í stjórnarfar-
inu; alt rupl og fjárdráttur; öll
bölvun ofdrykkjunnar, — allir stað-
ir, sem eigingjarnir menn hafa sett
á fót til þess að ná í fjármuni sam-
ferðamannanna.
Á hverju eru bygðar þessar stað-
hæfingar og hvað hefir Norris það
við sig, að liklegt sé, að hann unni
eðlilegum framförum, hvað þá að
hann leggi lykkju á leið sina til þess
að hrinda áfram stórkostlegum
framförum, er útheimta bæði ómök,
erviöi, en fyrst af öllu vit, þekkingu
og hugsjónaríki? En öll þessi gífur-
mæli hljóta að vera bygð á fram-
komu Norrisar fram til þessa tima.
Látum oss nú sjá:
Það er þá fyrst, að maðurinn er
mjög lítilsigldur maöur, bæði sem
þingmaður, stjórnmálamaður og
mentamaður — og algengur borg-
ari.
Kemur hann fyrst fram á sjónar-
sViðið, sem pólitiskur maður á fundi
norður við Glædstone. Var hann
þar i hrossakaupum. Kemur liann
svo oftar fram við þær kosningar
það sama haust og finst flestum
fátt til um ræður hans, nema í þvi
eina efni, hvað maðurinn virtist
vera á öllum svæðum lítið heima.
Yitnaðist það þá, að þótt hann væri
strangur Liberal voru funda-þátttök-
ur hans meira af vilja en viti og
mætti.
Maðurin er gjörsamlega óupp-
lýstur í öllum efnum og ómentaður.
Hefir honum verið fundið það til
hróss af flokksmönnum hans, að
hann sé einfaldur og hljóti því að
vera hrekkjalaus.
Eftir að hann komst á þing verða
störf hans í þarfir lands og þjóðar
ekki tröllaukin. Maðurinn var lengi
vel sem á milli steins og sleggju;
vissi ekkert, hvað hann átti að
gjöra.
Fyrirspurn var gjörð til þing-
skrifarans á síðastliðnum vetri um
það, hvað mörg frumvörp Mr. Nor-
is hefði flutt fyrir þinginu síðan
árið 1900. Fyrirspurninni svarar
þingskrifarinn með þessu bréfi:
Winnipeg, 20. marz 10U.
“Til svars upp á spurningu yð-
ar vil ég geta þess, aff eg hefi yfir-
farið þingbækur frá árinu 1900,
alt til þessa yfirstandandi tima,
og• varff eg þess var, aff þaff er
fyrst áriff 1913, aff Mr. Norris
kemur með tvö frumvörp inn
fyrir þingið; er annaff um breyt-
ing á sveitalögunum, um merkja-
linur, en hitt viökomandi þorp-
inu Rivers i Manitoba.
Yffar einlægur,
A. H. CORELLI,
þingskrifari”.
Þetta er þá löggjafarstarf Norris-
ar í 13 ár. En þótt hann flytji fá
mál á þingi, er hann sjálfsagt ávalt
á réttu hliöinni, er til atkvæða-
greiöslunnar kemur? Ekki er því
heldur að heilsa.
Þegar til umræðu kom, að heimta
stækkun fylkisins, var Mr. Norris á
móti tillögum stjórnarinnar um, að
heimta jafn mikla stækkun og frum-
varp stjórnarinnar fór fram á.
Þegar stækkunin var veitt og
móliö kom til umræðu i þinginu, var
gjörð einhljóða uppástunga um, að
fylkinu væri veitt samskonar tillag
fyrir námalönd o. s. frv. einsog Al-
berta og Saskatchewan. Mr. Wink-
ler, Þjóðverjinn, studdi þá tillögu
frá hálfu Liberala; en Norris, Skot-
inn, sló á sig skrópasótt þann dag
og kom ekki á þing. Var þó alfrísk-
ur næsta dag. — Ekki vantaði ein-
urðina og drenglyndið!
En hann er kannske ónýtur leið-
togi og lítilmenni á þingi, — en
hann ber velferð almennings fyrir
brjósti og myndi ekki láta fara illa
með þjóðeignir, scgja vinir hans. —
Þetta getur verið, en þá verður
liann að taka sér fram.
Árið 1900 gjörir Laurier Norris
að uppboðshaldara á skólalöndum.
En svo svívirðilega fór hann með
það umboð sitt, að stjórnin varð
knúð til þess, að setja rannsóknar-
nefnd til þess að láta yfirfara gjörð-
ir hans. Kom það þá upp úr kafinu,
að alt hafði verið með svikum
gjört. Eru þetta fáen atriði, er nefnd
þessi fann að: —
1 Emerson var uppboð, seld 82
lönd á uppboðinu, verkinu lokið á
tveimur timum . Hvert land selt á
m minútu að meðaltáli.
Við Oak Lake seld 91 land á tveim
tímum. Lándið selt á tæpri 1% mín-
útu.
1 Boissevain seld 96 lönd á tveim-
ur tímum.
í Melita seld 199 lönd á tveimur
timuml
Á Baldur seld 133 lönd á rúmum
tveimur tímum.
í Crystal City seld 128 iönd á
tveimur tímum.
1 Winnipeg seld 266 lönd á þrem-
ur tímum.
Virðist sem tveir tímar séu heilaga
talan fyrir Norris, þegar hann á að
ræka skyldur sínar við hið opin-
bera. Má nærri geta, hvað margir
hafa haft tækifæri, að bjóða í hvert
land, þegar uppboðinu var svona
hraðað af. Til þess var nú líka leik-
urinn gjörður. Löndin seld á
fyrsta boði. Ekki nóg með það, held-
ur engin niðurborgun tekin, og
gengu því mörg þau kaup til baka
strax á eftir, að yfirlögðu ráði, og
var þá landið selt með prívat-sölu
fyrir slikk — til pólitiskra vina.
Getum vér talið upp ekki færri en
70 lönd, er seld voru að nafninu til
á uppboði, fyrir frá $14.00 til $16.00
ekran; salan ómerk, og seld svo
privat fyrir frá $4.50 til $8.00 ekr-
an.
Þetta er þá sýnishorn af þjóð-
hollustu Norrisar. Mun mega af
þessu manriinn marka. Er því ekki
ósennilegt, að hann verði þarfur
framfara- og umbótamaöur komist
hann að völdum.
Sannteikurinn er sá, að maffurinn
er ómentaffur ódrengur, er komið
hefir allstaffar svo fram, sem sér-
drægur heigull, og tvískinnungur i
öllum opinberum málum.
Þessi sé leiðtogi Liberala! Þessi
sé yffar guff, ó, ísraell
Jón Sigurðsson.
Nafn Jóns Sigurðssonar forseta
cr flestum íslendingum heilagt. Það
ætti að vera öllum Islendingum
heilagt. Maðurinn, sem vann alla
æfina út fyrir sæmd og viðreisn
þjóðar slnnar, feðra tungunnar og
föðurlandsins, er með sanni réttum
var nefndur sverff og skjöldur ís-
lenzkrar sæmdar. Hann, sem lagði
alt í sölur fyrir rétt og sjálfstæði
bræðra sinna og systra, er undirok-
uð voru ófrelsi og vanþekkingu ó-
tal atda. Haun, sem ávalt verður
bjartasta stjarnan á söguhitnni ís-
lands.
Því miður eru það ekki allir ís-
lendingar, sem bera virðingu fyrir
nafni hans, heldur hafa það í keski-
lýsingum og draga það niður í
(
Félag Conservatíve Kjósenda í
MID-WINNIPEG
heldur OPINN FUND FIMTUDAGSKVELDIÐ 2. JÚLI
(í KVELD) kl. 8 í SAMKOMUSAL INDUSTRIAL
BUREAU, Main og Water Streets. — Er það tilgang-
ur fundarins, að fylkja liði fyrir merkisbera sína —
fyrverandi borgarstjóra ALFRED J. ANDREWS og
bæjarráðsmann FRED. J. G. McARTHUR. — Ræðu-
menn auk þingmannaefnanna verða W. H. Montague
og fl. — Fundurinn býður alla Conservatíva vel-
komna, og komið með vini yðar líka.
gróm óvirðulegra samlikinga. —
Sorettur það af eigingjörnum til-
gangl, — viCleitrinni, að láta ljóm-
ann af nafni hans gylla sannleiks-
litum skrum, öfgar, framhleypni og
fjas lofsníkjandi smásálna.
Nú siöast höfum vér dæmi þess í
Lögbergi, er út kom nú í vikunni.
Nafn Jóns Sigurðssonar er dregið
inn í deilur stjórnmála-ritsmíða rit-
stjórans. Hefir hann áður látið sér
sæma, að fara svo með nöfn vorra
mestu manna. Muna allir éftir því,
er hann líkti tveimur unglingum i
Hagyrðingafélaginu sæla við Kon-
ráð Gíslason og Jónas Hallgrims-
son! Var það ekki svo fráleit sam-
líkingt
Nú er Jóni Sigurðssyni líkt við
þingmann hér í fylkinu, er alla sína
frægð hefir fengið fyrir að rífast!
— Vér höfuni ætlað að leiöa hjá
oss, að ræða á nokkurn liátt um-
. kn T. H. Johnsons, að leggja hon-
um nokkurt óvildaryrði, enda get-
ur það eki svo talist, þótt vér bend-
um á ofurmæli I.ögbergs í þessu
sambandi, og segjum það eitt, sem
satt er og allir vita, að T. H. John-
son er ekki meira likur Jóni Sig-
urðssyni, en mús manni, eða frosk-
ur svani.
Fréttir.
Ferdinant erkihertogi af
Austurríki og kona hans
drepin.
Það var í Serajevo í Bosniu í
Austurriki. Ferdinand var með
konu sinni að keyra um borgina í
bifreið, og var það hátiöaför um
borgina og fjöldi af bifreiðum i
förinni. Fór erkihertoginn fyrstur.
Alt i einu er sprengikúlu hent úr
mannþyrpingunni og stefnir á þau
hjónin, en hertoginn slær hana af
sér með hendinni og springur hún
undir næsta ' vagni. Verður þá
stans og fer hertoginn ofan að vitja
um vini sina í vagninum á eftir,
þvi þeir særðust. Sté hann svo upp
i vagn sinn aftur, en rétt í því dyn-
ur á þau hjónin skothrið úr skam-
byssukjapti og hnígur hertoginn
dauður niður, skotinn i andlitið,
en frú hans fékk annað skot í
kviðinn, en annað í hálsinn og var
dauð áður en hún komst heim að
höllinni.
Franz Ferdinand var keisara-
efni Austurríkis manna og skyldi
koma eftir Jósep gamla keisara. Var
sonur erkihertoga Karl Lúðviks;
hár maður vexti 6 fet og 2 þuml-
ungar. Var hann líklega gjörvuleg-
asti prinsinn í Evrópu, vel mentað-
ur og vel viti borinn. Herskár var
.hann sagður og kviðu menn því, að
þegar hann tæki við stjórn, myndi
öll Evrópa fara í bál og styrjöld.
MikiII vinur var hann Vilhjálms
Þýzkalands keisara; áttu þeir það
sammerkt að báðir voru til í svaðil-
farir.
Konu sína, prinsessu Chotec, tók
hann í forboði keisara og páfa og
og kvæntist henni þó til vinstri
handqr fvrir þrábeiðni Jóseps keis-
ara. En sendiboða páfa rak hann
hreint og beint út úr húsuin sinum.
Sambúð þeirra hjóna var hin á-
stúðlegasta og áttu þau 3 börn sam-
an. Hermennirnir höfðu ákafar
mætur á honum. 'Var hann próf-
genginn vélameistari og fékkst við
uppíindingar.
Báðir voru þeir Serbar, stúdent-
ar frá Belgrad, sem veittu þeim
banatilræðið. Það sýður þar ein-
lægt á skaganum, og er ekki ólik-
legt, að dálítið létti af þeim, sem
sáu ófriðarskýin hanga yflr höfði
sér bæði þar og víðar.
Mexico.
Það veltur þar á ýmsu og einn
daginn er sagt, að Huerta sé flúinn
en hinn daginn að hann hafi unnið
sigur á óvinum sínum. Stundum er
sagt, að alt sé þar klappað og klárt,
og ekki annað eftir en að semja
friðinn. En þá kemur frétt næsta
dag, að alt sé í báli.
Rétt núna átti alt að vera búið, en
þá kemur fregn sú, að háð hafi ver-
ið hin mesta orusta, sem i seinni tið
hefir háð verið í Mexico. Það var
þegar Villa tók borgina Zacatecas.
Þeir sóttu borgina á þriðjudag-
inn var, og stóð slagurinn allan dag-
inn. Fyrst urðu þeir að ráðast á
hæðirnar utan við borgina, og er
það talið eitt hið mesta dirfsku- og
hreystiverk, sem um er getið í ann-
álum landsmanna. Særðust þá yfir-
foringjar Villa, þcir Ortego og Rod-
riques og Herrera. Þegar þeir höfðu
náð hæðunum, var mun hægra, þvi
að þá létu þeir stórskotin dynja yf-
ir virki borgarinnar. Var þá geigur
kominn í borgarmenn og fylkingar
þeirra brotnar upp. Svo héldu þeir
áfram, og sáu þá hinir sitt ó-
vænna og fóru að sprengja upp
forðabúr og helztu byggingarnar,
banka og telegraf-stöðvar. Svo
lögðu þeir á flótta, sem undan kom-
ust, en það voru að eins 2 þúsundir.
En sex þúsund lágu fallriir í valnum
af Ituerta liðum. Svo hefir, einsog
vant er, fjöldi mesti laumast undan
merkjum og falið sig, — allir þeir,
sem hafa átt þess nokkurn kost.
En þó að margt væri eyðilagt, þá
náði Villa samt 10 vagnlestum af
matvælum og vistum, skotfærum og
vopnum. Þegar inn í borgina kom,
var barist á liverju stræti.
Huerta liðar flýðu til borgar
einnar, sem Aguas Calientes heitir,
og bjuggust þar um í bráð, en bú-
ast náttúrlega við, að halda undan
til Mexico borgar.
Tvö hundruð mílur til suðurs er
borgin Queretaro, þar sem Maxi-
milian frá Austurriki veitti seinast
viðnám uppreistarmönnum á dög-
um Napóleons þriðja en varð að
gefast upp og var svo skotinn. Þar
búast menn við, að Huerta veiti
seinast viðnám. Tapi hann þar, þá
er ekki annað en Mexico borg eftir.
En furðulega getur þetta dregist,
einkuin ef að Bandaríkin slást ekki
í leikinn.
Hindúa Málin í Vaneouver
Nýlega tóku menn það ráð, að
hleypa því fyrir dómstólana i Van-
couver, hvort Hindúar skyldu fá
landgöngu þar, af skipinu Koma-
gata Maru, eða ekki. Hindúar í
borginni sóttu málið fyrir einn
þeirra, sem á skipinu var. En réttt-
urinn gaf þann úrskurð, að honum
skyldi frá vísað og hann ekki fá
landgöngu. Verður svo málinu á-
frýjað til æðri dómstóla.
Þeir sitja þar ennþá á skipinu.
garmarnir, algjörlega félausir og
Ogilvie’s
Royal Household
Hveiti
Gjörir besta brauð hvar
sem brauð er gjört
The
Oíjilvie Flonr Mills Co. Ltd.
WINNIPEG, FORT WILLIAM.
MEDICINE HAT, MONTREAL,
Stœrstu hveltlmölunarmenn f
brezka ríkinu. Mala dag-
lega in,000 tunnur.
Konungrlegrlr mularar.
tryltir, en neita að fara heim, og
kapteinninn segir þeir gjöri strax
upphlaup, ef að hann gjöri sig lík-
legan að snúa heim til Japan með
þá. En Japana herskipin, sem þang-
að komu og menn vonuðust til að
mundu flytja þá heim, vilja ekkert
skifta sér af þeim.
Upp var stungið á því, að taka
þá með valdi og flytja þá alla heim.
En stjórnin komst að því, og tók
þvert fyrir að það yrði gjörþ
ÚR BRÉFI.
• Vancouver, B.C., 27. júni 1914.
“Á fimtudagskveldið 25. þ. m.
gjörðu um 40 óboðnir gestir, karlar
og konur, aðsúg að húsi þeirra
hjóna Mr. og Mrs. Lyngholt, á Al-
berta stræti hér i bænum, — en ó-
friður enginn fylgdi aðsúgi þeim,
annar en háreysti og gleðilæti og
að sjálfsögðu ónæði fyrir húsráð-
endur, en það telja þau hjón aldrei
eftir.
“Ástæðan var sú, að ungfrú Mary
Anderson, systir Árna lögfræðings
Anderson i Winnipeg, sem hefir
verið skólakennari hér i bænum
um fleiri ár, og er enn, var að
bregða sér austur yfir fjöll til æsku-
stöðva sinna, Winnipeg, til þess að
dvelja þar hjá ættingjum og vinum
í sumar-fríinu. Miss Anderson er
ætíð boðin og búin til ajls er stuðl-
ar til að efla og prýða íslenzkan fé-
lagsskap og þessa vildu menn nú
minnast, og sem lítinn vott þess, að
störf hennar eru metin, færðu þau
hjónin, Mr. og Mrs. Borgfjörð, er
förinni stýrðu, henni vandaða ljós-
myndavél, sem þessir óboðnu gest-
ir óskuðu, að hún þæði sém vott um
velvild og þakklæti fyrir þjónustu i
þarfir íslenzks félagsskapar, og, af
þvi allir eru meira eða minna sín-
gjarnir, með þeirri von jafnframt,
að liún læsi þeim ferðasögu sina i
myndum, þegar hún kemur heim
aftur í haust. Þakkaði hún gjöfina
með lipurri ræðu. Hófust þá skemt-
anir, söngur, píanó-spil, o. s. frv. —
Rausnarlegar veitingar voru fram-
bornar og undu allir óboðnu gest-
irnir sér hið bezta fram undir mið-
nætti”.
FYRIRSPURN.— Undirrituð biður
Sigriði Pétursdóttur frá Stóru-
I.augum í Suður-Þingeyjarsýslu á
íslandi, að senda sér utanáskrift
sína:
Address: Afrs. Thór. Stephati-
son, Winnipegosis, Man.
I