Heimskringla - 02.07.1914, Síða 8

Heimskringla - 02.07.1914, Síða 8
fiLS. 8 HE1MSÍCRIÍÍQ1.A WINNIPE6, % JtfLí 1914. Islenzkar sagnir. Endurminningar úr Hjaltastaða- þinghá frá 1851 til 1876. Eftir þorl. (/óakimsson) Jackson (Framhald). llesla og kúa hirðing. Hestum var á morgna gefið smá- hsy; en á kveldin voru þeir oft látnir sitja með moð undan heyi frá sauðfé. Þeir, sem áttu góöa reið- mesta, og brúkuðu þá að eins til reiðar, létu þá njóta betra foðurs en burðarhestana. Flest hesthus voru bygð á klöpp. Ekki var mok- að undan þeim nema á þriggja vikna til mánaðarfresti. Á sumum bæjum hafði einn mað- ur að eins á hendi kúahirðing. — Töðuna, sem kúnum var gefin, lét hann í kláfa tvisvar eins marga og kýrnar voru — kvelds og morgna kláfar, — þeim hlóð hann upp við fjósdyrnar. Vatnið handa kúnum bar hann í stóran pott, sem stóð i fjósinu og bar svo úr honum vatn- ið til kúnna, þegar þær höfðu etið fóður sitt. Sumir vógu fóðrið handa kúnum þegar búið^var að láta það i kláfana. Ekki þurfti að hafa fyrir, að sinna eða hirða um kálfa, þvi þeir voru ekki látnir lifa, nema ef bónda skorti kú i stað gamallar, eða ef hann vildi koma sér upp nautbola. Mykjunni undan kúnum ók fjósamaður í djúpum kassa- sleða út á tún og dreifði henni þar um á túnþúfurnar. Utanbæjarverk önnur. Á sumrum hlóðu bændur sumu af heyjum sinum saman á engjum úti. Þar sem flutningsvegur var erfið- ur, þar óku menn á sjálfum sér heim á vetrum; líka þurftu menn að aka sauðataði heim frá beitar- húsum og hrísvið til eldsneytis. Akstur þessi var vond áreynsla, og oft voru þeir, sem óku, misjafnir að kröftum; ýtt var á eftir ækinu, stundum af vinnukonum og ung- lingum. Á siðustu árum mínum í sveitinni, brugðu menn stundum hesti fyrír æki og fundu auðvitað mikinn mun á því, hvað það var léttara. En þó var lítið gjört að þvi, að nota hestaflið við vetrarak6tur. Innanbxjarverk. Fyrst má telja matrciðslu kvenna í eldhúsum. Fyrst á morgna var hituð mjólk i potti, sem hékk á krók yfir eldstæðinu. Mjólkin var gefin mönnum út á skyrhræring fyrir morgunmat. Líka var oft eld- aður mjólkurgrautur, eða sem kallað var sáð, og gefinn fyrir morg- unmat. Kjöt og baunir þurftu konur oft að sjóða fyrir miðdagsmat, og til kveldmatar að hita mjólk. Rúg- brauðs flatkökur bökuðu konur vanalega á morgnana yfir glóðum, og blésu við og við að glóðinni með ofurlitlum kringlóttum hlemmi. Seinast á kveldin var eldurinn fal- inn undir stórri hellu. Ef hann var dauður að morgni, þurfti að sækja eld á aðra bæi, og var hann þá bor- inn í litlum potti og sauðataðsskán var brotin upp "'og látin í pottinn, svo eldurinn héldist lifandi á leið- inni. Baðstofuverkin voru ullarvinna til klæðagjörðar. Konur spunnu og prjónuðu, en karlmenn kembdu ullina; börn voru oftast látin tægja hana eða greiða f sundur, og líka að aðskilja hana frá þvi grófa, er svo var kallað að taka ofan af. Vefn- aður var gjörður á sumum bæjum. Að eins einstaka konur og menn kunnu að vefa. Ekki er hægt annað að segja, en áð vefstólarnir / voru haganlega gjörðir, og vaðmálið, sem unnið vac í þeim, var vel af hendi leyst. Húsbændur þeir, sem kunnu að vefa, tóku oft band til vefnaðar frá nágrönnum sínum. Áður en farið var að gjöra klæði úr vaðmálinu, var það þæft þannig, að karlmenn léttklæddu sig og tróðu það dyggi- lega undir fótum sér; og að loknu verki voru þeim stundum gefin þóf- aralaun, — annaðhvort kaffi* eftir að brúkun þess jókst, eða í þess stað einhver góður biti. Sumstaðar var sofnað í rökkrinu og þegar vaknað var, fór einhver vinnukonan ofan með vökukoluna (ljósberann), tók felhelluna af eld- inum og blés að glóðinni, þar til að spratt upp logi; þá dró hún fram fífukveikinn í kolunni og lagði kol- una við logann, svo að kviknaði á; því næst fór hún inn og hengdi kol- una upp á hentugum stað í bað- stofu. Að þessu loknu tóku allir til verka sinna. Á þeim heimilum sem húsbændur eða húsmæður höfðu skemtun af sögum eða rímum, var sá vinnumaður, sem bezt var fall- inn til að kveða ríinur eða lesa sög- ur, látinn hafa þann starfa á hendi. Suðurlanda riddarasögur voru í miklu áliti við kveldskemtanir, og svo gömlu rímurnar, svo sem úlf- ars, Andra, Jómsvikinga, Fertrams og Platós o.s.rv. Einnig voru lesnar Noregs konunga og íslendinga sög- ur- — Þegar leið á vetur tóku bænd- ur að búa til heybands-reipi fyrir næstu sumarvinnu; reipin voru gjörð úr hrosshári og ullartogi. Um bijggingar. Dyr á bæjum voru fyrir miðjuni til beggja hliða þiljað með timbri, og þar sem stofur voru, var stofu- þilsstafninn á eina hlið við bæjar- dyrnar, en á hina skeminuþilsstafn- inn. Þegar kom inn úr dyrunum, blöstu yið manni löng göng. En skaint fyrir innann dyrnar á bænum voru tvær dyr, sin á hvora hlið við göngin; einar að stofunni, en hinar að skemmunni. Þegar kom lengra inn eftir göngunum, voru eldhúss- dyr, og á hlið við eldhúsið var búr- ið, og lágu dyr inn í það úr eldhús- inu. Op mikið var fyrir miðjum eldhúsmænir og þar utan að var hlaðinn reykháfur úr torfi (eldhúss strompur). Úr flestum eldhúsum var innangcngt i fjós. — Þegar kom lengra inn eftir göngunum, komu til hliðar •önnur göng, sem lágu til baðstofu. Flestar voru þær uppi yfir lofti og voru kýr hafðar undir suinuin baðstofu loftum til að auka hlýindi fyrir fólkið. Það mun þö hafa verið alveg hætt að liýsa kýr undir baðstofuloftum, þegar eg fór af íslandi. Sumstaðar man cg eftir skænis- eða skjáglug^um á baðstofum í fyrstu tíð minni í svcitinni. En svo voru þeir fyrir löngu lagðir niður, þegar eg fór. Glergluggarnir voru með ; einni rúðu, nálægt þvi átjáh þumlungar á lengd, en tólf á breidd. Þegar snjó- bylur var, þurfti oft að- fara út og upp á baðstofuvegg að sópa snjón- um af gluggunum. Skemmur voru kölluð geymslu- húsin, þar sem menn geymdu mat- væli, bæði korn, skreið og kjöt og ýms búsgögn. Sumstaðar voru skemmur sérstakt hús úti á lilaði. Matarhœfi og matmálstimi. Á kveldin og morgnaná var fólki gefið til fæðis þunnmeti, skyrhræra og mjólk eða mjólkursáð. Þetta kallaðist vökvun. Stundum, ef lítið var af mjólk i búi, voru gjörðar flautir, þeyttar með verkfæri til þess gjörðu, sem kallaðist þyrill. Matarilátin voru leirskálar, fjögra merka til þriggja handa karlmönn- uin, en tvcggja handa kvenfólki. — Lengi frainan af árum voru matar- ilátin trégskar, rendir haganlega i rennihjóli af þeiip, sem rennismíði kunnu. — Um miðjan dag var gcf- inn átmatur, sem kallaður var, sem samanstóð annaðhvort af kjöti eða slátri og rúgbrauðs flatkökuin, og var karlmönnum gefin heil kaka, en kvenfólki og börnum hálf kaka og stundum hálf og fjórði partur úr köku. Á ölhim bæjum var me(ra og minna brúkað til fæðis sjávarmatur — liarður fiskur og ísa, skata, há- karl o.s.frv. Bændur höfðu árlcga viðskifti við bændur í fjörðunum; Iétu þá hafa sauðkindur fyrir skreið, eða tóku af jieiin lömb til fóðurs vetrarlangt. Fiskurinn var barinn rækilega á börðtisteini, sem grafinn var ofan í bæjarhlaðið, áð- ur en skamtaður var. Á sumrum við heyannir neytti fólk piatar á engj- um úti. Iljá sumum bændum var matmálstími, þegar átmatar var neytt.^um miðdegi, klukkan hálf- tvö; hjá sumum á nóni, klukkan þrjú. Stundum bar fólk með sér vökvun sína á engjar, og greip til hennar, þegar það var búið að vinna stundarkorn. Ilornspæni úr hrútshornum brúk-v aði fólk við vökvunina, því sumir voru lægnir á að smíða spami, og fægðu þá svo að gljáði á og greiptú nafn eigandans á skaftið. Vasa- hnífa sína briikuðu menn þegar þeir neyttu átmatar, og sumir, sem hætti við að týnu hnífum, boruðu gat á skaftendann, drógu þar í spotta og bundu svo i hnezln á vesti sínu, svo hnífurinn var þá bundinn við mann og gat ekki týnst. Um ijmislegt. í skó á fæturnar var mest brúiað sauðskinn. En í fjallgöngur og lan^ferðir voru menh búnir út með skó ur nautsléðri. Á sumrum fórif menn .auðvitað riðandi í langferðir. Skrápskinn eða hákarlsleður fengu menn stundum hjá sjávarbændum, og brúkuðu í skó. Brydda skó úr sauðskinni brúkaði fólk þegar það for til kyrkju. Konur saumuðu skinnsokka handa karlmönnuin, sem þeir Jirúkuðu í göngur til að verjast vaðli. Eitt, sein héraðsbændur þurftu að fá hjá sjávarbændum, var há- karlslýsi, sem brúkað var til Ijós- matar. Stundum, þegar þraut Ijós- meti á vetrum, sendi bóndi mann í fjörðu mcð poka og sauðskinns- bjór. Lýsið var látið í bjórinn, líkt og sortan, sem áður er getið, bund- ið rammlega fyrir og lagt svo á bak- ð á ferðamanninum. Á kr'ossmessu á vorin, sem bar upp á þriðja maí, sóttu bændur lijú sín, sem þeir höfðu ráðjð til árs- vistar. -Oft sóttu inenn Iljúin daginn fyrir krossmessu. Hinu nýja hjúi var, þegar það var komið í nýju vistina, sagt í hvaða rúmi það ætti að sofa; og ef það var karlmaður, var honum sagt, hvaða vinnukona skyldi þjóna honum. Þjónustan var því innifalin, að hirða um fötin, og oft drógu þjónustur föt af þjón- ustumönnuníi sínum og leystu skó af þeim. Ef gestur kom á bæ, drap hann þrjú högg á dyr, vanalega með göngustaf sínum, eða þá með hnef- anum, ef hann var staflaus. Oftast var gesti boðið inn og veitt góð- gjöpð. Eg heyrði sagt, að þjóðtrú hefði það "verið, að ef drepið var högg á dyr eftir dagsetur, gæti gest- urinn ekki verið náttúrlegur mað- ur, og var því bannað að ganga til dyra. En svo var aldrei siður, að drepa högg á dyr, þegar myrkur var komið og búið var að kveikja ljós í baðstofu, þvi ]iá fór komu- maður upp á baðstofuvegg, lagðist niður við glugga og kallaði inn: ‘Hér sé guð!” Svarað var inni af bónda eða konu hans: “Gtið blessi þigl” Þar eftir spurt: “Hyer guð- ar?” Gestur sagði til sín og beidd- ist gistingar, cf hann var langt að kominn. Einhver fór út og fylgdi gesti inn til baðstofu. Hann heilsaði ölluin með kossi, og var þcgar vísað til sætis á eitthvert rúm, og ef hann var votur i fætur, tók einhver vinnu- kona af honum skó og dróg sokka af honum og léði honum þur fóta- plögg. Svo ‘fór húsfreyja fram i búr með disk og sótti gesti mat, setti diskinn í kjöltu^ hans og spurði, hvort hann hefði hníf. Gestur bað að gefa sér í guðsfriði, og var hann beðinn að vera velkominn til matar. Eftir að hafa neytt matar, buðust sumir gestir til að vinna eitthvert verk, annaðhvort að kemba ull eða tægja, eða að tvinna band. Ef fólk komst að því, að gestur var fróður, var hoiium ekki fengið verk, var látið nægja, að hann segði frá ýmsu, sem hann hafði heyrt. i Þegar fundum fólks bar sanian, var sdmtalíð eftir þvi i hvaða stöðu það var. Á vetrum töluðu bændur um fjárhöld sín og heybirgðir; kon- ur um, hvað þeim yrði ágengt með ullarvinnu og klæðagjörð. Samtal vinnufólks laut nokkuð að því sama og húsbænda. Á' sumrum var talað um, hvernig heyskapur gengi og afnot af búsmala; á haustin um fjárheimtur af afrétt og hvað á- leiðis væri komið með verkin, sem þurfti að vera lokið fyrir veturinn. Drengjatal laut að fjárhölduin, og hvað margar kindur hver ætti; og stundum kom þeimm ásamt um, að hafa vasahnífa kaup og það stund- um að óséðu, með því að þeir læddu hnífunum hver í aiinars lófa, og varð' þá oft annarhvor fyrir halla. — Um glímur var talað, og oft reynt með sér, og ef margir voru saman komnir, var oft haldin bændaglíma; bændur voru tveir, og var hnöppunum á vesti annars fieirra skift á milli þeirúa (bænd- anna), og var svo hver drengur lát- inn kjósa sér bnapp, og skiftist lið- ið eftir því, hvernig hnappavalið féll. — Á skautum og skiðum skerntu sveinar sér oft, og hafði cg ásamt öðrurn sveinum marga skemtistund á skautum. Skiðin vpru meira brúkuð, þegar nauðsyn krafði, heldur en til skemtunar. Ef að unglingar voru bókhneigðir, töl- uðu þeir um bóklegt, um'fornsögur og rímur, og hvað langt þeir væru komnir að læra kverið sitt undir fermingu, o.s.frv. (Framliald). ur þvi mikið af þvi rúmi, sem sparað er, orðið notað fyrir farang- ur og farþega. Stórum er og ininni kostnaður við að brenna olíunni en kolunum; miklu léttara að taka farm af olíu eri kolum i skipin, og auk þess verða skipin örskreiðari. Þá eru og kolin að þverra og ganga til þurðar og fyrirsjáanlegt, hvað England snertir, að minsta kosti, hvenær þar verður loku fyrir skot- ið. Það hefir nú um tíma eiginlega staðið i veginum, að Englcndirigar hafa verið kvíðandi fyrir því, að fá ekki nóga olíuna. Þeir hafa liaft dá- lítið i Mexicp, og nú í vetur reyndu þcir að fá olíu í Suður-Ameríku, en fengu ekki brunnana. En nú kom olían í Alberta gjósandi, fyrst úr einum brunni og svo úr öðrum, og svo búast þeir við meiru úr Peace River dalnum, og ætla riiargir jarð- fræðingar að þar muni verða citt- hvert bezta olíuland í heimi. Og nú er C.P.R. að láta byggja mikið skip (tó stórt — Missenable — 13,000 tonVia og með 58,000 licsta afli, og annað til — Meta- goma —, bæði með , hinni nýju, nafnfrægu Diesel vél sem þykir hin bezta í heimi. Einnig eru Englend- ingar að búa út mörg sín skip á þennan veg. Og allar klær hafa þeir nú úti að ná olirinni. Ætla þcir að hafa gröft mikinn og bora víða íí Peace RiVer dalnum, þvi að þar þykir þeim vænst til fanga. Og oliu- stöðvar ætla þeir að byggja i British Columbia, en leiða oluna í ‘pipum -þangað alla leið úr Alberta eða Peace River dal, ef hún finst þar, yfir skörðin í fjöllunum og niður að sjó. Þar ætla þeir að geyma hana og hafa forðabúr á óhultum stöð- um með víggirðingum og vörnum og setuliði, svo a þerr geti haft að- gang að henni, ef i hart fer og slagur verður. TOLSTOY FURÐULEGUR MAÐUR ✓ Æfisaga Tolstoys sýnir betur en nokkuð annannað, hve feykilegar mótsetningar geta búið i hinum rússnesku aðalsmönnum og gáfu- mönnum. Tolstoy ólst um tíma upp ýmist í búðum hermannanna, eða í höllum keisarans og aðalsmann- anna. Hann var ýmist í hinum skreyttu danssölum aðalsfrúnna eða í svallsölum hermannanna qg aðalsmeyjanna. Hann lifði hinu vilta lífi í Kákasus og lífi hinna fornu ættfeðra í Yasnaya Polyana. Hann hafði stjórnlausar ástríður og drýgði flestar ]iær syndir, sein menn í hans stöðu voru vanir að drýgja. Ilann sóaði föðurleifð sinni i spilum og eyddi eigum sínum í veízlum með öðrum yfirmönnum og gipsy stúlkum og dansmeyjum. Og þó beindist hugur hans mjög snemma til hins háleita og heilaga Hann var í hermannastöðu, cn varð þó snemma postuli friðarins. Hann var ljón bókmentanna i hópum vís- indanianna og aðalsmanna í Mos- cow, og hélt hann fram einföldu og óbreyttu líferni. Hann var aðals- maður frá hvirfli til ilja, en prédik- aði þó lýðveldið. Tolstoy var stórlandeignainaður, —þó lauk því svö, að hann varð á- kafur fylgismaður Henry George og kenningar hans. Hann var kristinn meinlætingamaður, en átti þó 10 barna með konu sinni. OLÍA í STAÐ KOLA Hafskipin miklu, sem um úthöfin fara, eiga nú að hafa olíu í stað kola til að knýjasj áfram. Þykir Það í öllu betra, því að bæði tekur olían minnaa rúm en kolin, og get- HINDÚAR í VANCOUVER Það er farið að líta illa út þar. Ennþá situr japanska skipið Koma- guta Marn þar með Hindúana, þessi nær 400 manna, og ekki fá þeir að koma í land. En borgin full af Hind- úum og Asíumönnum fyrir; þeir buðu áður fram hálfa milíón doll- ara að veði, ef landar sínir fengju að koma í land, en þvi var ekki tekið. Hvítir menn vilja þvertaka fypir, að þeir fái landgöngu fleiri, og viklu gjarnan losast við þá, sem fyrir eru. Þeir sjá, að voði getur af þeim staðið. Við þetta situr, cn nú cr svo far- ið að hitna þar, að beiðni hefir komið þaðan til stjórnarinnar, að senda þangað herlið, ef að upp- hlaup yrðk og róstur kynnu að verða. Það er farið að halda þvi fram, að þeim sé ólöglega haldið þarna. Þeir hafi ekki verið prófaðir nægi- lega af innflytjenda stjóranum. Og eru menn hræddir um, að ef það komi fyrir rétt,.þá muni dómarinn ef til vill leyfa þeim landgöngu. En |iá er upphlaupið áreiðanlegt. í þessu stendur ftú og er biiist við hersveit verði send þangað. Menn áttu von á herskipum Jap- ana þangað og bjuggust við, að þau niundu taka að sér að fylgja skipinu með Hindiiana heim til Japan þar sem þeir voru þarna á japönsku skipi, og hinn japanski skipstjóri á Komagata Maru þorði ekki að snúa við, því hann vissi að hvenær sem liann færi að kveikja nndir kötlun- um, þá mundu Hindúar á skipinu gjora upphlaup og ráðast á bann og skipsmenn hans. En nú, þegar herskip Japaria konm, þá vilja foringjar þeirra ekk- ert eiga við mál þessi . LOFTSKEYTI 600 MÍLUR Marconi talaði þann 8. júní í loftfóni sínum frá Lundúnum til Berlínar borgar á Þýzkalandi; og er það um 600 mílur. Sagði hann á eftir, a<B þó hann hefði ekki heyrt livert orð, þá liefði tilraun þessi verið mjög fullnægjandi, — yrði betra síðar. TRÖLLIN KALLAST A Núna nýlega náði Villa haldi á fréttaþræðinum til Mexico. Undi- eins fór hann að kalla upp fjand- mann sinn Huerta. Spurði, hvort hann væri heima. Sagðist þurfa að finna hann, hengja hann á hæsta gálga og kasta liræi hans fyrir svín og hunda. Og fyrir alla muni bað hann Huerta að bíða sín og hlaupa nú ekki í'felur. Iluerta var sagt frá skeyti þessu, og bað hann þá að svara Villa hið bráðasta og segja, að hann mundi biða hans og biðja hann að koma sem fyrst, — hann skyldi taka á móti honum. Síðan er sagt þeir liafi kallast á hverjum degi, og sé nokkuð blend- ið samtal þeirra. Vér ábyrgjumst að gera yður- -í besta lagi ánægðan Prófið BLUE RIBBON TE. Vér vitum að þér verðið hrifnir af því. Kaupmaðurinn yðar selur það og ábyrgist að það sé áreiðanlega af bestu tegund BLUE MBBON Sendu þessa auglýsingu með 25 centum til Blue Ribbon’Limited, Winnipeg, og fáið BLUE RIBBON MATREIÐSLUBÓKINA. Það er besta matreiðslubdkin í Vestur Canada. Skrifið nafn og utanáskrift greinilega. Gróðinn af mjólkubúinu fæst með skilvindunni,—ef kýrnar eru í lagi. Engin skilvinda getur latið menn græða í kúnum, ef þær eru 'ónýtar til mjólkur, en séu þær góðar þá getur þú fengið meiri gróða en nokkrar skýrslur sýna með því að hafa “MAGMET” Cream Seperator ■það er einmitt skilvindan, sein hvorki hefur krók né gálur, sem er til óhæginda við hreinsun eða notkun hennar. Kostir hennar erq allir svo áreiðanlegir því þeiir eru'einmitt sýnishorn af því hvað hún er dásamlega einföld og rennur léttilega af því að hún er aigjörlega rétt smíðuð hver ein einasti partur heennar. Ifún er stöðug sem kletturinn fremur öllum öðrum vélum. Hjólasambandið er svo einfalt og snígilkenda ruggið í hinum vélunum og Mannlegt hugvil hefur ekki ennþá fundið upp jafn áreiðandi og fullnægjandi aðferð, að ná seinuslu smáögn smjöfetunnar úr mjólkinni. Heróp vort er “AÐ FULLNÆíiJA’ og að gjörum vér, hvað sem það kostar. Vér getum sannað að livert einasta atriði yfirburði “Magnet” vindunnar yfir aðrar vindur í búgarði þínum upp á vorn eigin kostnað. The Petrie Manufacturing Co., Ltd. Verksiniðja og aðalskrifstofa Hamilton, Ont. Vancouver, Calgary, Regina, Winnipeg, Hamilton, Montreal, St. John fslenzkar Avísanir Union Banki Canada gefur sérslaka athygli og lætur sér ant um íslenzkar ávísanir. Það er hinn, léttasti og besti vegur að borga gjöld yðar. Komið inn og talið við bankastjórann um þær. LOGAN AVE. OG SARGENT AVE., ÚTIBO A. A. WALCOT, Bankastjóri FA R B R E F ALEX. CALDER & SON / General Steamship Agents Ef þér hafið í hyggju að fara til gamla landsins, þá talið við oss , eða skrifið til yox. Vér höfum hinn fullkomnasta útbúnað í Canada I 633 MAIN STREET PHONE MAIN 3260 WINNIPEG, MAN.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.