Heimskringla - 11.07.1914, Qupperneq 3
■WINNIPEG, 11. JÚLl 1914
HEIMSKRINGLA
BLS. 3
11 M B U R
SPÁNNÝR VÖRUFORÐI
Vér afgreiöum yBur fljótt og greiBlega og
gjörum yBur í fylsta máta ánægBa. SpyrjiB
þá sem verzla viB oss.
THE EMPIRE SASH AND DOOR CO., LIMITED...
Phone Mam 2511 Henry Ave. East Winnipeg
Tveir hlutir
eru nauðsynlegir til þess að ná
hámarki hagnaðar við smjör-
________________________________gjörð. Báðir eru þeir “búnir
til í Canada”—og svo að segja við dyrnar hjá yður. Annar
þessara hluta, er hið makalausa ræktaða fóður sem sérheimilegt
er fyrir Vestur Iandið. Hinn er •
“MAGNET”
Cream Seperator
“MA0NET” vélin er eins áreiBanleg
og óskeikul í sinni grein eins og náttúru-
öflin í sinni, er þaB þessvegna aö hún er
svo tilbúin aB hún nái síBasta lóBinu af
smjörfitu úr mjólkinni. Vélin er búin
til í Canada af mönnum er æfilanga
æfingu hafa haft viB þær smíSar. Þessi
“square gear!’ kemur í veg fyrir ajlan
hristinginn sem fylgir vélunum meB gamla
laginu sem enn nota gorminn. HvaB
hún er stöBug gjörir hana frábrugBna
öllum öBrum þesskonar vélum í Vestur
Canada.
OrBtal vort er “gjörum alla ánægBa”—og þaö munum vér gjöra
hvaB sem þaB kostar. Vér skulum yöur aB kostnaBarlausu og
heima hjá yBur, sanna alla yfirburBi “MAGNET” vélarinnar yfir
aörar ef þér viljiB.
Thc Petric Mfg. Co., Ltd.
VerksmiBja og aöalskrifstofa Hamilton, Ont.
Vancouver, Calgary, Regina, Winnipeg, Bfcmilton, Montreal, St. John
Fljót innheimta,
með 300 útibú.
FariB yfir verzlunar-
bækur yBar og athugiö
hve marga af skulda-
nautum yBar vér getum ekki náB gegnum öll banka
útibúin. ÞaB er ástæBan fyrir þvf hvaö oss gengur
vel innheimtan öll. LátiB oss reyna.
LOGAN AVE. OG SARGENT AVE., ÚTIBÚ
A. A. WALCOT, Bankastjóri
* —----------------------— ■ 4
“Breytið eins og Rómverji---
-----þegar þér eruð í Róm”
En þegar þér eruö í Vesturlandinu þá fylgiö
siöum vestmanna. DrekkiB
BLUE DIBBÖN
TEA
þá fáið þér það besta te sem til er á markaðinum.
Sendið auglýsingu t'essa með 25 centum til BLUE RIBBON LTD.
Winnipeg, og yður verður send matreiðalubók. Er paC bezta matreiðslu
bókin í Vestur Canada.
Skrifið nafn og utanáskrift greinilega.
Fréttir frá íslandi.
Rvík, 3. júni.
— 1 Sveinungavík í Þistilfirði
hröpuðu 65 kindur fyrir sjóvar-
hanira í hríð eftir sumarmálin. —
hefði hver skepna farið, ef unglings
piltur, sem var hjá fénu, hefði ekki
fleygt sér flötum á hamrabrúnina,
og getað með því stögvað féð.
— Úr Húsavík nyrðra er Ingólfi
ritað 25. mai: “Nú er loks komið
hér sólskin og gott veður, og þykir
mönnum mál til komið. Fénaður er
enn i góðu standi og hefir hvergi
drepist skepna úr hor í Þingeyjar-
sýslu, það eg til veit. Aftur hafa
drepist nokkrar kindur á Sléttu af
óhollum þara. f sumum sveitum,
einkum Núpasveit, eru enn til mikl-
ar heybirgðir, en i Kelduhverfi og
Húsavík eru allir að verða strá-
lausir”.
— Fríkyrkjusöfnuður er myndað-
ur i Fróðárhreppi á Snæfellsnesi,
og hefir síra ólafur Stephensen i
Grundarfirði verið kosinn forstöðu-
maður hans og fékk sú kosning ráð-
herra staðfestingu 30. f.m. ‘
— Maður féll út af vélarbáti ný-
lega í önundarfirði og druknaði,
Gestur Guðmundsson að nafni, sjó-
maður frá Hnífsdal.
— Hafís er nú mikill fyrir Vestur-
landi, en þó ekki landfastur og hef-
ir ekki hindrað skipaferðir. Jafnvel
suður á móts við Reykjanes hefir
hafís sést nýlega, en langt til hafs
er hann. Af nálægð issins stafar ó-
stöðugleikinn og kuldinn í veðrótt-
unni.
■— Úr Stykkishólmi var Ságt i gær
að skip þaðan öfluðu nú mjög vel.
Af fsafirði einnig sagðor góður afli,
fívík, 7. júní.
— Þýzka stjórnin hefir nú ákveð-
ið, að fara að dæmi Frakka og
senda hingað dócent i þýzku. Mun
þetta vera sérstaklega íslandsvin-
inum próf. Heusler í Berlin að
þakka. Til starfans er valinn fyrir
næstu 2 ár ungur maður, Dr. Busse,
sem nýlega hefir lokið yfirkennara-
prófi í Berlin, og er hans von hing-
að i júlímánuði í sumar. Hann hefir
hlýtt á fyrirlestra próf. Heuslers i
íslenzku og auk þess haft nokkra
íslenzkutíma hjá Guðnnindi Hlíðdal
verkfræðingi, meðan hann dvaldi í
Berlín.
— Heinrik Erkcs i Köln vill selja
bókasafn sitt íslenzkt. Það eru hér
um bil 4000 bindi alls; þar á meðal
fjöldi fágætra islenzkra bóka, er
hann hefir safnað á ferðum sínum
hér á landi; auk þess því nær allar
iær erlendu bækur, er snerta ís-
land að nokkru. Verðið á að vera
20 þúsund mörk.
— Á leiksviði Musík-háskólans i
Berlin var nýlega leikinn þáttur úr
skáldsögu einni eftir Anny Wotthe
i Leipzig. Sagan heitir “Zauberru-
nen’. Gjörist hún á íslandi og i
Noregi, en aðalpersónurnar eru is-
lenzkar: Þórður myndhöggvari og
Gunna fóstursystir hans. Á leiksvið-
inu var Gunna sýnd i islenzkum
skautbúningi, og gjörður að þvi
góður rómur; enda á hún að vera
hvorttveggja í einu: éríð og göfug
kona. — Nokkuð lýtir það söguna,
hve nöfnin eru afskræmd, t. d. Jóm
fyrir Jón, Gúmm fyrir Gunna, og
Þórður og Björn kallaðir Selfossyn-
ir, af þvi þeir eru frá bænum Sel-
fossi.
— Vigfús Grænlandsfari hélt hér
fyrirlestra síðastliðið laugardags-
kveld og sunnudagskveld um för
leirra Kochs og félaga hans vestur
yfir Grænlandsjökla, og sýndi jafn-
framt fjölda skugggamynda úr ferð-
inni, eða Magnús ólafsson ljósmynd-
ari fyrir hann. Frásögnin var fjörug
og skemtileg, og myndirnar góðar.
Siðara kveldið voru áheyrendur
margir, miklu fleiri en fyrra kveldið
— svo að eigi fáir hafa að eins
heyrt síðari hluta ferðasögunnar,
en nokkrar af þeim myndum, sem
heyra til fyrri hlutanum, voru sýnd-
ar aftur seinna kveldið. Liklegt er,
að fyrirlesturinn og myndasýningin
verði endurtekin. Með myndunum
var sýnt bæði iandslag og jöklar á
Grænlandi, Eskimóar og bústaðir
þeirra og bátar og gænlenzk dýr, og
svo allur ferðaútbúnaður þeirra fé-
laga, vetrarbúð þeirra á jöklinum
að utan og innan o. s. frv. Frá einum
Eskimóa sagði Vigfús, sem þeir fé-
lagar heimsóttu, af því hann var
talinn auðkongur mikill þar í land-
inu. En afar fátækleg voru hibýli
hans, að eins eitt lítið borð þar inni
og tveir brotnir stólar. Auður hans
var i þvi fólginn, að hann átti 500
kr. í sparisjóði.
* * «
Vnninn hvilabjurn noröur á
Sléttu.
Eftir sumarmálin rak hafishroða
upp að Melrakkasléttd og Langa-
nesi. Mánudaginn í annari viku
sumars urðu menn þess varir i
Raufarhöfn, að hvitabjörn hafði
gengið á land um nóttina skamt frá
húsunum og lá slóðin suðvestur í
heiði.
Þeir bræður Níels og Maríus Lund
bjuggust að heiman með byssur og
röktu slóðina nokkuð vestur í heið-
ina. Sáu þeir þá, hvar björninn var
að leika sér að fuglaræfli, er hann
hafði fundið. Velti hann sér um
hrygg og kastaði fuglinum í loft
upp og í ýmsar áttir, einsog ketl-
ingur, sem leikur sér að band-
hnoða.
Þega björninn sá til ferða þeirra,
hætti hann leiknum og þrammaði í
hægðum sínum á undan þeim
stundarkorn, unz hann nam staðar
við klett á holti einu, reis upp, steig
öðrum hramminum á klettinn og
skygndist um. En þá var mjög kom-
ið að lokum hans lífsstunda, því að
i sama bili lét Níels Lund skotið j
riða; kúlan kom um bógana á hol j
og björninn hneig niður. Var hann
þó með lífsmarki og hleyptu þeir á |
hann öðru skoti, en þá þurfti hann
ekki fleiri.
Rjörninn var all-stór og feitur
mjög.
Ekki hefir verið unnið annað
bjarnardýr á Sléttu siðan árið 1888.
Þá kom birna með tvo húna heim j
að bæjardyrum að Rlikalóni á ný- [
ársdag. Heyrði bóndi, að rjálað var
við bæjardyrum og stóð þá birnan |
úti fyrir. Hann hafði byssu, skaut
hana og síðan húnana báða.
Sama árið, fimtudaginn 5. april,
skaut Kristján bóndi Guðmundsson
í Ytritungu á Tjörnesi bjarndýr á j
is i ‘Barminum’. Krofið af því vóg
200 pund og var dýrið ekki full-1
vaxið. ,• -jp, --
" Rvík, 10. júni.
>— Brynjólfur heitinn Jónsson frá j
Minnanúpi var grafinn á Eyrar-;
bakka þ. 26. mai við fjölmenni mik-
ið. — Þessi kveðjuorð lét Br. .T. rita
fyrir sig 9 stundum fyrir andlát sitt)
— að því er sonur hans, Dagur, skýr
ir frá i Suðurlandi:
“Þetta eru min siðustu orð til
Dags, og svo til allra, sem eg hefi
meira eða minna kynst, og loks til
allra þeirra, sem eg get talið trú-
hræður mína, og það eru þeir, sem
trúa því, að guð sé kærleikurinn.
Eg er að fara, jafnan þó oss gleðj-
um,
því Jesús skipar sætum i sins
föðurs höll. —
Nú gleymi eg ljóðum, kvæðum og
kveðjum, —
kærleikans drotni eg fel ykkur öll.
Brynjólfur Jónsson.
— Þann 2. ágúst í sumar eru 40
ár liðin síðan Kristján 9. færði oss
stjórnarskrána. — Heldur ætti
þetta nýmæli að ýta undir höfuð-
staðinn, að efna nú til myndarlegr-
ar þjóðhátiðar þann dag. Illu heilli
hafa þeir niður fallið, þjóðminning-
ardagarnir, er hófu göngu sína með
svo miklum gný kringum aldamót-
in.
- Nýja skáldsögu hefir Jónas
Guðlaugsson nýlega fengið gefna
út á Gyldendals forlag. Heitir hún
Monica. — Hún fær eigi sérlegt hól
i dönskum blöðum.
— Hingað kom síðast á Botníu
einn af helztu forvigismönnum
Suðurjóta, M. Andresen, verksmiðju
eigandi frá Aabenraa. Er hann
hingað kominn til að kynna sér
land og lýð. Þessi maður hefir um
mörg ár verið í forustusveit þeirra,
er halda vilja fast við þjóðerni sitt
og tungu í Suður-Jótlandi, og er for-
maður verndunarfélags Dana á
Suður-Jótlandi. Hefir hann eigi far-
ið varhluta af hnefaréttinum prúss-
neska — orðið meðal annars að
sitja 5 vikur í fangelsi fyrir þjóð
ernisást sína. — Betri skilning virt-
ist hann, eftir stuttu samtali að
dæma, hafa á deilumálum vor og
Dana, en títt er um landa hans, ___
og meiri samúð með þjóðernisvakn-
*ng og sjálfstæðisframsókn vorri, en
gjörist alment við Eyrarsund.
Kjörkaup í
sumarleyfinu
Nú er skólafríið
byrjað og þá er þörf-
in á fallegum búningi.
Þessi sérstaki ein-
kennilegi “Fairweath-
er búningur” með svo
feykimiklum afslættr,
hlýtur að draga fólkið að sýningasölum vorum og næstu
dagana verða þeir ákaflega skemtilegir.
KJÓLAR
Serge skreytt með bláu taffeta og
skraut borðam, kimona ermum,
skrautlecum hvítum vestum oe kraga,
pilsið skreytt leggi«<um og borðum.
Vanaverð $45, nú $22.50
“ $30, nú $12.75
SUMARKJÓLAR
Lingerie kjólar. einir 24 úr Voilea.
einfalt og skraut röndótt crepe, skrett
með handbriddingum og innsk«tum,
Þetta era skraui klæði af bestn tegand
En af því lítið eitt sér á einstciku
þeirrsi er verðið sett niður.
Vanaverö upp til 150.00 nú
$10.95
KJOLFATNAÐUR
Kjólar í tveim pörtum. pils og
treyja úr Gaberdines, Serge og Novel-
ty dúkum skreytt með Moire, Char-
meuse. Fancy krögum og vestum.
Vanaverð $60.00 nú $39.50
“ $50.00 nú $1 9.50
PILS-FATNAÐUR
úr Serge og Novelty dúkum og eru
sum þeirra með. hinu fegarsta sniði,
«em til er á sýningarsölum vorum.
Vanaverð $12.00 nú $6.75
HATTAR
30 skreyttir hattar látnir fara fyrir
$2.95 hver
297-299 PORTAGE AVENUE
Toronto WINNIPEG Montreal
— Almenn prestastefna verður
einsog vant er háð í Reykjavík sið-
ustu dagana í þessum mánuði. Hún
hefst þann 26. júni á hádegi með
prédikun í dómkyrkjunni. Sira ó-
feigur Vigfússon í Fellsmúla stígur
stólinn.. Norðanlandsprestar ætla
að koma saman á Akureyri undir
forustu Geirs vígslubiskups þann
29. júni.
ÞING MÁLAFUNDIR
Húnavatnssýslu
—Þingmenn Húnavetninga, Guð
mundur Hannesson og Guðmundur
ólafsson, háldu 5 þingmálafundi 1
Húnavatnssýslu í síðastliðnum
mánuði á Hvammstanga, Stóru-borg
Bólstaðarhlíð, Blönduósi og Skaga
strönd.
Á fundum þessum voru sérstak
lega rædd þrjú mál, sem koma til
þingsins kasta í sumar: stjórnar-
skrármálið, konungsúrskurðurinn
frá 20. okt. og fánamálið.
Stjórnarskrármálið. Allir fund
irnir töldu frumvarp sfðasta þings
álitlega réttarbót, og vildu, að þing-
ið í sumar samþykti það óbreytt
Á Skagastrandarfundinum var sú
viðaukatillaga samþykt, að “verði
frumvarpinu breytt á annað borð,
þá óskar fundurinn þess, að hinir
6 þingmenn, sem iandið alt á að
kjósa til 12 ára.verði einungis kosnir
til 6 ára og upplausn látin ná til
jeirra eins og annava þingmanna.”
Ríkisráðsúrskurðurinn. Mál
*etta var rætt ítarlega á öllum fund-
um og var það samhuga álit allra,
að þeir kostir, sem hann býður, séu
óaðgengilegir fyrir oss. Ef ekki
æri um annað að gera, væri betra
að setja aftur orðin “í ríkisráði” inn
í stjórnarskrána. Kjósendur vildu
ildu holda máli þessu til streitu
og setu ekki fyrir sig, þó samþykt
frumvarpsins kynni að dragast eitt-
hvað fyrir þá sök.
FánamáliS. Allir fundirnir sam-
Tyktu í því svofelda tillögu:
“Þó fundurinn telji ísiendinga
eiga fullan rétt til siglingafána, á-
lítur hann að eftir atvikum, megi
að svo stöddu una við úrskurð kon-
ungs frá 22. nóv.”
Aftflutningsbannið. Fundurinn
mótmælir því fastlega, að landssjóð-
ur veiti nokkurt sérstakt fé til gæzl-
u aðflutningsbannslaganna, en vill
að hlýtt verði gæzlu lögreglunnar í
landinu, jafnt i þeim lögum sem
öðrum. Sérstaklega skorar fundur-
inn fastlega á alþingi, að neita reglu
Goodtemplara um allan styrk af
landssjóði í þessu skyni.
Eftirlaun ráftherra. Fundurinn
skorar á alþingi í sumar að sam-
óykkja og fá staðfest lög uin afnóm
ráðherra eftirlauna og láta, ef unt er
ráðherra skifti ekki fara fyr fram en
slík lög eru í gildi komin.
Símalína frá Blönduósi til Kálfs-
hamarsvíkur. Fundurinn skorar á
þingmenn kjördæmisins að reyna
af ítrasta megni að fá því framgengt
að lögð verði símalína frá Blöndu-
ósi til Kálfshamarsvíkur, sem allra
fyrst og að fé verði veitt til hennar
í fjáraukaiögum á næsta þingi.
Afnám landritaraembættisins.
Fundurinn skorar á alþingi að af-
nema landritaraembættið.
Seyftisfirfti 1. júní
—Veturinn hefir reynst allharður
liér. Þó snjóléttur væri liann fram-
an af, var tíð fremur umhleypinga-
söm, og er fram 1 marzmánuð kom,
gerðust snjóþyngsli mikil. Hefir
um mörg ár eigi jafn mikill snjór
fallið hér eystra.
—Á Seyðisfirði var talinn fast að
því eins mikill snjór og “Snjóflóða-
veturinn” svokallaða, á jafnsléttu,
en minni til fjalla og hlupu því að-
eins smáflóð ein er lítt sökuðu. Sím-
astaurar fóru á nokkrum stöðum
algerlega á kaf, víðast var eigi
manngengt undir símalínur. Yíða
lagði skafla nærri jafnháa liúsum.
—Á U'pp-Héraði var fremur snjó-
létt. 1 Fljótsdal er nú alauð jörð
fyrir nokkru síðan. 1 fjörðunum og
á Út-Héraði er aftur á móti enn
mikill snjór og fé að hálfu að gjöf.
1 Borgarfirði var aftaka snjór.
Fóru margir hæir algerlega í kaf,
svo að setja varð staura í snjóin
yfir þeim, svo þeir urðu fundnir.—Á
einum hæ er mælt, að hafi verið
grafið 12 álnir ofan á heykoll.
—Að lieyskorti eru eigi mikil
hrögð, en talið horfa til vandræða
allvíða, ef tíð eigi lilýni hráðlega.
Loftkuldi er mikiil enn, og nú síð-
ustu dagana hefir geysað hret með
talsverðu frosti um nætur.
—Heilbrigði er alment í hezta lagi
hér eystra. Sjúkdómar og mann-
dauði varla nefndur. Hettusótt
hefir lítilsháttar gert vart við sig
á suðurfjörðunum, en eigi hreiðst
mikið út. ,
—-Framfarir í stórskerfum verða
eigi taldar hér eystra, siðan raflýs-
ing Seyðisfjarðar komst á.—Rafljós-
in gefast ágætlega og eru alment
notuð. Þykir liafa umskift til hins
bezta. Eru rafljósin talin hjá fáum
miklu kosnaðarineiri en steinolíu-
ljós, að ómetnum þó öllum þægind-
um og hreinlætinu, sem þeim fylgir.
Eru Seyðfirðingar hæst ánægðir
með þessa nýbreytni. Nokkuð hefir
raflýsingarkostnaðurinn farið fram
úr áætlun—svo sem mjög tlðkast—
cr orðinn nálægt 80 þús.
Talsvert afl hefir rafstöðin afgangs
ljósunum, og er f ráði að nota það
til suðu. 1 þrem húsum hefir raf-
magnið verið notað til suðu í vetur
og reynst mjög vel, er þó eitthvað
dýrara en t.d. gas.
Ráðgert er að auka við rafvélar-
nar og veita rafmagninu þá til Yest-
dalseyrar og nota það jafnframt al-
ment til suðu. Er fjárskortur þessu
helzt til foráttu, þvf lán kvað bærin
ekki geta fengið með sæmilcgum
kjörum, að sögn bæjarfógeta.
Yfirleitt er talið. að Seyðisfjörður
liafi stigið hið mesta heiliaspor með
raflýsingunni.—
Nokkrar símalagningar eru í ráði
hér austanlands á þessu sumri.
Meðal annars út með Seyðisfirði
norðanverðum um Dvcrgastein að
Brimnesi, ná þá símalínur iir því
jafnlangt bygð beggja megin fjarð-
arins.
Á Seyðisfirði er verið að reisa fisk-
mjölsverksmiðju, er taka á til starfa
í sumar. Munu enskir peningar
]iar stýra framkvæmdum.
Fiskiveiðar eru í þann veginn að
Iiefjast á þessu sumri. Verið að
setjaniður og útbúa hifvélabáta.
Ufsi hefir veiðst að mun á Seyðis-
firði í vetur og komið sér vel lijá
mönnum og skepnum.
Togarar ýmsra þjóða sækja til
Seyðisfjarðar um þessar mundir.
Kaupa þeir kol og vatn af kaup-
mönnum, en kaupmenn aftur fisk
af þeim.
Skapar þetta eigi svo litla atvinnu
enda er hagur bæjarhúa yfirleitt
góður, um fátkt varla að ræða.
Skaftafellssýslu, 1. júní
Yeturinn sem nú er um garð geng-
inn var hér einn með þeim erfiðari,
þar sem liann byrjaði með allra
fyrsta móti og var kaldúr út til
enda, að undanskildum rúmum
hálfum janúarmánuði. Vorið eitt
með þeim verstu er menn muna. Á
uppstigningardag dreif óvenjulega
mikinn snjó hér, var útlitið þá og
tvo næstu daga sem um hávetur
væri, öllum fénaði er til náðist var
gefið inni f 3 daga þar sem hey voru
tiL