Heimskringla - 13.08.1914, Blaðsíða 1

Heimskringla - 13.08.1914, Blaðsíða 1
Giftingaleyfisbréf seld Vel gjörbur letur gröftuf. Th. Johnson Watchmaker,Jeweler&Optician Allar viögeröir fljótt og vel af hendi leystar. 248 Main Street ?hone Maln «80« WINJÍIPEG, MAN. FáiS upplýsingar ura DUNVEGAN PEACE RIVER HÉRAÐIÐ OG framtíöar höfuöból héraösins HALLDORSON REALTY CO. 710 McINTYKE BLOCK Phone Main 3844 WINMTF.O, CAN. XXVIII. AR. WINNIPEG, MANITOBA FIMTUDAGINN 13. AGÖST 1914. Nr. 46 Fréttir. Norðurálfu stríðið. 1 hreðunum við I.iege i Belgíu ■var það morgun einn, að flugmað- ur einn rendi sér upp úr herbúð- um Belga á flugdreka sínum, til að skygnast um sveitaskipun Þjóð- verja og hvað þeir væru að starfa; en þegar hann kom í loft upp, sást annar drekinn risa upp úr herbúð- um Þjóðverja og fór geyst. Þarna renna þeir hvor að öðrum, og vill hvor komast upp fyrir annan, og fara í hringum hvor utan um hinn, og skjóta báðir hvor á annan. En ekki var hægt að sjá, hvort þeir særðust eða ekki. En er Belginn sér það, að þetta muni ekki duga, eða hann hefir sár.fengið, þá skopar hann á skeið að þýzka drekanum og rennir beint á hann, og er þeir mættust varð skriðið svo mikið, að hann tekur drekann í sundur i miðju, en mölbrýtur sinn eigin og hrynja þeir báðir niður, og fara ekki fleiri sögur af þeim.— En líkt er þetta því, er Beinteinn langi, Birkibeinn og hirðinaður Sverris konungs, gekk á kesjuna, er hún stóð í gegnum hann, til þess að geta klofið banamann sinn í herðar niður. — Þann 5. ágúst kölluðu Banda- nenn út allan herafla sinn á landi, og einnig heimkvöddu þeir bryn- dreka sína alla frá Mexico, til þess að hafa þá alla^við hendina með ■orðurströndum Ameríku að aust- an, ef að til þeirra þyrfti að grípa. Eru nú aðeins hin smærri skip þeirra þar syðra. — Einn af helztu höfðingjum Englendinga, jarlinn frá Crawford, og vinur Vilhjálms keisara, var með keisara og syni hans, krónprinsin- um, utanborgar við Berlín einn dag- inn, og þegar minst varði kemur þar maður einn með kylfu í hendi og ræðst á keisara og son hans. Annar armur keisara er ónýtur, sem menn vita, og varð sonur hans mest fyrir höggunum og var illa barinn. En brátt komu hermenn úr grendinni til hjálpar og flúði mað- urinn og náðist ekki, en hermenn- irnir stukku á jarlinn enska og fóru illa með hann, rifu af honum fötin, svo hann varð nær þvi nakinn, og voru þeir að leita á honum að skammbyssum, hnífum og sprengi- kúlum. Þeir héldu að hann hefði ætlað að drepa blessaðan keisar- ann. Loksins gat þó jarlinn sann- fært þá um, að hann væri vinur keisara en ekki óvinur. * * * — Þann 5. ágúst kom flugskip mikið, Zeppelin, frá herbúðum Þjóðverja, til þess að skygnast um sveitaskipun Belga; en Belgar tóku á móti því með skotum, og varð það að hörfa undan, aftur fyrir fylking- ar Þjóðverja og seig þar niður. Var þáð þá brotið mikið, en menn allir, er á voru, sex að tölu, dauðir er nið- ur kom. * * * En rétt á eftir stréymdi upp úr herbúðum Þjóðverja fjöldi mesti af flugdrekum og stefndi yfir herlið 1 Belga. En þeir bregða fljótt við og rísa flugdrekar þeirra upp líka og stefna móti þeim og höfðu bæði sprengikúlur, rifla og skemmbyssur. Slær þegar í bardaga með þeim. Er sem Belgar hafi skift sér og farið að þeim einn og einn á öllum stöðum, «g varð þar hörð hríð en skömm, þvi að frá herliðinu á jörðu niðri dundi skothríðin i sífellu á Þjóð- verja, og svo úr lofti hátt og lágt frá Belgum. Fyrst hrapaði einn Þjóð- verji niður. Hafði kúla ein komið í vélina, og rétt á eftir önnur í höndu stýrimanns, og snerist drekinn fyrst við í loftinu og hrundi svo niður. Svo fór og um þrjú önnur, og þá lögðu hin á flótta. En Belgar eltu þau og létu skotin dynja á þeim, en urðu loks við að skilja og snúa aft- ur, því að nótt var komin og myrk- ur færðist yfir. * * * — Enn erú Austurríkismepn að skjóta á Belgrade, og hefir hún þá til þessa verið á valdi Serba. Áður brutu Austurríkismenn kastalann þar'ineð stórskotum. Nú (6. ágúst) skutu þeir inest á konunglegu liöll- ina, leikhúsið, hús bi'ezka sendi- herrans og privat hús önntir. En i alt til þessa hafa Serbar staðið svo á móti Austurríkismönnum, að þeim héfir litið eða ekkert orðið ágengt. Smáskærur og bardagar eru á degi hverjuin, en litið fréttist verulegt. * * * — Mælt er, að Ungverjar i Banda- rikjunum séu að safna 10 millíón- um dollara til þess að senda heim frændum sínum til þess að hefja uppreist í Ungarn móti Austurrík- ismönnum. * * * — Nú (8. ágúst) er sagt að ítalía sé í þann veginn að segja Austur- ríki stríð á hendur, og hefir þar lengi verið ilt á milli, þó banda- menn hafi þeir verið i orði kveðnu. * * * — Það er einsog það fari sótt yfir löndin núna, þvi búist er við upp- hlaupi í Kína þá og þá. * * * — Japan býðst til að senda flota og 10,000 manns til að herja á stöðvar Þjóðverja í Tsing Tau í Kina, og aðrar 10,000 til að styrkja Breta í Tient-Tsin og Pekin. — Þeir vildu líklega helzt ná þessum stöðvum sjálfir. * * * — Fréttaritari Times blaðsins, Pepington A. Court, segir, að veru- legar orustur milli Frakka og Þjóð- verja geti ekki orðið fyrri en frá 16. til 22. ágústmánaðar, þvr að þeir geti ekki farið á stað með megin- her sinn fyr en 14. ágúst. Enn sem komið er hafa hvorirtveggju aðeins verið að þukla fyrir sér. * * * — Holland verður með Frökk- um, Belgum og Englcndingum. ltalia neitar að hjálpa Þjóðverjum, og býst nú af kappi á móti Austurríkis- mönnum. * * * — Rússar hafa gefið upp að verja Warshau, höfuðborg Póllands, að líkindum af því að Þjóðverjar eru búnir að ná henni og liklega megin- hluta Póllands. * * * Belgar berjast af hreysti mikilli við I.iege; er þar kastali einhver hinn traustasti í allri Norðurálfu og 7 eða 9 útvígi eður kastalar, 5—7 mílur út frá aðalvirkinu. Beggja megin við stórána Meuse, sein renn- ur þar i stokk með strengjum hörð- um, eiginlega í klettagljúfri eða svo bröttum og háum bökkum, að það er klettum næst. En kastalarnir svo gjörðir að skjóta má úr aðalkastalan um yfir hvern þeirra og eru innri kastalarnir einlægt hærri en hinir ytri.. Þarna sóttu Þjóðverjar að með eitthvað 100 þúsundir, en Belgar vörðu og munu ekki hafa haft yfir 60 þúsundir. í þrjá daga eru þeir búnir að berjast þar, og hefir Þjóð- verjum ekki orðið annað ágengt, en að þeir hafa getað brotið tvo ytri kastalana og eru þeir í rústum. En nú eiga þeir á hverri stundu von á liðstyrk miklum, sumir segja 400 þúsund manna, og skal nú reynt að fullu. Fá nú Belgir að reyna sig, og litil von að þeir geti staðist móti ofureflinu, því að nú verður tekið á hinum mestu fallbyssu-báknum úr Krúpp-verksmiðjunum. — Sagt var hinn 7. þ.m., að borgin Liege hefði öll í báli verið, af sprengikúlum Þjóðverja, er sendar voru úr kan- ónukjöftum þeirra, eða steypt yfir borgina úr flugskipum þeirra Zep- pelins eða flugdrekuin hátt i lofti uppi. arborg móti þjóðverjum og var þá foringi stórskotaliðs flokks eins í tvo mánuði. Svo var liann í Afríku og síðar í Kína, og seinast var hann landstjóri á eyjunni MadagaskaÝ og kom þar á stjórnarfyrirkomulagi þvf sem nú er. * * * —Kitchener gjörður hermálaráð- gjafi Englendinga. Heimtar undir eins 500,000 breska hermenn auk þeirra sem fyrir voru. Samþykt í efri óg neðri málstofu í ciriu hljóði. —Lávarður Charles Beresford, sjó- kappinn frægi og Randolph Chur- chill taka nú höndum saman en höfðu verið svarnir óvinir áður. * * * —Enn er barist um Liege í Belgíu. Eru þeir býsna forsóttir kastalarnir þar. Fyrst og fremst gapa nú fall- byssukjaftarnir við af steinveggjnm kastalanna, svo eru strengdar al- staðar mannhæður girðingar úr þéttum og sterkum gaddavír, svo að ómögulegt er yfir að komast nema klippa vfrinn í sundur, en á meðan dynur skothríðin á þá af virkjun- um. Svo eru vellirnir allir hol- grafnir þó heilir sýnist, en undir eru sprengiefni, dynamít, lyddit og alskonar djöfulskapur, og geta þeir í kastölunum kveikt í stærra eða minna stykki, hvenær sem þeir vilja og sprengt á sekúndu einni upp þúsundir manna. Þenna grikk 'gjiörðu Belgar þjóðverjum einn daginn. Þjóðverjar sendu hersveit eina til áhlaups og tafðist þeim nokkuð við vírgirðingarnar og féllu þá óðuin menn þeirra, en er þeir komu út á völluna og héldu að nú væri hið versta búið, þangað til þeir kæmu að kastalamúrunum, þá visu þeir ekki fyrri til en þeir heyrð- u brest mikinn og sjálfir voru þeir í liáa lofti, fótlausir, handlausir, sundurtættir og flakandi með hest- um, vögnum, bysum. Þarna týnd- ist heil hersveit. Hún hafði verið beint uppi yfir einni sprengigröf- inni. Það er seinfært yfir svona land og ekki hættulaust. * * # —Enn þá verst Belgrade, höfuð- borg Serbanna fyrir Austurríkis- mönnum, og einlægt dynur kúlna- hríðin á hana á degi hverjum. Fyrst jiegar Austurríkismenn brutu kast- alann og kúlur foru hér og livar f borginni flúði fólkið burtu, einkum konur, börn og gamalmenni. En þegar út á landið kom var engan mat að fá, og þar lá ekki annað fyr- ir en hungurdauði. Fólkið fór þá að koma inn í borgina aftur og vildi lieldur kjósa skjótan dauða, en sultarkvalir og deyja svo á end- anum. Enda fóru menn að venjast við það og kaupmennirnir fóru að opna búðir sínar og konurnar að fara í búðirnar að minsta kosti til að fá í matinn, og það hætti að líða yfir þær, þó að þær sæju kúlurnar taka einn eður annan á strætinu, eða mann eða konu veltast um í blóði sínu. —400,000 Frakkar vígbúnir og komnir á móti Þjóðverjum. Líklega annað eins lið þeirra komið inn í Elsas. Frakkar fara sýngjandi og dansandi á stað, og hrópa: aBerlin! a Berlin! Þeir ætla að heimsækja Vilhjálm f höfuðborg hans. * * * '—Englendingar eru að senda her- manns til Belgíu líklega einar 150 þúsundir ágætlega búnar. Hafa jafnan tíðindi orðið þegar þeir fara á stað * * * * * * —Jósep Joffre heitir hann bers- höfðingi Frakka og er hann í mikl- um metum hjá hernum og vinsæll af allri alþýðu. Er hann orðlagður fyrir staðfestu sína svo að það er haft að orðtaki að ef að Joffre sé búinn að ákveða að gjöra eitth.vað, þá geti enginn hlutur eða erfiðleiki aftrað honum frá því að gjöra það. Talinn er hann ágætur hershöfðingi Joffre er 62 ára gamall, hefir verið giftur tíu ár, en er barnlaus. Meðal maður að hæð en þykkvaxinn, með stóru höfði og ljóshærður, grana- skegg þykt og mykið Er hesta- maður mikill. Upprunalega var hann vélamaður (engineer) og þeg-’ ar hann \rar á Madagaskar eyjunni austan við Afríku strendur, þá réði hann byggingu hafnarinnar Diego Suares í eyju þesari. Seinast í apríl mánuði bjó hann undir vígbúnað og útköllun franska hersins og fær nú lof mikið fyrir hvað það alt gengur fljótt og vel. Hann er fædd- ur 1852. Þegar hann var 18 ára var hann undirforingi í lierliði Frakka. Það var í stríðinu við þjóðverja 1870 og 71. Var hann með að verja París- —ítalir, Svíar og Hollendingar komnir í óvinaflokk Vilhjálms. * * * —Bretar hafa rekið þjóðverja úr Norðursjónum inn í Kílarskurð, Elfunna og Vilhelmshafen, sem hef- ur verið aðal herskipalagi .Vilhjálms Segja sumir að þeir hafi barist heil- an dag í miðjum Norðursjónum, og Bretar sökt 19 þýskum herskipum, en tapað sjálfir 6. En óstaðfest er sú frétt, og enginn veit hvort þessi skip þjóðverja hafi verið stór eða smá, líklega fá stór þvf að þetta voru léttiskip (flying squadron). En meginið af bryndrekum Vilhjl’s munu vera í Eystrasalti að berja á Rússum eða í Kattegat og beggja rnegin hinna dönsku eyja. Rússar mega ekert við þeim á sjó. Og væri ekkcrt undarlegt þó að menn heyrð- u að þjóðverjar væru farnir að skjóta á kastalann Kronstad skamt frá Pétursborg .eða þá PétitTsborg sjálfa. —-Allar nýlendur Breta bjóða þeim lið, jafnvel Afrfka og óháðir furstar á/Indlandi. Mrs. Woodrow Wilson dáin. Þann 6. ágúst sl. andaðist í Hvíta- húsinu i Washington Mrs. Woodrow Wilson, kona Wilsons Bandarikja- forseta. Hún var rétt um fimtugt, fædd í Róm í Georgia 1864. Mrs. Wilson var talin ein hin mentaðasta kona í Bandarikjunum. Hún var einnig frægur málari og stundaði það mörg ár. Manni sínum giftist hún í Savannah, Georgia, 24. júní 1885; var hann þá kennari við Bryn Mawr háskólann. Síðastliðinn vetur hafði hún fengið vonda byltu i Hvítahúsinu og meiddist þá tölu- vert. Batnaði ekki, en veikindi henn- ar snerust upp i innvortis meinsemd er \dró hana til dauða. Ráði og rænu hélt hún fram í andlátið, og síðustu orð hennar voru, að biðja læknana, er yfir henni voru, að vernda vel heilsu manns síns eftir að hún væri farin. Mikilli sorg sló yfir Washington strax og andlát þessarar göfugu j konu spurðist. Kvenfólkið gengur út að berjast. Hvernig stendur á því, spyr marg- ur maðurinn sjálfan sig, að þessi litla og fámenna þjóð, Serbarnir, skuli standa svona lengi móti ofur- efli Austurrikis og berja þá af sér dag eftir dag? Svarið verður ljóst, er menn vita það, að konurnar fara til víganna með byssur á öxl og sverði girtar, og ganga ótrauðar fram með mönnum sinum á orustu- völlinn og skjóta með þeim úr vig- skörðum virkjanna og kastalanna. “Menn hafa talið svo, að Serbar hefðu 240,000 hermanna, en þá tölu má óhætt tvöfalda, þvi að allar CANADA OGILVIE FLOUR MILLS CO. LTD. WinnlpeK Montreal Medicine Hat Fort Willlam OGILVIE’S ROYAL H0USEH0LD HIÐ BESTA MJÖL í Serba-konur kunna vopn að bera og munu hiklaust gjöra það i stríði þessu,,, — svo segir prinsessa Laz- arovitch-Hrebelianovich, hin ame- ríkanska kona hins seinasta af- sprengs hinna fornu konunga Serba “Eg efast ekki um það, að þær eru nú að æfa sig í vopnaburði, einsog Svartfjallakonurnar i seinasta Balk- anstríðinu, og lita um leið eftir vist- um sfnum og forðabúrum.sem alt er i jörðu grafið. Þvi að þær hafa ætið haft á hendi í herferðum umsjón vista og, matvæla allra. Og falli ein- hver Serbinn, þá er konan eða syst- ir hans þar með honum að taka upp vopn hans og ganga í hans stað á móti óvinunum. Þær eru aðdáanlegar Serbastúlk- urnar, — hávaxnar, hraustlegar, með stælta, hniklaða vöðva af starf- inu, sem þær hafa haft einn ættlið- inn eftir annan. Og oft eru þær ljóm- andi fallegar. Og föðurlandsástin einsog ólgar og sýður i æðum þeirra. Prinsessan rétti úr sér og var einsog hún færðist í aukana og bláu augun tindruðu af stolti yfir kon- um landsins, sem.hún hafði kosið sem hið nýja föðurland sitt. Og er ekki að undra, að henni væri vril tekið, er hún kom til þeirra frá Cali- forniu fyrir 15 árum i blóma æsku sinnar. 1 hinum miklu og mörgu stríðum við Tyrki á undangengnum tiinum, hafa karlar gengið móti þeim, en konurnar hafa snúist gegn Austur- ríkismönnum, sem ganga vildu að baki bænda þeirra. Og þær hafa svo iðulega staðið við hlið bænda sinna í bardögunum og þolað með þeim sult og vosbúð; búist liinum saama búningi og hlotið virðingu og þakklæti hjá fósturjörðinni eins- og þeir. Staða kvenna hjá Serbum. Ef til vill hefir það verið af því, (Nigurlae á 5. bls.)s 1 hafísnum. (Skírnir) Hvort hefir. þú vin okkar hafísinn séð, er ’ann hraðar að landi för. og tungunni hvítri og tönnunum með hann treður á foldar vör? Er hann fyllir fjörð, ryðst um flúð og börð og fellir sig strönd af strönd, svo hver alda deyr og hver þagnar þeyr, er þaut yfir grænkandi lönd. Eða hefir þú lent i hafísnum þá við Horn eða Langanes, og skoðað og heyrt hann skipsþiljum frá, er hann skraf sitt við rastirnar tes? Ei er háreysti neitt, en það hljóð þó leitt, er ’ann hrönglast við byrðings skurn, meðan breiðan köld, leggur skjöld við skjöld, en skrúfar þó turn við turn. Sein óvígur floti með öfug segl er ömurlegt hafjaka-þing, og ísnála-þoka með haglskýja-hregl er hervörður alt í kring. Glórir glæta köld niðr’í glufufjöld, einsog Glámsaugu stari þar kyr. En um nökkva súð er æ napurt gnúð einsog nárakkinn klóri á dyr. • * * Þeir höfðu dvalið í dægur fimm við dauðann i risaleik, en nóttin ekki gat orðið dinmi heldur að eins vofubleik. Hvar sem grisjaði’ i skarð eða glufa varð var gufuknerrinum beitt. En hvert lífvænt bil gerði skammvinn skil og skipið komst ekki neitt. í þokunni grúfir sig þögul Hel um þrúðugar isjaka-gjár, og þéttar og þéttar að skips-súðar skel treðst skarjaka inúgurinn flár, nemur byrðings borð einsog brvggja’ að storð liggi beint upp á endalaust torg. En úr isjaka þröng yfir alhvita spöng rís einstöku háturnuð borg. Það hafði þrivegis hepnast drótt að hefta lekann á knör. Eftir drengilegt strit bæði dag og nótt loks dvínað var táp og fjör. — Nú var skipshöfnin jireytt gat ei skeytt um neitt — nema skipstjórinn. Hann stóð enn einsog fyrstu stund — hafði’ ei blundað blund en brosandi hrest sína menn. Við stjórnvölinn einn stóð hann bjartur og beir.n og beið hverrar glufu á hrönn. Þá verðirnir dottuðu vakti hann einn og varðist nárakkans tönn. Bæði dag og nótt tahli’ í dijiga drótt: “Ef dugurn, næst opið haf”. Og hans örmagna lið hélt von-gneista við er hann vonglaður skipanir gaf. Þa, eitt sinn, er skipið var skrúfað þétt í skrúðhvítum, gnenbryddum is, hann stýrimanni lét stjórnvölinn rétt og stökk út á isinn. Þar rís rétt við byrðingsborð einsog bjarg á storð einn borgarjaki. Hann kleif upp með sjóngler í hönd, hvarf við sjónarrönd þar er súldin um jakatind dreif. En rétt eftir kuldaleg sægola sveif um svellkaldan isjakaheim, og þokuna burtu hún bráðlega reif svo bláheiðan rofaði í geim. — • Hátt á hafjakatind bar við himinlind „ þann, er hafskipsins ábvrgð bar. Hann stoð uppi þar einn meðan andvarinn hreinn gaf útsýn um helkreptan mar. Hann kallar, hann bendir — hann bandar með hönd. Hann býður: Stýrið: Norðvest! Því er hlýtt og menn sjá: Þar er svolítil rönd af sæbláma. önnur ei sést. Og þar opnást bil. > Einsog ógna gil stendur isinn á hliðar tvær. Kringum stappar ís. — Bakvið stormur ris. — Fyrir stafni er opinn sær! Á skipinu fyrst heyrist fagnaðaróp, því að fjörgjöfin blasir nú við. En brátt slær í þögn. Svo hljóma við hróp frá hásetum: “Nei, höfum bið! enn oss vantar hann, er oss hjálpa vann þegar helstríð vor allra beið sem um dag og nótt gaf oss deiguiq þrótt og í dag loks fann þessa leið”. En hátt á jakanum stjórnarinn stóð, og hann stýrði með hönd sinni enn. “Fram, hlýðið mér” sagð’ hún. Með hugklökkum móð þeir hlýddu, hans sjóvönu menn. Eftir augnablik lukti aldan kvik fyrir aftan með nýrri spöng. Jakinn hái hvarf. — Nóg var hvers eins starf, og sú heimför varð döpur og ströng. * * # Og isinn rak suður i heitari nöf með hann, er þar sigrandi dó; og hafið, sem einnig bjó hafísnum gröf, að hjarta sér þrekinennið dró. En þeir hásetar hans báru heim til lands um hetjunnar sjálfsfórn vott.----- Yfir sólroðinn sæ bar sumarsins blæ og það sumar varð hlýtt og gott. ölluni hafis verri er hjartans is, er heltekur skyldunnar þor. Ef grípur hann þjóð, þá er glötunin vis, þá gagnar ei sól né vor. En sá heiti blær sem til hjartans nær frá hetjanna fórnarstól bræðir andans ís. Þaðan aftur ris fvrir ókonma tima sól. Hanncs Hafstcin

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.