Heimskringla - 13.08.1914, Blaðsíða 3

Heimskringla - 13.08.1914, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 13. ÁGÚST 1914. HEIMSKRINGLA BLS. 3 Minni Vestur-Islendinga Eftir DR. THORBERG THORVALDSSON. Ra&ða flutt á fslendingadatjshátíð- inni í Winnipeg 1. ágúst HH 'i. Herra forseti! Heiðraða samkoma! Þegar Forn-Norðmenn flýðu und- an ofbeldi Haralds konungs Hár- fagra og héldu til eyði-eyjunnar norðvestur við heimskautsbauginn, þá fengu þeir um leið tækifæri, sem nú á tímum er sjaldgæft, — það, að mynda nýtt þjóðfélag og nýtt stjórn- arfyrirkomulag eftir eigin geðþótta. Þeir komu að óbygðu landi, sem engin þjóð helgaði sér; námu sér land hver í sínu lagi, þar til það byggilegasta af landinu var upptek- ið. Hver þessara sjálfstæðu land- námsmanna var kongur yfir landi því, sem hann nam fyrir sig og menn sína. Reynslan hafði sýnt þeim, að þannig lagað stjórnarfyrir- komulag var fallvalt. Þess vegna var föst stjórn fyrir stærri parta af landinu, eða alt landið, nauðsyn- leg. Og þar voru engin höft vanans til þess að hindra þá í verki sínu. Vér vitum öll, hvernig þessir fyrstu lslendingar mynduðu stjórn og rétt- arfar, sem er einstakt í sögu verald- arinnar. Það var nær þúsund árum seinna að íslendingar byrjuðu að flytja í hópum lengra til vesturs — til meg- inlands Norður-Ameríku. En nú voru kringumstæðurnar alt aðrar, en við bygging íslands. Hér settust þeir líka, að miklu leyti, að í eyði- pörtum lands, — en lands, sem eitt riki helgaði sér sem sina eign. Aðr- ir settust að meðal annara þjóð- flokka. öllum var þeim lagt til stjórnarfar og réttarfar, sem aðrir höfðu smíðað, og ný tunga var fyr- irskipuð, sem mál landsins. Jafnvel í sérmálum þeirra, — svo sem má- ske mætti nefna sveita- og menta- mál íslenzku bygðarlaganna, urðu þeir að haga sér eftir reglum, sem voru fyrirskipaðar fyrir alt landið. Flestir létu sér þetta vel lika. Þeir voru komnir hingað fyrir alt aðrar ástæður, en þær, sem drifu Forn- Norðmenn til íslands. Forn-Norð- menn fluttu til íslands þegar vel- megun þeirra var í blóma, en ein- staklingsfrelsi þeirra í háska. Þegar Islendingar fluttu vestur um haf, var velmegun þjóðarinnar á lágu stigi, en það var farið að birta af frelsisdegi landsins. Með öðrum orðum; Forn-Norðmenn fluttu til íslands til þess að leita eftir meira frelsi fyrir einstaklinginn; lslend- ingar fluttu vestur uin haf til þess að leita að meiri velmegun fyrir einstaklinginn. En þótt vér tækjum við mörgu tilbúnu þegar vér koinum hingað til lands, þá voru kringumstæður vor- ar, sérstaklega um það leyti, sem flestir Isíendingar fluttu hingað til lands, mjög ólíkar því, sem þær hefðu verið, ef vér hefðum flutt til einna hinna eldri landa, svo sem Englands, Frakklands eða Þýzka- lands. í öllum tilfellum hefðum vér orðið að taka við þjóðfélagsstofn- unum, svo sem stjórnar- og réttar- fari, tilbúnum, og vér hefðum mátt til að læra nýja tungu. En mismun- urinn hefði verið í því, sem við- kemur sambandi einstaklinga eða flokka einstaklinga innan þjóðfé- lagsins. Eg vildi sérstaklega minn- ast á mismun þann, sem er á réttar- skipun hér og í eldri löndunum, svo sem til dæmis á Þýzkalandi. Ef að íslendingar hefðu flutt til Þýzkalands, til að setjast þar að, liefðu þeir fundið rígbundna stétta- skipun innan þjóðfélagsins. Þessi stéttaskipun er svo margbrotin, og þau órituðu lög, sem henni fylgja, eru svo viðtæk, að það er mjög erv- itt fyrir Ameríkumanninn, sem þar dvelur um stuttan tíma, að skilja hana til hlýtar. Það eru ekki að eins fjölda margir mismunandi flokkar af fólki, svo sem aðallinn og hærri embættismenn, óðalsbændur, lægri embættismennirnir, handverksfólk- ið, verzlunarfólkið, verkalýðurinn og smábændurnir, sem hafa mis- munandi störf, — heldur sýnast þessir flokkar aðskilja sig mjög hver frá öðrum, lifa hver sínu lifi, jafn- vel brúka mismunandi búninga og mæla landsmálið töluvert breyti- lega. Það virðist, að sonurinn taki vanalega í arf atvinnu eða handverk föðursins, og að það sé mjög ervitt íyrir hann, að breyta til í þvi efni. Þessar mismunandi stéttir vilja ekki ferðast i sama járnbrautarvagni fremur en hvíta fólkið í Suðurríkj- unum vill ferðast með negrunum. Þýzku járnbrautirnar komast ekki af mcð minna en fjögur mismun- andi farrými, og maður getur að mestu leyti sagt fyrirfram, hvers- konar fólk maður hittir fyrir sér á hverju farrými um sig. Það er sagð- ur einn vissasti vegurinn til að missa álit sitt og stöðu i mannfélag- inu, að ferðast á lægra farrými en tilheyrir manns stétt. Mannfélagið er alt gegnsýrt af þessari stéttaskipun. 1 félagslífinu er ekki spurt að því: hvað getur þú gjört? heldur: hvaða stétt til- heyrir þú? og: hvaða stétt tilheyrði hann faðir þinn? Skólafyrirkomu- lagi landsins er þannig hagað, að hinar svokölluðu lægyi eða fátækari stéttir eiga kost á aðeins litilli mentun, — sonurinn á að taka við verki föðursins og til þess þarf hann að eins litla mentun, og það er bezt, að hann fái að eins þá mentun sem honum er nauðsynleg fyrir verk sitt. Frá þjóðmegunar- eða hagfræðishlið skoðað, er þetta vafa- laust rétt. Eitt þjóðfélag getur fram- leitt mest, þegar sem minst af kröft- um þjóðarinnar fara til ónýtis, þar sem hver einstaklingur hefir sitt sérstaka verk að vinna. og undir- irbúni' gstiminn er ekki iengrt en nauðsynlegt er til þess að einstakl- ingurinn afkasti sem mestu verki. Illutfallslega þarf hinn ófrjósami undirbúningstími að vera sem minstur i samanburði við fram- leiðslumagn einstaklingsins yfir starfstíma hans. Ef að fullorðni maðurinn á að moka með skóflu alla sína æfi, þá þarf hann til þess að eins sterka vöðva, — háskóla- inentun fyrir liann á unglingsárum hans, væri tímaeyðsla og ófrjósöm. Háskólamentun hefði máske gjört úr honum frægan verkfræðing, frum- kvöðul að stórvirkjum, sem áður voru óhugsanleg. En mannfélagið hafði ætlað honum þann starfa, að moka leir og þess vegna mátti hann ekki verða háskólamentunar að- njótandi, ef að hann átti að afkasta sem mestu á sinu verksviði fyrir þjóðina. Það er þetta, sem eg vildi sérstaklega draga athygli ykkar að. Þar sem þessi rigbundna stétta- skipun ríkir, er það mjög ervitt, oft ómögulegt, fyrir einstakling, sem er af hinum lægri stéttum mannfélags- ins, að klifra upp þjóðfélagsstig- ann, jafnvel þótt hann sé miklum hæfilegleikum gæddur. Hugsum okkur, að íslendingar hefðu flutt inn i þannig lagað þjóð- félag, i staðinn fyrir til Vestur- heimS. Þeirra innstæðufé var mikið þrek sálar og líkama, en verklega voru þeir vankunnandi og upp á landsins vísu gátu þeir fæstir kall- ast mentaðir, nema hvað alþýðu- mentun snerti. Þeir höfðu mögu- leika, sem að myndu koma meira í ljós meðal næstu kynslóðar. Einsog hér i Ameríku, eins hefðu þeir þar orðið að byrja með höndunum, og þá sem vinnumenn í verksmiðjum landsins, — um möguleika til land- búnaðar hefði ekki verið að ræða, nema þá i smærsta stil. Og þegar þeir einu sinni hefðu orðið innlim- aðir í þann hluta þjóðfélagskerfis- ins, hefðu verið búnir að klæða sig í föt verkalýðsins, þá hefði verið lítil uppreistar von fyrir þá eða börn þeirra. Þeir hefðu orðið áframhald- andi vinnumenn, undir keyri verk- smiðjustjórans, nema þegar ein- staklingur fyrir einhvers konar kraftaverk hefði máske komist upp á við í mannfélaginu. Eg hefi tekið þetta dæmi til þess, að vér sæjum betur þann mikla mis- mun á þvi, að flytja til lands, þar sem mannfélagsskipunin er orðin að þvílikum steingjörvingi, eða að flytja til Vesturheims um það leyti, sem Islendingar fyrst byrjuðu að koma hingað. Eins og áður er sagt, kunnu fæstir mál nýja landsins eða þektu stjórnarfar eða lagasetning- ar þess, eða iðnað. Þeir byrjuðu í neðsta bekknum, fóru “út á járn- braut”, grófu skurði, eða reyndu að búa upp á íslenzka vísu. En þeir höfðu námfýsi og þrek, útsjón og fyrirhyggju, og lærðu fljótt, bæði af eftirdæmi og i skóla reynslunnar. Og hér var engin rígbundin stétta- skipan til að halda þeim i sömu skorðum. Verðleiki réði stöðu þeirra í mannfclaginu. Spursmálið var ekki, hvað gjörði hann faðir þinn, heldur, hvað getur þú gjört? Náttúrlega er það ekki svo að skilja, að það hafi verið eins dags verk fyrir íslenzka vesturfarann, að kom- ast úr neðsta bekk í þann efsta meðal Canadamanna. Það tók mikla fyrirhöfn, mikla sjálfsafneitun og oft æfilangt strit margra hinna fyrstu islenzku vesturfara, til þess að börn þeirra gætu byrjað lífið jafnfætis við hina innfæddu ung- linga. Sögur hinna fyrstu Vestur- Islendinga eru sem skáldsögur, og ef einhvern vantaði efni í söguleg- ar skáldsögur, mundi hann finna þar auðugan reit. En þrátt fyrir alla erviðleikana mega Vestur- lslendingar, og þó sérstaklega af- komendur þeirra, vera þakklátir fyrir, að þeir og feður þeirra fluttu vestur um haf, en ekki austur. Hér hafa þeir notið afraksturs sinna and- legu og líkamlegu krafta. Hér hafa engir hlekkir gamallar stéttaskip- unar haldið þeim frá, að vinna sig upp á við í mannfélaginu. En þótt íslendingar hafi komið hingað meðan mannfélagsskipunin var engum böndum bundin, á ung- dómsárum þjóðarinnar, áður en þessi trénun eða steinrensla þjóð- félagsins byrjaði, þá er ekki hægt að búast við, að þessi ungdómsár verði óendanleg. Eftir því sein borgirn- ar stækka og landið óupptekna minkar, eftir þvi hefir maðurinn, sem ekkert hefir nema tvær hendur tómar, minna tækifæri til að bæta hag sinn eða barna sinna. Ej? held að það sé nú þegar hægt að sjá þann mun hér nú og fyrir 15 árum síðan. Og ennþá betur sér maður þá breyting, ef maður skoðar kjör verkalýðsins í stórborgum Banda- rikjanna. Verkalýðurinn, sem enga sérþekking hefir, er að verða meir og meir ósjálfbjarga leiksoppur i höndum iðnaðarstofnana landsins. Lykillinn að velmegun og sjálfstæði í þessu landi, er kunnátta, — bókleg eða verkleg. Þessi nýbyrjaða öld er öld sérfræðingsins, mannsins, sem kann eitt starf vel, sem þekkir eina list til hlýtar.. Ameríkumaðurinn hefir lengi lengi stært sig af því, að hér séu all- ir jafnir, að hver innfæddur Banda- maður geti orðið forseti Bandarikj- anna. Þetta er fagurt hugsmíð, sem mist hefir gildi sitt. Það var veru- leiki, þegar Lincoln varð forseti Bandaríkjánna. Nú erum vér óð- fluga að færast i þá áttina, að líf liins uppvaxandi unglings er að verða meira og meira sniðið eftir afstöðu hans og aðstand- enda hans i mannfélaginu. Nú þurfa Vestur-lslendingar að muna, að undirstöðuatriðið fyrir velmegun barna þeirra eru þau tækifæri til bóklegrar eða verklegrar mentun- ar, sem þau fá á ungdómsárum sin- um, og hvernig þau nota þessi tæki- færi. Þeir verða að sjá um, að börn þeirra þurfi ekki að byrja þar sem fyrstu Vestur-íslendingarnir byrj- uðu, —- treystandi á þrótt tveggja handa, en vankunnandi til allra verka. Vér erum hér tiltölulega fáir, í stóru og vaxandi þjóðfélagi. Vér höfum ótakmarkað verksvið. Vér þurfum að eins að sýna, að vér sé- um menn. — Vér þurfum ekki og ættum ekki að biðja um neina vel- gjörninga frá Canadisku þjóðinni, svo sem að vér ættum það og það skilið, hlutfallslega við fólksfjölda. Vér þurfum aðeins að sýna, að vér getum afkastað þvi starfi, sem vér sa^kjumst eftip, eins vel eða betur en keppinautar vorir; og vér eigum ó- hræddir að taka á oss meiri ábyrgð, en oss hlutfallslega tilheyrir, hve- nær, sem oss gefst tækifæri til þess. íslendingar hafa sýnt það í sam- kepninni við aðra, að þeir eru góð- ir námsmenn. Vér ættum þess vegna að hafa ótakmarkað tækifæri þar, sem lærdómur er nauðsynlegur. Vér teljum líka og höfum talið í hópi vorum fræga lögmenn og lækna, happasæla bændur og verzlunar- menn. En vér höfum vanrækt það verklega, að minsta kosti frá hinni mentalegu hlið. fslenzk útsjónar- semi hefir skapað menn, sem öðlast hafa mikla verkfræðis- lega þekkingu, — lært í skóla reynslunnar. Ilversu miklir verk- fræðingar hefðu þeir ekki getað orðið, ef þeir liefðu notið kenslu á verkfræðismentastofnunum lands- ins? Vér búum i landi, sem mest allra landa þarf verkfræðingsins við, Þar sem verkfræðingurinn hef- ir stærra starfssvið, en nokkursstað- ar annarsstaðar, þar sem verkfræð- ingurinn hefir afkastað svo miklum mannvirkjum, að öll veröldin hefir litið undrandi til þeirra; samt hefir ekki eitt einasta vestur-islenzkt ung- menni orðið svo snortið af þeirri hugsjón, að starfa sér til frægðar í þeirri grein, að það hafi gengið á og útskrifast af neinum verkfræðis- skóla þessa lands, að minsta kosti ekki hér í Canada. Það er enginn efi á, að þáð eru einnig mörg önnur störf, sem bjóðast oss daglega i hundraðatali, hvar sem er. f dag standa þau oss öll til boða. 1 dag berja tækifærin að dyrum vorum. Á morgun verða aðrir búnir að hag- nýta sér þau. Það eru máske þeir meðal vor, sem álíta það villukenning, að vér eigum að taka svona viðtækan þátt í öllum velferðar- og framfaramál- um þessa lands, hvort sem þau snerta oss sem sérstakan þjóðflokk eða ekki. Þeir segja máske, að þann- ig töpumst vér þjóðflokki vorum, og að vér ættum að verjast tvístr- ingi og starfa í einum hóp til við- halds þjóðerni voru. Að minu áliti mótmælir landnámssaga Yestur- íslendinga þessari hugmynd. Þeir menn af þjóðflokki vorum, sem mestan þátt hafa tekið i almennum velferðarmálum landsins, hafa ekki verið oss tapaðir sauðir; þvert á móti hafa þeir oft verið máttar- stólpar vors islenzka þjoðfélags í þessu landi. Þess fleiri Vestur- Islendingar, sem hér i landi kom- ast i merkra manna tölu, þótt frægð þeirra sé að mestu leyti afleiðing af starfi þeirra meðal Canada- manna, en ekki sérstaklega meðal lslendinga, — þess lengur eru lík- indi til, að einhver viti af þessu þjóðflokksbroti voru fyrir vestan haf. Og þegar eg óska að hin upp- vaxandi kynslóð vor megi taka sem fylstan og margbreyttastan þátt i öllu starfi því, sem er til framfara og velferðar þessu voru nýja fóstur- landi, þá er það alveg i samræmi við þá ósk mína, að . .Lengi lifi Vestur-tslendingar! Skrá YFIR VERÐLAUNA VINNINGA f WINNIPEG, ÍSLENDINGA- DAGINN 1. ÁGÚST, 1914 Tölurnar framan við nöfnin sýna hvaða verðlaun voru unnin, en aft- asti liðurinn tilgreinnir mörkin, sem veitt voru fyrir hvern vinning, samkvæmt reglum Iþróttasambands Manitoba (Manitoba Amateur Athle- tic Association). Eftir þessum mörkum er allur samtals-vinning- urinn talinn, einstaklinga og félaga, þegar gjörð er upp jöfnunarskráin. HL.UiP—100 YARDS—10 4-5 See. Nafn Félag Mörk 1—J. W. Byron . . .3 2—J. Baldæin . . .2 3.—G. O. Thorsteinsson .Grettir. . . .1 KAPPHLAUP—EINNAR MÍLU—4 mln. 5ö 3-5 Cec. 1 G. O. Magnusson. .. . .Grettir. . . .3 2—Einar Eirikson . ..2 3 G. E. Hallson . Viking. . ..i AÐ KASTA 1« PIINDA LðÐI—32 «. !> Þ 1 G. K. Stephenson. . . . . Vlking. . ..3 2 C. Backman . ..2 . . .1 HÁSTÖKK—HLAUPA TIL—5 ft. 5 þ. 1—S. B. Stefansson. ... . ..3 2 M. Kelly . Selkirk . ..2 3—E. G. Baldælnson. . . . . Viking. . . .1 HLAUP—440 YARDS—56 Sec. 1—Einar Johnson . ..3 2 L. Sumarlidason. . . . ....2 3 O. G. Björnson . . .1 AÐ KASTA 16 PUNDA IIAMRI— 70 ft. 1—Sam Johnson • Viking. . . .3 2—H. Johnson . ..2 3—G. K. Stephenson.... . Viking. . ..1 STÖKIC A STAP—9 ft. 3 1». 1—Einar Johnson . ..3 2—W. Thorsteinson.... . Selkirk . ..2 3 J. W. Byron .Viking. . ..i KAPPHLAUP—HALFA MILU—2 míXi. 17 1-5 Sec. 1—Einar Eirikson . ..3 2 O. G. Björnson . ..2 3- A. W. Magnusson.. .Viking. . ..1 HLAUP—220 YARDS— -24 1-5 Sec. 1.—J. Baldwin .Viking. . ..3 2—G. O. Thorsteinson. . .Grettir ....2 3 Einar Johnson . ..1 LANGSTÖKK—HLAUPA TIL— 18tt. 8 1> 1.—Ben Baldwin . Vfking. . ..3 2—M. Kelly . Selkirk . ..2 3—Skapti Johnson .Grettir. . ..1 LANGSTÖKK—0 ft. 4 þ. 1 M. Kelly . ..3 2 Paul Bardal . Viking. . ..2 3—Sig. Bardal .Viking. . ..1 KAPPHLAUP—5 MÍLUR- —30 min.20 nec 1—G. O. Magnusson . . . . . Grettir. . ..3 2 Einar Eirikson .Grettir. . ..2 3—G. E. Hallson . ..1 HOPP-STIG-STÖKK 40 ft. 2 1>. 1 M. Kelly . ..3 2—E. Johnson . Grettir. . . .2 3—B. Baldwin • Viking. . . .1 IvAPPGANGA—EINNAR MILU—8 mín. 26 Sec. 1 -W. Thorsteinson. .. . . Selkirk . ..3 2 M. Kelly . ..2 spurði Kuroki hershöfðingi i tele- fón í 15 milna fjærlægð, hvað mikið það myndi kosta, að taka hæð eina eður vígi frá Rússuin. Kuroki var fyrir herdeild þeirri, en langt að baki hennar. Hann fékk vitneskju um það hjá undirforingjum sínum og svaraði, að það kostaði sjálfsagt þrjú þúsund manns. En þegar Ojama heyrði það hristi hann höfuðið og sagði að það væri ofdýrt. Þetta er einsog menn væru að ráðgast um hestakaup eða kýrkaup. — En svona gengur það nú til i stríðinu. Port Clements P.O., Graham Island. 27. júli 1914. Héðan fátt að frétta. Tið vætu- söm. Laxfiskið gengur treglega hér við eyjuna, en betur við Skeena, og landar þar aflað dável. Hér á Graham Island ganga ósköp á út af kolum og oliu, sem liér finst, og daglega tekin stór lönd til kola- og olíunáms. Verkfræðingur stjórn- arinnar, er hér var á ferð fyrir viku síðan, segir olíuna hér i það minsta 1,000,000,000 — eitt þúsund milión — tons. Sýnishorn oliunnar þykja mjög góð. Fjöldi manna taka hér heimilis- réttarlönd. Fátt er hér íslendinga, og misráðið mun það hafa verið, er þeir fluttu héðan, en settust ekki að hér, úr því þeir voru komnir, því landskostir munu hér mjög góðir; einkum mun land og loftslag hent- ugt til garðræktar. G. Jóhannsson. 3—E. Eirikson.........Grettir. . ..1 DRENGIR UNDIR 1« ARA. HL4UP—100 YARDS—liy2 Sec. 1— T. K. Johnson.....Selkirk.. ..2 2— Joe Goodman........Viking.. . .1 LANGSTÖKK—HLAUPA TIL,—10 ft. 5 ]> 1— Th. K. Johnson....Selkirk. . 2— Joe Goodman........Viking.. DRENGIR UNDIIt 18 ARA HLAUP—ÍOO YARDS—11 Sec. 1— Emil Davidson....‘Selkirk.. ..2 2— A. Westman.........Viking.. ..1 LANGSTÖKK—HLAUPA TIL—17 ft. 2 1» 1— Emil Davidson......Selkirk.. .. 2 2— Th. K. Johnson.....Selkirk.. ..1 . .2 I ..1 VINNINGAR Nafn Félag Mörk M. Kelly, Selkirk.........2-2-3-3-2.12 Einar Johnson, Grettir. ... 3-3-1-2-1.10 Th. K. Johnson, Selkirk. .. . 2-2-1.5 Einar Erikson, Grettir. ... 2-3-2...7 G. O. Magnuson, Grettir. . 3-3......6 E. Davidson, Selklrk......2-2.......4 J. Baldwin, Viking........2-3. T....6 W. Thorsteinson, Selkirk..2-3.......5 Joe Goodman, Viking.......1-1.......2 J. W. Byron, Viking.......3-1.......4 G. K. Stephenson, Viking..3-1.......4 B. Baldwin, Viking.......3-1. .4 G. O. Thorsteinson, Grettir..l-2...3 o: G. Björnson, Viking. .. . 1-2....3 H. Johnson, Grettir......1-2.......3 S. B. Stefanson, Grettir....3.......3 Sam Johnson, Viking.......3.........3 C. Backman, Grettir......1.........1 A. Westman, Viking........2.........2 L. Sumarlidason, Viking..2..........2 P. Bardal, Viking.........1-1.......2 G. Hallson, Viking........2.........2 A. W. Magnusson, Viking. .1.........1 E. G. Baldwinson, Viking. .1........1 S. Bardal, Viking.........1.........1 Skapti Johnson, Grettir. .. . 1.....1 Hernaðar-aðferð nú- tímans. Nú berjast menn alt öðruvisi en áður. Áður gengu menn í fylkingum eða þéttum röðum löngum, 14 úr mílu eða 2 eða fleiri á lengd, og voru raðirnar tvær eða þrjár, eða fjórar, eða fleiri. Og blöktu fánar yfir hátt á lofti. Fornmenn höfðu oft svínfylkingu, einkum til á- hlaupa. En hún er þríhyrningur og snýr oddurinn einn fram, og er það hornið ákaflega þétt, margar raðir; fyrst einn eða tveir menn, svo hálfu fleiri, og næst hálfu fleiri; tvöfald- ast einlægt, svo að nógir verði inenn þó hinir fyrstn falli. • Það kölluðu þeir að fylkja hamalt eða svínfylkja. Þá fylkingagskipun hafði Alexan- der mikli og brást hún honum ald- rei. Var það Epanimondes, sem fyrst notaði hana á Grikklandi. En forfeður Norðmanna hafa kunnað hana löngu fyrri, í orustum þeirra við Assýra og þjóðir þær, er Rúss- land og Asíu bygðu, því hún er eitt af því elzta, sem drepið er á i Eddu- kvæðunum. En nú er tignin og skrautið og glamrið að mestu horfið. Menn koma á vígvöllinn til þess, að drepa með lymsku og prettum og konstum, og vélum þeim öllum, sem þetta hið drápgjarna, lymskufulla dýr, mað- urinn, hefir getað uppfundið. Aldrei framar getur komið fram nýr Napóleon, er af hæð einni stjórni 30 til 100 þúsundum manna. Nú eru fylkinga-armarnir orðnir einar fimtán milur á lengd og yfirforinginn sér kannske ekki eina einustu þeirra. í japanska striðinu var yfirforinginn Okuma 15 mílur á bak við næstu herflokkana, er hann vann hinn fræga sigur yfir Rússum. Aldrei framar verða herforing- jar sendir langar leiðir með skip- anir til herdeildanna, hvert þær skuli fara, eða hvar þær skuli ráð- ast á. Það gengi heldur seint og væri óáreiðanlegt. Nú eru allar skipanir gjörðar með telefónþráð- um, eða loftskeytum, eins og skipun Engla konungs og sjómála ráð- gjafans til flota Breta i Norður- sjónum, um að sökkva eða taka herskip Þjóðverja. Var hún send með loftskeytum frá London og kom til hinna brezku herskipa á sömu mínútunni bæði sunnan og austan Englands. Aldrei framar hleypir stórskota liðið á harðastökki fram á vigvöll- inn, með skotmennina sitjandi eða hangandi á fallbyssum. Þvi að nú eru fallbyssurnar faldar bak við hæðir og hóla, þar sem engin sér þær og mennirnir sem skjóta, sjá ekki einu sinni fylkingarnar, sem þeir skjóta á, nema einstaka sinnum. Þetta er alt reiknað út svo nákvæm- lega, að engu skeikar, kannske á margra mílna færi, og oft skjóta þeir yfir hálsa og hryggi. En sá sem reiknar alt út, grefur sig i jörð niður og sendir þaðan út skipanir, hvernig miða skuli byssunum. Aldrei framar mun heyrast skip- Hver, sem hefur fyrir fjölskyldu aU anin : Skjótið ekki fyrri en þið J sjá eöa karlmaöur eldri en 18 ára, get- sjáið hvita hringinn i augum Óvina «r tekiö heimilisrétt á fjórSung úr v ix ' v » r „ nirtXnrti,i;as section af óteknu stjórnarlandi í Man- yðar. Þvi að nu grefur fotgongulið- Uoba Saskatchewan og Alberta. Um. ið SÍg niður í holur Og skuroi tva?r sœkjandi veröur sjálfur aö koma á eða þrjár rnílur frá fylkingum óvin- landskrifstofu stjórnarinnar, eöa und- anna og stendur ekki annað upp úr irskrifstofu hennar í því héraói. Sam- i i j kvæmt umboöi má land taka á öllum en hofuoio Og varla pat . í landskrifstofum stjórnarinnar (en ekkl Alldrei þyrpast inenn framar 1 ^ undir skrifstofum) meö vissum skii- þéttum hnöppum utan um fánann, yröum. sem borin er hátt á lofti þcgar á- skyldir—Sex mánaöa ábú« og , , ... ræktun landsins á hverju af þremur hlaup eru gjoiö. í*'1 tl( V1 i ! árum. Landnemi má búa meö vissum menn ekki hafa flöggin, þau sýna, , skilyröum innan 9 mílna frá heimilis- hvar liðið sé, Og nú sést ekki reyk- réttarlandi sínu, á landi sem ekki er urinn úr byssunum, því að allir hafa en 80 ekrnr- . ’ . j 1 vissum héroöum getur góöur og i reyklaust puður. Og nu geta menn efniiegUr íandnemi fengits forkaups- liorft yfir orustuvellina, þar sem rétt á fjóröungi sectíónar meöfram 100 eða 200 fallbyssur þeyta kúlun- um fram og aftur á hverri mínútu, án þess að sjá nokkurn reyk eða nokkra byssu. Það eina sem menn LOKUDUM TILBODUM árituISum ttl undirskrifaös, og merkt “Tender for Winnipeg, Manitoba Fort Rouge Postal Station “ C ” veröur veitt móttaka á skrifstofu undiritaös þang- aö til kl. 4 e.m. mánudaginn 31. ágrúst 1914 um a"ð byggja ofannefndu bygg- ingu. Uppdrœttir, skýrslur, samningsform o g tilboösform geta menn fengitS á skrifstofu H. E. Matthews, esq. Super- intending architect of the Dominion Public Buildings, Winnipeg, Man., á póst húsinu í Oak Lake, Man. á póst húsinu í Brandon, Man. og á skrifstofu undirritatSs. Engin tilboö veröa tekin til greina nema þau séu á þar til prentuöum eyöubloöum og meö eigin handar und- lrskrift þess sem tilboöiö gjðrir, sömu- leiöis áritun hans og itSnaöargrein. Ef félag sendir tilboö, þá eiginhandar undirskrift, áritun og iönaöargrein hvers eins félagsmanns. VilSurkend bankaávísun fyrir 10 p.c, af upphæ’ð þeirri sem tilboöiö sýnir, og borganleg til Honourable The Min- ister of Public Works, verður aö fylgja hverju tilboði, þeirri upphæö tapar svo umsækjandi ef hann neitar aö standa viö tilbo'öi'ö, sé þess krafist, eöa á annan hátt ekki uppfyllir þær skyldur sem tllboöiö bindur hann til. Ef til- boöinu er hafnaö veröur ávísunin send hlutaöeigenda. Ekki nauösynlegt at5 lægsta eða nokkru tilboöi sé tekið. R. C. DESROCHERS, ritari. Department of Public Works Ottawa, 1. águst 1914 Blöö sem flytja þessa auglýsingu leyfislaust fá enga borgun fyrir. 64980 ÁGRIP AF REGLUGJÖRÐ um heimilisréttarlönd í Canada NorSvesturlandinu. landi sínu. VerÖ $3.00 fyrir ekru hverja. SlvYLDUR—Sex mánaða ábúð á hverju hinna næstu þriggja ára eftir aö hann hefur unniö sér inn eignar- bréf fyrir heimilisréttarlandi sínu, og geta séð er þegar mennirnir alt í I auk Þess ræktatS 50 ekrur á hinu seinna ía I landi. Forkaupsréttarbréf getur land- einu veltast i blóði smu eða sprengi- neml fengjts uPm IeW Qg «ann tekur kúlurnar springa Og tæta þa 1 suncl- heimilisréttarbréfi'Ö, en þó með vissum skilyröum. Landnemi sem eytt hefur heimilis- rétti sínum, getur fengiö heimilisrétt- arland keypt í vissum hérööum. Ver* $3.00 fyrir ekru hverja. SKYLDl'R— Vertíur aö sitja á landinu 6 mánutSi af hverju af þremur næstu árum, rækta 50 ekrur og reisa hús í landinu, sem er $300.00 virt5i. Færa má niöur ekrutal, er ræktast skal, sé landiö óslétt, skógi vaxiö eöa grýtt. Búþening má hafa á landinu í staö ræktunar undir vissum skilyröum. BlöÖ, sem flytja þessa auglýsingu leyfislaust fá enga borgun fyrir.— W. W. CORY, Deputy Minister of the Interior. VIXMNGAH ALS Viking Club, Winnipeg...35 mörk I Grettir Club, Lundar.....35 mörk j Selkirk Club, Selkirk....26 mörk Baseball milli Lundar Baseball klubbsins og Víkinga, og annu félags menn frá Lundar. ur. Stundum í sjóorustunum sjá menn stálkólfana úr stóru fallbyss- unum á ferðinni. Og þurfi endilega að gera áhlaup, þá taka fallbyssurnar til að baki herdeildar þeirrar, sem áhlaup gjörir og senda hriðir langar af sprengikúlum, en hver sprengikúla springur í 100—200 stykki, er hún kemur niður og krassar sundur alt sem fyrir er. En meðan hríð þessi stendur yfir hlaupa hermennirnir fram í smáum hópum, hálfbognir, þvi aíi vinir þeirra skjóta yfir höfðum þeirra. Þarna hlaupa þeir þangað til þeir komast i næsta skurð eða bak við hól eða stein eða þúfu og fara undireins að grafa sig niður svo að kollurinn einn er upp úr og þó ekki nema stöku sinnum. Stundum eru þá kanske ekki nema nokkrir faðmar til óvinanna og þá stundum eru heilu raðirnar látnar hlaupa upp með byssusting- inn eða spjótin framan á byssum sinum. Og vanalega er það mikið reiknað út hvað þetta eður hitt áhlaupið kostar, hvað mörg mannslif. Þegar t.d. Ojama i japanska stríðinu,

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.