Heimskringla - 13.08.1914, Blaðsíða 4

Heimskringla - 13.08.1914, Blaðsíða 4
Bls. 4 HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 13. ÁGC'ST 1914. Heimskringla (StofnuTi* 1886) Kemur út á hverjum flmtudegl. trtgefendur og eigendur THEVIKING PRESS, LTD. Vert5 bla'ðsins í Canada og Bandaríkjunum $2.00 um árið rirfram borgað). ent til fslands $2.00 (fyrirfram borgað). Allar borganir sendist ráðs- manni blaðsins. Póst eða banka ávísanlr stýlist til The Viking Press, Ltd. Ritstjóri RÖGNV. PÉTURSSON Ráðsmaður H. B. SKAPTASON Skrlfstofa 729 Sherbrooke Street. Wiunipeg BOX 3171. Talsími Oarry 4110 Ofriðurinn og vestur- Iandið. Þó Norðurálfu-stríðið snerti ekki Ameríku að vissu leyti, þá eru þó likur til, að afleiðinga þess verði vart hér, ekki síður en annarsstað- ar. Sumar þær afleiðingar eru líka að koma i ljós. Og'eftir því sem fleiri þjóðir í Evrópu lenda inn í ófriðinn, eftir því verða afleiðing- arnar víðtækari og alvarlegri fyrir Vesturheim. Sagnir eru ekki komnar glögg- ar enn af því, hvað margar þjóðir eru komnar í stríðið. En eftir síð- ustu fréttum að dæma, eru öll lönd Norðurálfunnar, sem óðast að búa sig undir það og flest farin af stað. Virðist sem skipað sé svo flokkum, að annars vegar standi Þjóðverjar, Austurríki, og ef til vill Tyrkir, Rúmanía og Búlgarar, enn hins veg- ar eru Frakkar, Rússar, Bretar, Belgía, Serbar, Svartfellingar, Grikk- ir og að likindum ítalir. Enn er ó- vist, hverjum Spánn, Portúgal, Hol- land og Norðurlönd veita. Að lík- indum geta hvorki Holland, Svíþjóð eða Danmörk lengi setið hjá, því að á þau verður leitað bæði á sjó og landi af báðum hliðum. Eru því lík- ur til, að þau veiti Frökkum og Bretum, ef fréttir er nokkuð að marka, — þess utan var ekki mik- iili vinsenid fyrir að fara milli Dana og Þjóðverja áður. Hve lengi ófriðurinn fær staðið, er ómögulegt að segja. Þó hliðarnar virðist ójafnar, og Þjóðverjar og Austurríki i minnihluta, þá er mann- fjöldi þar inikiil og þeir vel búnir að vopnuni og vistum. Bretar hafa landher lítinn; geta þeir því litla liðveizlu veitt bandainönnum sín- um á landi. Þess utan eiga þeir í mörg horn að líta og friðurinn ó- tryggur bæði á Indlandi og Egypta- landi, ekki sízt, ef bjargarleysi verð- ur mikið og samgöngubann, sem er albúið að verði svo lengi, sem stríð- ið stendur. Ilússar, þó mannsterkir séu, eru ekki strax búnir að ná liði sinu saman, og verða márgir búnir að snýta rauðu um það, að þeir verða komnir bandamönnuin sín- um til hjálpar. Eins vel getur því ófriður þessi varað nokkuð lengi, og áreiðaniega lýkur honum ekki fyrr, en Þjóð- verjar eru mátaðir, svo þeir komi ekki lengur vopnum við. Ætti fóik því að vera við því búið, þvi hitt skaðaði ekki, þótt liann tæki skjót- an enda. Hver áhrif stríðið hefir, segir sig sjálft. öll viðskiftamál fara á ring- ulreið; öll verzlun landa á milli hætt ir, því að skip þeirra þjóða, sem í ófriðinum eiga, komast hvergi; at- vinnuvegum í öllum þessum lönd- um verður drepið niður, iðnaður hættir og jarðyrkju fá menn ekki stundað í friði. Telja má það víst, að ekki verði heliningur framleidd- ur úr jörðu, í þessum ríkjum, við það, sem er á friðartimum, meðan striðið stemlur yfir. öllum pening- um úr ríkisfjárhirzlunum, af bönk- unum, hjá stóreignamönnunum, verður sópað saman upp í her- kostnaðinn; og herskarar sjúkra og særðra hermanna verða fluttir of- an á þá, sem heima sitja og nóg eiga með, að framfleyta lifi sinu og sinna. Hlýtur alt þetta að skapa hallæri og dýrtíð ósegjanlega, fái það að vara til lengdar. Hver áhrif jietta hefir fyrir Ame- ríku, segir sig lika sjálft. Nú siðari ár hafa peningar streymt hingað til Canada frá Norðurálfunni. Hafa þeir verið afl þeirra hluta, sem hér hafa verið gjörðir; bygginganna i bæjunum, járnbrautarlagninganna út um landsbygðina og iðnaðarfyr- irtækjanna. Til allra þessara hluta hafa þessir peningar gengið. Bæj- irnir sjálfir hafa sótt milíón eftir milíón dollara, til Englands eða Frakklands, fyrir þær umbætur, sem þeir hafa látið gjöra. Hafa allar þessar framfarir skapað yfirfljótan- lega vinnu, svo að alllir hafa haft nóg að gjöra og nóg til að lifa af. En nú te.kur fyrir þetta með strið- inu. Peningar fást ekki lengur. — Byggingar og brautalagningar hljóta að hætta um stund. Hljóta menn, sem þá atvinnu hafa stundað, að lelita sér eftir einhverju öðru að gjöra, eða ganga vinnulausir. Hjá þvi verður ekki komist, að allmikið atvinnuleysi og deyfð verður yfir- leitt i bæjum, og jafnvel víðar. Öll aðflutt vara hlýtur líka að rísa i verði, meðan siglingar verða strjálar. Og aðflutta vöru hingað má telja bæði alla munaðarvöru og fínni vefnað. Eins má .gjöra ráð fyrir, að öll kornvara hækki í verði við það, sem er. Meðan Evrópa stendur i stríði, verður hún að sækja lifs- nauðsynjar sínar til Vesturheims,— til Canada, Bandaríkjanna og Ar- gentínu. Svo framarlega, sem hægt verður að koma skipum á milli Ameriku og Englands, fer hveiti hér í afarverð. Sama verður með aðrar búsafurðir. ÖIl matvara hlýtur að hækka í verði. En hvaða þýðingu hefir það svo fyrir þá, sem hér búa? Fijrst: Peningaleysi og atvinnu- deyfð. Annað: Verðhækkun á allri inn- fluttri vöru, svo sem munaðarvöru, fatnaði, dýrum vefnaði o. fl. Þriðja: Hækkun á allri matvöru innlendri. Við þessu verða menn öllu að bú- ast; en um hvað langan tíma, verð- ur ómögulegt að segja, og er því ekki ráð nema í tima sé tekið, að búa sig tindir það. Alt þetta kemur harðara við verkamanninn, er lifa verður á handverki sínu, en bóndann, er að ýmsu leyti er bættur skaðinn, með verðhækkun sinnar eigin vöru. En hversu illa, sem það sverfur að ein- uin eða öðrum, bætir það ekki úr, að loka fyrir því augunum og láta, sem maður viti ekki um það. Það fyrstn, sem sjáanlega liggur fyrir, er að breyta til með lifnaðar- bætti á ýmsan veg, e’n sérstaklega i þvi efni, að viðhafa gætni i kaup- um og fara sparara með. Gæta verður þess, að láta þá litlu pen- inga, sem menn kunna að hafa handa á milli, verða eins drjúga og auðið er, og forðast ónauðsynja- kaup öll, í hvaða mynd sem eru. Flestir hafa eitthvað örlítið af peningum, og þó nú sé nokkuð seint, að byrja á því, að læra að spara og fara vel með, þá er þó betra seint en aldrei. En þeir, sem sem kunna að halda á litlu, ættu að taka á þeirri kunnáttu, því að til þess mun koma, að á því þurfi að halda. Það er síður en svo, að allir hafi farið eins vel með efni sín og þeir hefðu getað. Þeir hafa eytt þeim á ýmsan hátt, til lítilla nota, í ýmsan óþarfa, án mikillar fyrirhyggju fyr- ir komandi degi. Það er kannske ekki ámæilsvert meðan morgundag- urinn sér um sig og gefur gull í mund, hversu sem farið er/með erv- iðislaun liðins dags; en þó má það heita næsta umhugsunarvert, að ungir menn, er hafa haft sæmilega launaða stöðu, skuli ekki hafa hald- ið svo i taum tilhneiginga sinna, að Iáta þarfirnar jafnast við launin, heldur skuldað upp á komandi tím- ann, hvar sem mögulegt hefir verið að fá einn eyrir að láni. En þess munu allmörg dæmi, ef að er leit- að Heimilisbundið fólk hefir heldur ekki verið eins hugsunarsamt og það hefði átt að vera. Búðirnar með ýmsum glingur-varningi, nið- urscttiini gagnsleysis-vörum, kaffi- söluhúsin, leikhúsin o. fl. o. fl. hefir verið stór freisting fyrir marga. — Stendur þvi ekki hagur manna eins vel og óskandi hefði verið, þegar svona tíinar bera að höndum. En um það tjáir ekki að sakast; þetta verður aðeins að breytast, og menn verða að fá það inn i huga sinn, að það megi til að breytast, þvi tím- arnir hafa breyzt á þessum síðustu augnablikum. Ménn verða að reyna að minka þarfirnar, spara, fara eins vel með og þeir geta; kaupa haganlega og hagkvæmlega allar lífsnauðsynjar, og halda fast í at- vinnuna, hver sem hún er, svo lengi sem þeir geta. Með þvi eina móti geta þeir • komist slysalítið yfir þetta tímabil, sem nú vofir yfir. Þeir, sem enga atvinnu h'afa hér í bænum, ættu að vista sig út um landsbygðina. Þá væru þeir þó vissir um fæði og húsnæði, án þess að skulda fyrir það upp á óvissu og ókomna tímann. Og hvort sem þess yrði langt eða skamt að bíða, að atvinna lifnaði á ný, yrði þeir betur undir það búnir, en ef þeir sætu kyrrir. Vildi menn athuga þetta og búa sig á einhvern svona lagaðan hátt undir tímamót þau, sem nú standa fyrir dyrum, væntir oss, að þeim muni vel duga. Innan viss tima batnar aftur, og þá er um að gjöra, að vera í þeim kringumstæðum, að geta hagnýtt sér það. En það er á meðan verið er að komast yfir erv- iðleika tímabilið, sem menn þurfa a taka á öllum sínum hyggindum, gætni og haldbezta viti. Stóra kapps- málið fyrir íslendinga — og þessi orð eru eingöngu til þeirra |öluð — er að lenda ekki aftur úr nú, inissa ekki það, sem unnist hefir á undanförnum árum, af því að í ári þrengir, og verða svó að byrja á ný, einsog þeir urðu að byrja fyrir fjórðungi aldar síðan. Þessir tímar vara ekki lengi. En þeir eru tor- færa framundan, og það þarf að brúa yfir torfæruna; en það verður aðeins brúað yfir hana með hóf- semi, stillingu og viti. — En hvernig er hægt að spara, enda lengur það litla, sem inenn hafa, ef alt stígur upp? Að vísu er það ervitt, en þó er það hægt. Það er með þvi, að láta öll kaup bgrja og enda á lífsnauðsynjum. Þeir, sem hafa fyrir heimili að sjá, ættu, eftir því sem þeim er mögulegt, að kaupa fyrst það, scm ekki verður komist hjá að fá og mest er notað af, — en það eru matvæli. Og ef horfurnar segja rétt til, þá þeiin mun fyrr, sein menn keyptu það, því betra. Og með því að kaupa það í stórum stíl, myndi allmikið sparað með því. Það er til dæmis ekki óhugsandi, ef útflutningur á hveiti verður sæmilegur, þegar haustar, að brauð stígi svo úpp í bæjunum, að það marg borgaði sig, að búa það til heima. Á striðstímum hefir brauð kom- ist upp í 25c hleifurinn og jafnvel hærra. Menn ættu þvi að kaupa hveitimjöl, sem enzt gæti þeim fram úr til vors, meðan það fæst á rými- legu verði. Og bæði bændur og bæjarmenn ættu að kaupa ser nóg haframjöl til vetrarins. Þá er einnig töluverður sparnaður í því fyrir bæjarinenn, að kaupa áður en vetr- ar alla þá garðávexti, sem þeir þurfa, — í stuttu máli, allan þanri mat, sem ekki getur skemst við geymslu. Það er alveg eins hægt, að gjöra það nú einsog siðar, — fyrir það þarf að borga, en meira verður úr peningunum, ef keypt er dálítið að vöxtunum í einu, í stað smákaupa. Kaffi og sykur hlýtur líka að stíga upp, og gjörðu bændur réttast í, að byrgja sig upp með það áður en það ha'kkar mikið i verði. Húsaleiga verður þyngst á þeim, sem búa i bæjuin, af þvi henni fylgja svo mikil eldiviðarkaup. Við því verður ekki*gjört; en reyni menn að láta sér koma vel saman, og komast af ineð sem minst pláss, verður hún bærilegri en ella. En í jiessum atriðum, sem nú eru talin, er aðeins hálfur sparnaður- inn fólginn. Aðalsparnaðurinn er fólginn í því, að neita sér um þá hluti, sem hvorki eru nauðsynlegir eða gagnlegir. En til þeirra hluta hefir gengið offjár meðal vor ncr í bænum, og í smábæjunum þar sem fólk vort býr úti um landsbygð- ina. Er þá fyrst að telja það, sem fer fyrir áfengi og “billiard” spil. Munu það vera stærstu upphæðirn- ar. Hve stórar þær eru, getur eng- inn sagt. En tvö-þrjú staup á dag, tvö-þrjú “pool” spil á dag, eða þó ekki sé nema annanhvern dag, er fljótt að teljast saman viku eftir viku eða mánuð eftir mánuð. Verði sannárleg dýrtíð og at- vinnuleysi, svo niörgum gangi erv- itt með, að hafa fyrir sig að leggja, væri nær, að verja þeiin peningum, sem fyrir þetta færi, til styrktar for- eldrum eða bræðruin eða systrum, eða vandamönnum, eða konu og börnum, eða til þess að borga fyrir fæði sitt eða fæðis-skuldir, sem nógar eru til; en halda sér ekki uppi á þvi, að prakka ,út úr ekkjum og einstæðingum saðning og skýli. Svo er með öll sælgætis-kaup og kaffihúss-veitingar. Getur það tæp- lega talist til nauðsynja; eða ýmis- konar óþarfi annar og glingur. Hér hefir gengið sú veiki í þessum bæ, að kaupa alt, sem boðið hefir verið, án þess að hugsa um, hvort nokkur þörf væri fyrir það, eða nokk- ur not af því að hafa. Þessari sótt þarf að stemma stigu fyrir, ef almcnningur ætlar að verða undirbúinn þau tímamót, sem fyrir höndum eru. En hún er auð- læknuð. Ofurlitill skamtur af íhug- un bætir hana á örskömmum tima. Ýmislegt fleira mætti telja upp, sem þess væri vert að hugsa út í, á tímamótum einsog þessum, en sem vér leiðum hjá oss að þessu sinni. Hitt er meira um vert að íslending- ar sýni það nú, hve hygnir, hag- sýnir og ráðdeildarsamir þeir geta' verið, þegar á þarf að halda. Sá þjóðflokkurinn, sem bezt kemst yf- ir þetta tímabil bezt stendur i skil- um, er iðnastur og ástundunarsam- astur, lifir hófsömustu lífi, hann verður inest virtur. Hann skapar sér þann orðstír og þá tiltrú og það álit, er lifa mun frá kyni til kyns, og koma mun honiun og afkomend- um hans ávalt að notum. Það hlut- skifti ættu íslendingar að kjósa sér, þVi einskis ber framar að óska en þess, að islenzka nafnið sé i heiðri haft í samtíðinni, og lifi við sæmd meðal óborinna kynslóða.----------- — Að yfirstanda alvarlegir tim- ar, geta allir séð, er út i það vilja hugsa. 1 sl. hundrað ár hefir ekki annað eins stríð verið hafið, ekki önnur eins styrjöld vakin, — þar sem öll Evrópa berst, og heldur á- fram að berjast, svo lengi sem báð- ar Jiliðar standa uppi. Jafnvel á “ÖHl Napóleons” var friðlegra að líta yfir heiminn en nú. Breta- stjórn, og allar stjórnir brezku ný- lendanna, að Canada meðtöldu, liafa sent út þær skipanir, að láta hietta öllu því verki, sem hjá verður kom- ist að láta gjöra. Alt til þess, að spara það fé, sem til er, ef til þess þarf að taka til að bjarga lífi þjóð- arinnar. Fækxað verður starfs- mönnuin við allar opinberar stofn- anir, og öllum útbreiðslumálum hætt, en snúið sér að því, að efla haginn innbyrðis og heima fyrir. Hvort myndi þá ekki heimilun- um, sem eru smæstu ríkin og minstq nýlendurnar, holt að fylgja saina dæmi? -----Þær bendingar, sem felast i því, sem að ofan er sagt, eru ekki gjörðar til þess, að koma inn kvíða eða óhug hjá mönnum yfir útlit- inu. Það er að vísu iskyggilegt, en óhugur og kvíði bæta aldrei úr erviðleikum. Vér vorum ekki viss- ir um, hvort öllum væri fyllilega ljóst, hvernig komið væri og hvers þyrfti með, ef alt ætti að geta farið vel. Og það var eftir nokkra um- hugsun um það, að oss fanst skyld- an bjóða, að öllum væri gjört að- vart.---------Ekki ber að æðrast yfir orðnum hlut, enda þýðir það ekkert. Það var ekki á valdi neinna hér i landi. að hefta þær kringum- stæður, sem leitt hafa til ófriðar- ins. Það er heldur ekki, yfir neinu að æðrast. Alt fer vel, ef menn gæta skynseniinnar, iðka sjálfsafneitun og ráðvendni, halda í taum við til- hneigingar sínar og lifa hófsömu lifi. Liðsbón frá íslandi. Einsog þegar öllum er orðið kunn- ugt, að um leið og Evrópu-stríðið byrjaði fóru allar samgöngur landa á milli í ólag, svo að öllum reglu- bundnum siglinga-áætlunum var breytt, eða jafnvel hætt. Skipstjórar treystust ekki til, að lcggja út á haf- ið og vita ekki nema skip þeirra yrðu tekin, af einhverju ríkjanna, er í ófriðnum stóð; og kaupmenn þorðu naumast að senda varning sinn af stað upp á óvissu tóina, að hann kæmist alla leið. Ofan á þetta bættist bráðlega út- flutningsbann á allri matvöru frá öllutn þeim ríkjum, er að einhverju leyti voru komin inn i ófriðinn; en það urðu skjótlega öll meginríki Evrópu. Hvað skipun þessi þýðir fyrir smáríki einsog ísland, er sækja verður að meira en helming allra sinna lífsnauðsynja, er öllum að Jik- indum nokkurn veginn ljóst. Ctflutningsbann á matvöru með- an striðið stendur yfir, er i sjálfu sér full alvarlegt, þó svo færi, að stríðinu yrði lokið sæmilega fljótt. Að vísu hafa menn heima nokkurn skepnustofn; en hann er aðal lífs- stoð þjóðarinnar, og þvi nokkuð hart aðgöngu, að fella hann sér til matar, — og myndi auk þess end- ast skamt á sumum heimilum. Þess utan eru lifnaðarhættir orðnir svo breyttir, að mönnum myndi veita það mjög ervitt, að breyta svo til héðan af, að lifa eingöngu á því, sem landið framleiðir. Það var hugs- anlegt, að það hefði mátt takast fyr- ir hundrað árum síðan, en tæplega nú. En skipaleysið upp til landsins og annað vöruleysi, sem af því staf- ar, boðar enn meiri hættu fyrir þjóðina en kornleysið, þvi að ein- mitt fyrir það verða hannaðar all- ar bjargir á sjónum. Mest allur sjávarútvegur er riú þilskipa-útvegar, — gufu- og mótor- skip, og taki fyrir allar siglingar til landsins, verður þess ekki langt að bíða að landið verði kola- og olíu- laust. En þegar svo er komið, fer ekki nokkurt skip úr nausti. Standi þau þá öll uppi og verður freinur lítið úr fiskiveiðum eftir það. Opnu bátarnir eru ekki Iengur til, er áður meir voru notaðir til fiskj- ar. Fiski-útvegur af opnum bátum hefir víðast hvar verið lagður nið- ur, og verður ekki upptekinn aftur fyrir þá ástæðu, að bátarnir eru ekki lengur til, og þeim verður ekki komið upp í bráðum liasti, og; efn- islaust. Er því, þó undarlegt megi virð- ast, jafnvel meiri hætta búin land- inu af kola- og olíu-leysi, en nókk- urntíma af kornmatarskorti, þó til- finnanlegur yrði. Fullur fjórði hluti landsmanna lifir af sjónum, og mik- ið stærri hluti, sem fæðir sig að stóru leyti á því, sem úr sjónum fæst. En fyrir þessa atvinnugrein yrði alveg tekið og þá björg, sem af henni fengist, ef skip yrðu að standa uppi og færu ekki á flot. Þá er þriðja hættan, sem vofir yfir landinu vegna siglingabannsins, en það er saltþurð. Það má telja það alveg víst, að verzlanir séu ekki svo útbúnar með salt, að það endist til lcngdar, ef ekki verður neinu bætt við, eða til þess náist skjótlega frá útlöndum. En fyrir fiskiveiðina er það alveg nauðsynlegt, og jafn- vel fyrir aðra matargeymslu í land- inu. Það er því þessi þrefalda hætta, sem hangir yfir landinu nú, og stendur í beinu sambandi við stríð- ið, og boðar áreiðanlega hallæri og mannfellir, verði ekki fram úr þvi ráðið á einhvern hátt, — kola- og oliu-leysi, saltleysi og kornleysi. Er því full ástæða til, að bæði þing og þjóð gjöri sitt til að ráða einhverja bót á þessu eftir mætti. Að þinginu heima er augljós þessi hættta, er nokkurnveginn víst. Eða svo skiljum vér símskeyti, sem ráð- herra fslands sendi hingað til Wrin- nipeg fyrra mánudag. Er það fyrir- spurn um, hvort mögulegt myndi vera, að fá skÍR með vörum héðan að vestan meðan á stríðinu stendur. Skeytið var sent til hr. Baldwins L. Baldwinsonar, sein nú er vara- fylkisritari i ráðaneyti Manitoba- stjórnar. Hefir þeim i Reykjavík sjálfsagt hugkvæmst, að vegna þess, að Baldwinson er einn í stjórnar- ráðaneytinu, myndi hann eiga ihægra með að veita þessar upplýs- ingar, er skeytið leitar eftir, og kannske að hafa einhverja útvegi með að útvega vörur upp til lands- ins, með tilstyrk stjórnarinnar, en ef leitað hefði verið til erindsreka Norðurlanda jijóðanna hér'í álfu. En því er svo farið, að Canada er einn hluti Bretaveldis, og um leið og Bretland gjörðjst þátttakandi í stríðinu var Canada líka óbeinlínis orðið þáttakandi. Og hefir sam- bandsstjórnin hér, nú þegar, bann- að allan útflutning á matvöru nema til Bretlands eyja eða útliggjandi hluta brezka rikisins. Er þvi ekki að svo stöddu um vistaflutning að ræða til óviðkomandi landa héðan úr landi. Þá er það líka, að canad- isk skip eiga ekki fullan frið á sér meðan Bretar eiga i ófriði, þó ekk- ert væri annað til fyrirstöðu. Alt svo lengi, sem Bretar liafa ekki rek- ið öll þýzk herskip i höfn, eru brezk verzlunarskip ekki óhult fyrir rán- skap Þjóðverja. Það væri þvi næsta ervitt fyrr en eitthvað breyttist, að koma á samgöngum, sem hægt væri að treysta á, milli Islands og þessa lands. Stjórn einhvers fylkisins hér myndi þar inega sin litils, En til þess þó, að gjöra það seirr hann gæti í þessu efni, kallaði hr. Baldwinson strax til fundar heima í húsi sínu, til þess að ihuga þetta skeyti, sama kveldið og það barst honum. Á fundinum voru eingöngu íslendingar hér úr bænum. Engir þeirra höfðu hugsað málið áður en á fundinn kom; auk þess var þeim tæplega ljóst, hve ervitt væri að ráða fram úr sliku máli sem þessu. Á fundinum inættu: B. L. Baldwin- son, T. H. Johnson, Skapti B. Brynj- ólfsson, Hannes Pétursson, Jóseph B. Skaptason, ólafur S. Thorgeirs- son, síra Friðrik J. Bergmann, Magnús Pálsson, Hjálmar A. Berg- mann, Thorst. Oddson, Jón J. Bíld- fell, Dr. Sig. Júl. Jóhannesson og. síra Rögnv. Pétursson. — Fleirum hafði verið boðaður fumlur, er ekki gátu mætt: meðal þeirra var Árni Eggertsson, er sendi þau skilaboð til fundarins, að máli þessu væri hann boðinn og búinn að hjálpa,,. sem hann gæti. Skýrði Mr. Baldwinson fundar- efnið og las símskeyti ráðherra, er var á þessa leið: “Reykjavík, Aug. 3. 1914. Baldwinson, Winnipeg. Is it possible, procure steamer with foodstnffs, as required, from America during war? * *) Eggerz” Lauslega var rætt um efni sím- skeytisins. Skildist sumum, að mælst væri til, að hafðir væri útvegir með að fá skip, en öðrum fanst að efnið vera það, að geta trygt landið gegn bjargarskorti. Var samþykt að leita fyrir sér með þessa fyrirspurn ráðherra, til Bandarikjanna, vegna þess, að það- an yrðu tryggastar samgöngur fyrst um sinn. Afréð fundurinn, ef á þyrfti að halda, eftir að búið væri að gjöra fyrirspurnir og leita upp- lýsinga, að senda mann héðan aust- ur til einhverra stórbæjanna á At- lantshafsströndinni til þess að ganga frá fullnaðar-samningi. Tók Mr. Baldwinson að sér, að leita upplýsinganna, og ráðfæra sig við konsúl Bandarikjanna hér í bænum um það, hvert væri helzt að leita og við hverja helzt að semja. Sendi hann svohljóðandi sím- skeyti til ráðherra íslands þá um kveldið: "Winnipeg, Aug. 3. 1914. “Eggerz, Beykjavík. Am submitting enquiry, Boston, New York. Advisc you soon. *) Baldwinson”. Morguninn eftir fór svo Mr. Bald- winson á fund konsúls Bandaríkj- anna hér i bænum, Mr. F. Dilling- ham, tjáði honum erindi sitt, lagði fram simskeytið og spurði hann ráða. Ekki kvaðst konsúllinh geta vísað honirin á, hvar fást mundí skip, einsog um væri beðið, cn vís- *) "Er mögulegt, að fá skip, mcð matvörn eftir þörfum, frá Ameríku meðan á striðinu stendur? *) Gjöri fyrirspurnir til Boston, New York. Tilgreini yður fljótlega árangurinn.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.