Heimskringla - 26.11.1914, Blaðsíða 3

Heimskringla - 26.11.1914, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 26. NÓVEMBER 1914. HEIMSKRINGLA BLS. 3. Réttarstaða Grænlands. (Etir Ingólfi). Þeir viðburðir, sem nú eru að gjör a«t á meginlandinu og þær horfur, sem nú þegar eru orðnar um afar- ▼íðtækar breytingar á stöðum þjóða ®g landa, eiga einnig að vekja oss íslendinga til athugunar um vor Iftri málefni. ‘ Þessi mál, sem voru áður venju- legast kölluð “almenn” málefni Is- lands, tóku yfir alt annað en það, sem réttarviðurkenning Dana i stöðulögunum 1871 greip yfir, af þvi er ísland varðaði að fornum lögum ®g landsrétti. “Sameiginleg” mál og síðast “sam- mál” eða “sambandsmál” eru orð, sem eru vel fallin til þess að fá ís- lendinga til þess að gleyma, hvað góðir og gildir baráttumenn fyrir fullfrelsi Islands áttu við, þegar þcir mintust á vor ytri málefni. En hér er það ekki ætlun mín að fara lengra út i það, hvernig “hat- arar söguréttarins” hafa, einnig á þessu svæði, mengað og blettað að- stöðu íslands gagnvart hinu ytra valdi, er tók í arf það stjórnarum- boð, sem Noregskonungi var fengið á 13. öld, vegna þess að Island átti frá öndverðu ekkert alment umboðs- ▼ald, hvorki innanlands né utan. Hér ætla eg aðeins að minnast á eitt meginatriði í þeirri sókn máls nm vorn ytri rétt i hendur Dana, sem hlýtur að fara i hönd, þegar alþingi íslands hefir vakist til þekk- ingar um hlutverk sitt, og er þetta málsatriði þannig vaxið, að stórlík- ur eru til þess, að hinir “ytri við- burðir” hrindi þvi innan skams tíma framarlega, ef ekki fremst, í röð þeirra efna, sem ræða verður um, ef til þess kemur að gjöra “hreint borð” milli íslendinga og Dana. — Einsog kunnugt er var Græn- land numið frá upphafi, sem einkis eign, af þeim þjóðþætti, er kom yfir Bretlandseyjar að mestu, og að nokkru beinleiðis austan frá Noregi hingað til íslands. Þessi landnáms- lýður tók sér fljótlega sérstaka og einkennilega ríkisskipun, og var sú skipun hin sama i báðum löndun- um, þótt Grænland bygðist nokkru síðar. — Staðhæfingar sumra rit- höfunda, helzt meðal Austmanna, um ósjálfstæði íslands gagnvart Nor egi frá landnámstið og þar með einn- ig um samkyns afstöðu Grænlands til “móðurríkisins”, þurfa ekki að takast til greina hér. Það eina, sem hér skiftir máli, er hitt, að heimild hins erlenda ofríkis er frá upphafi jafn-ögild gagnvart Grænlandi og íslandi, og að ísland hefir þrætu- laust og óefað, frá þvi fyrsta, móð- urlandsins rétt gagnvart landnáms- ríkinu vestra, sem bygðist og bjó undir sömu lögum og skipan einsog hér réði. Þcgar umboð framkvæmdarvalds- íns var orðið að kúgun i höndum hinna erlendu stjórna, gagnvart ís- landi og nýlendu þess, sem gengu bæði samhliða undir sáttmálann, þá urðu víðáttubygðir Eiriks rauða eyddar, meðan íslandi var þjakað, á* þess að kúgurunum tækist að tortíma því. En eftir eyðing Græn- lands á 15. öld verður engin endur- bygging landsins að þjóðalögum, alt til þessa dags. Þegar Hans Egede, presturinn norski, tók að sér trú- boðsköllun meðal Skrælingjanna þar vestra, þá varð endurvitjun Græn- lands af hálfu þeirrar stjórnar, er hafði glatað þvi og fyrirfarið þjóð- flokknum, sem gengið hafði undir konungsvaldið á sínum tíma — en ekert nám að nýju á landinu. Eftir að Skrælingjarnir komust undir verzlunarkúgun Dana er land- inu haldið lokuðu. Sú sama stjórn, sem lcúgar ísland þá því nær til bana, setur lögreglubann gegn sigl- ingmn til Grænlands og er það bann stofnað af konungi, sem æðsta vald- hafa /slands og Grænlands eftir "oamla sáttmála”. Síðan hefir þetta mikla, náttúru- auðuga nýlenduriki íslands verið féþúfa danskra kaupokrara og hefir landið aldrei, síðan íslendingar fór- ast þar, verið notað né veitt færi til bess að notast samkvæmt þess eðli- legu ákvörðun. Nám Dana á Skrælingjaverzlun- >*ni er ofbeldisverk, undir hlífis- skildi hins gamla sáttmálaumboðs, hafa misbeitt. — En land- . hafa þeir ekki tekið undir 31ff Þjóðarétti. — Landið er lok- að fyrir siðuðum þjóðum og ekki haft til annars en einokunar á villi- mönnum, en hvorki notað til fram- leiðslu, iðnaðar né frjálsrar verzl- unar, og er ekki “nýlenda” einokar- ans; villiþýið er aðeins herfang Iians, svo lengi, sem honum helzt uppi að útilykja siðnienning frá landinu og hindra aðra, i bága við ailan þjóðarétt, frá því að gjöra landið arðsamt i þarfir mannfélags- ins. Lögreglubann Danakonungs um Gvænlandssiglingar er gjört á grund- velli gamla sáttmála — og hefir því aðeins tafið, cn ekki afnumið, rétt fslendinga til notkunar á hinni fornu nýlendu sinni. — Konungarn- ir hafa aðeins bannað aðgang að landinu sem konungar Islands. Sem kouungar íslands, einvaldir frá byrjun, hafa þeir í þvi efni beitt halda einhverjum huliðshjálmi yfir ofriki af sama tagi sem þeir beittu | þessum afskektu löndum, er þeir hafa notað sér til verzlunargróða, að heimurinn virðist vera lengi að átta sig á því, hvers virði það er, sem fer forgörðum við hjálendu- afskifti þeirra. En tíminn er áreiðanlega kominn, að hinn ósýnilegi “kínverski múr” um Grænland sé brotinn. Og þetta málefni getur haft þrefalda þýð- ingu fyrir frelsismál fslands sjálfs, gagnvart Dönum. í fyrsta lagi gæti það, eftir atvik- um, verið einkarvel fallið, að fs- lendingar minni á sinn forna rétt til nágrannalandsins mikla að vestan, i sambandi við spurninguna um rétt Dana á lands- og sjávarsvæði þvi, sem háð er islenzkri löggjöf. — í sambandsþrefinu var vaðið inn i sérmálarétt vorn og grímunafni “sainmála” eða “sambandsmála” beitt til þess að villa mönnum sjón- ir um það hér, hvert sjálfstæði Dan- ir fyrir sitt leyti höfðu þegar viður- kent oss og játað. Færi nú svo, að það mál yrði vakið upp aftur, þá mundi geta komið til greina, ef svo bæri undir og fyrirsjáanlega skam- vint væri þá alt samband við Dani framvegis, að höfð væri nokkurs- kyns skifti á einhverju jafnrétti við oss, til lianda Dönum hér á landi, og opnun Grænlands fyrir íslend- inga. í öðru lagi er það atriði eitt, að vakin sé opinber, alvarleg umræða hér á landi um réttarstöðu Græn- lands afar-mikilvægt í sókninni um sjálfstæði íslendinga gegn rikisein- ingar-kenningum Dana. Harmasaga hinnar fornu, föllnu nýlenduþjóðar, bregður einkennilega skörpu ljósi, einnig yfir lifskjör þjóðar vorrar um langar aldir, undir kúgun erlenda ofbeldisins og fjárdráttarins. Og seinni afskiftin af Grænlandi, þar sem nokkrar þúsundir Skrælingja hafa verið haldnar í landsfangelsi, til þess að Danir gætu búið einir að þeim, eru ekki síður upplýsandi um það yfirleitt, hvert gagn “hjálendu”- ráðsmenska Dana vinnur mannúð og menning heimsins. Og síðast, en ekki síst, verður spurningin um afstöðu íslands til Grænlands mikilvæg, ef að að því kæmi, að stofnaskyldi haldgott fyrir- komulag um verndun og viðurkenn- ing lands vors með samþykki Dana, þannig, að aðrar þjóðir en þeir und- irgengjust, að tryggja sjálfstæði þess og tilveru. Ein rik hvöt tíl þessa fyrir flotaþjóðirnar, er liggja að At- lantshafi, mundi það sjálfsagt verða, ef oss væri játaður réttur til Grænlands, sem gæti á þann hátt komist eðlilega undir sömu vernd sem Island, svo að ekki yrði nein valdsafbrýði eins rikis gegn öðru út af hvorugu eylandinu. Má geta þess í því sambandi, að vestan hafs mundi óefað vinsælast, ef breyting yrði i þá átt, sem að framan er sagt, að ekkert valdsvið annars rikis yrði aukið með íslandi, né heldur ný- lendu þess, hinni fornu. Einar Benediktsson. hér lengi vel, — en sá er aðeins munurinn, að fslendingar hafa með harðri og langri baráttu sótt frelsi sitt um verzlun og annað fleira i hendur hins danska valds, — en hafa ekki hingað til veitt neina sókn um frelsi sitt, til þess að nota sina fornu eign og námsóðal, Grænland. Eftir þvi sem þjóð vorri vex fisk- ur um hrygg, verður það tilfinnan- legra, að oss er bannað að stíga þar fæti á land, sem islenzkir menn bjuggju í þjóðfélagsskap við heima- landið, og þetta er oss því sárara, þegar oss rekur minni til þess, með hverju samvizkuleysi og léttúð hinn- ar erlcndu óstjórnar bróðurþjóð ís- lendinga var vanrækt til bana þar vestra. — Þeir blóðpeningar, sem dönsk verzlunarkúgun sýgur út úr fáeinuin aumingja Skrælingjum, eru svo hverfandi lítið brot af þeim auði, sem Grænland býr yfir, að það er heimshneyksli, að Dönum skuli haldast uppi, að loka landinu eins og þeir gjöra. — Kanada og Bret- land hafa verið óskiljanlega þolin- móð gagnvart þessari endemis þrælkun á svo feiknastóru landi, — aðeins til hagsmuna fyrir örfáa Hafnarprangara. En engum stendur það nær heldur en íslendinguin, að hefja nú alvarlega sókn þess máls, að fjötrar ranglætiskúgunar og of- beldis verði feldir af Grænlandi. Eg hefi nú um mörg undanfarin ár eftir ítrustu föngum kynt mér sögu Grænlands og sérstaklega með- ferð Dana á landinu, eftir að þeir gjörðu sig einvaldsherra þar og byrgðu öll lífsmörk þeirra, sem að þola verzlunaráþjánina. Það mun ó- hætt að fullyrða, að hvergi í heimi er að öllum ástæðum athuguðum jafnmiklu ranglæti beitt móti al- þjóðarétti, einsog Danir leyfa sér að haf i frammi með lokun þessa stóra lands. I því sambandi þarf ekkert að fara út í spurninguna um eignar- rétt þeirra, að réttum lögum, að landinu, því einsog eignarréttur þegnsins í landinu er háður tak- mörkum og á rót sína að rekja að eins til þeirra heimilda, sem þjóð- valdið veitir einstaklingi til cigna, eins eiga Danir — þó hér væri um eignarrétt þeirra að ræða — ein- ungis heimild til slikrar notkunar á landinu, sem er samkvæm reglum og meginsetningum, er gilda í fé- lagi kristinna þjóða. — Það er nú vel mögulegt, að Dan- mörk verði, ef til vill i nánustu fram tíð, sjálf fyrst til þess að óska, að verða laus allra mála við hin nviklu eylönd i Atlantshafi, sem tengst hafa ríkinu með þeim kynlegu og vafa- sömu heimildum frá öndverðu og eftir 1814, sem ekki þarf að fara liér út í. Það liggur í augum uppi, að jafnaðarmenskan danska byggir ekki framtíma-hugsjón sína á ný- lendura'ktun. Og það, sem einna erviðast mundi verða fyrir jafnað- armannastjórn í Danmörku að sam- rýma við hina nýju félagsskipun er einmitt hervaldið — ekki sízt sjó- her og floti, sem þó þarf að vera til hjá þeim, ef jveir eiga svo mkið sem að nafninu til að haida í eylöndin. Það er enginn efi á þvi, að það veikir stöðu Danmerkur, að halda íslandi og Grænlandi — og getur jafnvel, hvenær sem atburðir svo görast, orðið sjálfstæði ríkisins og velferð til tjóns. Þeir geta hvorugt landið varið, en verða nú sem stend- ur, sóma síns vegna, að taka glófann upp, hvenær sem eitthvað væri unn- ið í bága við núverandi fyrirkomu- lag þessara landa í þjóðaskipuninni. Alt bendir því til þess, að Danir kunni að verða hinir fyrstu til þess að sjá hag sinn í því að láta “hjá- löndin”(!) sigla sinn eigin sjó. En vér íslendingar eigum ekki að óska þeirrar breytingar fyrr en vér sjálf- ir höfum hag af henni. Danir hafa lamað ísland og eru án efa með réttu sakaðir um ábyrgðina fyrir fólksfæð, fátækt og framtaksskort undanfarinna tima hér í landi. Þeim er það þvi næst (þó þeir hefðu sjálf- ir hag af að sleppa hendi af eylönd- unum), að taka af það skakkafall, sem kynni að verða búið framtima- velferð og frelsi þeirra, er svo langalengi hafa orðið að bælast nið- ur af martröð hinnar dönsku af- skiftasemi — ef þeir ættu i svipan að ryðja sér til rúms i félagi sjálf- stæðra þjóða. Að öðru leyti er ekki unt að geta nærri um það, hvernig alt kann að ráðast, vegna þeirra stóratburða, sem gjörast i álfunni.— En það, sem liggur fyrir að hefja máls á nú þeg- ar, er krafan um opnun Grænlands fyrir /slendinga. Sú krafa hefði átt að vera komin fram fyrir löngu, — og er það einsog þegar er sagt, hin mesta furða, hver þögn hcfir verið um Grænlands-hneykslið hér sem annarsstaðar. Að vísu hefir almenn- ingur í Danmörku vakist nokkuð til athugunar um þetta mál á siðustu árum, en það hefir borið lítinn á- rangur vegna þess, að máttugir menn i Höfn hafa þótzt betur farnir með því, að bælt væri niður þetta umtalsefni. Og svo hefir liðið tim inn, alt til þessa, að engin veruleg gangskör hefir verið gjörð að því. að ver.ða mætti breytingar um hagi Grænlands. — Það er einsog Dönum hafi afnan verið það svo lagið, að þrjú dáin. Elzta dóttirin, Guðný, er gift hérlendum manni og búa þau vestur við haf. Einn son eiga þau þar lika, er Jóhann heitir. Þrjú börnin eru hér í bænum: Asgeir, Ingibjörg og Margrét. Jarðarförin fór fram frá likstofu Arinbjarnar Bardals laugardaginn 7. þ.m. vestur til Brookside grafreitar, og talaði síra Rúnólfur Marteinsson yfir kistunni. Eiga ættmenni hans og vinir trú- um og tryggum vin á bak að sjá, og við burtför hans hefir fækkað í hópi vorum einum hinna sérkennilegu Islendinga, er hingað fluttu á fyrri árum. Æfikjör hans voru sjaldnast blið, fremur en þeirra, er við fá- tækt alast upp og við fátækt hafa að búa alla æfi. Yar það þó ekki af því, að kona hans eigi gjörði sitt til, að bæta hag heimilisins, því hún hefir ávalt i öllu verið hin umhyggjusam- asta móðir, og börnum sínum at- hvarf í bliðu og stríðu. í veikindun- um stundaði hún mann sinn með sömu alúð og hún svo oft áður studdi heimilið, með óskiftum kröft- um, og er hún öllum þakklát, er réttu henni hjálparhönd meðan á veikindunum stóð. En upplag Árna var það ekki, að draga saman fé með nurli, og ef einhver var, sem hann gat miðlað greiða eða saðn- ingar, þá stóð aldrei á þvi. Er nú dagurinn liðinn og æfinni lokið, og þreyttum gott að hvílast.— Friður sé með moldum hans, og blessun guðs með ættingjum og vin- um! B. Æfiminningar. Ámi Jónsson Hér utan við bæinn, vestur i St. James, andaðist þann 5. þessa mán- aðar úr krabbameini, eftir langa legu, Árni Jónsson, er til skams tíma bjó hér í bænum. Fluttu þau hjón þarna vestur fyrir eitthvað tveimur árum og hafa átt þar heima siðan. Árni var með einkennilegri lslend- inguin í sjón, þrekinn vexti og burða mikill; jafnast kátur og spaugsamur og hafði þá mest gaman af að tala um það, sem áður hafði við borið heima, þegar hann var að alast upp. Hann var dökkur á hár fyrri hluta aldurs, en orðinn hvítgrár fyrir hær- um, er hann andaðist. Kyrkjumaður var hann ekki mikill, en ávalt brjóst- góður og gjöfull og gestrisinn við alla, meðan hann mátti nokkuð veita, ef hann hélt að þeir hinir söinu þyrftu nokkurs með. Fátækur var hann alla æfi, og bar því minna á þessum kostum hans en annars, og varð honum þar ekki eins dæmi. Frændrækinn og vinfastur og sinum hugull eins lengi og hann mátti og heilsan leyfði. Hann var lundstór nokkuð og ó- væginn, þegar þvi var að skifta, og brá i því til sumra eldri íslendinga, en hreinskilinn og ekki langrækinn. Árni var fæddur að Auðnum i Sæ- mundarhlið í Skagafirði, 14. mai 1854, sonur hjónanna Jóns Þorleifs sonar og Sigríðar Símonardóttur, er þar voru til heimilis um það leyti. Ólst hann upp á Auðnuin hjá Birni bónda Árnasyni, Þangað til hann Hmh®k l Með innstæði í banka geturðu kepyt með vildarverði. 3>ú veist að hvað eina er dýrara verðurðu að kaupa f lán—Hversveg- na ckki að temja sér sjálfsafneitun um tíma ef nauðsyn ber til, má opna spari- sjóðsreikning við Union Banka Canada, og með peninga í höndum má kaupa með peningavcrði. Sá afsláttur hjálpar til að auka bankainnstæðu þína, og þú hefir gert góða byrjun í áttina til frjálslegs sjálfstæðis. OFCANADA LOGAN AVE. OG SARGENT AVE., OTIBC A. A. WALCOT, Bankastjórí Sesselja Chrístianson Fyrir nokkru síðan var þess getið í Heimskringlu, að látist hefði 3. september 1914, á heimili sínu í Spanish Fork, Utah, konan Sesselja Jónsdóttir Christianson. Voru það innvortis meinsemdir, sein snerust á endanum upp í tæringu, sem hana leiddu til bana, eftir langa legu og þjáningar miklar. — Hún var jarð- sett í grafreit bæjaríns hinn 6. s.m., að viðstöddu hinu mesta fjölmenni.. Uin ætt og ættfólk Sesselju sálugu vituin vér mjög lítið, utan að hún var dóttir Jóns bónda Péturssonar og Guðnýjar Eiríksdóttur, hjóna í Hólmahjáleigu og síðar á Borgar- hóli i Austur-Lanðeyjum í Rangár- vallasýslu á íslandi; cn kjördóttir herra Bjarna Bjarnasonar, sem lengi bjó á Kyrkjulandi, rausnarbúi. Var hann alþektur um alt land, sem völ- undur í smíðum, sérstaklega á málma; hugvitsmaður hinn mesti og mentaður í bezta lagi. Hann andað- ist í Spanish Fork hjá dóttur sinni í kringum siðastliðin aldamót, þá há- aldraður öldungur. Sesselja var fædd 26. febrúar 1878, en fluttist til Ameríku með fóstra sinum og fólki hans árið 1886. — Hún giftist 6. janúar 1891 eftirlif- andi manni sínum, hr. Eggert C. Christjanssyni, frá Steðja i Hörgár- dal í Eyjafjarðarsýslu, og hafa þau hjón búið í Spanish Fork siðan og farnast vel. Þau eignuðust 9 börn á samverutímanum; 3 stúlkur og 6 pilta; lifa 7 a f þeim ennþá, 2 dætur og 5 synir, á aldursskeiðinu frá 8— 23 ára. Eru þau öll heima í foreldra- húsum, og syrgja nú, ásamt með föð- ur sínum fráfall ástríkrar moöur og elskaðrar eiginkonu. Við dauða Mrs. Christianson, að kalla mætti á bezta aldri, og á há- degi lífsins, hefir að nýju höggvist stórt og mjög tilfinnanlegt skarð í vorn fámenna íslendinga hóp hér í Spanish Fork; því hún var ein í tölu vorra merkustu kvenna. Sem eiginkona, móðir og húsfreyja var hún fyrirmynd. Hún átti hér fjölda vina, en mikið fáa, ef nokkra óvild- armenn. Sem vinur vina sinna og ná- búi naut hún almenningshylli. Er liennar er því sárt saknað, ei aðeins af eiginmanni hennar og börnum, sem sárast tekur missirinn, heldur af öllum, er hana þektu, og höfðu þá ánægju, að kynnast henni og vera með henni á lifsleiðinni. Blessuð sé og verði ávalt minn- ingin, sem lengi mun lifa i brjóstum vorum! Friður drottins hvíli yfir mold- um bennar! í umboði vina og vandamanna hinnar látnu, flytjum vér minningu hennar hér ineð þessum fáu línum vora síðustu kveðu. Einar H. Johnson. Halldór hafði verið skipstjóri i nitján ár, og var i siglingum milH ýmsra landa. Þegar hann fluttist til Skotlands með fjölskyldu sina, var hann skipstjóri á botnvörpuskipinu Pointer, sem síðar var nefnt Skúli Fógeti, og sem fórst i Norðursjónum í haust, Halldór var, að sögn, atorkumað- ur mikill, vel gefinn og mikils met- inn af öllum, sem kyntust honum. Hann var búinn að vera á fjórða ár British Columbia. Sonur hans var j kominn hingað til lands einu ári á ^ undan honum, og er nú i Yancouv- cr, B.C. Hann er nitján ára gamall, mannvænlegur og góSur piltur. — (Reykjavíkur-blöðin eru vin- samlega beðin að birta þessa dánar- fregn). Svefn hins réttláta. -♦ Sætt mun veslings sannleikinn Sofa um þessar mundir, Hlekkjaður við höggstokkinn Ilermanns breddu undir. Stephán G. Stephánsson. Karólína Ragnh. Magnásdóttír. Þann 30. okróber varð hörmulegt slys: þegar skólabörnin voru á heimleið frá Holly Wood skóla, skamt norður frá Wild Oak. Einn drengurinn hélt á hlaðinni byssu. Skot fór úr byssunni; fyrir þvi varð stúlka, ein af skólabörnunum, og beið þegar bráðan bana. Bæði voru þessi börn islenzk. Stúlkan, sem fyrir skotinu varð, hét Karólína Bagnheiður Magnús- dóttir, á 16. ári, fædd 18. april 1899; dóttir hjónanna Magnúsar Kaprasí- ussonar og Guðnýjar Jónsdóttur, sem eru búandi hjón hér i Big Point bygð, bæði ættuð úr Borgarfirði suður. Hin látna meyja var fríð sýnum, vel greind, góð og hugljúf, og vel gefin i hvivetna. Harmur foreldra og systkina er , að vonum, mjög sár. Jarðarförin fór fram þann 3. þ. m. Síra Bjarni Þórarinsson jarðsöng hana í grafreit Big Point manna. Jarðarförin var mjög fjölmenn. Wild Oak P.O. (Big Point), Man., 10. nóvember 1914. Fregnriti Hkr. Halldór skipstjóri Sigurðsson Þann 28. september síðastliðinn drukknaði Halldór skipstjóri Sig- urðsson í Fraser-fljóts inynninu : British Columbia. Hann var i þjón ustu .The Bell-lrving Cannery Co. (A.B.C. Pockers), og var skipstjóri á gufubátnum Ivy. Halldór sál. var fæddur 14. des- einbermánaðar 1868, að Bjarteyjar var 14 ára að aldri, að hann fór að | sandi á Hvalfjarðarströnd á Islandi vinna fyrir sér. Var hann um eitt Kona hans hét Ingibjörg Helgadótt skeið á Ríp i Hegranesi, hjá síra Ól- afi Björnssyni, og víðar. Árið 1882 gekk hann að ciga Guð- rúnu, dóttur hjónanna Konráðs og Guðrúnar frá Glæsibæ, og voru þau um tíma i Krossanesi, áður en þau fluttust hingað vestur. Sumarið 1887 fluttust þau hingað og settust að hér i bæ. Vann Árni við byggingavinnu og var talinn bezti verkmaður. Átta börn eignuðust þau hjón og eru ír. Fyrir hér um bil fimtán árum síð an fluttist hann með konu sína og son, Helga Sveinbjörn, til Aberdeen á Skotlandi, og þar dó kona hans fyrir nálega átta árum. Halldór tók stýriinannspróf í Reykjavík árið 1895, og mun Markús Bjarnason þá hafa verið kennari við stýrimannaskólann þar, ásamt síra Eiríki Briem. Menn, hér er yðar tœkifæri: Kaup borgat5 allan veturinn þeira sem ganga á Hemphill’s Canada’s elzta og stærsta rakara skóla; viö kennum rakara i5nina alla á tveim- ur mánuíum. Stö5ur útvegaóar fyrir eins hátt og $25.00 um vikuna, e5a vi5 jjetum selt þér rakara stofu me5 mjbg vægum mána5ar afborg- unum; vi5 höfum svo hundru5um skiftir af hentugum stö5um. Afar eftirspurn eftir rakörum sem hafa Hemphill’s skírteini; láttu ekki Iei5a þi5 afvega; komdu vi5 e5a skrifa5u eftir ljómandi ókeypis skrá. HEMPHILLS 220 PACIPIS AVENUE, WINNIPEÖ á5ur Moler Barber College útibú 1 Rfgina, Sask og Fort WIIl- iam, Ont. - Manna þarfnast til a5 læra auto- mobile gas-tractor i5n á Canada’s bezta gas-véla skóla. A5eins fáar vikur þarf til a5 læra. Verkfæri kostna5arlaust. Okkar lærisveinar læra a5 fullu a5 fara me5, og gjöra vi5 automobiles, auto trucks, gas- tractors, marine og stationery vél- ar. Vi5 hjálpum til a5 útvega vinnu sem vi5gjör5armenn, chauffeurs, gas-tractor engineers. salesmen e5a demonstrators. Komi5 e5a skrifi5 eftir ljómandi ókeypis skrá. HEMPHILLS 4K3H MAIN STREET á5ur Chicago School of Gasoline Engineering. Fremstn Í5na5ar akúlar f Amerlkn. Einu i5na5arskólar í Ameríku sem halda sérstaka ókeypis atvinnu- veislu. Skrifstofa til handa þeim sem útskrifast. l-»"l I‘II !■■» ■> i w** : SHERWIN - WILLIAMS •• A DA MS BROS. Plumbing, Gas & Steam Fitting Viðgerðum sérstakur gaumur gefin. -588 SHERBR00KE STREET— Cor. Sargent DR. S. IV. AXTELL CHIROPRACTIC & ELECTRIC TREATMENT. Engin meðul og ekki hnífur 258y2 Portage Ave. Tala. M. 3296 Taki5 lyftivélina upp til Room 603 P AINT fyrir alskonar húsmálningu. Prýðingar-tfmi nálgast nú. •• . Dálítið af Sherwin-Williams | [ * húsmáli getur prýtt húsið yð- • • ar utan og innan.—BRÚKIÐ |* • ekkert annað mál en þetta.— Ij. i. S.-W. húsmálið málar mest, , fegurra en nokkurt annað hús • • ■ mál sem búið er til.—Komið ** I inn og skoðið litarspjalið.— 4- OKUDIJM tilbo5um áritu5um til und- irskrifa5s og merkt, “Tender for Fitt- ings for Post Office, Carman, Man., ver5ur veitt móttaka á skrifstofu und- irrita5s þar til kl. 4 e.h. á mi5viku- daginn, 9. des. 1914 for Fittings for Post Office, Carman, Man. Tilbo5um ver5ur ekki veitt móttaka nema þau séu skrifu5 á ey5ublö5 sem til þess eru ætlu5 o«r sköffu5 eru af Deildinni, og tilbo5in ver5a a5 vera skrifu5 samkvæmt fyrirsögn í ofan- greindum ey5ublö5um. Uppdrætti og skýrslur má sjá hjá Mr. Jairies Brown, nerk of works endist lengur, og er áferðar- T Post Office, Carman Man., Mr. H. E. , , , . , T Matthews, resident Architect, Winni- peg, Man., og í Deild Opinberra Verka Ottawa. Vi5urkend banka ávísun fyrir 10 p. c. af upphæð þeirri sem tilboðið sýnir, og borganleg til Honourable The Min- ister of Public Works, verður að fylgja hverju tilboði. í umboði, R. C. DESROCHES, ritari, Deild Opinberra Verka Ottawa, 20. nóv., 1914 69562 45-1 9-29 ; CAMERON & CARSCADDEN $ QUALITY HAKDWARE I Wynyard, - Sask. í :* ÍSLENZKA LYFJABÚÐIN Vér leggjum koat, i ati hafa og láta af hendi eftir læknlaá- vTaan hin beztu og hrelnustu lyf og lyfja SenditS ySar til efnl sem tll eru. læknisávisanirnar E. J. SKJÖLD Lyfjasérfræðings (prescript- ion specialist) & horninu & Wellington og Simcoe. Garry 4368—89 Meö þyl aö biftja refínlega nm ‘T.L. CIGAR,” þA ertn viss að fA ágmtan vindil. T.L. (t'NIOli MADEI Wentern Cigar Faetory Thomas Lee, eigandi Winnnipeg EINA ISLENZKA HÚÐABÚÐIN í WINNIPEG Kaupa og verzla með hnðir, gærur, og allar tegundir af dýraskinnum, mark aðs gengurn. Líka með ull og Seneca Roote, m.fl. Borgar hæðsfa verð. fljót afgreiðsla. J. Henderson & Co... Phone Garry 2590.. 236 King St., Winnipeg

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.