Heimskringla - 26.11.1914, Blaðsíða 4

Heimskringla - 26.11.1914, Blaðsíða 4
BLS 4 HEIMSK EINGLA WINNIPEG, 26. NÓVEMBER 1914. Heimskringla (Stofnuð 1886) Kemur út á hverjum fimtudegi. trtgefendur og eigendur THE VIKING PRESS, LTD. VertS blat$sins i Canada og Bandaríkjunum $2.00 um árit5 (fyrirfrarn borgab). Sent til íslands $2.00 (fyrirfram borgab). Allar borganir sendist rát5s- manni blat5sins. Póst et5a banka lvisanir stýlist tii The Viking Press, Ltd. Ritstjórl M. J. SKAPTASON Rát5smat5ur Sveita og bæj'arkosn- ingar í fylkjinu. Kosningar fara nú í hönd í bæjuin og sveitum. Nú er tíminn fyrir hvern og oinn, að taka þátt í stjórn þeirra mála, sem varða hann sér- stakiega og persónulega. Nú er tæki- færið að sýna, að menn hafa áhuga á sveitarmálunum, uppfræðslumál- unum, hagnaði sveitanna, borganna, bændanna, verkamannanna. N'ú ætti ekki að Jiurfa að drnga menn til at- kvæðabúðanna. Nú ætti ekki að sala, “blindsvina”-sala, eða nein' önnur brögð i Jiessu, Iiverju nafni ! sem nefnast. Það cr algjört vinbann. Mennirnir, sem á hverju einasta; ári drukku samtals bilíón dollara ($1,000,000,000) virði af “vodka”, sjá nú ekki dropa allan árshring- inn. Enginn Jiessara manna sést nú nokkru sinni ölvaður. Á einni nóttu var tappinn sleginn fastur í tunn- una. Mennirnir, sem ekki gátu lifað svo nokkurn dag, að ekki væru lieir meira eða minna fullir, fengu nú ekki einu sinni að lykta af Jiví um alt hið víðlenda ríki. /fússastjórn hafði einkasölu. • H. B. SKAPTASON Skrifstofa 729 Sherbrooke Street, Winoijiejj BOl 3171. Talsimf Garry 4110 Bakkus dysjaður. þurfa að skamma menn, eða gylla, eða múta mönnum, til þess að taka | þátt í sínum eigin málum. Nú er timinn til að láta hælinn inarka svo, að sporin vor sjáist i framtíðínni. Nú er tíininn til að láta pennann marka krossinn, hvar vér stönd- um. Og nú er Rússinn farinn að ganga á undan öðrum með góðu cftirdæmi. Aldrei fyrri hefir það komið fyrir i heiminum, að á einuin degi væri lokað brennivinskrám og knæpum fyrir 160 milíónir manna. öld eftir öld hafa beztu mennirnir verið að reyna að berjast fyrir þessu. Þús- undir félaga hafa árum saman verið að vinna að þessu i öllum löndum, og eru enn að þvi. Ræður eru flutt- ar i hverri sveit og sókn og félög stofnuð. En þarna dregur harð- stjórinn, einvaldurinn, barbarinn nafn sitt i einum pennadrætti — og alt hið viðlenda Rússland er “þurt” og nægtagyðjan hcllir blessun sinni yfir þúsundir heimila, og friðurinn rikir á heimilunum og ánægjan og gleðin og farsældin og virðingin. Er það ekki dálítið ihugunarvert þetta, og gleðiefni fyrir alt mann- kyn? Orsakir stríðanna. Ef þú átt grip einn, sem þú vilt j gjöra þér verðmætan, þá verður þú fyrst og fremst að líta eftir fóðrinu, sem þú lætur hann hafa. Ef þú hefir barn til að ala upp, J)á verður þú að lita eftir hinu andlega fóðri þess, hugmvndunum, sem hin gljúpa: barnssál drekkur i sig og eftirdæm- um öllum, sem Jiað daglega lærir af og mótar það fyrir framtíðina. Ef þú vilt komast fyrir orsakir stríðs- ins rnikla, Þá verður þú að leita í hinum andlegu hreyfingum þjóð- anna, kenningum háskólanna, pré- dikunarstólanna, blaðamannanna, lifi og kenningum prófessoranna, stúdentanna, og allra þeirra, er mest \ áhrif hafa á Jijóðirnar. Maðurinn er j sem leir, sem hnoða má og gjöra af: ýmsar myndir, bæði fagrar og Ijót-1 ar, elskulegar og hryllilegar. Bakkus heima. 1 sveitinni Bifröst eru menn nú að berjast um Bakkus gamla, eða ré-ttara: búa sig undir það, hvort hann skuli liggja þar í gröf sinni um ótiltekinn tíma, eða hann skuli vak- inn upp aftur. Af þessu blaði Heimskringlu sézt það, hverju megin blaðið muni vera. Og vér efumst um það, hvort nokk- ursstaðar í heimi sé hægt að draga fram jafnsterka sönnun fvrir al- gjörðu vínbanni, einsog skýrt er frá núna i Heimskringlu, Þegar Rúss- inn, siðlaus, forugur, fáfróður, ólæs og óskrifandi, sífullur, tættur og rif- inn og oft og tíðum dýrum likur, — þegar hann, sem inenn hafa liaft að viðkvæði, á einni nóttu kastar þess- um dýrslega ham. — 160 millíónir inanna brenivinslausar á einum sól- arhring! Eigum við að standa tröppu neðar en þeir? (íetuin vér hugsað oss, hve óend- anlega blessun og gleði og ánægju og farsæhl og frið og kærleika þetta hefir breitt vfir borg og bý og inn á hvert einasta heimili? Enginn efast uin áhugann í þing- kosningum. Hann er svo mikill, að hárin standa á höfðum vorum, sem burst á göltum, og þó standa þau mál oss oft fjær en heimainálin; þá eru hárin slétt. Einkum bera margir það fram, að vér séum afskiftalitlir i bæjarmálum; vér tölum svo mikið, en gjörum svo litið. Hvar er nú þjóðræknin og bróðurástin til landa vorra? Væri það ekki sæmd og heið- ur, að fylgja fram löndum vorum til embætta og framkvæmda, ef að vér höfum góða menn, sem eg efast ekki um, að margir séu til, — fylgja þeim fram, án tillits til flokka allra, minn- ast ekki á það, og láta oss það engu skifta, af hvaða flokki þeir eru, ef það eru góðir menn og hæfir til þess verks, sem þeir eiga að gjöra? Og umfram alt verðum vér að sýna áhuga, og að oss standi ekki á sama, hvor endinn sp uppi. Það er einkenni vesælinganna og fáráðling- anna. Með þeim hætti þurfum vér ekki að hugsa ,til þess, að vinna oss álits hérlendra manna. En ef að vér hölduin saman, þá verða áhrif vor hálfu meiri, en værum vér tvískiftir eða þrískiftir; og ef að vér viljum skifta oss af einhverju máli, þá verð- um vér að ganga að því af áhuga og kappi, en ekki með hangnndi hendi. Hvert stefnir. Eg fór inn í leikhús um daginn; gjörði það fyrir kunningja minn.— Þar voru bæði myndasýningar og lika leikið. Húsið var troðfult. Ekki vissi eg, hvort þar voru nokkrir fs- lendingar. nema við. Við sátum aftar lega, því við komuin seint og sáuin yfir alla hjörðina. Þar var höfuð við höfuð og fólkið augsýnilega á- kaflega ánægt. En vfir hverju það var svona ánægt, gat eg ekki skilið, því að eg sá ekki nokkurt einasta atriði, sem mér þótti nokkuð í var- ið, nema mynd eina af herskipi á sjó. Hvikan á sjónum og bylting skipsins á öldunum var náttúrleg. Eg fór því að hugsa um heilana hjá þessu fólki, og hvað J)ar væri að gjörast inni; hverjar hugmyndir væru þar á ferðum. Þeir voru svo hjartanlega glaðir yrir þessu, bless- aðir litlu heilarnir, — Jiarna var þeirra paradís. “Þetta er þjóðin, sem kemur á eft- ir okkur”, hugsaði eg. “Þarna er hún að leita svölunar anda sínum; þarna er hún að auðga anda sinn, safna fjársjóðum fyrir koinandi tim- ann, til þess að byggja upp rikið, — byggja upp þjóðfélagið, byggja upp heimilið. Og þó eru allir að kvarta um hina hörðu tíma. Vitaskuld er margfalt betra að vera þarna en inni á knæpunum. En annaðhvort er það alt bull um hina hörðu tíma, eða mennirnir búa sig undarlega undir hinn komandi sult og vinnuleysi hér í bænum i vetur. Breytingin á Rússanum Vinbannið algjört ufir alf hið mikla ríki. 'Þarf maðurinn endilega að vera dýr? Vilja konurnar hafa mennina sína svo; meyjarnar unnusta sína, eða mæðurnar sonu sína? Vér vonum ekki, — vér vonum að atkvæðin sýni |>að, þegar til dóms kemur. Maðurinn, sem kom þessu á, er Michael /J. Tchelisheff. Bannið held- ur áfram, þó að stríðinu linni. Það er Tchelisheff sjálfur, scm segir fregnrita Associated Press all- an gang málsins. Það er ,ekki hálfgjört kák þetta, svo að suinuin sé lofað að selja, en sumum ekki; það er engin laumu- Sama daginn, sem stjórnin fór að kalla hermennina til vopna, komu sérstakir lögregluþjónar að hverri knæpu, þar sem “vodka” var selt, innsigluðu og settu lás fyrir hvern einasta brennivinsklefa og settu hið keisaralega innsigli á knæpuna. Og upp frá þeim degi hefir “vodka” hvorki verið selt né búið til á Rúss- landi. Það varð á svipstundu afgjört bindindi yfir alt hið mikla ríki. En þá hvarf líka drykkjuskapur í landinu á einni svipstundu. Það sézt líka feykileg breyting á bænd- unum. Þeir sýnast vera alt annar kynflokkur, en þar var áður. Áður litu þeir illa út; voru sultarlegir, þreytulegir og rifnir og óhreinir. Það var einsog þeir væru sisvangir. Nú eru þeir miklu hreinni, karlar og konur, miklu betur til fara. Og nú eru þeir- farnir að spara. Einkum sézt þetta í stórborgunum Moscow og Petrograd. 1 báðum þess- um borgum voru lögreglustöðvarn- ar á hverjum helgidegi troðfullar af fullum Rússum; þeir lágu í hrúg- um í hliðargöngunum og jafnvel á strætunum sjálfum. Nú er alt orðið svo breytt, að konur geta einar geng- ið um borgina á nóttum, þar sem tæplega var fært karlmönnum áður. Og það er einn maður, sem eig- inlega hefir lyft þessu Grettistaki. Það er hann Michael D. Tchelisheff, bóndason einn. Hann bjargaðist á J)ví að mála hús. Varð seinna borgar stjóri i Samara og er nú millíóna- eigandi. Maðurinn er vöxtulegur, 6 fet og 4 þumlungar á hæð, og allur þrekinn; 55 ára gamall er hann, en lítur miklu yngri út. Þegar hann kemur til Petrograd, tekur hann vanalega herbergi á beztu hótelunum; en gengur um í blárri peisu, girtur belti skrautlegu, í viðum buxum, sem brotnar eru of- an í hnéhá stígvélin. Tchelisheff segist hafa alist upp í smábæ einum, og voru J)ar engir skólar; en liann lærði að lesa og gleypti hvert blað og bók, sem hann náði í. Hann tók fljótt eftir drykkju- skap Rússa. En um 1880 kom mikil hungursneyð yfir Rússland og fylgdu því óspektir viða. Sá hann þá stóran hóp manna koma til land- eiganda nokkurs og heimta af hon- um alt J)að korn, sem hann átti til i hlöðu sinni. Honum þótti þetta undarlegt, og skildi ekki í J>ví, að ærlegir bændur væru þarna að fremja regluiegt rán og ofbeldi. En eftir því tók hann, að hver einasti maður, sem þarna tók J)átt í ránum þessum, var meira eða minna ölv- aður. Hinir mennirnir í þorpun- uin, sem ekki voru i för þessari, voru engir drykkjumenn og þeim leið öllum vel og hjá þeim var eng- in neyð og enginn skortur. Hann réði nú af að berjast eftir mætti á móti brennivínsdrykkjunni. Þegar hann var orðinn bæjarráðs- maður í Samara, átti hann heilmik- ið af húsum og voru leiguliðar hans verkamenn. Þá varð það eitt sinn, að bóndi einn, í fylliríi, varð konu sinni að bana. Þetta herti á honum, svo að upp frá l)essu lagði hann sig allan fram á móti brennivinsdrykkj- unni. Hann vissi vel, að stjórnin hafði brennivínssöiuna á hendi til þess að græða á henni. Og nú reiknaði hann út, hvað hún græddi á því, að selja brennivín í Samara. Síðan kom hann fram með lagafrumvarp þess efnis, að bærinn greiddi stjórninni jafnmikla peninga upphæð og hún græddi á brennivinssölu þar, en aft- ur á móti skyldi stjórnin afnema alla brennivínsölu í bæ þessum. —I Þetta gekk i gegn. Og svo var til- boðið sent stjórninni, en hún þver- tók fyrir, að verða við tilmælum bæjarins. Þá segist hann hafa farið að hugsa, að stjórninni væri engin þægð í því, að menn væru ófullir, því að það væri að hennar áliti létt- ara, að stjórna fullum manni en ó- fullum. Þetta var svo fyrir sjö árum. Svo var hann kosinn borgarstjóri í Sam- ara, hiifuðborginni í Volga hérað- inu, og eru í héraði þvi meira en 250,000 ibúar. Seinna var hann kos- inn til þingsins (Duma) í Petro- grad. Bar hann þar fram lagafrum- varp um, að íbúar hverrar borgar hefðu leyfi til að loka iillum brenni- vínsbúðum í borginni, og á hverja flösku skyldi letrað stórum sfötum: “Eitur”. Þetta komst í gegnum þing- ið, og var lagt fyrir ríkisráðið, en því var stungið þar undir stól. Finnur keisarann. “Eg fór nú á fund keisarans”, seg- Ofriðurinn. Yfir Evrópu aldurtili veifar bitrum brandi. Daut5adreyri drýpur af egg er hann skýfjöll skeibar (Lag: Watchman! What of the Night.). Heyr váþrunginn víga dyn. Sjáið Valhallar opnar dyr. Eftir helvegi ríður ið hvíta kyn — aldrei heimunnn þekti slíkt fyr. 1 loga er Evrópa öll og eldurinn berst um heim, líkt og bálandi æði fram grimmúðg Gjöll að gjöreyða löndum þeim. í Syrgisdal situr um bráð Hmn soltni og grimmi örn. Móti hungursins ógn er engm vörn hjá ekkju með nakin börn. Um himininn helflugan skýzt. I höfunum drápsvél býr. Og um hervöll fallbyssan hvatskeytt brýzt mót hverjum, sem móti snýr. Hvert illvirki óvin gert, er ástverk og hugarfró. Og hvert mannslíf er alls eigi meira vert en moðsalli, stráð um kró. Frá hásætum hljóma orð: “Ó, herra! oss sigur veit. Og þín náð láti fjandmanna fjölgast morð, svo falli’ öll þeirra sveit”.--- Ó, drottinn drotnara’ á jörð! Sérðu dýrið klætt þinni mynd? Engin skepnan, sem lifir í lífsins hjörð svo leikur Kains synd. Lát friðarorðið þitt sannast, sjást, og sorg breyt í gleðitíð. Tengdu bræðranna hjörtu í eming og ást svo aldrei þekkist stríð. Sept. 1914. Þ. Þ. Þ.. ir Tchelisheff. “Var hann þá í kast- alaborg sinni á Krimskaga og veitti hann mér hina beztu áheyrn. Fanst honum mikið til um það, er eg sagði honum. að það væru fullir og hálf- fullir menn, sein mestan þátt ættu í öllum óspektum og upphlaupum á Rússlandi. Og eg nefndi til upp- hlaupin í Sveaborg, Kronstadt og Sebastopol, er sjómennirnir gjörðu þar þessi upphlaup, einsog öllum heimi er kunnugt. Sagði eg og sann- aði honum, að frumkvöðlar þeirra hefðu allir verið tírykkjumenn, og meiri hluti sjómannanna hefðu ver- ið fullir, þegar upphlaupin byrjuðu. Áður en við'skildum lofaði keisar- inn mér því, að hann skyldi tala við fjármálaráðgafa sinn hið allra fyrsta um það, að afnema alla bbrcnnivínssölu á Rússlandi. Skriffinnar stjjórnarinnar koma i veg fgrir vínbannið. urinn vann tvöfalt nú við það, sem hann vann áður. Konurnar og börn- in voru vanalega áður blá og marin, því bændurnir börðu konur og börn sín, er þeir voru fullir. En nú var sem lifðu þau í sæluástandi,, sem þau aldrei hafði dreymt um. Nú hætti barsmíðið og skammirnar. Og J)að var nóg brauö á borðinu og mjólk handa börnunum og eldiviður í stóna. Eg fór nú að vinna fyrir þessu í blöðunum og senda og búa til nefnd- ir til yfirvaldanna, að lengja þetta timabil vínbannsins ineðan stríðið stæði yfir. Þetta féll keisara svo vel, að hann lét það boð út ganga, að svo skyldi vera. Svo gjörði eg aðra kviðuna, að fá tekin vínsöluleyfin frá klúbbun- um og matsöluhúsunum, og þetta gekk alt í gegn, svo að nú er ekki lengur hægt, að fá nokkursstaðar vín að drekka á opinberum stöðum Mér féll svo illa, að geta ekki kom ið á lögum um afnám vínsölunnar, að eg sagði þingstörfum af mér. Skriffinnar stjórnarinnar höfðu komið í veg fyrir lögin. Kokusoff, fjármálaráðgjafi, sagði að þetta væri háski mikill, að svifta stjórn- ina bilíón rúbla tekjum á ári (500 milíónum dollara), en láta ekkert koma i staðinn. Eg fór þó ekki úr Petrograd, þó að eg léti af þingmensku, og á með- an eg var })ar fór keisárinn um sveitirnar í kringum Moscv)w, og sá þá sjálfur mikið af bölvun þeirri, sem brennivínssölunni fylgir. Þeg- ar hann kom heim, rak hann Kok- ovsoff, og tók hinn núverandi fjár- málaráðgjafa, M. Bark, i hans stað. Áhrif bannsins. En köllun hermannanna í stríðið flýtti fyrir hinum nýju lögum. Niku- lás stórhertogi mundi vel eftir því, livaða bölvun og hneyksli vínsalan og drykkjuskapur hermannanna gjörði Jieim 1904, og bannaði að selja nokkurt vín fyrir mánaðar- tima, ncma á klúbbuin og dýrustu hótelum. Þetta hafði ágætar afleið- ingar. Þó að þungi stríðsins legðist yfir landið; Jxí að störf flest hættu og verksmiðjunum væri lokað, og járnbrautalestirnar hálfhættu að ganga, J)á varð þó ekkert hallæri úr því. Og peningar jukust á spari- bönkum og verzlun varð meiri i kjöti og öðrum matvörum og fatn- aði og húsbúnaði.. Nú brúkuðu menn fvrir rjauðsynjar sínar þær 30 milíónir rúbla, seip menn höfðu brúkað á degi hverjum til þess, að kaupa sér “vodka” fyrir. Vinnudagar fjölga. Og vinnudagarnir voru áður þetta þrír og fjórir á viku, en nú urðu þeir sex, þegar helgidagar drykkju- mannanna gengu úr gildi. Og vinnu- dagurinn varð lengri, og verkamað- á Rússlandi. Fundnar nýjar tekjugreinir. Annar mánuðurinn, sem vínbann- ið var í gildi, gjörði hagnaðinn við brennivínsbannið svo augljósan öll- um inönnum, að J)egar vér heim- sóttum hans liátign keisarann til að þakka honum fyrir þcssar nýju skipanir, J>á hét hann l)ví, að stjórn- in skyldi aldrei framar selja eða leyfa að selja vín eða “vodka” á Rússlandi hinu mikla og var stór- hertoga Constantin sent rafskeyti um það þá }>egar. Nú var eftir að fá tekjur í skarð- ið, og var tekið til starfa, svo að nú er lagafrumvarp um það fyrir þing- inu. Ekki er til ætlast, að gjöra það með nýjum álögum, heldur fá tekju- hallann upp með betri stjórn og fyr- irkomulagi á eignum krúnunnar. ENN ÓFRIÐLEGT í MEXICO. 1 Mexico liafa Jieir verið að jag- ast og rífast, og l)á orðið laust um hnefann stundum. Villa hefir ekki viljað leggja niður vopnin, nema Carranza segði sig frá öllum völd- um. og var svo annar maður kosinn. Guiterres að nafni. En ríkismenn og landeigna menn vildu ekki missa Carranza, og svo byrjaði sennan aft- ur, og nú heldur ViIIa suðut með flokk nokkurn til Mexico borgar. — Þeir Carranza sendu lið á móti hon- um, en þegar þeir mæta Villa, þá ganga þeir í lið með honum, i stað þess að berjast. Og nú er Carranza með stjórnina flúinn úr Mexicóborg suður í land, en Villa flýtir sér suð- ur alt, sem hann getur til }>ess að ná höfuðborginni. — Þeir eiga þar eftir, að dangla hver á öðrum og ota kutum sinum saman nokkur árin ennþá, piltarnir, ef að aðrir st 'rri skerast ekki i leikinn. BORGARAEIÐUR Allir menn, sem eru af þjóðflokk- um þeim, sem eru í cifriði við Breta og eru hér i Canada, verða að vinna borgaraeið. Annars geta þeir ekki greitt atkvæði í sveitamálum. Fréttagreinin viðvikjandi þessu, dags. Ottawa, 19. nóv. 1914, er þann- ig hljóðandi: Skrásemjendur og eftirlitsmenn (Deputy Returning Officers) í sveitamálum, hafa nú nýrri skyldu að gegna, og Jiað verður liklega í fyrsta sinni i sögu Canada, að ýmsir menn, kannske nokkuð margir, sem á atkvæðalistunum eru, fá ekki að greiða atkvæði skilyrðislaust. Það er hér fjöldi mesti af mönnum af þýzku, slafnesku og tyrknesku kyni, sem ekki hafa tekið borgararétt í Canada. Þeir hafa þvi ekki réttindi þau, sem borgararé.ttinum fylgja. Nöfn þeirra standa á listum atkvæð- isbærra inanna, sem leiguliðar eða verkamenn, eða gæzlumenn, eða borðmenn, og verður það skylda allra eftirlitsmanna, að banna þeim að greiða atkvæði, ef þeir reyna það. En til þess að gjöra það, þarf að taka eið af öllum mönnum af út- lendu kyni, hvort sem þeir eru borg- arar eða ekki. VÍNBANNS FUNDIR Mikilsvarðandi fundahöld fara fram i Bifröst sveit i næstu viku. Verður á fundum þeim rætt um bæn- arskrá þá frá hálfu vinmanna um, að afnema hið núverandi vínbann l sveitinni. Fundirnirnir verða á þessum stöð- um og tímum F'ramnes, i nýa samkomuhúsinu i Bjarnastaðahlíð, 7. des. kl. 2 e. m. Árborg, i Good Templars Hall, 7. des. kl. 8 e. m. Gcysir, í Gcysir Hall, 8. des. kl. 2 Icelandic River, i Bændafélags- húsinu, 8. des. kl. 8 e. m. Hnausum, i skólahúsinu, 9. des. kl. 3 e. m. Vidir, í skólahúsinu, 12. des. kl. 2 e. m. Allir þessir fundir eru boðað- ir af þeim, sem eru með banninu og verða ræðumenn frá þeirra hálfu á öllum fundunum. Vinum Bakkusar og þjónum hans er boðið að senda sina liðsmenn á fundina og verður þeim fúslega veitt málfrelsii Æskilegt, að kjósendur sæki vel fundi þessa og láti sig nokkru varða, hvort vinbannið, sem nú er, verður afnumið eða ekki. Enginn atkvæðisbær maður ætti að láta hjá liða að koma á þessa fundi. F agnaðarsamsæti. Samsæti héldu Good Templarar hr. Arinbirni Bardal í Good Templ- ara húsinu miðvikudagskveldið 18. þ.m., i tilefni af þvi, að hann var þá nýkominn til baka úr ferð sinni á hástúkuþingið i Kristjaniu i Noregi. er var haldið i öndverðmn ágúst síðastliðið sumar. Stúkurnar Hekla og Skuld gengust fyrir samsætis- haldinu, ásamt framkvæmdarnefnd stórstúkunnar; sérstaklega átti stúk- an Skuld, sem hr. Bardal tilheyrir, mikinn þátt í undirbúningnum. Salurinn var mjög smekklega skeryttur með flöggum og blómum, og borð sett þannig, að inst í saln- um var háborð, og langborð út frá því eftir endilöngu gólfi. Við há- borðið sátu: heiðursgesturinn og kona hans, bræður hans og systur og þeirra fjölskyldur, stórtemplar i stórstúku Manitoba og fleiri em- bættismenn stórstúkunnar. Hr. Ásmundur Jóhannsson stýrði samsætinu. Var fyrst drukkið kaffi og síðan hófust ræðuhöld og aðrar skemtan- ir. Þeir sem töluðu, voru: S,tór- templar Sig. Björnsson, ölafur Þor- geirsson konsúll, sira Rúnólfur Mar- teinsson, sira Guðm. Árnason og Bjarni Magnússon. Mintust ræðumenn sérstaklega á dugnað og áhugasemi lir. Bardals i sambandi við bindindismálið, og buðu hann velkominn heim úr hinni löngu ferð, er með köflum hafði ver- ið ervið og hættuleg sökum striðs- ins. Frumort kvæði fluttu: Einar Páll Jónsson, mjög laglegt kvæði, Guðjón Hjaltalin og Mrs. Karólina Dalmann. Hr. P. P. Bardal skemti með söng. Stórritari O. P. Lambourne af- henti heiðursgestinum skrifað á- varp frá stórstúkunni. Að lokum talaði hr. Barda) sjálfur; sagði ferðasögu sina um England, I'rakkland, Þýzkaland, Danmörku, Noreg og ísland, og einn ig frá þvi helzta, sem gjörðist á há- stúkuþinginu. Var það löng frásaga og full af margskonar æfintýrum, sem gjörast á svo langri leið. Á ls- landi clvaldi hr. Bardal mikið leng- ur en hann bjóst við, vegna þess, að ómögulegt var að fá far til Englands um langan tima. Varð hann að lok- um að taka sér far með kolaflutn- ingsskipi. Meðan hann var á lslandi dvaldi hann lengst af á Bjargi í Húnavatnssýslu lijá bróður sinum, sem J>ar býr. Samsætinu var slitið kl. að ganga eitt með því að allir sungu Eld- garnla /safold og God Save thc King. Viðstaddur.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.