Heimskringla - 26.11.1914, Blaðsíða 6

Heimskringla - 26.11.1914, Blaðsíða 6
Bls. 6 HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 26. NÓVEMBER 1914. heimild til að ásaka yður, en eg talaði aðeins það, sem tilfinning hjartans sagði mér. Að hinu leytinu er það eðlilegt, að ein forcldralaus stúlka verji aðra, en vera kann, að hún líti öðruvísi á þetta og þurfi engan til að verja sig. Þér megið samt ekki hafa svo lélega skoð- un á okkar kyni, hr. Bruce, að ímynda yður að þér getið háð ástum einnar stúlku með því að svíkja aðra. Sú, sem hefði svo litla sómatilfinningu, ætti ekki að á auð né nafn, en eg hefi ásett mér að þverskallast við þeim öllum og býðst þvi til að skifta auði mínum og ástæðum milli min og yðar. Hvaða gagn er að pen- ingum, ef þeir gjöra mann ekki svo óháðan, að hann geti breytt einsog hann vill? Og hvað viðvikur heim- inum, sé eg að þér getið borið höfuð yðar jafn hátt og aðrir, Gerti; ef þér þvi gjörið engar athugasemdir skulum við ekki lengur leika skollaleik, en álita þessu málefni lokið”, og hann reyndi að grípa hendi hennar. Gerti hopaði á hæl, hún varð blóðrauð i kinnum og augun skutu eldingurn, þegar hún leit á hann með þeirri undrun og drambi, sem ekki varð misskilið. í tilliti þessara dökku, rólegu, bitru augna var mikið að lesa, og Bruce svaraði þvi með þessum orð- um: “Eg vona, að þér misvirðið ekki hreinskilni mína”. “Hreinskilni yðar”, sagði Gerti róleg. “Nei, hana misvirði eg aldrei. En hvað hefi eg gjört, sem hefir vakið það oftraust hjá yður, að eg fæ ekki að segja eitt orð um þetta málefni, meðan þér talið um óskir ætt- ingja yðar og vina?” “Ékkert”, svaraði Bruce í afsakandi róm, “en eg hélt að breytni yðar væri bygð á þeirri imyndun, að eg vildi leika með ást yðar, og að þér af þeirri ástæðu væruð svo fálátar við mig, sem þér ekki munduð vera, ef þér vissuð, hve alvarlegur tilgangur minn var; en þér megið trúa þvi, að eg dáist ennþá meira að yður fyrir það, að framkoma yðar var svo virðingarverð, og þar eð eg hefi vonað, að þér bæruð hlýjan hug til min, verðið þér að fyriégefa mér þetta. Eg kalla mig gæfurikan, ef eg fæ gott svar hjá yður”. Svipur særðrar velsæmistilfinniagar hvarf af and- liti Gerti. “Hann hefir ekki betra vit”, hugsaði hún, “eg verð að hafa meðaumkun með hégómagirni hans og fávizku og kenna i brjósti um hann af því vonir hans bregðast”. Hún varð nú mildari í viðmóti við hann og neitaði honum með vingjarnlegum og nær- gætnum orðum. En hún fór nærri að iðrast eftir með- aumkun sinni með honum, þegar hún heyrði, hvernig hann tók neitun hennar. “Gerti”, sagði hann, “annaðhvort héndið þér gam- an að mér eða sjálfri yður. Ef þér hafið ennþá löng- un til að brúka léttúðarglens við mig, þá bið eg yður að íhuga það, að eg vil ekki auðmýkja mig til að sækj- ast eftir yður. En ef þér að hinu leytinu gleymið yðar eigin hagsmunum svo gjörsamlega, að þér af ásettu ráði hrindið frá yður öðruin eins eignum og, eg á, þá get eg aðeins vorkent yður, að eiga engan vin til að ráðleggja yður. Slík gæfa býðst ekki daglega, að minsta kosti ekki fátækum kenslukonum, og ef þér er- uð svo heimskar, að forsmá hana, þori cg að segja að slíkt tilboð fáið þér aldrei aftur”. Þessi móðgandi orð vöktu gömlu ofsalegu reiðina í Gerti, sem sauð i huga hennar, svo sjá mátti það, jafnvel á fingurgómunum, sem skulfu, þar sem þeir hvíldu á borðinu, er hún stóð við; en hún stilti sig ogj svaraði rólega: “Þó að eg gleymdi sjálfsvirðingu j minni að svona miklu leyti, hr. Bruce, vildi eg þó ekki | móðga yður svo stórkostlega, að giftast yður vegna | peninga yðar. Eg fyrirlít samt ekki auðinn, því eg þekki öll þau gæði, sem honum fylgja, en ást mín fæst eigi keypt fyrir peninga”. Að enduðum þessum orðum gekk hún til dyranna. “Bíðið þér”, sagði Bruce og greip hendi hennar; “hlustið þér á mig eitt augnablik og leyfið mér að i bera upp eina spurningu enn. Finnið þér til afbrýði af því, að eg hefi nú um tíma sýnt annari stúlku vin- gjarnleg atlot?” “Nei”, svaraði Gerti, “en eg verð að viðurkenna, að eg skil ekki tilgang yðar í þvi efni”. “Þér hafið þó ekki haldið, að eg skeytti neitt um j hina flónslegu Kitty?” spurði hann ákafur. “Gátuð J þér eitt augnablik haldið, að eg hefði annan tilgang en þann, að sýna yður að alúðar-atlot min voru vel þegin annarsstaðar? Nei, eg legg við drengskap minn, að hugur minn hefir aldrei hneigst að henni; hjarta j mitt hefir ávalt tilheyrt yður, og eg lézt vera hugfang- inn af henni í því skyni, að sjá afbrýði í augnatilliti yðar. Ó, hve oft hefi eg ekki óskað mér, að sjá svo sem fjórðapartinn af slíkri gleði, sem Kitty lét í ljósi yfir nærveru minni, i augum yðar; að þér væruð hnugnar þegar eg var það, og hlæjandi þegar eg var j glaður, þá hefði eg, einsog tilfellið var gagnvart henni, j glaðst yfir því að ná ást yðar. En elska Kitty, — nei, { svei, svei; k'eltuhundurinn hennar frú Graham gat eins! vel verið keppinautur yðar og þessi lítilmótlega —”. “Þey, þey”, greip Gerti fram í, “þegið þér mín vegna, ef þér ekki viljið gjöra það yðar vegna. ó, hve —”, meira gat hún ekki sagt, en hné niður í næsta stól- inn, byrgði andlitið með höndunum, einsog hún gjörði í æsku, og grét hindrunarlaust. Bruce horfði undrandi á hana og spurði loksins í lágum róm: “Hvað er að? Hvað hefi eg gjört?” Nokkrar mínútur liðu áður en hún gat svarað spurningu hans; en svo Iyfti hún höfðinu upp, strauk hárið frá enninu og sýndi honum andlit gagntekið af hinni sárustu sorg, og sagði með skjálfandi röddu: “Hvað þér hafið gjört? ó, hvernig getið þér spurt þannig? Hún er góð, ástrík og elskuverð. Henni þykir vænt um allar manneskjur og treystir öllum. Þér hafið táldregið hana, og eg var orsök til þess. Ó, hvernig gátuð þér fengið yður til þess!” “Bruce varð mjög sneypulegur við þessi orð, og stamaði: “Hún vinnur sigur á þvi”. “Sigrar hvað?” spurði Gerti. “Ást sína á yður? Ef til vill, eg veit ekki, hve djúp hún er. En hugsið yður hennar glaða eðli og trúnaðartraust til annara, og hve skammarlega hún er táldregin. Hugsið yður, hvert traust hún bar til smjaðursorða yðar, og hve meiningarlaus þau voru þó í rauninni. Hugsið yður, hve mjög traust hennar til mannanna hlýtur að rýrna við þetta, hvernig þessi foreldralausa stúlka, sem verð- skuldar hluttekningu allra, ney€ist til að vantreysta öllum heiminum”. “Mér kom ekki til hugar, að þér munduð taka þetta þannig”, sagði Bruce. “Hvernig get eg skilið þetta öðruvísi?” spurði Gerti. “Gátuð þér búist við, að slíkt framferði öðlað- ist samþykki mitt?” “Þér takið þetta mjög alvarlega, Gerti; slíkir leik- ir með ástina eru almennir”. “Mér þykir leitt að heyra það”, sagði Gerti. “Eft- ir minni skoðun er það voðalegt að leika sér þannig að mannshjartanu. Hvort Kitty elskar yður eða ekki, veit eg ekki með vissu, en hvað haldið þér hún hugsi um hreinskilni yðar?” “Þér eruð harður dómari, ungfrú Gerti, einkum þar eð það var ást min til yðar, sem réði framferði mínu”. “Máske eg sé það”, svaaði Gerti. "Bg hefi ewga skoðast sem heiðvirð stúlka”. “Svikaril — Rugl! Þér eruð alt of ákafar”. “Fyrir hálfri stundu síðan hefði eg getað grátið yfir þvi, að þér festuð ást á persónu, sem ekki endur- galt hana; en nú græt eg fyrir hana, sem hlustað hefir á fölsk orð, og mist frið hjartans, að minsta kosti um tíma, og að þessu hefi eg verið óvitandi og óviljandi orsök”. Nú varð stutt þögn. Bruce gekk nokkur skref til dyianna, nam svo staðar, kom til baka oð sagði; “Þratt fyrir þetta held eg, Gerti Flint, að sá tími komi að skoðanir yðar verði öðruvísi, og að þér, þegar þér endurkallið þetta kveld í huga yðar, munið óska að þér hefðuð breytt öðruvisi”. Þegar hann hafði sagt þetta, fór hann, og Gerti heyrði hann skell.. hurðinni hörkulega á eftir sér. Augnabliki síðar var kyrðin rofin með lágu hljóði, sem virtist koma frá gluggaskotinu. Gerti þaut á fæt- ur, og meðan hún gekk þangað, heyrði hún greinileg:» grátekka. Hún dró blæjurnar til hliðar og sá vesalings Kitty Ray sitja þar samankrepta. “Kittyl” sagði Gerti, sem þekti hana uhdir eins, þó hún hefði byrgt andlit sitt. Þegar Kitty heyrði málróm hennar, stökk hún á fætur, fleygði sér i faðm hennar og lagði höfuðið á öxl hennar, og skalf af taugateygjuflogi, sem henni var ósjálfrátt. Hendin, sem hún greip Gertis hendi með, var ísköld, augun voru kyr og hreyfðust ekki, og sama lága hljóðið og Gerti heyrði fyrst, framleitt af heila- kviki, endurómaði yið og við og gjörði Gerti hálf hrædda. Hún fór með hana að stól, settist og þrýsti henni að brjósti sínu og vermdi köldu hendurnar, kysti aftur og aftur stirðnuðu varirnar og tókst á þenna hátt að gjöra hana ögn rólegri. Heila klukkustund lá hún þannig og tók ástúð Gerti með ánægju, sem hún reyndi að endurgjalda við og við; en ekkert talaði hún og lét ekkert hljóð frá sér heyrast. Ekki spurði Gerti hana neins eða mintist á samtalið, sem hún hafði ef- laust heyrt. Hún beið þolinmóð, þar til Kitty varð rólegri og bjó þá til styrkjandi drykk handa henni. Þegar hún að þvi búnu sá, að hún var þjáð og veikluð bæði á sál og likama, fór hún með hana upp á sitt eig- ið herbergi, þar sem hún væri óhult fyrir spurningum Bellu, þegar hún vaknaði. Af því hún ávalt fékk að þrýsta sér að Gerti, gat hún loksins grátið og við það batnaði henni all-mikið. Loks sofnaði hún og fékk á þann hátt svíun tilfinninga sinna. Gerti sá strax, að hún mátti ekki sofna, því hún varð að vera á ferli þangað til Bella kom, og segja henni, hvar Kitty væri, svo hún saknaði hennar ^kki. Eftir miðja nótt kom frú Graham og frænka henn- ar, og Gerti fóró strax ofan að segja Bellu, hvar Kitty væri. Yagnaskröltið hafði samt vakið Kitty, og þegar Gerti kom aftur upp nuggaði hún augun og reyndi að endurkalla i huga sinn það sem fram hafði farið. Alt í einu mundi hún, hvað fram hafði farið um kveldið, stundi þungan og sagði: “ó, Gerti, mig var að dreyma um Bruce. Gátuð þér ímyndað yður, að hann mundi tæla mig einsog hann gjörði?” “Nei”, sagði Gerti, “það kom mér aldrei til hug- ar; en i yðar sporum vildi eg hvorki dreyma um hann eða hugsa um hann framar; við skulum nú fara að sofa og gleyma honum”. “Það er nú annað mál með yður”, sagði Kitty ( barnalega. “Hann elskar yður; en þér skeytið ekk- ert um hann; en eg — eg —”. Tilfinningarnar yfir- buguðu hana nú svo gjörsamlega, að hún fól andlit sitt i koddanum. Gerti lagði hendi sína vingjarnlega á höfuð henn- ar, og endaði setninguna, sem hún hætti við: “Hjarta yðar er svo ríkt af ást, að hann hefir máske fundið ofurlítið pláss i því; en það er of gott og eðallynt til þess að verða ránsfengur óvandaðs og lélegs manns. Þér megið ekki hugsa um hann oftar, — hann er ekki þess verður”. “Það gagnar ekki”, sagði Kitty. “Eg er grunn- hvggin, einsog hann sagði”. “Nei, það eruð þér ekki”, sagði Gerti huggandi, “og þér verðið að sýna honum, að þér eruð það ekki”. “Me hverju móti?” “Sýnið þér honum, að Kitty Ray er sterk og djörf, þrátt fyrir blíðu sína, og að hún trúir ekki lengur smjaðursmælgi hans og staðhæfingum”. “Viljið þér hjálpa mér, Gerti? Þér eruð bezta vin- stúlkan mín; þér tókuð málstað minn og sögðuð hon- um, hve illa hann hefði breytt við mig. Má eg leita til yðar eftir huggun, þegar eg get ekki verið glöð gagn- vart honum, frænku og Bellu?” Gerti faðmaði hana að sér með miklum ákafa, sem var full sönnun þess, að hún var viljug til að hjálpa henni. “Að fáum vikum liðnum munuð þér verða jafn glaðar og gæfuríkar og þér hafið nokkurntíma verið”, sagði hún. “Þér munuð bráðlega hætta að hugsa um þá persónu, sem þér getið ekki borið virðingu fyrir”. Kitty lét i ljósi efa sinn um það, að hún gæti nokk- urntíma orðið glöð og gæfurik aftur, en Gerti var mik- ið vonbetri. Hún sá, að ekkinn og tárastraumurinn j hjá Kitty líktist mikið ákafri sorg barna, og vonaði að hið dýpsta innra eðli hennar væri ósnortið af stormin- um. Hún fann samt til innilegrar meðaumkvunar með henni, og var hrædd um, að hana mundi skorta þrek til að sýna kvenlegan metnað og sjálfsvirðingu j gagnvart Bruce. Til hamnigju fyrir hana losnaði hún ; við þessa raun, því Bruce kom ekki aftur á heimili hennar, og eftir fáa daga lagði hann af stað í ferð, sem átti að vara það sem eftir var sumarsins; og þar eð fjölskylda hans og Grahams voru undrandi og i efa ■ um, hver orsök væri til þessarar skyndilegu burtfarar hans, varð aðalraun Kitty innifalin í því, að þola spurningar frænku sinnar og Bellu um það, hvaða hlut- deild hún ætti i þessum óvænta viðburði. Hafði hún hryggbrotið hann? Hafði hún svikið hann? Og hvers vegna? Kitty neitaði báðum spurningunum, en henni var ckki trúað. Bæði frú Graham og Bellu grunaði um orsökina til þess, að Kitty hætti við að fara í veizluna með þeim, og þcgar þær fengu hana til að viðurkenna það, að Bruce hafði dvalið nokkuð af kveldinu í húsinu, kom- ust þær að þeirri eðlilegu niðurstöðu, að eitthvert ó- samkomulag hefði átt sér stað á milli hinna ímynduðu elskenda. ó Bella þekti lundareinkenni Kitty of vel til þess, að trúa því, að hún hefði af frjálsum vilja slept aðdáanda sínum, sem hún hafði sýnt að hún mat mikils, og hún sá lika, hve nákvæmlega hún forðaðist að minnast á þenna trygðlausa mann. Hún valdi nú Bruce og hvarf hans fyrir aðal-umræðuefni sitt, og bæri henni og Kitty eitthvað á milli, kom hún Kitty ávalt til að þagna með því, að hæðast napurlega að þessu ástabralli hennar. Þá flúði Kitty til Gerti og sagði henni frá þessum raun- um sínum, og fann alt af huggun hjá henni við sorg- unum, og af því að umgangast hana, tamdi Kitty sér meira þrek, gleði og jafnlyndi. Oft var það, þegar Bella hafði kvalið hana og strítt henni þangað til hún þoldi það ekki lengur, að litil stúlka opnaði dyrnar hjá ungfrú Graham og leit inn, og var þá alt af vön að heyra vingjarnlega rödd inni segja: “Eg heyri vel til þín, Kitty, komdu inn og spjall- aðu við okkur, við höfum ánægju af því”. Og þegar hún sat við hliðina á Gerti og lærði af henni listhag- an saurn, heyrði lesið í bók eða hlustaði á hinar þægi- legu samræður Emily, voru henni það ógleymanlegar stundir. Enginn gat lifað í alúðlegri umgengni með Emily og hlustað á orð hennar, séð ástúðlega brosið hennar og andað að sér hinu hreina andrúmslofti, sem um- kringdi tilveru hennar á alla vegu, án þess að festa ást á hinu góða. Hún var svo ósérplægin, svo þolin- móð, þrátt fyrir söknuð sinn, að Kitty hefði skammast sin að kvarta í nærveru hennar; og í herbergi hennar ríkti ávalt svo níikil ánægja, að Kitty gleymdi sorg sinni og tók þátt í gleðinni. Gagn þessara heimsókna var því tvöfalt fyrir hana. TUTTUGASTI OG FJÓRÐI KAPÍTULl. Halur, öfund, illmenska. Meðan hin ósérplægna Gerti reyndi að efla velferð og gæfu Kitty, grunaði hana ekki, hve mikla öfund og óvilja hún vakti hjá öðrum. Bella, sem aldrei gat felt sig við Gerti, af því lif hennar og hegðun var sífeld á- vítun gegn hégómagirnd hennar og eigingirni, notaði með ánægju fyrsta tækifærið sem bauðst til að vekja hatur frú Graham til hennar. Hún varð þess brátt vör, að Gerti og Kitty voru mjög samrýndar; hún mundi, að Kitty hafði yfirgefið herbergi sitt og sofið hjá Gerti nóttina eftir hið ímyndaða ósamkomulag við Bruce; og þegar hefndargirni hennar óx við hina vaxandi vináttu milli Kitty og Gerti, flýtti hún sér að segja frú Graham frá grun sinum um það, að eigin hagsmuna vegna mundi Gerti hafa vakið ósamlyndi milli Bruce og Kitty, og haldið þvi við, unz til algjörðs skilnaðar kom. Frú Graham samþykti strax skoðun Bellu: “Kitty er veil”, sagði hún, “og ungfrú Flint hefir sjáanlega mikil áhrif á hana. Eg get varla efast um, að þú hafir rétt fyrir þér, Bella”. Þegar þeim hafði komið saman um þetta, reyndu þær að komast eftir því hjá Kitty, hvaða aðferð Gerti hefði notað til að fjarlægja Bruce frá henni; en hún neitaði því harðlega, að Gerti hefði gjört nokkuð af þessu tagi, og vildi alls ekkert um það segja, hvað fram hefði farið veizlukveldið. Þetta var fyrsta leyndar- málið, sem Kitty geymdi hjá sér, en kvenleg sjálfsvirð- ing olli þessari þögn. Frú Graham og Bella reiddust þessu, og áttu marg- ar leyndar ráðagjörðir um þetta efni, og þar eð hatur þeirra til Gerti fór dagvaxandi, fóru þær að sýna henni það með viðmóti sínu. Gerti varð þess brátt vör, hve ókurteisar þær voru við sig, og þó hún væri þeim að flestu leyti óháð, gat hún þó ekki umflúið svívirðingar þeirra, af því hún hjó undir sama þaki. Gerti gætti jafnaðargeðs síns og þolinmæði. Hún hafði aldrei búist við vinsemd frá frú Graham eða Bellu; hún sá það strax fyrsta daginn, að lítil samhygð gat átt sér stað á milli þeirra, og nú, þegar þær sýndn opinberan óvilja gegn henni, reyndi hún að sýna sjálf- stjórn sina og sanna kristilega þolinmæði og umburðar- lyndi. Það var lán fyrir hana, að hún stóðst þessa raun, þvi nýtt, óvænt og enn sárara stríð beið hennar. Hinir vonzkufullu ofsóknarar hennar urðu enn reið- ari við ró hcnnar og þolinmæði, og beittu nú árás sinnt i aðra átt. Emily, hin góða, elskuverða Emily, varð né takmarkið fyrir illsku þeirra og ónotum. Gerti gat þolað móðganir, ranglæti og jafnvel ó- nærgætin orð, þegar þeim var beint til hennar; ea blóðið sauð i æðum hennar, þegar hún varð þess vör, a Emily var óvirt og illa með hana farið. Það var næstum ómögulegt, að ávarpa hina blindu Emily öðru- vísi en kurteislega, og það var jafn ervitt, að finna á- stæðu til, að setja nokkuð út á breytni hennar; en fré Graham var óvönduð og ráðrik, Bella sjálfselsk og til- finningalaus,, og löngu áður en blindu stúlkuna grun- aði um hin óvingjarnlegu áform þeirra, varð Gerti að gjöra alt sem liún gat til að halda reiði sinni í skefj- um, þegar hún heyrði orð eða fregnaði um gjörðir, sem var ætlað til þess, að móðga eðallynt og viðkvæmt lunderni. Gerti kom í veg fyrir margar móðgunar- tilraunir, áður en Emily vissi nokkuð um þær. Mörg næstum ónýtt áform, s'em Emily var áfram um að næða tilgangi sínum, gat Gerti með kjarki sinum og þraut- seigju komið í framkvæmd; margar vikur liðu án þesc Emily vissi, að ýmiskonar greiðasemi, sem áður var framkvæmd af vinnukonu, var nú gjörð af Gerti, sem ekki vildi láta hana vita, að frúin hafði gefið Bridget skipanir, sem gjörðu henni ómögulegt, að framkvæma sín vanalegu vik fyrir Emily. Um þetta leyti var Graham ekki heima. Áríðandi og ervið störf knúðu hann til að fara til New York á þeim tíma árs, sem hann var vanalega laus við slikar áhyggjur og naut sveitarsælunnar i næði. Hefði hann verið til staðar, gat frúin naumast komið illvilja sín- um í framkvæmd, þvi henni var vel kunnugt um hina innilegu ást, sem hann bar til dóttur sinnar, og að hann vildi fyrst af öllu láta sjá um vellíðan hennar; en þessi ást og umhyggja fyrir Emily og virðingin, sem alt vinnufólkið bar fyrir henni, vakti afbrýði frúarinnar, og þar af leiðandi var hún strax fús til að hjálpa Belln með að móðga hana. Riftingin með Bruce og hinn svivirðilegi grunur um, að Gerti væri höfundur hennar, með samþykltí Emily, gaf þeim nppgjörðar-ástæðu til að beita hatri sinu. Skömmu áður en heimkomu Grahams var vænst, sátu þær frænkur, frúin og Bella, heitan síðari hluta dags í ágúst, og reyndu að stytta sér stundir með því, að setja út á alt heimilisfólkið. Þá kom bréf til frúar- . innar frá Graham. Þegar hún var búin að lesa bréfið, sagði hún glöð á svip: “Hér eru góðar fregnir til okk- ar, Bella, og útlit fyrir dálitlar skemtanir”; hún las hátt úr bréfinu: “Hin óþægilegu atvik, sem kölluðu mig hingað, eru sem næst um garð gengin, og niðurstaðan samkvæm* óskum mínum og áformum. Eg sé nú ekk- ert því til fyrirstöðu, að við förum til Evrópu í næsta , mánuði, og ungu stúlkurnar verða því að búa sig undir I förina. Segðu Emily, að hún megi engin útgjöld spara til að undirbúa sig og Gerti sem bezt þær geta undir þessa ferð”. I ABYRGÐSTIR Amerikanskir SILKISOKKAR OSS VANTAR AÐ ÞÉR KINNIST ÞESSUM SOKKUM Þelr liafa staðist raunina þegar allir aðrir brugðust. Þeir gefa manni veruleg fóta þægindi. Þeir hafa enga sauma sem hætt er við að rifni upp úr. Þeir fara ekki úr lagi því það er prjónað en ekki straugjað í þá. Þeir eru Ábyrgstir að fínleika, að tísku fyrir yfirburði að efni og frá- gangi, algjörlega flekkleysi, og til að endast í sex mánuði gata lausir, annars er annað par sent f staðinn. ÓKEYPIS Hver sem sendir 50c til að borga flutningsgjaldið send- um við ókeypis að undan- teknu tollgjaldi, þrjú pör af okkar nafnfrægu karlmanna AMERICAN SILK HOSE með skrifaðri ábyrgð og af hvaða lit sem er, eða, þrjú,/pör af okkar Ladies’ Hose, annað- hvort svarta, brúna eða hvíta að liti með skrifaðri ábyrgð. LÁTTU EKKI BÍÐA—Þetta tilboð verður tekið til baka þegar verzlunarmaðurinn í þínu héraði fer að höndla þá. Nafngreinið bæði lit og stærð. The International Hosiery Co, 21 Bittner Street Dayton, Ohio, U.S.A. ™E DOMINION BANK Hornl Notre Dnme og Sherbrooke Str. HOfuðRtöll uppb..........*.0,000,000 VarnnJöSur.............$.7,000,000 Allar elcnlr............$78,000,000 Vér óskum ettlr vltlsklftum verz- lunarmanna og ábyrgumst atS gefa þelm fullnægju. SparlsjétSsdelld vor er sú stærsta sem nokkur bankl hef- lr I borginni. íbúendur þessa hluta borgarlnnar óska atS skifta vlti stofnun sem þelr vita atS er algerlega trygg. Nafn vort er fulltrygging óhlutleika. ByrjitS spari lnnlegg fyrlr sjálfa ytSur, konu og börn. W. M. HAMILTON, Ráðsmaður PHONE GARRY 3450 AGRIP AF REGLUGJÖRÐ um heimilisréttarlönd í Canada Norðvesturlandinu. Hver, sem. hefur fyrir fjölskyldu a$ sjá etSa karlmatiur eldrl en 18 ára, get- ur tekitS heimllisrétt á fjórtSung 4r section af óteknu stjórnarlandl i Mai* ltoba, Saskatchewan og Alberta. Una- sækjandl vertSur sjálfur atS koma A landskrifstofu stjórnarinnar, etSa und- irskrifstofu hennar i því hératSl. Sam- kvæmt umbotSl má land taka á öllum landskrifstofum stjórnarinnar (en ekkt á undir skrlfstofum) metS vlssum skll- yrtSum. SKYIiDUR—Sex mánatSa ábútS eg ræktun landslns á hverju af þremur árum. Landneml má búa metS vlssum skllyrtSum lnnan 9 milna frá helmllls- réttarlandl sinu, á landl sem ekkl er mlnna en 80 ekrur. ICrescent MJÓLK OG RJÓMI er svo gott fyrir börnin að , mæðurnar gerðu vel i að nota nieira af því Engin Bakteria lifir á mjólkinni eftir að við höfum sótthreinsað hana. Þér fáið áreiðanlega hreina vöru hjá oss. TALSIMI MAIN 1400 1 vlssum hérötSum getur gótSur og efnilegur landnemi fenglts fork&ups- rétt á fjórtSungl sectiónar metSfram landi sinu. VertS $3.00 fyrlr ekru hverja. SKYLDUR—Sex mánatSa ábútl & hverju hlnna næstu þrlggja ára eftlr atS hann hefur unnitS sér lnn elgnar- bréf fyrlr helmlllsréttarlandl slnu, eg auk þess ræktatS 60 ekrur á hlnu selnaa landi. Forkaupsréttarbréf getur land- neml fengitS um leltS og hann tekur helmlltsréttarbréfltS, en þð metS vissum skilyrtSum. Landneml sem eytt hefur helrallls- réttl sinum, getur fengitS helmlllsrétt- arland keypt i vissum hérötSum. Ver$ $3.00 fyrlr ekru hverja. SKYLDUB— VertSur atS sltja á landlnu 6 mánutl af hverju af þremur næstu árum, raekta 50 ekrur og reisa hús i landlnu, sem or $300.00 vlrtSl. Færa má nltSur ekrutal, er ræktast skal, sé landltS óslétt, skógl vaxitS e$a grýtt. Búþenlng má hafa á landlnu I statS ræktunar undlr vissum skllyr$um. — UfFálald Vesturlandsins Kaupið Heimskringlu. BlötS, sem flytja þessa augiýslngu leyflslaust fá enga borgun fyrlr.— W. W. CORY. Deputy Minlster of the Interier. E. L. Drewry, Ltd., Winnipeg. Hið sterkasta gjöreyðingar lyf fyrir skordýr. Bráðdrepur öll skorkvikindl svo sem, veggjalýs, kokkerlak, maur, fló, melflögur, og alskonar smá- kvikindi. Það eyðileggur eggin og lirfuna, og kemur þannlg 1 veg fyrir frekari óþægindi. Búið tll af F/ FKIN CHEMICAL CO. 400 McDermot Avenue Phone Garry 4254 Selt 1 öllum betri lyfjabúðum. WINNIPEO & m. mmBmmmnf

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.