Heimskringla - 03.12.1914, Blaðsíða 2

Heimskringla - 03.12.1914, Blaðsíða 2
BLS. ; HEIMSKSINGLA WWNDPEG. 3. qpSeilBlBR 1914. Borðgestirnir. SAGA EFTIR ÞORSTEIN SKÁLD ERLINGSSON, er lýsir heimilislífi hans. Ekkja hans ritar. Varla get eg hugsað mér vanþakk- látara verk eða eiginlega óskemti- legra, en selja fæði, hafa kostgang- ara sem kallað er, og er það af mörgum ásiæðum. Fyrst er nú það, að þeir sem eiga að borða, ioma sjaldan á réttum matmálstíma. í öðru lagi er það, að hve mikið sem dekrað er við borðgestina, er kost- urinn oftast vanþakkaður. Annað heyrist að minsta kosti sjaldan. ó- frelsið er i þriðja lagi, og orsakast það að nokkru leyti af fyrri ástæð- wni, að svo sjaldan er komið á til- teknum tima. Þó hefi eg verið svo heppin, að kynnast borðgestum, sem engir þessir ókostir fylgdu; þeir eru al- veg ólikir öllum öðrum; þeir koma aJt af á réttum tima til að borða, og eru alt af ánægðir með matinn og eins þó að þeir fái það sama dag eftir dag. Þeir eru ánægðir með “einfalt lif”. Þessir yndislegu og þakklátu mat- gestir eru snjótitlingarnir. Við höf- um gefið þeim um mörg ár, þegar við gátum komið þvi við með nokk- uru móti fyrir þvi, hve bústaður •kkar var lokaðurinni i húsaþröng- inni. En nú fyrir 3 árum höfum við fengið bústað, þar sem dálitill gras- Wettur er að húsabaki, og þar borða þeir tvisvar á dag alt af þegar snjór er og frost. Við höfum þar stórt kassalok, sem mokað eða sópað er af á hverjum morgni, þegar nokkuð hefir snjóað. Rétt um klukkan hálf 7 byrja þeir að kvaka og tísta, og er auðheyrður suiturinn i rómnum; en þeir vita, að þá er skamt til matmáls, þvi að stúlkan okkar fer ofan kl. 7 og gef- w þessum svöngu og syngjandi gestum undir eins og hún er búin að kveikja undir katlinum, og morg- unverðurinn er nokkuð stór bolli fullur af hrisgrjónum og öðru því, sem við höfum getað tínt saman af brauðmylsnu. Steingarður er fyrir •fan blettinn, og þar situr röðin meðan verið er að bera á borð og svo á húsmæninum, og ekki er sá, sem gefur, fyrr skroppinn inn i hús- ið en tekið er til matar. Og þá er nú svo sem haldið á- fram; allir flýta sér að tína sem mest þeir mega og rekur hver ann- an frá, þegar þeim þykir of þröngt við borðið. Samt höfum við oft veitt þvi eftirtekt og dáðst að, að fyrst koma stundum ekki nema fá- einir og fá sér nokkur korn i munn- inn, en fljúga svo i burtu og koma von bráðar aftur með stóran hóp með sér, og litur svo út, sem þess- ir gestir hafi farið að segja hinum að þeir geti nú fengið sér ofur- litið korn í nefið. Svo er þessari máltið lokið á fremur skömmum tíma, og borð- gestirnir setjast þá oft í kring á eft- ir, að kvaka og lista á garðir.um og girðingunum; þeir eru þá að þakka fyrir sig. og fara svo smátt og smátt bvrtu kátir. Uin kí. 2 fara þeir aftur að tín- as1 að og gá hvað matnum líður, þvi um kl. 3 er þeim oft gefinn annár skamtur stærri eða minni en morgunverðuHnn var, eftir því hve margir koma og hart er á. Eg skal geta þess, að í svartasta skammdeg- inu er beldur seint að gefa þeim kl. 3, þvi að eftir að nokkuð fer að skyggja koma þeir alls ekki. En meðan stund er milli kveld- verðar og dimmu, og eins þegar dagurinn fer að togna, setjast þess- ir litlu vinir, þegar bærilegt er veð- ur, oft á grjótgarðinn og þakið eftir matinn og syngja þar og kvaka. Þá er rómurinn alt annar en á morgnana; tistið er léttara og heyr- ist það glögt, þegar þvi er veitt eft- irtckt. Fáar stundir dagsins líður okkur eins vel og meðan við erum að horfa á þessa svöngu og skemtilegu smælingja borða. Við hlökkum öll til að eiga von á þeim; sérstaklega gjöra börnin það, sem þykir bein- linis leitt, þegar dagur kemur, sem þeir koma ekki, og þessa vetur hafa þeir dagar verið margir, því að ekki koma þeir, ef nokkur von er um björg annarsstaðar, og þó að kalt sé koma þeir oft alls ekki, ef hláka er væntanleg næsta dag. Þeir eru ótrúlega veðurglöggir, og þá er ekki ásælnin eða ónytjungsskapurinn, að hætta sjálfir eða gefast upp i bar- daganum og treysta a náðina. Eins eru þessir litlu, vitru smæl- ingjar svo miklir spámenn, eða víst réttara sagt spáfuglar, að viti þeir á sig ilt veður, koma þeir oft heim í hópum og tísta og biðja, og það þótt bæði jörð og veður sýnist vel viðsæmandi; en gjöri þeir það, bregst ekki óveðrið og oftast á næsta dægri. Gestatalan er mjög misjöfn; stund- um 15—20, en flesta hefi eg talið rúma 50; en þó er ervitt að vera viss á tölunni, því að oftast er ekki lengi staðið í sömu sporum. En öll ánægjan er ekki búin af þessum gestum, þó að veturinn sé liðinn. Það eru áreiðanlega sömu snjótitlingarHir, sem sitja hér morgna og kveld á surnrin, bæði á grjótgarðinum og þakinu, og syngja þar sólarljóðin sín dag eftir dag um yndi og áhyggjuleysi, og eru svo spakir, að þeir fljúga oft ekki upp, þótt um sé gengið eða við setjumst á blettinn. Við segum að þeir séu þá að þakka fyrir veturvistina, og að minsta kosti er það föst trú barnanna, að þeir séu að syngja fyr- ir okkur á sólskinskveldunum fyrir rikjanna frá Florida norður. En fer fyrst smám saman, og er lengra kemur hraðara eður þverara. að beygjast út á djúpið Atlantshafsins. En hinn kaldi ishafsstraumur kem- ur norðan úr Davis sundinu — Ginn- ungagapi — með hafisinn og jak- ana á bakinu, og mætir hinum heita straumi framundan Nýfundnalændi. En er þeir mætast, kastast hinn kaldi straumur upp að Nova Scotia og þar suður með ströndum Ný-Englands- það sem við gáfum þeim að borða, ríkjanna. þegar frostið var og snjórinn, þvi Þetta er það sem veldur þvi, að að annars hefðu þeir kannske dáið I vorið i rikjum þessum er b*æði kalt úr sulti, og þá syngi enginn fugl fyr- | og kemur seint. En þessi sífelda or- usta milli hins kalda og heita straums kemur fram i hinu breyti- lega og óheilnæma veðri, sem oft er -jþar um vormánuðina og fram á sum- ar. Alment hafa menn rangar hug- myndir um straum þenna. Idenn ætla, að hann sé fljót eitt eða elfa i sjónum, og að vissu leyti má segja, að hann likist feykilega stórri elfu. Þar sem hann kemur út úr Florida- sundunum, er hann 50 mílna breið- ur og liggur þar til botns á 2,000 feta dýpi. Hann er blár á lit, þó að sjór- inn til beggja hliða sé grænn eða grænleitur, og merkin, þar sem hann kemur saman við sjóinn græna, eru mjög glögg. Ferðin á honum á yfir- borðinu er fimm mílur á hverri klukkustundu;'en dregur úr henni, þegar lengra kemur, og undan Car- olinu-ströndum er hún orðin hálfu minni, eður 60 mílur á sólarhring, og undan Nantucket 40 mílur, en tæpar 40 milur á Nýfundnalands- grynningunum, þar sem hann mætir hinum kalda straumi. Þegar Golfstraumurinn beygist út í Atlantshafið frá ströndum Ame- ríku, þá er hann farinn að grynn- ast býsna mikið. Það er svo langt frá, að hann nái botni þá. Eftir því, sem hann breiðist út, eftir þvi grynnist hann, svo að hann verður ekki meira en 200 til 300 feta djúp- ur. Þá liggur kaldi straumurinn eins og sæng eða dýna undir honum. Og eftir því, sem hann grynnist, eftir ir okkur, segja þau, og hálflangar til að snjóricn komi bráðum aftur, svo að þau geti fariíS að færa þeim þrauðmolana á blettinn. í sumar eð leið, 1913, þurfti ekki heldur lengi að bíða þeirra vegna þess, hve kalt var i veðri, þvi að undir eins i september fóru þeir að koma þegar kaldast var á morgn- ana og vöppuðu fram og aftur um blettinn, og sýndust alt af að finna eitthvað fyrir litlu nefin. Það er varla, að maður komi sér að þvi að segja frá, hve barnlega glöð við vorum, þegar við sáum að þessir vinir okkar mundu eftir okkur og við sáum, að við máttum eiga von á þessu aftur til þess að stytta okkur skammdegið. Þeim, sem hafa ekki kynst þess- um skemtilegu matgestum, vildi eg ráðleggja, að kynnast þeim sem fyrst; það er mjög auðvelt; það kostar ekki margar auglýsingar að ná í þá “kóstgangara”, að eins fá korn af grjónum eða ofurlítið af brauðmolum í fyrstu snjóunum, og láta það á einhvern stað við húsið, j þar sem helzt er friður, en þar sem húsaþröng er, og þess ekki kostur, I má tylla fjöl úti fyrir glugganum á | loftunum. En annars eru snjótitl- i ingarnir mjög ófælnir. Húsið okkar ; er ekkert afsiðis, hús eru alt um í kring, nema garðar að baki, og þar | þó skamt til götu, og hefir okkur j veitt auðvelt, að hæna hér að okkur þessa skemtilegu og þakklátu gesti. Eg held tæplega sé unt, að gjöra j þvi kólnar hann. j börnum betri greiða, en að venja j þessa smávini að búsinu. Gefum j barni 10 aura til að fara á Bíó, , og j öðru 10 aura fyrir brauð eða grjón í handa snjótitlingunum, og þar verð- ! ur ótrúlega mikill munur á gleðinni. ; Þau, sem brauðið kaupa, geta hlakk- að til og glatt sig dag eftir dag og | litlu fuglana, þar sem að eins einn- ar klukkustundar-gleði er af Bíó- ferðinni, ef börnin koma þaðan þá ekki grátandi, af því að hafa séð þar einhverja hrvllilega andstygð, sem tiðast er. ÞatS græðist lika fleira en gleði j barnanna á þvi, að gefa fuglunum. ! Þau börn, sem venjast á það, að í seðja svanga snjótitlinga, munu lika ! læra að hugsa um aðra smælingja, j bæði dýr og menn, sem bæði verða ! að þola hungur, kulda og hluttekn- ingarleysi. Gnðriin. — (Eftir Isafold). Leyndardómur Golí- straumsins. Af hoerju kemur hann og hvað gjörir hann? ___ s Rftir Sarrett P. Serviss. Fyrir meira en ári siðan var þess j farið á leit við þingið í Weshington, ‘ að breyta stefnu Golfstraumsins með j tröllagarði, sem reisa skyldi í sjón- j um austur af Nýfundnalandi. j Tilgangurinn með garði þessum j var sá, að bæta loftslagið á strönd- j unum meðfram Atlantshafi, norður af New York; gjöra það mildara og hlýrra. En margir ætluðu, að það myndi hafa áhrif á loftslagið á Eng landi, sem nú sem stendur er milt og eitt hið heilnæmasta í heimi. Þetta vakti athygli Englendinga á Golfstraumnum, sem menn alt til þessa hafa haft mjög óglögga hug- mynd um. Og nýlega flutti flotafor ingi Cambell Hepworth fyrirlestur um strauminn fyrir konunglega landafræðisfélaginu i London, og var svo fyrirlesturinn prentaður í vísindaritum Breta. Hepworth flotaforingi lýsir ský- laust yfir þeirri sannfæringu sinni, að Golfstraumurinn hafi mjög mikil áhrif á loftslagið á Bretlandi, og hann kemur með kynstur öll af ýms- um skýrslum, er sanna það, að hið heita, saltkenda vatn hafi mjög mik- il og heilsusamleg áhrif á loftslagið, bæði á Bretlandi og öllum löndunum í norðvesturhluta Evrópu, og að heilnæmi loftslagsins á þessum stöð- um sé einmitt að þakka straumi þessum. En ef að straumurinn bætir lofts- lagið á Englandi, þá er það aug- sýnilega okkar skaði. Vér njótum þá ekki allra gæða hans. Og hann er að kalla má Vesturheims-stofnun, þvi að hann hefst i Mexikó flóan- um. Hinn kaldi Labrador straumur hrekur hann á haf út. Ef að vér skoðum straum þenna é korti einu, þá sjáum vér, að hann liggur raeðfraiu gtröndura Banda- En af hverju kemur þessi straum- ur? Hann kemur og orsakast af vind- um. Það eru hinir stöðugu austan- vindar norðan við Miðjarðarlinu, sem valda honum; en þeir koma aft- ur af snúningi jarðar, frá vestri til austurs, sem vér köllum. Þessir vindar blása árið út og inn frá ströndum Afríku og Suður-Ev- rópu til vesturs og rekast á öxlina á Suður-Ameriku og beygjast vestur með henni að norðan inn i Caribbea hafið og Mexikó flóa. En Mexikó flói er sem kerald eitt. Vindurinn sópar með sér vatnsmagni feykilega miklu. Það skrúfast -þarna inn í keraldið, þangað til það verður 3 fetum hærra en sjórinn út af New York. Vatnsmagn þetta kemst ekki til baka móti vindinum og spýtist nú út um sundið milli Florida og Cuba, og heldur svo norður með ströndum. Löngu áður en straumurinn kem- ur til Englands, er hann búinn að breiða úr sér og er engin elfa fram- ar; en hann liggur ofan á kalda vatninu og hefir enn i sér töluverð- an hita, sem hann fékk, er sólin sauð hann i Mexikó flóa. Breytist straumarnir, þá breytist útlit hnattarins. Hafstraumar þessir hafa svo feyki- lega mikil áhrif á loftslag landanna, að ef að hann nokkurntíma kemur sá tími, að vér getum breytt þeim, þá getum vér að likindum breytt út- liti hnattar þessa. Opið bréf úr Colliers Weekly. Til prófessors Munsterberg, Dr. B. Dernburg, Bernslorff greifa og annara. Þér hafið sent út ósköpin öll af prentuðum greinum og ritlingum um stríðið í öllum þess myndum. Og einkum sýnist yður vera ant um, að fullvissa oss alla um það, að Þýzkaland hafi gnægtir miklar af öllum gæðum; að iðnaður og verzl- un sé i bezta lagi, að bankarnir hafi nóg fé fyrirliggjandi í fjárhirzlum sinum; að fæða og matvæli öll sé þar í rikum mæli, — yfirhöfuð nóg af öllum forða, hverju nafni sem nefnist, er þjóðin þarfnast með. — En sé þetta nú svo, hvers vegna er þá Þýzkaland að ræna Belgíu? Þetta litla land er troðið og tramp að undir fótum hermanna keisarans. Nú er þar engin verzlun og enginn iðnaður. (Kviðurinn þýzki hefir solgið og eytt öllum þeim tækjum, sem verzlanin hefir verið rekin með, vögnunum, brautunum, borg- unura, kolunum, vörunum, mönnun- um). En alt fyrir það leggja hinir almáttugu herforingjar Þjóðverja þungan herskatt á þessa vesælu, hungruðu, klæðlausu og allslausu Belgi, — heimta af þeim peninga, fatnað og matvæli. Eitthvað $500,000 taka þeir frá Borginni Brussel einni. Hugsið yður vopnaða menn standa yfir stórum hóp manna, sem skjálfa og nötra af ótta eða kuldan- um eða sultinum, og þetta er hópur af lömuðuin, vesæium voluðum, i 1 1 gamalmennum, sem varla geta staul- ast. eða börnum, og taka frá þeim, með harðri hendi þetta litla og lé- lega fæði, eða forða, sem þeir hafa þó eftir fyrir hina köldu vetrarmán- uði; — taka það handa sjálfum sér, en láta aumingana svelta og frjósa. Margsinnis, líklega þúsund sinn- um. hefir keisari yðar lýst því yfir, að hann væri einn þeirra, sem fylgdi boðum ritningarinnar, hinnar heil- ögu bókar. Hann prédikar og flj’tur ræður um alt landið og talar ósköp- in öll um trú og guðsótla. En þó er það hann, sem valdur er að því, að þessir skarar horaðra, vesælla flótta- manna eru í sífeldri angist og ótta, flakkandi, flýjandi úr einum stað i annan. Hann er það, sem er valdur að þvi, að þúsundir barna fæðast nú á frosinni grund undir beru lofti af hungruðum, veikluðum mæðrum, og deyja þar með mæðruro sínum á flóttanum, — meðíram vegunum, i skurðunum, i skógarrjóðrunum. — Hann er það, sem hefir steypt yfir aumingja þessa og alt Belgiu land sönnum helvitis pislum. Og i stað þess að sjá aumur á þeim og hjálpa þeim, þá lætur hann skipanir út ganga til þess, að þrýsta þeim ennþá dýpra niður i skelfing- una og örvæntinguna. Er þá enginn hirðprestur, sem hafi áræði til að segja honum, hvað þeim sé fyrirbú- ið, sem þannig pína og kvelja hina vesælu, voluðu, höltu og blindu? — ‘‘Komagata Maru” þýzk sending. Nú kemur það upp, hvernig stóð á japanska skipinu Komagata Maru, serfí flutti Hindúana til Vancouver, B. C. seint i júli, og mest uppþotið varð af. Það kemur nú upp, að það hefir verið sending frá Vilhjálmi keisara, eða af hans völdum. Það voru Þjóðverjar, sem leigðu skipið og söfnuðu á það hinu versta rusli af mönnum, þar á meðal 100 i óbótamönnum frá Shanghai. — En þessa urðu menn visari, er rann- sókn var hafin í þvi máli. — Þetta ætluðu Þjóðverjar að gjöra Bretum til bölvunar, koma illum hug milli Canada og Breta og æsa menn til uppreistar á Indlandi. Enda varð uppþot mikið, er þeir komu aftur ti) Canton. Skyldu þeir hafa haft nokkurn grun um, að striðið var i vændum, þessir menn? General Van Disfurth. Hann er einn af hinum æðri hers- höfðingjum Þjóðverja, en er nú við aldur og er því ekki i striði þessu. Skrifar hann grein i hið viðkunna þýzka blað Hamburger Nachrichten og er hún þannig: “Það hefir enga þýðingu, að skifta sér nokkuð af ákærum þeim, sem yf- ir oss dynja fyrir grimd og barbar- ism, frá útlendum mönnum. “Vér þurfum ekki að standa á- byrgð fyrir nokkrum manni eða að bera fram afsakanir vorar. Hvað svo sem hermenn vorir gjöra til þess, að ógna, yfirvinna eða eyðileggja óvini sína, er gott og lofsvert verk, og réttlætir sig sjálft. Þýzkaland er sjálft æðsti dómari i öllum þeim að- ferðum, sem þeir beita. “Það hefir enga þýðingu og fellir enga sök á þá, þó að þeir eyðilegðu alla þá minnisvarða og stórvirki, sem reist eða gjörð hafa verið frá upphafi heims, allar þær myndir og málverkin miklu, allar byggingar, sem listamenn heimsins hafa kom- ið upp, — ef Þýzkaland fyrir það og með þvi gæti unnið sigur. “Stríð er strið, Hinn Ijótasti steinn á leiði hins þýzka hermanns, er dýrðlegri minnisvarði, en allar dóm- kyrkjur Evrópu samanlagðir. “Þeir kalla oss burbara. En hvað gjörir það? Vér fyrirlítum þá og hrópyrði þeirra. “Og hvað mig snertir, þá vona eg að eg hafi unnið til þess að kall- ast barbari. “Hinar hlutlausu þjóðir og óvin- ir vorir ættu að hætta þessu jagi og mælgi, sem líkja má við kvak fugla. “Þeir ættu að hætta því að tala um dómkyrkjuna í Rheims, og allar aðrar kyrkjur og hallir á Frakk- landi, sem farið hafa sömu förina. “Hermenn vorir verða að vinna sigur. Alt annað er þýðingar- laust.”. Jarlinn IndverskL Jarlinn (Maharaja — Maha, hinn mikli, og raja, jarl eða fursti) af Mysore á Indlandi hefir gefið fim- tiu lakhs af gulli til herkostnaðar Breta, eður 1’500,000 dollara, og er það sannarlega konungleg gjöf. — Þetta sýnir, hvort Indverjar hafi mik inn hug á, að rísa upp á móti Bret- um. Auk þess býður hann fram her- menn úr löndum sínum, ef i harð- hakka kemur. Jarlinn er ungur mað- ur, fríður sýnum, svipurinn ary- anskur. Enda eru Hindúar frændur vorir, þó að langt þurfi að rekja. Blue Ribbon Te Með sama gamia verði ---»f-- LANG, LANG BEST ALLRA Hvenær stkríii aí spara ef þó gerir þaí ekki nnna ? Þau laun þín eða tekj- ur aukist án efa, aukast OF CANADA útgjöld þín einnig og mörgum finst öllu meira um það. Nú er því tíminn að byrja sparisjóð, og er sparisjóðsdeild XJNION BANK OF CANADA staðurinn að geyma hann. Byrjið með því aukafé sem þið nú hafið með höndum, hvaða upphæð niður i einn dollar gefur vexti. LOGAN AVE. OG SARGENT AVE., (ITIBC A. A. WALCOT, Bankastjóri ------TIL JOLANNA-------------------- ViS höfum fullkomiS upplag af vínum. áfengum drykkjum og vindlum fyrir hátíðimar. ViS höndíum allar pantanír fljótt og vel. SÍMIÐ OG REYNIÐ. Tbe Great West Wine Co., Ltd. 295 Portage Ave. Sírr»i Mak 3706 VIÐ VfXLUM GRAMAPHONE RECORDS FYRIR 15c. HVERT SkrifitS etia símiti eftir bók No. 4 sem útskýrir okkar fyrirkomuias- Vi’ð sendum Records hvert sem er i Canada. The Talking Machine Record Exchange 3, GUNBS BljOCK, PORTAGE AVE. WIÍINIPEG, HAR. Glines Block er beint á móti Monarch Theatre. Phone Main 2119 Stofmett 1882 Lriggiít 1914 D. D. Wood & Sons. • Limited " verzk með beztn tegmaii af KOLUM ANTRACITE OG B/TUMINGUS. Flntt heim til vðar hvar sem er I bæmirn. VÉR ÆSKJUM VIÐSKIFTA YÐAR. SKRIFSTOFA: Cor. ROSS & ARLINGTON ST. Garry 2620 Prívate Exchange BYRJAÐU JÓLA- KAUPIN STRAX Ljómandi hálsbönd í fögrum og fínum jólaííjafa umbúðnm 50c., 75c., og $1.00 White & Manahan Ltd. 500 Main Street Winnipeg

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.