Heimskringla - 31.12.1914, Blaðsíða 8

Heimskringla - 31.12.1914, Blaðsíða 8
BLS. 8 HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 31. DESEMBER 1914. ♦-----------------------—♦ | Or Bænum ♦-------------------------♦ Jón Emafssoa £rá Glenboro kom að sjá •««, er ná á ferð norður í Peace River og m»ð honum Kristján J. HelgasoB. Glenboro. Þeir fara til Grande Prairie og Terður utaná- skrift J. Einarssonar fyrst um sinn, Sexsmith, Aita. t Hra Porairína Þorkelsson í'á Oak Poiat, Man., og Zofonias Helga- son, kaupmaður frá Langruth, Man., komu til basjarias í rikunni, og þeir láta vel af öliu þar nyrðra. Kom Þorkelsson að leita sér lækninga við innvortis meiðsli og fer hið fyrsta út aftur. Takið etíáx asgiýsingu á öðrum stað í blaðinu um minningarhátíð bannlagaam á Islandi. Hra. Hdgi Sveinson frá Lundar og unfrú Ijótunn Goodman frá Otto voru gefin saman I hónaband 23. þ.m. af eóra Guðm. Árnassyni að S89 Alveostone St. Brúðhjónin lögðu af stað í skemtiferð til Sask- atchewaa sarna dag. Ritstjóri The Canadian Lutheran Ottawa, aéra Jón J. Clemens, prestur að St. Peters English Lutheran Church f Ottawa skrifaði oss að Noregskonungur og krón- prins Svfa haö hvor um sig gefið söfnuði Mnum fána, fána Noregs Hákon, en fána Svía krónprinsinn. En það ber til, að fleiri hundruð Norðmanna og Svla eru í söfnuði þeim er séra Clemens þjónar. Það er gleðilegt að heyra um viðgang landa vors séra Jóns, og konungs- gjafirnar geta verið góðar, en bestir hefðu fánar þessir verið til þess að bera þá á móti þjóðverjum og hefðu einar 100 þúsundir fylgt fána hverj- um. Takið eftír auglýsingu frá Úni- törum hérna í blaðlnu. Þeir ætla að leika oitthvað skemtilegt, sem enginn fær að vita fyrri en þeir sjá það. Ungu mennirnir og stúlkurn- ar ættu því a@ passa sig að missa ekki af því. Á jóladaglnn voru þau Jón Hall- dórsson frá Hecla, Man. og Lilja Möller frá Winnipeg, gefin saman í hjónaband af séra Rúnólfi Mart- einssyni aS 493 Lipton St. Heimili þeirra vertiur í Mikley (Hekla P.O.) Jarðarför Skapta Brynjólfssonar fór fram som ætíað var þann 23. des Var hann jarðsunginn frá Unítara kirkjunni fslenzku og var hún troð- fuil af fólki. Ræður fluttu þar síra Rögnv. Pétursson, síra Guðmundur Árnason og síra Magnús J. Skapta- 8on. Le»t vagna var þar fyrir utan að flytja þá er fylgdu líkinu til grafar. Einstök Kaup fyrir Kvennfólk---------- Nú erum vér að selja kven- klæðnað afar ódýrt,—niður- sett verð á öllu. Vér búum nú til Ladies’ Suits fyrir frá $18.00 og upp. Kven- manns haust yfirhafnir frá $13.50 og upp. Komið og skoðið nýtísku kvenbún- inga vora. B. LAPIN Phone Garry 1982 392 Notre Dame Avenue Bænasamkoma verður í Skjald- borg á gamiárskvöld og byrjar kl. 11.30 en guðsþjónusta á nýársdag kl. 3. síðdegis. Almanak Ólafs prentara Thor- geirssonar fyrir 1915 er nýlega komið oss í hendur. Almanakið er með góðum frágangi og fyigir með því margt gott. Mynd af Asquith, með æfiágripi eftir séra Fr. J. Bergmann. Umsátrið um París, þýtt af M. Matt- íasson, Saga íslendinga í Utah, eftir E. H. Johnson, og Guðbrandur Er- lendsson ritar æfisögu sína. Allar þessar ritgerðir eru vel af hendi leystar. Saga landannq, í Utah er einhver sú besta af sögum land- námsmanna, og æfisaga Guðbrand- ar er sú einkennilegasta og skýrasta æfisaga sem vér höfum séð. Maður getur ekki slept henni fyrri en mað- ur er búinn, hún heldur manni föst- um. Frágangur allur góður. Vér þökkum fyrir almanakið. Næsta sunudagskvöld 3. jan. 1915 verður umtalsefni í Únítarakyrkj- unni: — Viðburðirnir sem mestu varða.—Allir velkomnir. Eins og venja er til verður Únítara kyrkjan opin á gamlárskvöld frá kl. 11 til 12 og er mönnum boðið að koma þar saman til að óska hver öðrum gleðilegs nýárs. Séra Rögnv Pétursson flytur stutta ræðu. LEIDRÉTTING Minningar- ■“ hátíð = Bannlaganna á íslandi, og 27 ára afmæli Stúkunnar Heklu, nr. 33. Á Nýársdagskveld í Goodtemplarahúsinu. PRÓGRAM: 1. —Minni St. Heklu—Séra, Guðm. Árnason. 2. —Söngur—Miss Friðfinnsson. 3. —Minni Banniaganna á íslandi— Dr. Sig. Júl. Jóhannesson. 4. —Kvæði—Mr. Einar P. Jónsson. 5. —Söngur—(bæn)—P. Bardal. 6. —-Minni G.T. reglunnar í Manitoba —Séra Runólfur Marteinsson. 7. —Söngur—Mrs. Thomas. 8. —Minni íslands—Séra Fr. J. Berg- mann. 9. —-Franklin Male Quartette. (a) —ísland. (b) —íslands ljóð. 10. —Eldgamla Isafold—Allir syngja. Byrjar kl. 8. Allir velkomnir. JÓLAKÖKUR. Skrautbúnar fást með gjörkaupum, ef að pantaðar eru nokkrum dögum fyrir jólin. Svo má minna á islenzka Jólabrauðið. Það verður vandað til þess sem bezt má verða, og má spara peninga með að kaupa það. Allar j sérstakar pantanir ætlu að vera \ sendar inn þremur dögum fyrir jól- in. Þá má treysta á, að alt verði sem vandaðast og vel úti látið. Þökk fyrir viðskiftin. Vér óskum öllum löndum gleði- legra jóla! PEERLESS BAKERIES, 1156 Ingersoll Street, Winnipeg. G. P. Thordarson, eigandi. Kaupendur Heimskringln. eru vinsamlega beðnir, að geta þess við auglýsendur, þegar þeir hafa viðskifti við þá, að þeir hafi séð auglýsinguna i Hkr. Það gjörir blaðinu og þeim sjálfum gott. Mountain N. D. des. 20,1914. Ritstjóri Heimskringlu: Það var í fyrsta sinn að eg bað um rúm í þínu heiðraða blaði Heimskringlu. Grein sú um Jóh. sál. Jóhannson, frá Reykjavík kom út í síðasta blaði. Er þar ein skað- leg villa. Þar stendur “hringlaður” en á að vera hungraður. Ennfrem- ur eru stafirnir undir skakkir, þar | er C. G. G. en á að vera A. G. G. Viltu gjöra svo vel að leiðrétta þetta í Heimskringlu. Þín með vinsemd, ANNA. Sextíu manns geta fengið aðgang að læra rakaraiðn undir eins. Til þess að verða fullnuma þarf aðeins 8 vikur. Áhöld ókeypis og kaup borgað meðan verið er að læra. Nemendur fá staði að enduðu námi fyrir $15 til $20 á viku. Vér höfum hundruð af stöðum þar sem þér getið byrjað á eigin reikning. Eftir- spurn eftir rökurum er æfinlega mikil. Til þess að verða góður rak- arar verðið þér að skrifast út frá Alþjóða rakarafélaginu. INTERNATIONAL BARBER COLLEGE. Alexander Ave. Fyrstu dyr vestan við Main St., Winnipeg. íslenzkur Ráðamaður hér. DÁNARFREGN. Elizabet Guðmundsson dó á heim- iii Friðbjörns Samson í Garðarbygð 6. júlí, nwstliðinn. Hún var fædd á Hofi i Vatnsdal 11. júlí, 1842. Faðir hennar hét Helgi. Móðir sína misti hún á unga aldri og fór þá til vand- alausra, en til föður síns þegar hann giftist aftur, og bjó á Grundarkoti, og var hjá honum fram yfir ferm- ingu. Eftir það dvaldi hún hér og hvar fram að 1882 að hún flutti til Ameríku og giftist sama árið Birni Guðmundssyni, sem kallaður var Hlaupa Björn, og margir af fyrstu vesturförum kannast við. Þau bjuggu skamt frá Hallson þangað til Björn dó, 1899. Eftir það bjó hún með syni sínum og fósturdóttur, Helgu dóttur Jónasar Samson að Kristnes, Sask., þangað til 1904. Þá varð hún blind, og sonur hennar dó sama árið. Eftir það dvaldi hi’xn hjá nágrönnum skamt frá Akra í 8 ár. Fyrir tveimur árum flutti hún til Friðbjörns og var þar þangað til hún dó. Hún átti eftir lifandi dóttur sem er gift kona á ísafirði og heitir Helga Bergsdóttir Jónssonar. Elizabet heitin var greindar kona sérlega minnug, glaðlýnd og jafn- iynd hvað sem fyrir hana kom; sí- vinnandi, bæði fyrir og eftir að hún misti sjónina. Eg sá hana nokkr- um sinnum tvö seinustu árin, þá var hún síprjónandi og hafði æfin- lega spaugsyrði á reiðum höndum. Eg heyrði þess aldrei getið að henni yrði misdægurt þar til í vor sem leið að hún fékk slag sem leiddi hana til bana eftir nokkurra vikna þjáningafullu legu. Hún gerði mér orð áður en hún dó, og bað mig að geta láts síns f blöðunum, og skila þakklæti sínu til allra sem að henni hlyntu, tímann sem hún var ásjálf- bjarga. Eg hef dregið það vegna þess eg vildi fá betri upplýsingar um ætt hennar, en það hefir ekki Jukkast. Enginn sem eg hef talað við hefur verið nógu fróður til að gefa mér betri úrlausn, svo við þetta verður að sitja. J. H. Undirskrifuð ætlar að fara að gefa sig að þvi, að stunda sjúka sem hjúkrunarkona; hefir hún stundað nokkra landa og fengið góð með- mæli. Vonar hún að landar sinir sneiði ekki hjá henni, ef þeir þurfa hjúkrunarkonu við. Utanáskrift: 431 Beverly St.W’pég 16-n R. J. Davidson. Aln íanakið fyrir árið 1915 er komið út og er til sölu hjá útgef- andanum og umboðsmönnum hans í ízlenzku bygðunum, og kostar 25 cent INNIHALD: Tímatalið—Myrkvar — Árstíðirnar -Tunglið — Um tímabilið — Páska- dagur—Sóltími — Veðurfræði Her- cliel’s — Fastastjörnur — Stærst í heimi — Fyrstu peningar — Ártal j nokkurra merkisviðburða --- Til minnis um íslands — Stærð úthaf- anna—Lengstur dagur — Þegar kl. er 12 — Almanaksmánuðirnir. Herbert Henry Asquith, með mynd. Eftir F. J. Bergmann. Umsátrið um Parísarborg 1870. Sögusögn frakkneskar konu Aimée Gorges. Safn til Landnámssögu ísl. í Vesturheimi: Saga Islendinga í Utah. Eftir E. H. Johnson. Guðbrandur Erlendsson. Æfi- saga með mynd. Helztu viðburðir og mannalát meðal íslendinga í Vesturheimi. Olafur S. Thorgeirsson 678 Sherbrooke St„ - WINNIPEG. KENNARA VANTAR Við Lundar skóla No. 1670, ár- langt frá lsta Feb. næstk. Umsækj- andi verður að hafa annað eða þriðja stigs kennaraleyfi í Mani- toba. Tilboðum er greina frá æf- ingu og kaupi er óskað er eftir verð- ur veitt móttaka af undirrituðum til 10. jan. 1915. D. J. LINDAL, Sec.-Treas. Radd Framleiðsla HfrM. YfoN.snck, 485 Arllnprton St. er reltSubúin atJ veita móttöku nem- endum fyrir raddframleiöslu o g söng. Vegna þess at5 hún hefir kent nemendum á Skotlandi undir Lond- on Royal Academy próf metS bezta árangri er Mrs. Hossack sérstak- lega vel hœf til þess at5 gefa full- komna kenslu og met5 láu vert5Í. Símið Sherb. 1779 D. GEORGE & CO. General House Repairs Cablnet Makers and IJpholaterera Furnlture repalred, upholstered and cleaned, french pollshlng and Hardwood Finishlng, Furni- ture packed for shipment Chalrs neatly re-caned. Fhone Sher. 2733 360 Sherbrooke St. THE CANADA STANDARD LOAN CO. AtJal Skrlfatofa, Wlnnlpegr $100 SKULDABRÉF SELD Tilþœginda þeim sem hafa smá upp- hætJir til þess at5 kaupa, sér í hag. Upplýsingar og vaxtahlutfall fæst á skrifstofunni. J. C. Kyle, rAt5amat5ar 428 Maln Street, Wlnnlpeg. Isabel Cleaning and Pressing Establishment J. W. QUINN, elKnndl Kunna manna bezt at5 fara met5 LOÐSKINNA FATNAÐ VitÍgertJir og breytingar á fatnat5i. Phone Garry 1098 83 Isabel St. horni McDermot ) Nýars Gestrisni Laugardaginn 26. des. voru þau Lloyd Ovter DeHaven, yfirumsjónar- maður Crescent Creamery-félagsins hér í bænum, og Miss Guðfinna Markússon, dóttix Magnúsar Mark- ússonar skálds, gefin saman í hjóna band af séra Fr. J. Bergmann á heimili W. B. Best, 349 Clare Ave. Winnipeg, og á eftir settust allir að ágætum dagverði, sem húsmóðirin hafði framreitt. Hjónin nýgiftu lögðu síðan af stað í mánaðarferð til New York og Chicago og stórborganna í Band- aríkjunum. Næsti sunudagur verður foreldra sunnudagur í sunnudaga skóla Skjaldborgar-safnaðar. öllum for- eldrum og aðstandendum nemend- anna er boðið að vera þar viðstadd- ir. Ræður Verða fluttar um efni sem lúta að sunnudagaskólastarf- inu. úrslit prófsins sem haldið var seinast í nóvember verður þar einn- ig birt. Samkoman hefst á venju- legum sunnudagaskólatíma, kl. 2, síðdegis. Guðsþjónustur í Tjaldbúðinni. nm nýárið. Áramóta samkoma á gamlárs- kveld kl. 11-12. Guðsþjónusta á ný- ársdag kl. 3 síðdegis. Sunudagsskóli kl. 10-11 árdegis, sunnudag 3. jan. Guðsþjónustur kl 11 árdegis og kL 7 að kveldi elns og venjulega. Eg værí kominn í gröfina ef það væri ekki fyrir Dr. Miles Hjarta Me'ðul. Eg gat ekki gength þvert yflr hústS oglwknarnir sögrbu m&nninum mínum aí egr heföi tæringu. Vinkona mín ráTSia t*T\\ mér aö reyna I>H. MIIÆS HJARTA M(DAL.. .Eg senði eftir $5.00 viröi og fór strax at5 batna. Eg vigrt- atfi 115 pund, nú er eg 180, og heilsu mfna á eg aT5 þakk* Dr. Mile<* mpt5ulum Mrs. Freð WilUe R. F. D. ixo. 13 Aalien, Mich. Flest fólk sem hefir brúkað Dr. Miles hjarta meðul hefir sömu reyn- slu og Mrs. Wiltse: því hefir batnað. Meðal sem orsakar að hjartað nái sfnum styrk án þess að hafa þvfng- andi áhrif, er lang best. Fyrsta I flaskan er ábyrgst að hafa bætandi | áhrif, annars tekur lyfsalinn hana til baka. skilar andvirðinu. GAMANLEIKUR aðrar Skemtanir og Veitingar Þriðjudagskv. 5 Jan. heldur Ungmennafélag únítara skemtisamkomu í sam- komusal safnaðarins. Til skemtunar verður stuttur en frábærlega fjörugur gamanleikur ásamt hljóðfæra- slætti og söng. Á eftir skemtuninni verða ókeypis veitingar. Ungmennafélagið erþekt að því að bjóða einungis skemtilega leiki, þess vegna mega allir vera vissir um að þeir fá góða skemtun það kvöldið, ef þeir sækja samkomuna. 4" 4- 4- Byrjar kl. 8 Inngangseyrir 25 cent « « » « « « « « « « « » « « « « u « » n « « « n « Masquerade Dans verður haldinn í efri sal Goodtemplara húss- ins á horninu á Sargent Ave. og McGee St. Fimtudaginn, 31. Desember Gamlársdagskveld Dansinn byrjar kl. 8.30 stundvíslega, og er úti kl. 2. Inngangseyrir 50c. 3 hljóS- færa “Orchestra” . Verðlaun verSa gefin fyrir bezt klæddan karlmann og kven- mann. « » « » « » « « u « u K « U » « « « » » » » « « » U««UUUUUU«UUU»»»»U»U«»U»UUUUUUttUUUUUU»U Vintage Wines Eru nafnfræg vegna þess að þau eru ekki nema frá vissum árum svo sem 1898, 1900, 1904, og 1906. Við höfum takmarkað upplag til sölu af þessum Vintage Wines í Chateau Reserve Rhine Wines Champagnes Burgundies Mjög góðir Liquers Brunelle au Cognac Creme de Mocha Kirch Punch Chartreuse Kummel “Russian” Cream Yvette Creme de Menthe Benedictine Svenskt, Danskt og Norskt Caloric Punch Dansk Kom Snaps Arraks Punch Aarhus Taffel Akvavit Loitens Aquavit, 10 yrs old Rare Old Scotch Whiskeys Fould’s Grand Liqueur Fould’s Sandy Samson Buchanan’s 25 Years Old White Horse Special Port Vín. Innflutt beint frá Portúgal. Selt í flösk- um og í gallóna-tali, frá $2.50 til $8.00 gallónið; í flöskum frá 75c til $2.00 flask- an. Canadísk Whiskies Sérstaklega gott Canadiskt Whiskey, búið til úr Canadisku korni og geymt í eik- ar-tunnum undir stjórnar-umsjón, þar til það er búið að ná bezta keim. Selt í flösk- um eða í gallóna-tali. Innfluttur og Heima Bjór Bass Ale, London Guinness Stout, Dublin Munich Hofbrau, Bavaria Pilsener Urguell, Bohemia Sweedish Porter, Gothenberg Golden Grain Belt Lager, Minneapolis Brandy Ábyrgst ekta og áreiðanlegt; búið til að eins úr vínþrúgum. Sérstaklega gott. Clandon Cognac, ár 1830 Clandon Cognac, ár 1858 Clandon Cognac, ár 1875 Cigars. Mjög ákjósanleg nýársgjöf handa vini þínum, bróður, eiginmanni eða föður. — Við höfum vindla í kössum, 10, 25, 50, 1 00 í hverjum. Verð frá 65c kassinn upp í $8.00. The Richard Beiiveau Co. Established 1880 IMPORTERS 0F LIMITED Wines, Spirits and Gigars PH0NES MAIM 5762-5763 330 MAIN ST., WINNIPEG

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.