Heimskringla - 21.01.1915, Blaðsíða 6
BX& 8.
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 21. JANÚAB, lító
LJÓSVÖRÐURINN.
leiksystir, fátæka, fegurðarlausa, af óþektri ætt, nema
þvi að eins að hann hafi lofað því, eða að hann líti svo
á, að hann að eins á þenna hátt geti endurgoldið hjálp-
semi hennar, Má eg spyrja, hvort þér séuð heitbund-
inn?”
“Nei, það er eg ekki”, svaraði Willie.
“Hlustið þér á mig eitt augnablik. Tilgangur
minn er af viuáttu sprottinn, þegar eg bið yður að
fara hægt og varlega í þessu tilfelli. Yður skjátlar,
angi vinur, ef þér haldið, að gæfa ykkar sé fullkomn-
*8 með hjónabandi, nema þið eigið saman. Þér hafið
*kki séð hana i sex ár; hrasið þér því ekki að þessu.
Þér hafið allan þenna tima verið atorkusamur starfs-
maður og kynst heiminum. Vera yðar í íAusturlönd-
nm gjörði yður oháðan og vcitti yður þá framkomu,
sem var i París hrósað mikið og vel þegin. Þér hafið
lika hlotið að taka eftir virðingunni, sem ungu stúlk-
arnar bera fyrir yður. Þegar eg hugsa um þetta og
gjöri mér ljóst, að þér hrindið slíkum kjörum frá yð-
ur og fleygið yður fyrir fæturnar á hjúkrunarstúlku
móður yðar, get eg ekki þagað. Þetta fátæka óskila-
barn, sem þér hafið í hyggju að velja yður fyrir félaga
á lífsleiðinni, — þessi litla, kyrláta kenslukona —”.
“Eg hefi aldrei sagt yur, að hún væri kenslukona”,
hrópaði Willie og hætti að ganga um gólf. “Eg hefi
ekki sagt yður það. Hvernig vitið þér það?”
Amory, sem hafði ljóstað því upp, að hann vissi
meira en hann vildi kannast við, hugsaði sig um stund-
arkorn, en svaraði svo, að ytra áliti hreinskilnislega:
“Svo eg segi sannleikann, hr. Sullivan, þá hefi eg fund-
ið þessa ungu stúlku, sem þá var með gömlum lækni”.
“Jeremy lækni?” spurði Willie.
“Einmitt”.
“Nær mættuð þér henni? Hvernig orsakaðist
það?”
“Spyrjið þér mig ekki um það”, sagði Amory, eins
og þetta efni værl þýðingarlaust, og að hann vildi ekki
láta hindra sig. “Eg hitti þenna gamla mann á ferð
minni, og ungfrá Gerti Flint var með honum. Hann
sagði mér frá ýmsu um hana, — ekkert ilt samt, og þeg-
*r eg varaði yður við þeim félagsskap, var það blátt
áfram sagt”.
Willie leit undrandi og rannsakandi augum á Am-
wy. og virtist ætla að halda áfram að spyrja, til þess
að fá að vita meira; en Amory tók upp samtalsþráð-
inn og hélt áfram, án þess að láta hann komast að með
fleiri spurningar.
“Einsog eg hefi sagt yður, hr. Sullivan, þá verður
þessi Gerti yður til óþæginda; hún verður sífeld hindr-
«n þeirra tilrauna yðar, að geta tekið þátt í félagslifi
heldra fólksins, scm hún er tæplega hæf fyrir. Þér
segið sjálfur, að hún sé bæði fátæk og án fegurðar; um
ætt hennar vitið þér ekkert, og hafið litla ástæðu til að
halda, að hún gjörði henni sóma, þó þér kæmust að
þvi, hver hún er. Eg held þvi að heilbrigð skynsemi
stjórni orðum minura, þegar eg vara yður við þessum
félagsskap”.
“Eg skal fúslega viðurkenna, herra”, sagði Willie
■m leið og hann settist aftur, “að ástæðurnar, sem þér
með svo vel völdum orðum færið fram fyrir minni tím-
anicgu velferð, eru bygðar á nákvæmri ihugun og hrein-
skilinni ósk um að styðja að gæfu minni. Eg viðurkenni
jafnframt, að frá yðar — með tilliti til hins stutta, en
um leið trygga kunningsskapar — bjóst eg alls ekki við
slíkum ráðleggingum, því eg hélt að þér væruð svo ó-
háður heimsskoðununum og svo kærulaus um samsinni
þeirra, að þér tækjuð litið tillit til þessara tveggja at-
riða, þegar þér ætlið að reyna að hafa áhrif á breytni
annara. .
“Enda þótt ráðleggingar yðar breyti hugsunum
minum og áformum að engu leyti, þakka eg yður samt
fyrir hreinskilnina og alvöruna, sem þér. beitið, til að
fá mig til að aðhyllast yðar skoðun, og eg skal svara
ástæðum yðar svo opinskátt, að þér getið skilið, að eg
hefi engar flausturskoðanir, en leiðist af tilfinningum
bygðum á reynslu.
“Yður skjátlar ekki, þegar þér álitið mig hafa eðli-
lega smekkvisi fyrir góðum félagsskap, — smekkvísi,
sem fátæktin og einangranin á æskuárum minum gáfu
mér lítið íækifæri til að sýna, en hafði samt sem áður
mikil áhrif á takmark lífsmetnaðar mins. Fögru húsin
auðmannanna, skrautvagnar þeirra og klæðnaður, hafði
miklu minna aðdráttarafl fyrir hugsjónir minar, en hin
tíginmannlcga rósemi, göfuga mentun og háttfagra fram-
koma, sem einkcndi suma af þeim, er eg hafði tækifæri
til að athuga, og hve mjög sem eg óskaði auðs, fanst
mér hann hafa mist helming verðgildis sins, ef hann
skorti hæfilcika til að veita óhindraðan aðgang að
hinum mentuðu mannflokkum, sem eg leit upp til með
mikilli aðdáun.
“Það var því ekki af skorti á góðum félagsskap á
Indlandi, að eg tók þátt í hinu breytilega skemtanalifi
1 París, sem góðvild Clintons veitti mér strax að-
gang að.
“Þegar eg tók þátt í Parisar-skemtununum, var eg
1 nokkra mánuði búinn að berjast við sorg og þung-
Iyndi, sem orsakaðist af hryggilegum fréttum að heim-
an, og eg hatði þvi enga löngun að taka tilboði Cliut-
ons; en hin slæma heilsa hans neyddi mig ávalt til að
fylgja dóltur hans, sem ekki vildi missa af sken.tunun-
um, af því hún hafði ánægju af þeim. Hún þáði þvi á-
valt tilboð mitt að fylgja henni, og leiddi mig á þann
hátt inn í hið töfrandi Parisar-líf, sem eg verð að viður-
kenna, að mér þótti skemtun að og jafnvel aðdáanlegt.
Eg gat ekki verið tilfinningarlaus fyrir þessum frum-
réttindum, sem mér voru veitt svo óvænt, og hégóma-
girnd mín gat ekki verið róleg gagnvart þeim árásum,
sem hún varð fyrir. Það var ekki eingöngu lundarfars-
staðfestan, sem var i hættu stödd, þvi að staða mín i
hópi heldra fólksins lagði alvarlegar freistingar fyrir
mig, en meginreglur mínar og siðferðisgæzlan, sem mér
var innrætt frá æsku og eg varðveitti ennþá, var einnig
i voða stödd. Eg hafði getað forðast allar opinskáar
freistingar; en þessir nýju kunningjar mínir sýndu
mér þær nú i einskonar dulargervi, svo snyrtilegar i
framkomu, að sá, sem með hægu móti gat hrint hinum
opinskáu frá sér, átti erfiðara með að forðast þessar.
Eg hafði enga tilhneigingu til að neyta víns, sem eg
hafði séö hafa svo viðbjóðsleg og ruddaleg áhrif á neyt-
endur sína; en i höndunum á þessum þaulæfðu heims-
mönnum, sem augnbliki áður höfðu verið orsök aðdá-
unar fólksins og að brosi kvenna, skein bikarinn með
meiri gljáa og beisku dreggjarnar gleymdust. Þorpar-
inn, hinn viðurkendi leikari glæpanna, hefði aldrei get-
að komið mér til að taka þátt í afbrotum sinum; en eg
var ekki jafn vel viðbúinn að mæta annari hættu, sem
beið mín í annari átt, án þcss mig grunaði það; því
hvernig gat eg búist við, að vinir mínir, vinir Clintons,
sem voru prýði fyrir þann mannflokk, er þeir heyrðu
til, vildu á óheiðarlegan hátt reyna að ná frá mér pen-
ingum, stofna mér I vandræði og eyðileggja mig? Þeg-
ar eg hugsa um fyrstu dvöl mína í Paris, furðar mig
næstum á því, að eg skyldi ekki lenda í neinni af þeim
mörgu snörum, sem frá öllum hliðum voru fyrir mig
Iagðar, og sem mér var meiri hætta búin af, vegna þess,
að eg hneigðist að félagslfinu og að eg var ekki hið
minsta var um mig, því eðli mitt var óskemt og hrekk-
laust, og hið sama ætlaði ég öðrurn. Það voru endur-
minningarnar um mína ágætu móður, sem þá var nýlega
dáin, er endurkölluðu í huga minn allar hinar ástríku
aðvaranir og áskoranir, sem hún hafði gefið mér, og
meðvitundin um, að hennar eðallyndi sveif ávalt yfir
mér, hrygðist yfir baráttu minni og gladdist yfir sigur-
vinningunum, — sem gaf mér kjark og þrek til að forð-
ast snörurnar, er eg sökum þekkingarskorts mins ann-
ars hefði getað fallið í.
“Til allrar lukku sá eg þó bráðlega, hve hégóma-
gjarn og gagnslaus tízkuheimurinn er. Eg á þó ekki
við, að í sölum hans findi eg ekki yndi, vit og listgáfu,
og mentun, sem eg hafði búist við að finna þar, eða að
þessum eiginleikum fylgdu aðrir lakari. En eg verð þo
að viðurkenna, að eg hefi orðið var við meiri þekking-
arskort, mentunarleysi og ósiði hjá hinum svokölluðu
höfðingjum, en eg bjóst við. Eg gæti sagt yður frá þús-
und vélabrögðum og þrætum, og hræðilegri vanrækslu
á þeim helgustu skyldum, sem eg sá sjálfur, en eg vil
ekki opinbera leyndarmál annara, né þyeyta yður með
slíkum sögum.
“Sérstaklega furðaði mig á áhrifunum, sem hin
endalausa eftirsókn eftir skemtunum hafði á tilfinning-
ar og hugsunarhátt kvenfólksins. Enda þótt eg bæri í
hjarta minu mynd af kvenlegri mildi og hreinleik, hefði
þó þessi lifandi fyrirmynd ef til vill hröklast niður úr
hásæti sínu fyrir löngu, og eitt eða annað unaðslegt
andlit, sem eg varð hrifinn af, komið i stað hennar, ef
þvi hefði fylgt hlutfallsleg andleg fegurð. Auðvitað eru
til eðallyndar og góðar kvenpersónur í efstu stéttum
mannfélagsins líka, en meðal þeirra, sem eg hafði náin
kynni af, var ekki ein einasta, sem þoldi samanburð
við þá, sem ávalt sveif fyrir hugskotssjónum minum og
er sönn fyrirmynd sins kyns.
“Það er engin furða, þó engin önnur svaraði til
skoðana minna um eðallynda konu, því Gerti Flint var
mælikvarðinn, sem eg dæmdi allar aðrar eftir. Eg gat
ekki annað en borið saman afkáraskapinn, heimslund-
ina og harðúðina, sem eg sá umhverfis mig, við ósér-
plægna mannkærleikann, sem einkendi Gerti. Yður hef-
ir ekki hepnast, að sannfæra mig um, að hún verði
nokkuru sinni til byrði fyrir þann mann, sem verður
svo heppinn, að mega kalla hana sina. Eg fyrir mitt
leyti þrái enga betri, enga i sannleika höfðinglegri
stöðu í lifinu, en hún er hæf fyrir; því hún verður hin
fegursta prýði hennar; hún á þá aðalstign og göfgi, sem
byggist á sannri mentun, þekkingu, yndi og fegurð.
Þér talið um aúð. Gerti á engar eignir, en sál hennar
er það hreinasta gull, sem er hreinsað í eldi sorgarinn-
ar og reynslunnar. Þér talið um foreldra og góðan ætt-
legg. Hún á enga foreldra né frændur, og einhver dul-
arblæja hvilir yfir fæðingu hennar, en blóðið, sem renn-
ur um æðar heiinar, gjörir aldrei ættingjum hennar
neina vanvirðu, hverjir sem þeir eru. Þér töluðuð um
fegurð. Þegar eg yfirgaf Gerti, var hún aðeins barn,
tólf til þrettán ára. Enda þótt hún hefði breyzt mikið
til batnaðar, eftir að hún kom til okkar, held eg þó
naumast, að hún hafi verið fríð. Eg fyrir mitt leyti
hugsaði lítið um það, og þó eg hefði ekki verið eins
kærulaus í því tilliti, þótti mér svo vænt um hana, að
eg hefði naumast getað dæmt óhlutdrægt um það, hvort
hún var fríð eða ekki.
Sex ár hafa getað breytt henni mikið að ytra áliti;
en þau hafa ekki geað svift hana þvi, sem eg met mest.
Hún er gædd eiginleikum, sem timinn hefir ekkert vald
yfir, — fegurð, sem varir eilíflega. Get eg krafist
meira?
“ímyndið yður þess vegna ekki”, sagði hann eftir
langa þögn, “að trygð mín til hinnar fyrverandi leik-
systur minnar stafi eingöngu af þakklæti. Það er að
sönnu satt, að eg skuida henni mikið, — miklu meira
n eg get nokkru sinni endurgoldið henni; en mín hrein-
skilna ást til hinnar eðallyndu stúlku byggist á aðdáun
að hinu hreina hugarfari og falslausa hjarta, sem eg
aldrei hefi fundið lika til hjá öðrum”.
“Og þér eruð nú viss um, að hún, sem þér elskið
svo heitt og innilega —?” spurði Philipp, sem vegna
geðshrwringar gat ekki endað spurninguna.
“Nei”, svaraði Willie, sem gizkaði á, hver spurn-
ingin mundi vera, “eg veit, hvað þér ætluðuð að spyrja
um. Eg er ekki viss um það. Eg hefi enga ástæðu til,
að ala þær vonir, sem eg hefi. En eg iðrast ekki eftir,
að hafa talað hreinskilnislega við yður; þvi enda þótt
hún svifti mig hugarrósemi með köldu viðmóti, skal
mér ávalt þykja sæmd að því, að elska hana.
“Hingað til hafa svo margar skyldur hamlað mér
frá, að fara þangað sem hugurinn heimtar”.
Hann rétti hendi sína að Amory, sem nú greip
hana mjög hlýlega. “Verið þér sælir”, sagði hann.
Mínar beztu óskir fylgja yður. Einhvern tíma seinna
er eg viss um, að þér minnist þess, sem eg hefi sagt yð-
ur hér i kveld”.
“Undarlegur maður”, hugsaði Willie, þegar hann
var á leiðinni heim til hótelsins, þar sem hann bjó. —
“En hvað hann kvaddi mig hlýlega, i samanburði við
kalda viðmótið, sem hann sýndi mér, þegar eg heilsaði
honum”.
ÞfílTUGASTI OG SJÖTTI KAPITULI.
Hinn langþráOi.
“Ungfrú Gerti”, sagði frú Prime; "nei, en hvað þér
eigið annrikt. Eruð þér ekki að taka niður blæjur til
þess að þvo þær? Væri eg í yðar sporum, myndi eg
ekki skcyta um þær. Frú Graham kemur ekki heim
næstu tvær vikurnar, svo að frú Ellis hefir nægan tíma
til að sinna þeim”.
“ó, eg hefi ekkert annað að gjöra”. Svo leit hún
vingjarnlega til gömlu matreiðlukonunnar og spurði:
“Er það ekki skemtilegt, að við erum öll heima?”
“Jú, sannarlega er það skemtilegt”, svaraði frú
Prime, “og það væri yndislegt, að geta notið þessarar
rósemi, án þess að verða fyrir fleiri truflunum”.
Gerti brosti og sagði: “Nú lítur alt út einsog í
gamla daga, þegar eg kom hingað fyrst. Þá var eg að
eins barn”, sagði hún og stundi.
“Hamingjan góða. en hvað eruð þér þá núna?”
hrópaði frú Prime. “Umfram alt, farið þér ekki að í-
mynda yður, að þér séuð að verða gamlar. Ef þér vilj-
ið vera ungar, þá verðið þér að hugsa, að þér séuð ung-
ar. Iútið þér aðeins á ungfrú Patty Pace, — nú_”
“Eg hefi verið að hugsa um að spyrja um hana.
Lifir hún ennþá?”
“Húnl” svaraði frú Prime. “Hún deyr aldreil —
Gamlar konur einsog hún, sem æskan býr í, lifa ávalt.
Hún bað mig að skila til yðar, að koma og finna sig.
En væri eg i yðar sporum, myndi eg ekki hraða mér
að heimsækja hana né aðra, en aðeins hvíla mig”.
“Vildi hún fá að sjá mig?” spurði Gerti. “Vesal-
FRÉTTABRÉF.
National City, Cat.
11. janúar 1915.
Um leið og eg þakka blaðinu
Heimskringlu fyrir gamla árið 1914
óska eg því gleðilegs nýjárs, einsog
það hefir upprunnið yfir okkur
þessa sárfáu landa, sem búum í San
Diego og grendinni. Það heilsaði
upp á okkur ineð opnun sýningar-
innar, sem var dýrðlegt að sjá; enda
sást margur maður þá nótt til enda
á sýningarsvæðinu. Á gamlaársdag
komu tvö fólksflutningaskip inn
með 16 liundruð farþega, og frá Los
Angeles 250 bifreiðar og þar úr
grendinni, og svo voru allar liinar
vanalegu járnbrautarlestir fullar af
fólki. Eg heyrði, að tekjur fyrir að-
gang að sýningarsvæðinu hefðu ver-
ið 30 þúsund dalir; en aðrir sögðu
að mannfjöldinn hefði verið 50,000
og með 50c aðgöngugjaldi nemur
það 25,000 dölum. Engar urðu slys-
farir og byrjaði hið nýja ár þannig
vel fyrir okkur öllum.. En þó sér-
staklega fyrir þessum fáu löndum,
sem hér eru. Við vorum flestir
boðnir til veizlu að heimili herra
Steingríms Bjarnasonar, og voru
þar samankomnir heilir og llálfir
íslendingar 15 að tölu. Veitingar
hinar beztu voru framreiddar, sem
enduðu með jólatréssamkomu og
gleði og glaumi, er varaði til kl. 8
e. mi
Þannig byrjaði árið fyrir okkur,
og mátti þetta heita íslendingadag-
ur okkar, því við sjáumst svo sjald-
an margir í hóp; og kunnum við
allir boðsgestir hr. Steingrími og
konu hans þakkír fyrir virðinguna
og veitingarnar.
" Þá er nú að prísa veðrið. Sól
komin upp á nýjársdagsmorgun kl.
6.45, en hvarf við sjávarbrún kl.
4.35. Eins yndislegur og blíður dag-
ur, sem um hásumar í hinum öðrum
bygðarlögum. Enda er nú gras full-
sprottið, og aldini og stráber, er
sáð var til í september sl. voru full-
þroskuð hér um janúar byrjun. Og
heyæki með spánnýju heyi óhröktu
sást á annan i Jólum hér á götum
borgarinnar og gengu 6 hestar fyrir
því, og var getið til að það myndi
verða notað við byrjun sýningar-
ar.
Heilsufar er hér gott og sátt og
samlyndi meðal okkar landanna.
Og alt af fjölgum við, þótt lítið beri
á. En meira verður hægt að rita
héðan 1916, þá menn hafa séð ald-
ingarðinn Eden, þvi hann má finna
hér í Californiu, eða hér i San Di-
ego.
Ef nokkurn landa fýsir að vita á-
ritun mina, er hún: Box 92 R.F.D.,
National City, Cal.; eða heimili:
23. Street, betw. 7th and 8th Ave.,
National City, Cal.
Eg þori ekki að rita meira, því
Heimskringla hafði ekki rúm fyrir
það, er eg sendi henni siðastliðið
ár; og má vera, að eins fari með
þctta. En þó vona eg, að hinn nýji
ritstjóri Ijái þessum linum rúm í
blaðinu og gefi mér tækifæri, að
senda því meir í framtíðinni.
Évo segi eg: Þökk fyrir gamla
árið.
Goodman Johnson.
Kaupið Heimskringlu.
Eru böfBtn farin
aÖ læra .eÖ spara
OF CANADA PENINGA?
Hver uppvaxandi sonur þinn og dóttir ætti að hafa
persónulegan sparisjóðsreikning á Union Banka Canada
ásamt nægum tækifærum til að spara stöðugt peninga
og leiðbeiningu í því að fara hyggilega með þá- Svo-
leiðis uppeldi í sparsemi og góðri meðferð efna sinna er
ómetanleg seinna meir.
LOGAN AVE. OG SARGENT AVE., 0T1B0
A. A. WALCOT, Bankastjórí
l'b.ur MhIu 5181 17* r»rt 81.
FRANK TOSE
Artist and Taxidermíst
Sendfð mér dýrahttfnVln, nem þlV
vlljlö láta atoppo fit.
Kaupi stór dýrshöfuó, Elk tennur,
og ógörfuö lotSskinn og húöir.
BlöjitS um ókeypis bæklingr metJ
myndum.
SKAUTAR SKERPTÍR
SkrúfaBir et5a hnoíatiir 6. sl.6 &n
tafar Mjög fin skó vit5gerB & metS-
an þú bítSur. Karlmanna skór hálf
botnatSlr (saumat5) 16 minutur,
grúttabergs hælar (dont sllp) eba
letiur, 2 minútur. STKWAKT, 193
l'nc-lfis Ave. Fyrsta bút5 fyrlr
austan atSalstræti.
NÚ
er timln þegar alllr þyrftn
atS brúka Cod Liver Oll.
Vit5 höndlum beztu tegund.
Elnnig Emulsion og Taste-
less Extract of Cod Llrer
Oil. ReynitS okkar Menth-
ol Balsam viS hósta og
kvefi.
SimitS pöntun ytlar tU
GARRY 4388
fslenskl Lyfsallnn.
E.J.SKJÖLD S-i'K-
ÁGRIP AF REGLUGJÖRÐ
um heimilisréttarlönd í Canada
NorÖvesturiandinu.
Hver, sem heflr fyrir fjðlskyldu »9
sjá eöa karlmat5ur eldri en 18 Ara, g'eti*
ur tekió heimilisrétt á fjórðung úf
section af óteknu stjórnarlandi í Man-
sækjandi verður sjálfur aó koma á
itoba, Saskatchewan og Alberta. Um*
landskrifstofu stjórnarinnar, eóá undK
irskrifstofu hennar í því héraói. Sank-
kvæmt umbotSi má land taka á ölluta
landskrifstofum stjórnarinnar (en ekkj
á undir skrifstofum) met5 vissum skll-
yrt5um.
SKYLDUR—Sex mánatia ábútJ
ræktun landsins á hverju af þremur
árum. Landnemi má búa met5 vissum
skilyrt5um innan 9 mílna frá heimilimr
réttarlandi sínu, á landi scm ekki er
minna en 80 ekrur.
í vissum hérut5um getur gót5ur
efnilegur landnemi fengit5 forkaupr-
rétt á fjórtSungi sectlónar met5franfc
landi sínu. VertS $3.00 fyrir ekru hverja.
SKYLDUR—Sex mánatSa ábútl 4
hverju hinna næstu þriggja ára efttr
at5 hann hefir unnit5 sér inn elgnar-
bréf fyrir heimillsréttarlandi sinu, <Hf
auk þess ræktatS 50 ekrur á hinu seinna
landi. Forkaupsréttarbréf getur lan<l-
nemi fengit5 um leltS og hann tekur
heimilisréttarbréfið, en þó met5 vissuni
skilyrðum.
Landnemi sem eytt hefur heimlltr-
rétti sínum, getur fengið heimilisrétt-
arland keypt í vissum héruðum. Ver^
$3.00 fyrir ekru hverja SKYLDUR—
Vert5ur at5 sitja á lanðlnu Tnftnuði nt
hverju af þremur næstu árum, rækta
50 ekrur og reisa hús á landinu, sem ©r
$300.00 virði.
Bera má niður ekrutal, er ræktaat
skal. sé landið óslétt, skógi vaxið eða
grýtt. Búþening má hafa á landinu I
stað ræktunar undir vissum skllyrðuzxu
Blöð, sem flytja þessa auglýsingu
leyfislaust fá enga borgun fyrir.
W. W. CORY,
Deputy Minister of the Interior.
FURNITURE
on Easy Payments
OVER-LAND
MAIN & ALEXANDER
GOLUMBIA GRAIN CO. Ltd.
140-144 Grain Exchange Bldg. Phone M. 3508
WINNIPEG
T1 \ If If| PFTID. Yið kaupum hveiti og aðra kornvöru, gefum
^ Er 11I\. hæsta prís og ábyrgjumst áreiðanleg viðskifti.
Sknfaðu eftir upplýsingum.
VIÐ VÍXLUM
GRAMAPHONE RECORDS
FYRIR I5c. HVERT
Bkrifil eða símið eftir bók No. 4 sem útskýrir okkar fyrirkomulag.
Við sendum Records hvert sem er í Canada.
Tlie Talking Machine Record Exchange
3, GLIJVES RLOCK, PORTAGE AVB. WIJfNIPEG, MAIf.
Glines Block er beint á mótl Monarch Theatre.
Phone Main 2119
EINA ÍSLENZKA HÚÐABUÐIN í WINNIPEG
Eaupa og verzla me! húölr, særur, og allar tegundlr af dýrasklnnum,
markaös gengum. Líka meö ull og Seneca Roots, m.fl. Borg-
ar hæðsta verð. Fljót afgrelðsla.
J. Henderson & Co. Phone G. 2590 239 King St.