Heimskringla - 21.01.1915, Blaðsíða 1
Giftlngaleyflsbréf seld
TH. JOHNSOM
Watchmaker,Jeweler&Optician
Vi'BgerBIr fljótt og vel af hendi leystar
248 MAIJf STREET
?honc Main 660« WINNIPBG, MAN.
Nordal og Björnsson
— Gull og úrsmiðir —
674 SARGENT A V E.
XXIX. AR.
WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 21. JANÚAR, 1915.
Nr. 17
Stríðs=fréttir
Úr stríðinu er ekkert scrlegt að
frétta. Það ganga hríðar miklar á
Frakklandi, í Vosges fjölluin og
Karpatha fjöllum. Það cr annað-
hvort að þeir eru nú að blása mæð-
inni, eða að einhver hulda liggur
yfir öllu.
Austurfrá skeður litið, þó að ein-
lægt sé barist á hverjum degi. Þeir
ýta liver öðrum á víxl, Rennen-
kamf og Hindenburg. Þjóðverjar
ætluðu seinast að licrða sókn að
Warshau að norðan og lögðu upp
frá Mlawa, með liðsafla miklum, en
Rússar tóku á móti og hafa Þjóð-
verjar þar eiigan framgang fengið.
Aftur hafa Rússar sókt sig hægra
megin, eða norðan við Vistula, og
tekið þar Plock af Þýzkum, en bær
sá stendur á bökkum fljótsins að
norðanverðu, um 40 til 50 mílur
vestur af Warshau. Þeir hafa skifst
um að halda þeim stað, Rjíssar og
Þjóðverjar, en nú höfðu Þjóðverjar
hann seinast; en þegar þeir tóku
Plock, liéldu Rússar lengra niður
með fljótinu að norðan og svo norð-
ur undir landamæri, og verða Þýzk-
Ir nú að taka móti þeim, annars er
öllu liði þeirra i Austur-Prússlandi
hætta búin. Sagt er, að báðir hafi
«nn safnað miklu liði.
En svo hafa Þjóðverjar orðið að
senda mikið af nýju liði suður i
Karpatha fjöll og jafnvel suður i
Ungarn, og á það að sameinasl
flóttainönnunum frá Galiziu og Buk-
ovína, sem kornnir eru til Budapest,
því að nú þarf að fara að verja
Ungarn fyrir Rússanum, sem kom
frá Búkóvína og ofan i Transsylvan-
íu á slétturnar í Maros dalnum. Þeir
voru búuir að ná þar 6 toumships
seinast, en síðan hefir ekkert heyrst
af þeim. Eru Rúmenar býsna sljófir
að komast nú ekki af stað til að
hálpa Rússum, þegar þeir eru þarna
rétt við hliðina á þeim.
Við Kara Urgan í Armeniu fjöll-
unum — ekki í Kákasus, liafa Rúss-
ar enn einu sinni iainið á Tyrkjum;
eyðilögðu heila herdeild, 50 þús-
undir manns, tóku vopn öll og vist-
ir og 10,000 nautgripi, svo að nú
geta þeir þó liaft bolaspað á borð-
um um tima. Er þetta þriðja her-
deildin, sem þeir hafa tekið frá
Tyrkjum; það var i fjöllunum uppi,
sem slagurinn stóð, og var hríðar-
veður og fannkoma. Tyrkir flýðu,
þeir sem uppi stóðu og ekki voru
handteknir og héldu til Erzerum.
En seinustu fallbyssunum, sein þeir
urðu að hlaupa frá, veltu þeir af
hömrum ofan i gjá eina, og þar sitja
þær nú. Þeir gátu ckkert tekið ineð
sér á flóttanum fyrir snjónum og ó-
færðinni, en urðu að hlaupa slypp-
ir burtu.
Við Soissons var það, sem Þjóð-
•verjar náðu gröfuin nokkrum frá
Frökkum; en dýrt var það sem oft-
ar. Þar skamt frá voru blámenn
eða Márar frá Morokko i þorpi einu
sem Crouy heitir.; þeim hafði verið
skipað að halda þorpinu. Um kl. 4
e. m. komu Þjóðverjar eftir vegin-
um í þéttum röðum og stefndu á
þorpið. En Márar földu sig og létu
ekki á sér bera og voru þó beggja
megin við veginn. Bærinn var í
rústum, brotinn fyrst og brendur
svo, og þarna voru þeir og heyrðist
hvorki hósti eða hnerri, svo að
Þýzkir héldu, að þarna væri mann-
Iaust og öllu óhætt. En þegar þcir
eiga eftir 500 yards, þá hvin í lofti
og hriðin skellur á þá; þeir byltast
um og lágu þar i röstum og hrúg-
um; cn þeir, sem uppi stóðu, flýðu.
En þeir gáfust ekki upp við það;—
þeir komu aftur hálfu fleiri og leit-
uðu annarstaðar á, og komu nú á
harða hlaupi, og þó að margir féllu,
komust þeir i vigið til Mára, en þar
var tekið til byssustingjanna, og var
þar aðgangur svo harður, að byssu-
stingir Máranna snerust og lögðust
út af i keng; en þá sneru þeir rifl-
unum í höndum sér og höfðu sem
kylfur, — og í annað sinn urðu
Þýzkir frá að hverfa.
Márum hafði verið sagt, að halda
þorpinu til kl. 5, en nú var hún orð-
in 6, og ekki vildu þeir fara. Tvis-
var þurfti að senda yfirforingja til
þeirra, til þess að fá þá til að halda
undan.
Um kl. 7 var annari herdeild
sagt að halda bændabýlum nokkr-
um við St. Paul, þar rétt hjá; en
Þýzkir voru þá að ráðast þar fram.
Frakkar runnu á Þjóðverja og brutu
sér veg i gegnum þá og hröktu þá
upp að járnbrautarstöðinni við
Crouy, og náðu 100 föngum, og
höfðu þá með sér til baka. En tæp-
lega voru þeir komnir á hinar fyrri
stöðvar sínar, þegar Þjóðverjar
hlupu á þá, og þarna var barist í 2
klukkutíma á plægðum ökrum, í ald
ingörðum, liesthúsum og bæjarhús-
um. Barst slagurinn uþp að hest-
húsunum. Varð þ^ fjósaveggurinn
fyrir Þýzkum, en Frakkar gjörðu
hríð svo harða, að liinir féllu svo
ört, að nokkrir af Þjóðverjum stóðu
dauðir, — þeir gátu ekki fallið fyr-
ir búkunum, sem hlaðist höfðu alt
í kringum þá.
Sinn partinn hafa hvorir nú af
Soissons, Þjóðverjar og Frakkar, og
er sambúðin ekki góð.
. . Leynilegar fyrirskipanir.
Hermálaráðið i l.ondon liefir lát-
ið skipanir út ganga ineð dul til
allra bænda, scm búa á austurströnd
Englands og Skotlands; og ber það
vott um, að ekki súu þeir grunlaus-
ir um, að Þjóðverjar kunni að ráð-
ast inn á England með vorinu. —
kvað vera bannað, að sá nokkurri
tegund korns, eða til nokkurs þess
ávaxtar, er vaxi meira en fet upp
frá yfirborði jarðar. Með fréttum
þessum fylgir það, að meðfram allri
Englands strönd séu nú þegar skot-
grafir gjörðar og vígi hlaðin, cða
frá Dofrum við Ermarsund og alt
norður að Edinborg á Skotlandi.
Hindenburg gamli rekur Vilhjálm
burtu úr Póllandi.
Það er sagt, að Hindenburg hafi
hótað að segja af sér, ef Vilhjálm-
ur keisari hefði sig ekki burtu úr
Póllandi. Þó að Vilhjálmi þætti
þetta hart, þá fór hann heiin, held-
ur en að tapa eina manninum, sem
bezt kunni herflokkum hans að
stýra. En ekki eyrði hann lengi
heima, heldur fór hann vestur til
Frakklands og vildi nú láta gjöra
eitthvað.
Við Soissons var búið að berjast i
eina 3 daga, eða um 50—60 klukku-
stundir, og þegar Vilhjálmur kem-
ur þangað, þá gjöra Þjóðverjar
hverja hríðina eftir aðra á Frakka.
Frakkar höfðu náð hæð einni og
um hana var mest barist. En þegar
keisarinn kom, gjörðu Þjóðverjar
svo hurðar hriðar, að Frakkal’ hörf-
uðu undan, ekki þó af hæðinni,
heldur austan við hana, í hægra arm
sinn. Var það nokkuð af því, að
flóð kom í ána Aisne, en þeir voru
þar norðan við hana og óttuðust að
brýrnar mundu bila á ánni; voru
þeir þá illa staddir, liví að inegin-
lið þcira var sunnan árinnar; þeir
hörfuðu þar því undan og töpuðu
einhveru af föngum.
Tröllasögur um Prinsessu her-
deOdlna.
Tröllasögur hafa verið að ganga
um það, að Prinsessu herdeildin
(Princess Patrieias), sem héðan fór
og komin er á vígvöllinn, væri strá-
fallin, svo að fáeinir menn aðeins
lifðu. En við cftirgrenslan reynist
þetta alveg tilhæfulaust. Þeir skrifa
heim til konu og barna, eftir að
þeir eru skotnir og dauðir, einsog
iandarnir i haust, og mcðan það cr,
þá er ástæðulaust, að bera mikla
sorg þeirra vegna. — Vísast, að
Geirmönnum finnist sumir þeirra
full-lifandi áður en langir tímar
líða.
í Flandem.
Þar eru sifeldar rigningar, eink-
uin nálægt sjónuin. Skotgrafirnar
hálffullar af leirleðju og vatni. En
þó verður að halda þar góðan vörð
dag og nótt. Og þegar rigning er og
myrkur alla nóttina, þá eru Þýzkir
stundum á róli og svo var nýlega.
Það var stormur og suddaveður
með regni, svo að Belgar í gröfun-
um hnipruðu sig í skýli þau, sem
þeir gátu fengið, eða afdrep, þvi að
opið var alt yfir höfðum þeirra. Ep
um miðja nótt, þegar veðrið var sem
verst, þá komu Þjóðverjar. Það var
i gröfunum við Ramscapelle. Þcir
komu eftir vegi gömlum, sem vatnið
hálfflóði yfir, og var forug leiðin
og þungt að ganga. Oft höfðu bæði
Belgar og Þjóðverjar læðst þessa
leið til áhlaupa í fyrri bardögun-
uin. Nú komu Þjóðverjar þarna og
ætluðu að láta regnið og myrkrið
verja sig, svo þeir sæust ekki. En
hvorki Belgar né Frakkar sáu faðmi
lengra frá sér. Þeir hnipruðu sig
saman skjálfandi i hálffullum gröf-
unum. Og vindurinn deyfði hljóðin,
svo að ekkert heyrðist til Þjóðverja
fyrri en þeir hlupu á hina með
byssustingjunum. Aðei.ií. fáeinum
skotum gátu Belgar skotið á þá.
Hinir steyptust þarna yfir þá í
myrkrinu, og nú var lagt og stung-
ið og lcit út fyrir, sem Þjóðvcrjar
myndu sigra. £n þegar Belgir átt-
uðu sig, þá fór þeim að veita betur.
Þeir veltust þarna í forinni í skot-
gröfunum hver um annan. Þeir sáu
ekkert og urðu að þukla fyrir sér,
og svo var þétt kösin, að elcki var
rúm til að slá eða stinga. En skotin
og seinna liljóðin liöfðu Belgar i
næstu gröfum heyrt og komu nú til
að hjálpa og urðu þá skjót umskifti.
Þeir Þjóðverjar, sein gátu losað sig,
flýðu, en hinir lágu eftir, særðir,
dauðir eða fangnir; en inargt hafði
líka fallið af Belgum.
Tyrkir taka Tabriz.
Þann 13. janúar fréttist, að l'yrk-
ir hcfðu tekið Tabriz, aðra mestu
borgina á Persalandi. Er luin sunn-
an við Caspiska hafið, nokkuð i
landi upp, um 100 mílur austur af
landamærum Tyrkja. Rússar höfðu
setulið í þeirri borg, en voru búnir
að lcalla það burtu, og var borgin
því nær varnarlaus, er Tyrkir komu
þangað. Þaðan er létt að gjöra inn-
hlaup í lönd Rússa sunnan við
Kákasus fjöllin.
Tyrkir drepa hvem kristinn mann,
sem þeir ná.
Landsstjóri Rússa segir svo frá
því sem gjörðist, þegar Tyrkir
komu til Tabriz. Iiann heitir Scho-
daja Ed Ilacouleh. Þegar Tyrkir
komu, hafði hann nokkur hundruð
manna. Setti hann 1500 inanna
sinna í kastala einn i Miandoab, en
1200 í annan. En sjálfur hafði hann
400 manns, og voru þar frændur og
vinir hans, og ætlaði hann að reyna
að verja Tyrkjum brú eina á ineðan
sem flestir borgarmenn kæmust
burtu til Maragha, 50 mílur suður af
Tabriz. Einkum voru það kristnir
menn, sein þurftu að flýja.
1 tiu klukkutima varðist hann og
á meðan komust flestir flóttamenn
undan. En loks stóð hann þar einn
uppi við fjórða mann, og komst
hann þá á hest og gat strokið þaðan
og fór til Tiflis* höfuöborgar Rússa
á sléttunum suður af Kákasus. —
Hverjuin einasta kristnum manni,
sem cftir var í Tabriz, höíðu Tyrkir
slátrað. Allir sendiherrar þjóðanna
og bankamenn sluppu.
• * *
SíSustu fréttir frá stríÖinu.
Rússar farnir að síga hægt og
hægt ofan á slétturnar í Ungarn.
— Þar sem Rússar börðust sein-
ast við Tyrki í Armeníu fjöllunum
við Kara Uryan, komu þeir á ein-
um stað á sveit eina, 900 manna.
Hafði þeim svalt orðið og voru allir
frosnir til dauða.
— Rússar ýtast vestur norðan við
Vistula fljót, og geta Þýzkir ekki
stöðvað þá; fylgja þeir landamær-
um Prússa i Austur- og Vestur-
Prússlandi. Þann 18. jan. voru þeir
komnir 20 milur vestur fyrir Plock
og einlægt halda þeir áfram. Sunn-
ar ætluðu Þýzkir enn á ný að brjót-
ast gegnum garðinn Rússa við Bol-
imow og Cochaczew og suðvestur
af Warshau við Skierniwice og
Grodicsk; þeir komust ekki áfram
þar, því að þeim brást lið frá Aust-
urríkismönnum i Galizíu. Rússar
Stöðvuðu þá við Tarnow og scttu
slagbrand f.vrir. En þó er líklegt, að
þarna, i miðju Póllandi, eigi eftir
að verða orusta mikil, efað skriðan
Rússa norðan við Visula ekki neyð-
ir Þýzka að hörfa undan til Wartha
árinnar.
Fyrsta árás flugmanna ÞjóÖverja
á England.
Kveldið fyrir þann 20. janúar
komu þeir loksins, og höfðu vist
frétt, að konungur og drotning væru
i Sandringham höllinni, norðurmeð
sjónum, i Norfolk County, því að
þangað hcldu þeir. En ekki vissu
menn vcl, hvort það voru Zeppelins
eða flugdrekar; þeir heyrðu til
þeirra i loftinu, en sáu óglögt. En
sagt er að skotið bafi herskip eitt
einn Zcppilin og sprengt sundur við
Hunstanton, en það er við sjóinn,
rétt norður af Sandringham.
Fyrst varð vart við þá nálægt
Yarmouth (Járnamóðu). Hér og
hvar köstuðu þeir sprengikúlum
niður og brutu hús nokkur, og gátu
banað nokkrum börnum og einni
eða tveimur gömlum konum. En
konungur og drotning voru nýfarin
heim tit I.ondon frá Sandringham.
— F.r nú sem óttinn sé að réna við
dreka þessa. En náttúrlega er þctta
að cins byrjunin.
FORSETASKIFTI í MEXIKÓ.
Nýr forseti var kosinn í Mexiko
þann 17. janúar. Hann heitir —
Roque Gonsalcs Garza. Guitierres,
hinn fyrverandi forseti, fór burtu
úr höfuðborginni snemma hinn 18.
þ. m. Herlög gilda i borginni. Si og
æ hafa menn þar kutana á lofti og
verða ýmsir ofan á og litil líkindi,
að friður haldist.
NÝÁR, 1915.
(Ort viö nótur).
Tímans drottinn! heyr vor hljóð,
hugans öldur til þín rísa!
Áradrottinn! allri þjóð
eldheit brenni kærleiksglóð!
Skipa þú og skylda, bjóð
Skuld, oss réttar brautir vísa!
Tímans drottinn! heyr vor hljóð,
hugans öldur til þín rísa!
Vak þú eilíf vonardís,
vorra þráðu friðartíma.
Unga sól, sem upp nú rís—
ársins nýja friðardís,—
björt og heið til Ijóssins lýs
Iöndum þeim, sem dylur gríma!
Vak þú eilíf vonardís
vorra þráðu friðartíma.
Einn og níu, einn og fimm
ársins liðna bæti þrautir.
Þjóða fórnin dauða dimm
—dreyra böðuð örlög grimm—
neydd skal brott, sem nóttin dimm,
—nýjar myndast lýðsins brautir.
Einn og níu, einn og fimm
ársins liðna bæti þrautir.
Þ. Þ.
UmVilhjálm Stefánsson
Jona menn aS hann komist tll
Síberíu eÖa Franz Jósef Lands.
Kapteinn Bernard er nú nýkom-
inn frá Nome i Alaska, og segir að
Vilhjálmur Stefánsson og félagar
hans séu ekki í mikilli hættu á isn-
um; jieir kunni að komast til Franz
Jósefs Lands.
Þe.ssi fregn, sem dagsett er i New
York 18. þ. m., segir: Yilhjálmur
Stefánsson er inaðurinn, sem fann
hina “hvítu skrælingja” norður i
óbygðum, og fyrir ári síðan lagði
hann út á hafísinn norður af Al-
aska með tveimur félögum sínum.
Eru menn vongóðir um það, að
hann sé ekki týndur, heldur muni
komast til Siberiu á endanum. —
Þetta var og cr skoðun Bernards,
skipstjóra á skipinu Tcddy Bear,
sem þar nyrðra hefir á ferðum verið
um íshöfin og nú er komið til Nome
eftir langa burtuveru.
Vilhjálmur og félagar hans hafa
að likindum borist á ísnum vestur
á leið, og geta vel komist til Siberíu
einsog þeir Long og félagar hans.
Og þó að þeir nái ekki Sberiu, þá
geta þeir komist á Franz Jósefs
Land. Það inyndi taka þá tvö ár eða
meira, að komast til Síberiu. En að
fráskildum slysum er engin ástæða
til að ætla annað en að þeim lukk-
ist það. Skilyrðin til að geta lifað
eru hin sömu um öll norðurhöfin,
hvað fæðu snertir. Það er allstaðar
nóg af selum og barndýrum á is-
breiðunum, og Stefánsson og félag-
ar hans hafa nóg af skotfærum fyrir
langa tima.
Að fráskildum sjúkdómum og
slysum þurfa þeir því ekki að vera
í neinni sérlegri hættu á isnum, og
þurfa menn jiví ekki að vera hrædd-
ir um þá, þó að ekkert fréttist til
þeirra í tvö ár. “Eg trúi þvi”, segir
Bernard, “að þeir hljóti að komast
i land á Siberíu eða annarsstaðar.
azzo Furnese og myndastytta Mark
úsar Aurelíusar.
í síðari og greinilegri fregnum
um jarðskjálftann er mannskaði tal-
inn miklu meiri, en eignatjón voða-
legt, og sagt að jafnist langt til við
skaðann af jarðskjálftunum 1908.—
Þetta er þriðji jarðskjálftinn á ítal-
iu núna í 7 ár.
í Rómaborg hrundu mörg hundr-
uð ára gainlar byggingar og bóka-
söfn og ómetanlegar fornmenjar og
rnyndastyttur, sem allur heimur hef-
ir verið si og æ á ferðinni að sjá og
skoða. Nú er það alt mölbrotið og
i rústum.
Borgir og bxir hrundir.
Meira eða minna brotnir eru
þessir bæir: Aryimo, með 10,000 í-
búum; Sora, með 7,000; Sulmona,
með 18,000; Popoli, með 7,000;
Pentima, með 3,000; Aquita, með
20,000; Chieti, með 40,000; Teramo,
en fara og berjast móti ofbeldis-
mönnunum þýzku. Og undir eins
fóru hóparnir að safnast saman 1
Rómaborg, og lieimta, að nú skyldi
þegar farið af stað. Og ekki er held-
ur vist, að nokkuð semjist verulega
milli ítala og Tyrkja.
Islands fréttir.
Ráðherra þökkuð framkoma hans.
Nokkrir landar i Kaupmannahöfn
hófust handa eftir rikisráðsfundinn
og boðuðu til fundar meðal íslend-
inga jiar. 1 fundarboðinu stóð með-
al annars, að þakka ætti ráðherra
skörulega og djarflcga frammistöðu
á móti konungsvaldiiiu.
A fundinn komu um 50 manns,
alt ungir menn, stúdentar og hand-
iðnamenn. Ekki var ráðherra á
fundinum.
Fundurinn stóð í örfáar minútur.
Samjiykt var Jmkkllætis-ávarp til
ráðherra með á að gizka 25 atkv.
Ilinir fundarmenn greiddu ekki at-
kvæði.
Ritzau-skeyti, sem sent var af ein-
um fundarboðenda, hermir, að á
fundinum hafi verið 150 manns, og
í suinuin dönskum blöðum cr skýrt
svo frá, að þetta hafi verið“dem-
onstration” móti Dönum, en á ofan-
greindu geta menn séð, að um slikt
var ekki að ræða.
Ráðherra fagnað.
Af Seyðifirði símað 22. des. sl.;
Pollux nýkominn. — Bæjarmenn
fögnuðu ráðhera, er liann steig á
land. Hafði Karl Finnbogason al-
þingismaður orð fyrir þeim og þakk
aði ráðherra góða og drengilega
framkomu, og bauð hann velkom-
inn. Ennfreinur var honum flutt
kvæði og menn báðu hann lengi lifa
með húrrahrópum. Ráðherra svar-
aði með minni fyrir ættjörðinni.
(Pollux hitti 4 ensk herskip milll
Færeyja og fslands, er sögðu þeim,
að 12 önnur herskip væru hér á
sveimi. Ennfrcmur gátu þau þess,
að þau hefðu nýskeð tekið skip
með hestum frá Islandi).
* * *
Dönsk blöð um ágrcininginn milli
íslands og Danmerkur.
Úrslitin á ríkisráðsfundinum hafa
cinsog vænta mátti vakið feikna
mikla cftirtekt í Daninörku, þrátt
fyrir striðið mikla. Blöðin öll hafa
flutt ritstjórnargreinar um málið,
flest fleiri en eina.
Þau eru öll sammála um það, að
með 25,000; Magliano, smáþorp; stefna og ákvörðun konungsins hefi
Pescara, með 3,000; Potenza, með verið sú rétta og fagna því, að loks
Voðalegur jarðskjálti
✓
a
Italíu.
16,000; Isola del I.iri, með 8,000;
Paganica, 3,500; Peccina, með
6,000, og Cocullo, fjallaþorp, með
skríni, er læknaði meinsemdir, leyf-
ar af slöngudýrkun.
Ekki vita menn um það neitt
greinilega, hvað farist hefir af
mönnum í borgum þessum. Telja
sumir Jiað 15,000 alls, en sumir
50,000; en eignatjón er sagt feyki-
legt. — Þing ítala hefir þegar veitt
úr rikissjóði 50 miliónir dollara til
styrktar fólki þessu. Konungur ítala
kominn á kreik, að keyra milli
hinna hrundu borga og heita þeim
hjálp sinni.
Með hverjum degi harðna frétt-
irnar af jarðskjálftanum, og kemur
það af Jivi, að rafjiræðir flestir voru
niðurfallnir við kippinn, að fregnir
hafa komið svo strjálar og ofull-
komnar. Nú, á laugardag, er sagt
að 30,000 manna hafi farist; 100,000
meiddir, 100 bæir í rústum og ein
milión manna heimilislausir og hafa
ekki þak yfir höfði sér. — En sá er
munurinn þarna og á vigvöllunum,
að þar eru allar hendur útréttar að
drepa, en þarna að hjálpa og
bjarga.
Jarðskjálftinn [inst i Winnipeg.
sé föst afstaða tekin, sem ekki verði
frá vikið gagn vartkröfum íslend-
inga. Annars Iita þau ýmsan veg á
málið.
Politiken heldur, að hér sé aðeins
um braðabirgðastrand að ræða, sem
lagast muni, þegar foringjar flokk-
anna komi liingað niður, en tekur
skýrt frain, að skilning ráðherra á
ríkisráðsákvæðinu geti Danir ald-
rei aðhylst.
Berlingske Tidende segir, að þessi
árekstur (Konflikt) hafi vofað yfir
i mörg ár. Sig Eggerz hafi nú strand
að á Jiví skeri, sem Hannes Hafstpin
hafi með gætni hingað til getað
sneitt framhjá.
Mörg af blöðunum, svo sem Vort
Land, Ekstrabladet, Ilovedstaden
ogKristeligt Dagblad, segja, að ef
ekki gangi nú saman, þegar flokks
foringjarnir komi til Danmerkur, sé
ekkert annað fyirr hendi en skiln-
aður, ef lslendingar óski þess. Af
Dana hálfu muni ekkert vera því
til fyrirstöðu. Skilnaður sé miklu
bctri, en stöðugt og árangurslaust
þref.
Knud Bcrlin ritar i Köbenhavn,
og lýsir ánægju sinni yfir úrslitur.-
um.
Einn jarðskjálftinn enn hefir
komið á Italiu, þann 13 Jiessa mán-
aðar. Um ítalíu miðja varð hann
harðastur á hundráð milna svæði
norður og suður, eða frá Neapel að
sunnan og norður til Fcrrara. En
frá Róinaborg og í línu suðaustur
yfir fjöllin til Adríahafs varð mann-
dauðinn mestur. í Avczzano i Abrus-
si fjöllunuin, 63 mílur frá Róm, lét-
ust 8,000 manns. 1 Adiella, smábæ
austur af Róm, létust 1000, en 500
meiddust, og bærinn allur brotinn.
1 Rómaborg brotnaði fjöldi húsa og
myndastyttur fornar hrundu, en
kyrkjur brotnuðu og skemdust. Fátt
lézt þó þar manna. Kippurinn kom
kl. 7.55 um morguninn og varaði
eitthvað 22—30 sekúndur. — 1
Róm skemdust Palazzo Chigi, Pal-
Jarðskjálfta mælirinn (seismo-
graph) í St. Boniface varð var við
jarðskjálfta þenna á ltaliu, þegar
kippurinn kom, og var það eftir
Winnipeg tíma kl. 1.35 f. m. En þar
eð timanum skakkar rúmar 6 stund-
ir, fyrir snúning jarðar, sést það að
þetta hefir verið sami jarðskjálft-
inn.
Jarðskjálftinn herðir á ftölum, að
fara í striðið.
Fyrst um sinn verður stjórn ltala
önnuin kafin, að hjúlpa þeim, sem
liðið hafa við jarðskjálftann; en
þeir eru margir. En svo er Jiað
skoðun mjög margra, að þetta herði
einmitt á Itölum, að fara nú sem
fyrst að hjálpa Bandamönnum. Þeir
skoða þetta sem bendingu frá himni
ofan, að þeir skuli ekki sitja hcima,
Fundur hefir verið haldinn i
slúdenlafélaginu danska, Jiar sem
Knud Berlin var málshefjandi. Dr.
Valtýr Guðmundsson talaði þar lika.
* * *
— “Hadda Padda” hefir Guðm.
Kamban selt til konunglega leik-
hússins i Stokkhólmi. Leikritið er
stöðugt leikið i Khöfn fyrir fullu
húsi.
— Snorri góði kom inn 20. des.
með talsverðan afla. Fór út aftur
næstu nótt. Skipið ætlar að vera á
fiski tvo til þrjá sólarhringa ennþá
og halda síðan til Englands.
— Njörður seldi afla sinn i Fleet-
wood á Englandi fyrir 541 pund
sterling.
—(Visir).