Heimskringla - 28.01.1915, Blaðsíða 2
HElUSKBINGLi
WINNIPBG, 28. JANOAR l»Ii.
THE CROTO DRUG CO.
WINNIPEG
Bætir
fljótlega
Ábyrgrt
RHEUMATIC
TREATMENT
VerS $1.50
Rafmagns heimilis áhöld.
Rngbaa Rafmagns Eldarélar
Thar Rafmaens Þvottavélar
Reé Rafmagns Þvottavélar
Harley Vacaum Gólf Hrelnsarar
“Ljice* Nitrogea og Tungsten Lamp-
ar.
Rafmagas "Fixtures”
"T/niversal" Applíances
J. F. McKENZIE ELECTRIC
CO.
«N Portnae Ave.
Pboae Xali 4#«4 Wlnnlpeg
VlOsJArtMr af ella tagl fljótt og vel
af hendl lelstar.
D. GEORGE & C0.
General Houae Repairs
Oablarl Hakera aii llphoUterera
FuraRure repalred, upholstered and
elaaaed, french polishing and
Hardwood Finlshlng, Furni-
ture packed for shipment
Ckalrs neatly re-caned.
Pkoae •fcer. 2733 3IIS Sfcerfcrooke St
THE CANADA
STANDARD LOAN CO.
A*al Mkrlfstofa. Wlanlpeg
$100 SKULDABRÉF SELD
TUþægrlnda þeim sem hafa smá. upp-
hætSlr til þess at) kaupa, sér f hagr.
Upplýsingar o* Taxtahlutfall fæst
4 skrifstofunni.
J. C. Kyle, rAffsmaftor
42K Uali Street, Winnlpcg.
Piano still/ng
Rf þú gjörir árs samning um
•5 láta stilla þitt Píano eða
Player Píano, þá ertu æfinlega
vins um að hljóðfæri þitt er í
góðu standi. Það er ekki að-
edns að það þurfi að stilla
piano, heldur þar að yfirskoða
þau vandlega.
Kamnings verð |6.00 um árið,
borganlegt $2.50 eftir fyrstu
stillingu, $2.00 aðra og $1.50
þriðju.
H. HARRIS
100 SPENCE STREET
CARBON PAPER
for
TYPEWRXTER—PENCIL—
PEN
Typewriter Ribbon for every
make of Typewriter
G. R. Bradley
& Co.
J04 CANADA BLDG
Phone Garry 2891
KUtur, tfiskur, húsmunir efia ann-
afi flutt efia geymt.
ISABEL BAGGAGE AND
TRANSFER ST0RAGE
GARRY
!•»*
HS ISABEL STREET
HEILSUTÆP 0G
UPPVAXANDI
BÖRN
Porters Pood er blessun fyr-
Ir heilsutæp og uppvaxandi
hðm. Sórstaklega tilbúin
meltingar fæða úr hveitimjöli
og haframjöli og það er hægra
að melta það en graut. Pað
má brúka það hvort heldur
maður vill sem mat eða drykk
PORTER’S FOOD
Ef brúkað daglega fullnæg-
1r og þroskar ungbörn, og
gjörir þau sterk og hraust.
Selt í blikk kollum, 35c og
1 öllum lyísölubúðum.
Afleitingin af fram-
komu Bandaríkj-
anna í stríðinu.
U
Fréttaritari blaðsins The Chicago
Daily Neivs í Lundúnum, Edward
P. Bell, hefir talað við merka og
mikilsráðandi menn úr hinum ýmsu
Evrópu löndum, og orðið þess á-
skynja, að allar þjóðirnar, sem nú
eru i striði, líta hornauga til Banda-
ríkjanna, og að engin þeirra muni
verða vinur Bandaríkjanna, þegar
striðinu slotar. Bandaríkin séu að
verða hornreka þjóðanna.
Mr. Bell sendir blaði sínu hinn
12. janúar Marconigrani, sem er á
þessa leið:
“Af samtali við merka menn af
öllum þessum þjóðum: Frökkum,
Bretum, Rússum, ítölum, Þjóðverj-
um, Austurríkismönnum, — hefi eg
orðið sannfærður um það, að
Bandaríkin eru fjarri þvi, að afla
sér vina i stríði þessu. Og það er ó-
mögulegt annað, en að menn taki
eftir því, að þeir eru að fá óorð á
sig, og að þjóðveldið er nú að safna
safna vandræðum á komandi tím-
um.
Sakir bornar á þá.
Aðallega er þeim brugðið um það,
að þeir sýni nú af sér skort á há-
Ieitum hugsjónum, riddaraskap, göf-
uglyndi og hugrekki. Bretar, Frakk-
ar, Rússar og ítalir saka þá um það,
að þeir láti nú sem þeir hvorki
heyri né sjái árás Þjóðverja á Belgíu
og brot á samþyktum friðarsamn-
ingsins í Haag, — en stökkvi svo
alt í einu inn á vígvöll þjóðanna
með andmæli sín út af málum þeim,
er eingöngu snerta verzlunarmál,—
ekkert annað en peningaspursmál
Þeir, sem undan þessu kvarta,
halda því allir fram, að Wilson for-
seti hefði getað andmælt óhæfum
og hryðjuverkum og samningsrof-
um öllum með svo miklum þunga
og áhrifum, að því hefði verið gef-
inn gaumur.
En Evrópu menn misskilja gjör-
samlega Ameríku menn, eins og
nærri því hver einasta þjóð mis-
skilur nærri því allar aðrar þjóðir,
og þvi er það orðið að vana, að
hugsa sér aldrei Bandaríkjamenn
öðruvísi en á harða hlaupi eftir
dollurunum, og það er einsog stjórn
málastefna Wilsons forseta hafi
slegið þessu föstu, sem óhaggandi
sannindum.
Þeir horfa kaldir á sláturvöllinn.
Það er sama, hver sem á það
minnist: Menn eru aliir ásáttir og
samdóma um, að Bandarikjamenn
hafi kaldir horft á krossfesting
Belgíu, —v að svo miklu leyti, sem
aðgjörðir stjórnarinnar snertir —,
kaldir horft á slátrun, svivirðing,
limlesting kvenna, barna og örvasa
gamalmenna, er ekki gátu vopn bor-
ið; kaldir horft á eyðilegging eigna
borgaranna; kaldir horft á Þjóð-
verja sá um sjóinn , einsog akur
plægðan, sprengiduflum og dráps-
vélum, er héldu dráp-magni sinu
langan tíma, brutu skip og deyddu
menn og voru valdar að óheyrilegu
tjóni, bæði hvað mannlif og fjár-
magn snertir, án þess að veita þeim
tilsvarandi arð eða árangur í stríð
inu, sem verkin unnu . Hvað eftir
annað heyra menn hina merkustu
menn segja, að Wilson forseti hafi
þar sýnt hugleysi sitt, svívirt em
bætti sitt og pólitiskan og siðferðis-
legan heiður Ameríkumanna. Þessi
áburður kemur ekki af reiði yfir
því, er W'ilson forseti sakar Breta
og I’rakka um, að spilla og eyði-
leggja verzlun Bandaríkjanna við
hlutlaus lönd, því að allir viður-
kenna það, að Wilson forseti er
skuldbundinn, að reyna að varð-
veita verzlun Bandarikjanna við
þessi lönd eins vel og hann getur.
Sakargiftin.
En sakargiftin á hendur oss er
eiginlega þessi, að svo miklu ieyti,
sem eg bezt fæ skilið: Vér gugnuð-
um og tókum á rás, með skottið
milli fóta, þcgar mest á reið, að
halda uppi hinum stærstu og mikil-
vægustu hugmyndum siðgæðis og
mannkærleika; en náðum aftur
fullu valdi yfir sjálfum oss og fund-
um til skyldu vorrar og fyltumst
dug og móð, þegar við lá, að stríðið
mundi rýra gróða koparkonganna
og fleiri fjárgróðamgnna hér í
Ameríku.
En þó að vér höfum nú tapað, að
minsta kosti um tima, hylli, virð-
ingu og vináttu Bandamanna —
Breta, Belga, Frakka og Rússa —,
þá er ekki heldur hægt að segja, að
vér höfum unnið oss virðingu eða
vináttu mótstöðumanna þeirra, —
Þjóðverja og Austurríkismanna. Og
af eigin reynslu verð eg að játa
það, að mikilsvirtir og háttstand-
andi Þjóðverjar hafa talað um oss
með fyrirlitningu. Þeir saka oss
um það, að skríða flaðrandi að fót-
um Englands: að þola þegjandi
hroka þess, einveldi og yfirgang á
sjónum, — að þola það, að Bretar
stýri fréttaþráðum yfir höfin, sem
að meirihluta eru eign Ameríku-
manna, og svo, að vér i öllu sýnum
oss sem smámenni og vesælinga.
Evrópa öll harðnar i garð Ameriku.
Það lítur svo út, sem nú sé öll
Evrópa að harðaa í garð Ameriku.
Og það er litlura eða engum efa
bundið, að þegar loksins friður
kemst á, þá muni Bandarikin engan
hlut eiga í þeiip gjörningum, og ein
munu þau standa, hvað Evrópu
snertir, eða því sem næst. Og eigi
þau að halda uppi málum sínum og
vera óhult fyrir öðrum þjóðum, þá
munu þau þurfa að hafa tii taks og
vigbúinn allan þann herstyrk, sem
þau geta fram lagt. bæði á sjó og
landi.
Grettisljóð hin minni.
(Brol).
Regindimmum rökkurtjöldum
reifar nótt um dal og hæðir.
Vetur hvítum fannaföldum
Frostofnum um iandið klæðir.
Dunar kalt og dimmum rómi
Djúpsins alda á freðnum skörum.
Likt og dauðinn endurómi
Andvarp hljótt á feigum vörum.
Skiftir litum, skugginn rofnar,
Skýjaslæður máninn greiðir.
Glitsaumaðar, geislum ofnar,
Gullslæður á fjöllin breiðir.
Er sem logalindir streymi,
Leifturflóð af brúnum steypast.
Hverfur máni — úr húmsins heimi,
Heljar skuggum dalir sveipast.
Út um dali’ og djúpar strendur,
Dimmar, kaldar frostanætur,
Draumahelgur, himin-sendur
Hvílir dróttir blundur sætur.
Draumaguð! til stríðsins stæðsta
Styrk sem veitir börnum sínum.
Mörg hafa hlotið yndið æðsta
örlög köld á brjóstum þínum.
Ægi-skuggum yfir hrindir,
ótta og kringum Gretti varpar.
Vaka grimmar voða-myndir,
Vofubleikar, dráttaskarpar.
Þar sem ófu’ í örbyrgð hreysis
örlög sína duíarþætti.
Kalt er í urðum auðnuleysis
Útlaganna píslarvætti.
Áttir þú á vetrar valdi
Vökuraun og sáran kviða.
Undir dökknm óttufaldi
Andvörp þung frá brjósti liða.
Óma strengir öflum bærðir
Inst frá djúpi sálarstrauma.
Líkt o’g brjóti t banasærðir
Brothljómar úr ríki drauma.
Likist sögu lands og þjoðar ,
Líf og hreysti snildarmannsins.
Þrungin afli íss og glóðar
Eðlistaug i rótum landsins.
Því eru álög æfi þinnar
Angurblíð og rauna-fögur,
Þar sem örlög þætti tvinna,
Þrek og snild í lands vors sögur.
Hvar sem stríð á valdi vandans
Vann sér helgi nýrra laga,
Græðir, stækkar óðul andans,
Eðli kjarnans, þroskans saga.
Vinum sviftum, sekum, smáðum
Sigur glæstan hefir unnið,
Og úr lífsins þoku-þráðum
Þætti fræga tíminn spunnið.
Gleymskan veiur grafarletur,
gullaldanna sigurminni.
Og skammsýnin ei skilið getur
Skrautblómin í samtíðinni.
Flest, sem þroskinn mat að mestu
f mannkynssögu lausnarsjóði,
Vann sér löngum launin beztu,
Og lífsrétt sinn með kvöl og blóði.
Pálmi Einarsson.
Önnur grafarþögn.
Mér datt í hug, þegar eg las í
Heimskringlu nr. 9 greinina “Grafí
arþögn”, að önnur grafarþögn ætti
sér stað í Grunnavatnsnýlendu. Því
lestrarfélag þessarar bygðar, sem
heitir Mentahvöt, gekst fyrir sam-
komu, sem haldin var 13. febrúar
sl., og sem kölluð var Miðsvetrarí
samsæti eða Þorrablót; og mikið að
enginn félagsmanna skyldi, sem þo
eru vel pennafærir, minnast á þessa
Má vera, að þeim hafi fundist mál-
efnið sér of náið, til að skrifa um
það sjálfir, því ekki var hægt að
gjöra það nema á einn veg, nefnil.,
að gefa henni bezta vitnisburð; cn
sannir íslendingar eru sjaldan sján-
hælnir.
Hr. Andrés Skagfeld, sem var for-
seti samsætis þessa, Ias upp skemti-
skrána, og talaði fáein vel valin orð
til gestanna. 1 salnum var stórt borð
alsett með bezta mat. Gekk þá fólk
til snæðings. Á borði var: Laufa-
brauð, pottbrauð og vöflur, hangi-.
kjöt, súr svið og harður fiskur og
3 tegundir af osti; seinast skyr og
rjomi með fl. o. fl. Þóttist fólk ekui
hafa bragðað að öllu leyti eins vel
til búinn mat og væri á þessu borði.
Stúikurnar, sem veittu á gestina,
gjörðu það með mestu reglu og
dugnaði. Þegar einn stóð upp, var
annar óðar kallaður í sætið, svo alt
gekk bæði fljótt og vel. Alt af gengu
þær um beina og buðu fram alt af
öllu, þar til borðhaldinu var lokið
og alt burtu borið, og voru þar mikl-
ar afgangs-leifar .. en hvað margar
karfir það hafaverið ,er mér óljóst.
Var þá sætum raðað og fólkið
sett. Hápallur var fyrir innra gafli
salsins og tjald fyrir; Ijós voru dreg-
in niður, en tjaldið drcgið upp;
stóðu þá margir upp úr sætum sín-
um til að sjá islenzka baðstofu að
kveldlugi. Alt fólkið sat að vinnu
sinni: tvær vinnukonur sátu á sama
rúmi , önnur að prjóna en hin að
spinna; þar var maður að kemba
og annar að tvinna band á snældu;
þriðji var að flétta reipi. Innar í
baðstofunni var borð og stóð á því
kertaljós; við borðið sat ung stúlka
og var að sauma; húsfreyja var að
vinda upp hespur. Sex til sjö ára
göinul stúlka sat á pallinum og lék
sér að brúðu sinni; fékk þá hús-
freyja henni rauða ull til að tæja,
sein sýndi að hún átti að læra fleira
en að lcika sér. íslcnzkur lýsislampi
hékk i miðri baðstofunni; þar sat
maður og las Njálu; hver virtist
hugsa um vinnu sina, en þó ailir
líka nm söguna, sem var skörulega
lesin. Þá kemur inn ókunnugur
maður, og er hann þegar beðinn að
kveða; sezt hann þá i sæti sögules-
arans og byrjar á Blómsturvalla-
rímum: “Aður falla vakurs vann”
osfrv.; maðurinn kvað prýðisvel og
hafði liðugan og óþvingaðan kvæða
róra, svo það var hin bezta skemt-
un; enda var einsog það glaðnaði
yfir fólkinu. Lesarinn dembdi sér
á rúmið hjá vinnukonunuin og fór
að tæja ull. Duttu mér þá i hug vís-
urnar eftir hann Einar Bencdikts-
son:
"Saman bekkjast kona og kall
kvxðamanninn heyra.
Gaman ekkert prúðan pall
prýðir annað meira.
Engum stundin leiðisl löng,
léttar mundin vinnur;
löngum undir sagna-söng
sveitahrundin spinnur”.
Svona vann foikið um stund, þar ti!
húsfreyja stendur upp og segir,
nokkuð alvarleg, að Uú verði að
hætta að kveða, það sé kominn fjó >-
tími. Féll þá tjaldið, og koma p.
söng og ræðu menn til sögunnar.
Skemtiskráin var þessi:
1. Samsöngur—4 karlmenn.
2. Andrés Skagfeld— Minni fs-
lands.
3. C. F. Lindal—Einsöngur.
4. Björn Þorsteinsson—Minni fé-
lagsins Mentahvöt.
5. Samsöngur—4 karlmenn.
6. Árni F’rímann—Minni Grunna-
vatns búa.
7. Guðmundur Þorsteinsson—Með
frumort kvæði eftir Vigfús
Guttormsson.
8. Þorsteinn Þorkelsson — Minni
kvenna.
9. 13 álfar i snjóhvítum klæðum.
Hafði tjaidið verið dregið upp,
litla baðstofan var horfin, en álf-
arnir komnir í staðinn. Klæði álf-
anna voru prýdd með logagyltum
borðum; þeir liöfðu hvíta hatta á
höfðum, einnig skreytta gyltum
borðum. Stigu þeir liðlega dans
sinn, og var það leikið af hinni
mestu list; ekkert sköhljóð heyrð-
ist, allar hreyfingarnar sem einn
maður væri, eða jafnvel sem einn
andi væri; allir störðu undrandi á
þessa fiigru sýn.
Á eftir sungu 2 ungar stúlkur,
önnur á peisufötum, en hin á kyrtil-
búningi,, með skautafald á höfði.
Féil þá tjaldið.
Var gjörður góður rómur að öilu •
Söngnum og ræðunum, sem voru
fluttar látlaust en greinilega. Allur
var salurinn prýddur að innan:
Þar var íslenzka flaggið og stórt
kort af íslandi. Konur voru í.svo
margbreyttum islenzkum búning-
um, sem föng voru til; sumar í
peisufötum, aðrar i skautbúningi,
og enn nú nokkrar snöggklæddar,
sem kallað er, nefnilega á hvítum
skyrtum og upphlut yfir, mcð 3
leggingum á bak, rauðbryddum um
hálsmál og handvegi, skotthúfu á
höfði og hárið brotið upp og nælt
undir. Þær síðastnefndu veittu á
gestina, og ekki get eg að þvi gjört,
að mér fanst eitthvað kveða meira
að íslenzka búningnum en hinum.
Mátti nú heita, að islenzka sam-
sætið var á enda En svo byrjaði
hinn vanalegi dans; sást þar engin
álfamær, né isienzk stúlka; þær hafa
víst allar farið heim til sín, því all-
ar dansmeyjarnar voru á litlu kjól-
unum.
Seinna um nótina var öllum aftur
veitt kaffi og allar * *upphugsunlegar
tegundir af brauði með.
Á meðan unga fólkið gladdi sig
við dansinn, höfðu eldri menn sam-
tal um það, að hafa aðra eins sam-
komu næsta vetur, nema hvað hún
ætti að vera i stærri stil, og jafnvel
stungið upp á fólki í framkvæmdar-
nefnd. En svo hefir nú ekkert orðið
af þvi. Nokkur sorgartilfelli hafa
sumum að höndum borið siðan, sem
hulin voru þá, svo sem slys, veik-
indi og dauði; mun það hafa deyft
að líkum meiri framkvæmd i þvi
efni í þetta sinn. Að eg ekki tali
um þetta yfirstandandi óguðlega
stríð og áhrif þess á alt, sem einn-
ig var hulið þá.
Að morgni skildu aliir með vin-
semd og gleði.
Þökk sé félaginu Mentahvöt fyrir
samsæti þetta, og öllum þeim, sem á
því skemtu. 75c var inngangurinn
og mun það ekki hafa gjört betur,
en að borga allan þann kostnað, sem
JbSxP
BLUE R/BBON
KAFFI OG
BAK/NG POWDER
Hvenær svo
sem þú kaupir
Blue Ribbon
vörur, þá spar-
ar þú peninga.
Þær endast lengur og kosta því minna
en nokkrar aðrar vörur. Fáðu þér
könnu af Blue Ribbon kaffi og Baking
Powder næst þegar þú kemur í búðina.
Þér líkar það áreiðanlega.
Selt með peningatryggingu
Stofnsett 1882
Löggilt 1914
D. D. Wood & Sons.
============ Limited -—1
verzla með beztu tegund af
KOLUM
ANTRACITE OG BITUMINCUS.
Flutt heim til yðar hvar sem er í beeDum
VÉR ÆSKJUM VIÐSKIFTA YÐAR.
SKRIFSTOFA:
Cor. ROSS & ARLINGTON ST.
af slikri samkomu leiðir. — Þetta
er nú orðið lengra en eg ætlaði, og
veit eg því ekki, hvort þér, ritstjóri
góður, viljið eða getið léð línum
þessum rúm í yðar heiðraða blaði,
Hcimskringlu. Ef eitthvað af þessu
ofantalda er of eða van, bið eg hlut-
aðeigendur að leiðrétta og fyrir-
gefa, þar alt er skrifað eftir minni.
Gestur.
Sprengikúlan, sem vann á Liege.
I.ouis Gathman heitir hann. mað-
urinn, sem fann upp sprengikúlurn-
ar, sem Þjóðverjar höfðu tii þess að
sprengja npp Liege kastalann, og cr
Bandarii jamaður. — Nýleg i koin
hann fram fyrir þingnefnd Banda-
ríkja, og kom það þá upp, að hann
hefði í mörg ár verið að reyna, að
fá Bandaríkin til þess, að kaupa af
sér uppfindinguna, en stjórnin
þar vildi ekki. Var sprengikúlan þó
prófuð 1897, og molaði í sundur 6
og 10 þumiunga þykkar stálplötur,
sem voru reistar upp hjá henni áð-
ur en hún sprakk. Mátti því geta
nærri, hvaða kraftur hefði fylgt
henni, ef að hún hefði komið á
hraða ferð úr háa lofti. — Þetta
vildu Bandaríkin ekki kaupa, og þá
gleyptu Þýzkir við henni.
*-
-*
ÞAKKARAVARP
*--------------------------------*
Það, sem vakti fyrir Hallson kven
félaginu, Royal Neighbor, og svo
mörgum fleiri fjær og nær með hin-
um rausnarlegu peningagjöfum, er
námu nærri tvö hundruð dölum,
hefir náð tilgangi sinum. Eg er bú-
in að kaupa fót, svo eg er viss um
með tímanum, að geta lagt af hækj-
urnar. öllu þessu góða og veglynda
fólki þakka eg innilega og bið því
ailrar biessunar.
Hallson, N. Dak., 12. jan. 1915.
Egilsina Jóhannsson.
4 4 4 ♦ ♦ ♦♦ ♦ ♦♦♦♦»♦
SHERWIN - WILUAMS
P
AINT
fyrir alskonar
húsmálningn.
Prýðingar-tími nálgast nú.
Dálítið af Sherwin-Williams
húsmáli getur prýtt húsið yð-
ar utan og innan,—BRÚKIÐ
ekkert annað mál en þetta.—
S.-W. húsmálið málar mest,
endist lengur, og er áferðar-
fegurra cn nokkurt annað hús
mál sem húið er til.—Komið
inn og skoðið litarspjalið.—
CAMER0N & CARSCADDEN
QUALITY HAKDWARE
Wynyard, - Sask.
Crescenti
MJÓLK OG RJÓMI
er svo gott fyrir börnin að ♦
mæðurnar gerðu vel i
að nota meira af þvi 1
Engin Bakteria
Iifir & mjólkinni eftir að við ♦
höfum sótthreinsað hana. 1
Þér fáið áreiðanlega J
hreina vöru hjá oss. ♦
TALSIMI MAIN 1400
t
Mcð því að biðja æfin-
iega um T.L CIGAR,
þá ertu viss að fá á-
gætan vindil.
T. L.
UNIOM MAOE
WESTERN CIGAR FACTORY
Thomas Lee, eigandi Winnipeg