Heimskringla - 28.01.1915, Blaðsíða 6

Heimskringla - 28.01.1915, Blaðsíða 6
BI8. «. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 28. JANÚAR 1914. UÓSVÖRÐURINN. ings gamla konan. Eg ætla a8 íara og finna hana eftir dagver8inn i dag". Gerti fór. Hún fann ungfrú Pace mjög þjáða af gigt; hún var fátæklegar klædd, en hún var vön, og sat kengbogin fyrir framan lélegan eld. Henni þótti vænt um, að sjá Gerti, og spurði hana fjölda margra spurninga. “Og þér hafið enn ekki valið yður eiginmann?” spurði hún að stundarkorni liðnu. ' Það er fremur slæmt. Eg hafði vonað, að við mundum báðar giftast; það veitir svo mikla vernd”. “Eg vona, að það hafi ekki þjáð yður til muna”, sagði GertL “Jú, eg hefi liSið ósegjanlega mikið, ungfrú Gerti. ó, eg vildi, að eg hefði vængi einsog dúfan, svo eg gæti flogið frá ættingjum mínum. Eg hélt, að þeir væru búnir að missa spor min, en á þessu siðasta ári hafa þeir komist eftir verustað mínum, og eg get ekki sloppið'frá þeim. Eg er naumast búin að jafna mig eftir geðshrær- inguna, sem ein heimsókn framleiðir — gjörð í því skyni, að sjá, hve mikið eg á og hve lengi eg geti lifað — þegar annar af þessum ránfuglum fara hringinn í kringum bústað minn. En”, hrópaði hún, “eg skal leggja gildru fyrir þá alla. Eg skal gabba hvern einn og einasta af þeim”. “Eg vissi ekki, að þér áttuð ættingja”, sagði Gerti "og liklega eru þeir fremur fáir”. “Þeir eru margir, — alt of margir. En af þvi eg er svo gigtvelk og stirð í fingrunum”, langar mig til að biðja yður að skrifa fyrir mig erfðaskrá. Hér er papp- ír, penni og blek. Eg skal lesa fyrir, það sem þér eig- ið að skrifa”. Gerti færði borðið nær ofninum, svo gamla konan gæti verið kyr og notið hlýjindanna. Til stórrar undrunar fyrir Gerti, var gamla konan svo nákunuug lögunum, að erfðaskráin, sem hún skrif- aði fyrir hana, einsog hún sagði fyrir, var að öllu leyti rétt, og svo fullkomin, að þegar skiftaráðandinn las hana nokkrum mánuðum seinna, «ð ungfrú Pace lát- inni, dáðist hann að, hve vel hún var samin. Þess er vert að geta, að maður sá, sem erfðaskrá- in tileinkaði alla hina verðmiklu muni gömlu konunn- ar, gjörði sér ekki önnur not af þeim, en að úthluta þeim meðal erfingja hinnar látnu, og sá maður var Willie Sullivan. Hin göfuga framkoma hans hafði náð hylli gömlu konunnar; en hin sama göfgi bannaði hon- um að þiggja jafn mikið endurgjald fyrir þann litla greiða, sem hann hafði gjört henni. Gerti var lengi að skrifa erfðaskrána, og þegar hún loks var búin, kvaddi hún gömlu ungfrúna og helt heimleiðis; en þá var komin þoka úti og ofurlitil súld, svo föt hennar vöknuðu að utan. Strax og hún kom inn, tók Emily eftir þessu og sagði: “Fötin þín eru dálitið vot, held eg. Farðu ofan og sittu við ofninn. Eg kem ekki ofan fyr en te er drukkið, en pabbi er niðri og hon- um þykir vænt um, að þú sért þar honum til sken.tun- ar. Hann hefir verið einsamall síðan eftir dagverðinn”. Gerti fann Graham að hálfu leyti sofandi og að hálfu leyti lcsandi fyrir framan ofninn. Hún tók sér bók í hönd og settist á lágan stól við hlið hans, en af þvi þar var svo heitt, stóð hún upp aftur, gekk að legu- bekknum og settist þar. 1 sama bili var hringt dyra- böllunni, og ein af þernunum, sem þar var á ferð, opn- aði dyrnar og fylgdi gestinum inn í daglegu stofuna. Það var Willie. Gerti stóð upp og skalf frá hvirfli tu ilja, svo hún treýsti sér ekki að stiga eitt spor áfram. Willie gekk inn á mitt gólfið, nam þar staðar hálf hissa og sagði: “Ungfrú Flint — er hún hér?” Roðinn streymdi fram i kinnarnar á Gerti. Hún reyndi að tala, en gat ekki. Það var heldur ekki nauðsynlegt, -- roðinn nægði. — Wilie þekti hana, gekk til hennar og greip hendi hennar. “Gertil Er þetta mögulegt?” Hin frálsmannlega framkoma hans og það, hve hlý- lega hann tók hendi hennar og hélt henni, gjörði hina feimnu stúlku ögn rólegri. Nokkur augnablik var hann fyrir hennar sjónum hinn gamli Willie, vinur hennar, leikbróðir hennar, svo henni tókst að segja: “Willie, þú ert þá loksins kominn. Mér þykir svo vænt um að sjá þig”. IHjómurinn af orðum þeirra vakti Graham, sem hafði sofnað. Hann stóð upp og sneri sér við. — Willie slepti hendi Gerti og gekk til hans. “Herra Sulli- van”, sagði Gerti, í því skyni að kynna þá, en átti þó bágt með að tala. Þeir tóku höndum saman og svo settust þau niður öll þrjú. En nú greip feimnin Gerti aftur. Það er altítt, að þegar beztu.vinir finnast eftir langan aðskilnað, heils- ast þeir innilega; en þrátt fyrir það, að þeir hafa margt áríðandi að sega hvor öðrum, finna þeir ekki á sömu stundu neitt viðeigandi til að segja, og eftir fyrstu þögn- ina koma óákveðnar spurningar um ferðina, líðanina og því um líkt. Hún hafði séð Willie áður; hún vissi jafn- vc’ ”: ð hvaða skipi hann kom, en hún vildi dylja þetta fvrir honum. Hún gat ekki fengið sig til að segja hon- um, að hún hefði séð hann áður, þar eð hann virtist ekkert um það vita, — og hún vissi ekki, hvað hún átti að segja. Feimni hennar og vandræði virtust nú að hafa sýkt bæði Wilie og Graham, sem báðir þögðu. — Willie rauf þögnina. “Eg hefði naumast þekt þig, Gerti. Eg þekki þig ekki. Hvernlg —”. “Hvernig komuð þér hingað?” spurði Graham alt i einu, sjáanlega óafvitandi að hann tók fram í fyrir Willie. “Með ‘Evrópu’,” sagði Willie. “Skipið kom til New York fyrir hér um bil viku síðan”. “Eg átti við hingað út”, sagði Graham nokkuð þyrk- ing-íega. “Komuð þér með fólksvagninum?” “Ó, afsakið, herra, eg misskildi yður. Nei, eg ók í smávagni hingað frá Boston”. “Hefir nokkur tekið hestinn yðar?” “Eg batt hann við girðingarhliðið”. Willie leit út um gluggann, til að sjá, hvort hestur- inn stæði kyr, þar sem.hann skildi við hann. Graham hagræddi sér í hwgindastólnum og horfði á eldinn i ofninum. Nú varð ný þögn, ennþá leiðinlegri en hin fyrri. “Þú hefir lika breyzt”, sagði Gerti, sem svar upp á hina hálfsögðu setningu Willies. En svo kom henni til hugar, að þessi orð kynnu að særa hann, sem voru sönn í meira en einu tilliti, og hún blóðroðnaði aftur. Hann virtist þó ekki hið minsta móðgaður og svar- aði: “Já, Austurlanda loftið framlelðir miklar breyt- ingar; en eg held þó naumast, að eg hafi breyzt meira en þú. Þú varst aðeins barn, þegar eg fór, og eg hefði átt að vita, að eg fyndi þig aftur sem unga stúlku, en eg held, að eg hafi aldrei hugsað um það”. “Nær fórstu frá Kalkútta?” “í lok febrúar. Um vortímann dvaldi eg í Paris”. “Þú skrifaðir ekki?” sagði Gerti skjálfrödduð. “Nei, eg bjost ávalt við að fá að fara með fyrstu gufuskipsferð, og ætlaði að koma þér á óvart”. “Mér voru vonbrigði að því, að fá ekkert bréf”, sagði hún, “en nú þykir mér vænt um, að sjá þig aftur, Willie”, “Þú getur ekki verið eins glöð og eg er”, sagði hann lágt og leit til hennar með unaðslegri blíðu. — “Hverja mínútu, sem eg er hjá þér, líkist þú sjálfri þér meir og meir. En eg fer að halda, að eg hefði átt að skrifa þér og segja þér, að eg ætlaði að koma”. Gerti brosti. Framkoma Willie var svo óbreytt og orð hans svo ástrik, að það væri rangt að efast um hinn vingjarnlega hugsunarhátt hans, enda þótt hún fyndi, að hún mátti enga von gjöra sér um hans einlægu ó- skiftu ást. Nei, mér þykir vænt um öll viðbrigði”, sagði hún "Manstu ekki eftir þvi, að mér hefir ávalt þott vænt um þau?” “Man? — Jú, áreiðanlega. Eg hefi engu gleymt, sem eg vissi, að þér var geðþekt”. Nú fóru litlu fuglarnir hennar ungfrú Gerti a» tísta i búrinu sinu, sem hékk i glugganum rétt hjá Willie. Hann leit upp. “Þetta eru fuglarnir þinir”, sagði Gerti. “Fuglarn- ir, sem þú sendir mér”. “Lifa þeir allir enn og eru heilbrigðir?” sagði hann. “Já, allir”. “Þú hefir verið góð húsmóðir fyrir þessar litlu verur”. “Mér þykir injög vænt um þá”. “Þú stundar svo vel alla, sem þér þykir vænt um, Gerti, að þú heldur við lífi þeirra á meðan það er mögu- legt”. Hreimur orðanna, sem hann talaði* lýsti enn betur hinni djúpu þýðingu þeirra en orðin sjálf. Gerti þagði. “Er ungfrú Graham frísk?” Gerti sagði, að taugar hennar væru mjög veikar síðan hún hefði lent í þessari voðalegu hættu við skips- brunann, og nú snerist talið að slysinu, án þess Gerti segði honum, að hún hefði verið ein á meðal þeirra, sem dauðanum voru næstir. Willie talaði með mikilli hluttekningu um hinn voðalega viðburð, og ásakaði harðlega ónærgætnina, sem Var orsök hans, og lét þess getið að síðustu, að hanit hefði átt góða kunningja á skipinu; en að hann hefði ekki vitað, að ungfrú Graharn var á meðal farþeganna, sem honum þótti svo vænt um vegna Gerti. Samtalið á milli Villie og Gerti var nú orðið frjáls legt og hafði fengið nokkuð af sínum gamla alú'sarblæ. Hann var nú seztur á legubekkinn við hlið hennar, svo þau gætu talað óþvingaðra; því enda þótt Graham væri sofnaður, gleymdu þau ekki algjörlega nærveru hans. Ýms efni voru til, sem þeim hefði verið eðlilegt að tala um, ef Gerti hefði ekki af ásettu ráði forðast þau. Or- sökin til hinnar skyndilegu komu hans, áform hans fyr- iFokomna tímann og orsakirnar til þess, að hann heim- sótti hana ekki fyr — voru spurningar, sem almennur áhugi og vanaleg forvitni hefðu afsakað; en hjá Gerti voru þær i læstum hugarklefa. Hún áleit sig ekki við því búna, að taka á móti trausti hans, allra sízt að því er snerti trúlofun hans með ungfrú Clinton. Vegna þess forðaðist hún allar slíkar spúrningar, og Willie, sem likaði illa þessi samhygðarskortur, forðaðist þvi að minnast á þetta. Þau töluðu um lífið í París, um skóla Gerti og margt annað, en ekki eitt orð um það, sem efst var í huga þeirra. Loksins sagði þjónninn, að teið væri til- búið. Graham stóð upp og sneri baki að ofninum. Willie stóð lika upp til að fara. Graham bauð honum með kuldalegri kurteisi, að dvelja lengur, og Gerti bað hann alvarlega hins sama; en hann afþakkaði það svo ákveðið, að Gerti skildi að honum sárnaði kuldi Gra- hams. Gamli maðurinn var lítið hlyntur ungum mönnum, og hann hafði heldur ekki gleymt því, að það var Willie að kenna, að Gerti neitaði að taka þátt í ferð hans og Emily. Gerti fylgdi Willie til dyra. Rigningin var hætt, en kaldur vindur blés úti. Willie hnepti að sér frakk- anum, og lofaði að koma og finna Gerti daginn eftir. “Þú hefir enga kápu”, sagði Gerti; “það kólnar og þú ert vanur heitu loftslagi. Taktu þetta sjal með þér og notaðu það um hálsinn. Ilann þakkaði henni og lagði sjalið yfir handlegg sinn. Svo tók hann báðar hendur hennar, horfði fast á andlit hennar, einsog hann ætlaði að segja eitthvað. En þegar hann sá, að hún forðaðist að lita á hann, slepti hann höndum hennar og kvaddi hana með sorg- þrungnum svip. Gerti studdi hendi..ni á skráarhúninn meðan hún heyrði jódyninn; svo gekk hún til herbergis síns hugsandi um það, að þar eð hún yrði að sjá hann á Lverjum degi, væri þyngsta raunin að byrja. Var framkoma hans breytt gagnvart henni? Nei, hann kom aftur jafn hreinskilinn, myndarlegur og elskuverður. Hann var hinn sami Willie, s'em hún hafði hugsað um, dreymt og elskað. Hugsanir hennar trufl iðust við það, að Jane færði henni böggul. Hún gat ekki skilið, hvernig á honum stóð. Hún bjóst ekki við, að geta fengið bréf frá Phil- ipp svona fljót'; en þegar hún gekk að ljósinu, sá hún að það var hans skrift á áritaninni; hún settist þvi niður, og las bréfið með mesta áfergi. ÞRITUGASTI OG SJÖUNDI KAPITULl. Frásögn föðursins. BréfiÖ hljóðaði þannig: — “Dóttir min! Mitt elskulega, góða barn! “Nú, þegar þin eigin orð hafa sannfært mig um, að hræðsla mín var ástæðulaus, nefnilega kvíðinn fgr- ir því, að nafn mitl mundi láta illa i egrum þlnum, og að þú l huga þínum mgndir álila mig glæpami nn. Nú skal eg segja þér æfisögu mina, og um leið og eg sanna þér, að þií sérl dóttir mín, vona eg að mitt barn trúi föður sinum, elski hann og tregsti honum, þrátt fgrir ranglæli heimsins. “Eg ætla ekkert að dglja; eg ætla strax að bgrja á þeim afhjúpunum, sem eg er hræddastur við að gjöra, og fela það á vald minna seinni skgringa, að dreifa úr mgrkrinu í frá sögu minni. "Graham er stjúpi minn, og móðir mín, sem er dáin fgrir löngu síðan, var í öltu öðru en fæðingunni sönn móðir fgrir Emilg. Þó eg stæði þannig i nánu sambandi við þá, sem þú elskar innilegast, er eg þó skilinn frá þeim með áhrifamiklum bölbænum; því það er ekki eingöngu mín ógæfusama hendi — ó, ha - aðu mig ekki, Gerti — sem huldi vesalings Emilg í eilífu L.grkri; en auk þessa voðalega verks var eg einnig sakaður um annan 'glæp í augum meðbræðra minna, Ijótan og viðbjóðslegan glæp. Og samt tr eg, þó eg hafi lifað sem Lannsunginn maður og flækst um heiminn ógæfusamur og raunamæddur, alveg saklaus af þcirri ásökun, scm þú munt sktlja, ef þú getur trú- að sannleikanum i þeirri skf/rslu, sem eg æJIa nú að gefu þér. “Eg var að eðlisfari bráðlgndur og það fór vax- andi af uppeldinu, scm mrr hlolnaðist. Eg var átrún- aðargoð móður minnar, scm þrátt fgrir það, að hún clskaði mig innilega sem eg blessa minningu hennar fyrir, hafði hún ckki þrek til uð temja og bæla niður geðofsa minn. .Þrátt fgrir þetta óstjórnlega lundarfar hafði eg hvorki grimmar né glæpsamlegar tilhneig- ingar, og þó að ráðríki mitt væri ósigrandi bæði heima og á meðal skólabræðra minna, eignaðist eg þó marga vini, cn engan óvin. En skyndilega var cg sviflur þessu frjálsræði minu. Móðir mín gifti sig aftur, og eg varð þess brált var, hverja þvinggn stjúpi minn lagði á sjálfstæði mitt. Ef htuin hefði brcytl við mig sem vin- ur, hefði hann strax náð ást minni, og það var hon- um innan handar, þar eð eðlisákafi minn balt mig strax við þá, sem sýndu rnér ást og alúð, — og þá hefði hann haft hin æskilegustu áhrif á lundarfar mitt. “En það gagnstæða átti sér stað. Hann sýndi mér afarkalt viðmót, og þegar eg, samkvæmt ósk móður minnar, kallaði hann “pabba”, afþakkaði hann það með svo mikili fyrirlitningu, að eg kallaði hann það aldrei oftar. En enda þótt hann ekki vildi kannast við föðurnafnið, briíkaði hann þó öll þau réttindi, sem þvi fylgja, og með því særði hann tilfinningar mínar og velsæmi, og kveikti hjá mér þráa gagnvart skipun- um hans. “Það var einkum tvent, sem særði tilfinningar mínar og jók ógeð rnitt til stjúpa mins. Fyrst og fremst meðvitundin urn, að eg var háður góðvild hans, og i öðru lagi, að illvilji hans til mín, stafaði af gam- alli óvináttu milli hans og föður mins, — eftir því sem einti af þjónunum sagði mér. Faðir mirui var góður og göfugur maður, og það var sagt, að eg væri mjög líkur honum, sem mér þólti mjög mikill sómi að. “Enda þótt hugarstríð mitt væri hart, var þó vald- ið Grahams megin, þvi eg var aðeins barn og þurfti leiðbeiningar. Svo höfðu líka bænir móður minnar áhrif á rnig, þegar hún sagði, að sín vegna grði eg að hlýða. Það var því aðeins, þegar mér fanst eg vera beittur of miklum rangindum, að eg sýndi mótþróa. Þannig liðu nokkur ár, og þó eg gæti ekki vanið mig á, að þykja vænt um Graham, gjörði þó vaninn og áhug- inn, sem eg hafði á námsgreinum mínum, lif mitt þol- anlegra, en það hafði verið. “Það, sem aðallega gaf mér þolinmæði til að bera raunir mínar, var ástin, sem eg bar til Emily, og sem hún endurgált i rikum mæli. Það var ekki af því að hún reyndi að stilla til friðar milli min og föður síns, heldur ekki af þvi, að hún lét að vilja mínum og hjálp- aði mér með öll min áform; en það var einsog við værum sköpuð hvort fyrir annað, og samdráttur okk- ar var svo sterkur, að aðeins ofsafullur ójöfnuður var fær um að skilja okkur. “Eg ætla ekki að dvelja við styrkleik ástar minn- ar, en aðeins segja það sem satt er, að hún var mér sama og lifið. “Svo dó móðir min, — eg var þá gagnstætt vilja mínum á skrifstofu Grahams og átti heima í húsi hans. En nú byrjaði stjúpi minn á jafn heimskulegu og vondu háttalagi við mig, og særði velsæmhtilfinningu mina svo mjög, að mér lá við æði. Hann reyndi að svifta mig því eina, sem eg mat nokkurs, nefnilega ást Em- ily. Eg skal ekki minnast á ástæðurnar, sem eg eign- aði honum til að gjöra þetta, né aðferðina, sem hann notaði. Það er nóg að segja, að nú breyttist ógeð mitt á honum í beiskt hatur, min viljalausa hlgðni i auM- sæja ásetnings mótstöðu. “I stað þess að htýðnast þvl, sem eg áleit grimd- arleg afskifti af hans hálfu, reyndi eg við hvert tækl- færi að njóta félagsskapar Emily, og fékk hana til að styðja þau áform mín, að fara i kringum skipanir föð- ur hennar. Eg talaðj ekki til hennar um ást; eg reyndt ekki að binda hana með loforðum; eg mintist aldrei á giftingu, því velsæmistilfinning min leyfði ekki slikt; en með vanalegu ihugunarleysi unglinga reyndi eg við hvert tækifæri, jafnvel í nærveru föður hennar, ai láta i Ijósi þann ásetning minn, að viðhalda gamla frels- inu og alúðinni í umgengni okkar. Loks varð Emily veik og í sex vikur fékk eg ekki að tala við hana. Þegar henni fór áð skána, svo at hún gat yfirgcfið herbergi sitt, leitaði eg tækifæris tU að finna hana, og lok’s hepnaðist það. Við höfðuns verið lengur en eina klukkustund i bókaherberginu. þegar Graham att i einu kom inn. Hann gekk til mtm með þeirri hörku og reiði í svip sínum, sem eg áldrei gleymi. Eg var ekki hræddur við, að hann kom mér á óvart, þvi eg var við öllu búinn, en annað eins og þetta kom mér óvænt. “Eg hafði búist við, að hann myndi finna að é- hlýðni minni, og var tilbúinn að svara; en þegar hanm helti yfir mig óheyranlegum skömmum og brigslum; sakaði mig um óheiðarlegan tilgang og hamaðist sem óður væri, þá varð eg mállaus af reiði. “En þetta var ekki alt. I nærveru hinnar eðal- lyndu stúlku ásakaði hann mig um hinn svivirðilcg- asta glæp — fölsun —, og sagði að afbrol mitt væri nýlega komið í lós; en að eg væri sá seki, kvaðst hanm alls ekki efa. Nú varð eg sem næst óður, krepti hnef- ann og lyfti upp hendinni. Eg veit ekki, hvað eg myndi hafa gjört, annaðhvort að reyna að afsaka mig, eða, þar eð reiðin hafði svift mig málinu, slegið Gra- ham i rot; en hávært Ongistaróp frá Emily vakti mig til meðvitundar aftur og um leið og eg sneri mér við, sá cg hana falla i öngvit á legubekknum. “Þá gleymdi eg öllu og sá aðeins hana, sem oar að deyja af hræðslu yfir því sem hún sá. Eg þaut til hennar i því skyni að hjálpa; á litlu borði rétl hjé stóðu nokkrar flöskur, og greip eg eina þeirra og helti þvi, sem i henni var, í andlit hennar; eg hélt að inni- hald flöskunnar væri aðeins styrkjandi lyf; en þai reyndist á annan veg, þvi hin voðalegu áhrif þets komu strax í Ijós. “Sökum hins óþolandi sársauka, fékk hún með- vitundina undir eins aftur, stökk á fætur og hljóp einsog brjáluð manneskja um herbergið, og að slðusta hnipraði hún sig saman l einu horninu. Eg elti hana, jafn hræddur og hún, en hún hrinti mér frá sér, og um leið rak hún upp ógurlegt org. Graham hafði staðið kyr nokkur augnablik, alveg ulan við sig af skelfingu; en nú þaut hann til mín og jós yfir mig þeim viðbjóðslegustu skömmum, blótsyrðum og for- mælingum, og sagði, að eg hefði drepið barnið sitt, Rak mig svo út úr herberginu og húsinu, sem eg hafði hvorki vilja né þrék til að veita mótstöðu. “En hve voðaleg nóttin og næsti dagur var og hvernig sá sólarhringur leið, get eg ekki .sagt. Eg flæktist fram og aftur um engjarnar og beitilandið allt nóttina, og reyndi að átta mig á kringumstæðunum, em gat það ekki. Þegar birti af degi, sá eg þó, að eg vart að taka einhverja stefnu fyrir ókomna timann. Hið sorglega ásigkomulag Emily og afleiðingin af þessum voðalega viðburði, hvatti mig til að koniast inn l hús Grahams snemma morguns, annaðhvort op- COLUMBIA GRAIN GO. Ltd. 140-144 Grain Exchange Bldg. Phone M. 3508 WINNIPEG 'I’i |7'ir\ CCTfP. V'ð kaupum hveiti og aðra kornvöru, gefutn I Alvltl IjF 1 il\. hæsta prís og ábyrgjumst áreiöanleg viðskiíti. Sknfaðu eftir upplýsingum. *-----------------------------* FRÉTTABRÉF *-----------------------------* (Fr4 Foam Lake, Sask.) Sira M. J. Skaptason, Winnipeg. Háttvirti vinurl — Eg hefi fyrir löngu síðan ásett mér, að senda þér nokkrar línur, og láta þér i ljósi hluttekningu mína í sorg þinni, er andlát okkar heittelskandi Fróða hefir ollað þér. Eg get það líka vel þess vegna, að eg sé sjálfur eftir að hafa tapað af framhaldi þess rits, þótt eg ætli ekki að skjalla þig með neinu oflofi fyrir faðerni piltsins. En Fróði var eftir því sem eg bezt veit, eina ritið af sinni tegund, er Islendingar hafa átt á tungu sinni, og víst venju fremur vel þokkað til- tölulega við önnur rit, sem flytja efni af nýrri tegund, — efni, sem brýtur bág við aldnar venjur. Samt vildi eg óska, að ef Fróði rís upp aftur úr ösku sinni, sem fuglinn Foenix, þá verði hann svo “fram- þróaður”, að hann neyðist ekki til, ÁGRIP AF REGLUGJÖRÐ am heimilisréttarlönd í Canada Norðvesturlandinu. Hver, nem heflr fyrlr fjölskytdu at> ejá eða karlmaöur eldrt en 18 ára. get- ur teklð heimlllsrétt á fjórðunfr úr sectlon af óteknu stjórnarlandl 1 Man- sækjandl verður sjálfur að koma á Itoba, Saskatchewan og Alberta Um- landskrlfstofu stjórnarinnar, eðá und- Irskrlfstofu hennar í þvl héraði Sam- kvæmt umboði má land laka á öllum landskrlfstofum stjórnarlnnar (en ekkt á undir skrifstofum) með vissum skll- yrðum. SKYLDUR—Sex mánaða ábúð og’ ræktun landsins á hverju af þremur árum. Landnemi má búa með vissuro skllyrðum innan 9 mílna trá helmllls- réttarlandi sinu, á landi ssm ekki er minna en 80 ekrur. f vlssum héruðum getur góður og efnilegur landnemi fengið forkaups- rétt á fjórðungi sectiónar meðfram landl sínu. Verð $3.00 fyrlr ekru hverja SKYLDDR—Sex mánaða ábúð á hverju hinna hæstu þrlggja ára eftlr að hann hefir unnið sér inn eignar- bréf fyrir helmlllsréttarlandi sínu, og auk þess ræktað 50 ekrur á hinu seínna landi. Forkaupsréttarbréf getur land- nemi fengið um leið og hann tekur heimilisréttarbréfið, en þó með vlssum skilyrðum. Landnemi sera eytt hefur helmills- rétti sínum, getur fenglð helmlllsrétt- arland keypt I vlssum héruðum. Verð $3.00 fyrir ekru hverja SKVI.nl'II— Verður að sltja á landiriu mánuðl af hverju af þremur næstu árum, rækta 50 ekrur og reisa hús á landinu, sem er $300.00 virði. Bera má niður ekrutal, er ræktast skal, sé landið óslétt, skógi vaxið eða grýtt. Búþening má hafa á landtnu I stað ræktunar undir vlssum skilyrðum Blöð, sem flytja þessa auglýslngu leyfislaust fá enga borgun fyrir. IV. W. COItV, Deputy Minister of the Interlor. að flytja neinar fasteigna- eða heiin- ilisréttar ritgjörðir þá, svipaðar “Peace River héraðið”, sem ælti ekki að vera í riti af því tagi. — Sem sagt, hafðu þökk fyrir Fróða, og lífi eg fram yfir upjirisudag hans myndi mig langa til að sjá í andlit hans aftur. Það ætti að vera meinlaust, að óska þér til langvinnrar lukku við ritstjórn Heimskringlu. Eg haiði á- kveðiö, að segja blaðinu upp um þessi sl. áramót, en hætti við það, þegar cg sá, að þú hafðir tekið við útgjörðinni, og þér er það að kenna að eigendur blaðsins líklega fá borgun fyrir það frá mér, einu sinni enn. Eg verð að segja, að það sem af er, likar mér blaðið vel, — nema pólitikina læt eg ódæmda i þetta sinn. Málið, þótt það ef til vill sé ekki “klassiskt” (því miðurl), fellur mér vel; það er svo látæðis- laust, hversdagslegt, og gorgeirs- laust. Og andinn í blaðinu svo 6- þvingaður og rússnesku snauður, sem mest má verða. Þótt eg sé ekki “smurður”, sem fjölkunnugur at fornum sið, ætla eg að spá því, að Heimskringla verði vinsæl undir penna þínum; eigendur blaðsins iðri þess eigi, að þeir létu þig haf» “jobbið”, og þú farir jafn “hvítur” frá blaðinu sem til þess. Fari þetta öfugt fram við getu mina, er það af því, að eg er ekki ekta spámaður. Með beztu óskum, beztu kveðju og þökkum fyrir hin litlu viðkynni og vinsamlegan rithátt. Þinn einl. J. Einarsson. Hvor er sæll, sá maður, sem á eina millíon króna, eða sá, sem i sjö börn? Sá, sem á sjö börn. Þvi sá, sem á milliónina vill eignast. meira, e® hinn ekki. VIÐ VÍXLUM GRAMAPHONE RECORDS FYRIR 15c. HVERT Skrlfitt e?5a sími9 eftlr bók No. 4 sem útskýrir okkar fyrirkomulac. ViZ sendum Records hvert sem er i Canada. The Talking Machine Record Exchange 3, GLINES nisOCK, PORTAGE AVE. WINNIPEG, MAN. Glines Block er beint á mótl Monarch Theatre. Phone Main 2119 EINA ÍSLENZKA HUÐABUÐIN I WINNIPEG Kaupa OR verzla meö húötr, gærur. og allar tegundir af dýranklimun. markaös gengum. Lika með ull og Seneca Roots, m.fl. Borg- ar hæðsta verð. Fljót afgrelðsla. J. Hender?on & Co. Phone G. 2590 239 King St.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.