Heimskringla - 18.02.1915, Blaðsíða 4

Heimskringla - 18.02.1915, Blaðsíða 4
I BLS. 4 H E I M S' K R I N G L A WINNIPEG, 18. FEBRÚAR 1915. Heimskringla (Stofnuð 1886) Eamur út á hverjum fimtudesl. trtgefendur og eigendur THE VIKING PRESS, LTD. Ver75 blaíisins í Canada og Bandaríkjunum $2.00 um áritl rirfram borgab). ent til Islands $2.00 (fyrirfram borgaC). Allar borganir sendist rábs- manni blatisins. Póst eía banka ávísanir stýlist tii The Viking Press, Ltd. Rltstjórl M. J. SKAPTASON RáSsmahur H. B. SKAPTASON Skrtfstofa 729 Sherbrooke Street, Wiooiper BOl 3171. Talsimi Qarry 4110 Sparnaður áríðandi. VÉR VERÐUM AÐ SPARA MEIR EN VÉR GJÖRUM. Nú er sjöundi Riánuður stríðsins. 5að þarf ekki að lýsa því — vér höf- um nokkurnveginn húgmynd nm það — að það byggir ekki upp, evk- ur ekki auðmagn heimsins. Á hvcrj- um einasta degi eru eignir eyðiiagð- ar upp á millíónir dollaru hjá þjóð- um þeim, sem berjast, og það hefir áhrif á allan heim. Af þessu leiðir, að hundruð millíóna dragast frá peningum þeim, sem eru í veltu. Þær fljóta um heim allan, þegar alt er með feldu. Sumar koma til Win- nipeg, og af þeim rennur meira eða minna um greipar manna. Þær eru brúkaðar hér og varið til starfa margvíslegra. Nú er sumt af þeim étið, sumt brent upp á landi eða sökt í sjó niður. Einstöku grafa þær niður, svo að cnginn nái þeim. — En af þessu öliu sjáum vér ekki cent hér í Winnipeg. Verk öll við byggingar hætta, og margt annað, svo að nú eru þeir verklausír, sem áður gátu selt vinnu sína háu vcrði. Eignir í borginni hrapa niður; — húsin eru farin að standa auð. Og þetta er þó ekki nema byrjunin; því að öllum líkindum verða þau tífalt eða hundraðfalt fleiri, sem auð standa, þegar vorar og sumarið kemur. Margir hafa lagt eigur sínar 1 lóðir; en nú eru þær víða um bæ- inn fallnar, að sögn, um helming, og eiga eftir að faua meira. Og þar tapar margur maðurinn því, sem hann var búinn að spara kannske fleiri ár. Sumir tapa lotunum og húsunum alveg, og standa uppi, rúnir inn að skyrtunni. Hvað eiga menn að gjöra? Menn segjast ekki geta farið út á land á skyrtunni, með konu og börn, eða treysta sér ekki til þess; og það er enginn efi á því, að það er harð- ræði fyrir menn, sem lengi hafa ver- ið í borgum; það er harðræði fyrir unga fólkið, karla og konur, sem vanist hafa leikhúsunum og hinum eilífu samkomum og glcðifundum, og búist hefir fínum fötum, er ekki má hrukka eða blettur á koma. Eg veit það ekki, reyndar, en eg heid, að íslendingar séu hér reglu- samir, hvað vín snertir, og að það sé rangt, að saka þá nokkuð um það. En þeir cru skemtanagjarnir og léttúðugir og láta skildinginn fara, hvencer srn þcir geta veitt sér glaða stund fyrir hann; og það eru ekki einungis hinir ungu, heldur eldra fólkið (sbr. Vatnsdælu: “með- an mér tennur um tolla----”). Það sýna samkomurnar og veizlumar, sem lítið uppihald er á. Það er náttúrlega ljómandi skemtiiegt, að geta verið í veizlum og á mynda sýningum og gleðisamkomum á degi hverjum, og sjá fiilkið prúðbú- ið með stífuðu líni og gullhnöpp- um og demöntum og á silkikjólum, — ef maður getur borgað fyrir það, eða ef maður þarf ekki að borga. — En svo gengur lifið alt út á þetta, að fá fylli sína af ánægjunni, og margir vilja vcita öðrum ánægju; því að íslendingar hafa æíinlega verið gestrisnir, hvar sem þeir eru og hvenær sem menn hitta þá, — nema einstöku menn, sera líl ir vilja verða. En það eru agnúar við þetta. Ef þú ætlar að hitta mann að kv.;ldi til, þá ertu aldrei viss um, að hitta hann heima; og ef þú þarft að ræða við hann um áríðandi mál, þa þarftu að ná honum helzt með tele- fón, og segja honnm, að þig langi fil að heimsækja hann þetta kveldið. “Því er nú ver”, segir hann, “eg er búinn að lofa að vera á söngsam- komu það kvcldið”.. — En þá næsta kveld? Það getur hann ekki held- ur; þá verður hann að fara með henni eða honum ofan á leikhús.— Jæja, næsta kveld þá. Nei, þá er safnaðarfundur.— En næsta kveld? Þá er nú leikurinn íslenzki; þar má hann náttúrlega til að vera. — En næsta kveld? Þá er Goodtemplara- fundur. — En næsta kveld? Þá er Menningarfélagsfundur. — En þá næsta kveld? Þá er náttúrlega messað, á sunnudagskveldið. — En mánudagskveldið? Þá er spilafund- ur í klúbbnum. En annan þriðju- dag? “Veiztu ekki af pólitiska fund- inum?” Þar má hann til að vera; og svo kemur veizla, þá Jeikur, þá fundur, fundur, söngsamkoma, safn aðarveizla, Gooodtemplara fundur, ungra manna veizla, pólitiskur fundur, mcnningar fundur, safnað- argleði. — Vinur hans verður að fara heim, hann getur aldrei séð hann. Það er gleðilegt líf þetta. Menn eru ekki að kúldast í húsunum. Það er ekki hægt að bera það á menn, að þéir sinni ekki opinberum störf- um, eða séu ófélagslegir. Þeir eru meðlimir — meðlimir — meðlimir,—■ alt eintómir limir, f öllum hugsan- legum félagsskap. Og eg efast ekki um, að margt af þessu sé gott og clskulegt og alvcg nauðsynlegt. En þegar vinnan er búin og vas- inn er tómur og lánstraustið farið og börnin svelta, en konurnar kvarta, — hvað á þá að gjöra? — Að fara út á land? — Hvað eiga silkikjólarnir og píanóin að gjöra út á land? Þetta er ágætt í borg- inni og líklcga nauðsynlegt, til þess að halda uppi þessu lffi, sem menn voru farnir að venjast. En silki- kjóllinn er ekki hcntugur i skógun- um, þar sem sprekin flækjast um fætur manna; eða f mýrarsundun- um. Píanóið er náttúrlega Ijómandi góð og skemtileg eign fyrir þá, sem á það leika, ef fleiri eru áheyrendur en kýr og hænsni. En hvorugt seð- ur bömin, eða sáir kartöflunum, eða stakkar heyið, eða mokar fjósið. Það er ákaflega hart fyrir svona fólk, að fara út á land. — Fólkinu finst það niðurlæging og hugmynd- ir þess, vonir, eftirlanganir og ósk- ir ganga í alt aðra stefnu. Hafi það tekið ráð f tíma og sparað, meðan eitthvað var til að spara, þá þarf ekki að koma til þess; það getur þá haldið áfram þessu skemtilega féiagslífi sínu, farið á samkomur og étið kökur og drukkið kaffi, kann- ske fram á dánardægur. En — og það ætti hver og einn, karl og kona, að íhuga það —, það stofnar börn- um sinum og eftirkomendum í þenn- an sama vanda: Þau læra að elska borgalífið, með glysinu og prjál- inu og leikhúsunum og samkomun- um og fundunum öllum. Þau læra cða venjast svo, að þau hræðast fá- mennið og vinnuna, og starfið. Og vöðvarnir verða einsog mauk eitt; þeir tapa samdráttaraflinu og allur vcrður Iíkaminn óstyrkari, og sálin, sem býr í likama þeirra, verður ó- styrkari, og þrekið og þolið og út- haldið, — það rýrnar lið fram af lið. Þannig hefir hver einasta þjóð farið i heiminum, þegar hún fór að vcnjast á 'sællifi, skemtanir og mun- að. Og endalokin hafa jafnan orðið þau, að hún hefir verið kúguð. og fótum troðin af þeim, sem sterkari og harðari voru. (Meira næst). Hinir r»ýju skattar. Þrjátiu millíónir er hið aukna gjald, sem stafar af striðinu. Þaft virðist ckki létt, að grípa upp 30 milliónir, að auka útgjöld monna um þessa upphæð, svo að enginn verði gramur við, og það geta verið misjafnar skoðanir um það, bvcrn- ig bezt og réttlátast sé að ná þess- um peningum. En einhvernveginn kemur það svo íyrir, að þessi aðferð stjórnar- innar sé eins réttlát og hentug eins og hægt er að hugsa sér. Skatturin.i er lagður á peningana, þar sem þeir eru. Þeir, sem peningana hafa verða að gjalda. Hann er þá þessi skatturinn: Á bankaseðla 1 prósent. Á inntektir Trust-félaganna og lán- félaganna, 1 prósent. Á öll fréttaskeyta-félög í Canada (telegraph companies), 1 c.ent á hvert 15 centa skeyti. Á innicktir ábyrgðarfélaga, allra annara en life, fraternal benefit and marine insurance. k járnbrauta- og gufuskipa farbréf keypt í Canada til einhverra staða í Canada, Newfoundland, West Indies og Bandaríkjanna, fimm cents á hvern dollar far- bréfsins upp til fimm dollara, og fimm cents fyrir hverja fimm dollara, er farbréfið kostar meira. 10 cents á hvert svcfnpláss á járn- brautarvögnum. 5 cent á hvert sæti í parlor cars, og skulu félögin, er selja, heimta inn gjaldið. Hver maður eða félag, sem flytur farþega á skipum utan Canada, British West India og Bandarikja geldur einn dollar fyrir hvern mann, er kaupir farbréf upp til 10 dollara, — þrjá dollara fyrir $30, fimm dollara yfir $50 Auk þessa verður að setja frimerki á allar bankaávísanir, öll inn- Iegg á banka, og vixla, 2 cents. A allar express og post office ávis- anir, 1 cent. Á öll bréf og póstspjöld i Canada, 1 cent. Á farmskrár (Bills of Lading) 2 cents. Á patent meðul öll, ilmvötn og blönd ur, 1 cent á 10 centa flösku, og 1 cent fyrir hver 10 cent, sem flaskan kostar rneira. Vinskalturinn.—A hvern pott eða minna af vínum, er ekki freyða og seld eru í Canda, leggist 5 cent, og 5 cents á hvern pott, sem þar er yfir. En 25 cents á hvern pela kampavíns og annara freyðandi vína, og 25 cents á hvern pela, scm þar er fram yf- ir. Og skal vinskatturinn ganga í gildi undir eins, en síðar mun ákveðið um hina skattana. Tollar auknir.—Auk þessa verður tollur aukinn hlutfallslega á öll- um vörum og vörutegundum, — með vissum undantekningum. í Iista þessum eru allar þær vöru- tegundir, sem áður hafa á toll- skrá verið og tollfríar. Tollurinn eykst um 7% prósent eftir verði, ef vörurnar koma frá öðrum löndum en Bretlandi þaðan 5 prósent (preferential). Hvað er hægt cð gjöra fyrir ‘iitla bændaf ólkið’? Eftir S. A. Bjarnason. (Niðurlag). Haustsýningin. Á tilteknum degi á haustinu vcrð- ur svo að halda sýningu. útbreiðslu deild Búfræðisskólans sendir dóm- endur, félaginu að kostnaðarlausu. Þessir dómendur kenna einnig ung- lingunum að dæma um gildi sýning- argripanna; þannig, að þeir taka hverja deild út af fyrir sig og sýna, hvernig að dæma skuli. Þannig læra drengirnir að þekkja úr bezta út- sæðið, beztu hænsnin o. s. frv.; og stúlkurnar læra að Icggja dóm á góð- an saumaskap, góða brauðgjörð o. s. frv. Er þessi æfing mjög mikils virði fyrir heimilin, því börnin fá aukinn áhuga fyrir búsýslunni, og bæta úr mörgum þeim þörfum, sem hingað til hefir verið fullnægt með erfiðum en óheppilegum vinnuað- ferðum. Þegar svo samkepninni er lokið, á hver unglingur, til fullra yfirráða, það sem hann hcfir framleitt, auk þeirra peninga verðlauna, scm hann kann að ná í. Til dæmis náði einn drengur $10.00 verðlaunum fyrir svinshvolpana sina, og hafði þess utan $12.00 í hreinan ágóða, eftir að svínin voru seld. Annar drengur hlaut sem næst $10.000 verðlaun fyr- ir hænsnarækt sína; endi síðan hænsin á Brandon sýninguna og náði í mcdalíu i samkepni við full- orðna. Verðtaunafc. Sveitarstjórnir og framfarasamir einstaklingar leggja fram fé til þess, að sæmileg verðlaun séu gefin á sýn- ingunni. Hingað til hafa engin vand- ræði orðið úr þvi, að ná saman því fé, sem þarf, því allir eru fúsir að hálpa svo góðu fyrirtæki. Einnig er í orði, að Útbreiðsludeildin gefi silfur og bronze medalíu í hverri deild. Hvemíg á aS mynda f' Iag. 1. Einn eða fleiri framtakssamra manna takast á hcndur að útvega eyðublöð frá Útbreiðsludeild Bú- fræðisskólans, og fá svo undirskrift- ir þeirra barna, sem í félaginu vilja standa. 2. Til þess að félag geti mynd- ast, þarf að minsta. kosti tuttugu (20) unglinga og börn, 10 til 16 ára að aldri. Hvert barn getur valið um, hverar deildir samkepninnar það vill rcyna á þvi ári. 3. Eitt skólahérað getur myndað félag, ef nógu er mannmargt. Eða fleiri skólar geta tekið sig saman. Eða það má mynda félag út frá ein- hverjum miðpunkti í bygðinni, þar sem eftirleiðis væri hægt að hafa hustsýningu. 4. Jafnframt því, sem félagið cr myndað og meðlimaskjölin eru send inn, skal senda beiðni til Útbreiðslu- deildarinnar um egg kartöflur, maís og bæklinga þá, sem félagsmenn þarfnast fyrir sumarið. Nauðsgnlegt er, að senda þessa beiðni inn snemma á vorinu, áður en upplagið gengur upp. 5. Félagið hefir fund og kýs eft- irfylgjandi stjórnarnefnd: (a) Heið- ursforscta og forseta; (b) Heiðurs- varaforseta og varaforseta; (c) Heiðursskrifara og skrifara; (d) Heiðursféhirðir og féhirðir; — og (e), ef margir skólar t. d. hafa sitt smáfélagið hver í sambandi yið stærri heild, þá er skrifarinn úr hveru sliku smáfélagi, álitinn sjálf- kjörinn nefndarmaður í heildar- nefndinni. Þannig, að ef 5 skólar eða smáheildir eru starfandi, skulu þeir 5 skrifarar, sem þeim félögum tilheyra, vera í aðalnefndinni, sem þá yrði niu (9) manna nefnd, auk heiðursmeðlimanna. — Það skal hér tekið fram, að heiðurs-meðlimirnir eru fullorðið fólk, sem hefir eftirlit mcð starfi aðal starfs-nefndarinnar, sem samanstendur af unglingunum sjálfum. Með þessu móti læra börn- in að sinna fundarstörfum, með- höndla peninga o. fl., en hafa eftir- lit frá fullorðnum, svo alt sé í lagi. Hér virðist oss ekki úr vegi, að benda á þann árangur, sem svona starfsemi hefir, — algjörlega frá- skilið efnalegu hliðinni. Alloft á það sér stað, að unglingar til sveita standa að baki jafnaldra sinna í bæjunum, hvað snertir framgangs- máta og framkoinu. Margur, sem hefir fengið allmikla uppfræðslu, hefir ekki lært að beita kunnáttu sinni 'og skipar því lægra sæti, þeg- ar til einhverra framkvæmda kem- ur. Fjöldi karla og kvenna hafa hæfileika til að starfa, en hafa aldrei fengið æfingu í l»vi að koma fram með hugsanir sínar i ræðu eða riti. Starfsemi Boys’ and Girls’ Club ætti að fyrirbyggja í framtíðinni, slíkt ástand meðal sveitalýðsins. — Bændur geta aldrei haldið sínum hlut óskertum, fyr en þeir geta sjálfir gengið fram og hrundið Iram málum sínum. Ti) þess þarf að und- irbúa yngri kynslóðina. Þá er annað, sem er íhugunar- vert fyrir alla borgara landsins: — Hvert barn, sem sækir sveitaskóla, kostar land og lýð ærna peninga. Oftast er árangurinn af þeim til- kostnaði aðeins sá, að unglingarnir hætta svo skólanámi, að þeir eru ekki færir um, að sinna nokkru starfi, svo í lagi sé; þeir eru algjör- lega áttaviltir, þegar út i baráttuna er komið. Starf þessa félags er að bæta úr þessu, að miklum mun. Á yfirstandandi tímabili er það bráð- nauðsynlegt, að allir starfi rétt. — Unglingarnir verða að geta stigið i einu skrefi frá skóladyrunum, og út í starfsemi þá, sem þeirra bíður. Peningum til mentamála er óheppi- lega varið, ef ekki fæst fyrir þá upp- vaxandi kynslóð, sem er reiðubúin til að bcra byrðar mannfélagsins, hvað framför og framleiðslu snert- ir; þeim er blátt áfram sóað, ef fyr- ir þá fæst kynslóð, sem er lítt sjálf- bjarga og fyllir ef til vill þann Pokk- inn, sem eykur byrðir mannfélags- ins og dregur til sín það, sem hún hefir ekki framleitt. Á meðan skóla- fyrirkomulag vort bætir ekki úr þessu, er brýn þörf á, að aðrar að- ferðir bæti úr því ástandi sem er. Skýrslur frá starfandi félögum. Á árinu 1914 voru 40 skólasýn- ingar haldnar i Manitoba; 100 skól- ar tóku þátt í þeim, með 2,500 nem- endum samtals. Flestar þessar sýn- ingar voru haldnar sérstaklega, þ. e. óháðar öðrum stærri bændasýn- ingum. Skýrslur frá nokkrum stöð- um fylga hér með: Teulon.—Einn skóli, 30 börn; 260 gestir á sýningunni. Restop.—-Tveir skólar; 64 börn; 200 gestir á sýningunni. Neepawa.—Sex skólar; 160 börn; 500 gestir; $140.00 /gefnir i verðlaunum. Dauphin.—Tvcir bæjarskólar og fjórir sveitaskólar saman; 400 börn tóku þátt í sýningunni. St. Pierre.—Einn skóli; 34 börn; $76.50 í verðlaunum. Hartney.—Fjórir skólar; 140 börn; $59.00 gefnir i verðlaun. Beausejour.—Tveir skólar; 85 nem- endur; 1,000 sýningargestir; $75.00 gefnir í verðlaunum. Roland.—Á þessum stað var útbýtt 171 tylftum af eggjum, 2360 pd. af kartöflum til útsæðis og ’50 smábögglum af maís. Á sýning- unni voru einnig gefin verð- laun fyrir hannyrðar og smið- ar. Verlaun alls $170.00. 312 börn tóku þátt i sýningunni. Souris.—Tólf skólar voru samein- aðir, en hvcr skóli hélt sýningu heima hjá sér fyrst, — og voru þannig valdir beztu gripirnir til að sctja á aðalsýninguna í Souris. Verðlaun voru gefin fyrir matreiðslu, smiðar, hann- yrðar, garðávexti, maís, hænsni og svin, og þessutan verðlaun fyrir bezt ræktaðan kálgarð. Porlage la Prairie.—Yfir þrjátíu skólar tóku þátt i sýningunni, og höguðu til líkt og gjört var í Souris. $200.00 voru gefnir í verðlaunum. Hraðskeyti. Hvers vegna una ckki unglingar við sveitalif? Mrs. Nellie McClung svarar þann- ig: — . Bndurnir bera ekki nóga virð- ingu fyrir sinni eigin lifsstöðu. 2. Sveitalíf er of erfitt, og þreyt- andi. Það vanhagar um létt- lyndi og gleðskap. Margir, sem hafa alist upp til sveita, hafa alt of fáar skemtilegar endur- minningar frá æskuárunum. 3. Bændur setja alla peningana og vinnuna í kvikfenað og fast- eignir, ag hafa svo ekkert af- gangs til þess, að gjöra heimil- in þægileg og aðlaðandi. Fólk til sveita ætti að leggja sér til eftir beztu föngum lífsþægindi og hlunnindi á heimilum sin- um. Virkilega er hægt að byggja upp og halda við bændaheimil- um, sem taka fram öllu upp- gerðar-glysinu, sem sézt í bæj- um. • * • Gefið ekki börnunum peninga. Gefið þeim þeldur tækifæri til að vinna fyrir peningum. Kennið þeim að láta peningana vinna. Drengur á skólaaldri eignaðist $30.00 i verðlaunum á sýningum í fyrra. Hann á allgóða upphæð á sparisjóðnum nú; en þar fyrir utan hefir hann notið mjög mikillar á- nægju af starfi sinu. Sú ánægja er lika i sparisjóði. * * * Sjáið fimtuga öldunginn! Hann er þó nokkuð upp með sér af verð- launahestunum sínum. Haldið þið ekki að fimtán ára drengarinn gæti haft ánægju af að sýna skepnu, sem hann hefir alið upp, — og þiggja verðlaun fyrir? Að öllu sjálfráðu á hann þó eftir að starfa í þarfir mannfélagsins ein 40 ár eftir að öld- ungurinn er fallinn frá. * * * Nei, skólahéraðið er beint ekki of lítið til þess, að hægt sé að hnlda sýninguna. En hugsunarháttur fulí- orðna fólksins er oft alt of litill (þröngur). * • • Vekjið áhuga barnanna ykkar fyr- ir þvi, sem þið eruð að starfa, og gefið þeim sinn hlut. Þá yfir ;efa þau ykkur ekki i ellinni. • * * Þjóðræknissjóðurinn! Sýnið þjoðrækni. Leggið fram dá- Iítið af skildinguin til verðlauna á sýningunni, og örfið þannig hörnin til starfa. Sú þjóðrækni margborg- ar sig. Olíugröftur rétt hjá Winnipeg. Innan mánaðar verður farið að grafa i St. Vital, austanmegin Rauð- ár, rétt hjá St. Norbert, til þess að leita eftir olíu. Maður nokkur, F. A. Ogiltree, kom til borgarinnar 25. janúar frá Toronto. Hefir hann fengist við olíugröft i 20 ár, og seg- ist vera störfum þeim vel kunnugur., Segir sig lengi hafi grunað, að olia hlyti að vcra í Rauðárdalnum, og hafi hann fundið merki hennar í Norður Dakota. Hann er búinn að leigja land til að grafa i af tveimur eða þremur mönnum, og segist hafa alt tilbúið til að byrja. Á 700—800 feta dýpi segir hann að menn lendi á granit klöppum, og það sé hugsandi, að þar finnist olía. Rauðárdalurinn sé lægsta pláss ið frá Kletta fjöllunum, en austan við dalinn taki við klettamyndun, granit, og væru miklar líkur til, að olían h’cfði sigið frá fjöllunum að vestan þangað, er granit-hellan reis upp og stöðvaði hana, og hljóti hún þvi að liggja i dældinni vestan við granit-garðinn, eða hrygginn, sem liggur hér frá suðri til norðurs. ♦ t ♦ t ♦ 4- ú ♦ t ♦ t ♦ t ♦ t ♦ t ♦ ♦ ♦ ♦- ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ :t ♦ ♦ ♦ f ♦♦ ú “Aluminum Roaster” Við höfum bætt “WEAR ETERNAL” Aluminum Eldhús Áhöldum við okkar vana upplag af húsbúnaðar áhöldum, og seljum nokkur af nauðsynlegustu áhöldum nú um tíma sem innleiðsluboð í okkar nafnkendu “Hoosier Club” sölu. Við ætlum að selja nokkra “Seamless Oval Roasters” eins og þessi, í myndinni með þeim skilmálum að fá $1.00 strax, afganginn, 2 vikulegar borganir $1. hver Hver “Roaster” er ábyrgstur íyrir tíu árá brúk, af þeim sem búa þá til. aiife.............:: Stært5, 14% x 9% x 7 þuml. AD SEM ALtMlNliM KLI>1ICS AHöLD HAPA TIL SINS AGÆTIS 1. í*a?S hvorki flaskast e?5a losn- ar upp úr þeim. 2. Þau svit5na ekki. 3. t>at5 er fljótlegt atS matreltSa í þeim 1. Þau ryt5ga ekki. 5. Hægrlega hreinsutS. 6. Endingrargæt5i. 7. Þau eru létt. 1 Eitur-frí. VfARGAR HVERSDAGS ÞARP- 1R SHM “OVAL ROASTER” ER NAUÐSYNLEGUR FYRIR Til at5 sjót5a í gufu aldin, gart5- ávexti, fugla, kjöt, fisk, baka braut5, kökur, sæta-brauT5, hveitis pípur og pott skorpu-steik. Hentugrur til brúks ofan á elda- stó et5a inn f bökunarofni. * Oval Drip’* eða þvotta paana passar í skolavatnsþróna, þvæst hæglega. Kaupið “Wear Eternal” “Roasters,, í stað “Roasters,, sem eyðileggjast. EKTA ALXJMINUAI STEIKJARAPANIVA PIMTAN CENT. Hver sem kaupir ‘Roast- er” hefir rétt til a 3 kaupa eina af okkar ekta “Aluminum” steikj arapönnum fyrir 15c. i peningum et5a tvœr fyrir 25c. Þær eru vel tvlsvar sinnum eíns mikils virtii. HOOSIER IIIiGMYNDIN ER I*ESSI: Okkar hugmynd er a® láta ekkl vlllast á vanalegum lelhinlegum smáborgunar skilmálum og selja misindls vörur á háu vertli. Þu getur ekki keypt ekta "Alummum” Roaster ábyrgstan fyrlr 10 ár, f Winnipeg fyrir tvisvar J>at5 verti sem vitS bitSjum um. Okkar “Al- uminum" vörur eru einnig seldar f samvöldum flokkum, hentugum fyr- ir þarfir á hver.Ju heimili á vertii sem nemur frá $3.95 til $13.45; vertS er mismunandi eftir samvalningi. I*EIR SEM KAUPA PYRIR PEIVIINGA NJÖTA AG6ÐANS MEÐ OKKUR Hver sem kaupir ‘Roast- er” fyrir peninga út f hönd nýtur ágötSans metS okkar atS því leytl atS hann fær vottortS sem vertSur endurleyst á hvatSa William Coates kjöt markatSi sem er í bænum fyrir 25c. ATHUGIÐ ÞAÐ SEM VIÐ SÝNUM—ÞAÐ ER STÆÐSTA VAT, AF “ALUMINUM” ROAST- ERS SEM NOKKURN TÍMA HEFIR VERIÐ SÝNT 1 SMÁSÖLU BtrÐ 1 WINNIPEG. ÞETTA MAKALAUSA TILBOÐ ER EKKI Á MÖRGUM “ROASTERS” OG END- IST EKKI LENGUR EN ÞANGAÐ TIL UPPLAGIÐ SEM VIÐ NÚ HÖFUM ER UPPGENGIÐ. NOTIÐ TÆKIFÆRIÐ AÐ EIGNAST EINN ÞEIRRA ÁÐUR EN ÞAÐ ER OF SEINT. TUE “HOOSIER” STORE Phone Main 2828 287 Donald St. Winnipeg ♦■ ♦■ 3: ♦< ♦. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦>‘‘-t4"-‘-‘-‘ K. A>. t A> f t * * ♦:>♦♦'

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.