Heimskringla - 18.02.1915, Blaðsíða 1

Heimskringla - 18.02.1915, Blaðsíða 1
Flowers telegraphed to all parts of the world. THE ROSERY FLORISTS I'honrM Main 104. Muhí and Sun- day Sher. 28Qt 289 DOXALD STRffiET, WINNIPEG. XXIX. AR. WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 18. FEBRÚAR, 1915. Nr. 21 íslenzkir nemendur við Búfræðisskóla Manitoba-fylkis. Efrl röt!—H. B. Josephson; Jónlna Helgason; H. J. Christle; I. S. Stefdnsson; Ragnhildur Matthews; V. G. Gíslason; J. S. Thorlákson Netiri röti—Hallfrítiur Eggertsson; S. Einarsson; Atialbjörg Helgason; S. A. Bjarnason; Carolina Stephanson; H. F. Danielsson; Baldfna Pétursson. Jónína Helgason, er fædd og uppalin í Foam Lake ný- lendu, Saskatchewan. Foreldrar hennar eru þau heiðurshjónin Krist- ján Helgason og Halldóra Jóhann- esdóttir. Miss Helgason naut barna- skólamentunar í heimahögum, og gekk á lýðháskóla í bænum Foam Lake eitt ár. Siðastliðinn oktober innritaðist hún, ásamt systur sinni Aðalhjörgu, við M. A. C. Ragnheiður Matthews. Foreldrar hennar eru hjónin Jón Methúsalemsson og Stefanía Stefáns- dóttir, scm um inörg undanfarin ur hafa búið í Sigluncs bygð. Áður áttu þau heimili nálægt Lundar, Man., og þar er Miss Matthews fædd. Hún hefir notið barnaskólamentunar bæði heima hjá sér og í Winnipeg. Innritaðist við M. A. C. siðasiuoinn október. Baldína Pétursson er fædd i Norður-Þingeyjarsýslu á fslandi. Hún fluttist hingað til lands kornung, og hefir alist upp nálægt Siglunes P.O., Man., hjá frænda sínum, Kristjáni Péturssyni og konu hans, Jenny hcitinni Sig- tryggsdóttur, sem nú er látin fyrir tveimur árum. Miss Pétursson naut barnaskólamentunar, þar til að hún innritaðist við M. A. C. haustið 1913. Á komandi vori lýkur hún námi við hússtjórnardeild skólans. — Faðir hennar, Bjarni Pétursson, er búsett- ur nálægt Hensel, N. D. Hallfrí ður Eggertsson er dóttir Guðna Eggertssonar og Mikkólínu Daviðsdóttur. Fædd í Churchbridge, Saslt., en fluttist með foreldrum sínum til Tantallon, Sask., og naut þar alþýðuskólament- unar. Hún kom hingað til bæjarins á siðastliðnu hausti og innritaðist við M. A. C. Carolina Stephanson er dóttir Bjarna heitins Stephanson og konu hans Elinar Eiríksdóttur, sem til skamms tíma bjuggu í Elph- instone, Man. Þar naut hún barna- skólamentunar og lauk inntökuprófi (entrance). Nú á hún heima hjá móður sinni nálægt Elfros, Sask. f byrjun janúar 1914 innritaðisi Miss Stephanson við M. A. C., i hús stjórnardeildinni, og lauk fyrsta árs prófi síðastliðinn april. Á komandi vori lýkur hún tveggja ára náms- skeiði í einu þar. AÍSalbjörg Helgason, er systir Jóninu Helgason, sem get- ið var um hcr að ofan. Hún hefir dvalið i foreldrahúsum og notið al- þýðumentunar i Foam Lake bygð, þar til siðastliðinn október, að hún innritaðist við M. A. C. H. B. Josephson innritaðist við Af. A. C. haustið 1913 og er nú i öðruin bckk. Foreldrar hans eru: Björn Jósephson og hús- frú Guðný Helgadóttir, sem lengi bjuggu við Baldur, Man., en búa nú við Kandahar i Saskatchcwan. H. J. Christie er sonur þeirra hjóna Stefáns Christie (Kristjánssonar) og Matt- hildar Halldórsdóttur, er búa ná- lægt Xllenboro, Man. Hann stundaði nám á Business College veturinn 1913-^-’14., en byrjaði á námi á M. A. C. á síðastliðnu hausti. V. G. Gíslason er frá Gerald, Sask. Foreldrar hans eru: Valdimar Gislason og Guðrið- ur Teitsdóttir, er þar búa. Hann stundaði nám á Weslcy College vet- urinn 1912—’13, cn innritaðist við M. A. C. haustið 1913, og cr nú i öðr- um bekk. í S. Stefánsson er sonur Stefáns heitins Björnsson- ar og húsfrú Guðriðar Björnsdótt- ar, sem til skamms tima voru bú- sett nálægt Mary Hill, Man. Hann byrjaði nám á M. A. C. á síðasta xausti. J. S. Thorláksson ;r sonur Stefáns heitins Thorláks- sonar og húsfrú Jóhönnu Magnús- dóttur, sem heima á í Þingvalla ný- lendu. Hann byrjaði nám á M. A. C. á miðjum siðastliðnum vetri, og er nú i öðrum bekk. S. Eiparsson er ættaður úr Lögbergs nýlendu i Saskatchewan. Foreldrar hans eru: Jóhannes Einarsson og húsfrú Sig- urlaug Þorsteinsdóttir, er þar búa. Hann gekk á Business College vctur- inn 1913, en byrjaði nám á M. A. C. á siðastliðnu hausti. S. A. Bjamason, B.A., er sonur Guðmundar Bjarnasonar og konu hans Eyjólinu Eyjólfsdótt- ur, sem búið hafa við Mary Hill í Álptavatns nýlendu i 22 ár. Hann útskrifaðist af Manitoba University vorið 1911, og byrjaði nám við M. A. C. haustið 1912. Á næsta vori út- skrifast hann sem sérfræðingur i trjárækt og garðyrkju (Forestry and Horticulture). H. F. Daníelsson er sonur Daniels Sigurðssonar og Kristjönu Jörundardóttur, sem um tuttugu ár hafa búið i Grunnavatns- nýlendu i Manitoba. Hann lýkur fimm vetra námsskeiði á M. A.C. á næsta vori, sem sérfræðingur i land- búnaðar verkfræði (Agricultural Engineering). Stríðs=f réttir Bretar lokr. öllum höfnum ÞjóÖverja. Þessu lýsti Asciuith yfir á þingi Breta hinn 11. febr. og er það svarí þeirra Bretanna til Þjóðverja, er þeir hótuðu að sökkva öllum verzl-l unarskipum kringum strendur Eng-j lands og Norður-Frakklands. Engu skipi, frá hvaða þjóð sem er, verð- ur þvi leyft að flytja vörur eða fæðutegundir til Þýzkalands. Kartöflu uppreist í Berlín. Það eru nú reyndar ekki kartöfl- urnar, sem gjöra uppreistina, held- ur fólkið, út af kartöfluskorti. Það vildi svo vel til, að þessi frétt kom rétt eftir, að vér vorum búnir að skrifa grein um, að stríðið stæði cða félli á kartöflum Þjóðverja. Hún kemur frá Kaupmannahöfn, þessi fregn 11. febr. Þetta var á Pedro-Kappspi/ íslenzki Conservative Klúbberinn býður Islenzka Liberal Klúbbn- um að þreyta viS sig Pedro-kappspil á Mánudagskveldið kemur, 22. þ.m., í samkomusal Onítara. Menn eru ámintir um að koma í tíma, svo hægt verði að byrja kl. 8.30. Spilanefnd Conservative Klúbbsins skorar á alla félagsmenn að koma og mæta stundvíslega kl. 8. kartöflumarkaðinum i Bcrlin þann 10. febr. Bæjarstjórnin selur kart- öflurnar. En um kl. 11 rétt fyrir há- degi, voru allar kartöflur uppseld- ar, og varð þá fólkið svo æst, að hópur af lögregluliði þurfti að koma til þess að ráða við múginn. Hóparn ir réðust á sölubúðirnar og hróp- uðu: “Kartöflur! Hvar gctum við fengið kartöflur?” Loksins varð ó- róinn stöðvaður, og svo var brugg- urum bannað, að búa til áfcnga drykki úr kartöflunum, svo menn gætu fcngið þær að éta. Rússum veitir betur. Þegar þetta er ritað, 15. fcbr., er nokkur breyting komin á austurfrá. Itússar hröktu Þjóðverja frá ánum Bsura og Rawka. Nikulás varð Þjóð- verjum eða Mackcnsen ráðsnjallari, er hann kom liðinu yfir Bsura, þar sem hún fellur i Vistula. Það var lik- ast því, sem hnefaleikamaður setti hnefann af afli neðan við flagbrjóst- ið á mótstöðumanni sinum, cn við það engdist hann sundur og saman og hröklaðist aftur á bak. Eins fór nú fyrir Þjóðverjuin. Þegar þeir vissu, að Nikulás var kominn þarna mcð stórar sveitir manan og ekkert stóð við þeim, þá var ekki um ann- að að gjöra en forða sér undan, til þess að halda lífinu. Þetta gjörðu þeir og hrukku undan, líklcga nær 30 mílur, því að þeir urðu að láta Rússum eftir Lodz, sem þeir voru búnir að halda um langa hrið; þeir hafa liklega numið staðar við War- tha ána og þar suðurmeð. Þar hafa þeir víggirðingar og skotgrafir, svc ramlega bygðar, að illfært mun á að sæka. En mikill skellur verður það fyrir Vilhjálm. Því að nú þurfti hann á sigri að halda. En þeir voru ekki af baki dottn- ir, Vilhjálmur og Hindenburg, þvi að nú mokuðu þeir nýjum, óþreytt- um herdeildum í Austur-Prússland, á tangann við sjóinn norður af Pól- landi. Þeir höfðu mikið lið þar fyr- ir, svo að Rússum gekk illa að hrekja þá þaðan. En nú bættist hálfu meira við, og er Rússar vissu það, þá brugðu þeir við og héldu öllu liði sinu heim úr löndum Vilhjálms og nuinu ekki staðar fyrr en við Ni- emen fljótið, á landamærun Bússa og Þjóðverja, og þar ælli þeir að bíða átekta, og búast þeir við að þarna verði einn stóri bardaginn, er gjöri út um það, hvcrjir halda löndum þcssum. Er ekki ólíklegt, að slagur sá standi um alt Austur-Prúss land, því að Rússar hafa stórau her manns um alt Norður-Pólland og ineðfram öllum suðurjaðri líúss lands. En nú liggur Vilhjálmi á að sigra. Hann þarf að fá þingið heima til ..ð samþykkja 1,250,000,000 dollara í herkostnað, en finnur að þingmenn eru tregir til frekari útláta og er sagt, að hann hafi nú farið bónar- veg að þeim Hindenburg og Mack- sen, að reyna nú enn þá einu sinni að vinna sigur fyrir sig og taka Warshau, þá þykist hann viss um að vinna sigur. í Karpatha fjöllum eru hriðar snjóar, enda eru þau 4—5000 feta há, og er þvi kuldaverk að berjast þar; en þar sækja 800,000 Austur- ríkismenn á. Og um daginn var svo hörð sóknin í skarði einu, að Þjóð- verjar gjörðu 22 áhlaup á hól einn, ér Rússar héldu, sama daginn, og tvisvar náðu þeir honum. En óðara komu Rússar og runnu á þá með byssustingjunum og hröktu þá burtu sem ekki lágu dauðir, og seinast héldu þeir hólnum. Rússar hafa víst haldið öllum skörðunum á þessum langa fjall- garði, að mestu, en nú sýnist, sem Nikulás hafi sveigt aftur syðri fylk- ingararm sinn, einsog hann væri að opna hlið fyrir Austurrikismönnum að sunnan, og bjóða þeim að koma þar inn, ef þeir vildu; en hægri fylk- ingararmur hans er svo sterkur, að ekkert bifar honum. Og er hausinn um Dukla skarðið, eða þar norðan við. Þar getur ekkert - unnið og þann skallann ætlar hann að reka inn á milli Þjóðverja að norðan og Austurríkismanna að sunnan. Hann getur lofað Austurrikismönnum að sprikla, sem þeir vilja að sunnan, þvi að þá’hefir hann einlægt í hendi sér, og því verri farir fá þeir, þvi lengra sem þeir fara inn í Bukóvina og lönd Riissa. En búasf má við, að nokkuð dragist, áðué en þarna vcrð- ur barist til hlýtar. Bæði þarna og á Frakklandi eru skærur á degi hverjum. Flugmenn. En flugmenn Brcta hafa nú farið á stað. Þeir fóru nýlcga á 34 vatna- drekum (hydroplanes), og fóru með ströndum Belgíu, yfir herbúðum Þjóðverja, og þegar þeir komu til Zeebrugge (Sæbryggju), þá sendu þeir niður sprengikúlur á vopna- smiðjur Þjóðverja og neðansjávar- báta þeirra, og gjörðu þeir spell mikil á bátunum. Líklegt er, að þeir finni Þjóðverja við Elfarmynni i Cuxhafen, Helgulandi eða Wilhelms hafen, sem alt er skamt hvað frá öðru norður undir Danmörk. Flugmenn Austurrikis fóru um helgina að finna Nikulás Svartfell- inga konung. Þeir komu að norðan og rendu sér yfir vetrarhöll han og var þá Nikulás heima, drotning hans og dætur. Létu þeir kúlunum rigna niður og ætluðu að hitta höll- ina, en þær komu í blómahús rétt hjá höllinni og sprengdu það. Und- ireins var farið að skjóta á þá, er þeir sáust, og konungur hvattur til að fara niður i kjallara með dætr- um sínum. En Vera konungsdóttir hljóp út i garðinn til að sjá, hvað læti þessi þýddu og horfa á flug- mennina, og með henni konu gur og drotning. Kjallarinn mátti eiga sig, og þar úti voru þau, er blóma- húsið var sprengt upp; en ek.ert þeirra sakaði. Harðnaði þá svo hríðin á flugmönnunum, að þeir héldust ekki við, en hröðuðu sér á burtu. Suðurríkin þýzku vonlítil um sigur. Allmikill óhugur er sagt að kont- ín sé yfir Suðurríkin á Þýzkalandi t af striðinu. Saxar og Wurtem- ergs-menn eru farnir að efast um, 5 Þjóðverjar geti sigrað og Bajern- icnn (Bavarians) kvarta um, að ermenn þaðan hafi verið sendir i látursvöllinn. Það sýnast nú vera ðeins Prússar einir, sem trúa þvi, ð þeir gcti sigrað. — 1 Triest og umum öðrum pörtum Austurrikis ggur við upphlaupi. Samt hafa jóðverjar nokkurnveginn nóg af ermönnum ennþá, en þeir eiga erf- neð ao búa þá út með vopnum — Eftir þann 18. febrúar ætluðu Þjóðverjar að sprengja upp hvað eina, sem kvikt væri ú floti i Norð- ursjónum. Við ættum að heyra ein- hyer tiðindi dagana þá. — 40 flugdrekar Breta og 8 frá Frökkum leggja í lciðangur norður með Belgiuströndum núna og ætla að finna virki og verkstæði Þjóð- verja, einkum Zeebrugge, þar sem þeir smíða eða setja saman neðan- sjávarbáta sína. Fálkarnir vinna. Það var mannmargt á Auditorium skautahringnum á mánudagskveld- ið. Falcons léku þar á móti Portage, og var sem Portage hafi ætlað sér sigur að vinna; þeim fylgdi að heiman heil le.st af vinum þeirra (á að gizka 500 manns), er hafa ætlað að æpa með þeim sigurópið. Og víst voru þeir harðlegir og hvatlegir þeir Portage piltarnir, sem léku. Leikurinn var harður nokkuð og fékk margur byltur á svellinu, og sumir harðar. En það sást strax, að Fálkarnir héldu leiknum oftast á þeim enda svellsins, sem markið var er óvinir þeirra vörðu; það var meiri sókn af þeirra hálfu en vörn, og þar urðu allar hörðu bylturnar. Fimir voru þeir á skautunum, ágæt- lega liprir, og hlupu oft yfir prikin hinna á harðri ferð. En meira sýnd- ist oss þeir vinna þar hver út af fyrir sig, en tveir eða þrir saman. Aftur fylgdust Portage menn tveir eða þrir saman. En það dugði ekki, — Fálkarnir bitu á jaxl og einsettu sér að vinna, enda unnu þeir 4 á móti 3. Eru Falcons nú búnir að ná Championsliip i Indepencfent League og þurfa nú þessu næst að reyna við enn æfðari menn, við flokka, sem hafa sigur unnið i hverju fylki fyr- ir sig. Og ef að þeir mæta nú Mon- archs, þá mæta þeir flokki, sem bezt orð hefir á sér i Ameriku, kannske i öllum heimi. \cr þökkum Fálkunum fyrir frammislöðuna á mánudagskveldið og óskum þeim heilla framvegisl Falcons og Monarchs, sem nú hverjir um sig hafa unnið í sinum deiluum, þreyta kappleik næsta mánudags og miðvikudags- kveld, kl. 8.30, i Auditorium skauta- hringnum. — Þeir, sem snemma á vetrinum keyptu aðgöngumiða fyrir , allan veturinn, hafa fyrsta rétt til I að kaupa aðgöngumiða á þessa leiki milli kappanna Falcons og Mon-1 archs; framkvæmdarnefnd Falcons hefir náö í 400 aðgöngumiða handa islenzkum vinum sinum og þeir eru til sölu hjá þessum: J. Davidson, 47 Aikins Bld., og W. Friðfinnsson, 622 Agnes St. H. Axford, c.o. Campbell Bros & Wilson. J. Eggertsson, Cor. Wellington og Victor St. Hertoginn af Connaught landstjuri Canada ríkis, kom til Winnipeg, sem áætlað var, til að lita yfir hermenn þá, sem hér voru sam- an komnir. Var skrúðganga mikil honum til hciðurs á mánudaginn, og er það hin mesta skrúðganga, sem veriö nefir nokkru sinni hér vestan vatna. Hans konunglega hátign Hertog- inn af Connaught er bróðir Játvarð- ar sáluga Brctakonungs, og því föð- urbróðir hins núverandi konungs vors. Játvarð konung þektum við eldri mennirnir vel, því um hann var mikið ritað, fyrst sem prins og síðan sem konung. Var hann ein- hver hinn mikilbæfasti konungur, sem England hefir útt; stórvitur maður, og þótti bcztur stjornfræð- ingur samti jarmanna sinna. Og það voru ekki Englendingar einir, sem sögðu það, heldur var það viður- kent um allan hinn mentaða heim. Þeir, sem því eru kunnugir, segja að Hertoginn af Connaught líkist honum mikið og sé djúpvitur mað- ur og lipur (tactful), sem einnig einkcndi bróður hans. Enda lýsir það sér i öllum svip hertogans. — Hann er nú við aldur, en lítur út sem fertugur maður eða yngri, fin- gjörður og snyrtimannlcgur. Það voru nærri sex þúsund her- menn — 5,661 — sem gcngu i skrúð- göngunni, vopnaðir og i fylkingum, og tók ein fylkingin við af annari, þegar hina þraut; alvopnaðir voru þeir, með byssur á öxlum og byssu- fleina (bajonets) festa á byssu- hlaupunum, og glampaði a skínandi stálið, en snjórinn marraði unnir fótum fylkinganna. Þóttu þe • vig- legir, er þeir gengu um stræÞn i þéttum röðum, og hefir hugur margra runnið frain i tímann, ef þeir þyrftu að beita fleinuiu þess- um, hinum blikandi; þvi að þó að múgurinn áhorfendanna þekti gang- traðirnar til beggja hliða á strætun- um, þá var þó einsog einliver þung- ur alvörublær lægi yfir öllu saman. Mönnum kom til hugar, hvilík voða sár fleinar þessir gætu gefið mönn- um á vigvellinum eða i skotgröfu'i- um. Og svo öll alvara stríðsins: að þessir ungu og hraustlegu menn skyldu þurfa að fara i önnur lönd, alt fyrir græðgi og drotnunargirni einnar þjoðar, hinnar þýzku, og samvizkulausa valdafýkn þeirra, er árum saman höfðu verið að undir- búa þetta og innræta þjóðinni, að hún ein ætti að drotna yfir öllum heimi, hvað sem það kostaði af blóði og tárum. Þarna voru strætin svo þéltskip- uð borgarbúum, að eiginlega var ekki hægt að snúa sér við á öllum hinum löngu gangtröðum meðfram strætunum, sem hermennirnir fóru um. Er sagt, að fullar 50,000 manna hafi verið þar samankomnar. En Hertoginn tók sér stöðu á horninu á McDermot Ave. og Main St. Ilafði þar verið skotið persnesku teppi undir fætur hans; en hjá hon- um stóðu þcssir höfðingjar borgar- innar og herforingjar: Fylkisstjóri Sir Douglas Cameron, Sir Rodmond P. Roblin, borgarstjóri Waugh, Lieutenant-Col. Stanton, skrifari Hertogans, Major-General Steele, Lieutenant-Col. Ketchen, Lieut.-Col. Ruttan og Belton, og svo Hon. Mon- taguc, og frúr þeirra rnargar. Með hermönnunum fylgdu hljóð- færaflokkar þeirra og blésu á lúðr- ana einlægt við og við. Það voru lúðurþeytarar 27., 28. og 32. flokks- ins. Svo mikil hafði þröngin verið þarna, sem Hertoginn stóð, að kon- ur liðu i ómegin, því þær gátu ekki ráðið sér, en bárust með straumnum hingað og þangað. Lögregluliðið var að reyna að koma reglu á, en átti erfitt mcð það. Gluggar allir voru fullir, húsþökin moruðu af fólkinu, telegrafstaurarnir voru notaðir af sumum, er klifruðust upp í þá; þeir voru svartir nú, svo að það sást ekki í þá; mennirnir héngu þar, sem flugur á bitum. Loks varð að fá her- menn til að hjálpa lögregluliðinu, og fór þó alt fram í mesta bróðsrni. Allir voru í hæsta máta ánægðir með skrúðgöngu þessa; enda mun i það hafa verið sú lang-tilkomu- mesta, er hér hefir nokkru sinni lialdin verið. A Sonnet to A. J. :- ♦ The pilgrim treads the perilous mountain path That leads him to his soul's dear sanctuary; Bent on his quest he can contented be With the few pleasures, and the pains it hath. Surely his soul will reap an aftermath Of richest blessings when the far-off shrine Opens its portals and the priest divine Deliv’rance gives from God's all-righteous wrathf Thou art my shrjne, set on a holy height, Whose hallow'd precincts both by night and day By duty’s pain-fraught path I ever seek, Biest with the hope to see the sacred light At thy love’s altar; there, to bend and pray My soul unfold and all its passion speak. Skúli Johnson.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.