Heimskringla


Heimskringla - 25.02.1915, Qupperneq 3

Heimskringla - 25.02.1915, Qupperneq 3
WINNIPEG, 25. FEBRÚAR 1915. HEIMSKRINGLA BLS. 3. HÚSMÓÐIRIN FINNUR að PTJRITY FLOUR er hennar matar tilbúnings hæfi- leikum samboðiS. Afleiðingin: smekklegra brauð, betur hefaðar kökur, og fínna sætabrauð. Þessi sérstaki bökunarkraftur PURITY FLOUR er afleiðing af, fyrst, vandlega valið efni (Western Hard Spring Wheat), og, annað, nákvæmt eftirlit á vörunni 4 meðan á mölun stendur. Margar húsmæður í ríkinu segja að það sé sparnaður að brúka PURITY FLOUR vegna bökunnar krafti þess. Þessvegna segjum við PURIT9 FLOUR ^Mare Bread and Better Bread Hugarhvarfl um vestur- íslenzka menning. Erindi flutt af hr. Stefáni Tlxorson á fundi Menningarfélagsins þann 11. febr. 1915. í seinni tið hefir menn greint á um það, hvað væri menning. Ekki svo fáir halda því fram, að menn- ing í einu landi geti verið gegn- striðandi menning í öðru landi. — Þegar ein þjóð beitir öllum kröft- um sínum til eflingar einni hug- sjón — hver sem hún er —, þá er sá mentaðastur, sem næst stendur þeirri hugsjón; t. d. mætti segja, að mentuðustu mennirnir hjá Þjóðverj- um séu Vilhjálmur keisari og þeir, sem honum fylgja, í þvi sem við köllum Militarismus, — Militaris- mus sé æðsta hugsjón og menning Þjóðverja. Hjá Norður-Ameríku mönnum mætti segja, að aðalmenningin sé i því falin, að safna auð, og að sá sé bezt mentaður, sem aflað hefir sér þeirra vitsmuna, er mesta auðlegð veita; — ofurmenni hjá hverri þjóð sé bezt mentuðu mennirnir, og að likjast þeim sé mentun. Ofurmenni Þjóðverja séu keisarinn, Von Molt- ke, Von Hindenburg, og þeirra lík- ar. Ofurmenni Norður-Ameríku séu Rockefeller, Astorarnir, Vander- biltarnir, Carnegie og aðrir auðkýf- ingar. Þegar vér förum glögglega að i- huga þetta, þá verðum vér — þrátt fyrir það, þótt vér ekki getum fallist á þessar skoðanir —, að viðurkenna að þær hafa undurmikið til sins máls. Mentunarstofnanirnar bera þann blæ á sér og andrúmsloftið er þrungið af stefnum þessara ofur- menna. En þetta er ekki mín skoð- un á menning, og þar sem eg ætlaði lítilsháttar að tala um íslenzka menning hér vestan hafs, og naum- ast hægt að gjöra það, nema bera hana saman við íslenzka menning heima á Fróni, og það gæti kannske vakið misskilning, og ef eg færi að bera saman suma okkar auðugustu Vestur-íslendinga og þá, sem við köllum mentamenn heima á íslendi. Eg ætla þvi að halda mér að þeirri skoðun, að kalla alt það menning, sem upphefur manninn og gjörir hann meiri og betri mann. Það er margt, sem þarf að athuga, til að gjöra svona efni skil. Eg ætla að eins að gjöra yfirlit. Menning er ekki endilega innifal- in í lærdómi, — ólærður maður get- ur verið mentaðri, en sá, er lær- dóm hefir, ef lærdómurinn er not- aður til ómenningar. Það má lesa og hugsa sér til ómenningar, og þannig hugsanir eru svo stundum látnar ganga út á þrykk; svo lesa aðrir þetta sér til ómenningar. Andlegt atgerfi fæst ekki ein- göngu með því, að lesa mikið; — það gjörir engan mun, hvort menn lesa mikið eða lítið, ef menn lesa einsog sagt er að Kölski lesi “Faðir vor”. Auðvitað fæst andlegt atgerfi með því að lesa; en því aðeins fæst það, að men nskilji það sem þeir lesa, og kunni að beita hugsun sinni að þvi, og séu ekki tjóðraðir við neinn hleypidóma hæl. Hlcypidómar geta stundum farið með greind i menn í gönur, i sérstökum atriðum, og er þeim hættast við þvi, sem engrar skólamentunar hafa notið, en eru sem menn kalla sálfmentaðir menn. Slíkum mönnum, ef þeir eru athug- ulir, tekst samt oft að losa sig við hleypidómana á fullorðinsárunum. Aftur á móti þeir menn, sem engrar mentunar hafa notið, hvorki skóla- né sjálfsmentunar, eru næstum und- antekningarlaust háðir hleypidóm- um, eru fanatiskir. Það orð er oft- ast brúkað yfir ofstækis trúmenn; en það eru líka til menn, sem eru fanatics i vantrú, og eru jafn öfga- fullir i sinni vantrú og hinir i sinni trú. Hvoruga er auðvelt að sansa, og venjulega ekki ómaksins vert, að þrátta' við þá. Að bera fram sann- gjörn rök við slíka menn, er einsog að bera sólskin i hattinum sínum inn í myrkraklefa. Slikur fanatism hendir stundum sæmilega vitiborna menn; stundum lærða menn, en ör- sjaldan mentaða menn. Þótt það sé ekki með afnaði kall- að mentun, sem lýtur að iðnaði, þá er samt sumu af því þannig varið, að mikla hugsun þarf til þess að læra það til fulls. Eg vil að eins i þessu sambandi benda á hornmát- ann (square), er timbursmiðir nota og hin margvíslegu not hans, sem ekki verða numin nema af þeim, sem töluverðum þroska hafa náð í reikningi, og allir, sem nokkuð þekkja til reiknings, vita, að tölvísi er sú bezta æfing, sem menn geta fengið í því að hugsa rökfræðislega. íslendingar heima hafa sumt af sini menning sem séreign og sumt sem sameign við aðrar þjóðir. Það, sem er séreign einnar þjóð- ar, er oftast það, sem hún er stolt- ust af. Hún hugsar og segir: “Þenn- an dýrgrip á enginn nema eg”. — Stundum er þessum dýrgrip svo var- ið, að aðrar þjóðir geta ekki eign- ast hann; er þá um leið orðið vafa- mál, hvort slíkur gripur, enda þótt kjörgripur sé, geti heyrt því til, sem vér köllum “mentun”. Það, sem er sameign þjóða í mentunaráttina, er all-oftast þes eðlis, að geta vaxið. Þvi, sem er algjörð séreign, er hætt við að standa í stað. Mætti t.d. nefna málið. Ef tungan er algjörlega sér- eign i heimsmenningunni, mvndast ný hugtök, sem málið á ekki orð yfir. Liggur þá að eins tvent fyrir: annaðhvort að mynda nýyrði, eða taka upp útlend orð; að rígbindu sig við annaðhvort er óheppilegt. Ýms nýyrði hafa verið mynduð á síðari árum af íslendingum; sum af þeim eru afbragðsgóð, einsog t. d. breytiþróun yfir evolution og fjarhrif yfir telcpathy; aftur á móti eru gagnrýni og sími leiðinleg orð, og riðilstjóri og náriðill alveg óþol- andi. Fóstruð orð ættu ekkl að vera forboðin. Búnaðarhættir þjóðanna eru sér- eign þeirra; en þeim er hætt við að standa í stað, ef þeir eru algjörð séreign þeirra. Bókinentir þjóðanna eru séreign; en þær geta vaxið, þó þær séu algjörð séreign. “Verður sá, er víða fer, vísari en sá, er heima er”, segir íslenzkur málsháttur, og er óefað sannur, þó það gagnstæða eigi sér stundum stað. Flakkarinn er ekki æfinlega vitrari, en sá, sem ekkert ferðast. Það er eins með að ferðast og að lesa: menn verða að taka eftir. — Sumir ferðasl sér til ómenningar, aðrir til menningar. Einn sér ang- andi blómin á rósrunnanum og nýt- ur þeirra, en annar sér ekki nema þyrnana. Vér Vestur-lslendingar erum brot af þjóð, sem tekið hefir sér bólfestu í öðru landi — hefir ferðast —, og ættum því samkvæmt málshættinum að vera tiltölulega mentaðri, en þjóðarheildin heima fyrir, sem brot- ið er af, — ef að brotið er að and- legu atgerfi á svipuðu stigi og stofn- inn. En sérstaklega ætti þetta brot að verða mentaðra í hinum nýju heimkynnum sínum, ef það er brot af smáþjóð, sem vegna hnattstöðu sinnar er afskekt frá menningar- stöðvum heimsins, einsog ættjörð vor. Flestir hygg eg að álíti, að jafn- vel einungis í því að flytja búferl- um hingað vestur um haf, sé að nokkru leyti mentunarauki. Ekki munu margir kannast við, að hing- að hafi mestmegnis flutt fólk, sem að þekkingu og vitsmunum standi á baki þeim, sem eftir sátu heima. Ennþá færri myndu kannast við, að þeir framkvæmdarminstu og óá- ræðnustu hafi flutt vestur. Vér verðum þvi að álykta, að hvað vitsmuni, áræðni og framsókn snertir, þá höfum vér Vestur-ísl. ekki staðið neitt á baki landa vorra heima, svona til liópa. En taka verð- ur þó það i reikninginn, að allra mentuðustp mennirnir voru því nasst allir eftir. Þegar vér svo komum hingað og kyntumst fólkinu, sem hér var fyrir, og sem er, hvað svo sem vér segjum um menningarástand þess, fram- kvæmdarsamt og dugandi fólk. — Þeir af oss, er hafa numið svo hér- lent mál, að þeir geti lesið það sér til gagns — og það mun vera meiri- hlutinn, að minsta kosti i borgun- um —■, hafa með því getað aflað sér þess fróðleiks, sem þeir hefðu naumast getað, hefðu þeir verið kyrrir heima á íslandi. Við þetta bætist líka — eftir því sem skýrsl- urnar í Hkr. sýna —, að efnahagur manna hér er stórum betri, en heima á íslandi. Húsakynni miklu betri, rúmmeiri, hlýrri og bjartari. Tækin til að afla sér menningar virðast því miklu betri hér en þau voru og eru heima. — Þegar á þetta er litið, mætti ætla, að Vestur-ísl. stæðu á talsvert hærra mentunar- stigi, en þeir er heima sátu. Spurningin, sem liggur fyrir, er því bessi: Höfum vér haft ábata af vesturförinni? Er menning vor Vestur-íslendinga á hærra stigi en á ættjörðinni? — Vér gjörum ekki ráð fyrir, að gefa fullnægjandi svör .ípp á þessar spurningar, —- til þess þyrfti að gjöra samanburð á svo mörgu. Þetta, sem vér segjum hé/ í kveld, verður að eins “hughvarfl” um mentunarástandið hér. Þegar vér heimsækjum einhvern, sem vér ekki þekkjum, getum vér oftast ráðið í, af ýmsu, er fyrir aug- un ber, til hvers hann er hneigður. Ef vér sjáum gnægð bóka, ráðum vér af því, að húsráðandi eða hús- freyja séu hneigð til lesturs, og af bókunum má ráða í hvaða átt. Ef vér sjáum í einu húsi að eins Tete- gram og Heimskringlu, ráðum vér af þvi, að hér sé Conservative; ef Free Press og Lögberg, þá Liberal; — ef vér sjáum Sameininguna í skrautbandi, þá lúterskur; ef Heim- ir, Únítar; ef Breiðáblik, gjörum vér ráð fyrir, að þar sé maður með opnum þuga. — Ef vér sjáum vönd- uð hljóðfæri, ráðum vér af þvi, að heimilisfólkið sé hneigt til hljóm- listar. Ef heimilið er snyrtilegt og vel um gengið, eða i óreglu og um- gengni sóðaleg, dæmum vér húsráð- endur eftir því. Á svipuðum grundvelli verðum vér að byggja skoðun vora á menn- ingarástandi þjóðarbrots vors hér. Vér verðum að skygnast eftir, hvað helzt hún les, og hverjir þeir höf- undar séu, sem hún hefir mestar mætur á. Hvort hún ann listuin; hvaða skáld eru í mestu afhaldi hjá henni. — Raunar er erfitt, að segja um þetta með vissu. Hvert er þá uppáhaldsskáld Vest- ur-íslendinga? Líklega búast marg- ir við, að eg muni svara: Stephán G. Stephánsson; óefað er hann stærsta skáldið meðal Vestur-íslend- inga, ef han ner mældur sem skáld á móti skáldi og mældur á skálda- mælikvarða. En ef vér mælum hann á þann mælikvarða, sem þjóðin mælir hann á, þá er hann með smærri skáldum. Kvæði hans hafa verið keypt af fáum hér vestan hafs og lesin af færri. Allir ljúka upp sama munni um það, að kvæði hans séu þrungin af viti, — að þau séu mjög frumleg; að skáldið sé auðugt bæði að hugsun og orðfæri; — en hann yrkir ekki fyrir þjóðina. Eg hygg, að kvæði hans hafi haft lítil áhrif, enn sem komið er; þjóðin er ekki næm fyrir svoleiðis skáldskap enn. Hún skilur ekki þann boðskap, sem þau flytja, og er henni nokkur vorkunn. Vér getum því naumast á- litið, að hann hafi skapað eða mót- að menningarástand vort, — þótt vafalaust megi benda á ljóðmæli hans, sem stærsta bókmentalegt af- reksverk Vestur-íslendinga, enn sem komið er. Þá munu líka sumir ímynda sér, að eg telji fyrstan Kristinn Stefáns- son. En hann er heldur ekki fyrsta skáld íslendinga hér vestan hafs. Kvæði hans eru minna lesin, en kvæði margra annara skálda hér vestra. Kristinn er ekki þektur eins vel og hann hefir unnið til. Hann er ógjarn, að ota sér fram. Hann yrkir fremur lítið. Til þess eru orsakir: Skáldskapur hans er fágaður og laus við glamur, og málið á ljóðum hans er undur þýtt; og ef Kristinn Stefánsson væri eins afkastamikill og Stephán G. Stephánsson, hygg eg, að hann væri ekki í minna af- haldi. Þorsteinn Þ. Þqvsteinsson hefir verið að sumu leyti skáld fólksins, en er nú hættur að vera það. Fyrsta skáld fólksins hér vestan hafs er Magnús Markússon. Han í yrkir létt og þýtt; rímar vel; hugs- unin ætið fögur, *þótt hún sé ör- sjaldan djúp, og orðmyndir ekki fjölbreyttari en við alþýðuhæfi. — Ekkert skáld hér vestra er fengið eins oft til að yrkja, við ýms tæki- færi: giftingar, silfurbrúðkaup, gull- brúðkaup, kveðjusamkomur, einsog Magnús Markússon; og fjöldinn hér vestra les kvæði M. Markússonar í blöðunum, þó þeir hlaupi yfir kvæði Stepháns G. Stephánssonar eða Rr. Stefánssonar. — Magnús Markússon er það skáld Vestur-íslendinga, sem mest er lesið. Hvort það sé sérstakt menningarmerki á oss Vestur-lslend ingum, að taka hann fram yfir önn- ur skáld, geta verið deildar mein- ingar um. Tvent finst mér einkenna ljóð Magnúsar Markússonar. Annað er hlýjar tilfinningar og hitt er til- gjörðarleysi. Þótt hann noti upp aftur og aftur sum orð, sem honum þykja fögur, þá er það ekki vegna liégómadýrðar, einsog svo berlega sýnir sig á kvæðum sumra annara skálda. — Victor Hugo segir á ein- um stað, að ef hægt væri að upp- leysa kvæði sumra skálda, myndi það koma í ljós, að í þeim væri einn tíundi "interest”, en niu tíundu hé- gómagirnd. Kvæði “Þorskabits” lesa margir; en í þeim væri helzt til mikið af Emile Zola. Menningarrit í vissum skilningi mætti kalla hin þrjú kyrkjulegu timarit. “Sameiningin”, sem hefir ef til verið beát rituð af þeim; fjallar ein- göngu um lútersk trúmól, og er að eins sóknar- og varnarrit fyrir þau málefni, og er því nokkuð vafamál, hvort hún getur talist menningar- rit. “Heimir” er málgagn únitara, og samkvæmt þeirra skoðun er að sjálfsögðu “iconoclast”, og ætti þess vegna að flytja ritgjörðir á rökum bygðar, eins og hann líka gjörir. En gallinn á honum er sá, að hann er svo þur; ritgjörðirnar hafa oft verið svo heimspekilegar, að al- menningi hafa leiðst þær. — Þrátt fyrir það, að ritið er ekki aðgengi- legt til lesturs, þá eru í því mjög svo fræðandi ritgjörðir. “Breiðablik” var um tíma vin- sælasta ritið af þessum þremur, og mest lesið. Það fylgdi nýju guðfræð- inni, en var miklu fjölbreyttara en hin kyrkjuritin. Var ekki eins ein- strengingslegt og “Sameiningin” né heldur eins þurt og “Heimir”. Ef það rit hefði hætt að koma, þegar 7. órgangur þess byrjaði, — hefði maður saknað þess meira, en þegar það hætti. Ekki má gleyma “Fróða”. Það blað tók til umræðu það, sem ekk- ert hinna blaðanna ræddi, nfl. fæðu- tegundir. Aðallega hefir það ráðist á kjötnautn. Hvort alt, sem ritið færir á móti kjötnautn sé á rökum bygt, skal eg láta ósagt; en hitt veit eg, að Islendingar eta jafnmikið kjöt síðan “Fróði” hóf göngu sína einsog áður, að minsta kosti þeir, sem geta veitt sér það. Almanak ólafs S. Þorgeirssonar er ef til vill helzta rit, sem út er gef- ið af Ve&tur-íslendingum. Af bókum gefnum út vestan hafs mætti nefna: Ljóðabækur St. G. Stephánssonar, Magnúsar Markús- soriar, Sigurbjörns Jóhannssonar, Sigurðar Sölvasónar, Bjarna Lyng- holts (“Fölvar rósir”). í óbundnu móli mætti nefna: “Æfisögu Sigurð- ar Ingjaldssonar”; og skáldsögur: ‘Valið’ (Kr. Á. Ben.), ‘Eiríkur’ og “Brazilíufararnir”, eftir M.J.Bjarna- son, “Elenora” og “Tíundin”, eftir Gunnstein Eyjólfsson. Eitthvað mun hafa verið samið af leikritum; en um þau er mér lítt kunnugt. Þegar vér nú berum þetta ofan- greinda saman við það, sem gefið er út heima á íslandi, hvers verð- um vér þá vísari? , Er nokkurt okkar timarita, sem kemst í námunda við Eimreiðina eða Skírnir? Jafnast Ijóð vestur- islenzku skáldanna við ljóð Einars Benediktssonar eða Guðmundar Guðmundssonar? Eða jafnast skáld- sögur vorar á við sögur JónsTrausta — að eg ekki nefni Einar Hjörleifs- son? — Vitaskuld bætir það dálítið úr skák 'fyrir okkur, að á móti æfi- sögu Sigurðar Ingjaldssonar hafa Austur-íslendingar ekki neitt. En létt held eg hún verði á metunum á móti því, sem Dr. Ágúst Bjarnason hefir ritað, Jón Jónsson sagnfræð- ingur, Guðm. Friðjónsson o. fl. Þetta er alt saman mjög eðli- legt. Hér i álfu hefir sú skoðun rikt og rikir allstaðar, þar sem ný lönd byggjast, nfl., að það sé meiri nauð- syn á því, að afkasta miklu, en að gjöra það vel. Þessi skoðun hefir ríkt í búnaðarháttum, viðskiftalíf- inu og mentamálum líka. Við heyr- um oft talað um, að námsmenn geti altend bætt þessari eða hinni náms- grein við sig. En sannleikurinn er sá, að það fæðast ekki mörg jötun- menni á hverri öld, sem bæði geta gjört mikið og vel. Sum skáld okkar keppast við að yrkja sem mest, en virðast kæra sig minna um, hvernig það er af hendi leyst. (Niðurlag i næsta bl.'). ÍCreseentI MJÓLK OG RJÓMI er svo gott fyrir börnin að mæðurnar gerðu vel i að nota meira af þvi Engín Bakteria lifir á mjólkinni eftir að við höfum sótthreinsað hana. Þér fáið áreiðanlega hreina vöru hjá oss. TALSIMI MAIN 1400 :: H.JOHNSON ' Bicyle & Machine Works ;; Gjörir við vélar og verkfæri reiðhjól og mótora, skerpir skauta og smíðar hluti í bif- reiðar. Látið hann sitja fyrir viðskiftum ykkar. Alt vel af hendi leyst, og ódýrara en hjá öðrum. 651 SARGENT AVE. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦+♦♦♦+♦♦♦♦ Hvenær ætlarðu aí spara ef þú gerir þa8 ekki núna? Þau laun þín eða tekj- ur aukist án efa, aukast útgjöld þín einnig og mörgum finst öllu meira um það. Nú er því tíminn að byrja sparisjóð, og er sparisjóðsdeild UNION BANK OF CANADA staðurinn að geyma hann. Byrjið með því aukafé sem þið nú hafið með höndum, hvaða upphæð niður í einn dollar gefur vexti. LOGAN AVE. OG SARGENT AVE., OTIBO A. A. WALCOT, Bankastjóri Sextfu manns geta fengið aðgang að læra rakaraiðn undir eins. Til þess að verða fullnuma þarf aðeins 8 vikur. Áhöld ókeypis og kaup borgað meðan verið er að læra. Nemendur fá staði að enduðu námi fyrir $15 til $20 á viku. Vér höfum hundruð af stöðum þar sem þér getið byrjað á eigin reikning. Eftir- spurn eftir rökurum er æfinlega mikil. Til þess að verða góður rak- arar verðið þér að skrifast út frá Alþjóða rakarafélaginu. INTERNATIONAL BARBER COLLEGE. Alexander Ave. Fyrstu dyr vestan við Main St., Winnipeg. lslenzkur Ráðsmaður hér. NÝ VERKSTOFA Vér erum nú faerir um að taka á móti öllum fatnaði frá yður til að hreinsa fötin þín án þess að væta þau fyrir lágt verð: Suits Steamed and Pressed..60e Pants Steamed and Pressed. .25c Suits Dry Cleaned.........$2.00 Pants Dry Cleaned.........50c Fáið yður verðlista vorn á öllum aðgjörðum skófatnaðar. Empress LanndryCo.Ltd. Phone St. John 300 COR. AIKENS AND DUFFERIN Gimli School Distríct NO. 585 Receipts ^nd Expenditures from July 15th. 1912 to July 15th. 1913. RECEIPTS Recieved Legislative Grant. .$ 151.45 Received Municipal Taxes .. 1,426.00 Sundry Cash................16.25 $1,593.70 EXPENDITU RES Paid Teachers Salary.$1,320.00 Paid for Fuel....................20.70 Paid for Repair, cleaning, etc. 102.50 Paid Secretary-Treas.............16.44 Paid Sundry Expenses.............29.40 Cash in Bank.....................88.41 Cash on hand.................... 16.25 $1,593.70 BANK RECONCILLIATION OUTSTANDING CHEQUES Cash Book Balance Outstanding Cheques.... $88.41 89.50 No. 22 No. 26 No. 27 No. 28 No. 29 Overdaft Inrterest $60.0* 5.00 10.00 1.00 13.0« -.50 Bank Pass Book ....$177.91 . $89.50 Oertified Correct, . A. G. F. McKENZIE, Prov. Mun. Auditor From July 15th., 1913 to July 15th., 1914 School District No. 585 RECEIPTS Cash on Hand...............$16.25 Cash in Bank................88.41 Received Legislative grant... .735.18 Received Municipal Taxes... .2,723.00 Received Sundry Cash.......94.35 $3,657.19 EXPENDITURES Paid Teachers Salary..........$2,820.00 Paid Building and Furnish’gs 209.55 Paid for fuel....................99.20 Paid Repair and Cleaning... .225.90 Paid Sec.-Treas..................60.00 Paid Sundry Expense.............150.59 Cash in Bank.....................45.10 Cash on Hand.....................46.85 $3,657.19 From Juiy 15th., 1913 to July 15th., 1914 RECEIPTS Cash on hand.................$46.85 Cash in Bank..................45.10 Received Legislative Grant....760.91 Received Municipal Taxes.. .4,485.00 Received Sundry Cash..........72.50 EXPENDITU RES Paid Teachers Salary.......$3,000.00 Paid Building and furnis’gs 1,572.77 Paid for fuel..................82.90 Paid for Repair and Cleaning 249.60 Paid Sec.-Treas................50.00 Paid Sundry expense............76.57 Cash in Bank..................295.77 Cash on hand...................82.75 $5,410.36 $5,410.36 July 15th., 1914 to December 31st., 1914 RECEIPTS EXPENDITURES Cash on hand......................$82.75 Cash in Bank......................295.77 Received Legislative grant... .409.40 Received Municipal taxes... .1,280.00 Received Sundry.....................1.00 $2,068.92 Paid Teachers Salary..........$1,285.00 Building and Furnishings.... 174.47 Paid for fuel....................28.75 Paid Repair, Cleaning, Care.. 135.10 Paid Sec.-Treas..................25.00 Paid Sundry Expenses............258.06 Cash in Bank....................124.94 Cash on Hand.....................37.60 $2,068.92 Certified Correct A. G. F. McKENZIE, Prov. Mun. Auditor

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.