Heimskringla - 25.02.1915, Page 10

Heimskringla - 25.02.1915, Page 10
MBIMSKIUNILA WINNIPEG, 25. ÉÉM6AR 191?. Thoreskipið “lngolf” ferst með allri áhöfn. — Tundnrdufl í Norð- ursjónum verða því að grandi. Símfregnir bárust nýlega til Reykavíkur um, að skip Thorefé- lagsins “Ingolf” hafi týnst i Norð- ursjónum af völdum tundurdufla og allir skipverjar druknað. Kom fregnin hingað frá af- greiðslumanni Thorefélagsins á Ak- ureyri, hr. Hallgrími Ðavíðssvni “Ingolf” lagði af stað frá Kaup- mannahöfn þann 2’. des. áleiðis til Bretlands og hefir ekki til hans spurst siðan. Fyrst héldu menn, að Júlíus Júli- niusson, hinn fyrirhugaði skipstjóri á Norðurlandsskipi Eimskipafélags- ins, hefði stjórnað Ingolf þessa ferð, en svo var eigi, eftir þvi sem siðar var símað, þvi að hann gekk i þjón- ustu Eimskipafélags íslands þann 22. des., degi áður en Ingólf lagði á stað. Skipstjóri, þessa banaferð skipsins, var Petersen, sá er undan- farin ár hefir verið stýriinaður á Sterling Ingölf álti að fara fyrstu ferðina á þessu ári til íslands i gær. í stað hans verður Mjölnir sendur. Stjórnarráðið símaði i gær til K. hafnar og spurðist fyrir um, h\orl nokkur fslendingur hefði verið skipinu, en svar var ókomið, er fsa fold var tilbúin. Siglingabann til Jiretlands. Á miðvikudaginn fékk einn út- gjörðarinaður bæjarins símskeyti frá Fleetwood á Bretlandi, þess efn- is, að frá byrjun næsta mánaðar væri erlendum botnvörpuskipum bannað að sigla til Bretlands. Getur það orðið mjög tilfinnan- legt fyrir botnvörpuútgjörð vora og þess að vænta, að alt verði gjört af vorri hálfu til þess að draga úr þess- um hörðu ákvæðum. Tilefnið til þessara ráðstafana er niælt að sé það, að brezk herskip hafi handsamað botnvörpung einn undir dönskum fána, er var að leggja tundurdufl í höfunum kring- um England. Á botnvörpungur sá að hafa verið merktur “Rc. 27”, en það er skrásetningarmerki eins reyk víkska botnvörpungsins, sem lengi hefir legið aðgjörðalaus inni í sund- um. Hefir merkið því verið falsað, og líklegt, að þýzkur botnvörpung- ur hafi þar verið undir fölsku flaggi. ' * * — I Vestmannaeyjum tregur afli og slæmar gæftir, einkum slæm sjó veður, þó róið sé. 1 Ólafsvík, Sandi og Miðnesi góð- ur afli, þegar gefur, en slæmar gæftir. Á ísafirði naumast farið á sjó sök- um storma og hafíshroða. Botn- vörpungar afla vel á fiskimiðunum frá Horni vestur að Barða, en frá- tafir miklar sökum storma og haf- iss. Um þenna tíma árs fóru allir bolnvörpungar með afla sinn varinn í ís til Englands og seldu flestir fyr- ir mjög gott verð; t. d. selur einn botnvörpungur mánaðarafla sinn fyrir nálægt 23 þús. kr. — Stormar og snjókoma mikil allan janúar, að undantekinni einni viku um miðbik mánaðarins, sem var gott veður. Nóttina milli 3. og 4. rekur fyrst is inn á Djúpið og flýja margir botn- vörpungar inn á Vestfirði. Að kveldi hins 4. sukku tveir þýzkir botn- vörpungar á ísafjarðardjúpi út af Bolungarvík, í voðalegum norðaust- anstormi og byl, en báðar skips- hafnirnar komust við illan leik að landi, ýmist á skipsbátunum eða á jökum. Sama dag varð enskur botn- vörpungur að sigla á ísspöng, til að komast úr isnum, en setti um leið göt á framenda skipsins, svo háseta- byrgið fyltist. Komst hann þó þann- ig á sig Kominn til Reykjavíkur og var þar lappað við hann. — 1 byrjun febr. voru ógæftir í Vestmannaeyjum og aflatregða yfir- leitt. Þó fiskuðu einstöku bátar vel við og við. 3. ustu minútu, þegar sáðtími er byrjaður. Og komist ,þér út á akrana eins fljótt og hægt er; því fvrri, sem þér sáið, því meiri verður upjiskeran. Vandið hvert einasta verk yðar Plægið akurinn vel; djskið og herfið landið, þangað til moldin er sem neftóbak. Sáið svo vand- lega og keyrið ekki í króka, og gætið þess, að kornið hafi frían gang um pípurnar; moldin má ekki hnoðast i þær. Sáið hvorki of djúpt og heldur ekki of grunt, — heldur eftir jiví sem á við hvern jarðveg. Eftir sáninguna skuluð þér fara með valtarann (roller) yfir akurinn, ef að hann er ekki of blautur og herfið svo lauslega á eftir. 4. Grafið skurði fyrir vatnið um akurinn, þar sem þeirra er mest þörf. , 5. Haldið illgresinu niðri. 6. Sé tegund sú, er sáð er, þess eðl- is, að hlúa þurfi að plöntunum eða róta moldinni, þá þarf að vinna á þeim ökrum alt fram að ágústmánuði. 7. Sparið ekki vinnuna um sáning- artímann. Seinasta herfingin eft ir að akurinn sýnist sléttur og fagur, gefur oft bóndanum margra bushela arð. Með því að vinna vel að þessu hjálpa bændurnir ekki einungis sjjálfum sér, hcldur einnig föður landi sínu og mannfélagi þvi, sem þeir búa saman við. Blessunin frá þeim breiðist út um alt landið. Fyrir bændur Ef þér viljið fá góða uppskeru, þá þarf að vinna að því og vera ekki í taglinu á tímanum. Nú eru líkur til, að menn fái borgaða svitadropana sína. Set eg hér nokkur atriði, sem J. H. Grisdalc, Director Experimental Farm, vill láta brýna fyrir mönn- um: I. Verið búnir að útbúa alt til sán- ingar löngu áður en sáningar- timinn kemur: (a) Hreinsið, prófið og látið i sekki útsæði yð- ar. (b) Látið hestana, aktýgin og verkfærin vera í bezta lagi. (c) Ljúkið öllum störfum, sem hægt er fyrir sáningartímann, svo að þau tefji ekki fyrir, og gjörið alt til að létta undir og flýta fyrir sáningunni. 2. Þér megið ekki tapa einni ein- Dýrtíð. og sjáanleg vandræði framundan. Mikið er talað um stríðið, sem nú stendur yfir í Evrópu londun um, dýrtíð og vandræði, sem af því leiði fyrir land og lýð. Fóllcið hugs- ar til mæðranna, sem missa þar menn sína og sonu fyrir ktilum ó- vinanna. Fólk fyllist hrylling, að hugsa um öll þau undur, sem strið ið hefir í för með sér, og það er eðlilegt, þvi alt það mannfall og alt það eignatjón, sem af því leiðir, er hryllilegt, skelfilegt og óbætanlegt. En svo er þetta ekki hryllilegra en margt annað, sem fyrir kemui, og, sem er miklu nær manni, en sem fólk virðist ekki sjá eða finna til. Hefir þó sömu afleiðingar: dýrtíð og mannfall, aðeins í smærri stýl. Heimurinn er stríðsvöllur alls þess, sem í honum er. Orustur og bardagar eru háðir dag eftir dag, viku eftir viku og ár eftir ár. Sumir hljóta sigur, en aðrir bíða ósigur í viðskiftunum. Sumir græða fé í or- ustunum, en aðrir tapa því. Það, sem barist er við, er mismunandi; en ekkert mun þó jafn torsótt að yfirvinna, sem ýmsar hvatir manns- ins og fýsn hans til ýmsra hluta, sem hafa svo haft jafn hryllilegar afleiðingar, sem stríðið í Evrópu hefir, — aðeins í smærri stýl. Örðugast hefir þó mannkyninu orðið til sigurs í viðureign sinni við gamla Bakkus, og mun ekki svo langt úr vegi, að líkja þeim saman, höfðingjunum, Vilhjálmi keisara og honum. Þeir eru óróaseggir báðir; harðir í horn að taka; fara yfir land saklausra manna, brennandi og brælandi og tortímandi; skilja ekk- ert eftir, nema mark eyðileggingar- innar, harmkvæla og dauða. Þó mun sá munur á þeim vera, að ef þú lætur Bakkus i friði, þá áreitir hann þig ekki; en nauiúast er hægt að segja það um Vilhjálm keisara. Er það því sjálfskaparvíti, að eiga í orustu við Bakkus. En þau eru ekki bezt sjálfskaparvítin. Stríð við Vilhjálm kostar þjooirn- ar ógrynni fjár, og leiðir af sér dýr- tíð og vandræði. Stríðið við Bakk- us kostar einnig ógrynni fjár; og svo þar á ofan er alt hið siðferðis- lega tjón, sem mannkynið bíður fyr- ir nautn áfengra drykkja; öll sú eymd og allur sá ófriður, sem þessi nautn leiðir yfir heimili inanna, og það ekki sízt milli þeirra , sem i hreinustu alvöru hafa heitið hvort öðru því, að lifa saman í eindrægni og friði til lífsins enda. Það er ennfremur ótalið, hvernig þessi nautn kemur losi á heimilis- lifið, og gjörir heimili manna að orustuvelli, og gjörir föðurnum örð- ugt, eða jafnvel ómögulegt, að ala þannig upp börn sín, að þau geti orðið nýtir menn og borgarar í einu mannfélagi'. Einnig er það ótalið, hvernig á- fengisnautnin slakar á öllum siðferð iskröfum og lamar allar siðferðis- tilfinningar; hvernig hún gjörist ráðrikari, unz hún hefir náð full- komnum tökum á manni; hvernig hún leggur á menn þá þrældóms- fjötra, sem verða æ sterkari og öfl- ugri'eftir því, sem þeir eru bornir lengur. Þannig heldur áfengisnautnin á- fram, unz viljinn er orðinn svo lam- aður, tilfinningin svo sljó, ' skyn- semin svo óljós, sómatilfinningin svo lítil, og líkaminn svo lasburða, að maðurinn getur ekki lengur stað- ið af eigin ramleik. En þrátt fyrir það, þó inenn sjái nú þetta og finni áhrif og afleiðing- ar áfengisnautnarinnar, eru þeir ennþá fáir, er viðurkenna þetta voðamein, sem snertir þá sjálfa og þeirra nánustu. Og þeir eru fáir, sein athuga, hvaða peningatap á- fengisnautnin er fyrir þá; og þeir eru fáir, sem ekki mundu kalla það dýrtíð, ef þeir yrðu að borga 10 cents fyrir eitt brauð; og þeir eru fáir, sem neýta áfengis, sem kvarta undan því, að borga 10 cents fyrir eitt staup af víni, og jafnvel 15 cents, ef það fæst af beztu tegund. Mönnum blæðir i augum, er þeir lesa um áætlaðan herkostnað Breta yfir hvern dag; enda er það engin furða, því upphæðin er há. En skyldi mönnum þá ekki ógna, er peir heyra, að borgað hefir verið fyrir áfengi í einum litlum og fá- tækum bæ: tvö þúsund fjögur hundruð og einn dollar og tíu cents ($2,401.10) á liðugum mánuði, til annars þess vinsöluhúss af tveim, sem eru í þeim bæ. Nær því hvenær, sem tveir eða fleiri menn hittast nú á dögum, verður samtal þeirra um stríðið og vandræði þau og dýrtíð, sem sjáan- leg sé framundan, ef stríðið lialdi mikið lengur áfram. Alt hækki í verði, sem menn þurfi að kaupa; ekkert verði um atvinnu, því allir peningar sitji fastir, og enginn þori að ráðast í nein fyrirtæki, er geti gefið af sér atvinnu fyrir menn. En því miður endar svo samtalió of oft á því, að taka sér glas til hressingar; og hafi bara tveir ver ið að tala saman, þá er sá þriðji kallaður inn, með þvi það sé þó hægt að fá þrjá drykki fyrir kvart inn ennþá. Það er ekki dýrtíðin þarl Megum vér ekki, sem þykjumst vera siðaðir menn, er vér athugum alt þetta, er vér heyrum, að jafnvel villimenn vilja gjöra áfengi útlægt en sjálfir höldum vér hlífðarskildi yfir því? Þegar eg segi, að við höld um hlífðarskildi yfir þvi, þá meina eg, ásamt þvi að leyfa tilveru þess í landinu, sem hægt væri að banna ef allir legðust á eitt með það, — að þrátt fyrir það, þó stjórn landsins sé farin að taka ögn stífara i taumana hvað vinsölu við kemur, svo sem einsog það, að ákveða með lögum að vinsöluhúsum (hotels) skuli lok að fyr á kveldin, sem er i sjálfu sér mög góð og þörf löggjöf, — þá er svo margt, sem bendir á, að í kring um lögin sé farið; en það er naum ast hægt, nema með aðstoð þeirra sem vínsins neyta. Það mundi kosta sektargjald, ef það kæmist upp, að eittlivert hús seldi vín á ólöglegum tima. En svo er hægt að halda svo traustum hlífðarskildi yfir þvi vín söluhúsi, að það komist aldrei upp því það mun ekki teljast ólöglegt, að brúka “blýhatta”, til dæmis A sunnudaga; þeir kunna að hafa ver ið keyptir á laugardag. Það er ineining sumra, að gistihús sem engin vínsala er í sambandi við, geti alls ekki borið sig peninga lega., og yrði því sá bær gistihúss laus, til þæginda fyrir ferðafólk sem útilokaði vínsölu. Þeir sem þessu hafa haldið fram eru auðskiljanlega hlyntir vínsölu og hafa haft þetta fyrir sina aðal ástæðu fyrir þvi, að vínsala væn nauðsynleg hverjum bæ og hverri sveit, er ekki vill teljast steindauð Og sumt fólk, sem ekki hefir' gefið sér tíma til að skoða málið fyrir sig sjálft, hefir trúað þessum ástæðum en þó trúði meirihluti kjósenda i Bif rastar sveit þeim ekki í vetur við kosningarnar; en 1912 trúði þeim meirihluti kjósenda í Gimli bæ. Bindindismenn hafa aftur á móti sýnt fram á og sannað, að svo mikl ir peningar séu teknir inn fyrir mat og herbergi á hótelum, i sam anburði við útgjöld, að ágóðinn sé vel viðunanlegur fyrir eigandann en það vopn reyna brennivínsvinir að slá úr höndum þeirra, með þvi að reyna að sýna fram á, að svona margt fólk mundi ekki hafa gist á þessum hótelum, ef vínsala hefði þar engin verið. Þessi ástæða hlýt- ur að falla um sjálfa sig við íhugun sanngjarnra manna. Fólk hlýtur að þurfa að fara ferða sinna, hvort svo sem vínsala á sér stað í þvi plássi, sem það þarf að ferðast til, eða ekki. Það, að útiloka vínsölu úr einu eða öðru plássi, mundi ekki verða til þess, að hefta flutningsfæri, né minka þörf iolks til ferðalaga; enda þótt sumir ráfi stundum ýmsar ó- þarfa götur í ölæði sínu og verði að taka gistingu sökum vanmáttar að komast heim til sín. Eg er viss um, að ef menn bara vildu gefa sér tíma til að athuga alt það illa, sem leiðir af vínnautninni, þá myndi þeim hrylla við þvi, ekki síður en Evrópu stríðinu núna. — Vinið er ekki eins bráðdrepandi og sprengikúlur Þýzkaranna, en það hefir sömu verkun með tíð og tíma. Er það ekki hryllilegt, þegar ungir og hraustir menn hafa orðið fyrir þeim heljartökum af vininu, að þeir hristast og nötra, einsog strá fyrir vindi? Er ekki virðing þeirra manna fyrir sínum hrausta líkama algjörlega töpuð, ásamt virðingu fyrir sínum eigin sóma? Er það ekki vanþakklætis yfirlýsing frá þeim til skaparans fyrir að gefa þeim hraustan likama, að fara svona með hann° Það hefir eflaust ekki verið ritað eða talað um neitt málefni jafn mikið og af jafn mikilli einlægni, sem um bindindismálið, og á sama tima eflaust ekki neitt haft jafn litil og sein áhrif, sem um nokkurt mál hefir verið sagt og ritað, sem það mál; og er það skoðun sumra, að það sé að bera í bakkafullan læk- inn, að segja nokkuð þar um. En einsog vatnið vinnur á steininum, eins mun það vinnast með tíð og tíma, að koma öllum mönnum til ið afneita áfengum drykkjum, og skoða bindindismálið í því sama ljósi og bindindisvinir gjöra. Það væri tilvinnandi, að Evrópu stríðið stæði yfir deginum eða vikunni lengur, ef maður mætti eiga von á ivi, að stríðið við Bakkus enti á sama tíma. Þegar þjóðunum lendir saman i bardaga, er dýrtíð eðlileg afleiðing jar af; er þvi nauðsynlegt fyrir fólk að viðhafa allan sparnað í pen- ingasökum, ekki sízt þar sem at- vinnuskortur fylgir vanalega með. Heimilisfeður þurfa að athuga fjár- hag sinn og meta hvern dollar til verðs eftir þáverandi verði á vöru, sem óhjákvæmilega þarf að kaupa til lífsviðurværis fjölskyldu sinni. Þeir þurfa einnig að athuga matar- forða sinn, og eftir slíkum athugun um væri gaman að vita, hversu margir, sem áfengis neyta, geta eytt peningum sínum í vín, án þess að taka með því það, sem konunni og börnunum bcr réttilega til viður- væris. Þeir, sem lifa í fátækt, en eyða peningum sinum á hótelum i áfenga drykki, ættu að blygðast sín fyrir að tala um dýrtíð og sjáanleg vand ræði framundan. Það er einnig blygðunarvert fyrir menn, að slangra druknir af víni og kvarta um, að þeir hafi ekkert að vinna við, sem gefi þeim peninga, en pen- inga þurfi þeir, þvi hart sé í bú heima. Kaupmaðurinn fær hnútur fyrir það, að hann hafi tekið af alla láns verzlun; en nú þyrftu menn samt á henni að halda í atvinnulleysinu En því þarf hann frekar að lána atvinnuleysi en vinsalinn? Þvi ekk að taka upp nýja siði, og fara með siðasta centið til kaupmannsins, en fá stupið lánað hjá vínsalanum? Sem betur fer eru þeir margir, og það miklu fleiri, sem ekki þurfa að líða skort fyrir það, að þeir eyði peningum sinum fyrir áfenga drykki, en liða skort samt, og þeim mönnum eru allir, sem það geta viljugir að hjálpa eftir megni. En hinir eru sorglega margir, sem eyða peningum sínum, meðan nokkurt cent er til, á hótelum, pool rooms og spilahúsum; en konan og börnin eru heima við illan kost En svo leiðis sinnuðum mönnum finna menn enga hvöt hjá sér til að hjálpa Það eru engin gustuk. Til þeirra manna er öll tíð jöfn, dýrtíð sem önnur tið, og framundan er ekkert fyrir þá nema vandræði, hvort sem stríðið í Evrópu löndunum endar dag eða eftir þrjú ár. 7........ Þegar hinn ungi Svisslendingur er 19 ára, þá er hann vandlega skoð- aður af læknum og sendur á her- mannaskóla, og verður hann að vera þar 65 til 83 daga, eftir því til hverrar deildar hersins hanri á að fara. Svo byrjar hin reglulega her- skylda hans, þegar hann er tuttugu ára. Frá 6—8 vikur er hann þá i her búðum, og er síðan skipað í hina fyrstu herdeild (line). f tólf ár þarf hann að vera í hernum 11 daga á ári hverju. Síðán er hann tekinn í landvarnarliðið (Landsturm) og jarf ekki að gegna herstörfum nema 4 daga á ári, þangað til hann er 40 ára gamall. Þegar hann fer í varaliðið (Re- serve), þá fær hann allan útbúnað iann, sem hermenn þeir hafa, og geymir hann á heimili sinu. En all- ir þeir hermenn, sem ekki eru kall- aðir út á ári hverju, eru þó skyld- aðir til þess, að skjóta svo og svo mörg skot á einhverjum hinna nítj- án hundruð skotklúbba landsins. En stjórnin leggur til skotfærin og gefur verðlaun þeim, sem bezt kjóta. Það er engan hroka eða stærilæti i Svisslendingum að sjá eða heyra vfir herstyrk þessum. Menn taka jað sem sjálfsagt. Og hver cinasti maður á Svisslandi veit það, að komi stríð, þá verður hann og syn- r hans að fara í það. En Svisslendingar hafa hafl frið í hnndrað ár. Hroíaleg saga. Frétt frá Yonkers, New York, dag- sett 7. febr., segir frá eftirfylgjandi næstum ótrúlegri grimdarsögu: Þar í bænum er gamallamanna- haili eitt, sem nefnist fícrman Od>'- fellow Home, og er þvi stýrt af Þjó' - verjum, og þangað leita þýzkir, fé- lausir, aldraðir vesalingar. Nú fyr-• nokkru fóru menn að undrast yfir dauðsföllum þar. Þau úrðu svc, tið og var farið að grenslast eftir þcssu og grafin upp lík nokkurra — eitt- hvað átta — er seinast dóu. Fóru þá nokkrir Þjóðverjar að linast og við yfirheyrslu játaði þýzkur vinnumaður á hælinu, Fred- erick Mors, að hann hefði hjálpað til að gefa inn eitur 8 gömlum og lasburða vesalingum á hælinu. Síð- an hafa þrir aðrir vinnumenn ver- ið teknir til að prófa þá. Umsjónar- manninum var vikið frá; en náttúr- lega hafa vinnumennirnir ekki tek- ið þetta upp hjá sjálfum sér,— þeir, sem hælinu stjórna, hafa látið þá gjöra þetta, -—- Það kann að vera gjört af bróðurlegum kærleika þetta og samkvæmt þýzkum kenningum, en hálfleiðinlegt er að hugsa til þess — að líknin sé í því fólgin að drepa menn! Eg væri kominn í gröfina ef það væri ekki fyrir Dr. Miles Hjarta Meíul Eg gat ekki gengits þvert yfir húsitS og læknarnir sög«u manninum mmum at5 eg heftSi tæringu. Vinkona min rátilagtSi mér atS reyna DR. MIl.ES H.IARTA MBDAL. Eg sendi eftir $5.00 virtSi og fór strax atS batna. Eg vigt- atSi 115 pund, nú er eg 180, og heilsu mína á eg atS þakka Dr. Miles metSul- MRS. FRED WILTSE R.F.D. No. 13 Aallen, Mich Flest fólk sem hefir brúkað Dr. Miles hjarta meðul hefir sömu reyn- slu og Mrs. Wiltse: því hefir batnað. Meðal sem orsakar að hjartað nái sínum styrk án þess að hafa þvíng- andi áhrif, er lang best. Fyrsta flaskan er ábyrgst að hafa bætandi áhrif, annars tekur iyfsalinn hana til baka, skilar andvirðinu. Athugasemdir við grein Roosevelts frá ritstj. “Everybodys”. Á friðartímum hefir Svissland 1,200 manna standandi her, og er nærri hver einasti þeirra látinn kenna hermensku á skólum lands ins. Innan þriggja daga má þar kalla saman 250,000 æfðra og vel útbú búinna hermanna, og þó hafa þeir varalið, sem komið er af aldri þeim er fyrst er kallaður, 150,000 her- manna og 200,000 yngri sveina (cadets), sem byrjað er að æfa. Af þessu sjá menn, að innan tveggja vikna geta Svisslendingar kallað út nærri hálfa millíón vígbú inna hérmanna, og þetta kostar þ milli 6 og 8 millíónir dollara á ári. Bandaríkin hafa 90,000 manna sem fastan her, og seinastliðið kostaði það oss 94 millíónir doll ara. En varnir vorar, til samans, með flotanum, hermannaskólunum og köstulunum, kosta oss eitthvað um 500 milliónir dollara á ári. Að undantekr.um vanfærum mönnum og vitfirringum er hver einasti maður á Svisslandi æfður til þess, að verja land sitt. Hann byrjar æfingar þessar, þegar hann er tíu ára gamall. Fyrstu tvö árin er þetta einn hluti skólanámsins, og er hann látinn hafa líkamlegar æf- ingar miklar og breytilegar. En á þrettánda árinu vcrður hann reglu- legur lærisveinn (cadet), og þegar hann er 14 ára gamall, þá fær hann riffilinn sinn og tilsögn um, hvern- ig hann eigi að fara með hann og nota. Næstu 4 árin hefir hann her- æfingar eina klukkustund á hverj- um degi, og tveggja stunda skotæf- ingar á viku hverri. Þegar hann er 18 ára, þá gengur hann í hersveit þá, sem er í borg þeirri eða héraði, sem hann er búsettur í, og æfa þar herforingjar, sem ætlaðir eru til að stýra þeim. En til æfinga þessara fara nær fimm stundir á hverri viku. Wilkinson &EHis Cash Groccrs antt Butchors Corner Bannatyne and Isabel Streets MATVÖRU DEILDIN. Choice Canned Pears, reg. 15c, Special 2 for..........25c Worcestershire Sauce reg. lOc Special 3 for 25c or per doz....90c Our Special Blend Bulk Tea, reg. 40c Special...35c Canned Pumpkin, reg. 15c per tin, Special 3 for.25c 12 oz. tin Red Cross Baking Powder reg. 20e per tin for.lOc B. C. Evaporated Milk, Special 3 cans for.............25c Corn Starch, “The Best” Special 3 pkgs for............22c Krinkle Corn Flakes, reg. lOc Special 3 for.............22c Washing Soda, Special 2Va lb. pkge....................-8c Sun Ammonia Powder, reg. lOc, Special 4 for.....25c Corn and Peas, Special per tin..................10c Lard, Special 2 lbs for...............................25c Fresh. Eggs, extra special, per doz.............25c Toilet Paper, flat and Round, Special 7 for... 25c Large Cans Tomatoes, only a few left, Special per tin.lOc Grape Fruit, (large size) Special each...........5c 2 Ibs. Corn Syrup, Special 2 cans for...........25c KJÖTVÖRU DEILDIN. LAMBAKJÖT. Leg of Lamb, Special pcr lb........... ..........20c Shoulder Lamb, Special per lb.................i3^c Stewing Lamb, Special per lb....................13c Lamb Chops, Special per lb......................20c No. 1 NAUTAKJÖT. Round Shoulder Roast, Special per lb....................14c Prime Rib Roast, Special per lb.................18c 3 lbs. Loin Boiling Beef, Special...............30c Round Steak, nicely cut per lb........................18c Sirloin Steak, whole slice, per lb..............20c Shoulder Roast, Special per lb.................12}.?c SVÍNAKJÖT Pork Loins, nicely trimmed for Roast or Chops, whole..16c Pork Chops or Roast, Special per lb.............18c Manitoba Chicken, fresh killed per lb...........17c Special Lot of Chickens and Ducks, per lb.......14c Pork Sausage, Special per lb..;.................Uc Við höfum upplag af spánýum fysk frá Prince Rupert, einn- ig “Chicken Pies” “Beef Steak Pies” og “Sausage Rolls" nýtt á hverjum degi. Speclal Attention to Phone Ordors Phone Garry 788 SEGÐU EKKI “Eg má ekki við að láta gjöra við tönnurnar í mér” VitS könnumst öll vilS, aö þaö er hart í ári, og íllt aö ná í peninga. En þetta er ef til vill allt til góös. Þaö kemur okkur öllum sem þurfum aö vinna fyrir okkar lifibrauöi til aö meta peningana. GLGVMD l*fr EKKI aö þú innvinnur þér dollar 1 hvert sinn sem þú sparar dollar. MUND I»® EINNIG aö tennur eru oft meiri auölegö en peningar. G6H HEII.SA er fyrsta spor til ánægju. Þessvegna þarft þú aö passa tennur þínar. Nú er tíminn. Þetta er staöurinn þar sem fínar tanna viögeröir fást. STÓRKOSTLEGUR SPARNAÐUR Á BESTU TANNA VIÐGERÐ Bridge Work $5 per tooth, 22k. Gull $5. 22k. Gull Krúnúr. OKKAK PRfSAR BREVTAST ALDIIEI Svo lmiulrutSum wklftir fíiikN er n« nola sér þetta (nklfæri. ÞVI EKKI Þfif FARA FALSTENNUR ÞÍNAR VEL? e»n eru þær altaf hAlf lauMar I miinniniimf Ef hvo er I»ft komlC tll okkar og IfttitV okkur hfia tll tönniir fyrlr 1>Ik' sem passn og fyrlr okknr lfi^a vertli. PERSONUIiBfi AÐGÆZLA—XotHS ykkur okkar l.% ftra reynMÍu. $8.00 Whale bone Opið á kveldin. DR. PARSONS McGREEVY BLOCK, PORTAGE AVE. Teiephone M. OOO. Trunk Ticket Office. Over Grand WHITE & MANAHAN LTD. soo s.,e,. KOSTA BOÐIN Okkar Bláu og Gráu Serge föt á $18.00 eiga enga sfna jafninga í bænum. Komið inn og við skulum sanna ykkur að það sem við segjum er sannleiki. Venjist að kaupa þar sem þið fáið mest fyrir peningana.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.