Heimskringla - 04.03.1915, Blaðsíða 6

Heimskringla - 04.03.1915, Blaðsíða 6
BLS. • HEIMS KRINGLA WINNIPEG, 4 MARZ 1914. Hin Leyndardómsfullu Skjöl. Saga eftir WALTER WOODS. I. KAPÍTULI. Njósnarinn kenmr. Það en» má liðin ærið mörg ár siðan eg fór frá London á E«glandi, fyrir þá gildu og góðu ástæðu, að eg var sjálfur búinn að gjöra mér ómöguiegt, að hald- ast þar við haettulausL ófyrirséð var eg orðinn, að eg held, í tölu glæpa- manna í hugum manna. í þann tíma var eg lögmaður og hepnaðist mér vel i málum. Aðallega tók eg að mér glæpamál og öll stór- mál, og var búinn að ávinna mér traust og hylli allra þeirra, er leituðu til mín með mál sín. Eg var ungur og hraustur i þá daga, og eg held fullkomlega í meðallagi fríður sýnum, eða svo mun kvenþjóðinni bafa fundist sín á milli. Eg hefi aldrei verið trúaður á forlög, eða það, að forsjónin sé búin fyrir löngu að ákveða manni neina sérstaka stefna í lifinu, sem maður svo sé ósjálfrátt knúður til að fylgja, og eg hefi alt af álitið þannig lag- aðar skoðanir heimskulegar og jafnvel hlægilegar. — Ýmsir af vinum mínum höfðu margoft sagt við mig, að annað ætti eg að taka mér fyrir lífsstefnu, en vera talsmaður glæpamanna fyrir rétti; ,eg gæti innunnið mér peninga á annan bæði léttari og heiðarlegri hátt. Þessu tali gaf eg lítinn gaum, þar sem eg hafði ekki í huga, að gjöra neina breytingu á lifsstefnu minni. Mér likaði lögmannsstaðan að mörgu leyti vel; en þó verð eg að segja, að oft leið mér illa eftir mála úrslit, þegar saklausir meua — að minni vissu og sannfæringu — voru dæmdir, stundum til æfilangrar betrunarhúss- vistar, og stundum til lífláts. Eg hafði starfstofu öðrumegin á fjölförnu stræti, rétt andspæais réttarsal borgarinnar. Þessa starfstofu hafði eg að hálfum parti á móti öðrum manni, sem Wri ,ht hét; hann var ungur maður, með jafnaðar- manna-skoðun í stjórnmálum, og hafði hann heldur fallið í áliti hjá vínuna sinum og kunningjum, þegar hann gekk að eiga ekkju með 6 börnum. Þeir álitu hann svo efnHegan ungling, að engin ástæða hefði verið fyrir hann, að binda sér slíkan bagga á herðar. Siðast þegar eg hcyrðí af honum, frétti eg að hann hefði leyst af sér baggana og liföi nú sem sannur jafnaðarmaður. 1 þá daga, sem við vorum saman, eg og Mr. Wright, þá var hann verulega glannafenginn og kærulaus ung- lingur. 1 stað þess, að sitja á skrifstofu sinni og stunda starf sitt, þá var hann á leikhúsum og öðrum skemtifunduw. En hann var allra bezta sál, og hann borgaði þrjá fjúrðu hluta af kaupi þvi, er við borguð- um skrifstofuþjúni okkar, sem átti að vinna jafnt fyrir okkur báða, ásamt því, sem hann borraði fyllilega sinn hluta af starfsstofuleigunni. Hann óskaði eftir, að mega gjöra þetta og eg fann enga köllun hjá mér til að ncita hoaum um það. Skrifstofuþjonn okkar hét hinu einkennilega nafni Dauði, og var það meira fyrir það, hvað hann var dyggur og trar í öllú, en i honum væru lögmanns hæfi- leikar, að við hóldum honum hja okkur. Honum fanst samt sem aður tnikið um það, hvað hann Dauði ætti enir að vinna okkur mikla frægð og frama meo starf- s mi sinni í okkar þarfir. Fyrir það Kölluðum við hann okkar á milli “Frægðar-dauða”, og virtist hann vera mjög ánægður með þao nafnið. En ekki man eg hvort hann fékk nokkuð hjá okkur i nafnfesti. Dauði trúði því fastlega, að sá dagur æti eftir að koma, sem hann útvegaði lögmatnnafélagi okkar eitt- hvert það mái til meðferðar, sem gjörði okkur bæði fræga og auðuga, og það var einsog hann á hverjum degi væri að iita eftir einhverju þess háttar á stræt- um borgarinnar, þvi nú var hann farinn að slá slöku við verk sitt á skrifstofunni; en aldrei gleymdi hann þó að koma með máltíðrna handa okkur á réttum tíma. Máltíð sú, sem við tókum á starfsstofunni dag- lega, var að eins tvær flöskur af öli, tvær brauðsneið- ar og litið stykki af kjötmat eða niðursoðinn fiskur, og það var útWutað verk fyrir Dauða á degi hverjum að kaupa þetta og færa okkur það til vinnunnar. Svo átti hann auðvitað að kaupa eitthvað fyrir sig sjálfan að nærast á, og skyldi það ætið borgast af félagsins peningum, samkvæmt samningum gjörðum við hann, þegar hann kom í okkar þjónustu, svo miðdagsmatur hans kostaði liann sjáifan ekki neitt. Eftir máltiðir vorum við vauir, að eyða dálitlum tíma í að skemta okkur við að hlusta á Dauða, sem þá setti sig í dóm- arasæti, og ákvað okkur annan sem glæpamann, en hinn sem lögmann. Oft þegar við félagar vorum ein- ir á starfsstof* okkar, þá vorum við að tala um það, að töluvert byggi í Dauða, og að úr honum gæti orðið maður, ef hana kæinist á rétta hillu í lífinu. Hvað skyldi haía orðið af Dauða, þegar hann fór frá okkur? Einn dag — það var mjög heitur sumardagur og loftið var þrungið aJ hitagufu, sem gjörði okkur ill mögulegt, að hafast við verk á skrifstofunni. Klukkan sló eitt. Sem ósjálfrált litum við báðir i einu yfir til dyranna á þili því, sem aðskildi okkar herbergi frá þeim litla klefa, sem Dauði hafði aðallega fyrir sig, og var við uppgönguna neðan af strætinu. Starf Dauða var nú aðallega cwðið að eins það, að skerpa ritblý okkar og blístra. Það var vani Dauða, að opna dyrnar með mikl- um hraða á mínútunni klukkan eitt á hverjum degi og færa okkur matinn; en þenna dag var hann ekki I'ominn, og ekkert heyrðist til hans. , “Hann er annaðhvort dauður, eða eitthvað ann- að hefir komið fyrir hana”, sagði Wright, eftir að fimm mínútur voru liðaar. “Hingað til hefir það ald- rei brugðisL að hann kæ*ni i slaginu.. Það er lika alt, sem hann.hefir am að hugsa í okkar þarfir í dag. Eg veit ekki um neitt það, sem hefði getað orsakað það, að hann breytti út af venju sinni”. “Ef hann hefir verið rændur og fangaður, þá eru það ekki okkar peningar, sem þar tapast; þvi honum hefir aldrei verið trúað fyrir neinu af peningum, nema sínu eigin kaupi, og stundum ekki einu sinni fyrir þvi”, sagði eg. “Hlustaður sagði Wright með ákefð mikilli. — “Þeir eru að tosa honum upp stigann, eða það er ein- hver svoleiðis gangur frammil” Eg stökk upp af stólnum og opnaði innri dyrnar. Þá sá eg, að ytri dyrnar voru opnar einnig og heyrði eg hljóm af þunglamalegu fótataki niðri í stiganum. Það brakaðí og marraði í handriði stigans, er bar vitni um, að eitthvað óvanalegt var á ferðinni. — Þegar eg stóð þarna og var að reyna að gjöra mer grein fyrir, hvað alt þetta væri, sá eg höfuðið á Dauða koma inn I dyrnar, og kom hnakkinn inn fyrst. Rétt í því kom í Ijós önnur mynd, af manni, sem Dauði draslaði upp stigann og inn í klefa sinn. “Loksins hefi eg fundið og hertekið lukkuna”, sagði Dauði í lágum en mikilmannlegum róm. “Þessi maður varð fyrir bifreið og meiddist eitthvað”, sagði Dauði, “og þar misti eg niður allan matinn, herra minn. Eg stökk á manninn umsvifalaust og var bú- inn.að reisa hann upp áður en aðrir komu þar að, og eg er nú kominn með hann hingað. Hann er mikilla auðæfa virði til ykkar félaga, að vera hingað kominn í þessu ástandi, — því það var bifreiðin hans War- kumthorps lávarðar, sem orsakaði honuin þessi meiðsli en hann er formaður járnbrautarfélags eins, og er þektur fyrir það, að borga allar réttmætar kröfur, án þess að farið sé til laganna með það. En svo erum við hólpnir, hvort sem til laga kemur eða ekki með þetta mál. Eg sagði þér fyrir löngu síðan, að eg ætti eftir að færa ykkur félögum lukku og frægð!” Að svo mæltu fór hann að ganga um gólf, og neri saman hönd- unum af ánægju yfir því, sem hann hefðí nú gjörl fyr- ir húsbændur sína. “Færið mér flösku af góðu ‘brandy’,” hrópaði nú vVrighL “og hjálpið mér til að koma honum upp á legu- bekkinn”. Það var einsog einhver ótti hefði gripið hann. Hann lækkaði röddina og mælti: “Því að koma með hann hingað? Því ekki, að fara með hann á næsta sjúkrahús? Þú getur komið okkur í slæman vanda með þessu, Dauði”. “Eg gjörði þetta í góðri meiningu”, sagði Dauði, alveg hissa yfir því, að við skyldum ekki þakka hon- um fyrir tiltækið, í stað þess að hafa þessi orð í frammi. “Það lítur helzt út fyrir, að eg muni fá lítil laun hjá ykkur fyrir að gjöra skyldu mína í þetta sinn. En fyrst svona er, þá skal eg fara nú þegar til Mr. Kings og fá hann til þess að koma með sjúkrahúss- vagninn og flytja þenna mann undir eins á sjúkra- húsið”. “Nei, þú vcrður hér kyr og aðstoðar okkur”, sagði Mr. Wright, sem liafði ekki neina trú á sjálfum sér til hjúkrunarverka; en var farinn að skifta litum af ótta fyrir þvi, að þeta kynni að hafa illar afleiðingar fyrir þá félaga. “Mér lízt ekkert á alt þetta”, mælti hann. Maðurinn leit út fyrir að vera talsvert mikið meiddur; en okkur til mikillar huggunar reyndust sár hans ekki eins hættuleg og útlit var fyrir í fyrstu. Við lögðum hann á legubekkinn og veittum honum alla þá hjálp, sem við gátum. Eftir einn klukkutima var hann orðinn svo hress, að liann var seztur í stól inni á skrifstofu minni, og farinn að fá sér hressingu af mat, með okkur, þvi Dauði hafði lagt af stað í annað sinn i matar útvegun. Hinn særði maður var á að gizka 30 ára að aldri, og bar útlit hans, ekki síður en málfæri, vott um þjóð- erni hans. Hann var af Teuton ættum eða þýzkum. Einsog mér líkar eða fellur sumt Jólk vel i geð, eins hata eg suma; og sá galli hefir alla jafna fylgt mér, að mér hafa aldrei getað fallið vel í geð frændur mínir, Þjóðverjar. Eg gat heldur ekki látið mér falla i geð þessi ókunni maður. Undirförulslegi svipurinn hans var mér svo ógeðfeldur. Og í einu orði sagt, það var eitt- hvað það við manninn, sem gjörði hann svo dæma- laust fráhrindandi, að mér fanst. Eg gat þá ekki með orðum lýst tilíinningum mínum gagnvart honum, og eg get það ekki ennþá. Eitt var það, sem eg var þó ákveðinn i, og það var, að eiga ekki neinn þátt eða neina hluttöku í máli þessa manns, ef hann skyldi fara þess á leit við okkur félaga, að reyna til að rétta hluta sinn og krefjast skaðabóta fyrir meiðsli þetta, sem hann hafði fengið. Það var auðvitað tilgangur þjónsins, að koma með manninn upp til okkar, að við tækjum svo að okkur mál hans, innum það og grædd- um á þann hátt á honum peninga og frægð. Þjónninn hafði farið út, eitthvað sinna ferða, og Mr. Wright, sem var ekkert upp með sér af nærveru þessa særða, ókunna manns, hafði einnig farið út og við vorum því tveir einir eftir á skrifstofunni, eg og ókunni maðurinn. Það varð eitt af þessum óviðieldnu tímabilum, þegar tveir menn sitja sinn á hvorum stól, hvor á móti öðrum, en hvorugur hefir neitt að segja. Mér fanst eg alls ekkert hafa við þenna mann áð tala, og er lík- legt, að honum hafi fundist það sama. En þó er eg ekki viss um það, þvi eg þóttist sjá það á svip hans, að hann gladdist yfir ráðaleysi mínu. , Það jók mér sannarlegrar gleði, þegar eg sá, að þessi óvelkomni gestur minn stóð upp af stólnum og gjörði sig líklegan til þess að fara. En hreyfingar hans voru hreint ekki mér geðfeldar. Ef hann hefir getað lesið það út úr svip mínum, að nærvera hans var mér ógeðfeld, þá sannarlega tókst honum vel að kvelja mig. í róm, sem sá mundi viðhafa, sem er að gjöra sér upp þakklætis-vottorð, mælti hann: “Eg er þér mjög innilega þakklátur, og félaga þinum, fyrir það, sem þið af svo fúsum vilja hafið gjört fyrir mig, og geti eg einhverntíma á einhvern hátt endurgoldið ykkur það, þá —” “Gjörðu það fyrir mig, að líta ekki svo á, sem þú sért okkur félögum á neinn hátt skuldbundinn fyrir það, sem við höfum gjört fyrir þig”, tók eg fram í fyr- ir honum. “Þvi það, sem þjónninn gjörði, var ekkert nema það, sem hver og einn mundi hafa gjört, og þeg- ar menn verða fyrir meiðslum, þá er það reglan, að flytja þá inn í næsta hús. Eg er glaður yfir, hvað þú ert þo litið meiddur”. “Eg þekki ykkur félaga ekki neitt”, sagði ókunni maðurinn; “en eg þykist sjá á öllu, að þið munuð vera lögfræðingar. Eg veit, að fyrsta skilyrðið til þess, að vera góður lögmaður, er að geta geymt leynd- armál, og geymt þau vel. Eg er mjög áfram um, að ekkert verði sagt um þetta, sem nú hefir komið fyrir; það er svo alvanalegt hér í borg, að maður verði fyrir vögnum og meiðist. Má eg vona, að þú verðir við bón minni í þessu efni?” “Við félagar erum ekki líklegir til að tala neitt um þetta við neinn”, fullvissaði eg hann um; “sér- staklega af tveim ástæðum. önnur er sú, að við þekkj- um ekki’nein deili á þér; og hin sú, að við vitum ekk- ert, hver átti vagninn, nema það, sem þjónninn sagði um það”. Þessi orð min virtust að hafa huggandi áhrif á hinn ókunna mann, sem nú sneri sér til dyranna og gekk af stað, um leið og hann bað mig afsökunar á því, að hann ekki gjörði sig kunnugan mér með því að segja nafn sitt. “Ekki skaltu setja þetta neitt fyrir þig, það gjör- ir ekki vitund til. Vertu sæll”, sagði eg. Eg hélt hurð- inni opinni meðan hann var að ganga út að stigaupp- göngunni; og þá kvaddi eg hann aftur, en ekki með handtaki, heldur kastaði til hans kveðjuorðum. ó- kunni maðurinn hélt áfram ofan stigann, og síðast heyrði eg fótatak hans niður á strætinu. Eg tók eftir því, að göngulag hans líktist göngulagi hermanna; einnig málrómur hans bar keim af því, að hann hefði verið liðsforingi og gefið skipanir, sem vant var að hlýða. “Hafi allir illir árar þenna mann og alt hans at- ferli”, sagði eg við sjálfan mig, um leið og eg gekk inn í klefa þjónsins og setti eld í einn smávindil. “Hugsa til þess, að eiga að verða auðugur af fé og metorðum fyrir gjörðir þessa manns, fjandinn fjarri mér! ógeðs- legri skjólstæðing væri trauðla hægt að hugsa sér ” Eg snöri mér við til að kasta frá mér eldspítu- brotinu i hrákadallinn. Um leið og eg gjörði það, tók eg eftir því, að stórt umslag var að hálfu leyti út und- an kassa, er stóð á gólfinu. Þar sást einnig á önnur skjöl framundan, því það var ekki allsjaldan, að þjónninn sópaði öllu bréfarusli út i eitt hornið hjá þessum kassa, í stað þess að taka skjölin upp. Eg sá strax, að i þessu umslagi var eitthvert innihald, sem fór mikið fyrir; laut eg þvi niður og tók það upp. Mér til mikillar undrunar sá eg að skjal þetta var innsiglað og átti að sendast til útlanda. Eg stóð alveg ráðþrota og sneri bréfinu á allar hliðar í hendi minni. “Hvernig hefir þetta bréf kom- ist hingað?” spurði eg sjálfan mig upphátt. Alt í einu var sem eg findi lykilinn að leyndardómnum: Bréfið 1 Hði náttúrlega fallið úr vasa ókunna mannsins, þá er hann lá þarna á golfinu, og hefir svo einhvernveg- inn ýzt inn undir kassann, þegar honum var hjálpað inn a skrifstofu okkar. i nokkrar mínútur var eg að velta fyrir mér, hvað eg ætti að gjöra. Eg átti erfitt með að yfirvinna freist- inguna, að opna umslagið og skoða innihaldið. Eg settist i legubekkinn og bar umslagið upp að glugg- anum, og reyndi á þann þátt að sjá innihaidið. En mér tukst það ekki. Það var svo vandlega innsiglað, að engin leið var til að opna það, og koma því svo í samt lag aftur. Eg lét aftur og lokaði útidyrunum; tók síðan upp úr vasa mínum pennahnif minn og ætlaði að skera umslagið opið. Þrisvar byrjaði eg á þvi og þrisvar hæti eg við það. í fjórða skiftið, sem eg byrj- aði, gat eg ekki staðið á móti freistingunni lengur, og vissi naumast af hvað eg gjörði fyrri en umslagið var opið og eg helt á innihaldi þess í hindinni. Eg sár- skammaðist mín fyrir það, sem eg hafði gjört; en rétt- lætti þó sjálfan mig með því, að þessi ókunni maður hefði sýnt það með framkomu sinni, að hánn myndi vera einhverskonar viðsjálsgripur, og ef til vildi stór- glæpamaður. Pegar eg var sem dýpsi sokkinn níð- ur i þessar hugsanir mínar, kom þjónninn til baka. í ofboði einhverju flýtti eg mér að kóma skjölunum í vasa minn, og sagði þjóninum, að ekkert væri að gjöra og hann mætti fara. “Já, en herra, eg hefi mikilsvarðandi fréttir að færa þér”, sagði þjunninn andmælandi, og kastaoi mæðinni sem stórhveli. “Þær fréttir skemmast ekki geymdar hjá þér til morguns”, sagði eg, um leið og eg bandaði honum frá mér með hendinni. “En þær eru vissulega mjög áríðandi og þess virði, að þeim sé gaumur gefinn nú þegar”, mælti þjónninn af ákafa miklum. "ivíinn góði vinur”, mælti eg, “eg hefi fengið nóg í dag; eg hefi höfuðverk og vil gjarnan hafa hvíld og næði”. “Það verður þá svo að vera, herra”, mælti þjónn- inn. “En þessi maður, sem hingað kom, er þess virði, að honum sé veitt eftirtekt. Hann er njósnari frá út- löndum”. Áður en eg gat svarað þjóninum, var hann horfinn út og eg sá hann ekki framar. Eg sat eftir hugsi. II. KAPÍTULI. Flóttinn. Hinn ókunni gestur, sem hafði verið hjá okk«r þenna dag, kom gftur þegar dimma tók. Eg var útf til kveldverðar, er hann þrammaði upp stigann, ea kom rett á eftir honum. Þegar eg kom upp, stóð hati> blásandi og kvásandi við skrifstofudyr mínar, og jaf» snemma sem hann sá mig, hvessir hann á mig augu» og mælti með ógnandi þrumuraust, sem undir tók i allri byggi gunni: “Þið óþokkar, varmenni og þióf- ar. Af einhverri ástæðu, sem ykkur sjálfum er kinin. flekuðuð og tælduð þið mig hingað upp i dag og ræntf- uð mig mjög áriðandi skjölum!” Maðurinn hafði auðsjáanlega alveg tapað valdí yfir sjálfum sér, og var nú alveg ólikur hinum hæg* og alvörugefna manni, sem farið haiöi út frá mér fyir um daginn. Eg get ekki gjört ljósa grein fyrir ástandi mín* í þetta sinn. Eg hafði alt af hatað þenna inann, frá þvi fyrsta að eg sá hann, og nú snerist þetta hatur & illmannlega heift hjá mér. Eg sá. að hann hugsaði eins til min. Við vorum ef til vill mjög svipaðir a$ geðslagi, og því alVeg ómögulegt fyrir okkur að haf> skifti saman. Við rifumst þarna hver sem betur gat. Hann tap- aði sér alveg og rauk á mig; en eg sá, hvað honunt leið, og Varð þvi fyrri til og gaf honum eitt högg og fylgdi því eftir einsog kraftar minir leyfðu. Höggii kom skáhalt undir hökuna. Maður féll á gólfið og lá þar hreyfingarlaus. N& greip mig ótti fyrir því, sem eg hafði gjört, og eg hálf sá nú eftir að hafa verið svona fljótur á mér Eg þekti lögin nógu vel, til þess að vita það, atf þetta gæti haft slæmar afleiðingar fyrir mig. Eg hafði svo oft vitað til þess, að kviðdómendur kæmu fram með ósanngjarnlega rangt álit á málum, og svo sah- lausir menn dæmdir samkvmt því áliti.. Eg vildi þvi ekki eiga neitt á hættu. Eg tók tösk* mína, lét ofan i hana það nauðsynlegasta af skjölum, og eftir tíu minútur var eg kominn á Euston jár»- brautarstöðina. Lestin rann af stað með mig innan fárra sekúndí áleiðis til Liverpool, þar sem vinur minn einn áttl heima. Hann hét Selby Adams. Það var maður, sem eg bar fult traust til, og var fullviss um, að myndi ráð- lcggja mér heilt. Eg hatoi sent lionum málþráðarskeyti að mæt* mér og þegar eg kom á Lime Street beið hann mín þar. Eg sagði honum í stuttu máli, hvað fyrir mig hafðl komið, og var ráðlegging hans stutt en skorinorð: “Farðu til Isle of Man”, sagði hann. “Eg er sann- færður um, að þessi ókunni maöur, sem þú skildir við i blóði sínu á skrifstofugólfi þinu, er ekki skaðlega meiddur; en hann mun aldrei opna á sér munninn til þess að segja nokkrum manni frá viðureign ykkar. Mér dylst ekki, að hann hefir ástæðu til að þegja yfir því, ekkert síður en þú sjálfur. Síðan, þegar rofar til og skýin hafa flogið fram hjá, þá getur þú komið aftur til borgarinnar, og reynt að ráða þá gátu í næði, sem þú heldur að þessi skjöl hafi í för með sér. Eg áiH, að hér sé alls ekkert að óttast’.’ Eg lét hann ekki þurfa að segja mér þetta tvisvar, því eg bar alveg óbilandi traust til þessa vinar míns. The Human Cult. í New York hefir myndast félag með þessu nafni núna nýlega og re tilgangurinn og augnamið þess að hjálpa hver öðrum. Það fer ekki að neinum mann- virðingum, ekki eftir neinum trú- arflokkum eða þjóðflokkum, eða pólitiskum flokkum. í þvi eru kristnir jafnt sem heiðnir, blámenn og hvitir menn, Þýzkir jafnt sem Japanar, millíónerar og félausir menn. Félagið hefir engan sjóð; það tekur ekki við neinum peningum; það skuldar engum og leggur ckki gjald á nokkurn mann. En með því að ganga i það, þá lætur þú i ljósi vilja þinn, að hjálpa einni eða fleiri fjölskyldum, eða út- vega fleiri eða færri mönnum vinnu, ef það er mögulegt. Þegar þú fréttir um einhvern, sem bágt á, þá ferðu bara og kaupir honum matvæli, eða útvegar honum lækn- ishjálp eða hjálpar honum á einn eða annan hátt. Það er ekki félagið, sem starfar að þessu, heldur hver einstaklingur. Alt er gjört án þess að taka nokk- ura borgun fyrir. Félagið hefir eng- an sjóð, engan gjaldkera. En þeir hafa fundi á viku hverri, þessir fé- lagsmenn. Þetta er eiginlega tilraun til að koma fólkinu til að hjálpa sér sjálft í hverju sveitarfélagi. Það var ungur maður, Apple- bauin að nafni, sem fyrstur fór af stað með félag þetta, núna í nóv- embermánuði 1914, og frá þeim tíma til 17. janúar 1915 höfðu þeir hjálpað 317 fjölskyldum og útvegað 87 mönnum vinnu, veitt 15 læknis- hjálp og líknað nokkrum fötluðum og voluðum. Af þessum 317 fjölskyldum eru nú þegar 24 farnar að hjálpa öðr- um. 1 félaginu eru margir læknar, lög- menn og hjúkrunarkonur, sem gefa vinhu sína, þegar þörf er á. Þeir hjálpa ekki cinu sinni ráð- settum og góðum mönnum, heldur einnig vandræðamönnum og þeim, sem brotið hafa reglur mannfélags- ins, og því hefir lukkast að draga margan manninn af vondum veg- um, svo þeir hafa náð aftur virð- ingu á sjálfum sér. Vér erum ekki harðbrjósta; vér viljum ekki að aðrir líði skort, þeg- ar nóg er til handa öllum. En vand- ræðin eru þau, að vér vitum það ekki, hverjir eiga svo erfitt, og vér erum oft hræddir við, að gjöra meira ilt en gott með hjálpsemi vorri. En hvi skyldi ekki hvert sveitarfélag eða bæjarfélag geta lit- ið eftir þessu á þenna hátt, án þess að leita til hins opinbera Kyrkjufélögin af öllum trúflokk- um og sveitarfélögin eru goö og á- gæt. En væri þetta ekki fult eins gott, eða kannske betra? Að láta þá, sem eitthvað hafa af- lögu, vita af þeim, sem bágt eiga. Menn hjálpa oft ekki, vegna þess að þeir vita ekki um þörfina. En þetta væri þó sannarlega mannúðlegt og elskulegt. Og umfram alt ættum vér að reyna að hætta að tigna og tilbiðja dollarinn, sem drottinn væri, o* t'ltrýma þeirri hugmynd, a« vér sú- um búnir að uppfylla skyldur vor- ar, ef vér leggjum fram nokkra doll- ara. Dollarinn er vesæll guð og ni9- urlægir hvern, sem á hann 'rúir. Og skyldur manna er ekki hægt aí meta í dollaratali. * Dr. Frank Crane. Getið þess að þér sáuð aug- lýsinguna í Heimskringlu COLUMBIA GRAIN CO. Ltd. 140-144 Grain Elxchange Bldg. WINNIPEG Phone M. 3508 TAKIÐ EFTIR: Við kaupum hveiti og aðra kornvöru, gefum hæsta pris og ábyrgjumst áreiðanleg viðakifti. Sknfaðu eftir upplýsingum. Stofnsett 1882 Löggilt 1914 D. D. Wood & Sons* ■■ ■-= Limited =-■■■ . verzla með beztn tegund af KOLUM ANTRACITE OG BITUM/NOUS. Flutt heim til yðar hvar sem er í baenum. VÉR ÆSKJUM VIÐSKIFTA YÐAR. SKRIFSTOFA: Cor. ROSS & ARLINGTON ST.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.