Heimskringla - 01.04.1915, Blaðsíða 6

Heimskringla - 01.04.1915, Blaðsíða 6
BLS. 6 HEIMSKRINGLA WINNIPEG, I. APRÍL íiíi. Hin Leyndardómsfullu Skjöl. Saga eftir WALTER WOODS. “Setjurn nú svo”, sagði Goodwin, “að maður hefði skjöl, sem hann skilur ekki hvaða þýðingu hafa og sem hann tæki svo til einhvers ókunnugs manns og fengi hann til að útiista fyrir mér þýðingu þeirra, og þessi ókunni maður gæfi svo ranga þýðingu af verð- mæti þessara skjala? Hvernig gæti hann vitað, hvort þýðngin væri rétt eða tómt bull og vitleysa?” “Meðalvit mundi hjálpa mönnum i svoleiðis kring- umstæðum”, svaraði eg. “Þér er óhætt að fara spor lengra”, hélt Goodwin áfram, “og gjöra ráð fyrir, að skjölin innihaldi þann leyndardóm, sem komi þér í fangelsi, pg að þú verðir þess ekki vísari fyrr en lögreglan er búin að afkróa þig og hafa hendur í hári þínu”. “Lögin á Englandi og lögin hér i Ameríku eru alls ekki þau sömu”, sagði eg. “Ef þú ert að meina, að þessi skjöl, sem eg hefi með höndum, og sem eg verð að játa að eru nokkuð flókin, myndu verða eigandan- um að liku tjóni og þú gazt um áðan, þá verður þú að muna það, að slíkt gæti tafið fyrir hverjum þeim, sem það reyndi og ef til vill haft leiðinlegar — svo eg ekki viðhafi sterkara orð — afleiðingar fyrir þann sama’.. “Lögum viðvíkjandi”, hélt Goodwin áfram, “skal eg viðurkenna það, að þú ert fróðari en eg, því fyrir alt það, sem eg veit um eða þekki til, þá kann vel að vera, að þú þekkir eitthvað út í lög. Eg sá skjölin að eins álengdar — þessi, sem þú hefir —; en eg er sannfærður um það, að þú hefir engan rétt til þeirra og þau koma þér í vandræði fyrr eða síðar. En eg er viljugur til að hjálpa þér”. Hann horfði stöðugt í áttina til mín. Eg svaraði engu, svo Goodwin hélt áfram. “Þegar eg segi hjálpa þér, þá meina eg á þann hátt, sem þér kæmi að mestum og beztum notum. — Þess gjörist ekki þörf, að þú gefir mér neitt ákveðið svar nú þegar. Eg skal með ánægju, ef þú vilt, bíða hcr í heila klukkustund eftir svarinu, svo þú hafir tækifæri til að hugsa þig um. Þér virðist vera mjög ó- rótt innanbrjósts nú og hugsanir þínar því á ringul- reið”. “Eg var aðeins að undra mig á”, svaraði eg, “hvernig stæði á þvi, að matíur sem virtist fyrir fáum dögum síðan vera Gyðingur á lægsta stigi, sem talaði bjagaða enska tungu og sem kæmi ruddalega og dóna- lega fram á mannamótum, — væri svo fljótt búinn að kasta þeirri grimu og nú farinn að leika hámentaðan herramann. Eg gjöri ráð fyrir —” “Nei, vissulega, hr. Bolton Bryce, sem eg álít þitt rétta nafn, eða hr. Arthur Chisholme, eða hr. Bell frá Birmingham, — hvað af þessum nöfnum, sem þú kant að nota nú þessa stundina. Eg er enginn njósnari. , Eg er aðeins réttur og sléttur ferðamaður, cinsog þú ert sjálfur”. Hann hallaði sér aftur á bak i stólnum, krosslagði fæturnar og hagræddi höfðinu á hinu uppstoppaða stólbaki; blés reykjargusu út í loftið, og svo var and- styggilega háðslegur svipurinn, að eg var nærri því rokinn upp af stólnum, sem eg sat á og farinn yfir til hans með reiddan hnefann til að slá honum á nasir hans. Hann virtist, þrátt fyrir þann kæruleysisbrag, sem á honum var, hafa sterkar gætur á öllu, sem fram fór í kringum hann; og eg þóttist þess fullviss, að hann myndi nú reynast allur annar i viðureign en sá Goodwin, sem eg átti við á skipinu “British Empire”, og þessa vissu mína hygði eg á því, að hann hafð hægri hendina lítið eitt niður í vasa sinum, og sá eg þar glampa á einhvern silfurbúinn hlut, sem eg þóttist full- viss um að væri skammbyssa. Eg tók einnig eftir öðru, sem kom mér til að af- reiðast strax og sem gaf mér til kynna, að þegar rétti tíminn kæmi, sem myndi verða fyrr eða síðar, að þá hefði eg hann alveg á valdi mínu. Afstaða okkar gagn- vart hvor öðrum var nú alveg snúin við. Á skipinu var eg herra hans, en nú var hann auðsjáanlega herra yfir mér. “Athugaðu nú, hr. Bolton Bryce — þvi eftir alt saman ætla eg að kalla þig þínu rétta nafni — eg hefi safnað miklum upplýsingum þér viðkomandi; enda var það tilgangur minn, er eg tók mér far með sama skipi og þú, í samfélagi við unga stúlku, sem óbeinlínis snertir hag og lifsferil okkar beggja. — Þú virðist vera hissa; en eftir alt saman, hví skyldir þú vera það? Lendir ekki ungt kvenfólk oft og einatt í ýms æfin- týri? Er það ekki fult af þrá eftir æfintýralífi, alveg einsog við karlmennirnir? Og er það ekki eins nauð- synlegt fyrir það, að geta lifað sinu eigin lifi eins og okkur?’ Eg svaraði honuin engu. Eg var í flýti að fara yfir ferðasögu okkar í huga mínum; reyna að muna eftir atviki eða orði, sem gæti sett þessa ungu stúlku, sem varð okkur samferða á skipinu, i nokkurt sam- band við þenna mann. Eg gat það alls ekki. Eg gat alls ekki trúað því, að þessi unga, fagra stúlka væri á neinn hátt tengd við hinn undirförula hræsnis- og yfir- skins-lífsferil þessa ósvífna, manndomslausa manns. Samt sem áður þekti eg hana í raun réttri ekki neitt, og gat þvi hugsast að hún væri í samfélagi við hann til þess að elta mig og safna upplýsingum um mig og mína liðnu æfi. En eg gat samt ekki fengið mig til að trúa því með neinu móti. Eg ásetti mér, að angra hann ækkert i þetta sinn, né krefjast þess, að hann sannaði að þessu sinni neitt, sem hann kynni að bera upp á mig, heldur taka það alt inn sem gott og giIL Nema ef það skyldi ganga alveg fram úr hófi. En hann virtist passa sig, að fara ekki langt út frá sannleikanum og þvi rétta í raun og veru; þó sumt væri ærið særandi fyrir mig að hlýða á og bera ekki hönd fyrir höfuð mér; en þann kostinn tók eg. Hann hélt áfram að telja ýmislegt upp mér og minni liðnu æfi viðkomandi, og þræddi það eins vel og kunnugur maður myndi gjört hafa. Loks kom hann að þeim atburði, sem kom fyrir á starfsstofu minni; flótta minum til Isle of Man, afturhvarfi mínu til Liv- crpool og siðast fcrð minni til New York. , “Þú sérð, lir. Bolton Bryce,” hélt hann áfram, um leið og hann kastaði frá sér vindilstubbnum og kross- lagði svo fæturna og hagræddi sér i stólnum sigrihrós- andi, — “að eg veit nógu mikið um þig til þess, að það er vel þess virði fyrir þig, að ihuga málið sem fyrst. En á hina hliðina veizt þú ekkert um mig, — algjörlega ekki neitt”. “Aðeins það”, mælti eg, “að nafn þitt er ekki Good- win. Eg hefi ekki gjört mér neina rcllu yfir tilveru þinni. Eg ætla mér að halda áfram að álíta þig fáfróð- an útlending”. , í þetta sinni hitti ör min í rétt mark. Goodwin fór að ókyrrast í sæti sínu og hægri hendi hans fór á hreyfingu og nú alveg niður í vasann. Það var auð- sjáanlegt, að hvað stiltur, sem hann kynni að vera í raun og veru, þá hafði hann tapað stjórn á tilfinning- um sinum í þetta sinn. “Þú ert ekki að sjálfsögðu hr. Arthur Chisholme”, mælti hann og drafaði í honum röddin. , “Alveg rétt”, svaraði eg. “En þrátt fyrir það er það eins og eg hafi nú þegar sagt þér, að mér er gjör- samlega sama, hvort nafn þitt er í raun réttri Good- win eða ísrael Móse; eg skal halda áfram að tala við þig um þessi mál í ró og næði, ef þú vilt lofa því að gjöra eitt sem eg áskil”. “Og hvað er það?” spurði Goodwin. “Að koma hingað með trúnaðarkonu þína, vin þinn, félaga eða æfintýragyðju, eða hvað svo sem þú vlt kalla hana”. “Eg get það ekki”, svaraði hann. Og nú í fyrsta sinni síðan samtal okkar byrjaði, skifti hann litum. “Getur það ekki!” hafði eg upp eftir honum. “Og samt er hún aðeins verkfæri í höndum þinum, eftir þvi sem þú segir sjálfur frá; og þú getur fundið hana þegar þú vilt og þig vantar”. “Það er alveg ónauðsynlegt, að hún taki nokkurn þátt i samræðurn okkar”, sagði hann. “Einungis með þvi skilyrði, að hún sé hér við- stödd, er eg viljugur til að ræða um þessi skjöl við þig, sem virðast þér svo mikilsvirði”. “Eg er reiðubúinn að kaupa þau af þér”, mælti Goodwin, um leið og hann stóð nú upp af stólnum og tók hendina úr vasanum. “Láttu þessa ungu stúlku, sem kallar sig Ethel Reed, koma í dagsljósið”, heimtaði eg í ákveönum róm, “þá skal eg gjöra samningana við þig. Eg skal fara enn lengra. Eg skal, ef þú kemur með ungfrú Reed hingað og sannar það, sem þú hefir sagt um hana, — láta þig fá skjölin fyrir ekki neitt”. “Eg vil ekki láta hana koma þessu máli neitt við”, svaraði Goodwin. “Og á eg að segja þér hvers vegna?” spurði eg hann. “Sem þér sýnist”, svaraði hann. “Vegna þess að ásamt þvi að vera æfintýramað- ur, einsog þú sjálfur komst að orði, þá ert þú stór- lygari I” “Vertu varkár með tungu þína, kunningi”, stam- aði Goodwin út úr sér, sótrauður í framan af reiði. “Lygari og slúðurberi, mannorðsþjófur og nið- ingur”, bæti eg við í hægðum minum. “Svo ert þú líka hugleysingi. Einungis hugleysingi og ræfill myndi láta sér önnur eins orð um munn fara um heiðarlega stúlku, einsog þú hefir gjört. “Þú urrar einsog rakki, sem er að verja hýbýli sín. Hún mun þó aldrei tilheyra þér, — skyldi það nú ekki koma upp næst?” kreisti Goodwit út úr sér og eins og beit hvert orð í sundur. Eg svaraði honum engu frekar. Eg stökk á hann og náði með hægri hendi minni um úlnlið hans og með þeirri vinstri tók eg vopnið úr vasa hans. “Mig vantar ekki nauðsynlega neitt rifrildi við þig”, svaraði eg; “og þú ert ekki þess virði að berjast við þig, — þú þorpari og svikari! Fyrir fáum mínút- um síðan huldir þú þig á bak við Goodwins nafnið, seiö er alls ekki þitt rétta nafn; en hvert þitt rétta nafn er veit eg ekki. En eg get imyndað mér, að þú, sem höfðingi þinn Heilborn, sért utanríkis spæjari”. Eg strauk hendi minni tvisvar yfir andlit honum með storkandi augnaráði. Síðan þreif eg í hár hans og rykti til mín svartri hárkollu, og síðan i skegg hans, sem var mikið og svart og sem lika lá laust og var nú i hendi minni. Og nú stóð Goodwin Gyðingur þarna á gólfinu og var nú orðinn að ljóshærðum, skegglausum Þjóðverja. VII. KAPITULI. Eg finn Ethel Reed aftur. Goodwin hafði komið aftur snögglega inn á lífs- braut mina og hann hvarf af henni aftur jafn snögg- lega. Ekki fyrir það, að hann færi úr húsinu, heldur sökum þess, að eg áleit heppilegast að breyta um bú- stað. Hugdjarfur, sem hann virtist þó vera í vis'um skilningi, liafði hann samt ekki hug né dug til að fylgja fram málum sinum eftir að eg var búinn að afhjúpa hann, sem utanríkis spæjara. Eg var ekki s\o heim.sk- ur, samt sem áður, að treysta þvi, að hann væri bú- inn að gefa upp fyrir fult og alt eltingaleik sinn við mig. Eg vissi, að hann hafði einhverjar sérstakar á- stæður fyrir framkomu sinni gagnvart mér, — aðra ’n þá, að reyna að ná skjalinu, sem eg hafði meðferðis. Hvernig sem á þvi stóð, þá var það vitanlegt, að eig- andi þessara skjala áleit þau mjög mikils virði og gjörði alt, sem hann gat til þess, að komast yfir þau, hvað langan tíma sem það tæki. Goodwin hafði alveg yfirstigið markití. Hann hafði leikið sína rullu mjög illa, og það, sem eyðilagði fyrirætlanir hans var það, að hann skyldi blanda Ethel Reed inn í málið. Eftir viðureign okkar í reykingasalnum, sagði hann í fyrirlitningarróm um leið og hann gekk í burtu: “í þetta sinn hefir þú hait heiðurinn af viðureign okkar. En það skal ekki verða æfinlega þannig. Eg skal segja þér svo mikið. Ef þú í raun og veru vildir fá að vita meira um ungfrú —” “Hættu! Dirfst þú ekki að nefna hennar nafn framar”, tók eg fram í fyrir honum. “Gott og vel”, mælti hann með brosi. Eg ætlaði aðeins að láta þig vita, hvar hún er; en svo skal eg gjöra það fyrir þig, að minnast ekki á hana framar í þetta sinn. Eg skal ekki angra þig meir! Eg skal fara að óskum þínum! Nú um stundarsakir erum við að skilja; en eg get fullvissað þig um það, að við finn- umst aftur áður en langur tími líður. Þú megnar ekki fremur að flýja mig og mína félaga, en þú ert þess megnugur að umflýja dauðann, þegar hann ber að dyrum hjá þér. Hefi eg ekki nú þegar sannað þér þetta, þar sem þér hefir verið fylgt eftir alla leið frá Liverpool og hingað, og hvert þitt fótmál og hver þin hreyfing höfuðsetin allan timann frá þvi þú fórst frá London?” Eg svaraði þessari ræðu hans engu. Að svo mæltu fór hann burtu úr salnum; en áður hafði hann vand- lega sett í vasa sinn hárkollu sína og skegg. Mig lang- aði til að sjá, hvernig honum gengi að komast til her- bergja sinna, án þess honum yrði veitt eftirtekt, og fylgdi honum því eftir út á ganginn og sá hann hverfa upp stigann. Hann hvarf fljótlega með hatt sinn troðinn ofan á h'fuðið og vasaklút sinn fyrir andlitinu. Hver, sem hefði séð hann gat naumast hugsað sér, að útlit hans væri nokkuð breytt frá því sem var við kveldverðinn fyrir stundu síðan. Einn kostur við það, að ferðast léttilega er það. 'að rnaður er ekki lengi að taka saman farangur sinn og verða ferðbúinn. Eg flýtti mér upp stigann á eftir Goodwin og l-r inn á herbergi mitt, sem var meðfram sama gangin- um og hans lierbergi var. Eg gekk hægt framhjá dyr- um hans og inn i herbergi mitt; tók dót mitt saman og lét það ofan i ferðatösku mina. Aðgætti vandlega, að eg gleymdi engu. Þegar eg gekk fram ganginn aft- ur, heyrði eg að Goodwin var að brölta hávaða mikið inni i sinu herbergi. Eg sá, að lykillinn var i skránni að utanverðu. Eg var ekki lengi að hugsa mig um, heldur sneri lyklinum i skránni og lokaði hann þann- ig inni; tók siðan lykilinn með mér ofan og afhenti liann umsjónarmanni hússins. “Þetta”, sagði eg uin leið og eg borgaði reikning minn, “er lykillnn að herbergi hr. Goodwins. Hann virðist hafa skilið hann hirðuleysislega eftir i skránni að utanverðu; en þú veizt, hvað hann er i raun og veru uppástöndugur með þess konar hluti”. Þjónninn geispaði langan geispa um leið og hann tók við lyklinum og hengdi hann upp á nagla. “Hann verður þér eflaust þakklátur fyrir, þegar hann kemur aftur”, svaraði þjónninn; sneri sér svo við og fór að lesa i blaði, en virtist ckki taka eftir, þegar eg kvaddi hann. Eg lét þeim eftir lykla-málið Goodwin og þjónin- um, en hélt af stað yfir á Broadway stræti, án þess i raun og veru að hugsa nokkuð um, hvert eg væri að fara eða hvar eg skyldi fá mér samastað. Eg var enn þá í þolanlegum efnum peningalega; þar sem eg hafði liðlega 10 pund i vasanum. En eg sá fram á það, að ekki yrði þess langt að biða, að eg yrði eitthvað að taka fyrir til þess að bæta fjárhaginn. í bæ einsog New York myndu fimtiu dollarar ekki duga mér lengi. Eg gekk alla leið, og voru til þess tvær ástæður; sú fyrri var, að eg með þvi hafði betra næði til að hugsa; og hin, að með þvi sparaði eg mér fáein cent að fara ekki á strætisvagni. Eg hélt áfram þar til eg kom að stuttu stræti, er lá út af Broadway til hægri handar. Eftir þvi fór eg, þar til eg kom að dálitlum ferhyrning, sem minti mig á götur Lundúna borgar. í einu horninu á þessum ferhyrning sá eg lágt og til- komulítið gestgjafahús, sem eg hafði heyrt talað um áður. Eg ákvað nú að fara þangað og gjöra það að heimili minu um stundarsakir. Það var að sönnu ögn dýrara pláss en eg hefði kosið mér undir kringum- stæðunum. Hér komst eg í tæri við einn af New York bæjar mammons dýrkendum, það sá eg strax og ég leit þann, er stóð fyrir beina á gestgjafahúsi þessu; en hann komst vist fljótt að raun um, að eg var ekki einn af þeim, sem hafði meiri peninga en eg þurfti nauðsyn- lega að nota sjálfur. “Gefðu mér ódýrasta herbergið, sem þú hefir”, sagði eg. “Einn dollar á dag er það ódýrasta”, svaraði gest- gjafinn. “Það er ágætt”, svaraði eg um leið og eg ritaði nafn mitt i gestabókina, sem Henry Bell frá Birming- ham. Þetta nafn kom einsog ósjálfrátt i huga minn. Mér var svo fylgt upp á loft og gefið litið herbergi til umráða á efsta lofti. Eg tók eftir því, að það var rétt við stiga þann, sem ætlast er til að notaður sé, ef eldur kemur upp í byggingunni. Eg tók alls ekki tillit til neinna í kringum mig; — eg var upptekinn af áhyggjum út af komandi timan - um og hvernig eg ætti að hafa ofan af fyrir mér pe» ingalega. Mér fanst það fyrsta, sem eg þyrfti að gjöra, væri að fá mér trúverðugan samverkamann, sem gæti gjört tvo hluti fyrir mig: Þann fyrri, að ráða frarn úr meiningu skjalanna, og svo að koma þeim í pen inga á þann heppilegasta hátt sem unt væri, því i min um huga voru skjölin mjög mikils virði. Reynslan hafði gjört mig hygginn. Svo til þess að varast alla slíka náunga og Goodwin var, þá lét eg skjölin í innri brjóstvasa minn og nældi síðan saman opið á vasanum með prjón. Þegar eg var búinn að þessu lokaði eg dyrunum á herbergi minu og fér í rúmið. Þrátt fyrir hitann, sem inni var, svaf eg vel og sætt til næsta morguns. Þegar eg var unglingur, þá hafði eg oft mjög gam an að smáhrekkjum, ef þeir voru meinlausir; og þess háttar tilfinning gjörði vart við sig hjá mér nú, er eg hugsaði um það, að eg hafði lokað Goodwin inni í herbergi sínu. Allsnemma næsta morguns tók eg að labba ofaa hina löngu steinstiga, unz eg komst ofan í borðsalino Mér fanst eg vera snemma á ferli, þar sem klukkaa var einungis átta; en þegar ofan í borðsalinn kom, varS eg þess var, að eg var sá eini, sem átti eftir að borða morgunmat. Mér var einnig sagt, að til miðdagsmatar yrði eg að koma á tímabilinu frá 12 til 2 og til kveld- verðar frá kl. 6 tl 8. Eg bjóst raunar ekki við, að eg gæti efnahags míns vegna tekið allar mínar máltiðir á þessu gestgjafahúsi; en fyrst um sinn ætlaði eg þé að gjöra það að heimili minu. Mér féll maturinn vel og eg furðaði mig jafwci á, hvað þarna var hægt að veita góðan mat fyrir svona litla peninga, og fór að halda að einhver heólkiáis hefði leitt mig að þessum stað. Brátt komst eg að raun um, að mér hafði ekki ver ið sagt rétt til. Eg var ekki sá síðasti að matarborðino þenna morgun, þvi nú kom annar maður og tók séc sæti við borðið andspænis mér. Réttirnir voru sv» margir, að eg var alveg í vandræðum með, hvað eg ætti að biðja um, og hefir hinn vist tekið eftir þvi, þ«r sem hann sagði: “Eg verð liklega búinn að borða, þegar þú byrjar, félagi; á eg ekki að velja fyrir þig?” Mér fanst þetta hálfpartinn kynlegt tilboð af ó- kunnugum manni; en eg sagði samt: “Ef þú vilt gjöra svo vel, þá Iosar þú mig við mikla þraut og vandræði”. “Þá skalt þú biðja um þetta hérna”, segir hann, um leið og hann bendir mér á aukablað, sem næít var við aðalblaðið, sem réttirnir voru skrifaðir á, en sem eg hafði alls ekki tekið eftir. iíÞakka yður fyrir”, sagði eg, “eg skal nota mér ráðleggingar yðar”. Það gjörði eg líka og fékk beata mat. “Sjáðu til”, segir félagi minn, um leið og hann ýtir stólnum sínum frá borðinu og stendur upp. “Eg er búinn, þegar þú ert ekki byrjaður”. “Sannleikur er það”, svaraði eg. “En þegar eg byrja þá tekur það mig ekki lengi að ljúka við. Eg er maður, sem hangi ekki að jafnaði yfir mat minum eða neinu öðru, sem eg gjöri; eg er til að byrja á vinnu minni, þegar eg er búinn að matast Eg þarf ekki að eyða tímanum í að láta fægja skó mína eða bursta föt mín, eða liggja klukkutíma í rakarastólnum á meðan Bros, aftnr bros. Margar stúlkur hafa unnið sér hyllf heilla þjóða með brosi sínu Dær stúlkur, sem myndir eru tekn- ar af til að skreyta með auglýsing- ar vita þetta. Og skyldi nokkur þreytast að horfa á sumar þær myndir? , Allar stúlkur, sem langar til að vera fallegar, og þær eru margar, ættu að íhuga vandlega, hve brosið breytir andlitinu og minnast þess, að fátt eða ekkert fegrar það meira. Brosið laðar og leiðir, þó andlitið sé ekki sem yndislegast. Það er engin tilviljun, að mynda- smiðir áminna fólk svo oft um, að vera glaðlegt, þcgar þeir taka mynd- ir af því. Þeir vita, hvað þeir fara og þeir vita, hvað við á og vel er þegið. Þeir vita, að þegar þú sérð sjálfa þig eins og aðrir sjá þig, þá mundirðu þykjast vérða fyrir von- brigðum, ef munnvikin væru niðri undir kjálkabörðum, augun hálf- lokuð og enni og vangar með fimtíu fellingum. Brosið getur orðið að vana. Og ef þig langar til að fríkka eða lialda fcgurð þinni, þá verðurðu að brosa oft og iðulega og brosa fallega. Mona Lisa er ef til vill víðfræg- asta málverk heimsins; það er mynd af brosandi konu. En ef þú vilt sigra með brosi þínu, verðurðu að vera varkár með varirnar. Með æfingu geturðu van- ið þig á, að lyfta vörunum eða láta þær brosa, þegar þú brosir. Sofðu aldrei með harðlokuðum vörum. En þú mátt ekki heldur gapa. Þegar þú ert lögst út af á kveldin, þá hugsaðu um eitthvað, svo að þér verði hýrt í skapi. Ef þér gengur illa að finna það, þá gjörðu þér upp bros og sannaðu til, þá blíðkast lundin. Þetta er nú til þess, að varirnar verða ekki eins fast lokaðar, þegar þú sofnar. Það ætti að vera óþarft, að minna nokkra manneskju á, að hirða vel tennurnar, fara að minsta kosti tvisvar á ári til tannlæknis, láta hann hreinsa þær vandlega og fylla öll skörð. En láttu ekki fylla upp í skörð í framtönnunum með gulli. Gyltar tennur eru engu álitlegri en svart- ar. En um fram alt, hafðu brosið stöðugt á takteinum, hve illa, sem á þér kann að liggja. Bros þitt sigr- ar sorg og áhyggjur, — það sigrar allan heiminn. Lb. - íVfsir). Kýmnissögur um norsku skáidin. Elest árin, sem Björnstjerne Björn- son, norska skáldið, bjó á Aulestad, var hjá honum sami fjósamaður- inn. Það var skemtilegur og fynd- inn karl, og hafð iBjörnson mikið dálæti á honum. Einu sinni var Björnson á ferð i vagni og ók fjósamaðurinn. Björn- son duttu þá í hug vinir sínir, Ib- sen og Lie, og sagði upphátt við sjálfan sig: “Já svona rennur heims ins hjól. Nú er Ibsen suður í Róm, Lie vestur í París og eg að aka hér norður eftir vegunum”. "Já”, ansaði fjósakarlinn. “Það er alveg einsog vagnhjólið. Það kastar; sfnum skítaköglinum í hverja áttina”. Björnson hafði hlegið dátt að lík- ingunni. * * v- Alexander Kjelland var afar stór maður vexti. Eitt sinn var hann á ferð í Noregi, og kom að á, sem hann þurfti að fara yfir. Hann fékk ferju á bæ einum við ána, og átti lítill drengur að ferja hann yfir. Báturinn, sem þeir ætluðu að nota, var ofurlítil kæna. Kjelland þótti báturinn lítill og segir við strákinn: “Heyrðu, drengur minn! Heldur þú að byttan þín beri okk- ur báða?” “Mikil ósköp Eg held nú það” svarar strákur.. “Eg sem hefi oft flutt naut á henni áður”. * * * Einu sinni stældu þeir um það Björnson og Ibsen, hvort nokkur maður væri sá í Noregi, sem ekki þekti Björnson í sjón. Björnson hélt því fram, að svo væri ekki, en Ibsen vildi ekki trúa því. Þeir komu sér saman um, að gjöra til- raun með fyrsta manninn, sem þeir mættu á götu í Kristíaníu. Maðurinn, sem þeir mættu fyrst, var óbreyttur verkamaður. Björn- son víkur sér að honum og segir: "Heyrðu, vinur minn! Þekkir þú mig ekki?” ( Karlinn rak upp stór augu og seg- ir: “Nei, ekki held eg það”. “Það er ómögulegt”, segir Björn- son. “Þú hlýtur oft að hafa séð myndir af mér”. “Jú, nú þekki eg þig”, svarar karl- inn. “Þú ert hann Madsen slátrari”. — ÍVfsir). ™ DOMINION BANK Hornl IVotre Dum ok Sbrriimto St». HSfnSotAII op»l>--------- Vara»J«»or---------------•. 7,0«4M»M Allar rlKnlr-------------HHMMM Vér óekum eftlr vfOsklftum vars- lunarmanna og ábyrgumst aV glfa þelm fullnœgju. SparisJéOadelld ve» er sú stærsta eem nokkur bankl het- lr i borgtnnt. lbúendur þessa hluta borgarlnnar ðska ab sklfta vtb stofnun sem þelr vita að er algeriega trygg. Nafa vort er fulltrygging ðhluttelka. Byrjib spari lnnlegg fyrlr sjáifa ybur, kenu og bðrn. W. M. HAMILTON, Ráðsmaðv | PHOSK GARRT S4SO Getið þeas að þér sáuð ang- Iýsinguna i Heimskringlu Lærið Rakara ISoiaa. Fullkomia kensla atieius (36.M Kaup goldlTJ lærlingura abefns nok- krar vikur. VI3 getum gert melra fyrlr þig en nokkur annar Rakara Skðti í Canaða og fyrir minni pen- lnga. Okkar skirtelni gyldir i •)!- um okkar útibúum i Canada og Bandaríkjunum. Fyrtr þinn eigin hag þá vanræktu ekki ao koma aV sjá okltur ábur en þú gjörir samn- ing vi« annan rakara sköla. The National Barger College. 643 líain SlreH, WTnnVpec Hospital Pharmacy LyfjabúÖín sem ber a[ öllnm öðrum. — Komifí og skoðifí okkar um- ferðar bókasafn: mjög ódgrt. — Einnig seljum við peningeb ávísanir, seljurn frímerki og gegnnrn öðram pósthiisstörf- um. 818 NOTRE ÐAME AVENTTX Phone G. 5670-4474 FURNITURE on Easy Payments OVER-LAND MAIN & ALEXANDER

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.