Heimskringla - 08.04.1915, Síða 2

Heimskringla - 08.04.1915, Síða 2
BLS. 2 HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 8. APRÍL 1915. Montague svarar ákærum Liberala. (Framhald frá 1. bls.). Tðtekion tími er byggingar þessar verði fuIlgjörSar. Jæja, staðurinn undir byggingarnar var ákveðinn, og nú eru þær á góðum vegi. Stjórnin vill láta vinna að þeim af kappi, svo að þær verði fullgjörðar svo fljótt sem hægt er. Og stjórnin hefir falið mér á hendur, að ’f/sa því yfir, að næsta þingseta verði hin seinasta, sem haldin verður i þessari gömlu byggingu; en árið 1917 verði þingið haldið í hinum nýju byggingum, sem nú er verið að reisa. Nú var búið að ákveða, að reisa þessar byggingar, og þá kemur fram spurningin: Hvort stjórnin hafi farið að þvi á réttan og starfslegan hátt (businesslike man- ner) ? En því til svars vil eg geta þess, að eg hefi ald- rei heyrt nokkurn mann ásaka hana um hið gagnstæða. Syggingameistari fylkisins, Mr. Horwood, bjó út reglur fyrir keppinauta þá, er vildu bjóðast til þéss að byggja, og setti þar inn skilyrði öll. Hefi eg sýnishorn þeirra á skrifborði minu. Eg er ekki fær um að dæma um það, hvernig það er úr garði gjört; en augsýnilega hefir það verið vel af hendi leyst, þvi hin beztu mánaðarblöð byggingarsmiða i Canada lofuðu það mikið; og hið sama gjörðu: Manitoba Association of Architects, Can- adian Association of Architects, og Royal Institute of British Architects. Og eg held manni sé óhætt að full- yrða, að önnur eins meðmæli og þessara félaga allra, séu þess virði, að tillil sé tekið til þeirra, þegar rætt er um hæfileika hins núverandi byggingameistara fylkisins. (Lófaklapp). , Afleiðingin af samkepni þessari varð sú, að úr öllu rikinu komu 69 tilboð, með uppdráttum af byggingun- mn. Af þessum 69 tilboðum voru valin tilboð frá 5 mönnum, og fékk hver þeirra $2,000 til þess að þeir skyldu leggja fram ennþá skýrari uppdrætti og reikn- inga yfir hvað eina, og kysi svo stjórnin um, hver hreppa skyldi. Eftir tilmælum stjórnarinnar var nefnd þingmanna kosin til þess, að velja uppdrættina. Og i nefndinni, sem valdi þessi 5 tilboð eða uppdrætti úr þessum 69, voru: ráðgjafarnir, hinn heiðraði forseti þingsins sem aú er, Mr. Johnson, og þeir Geo. Steel, Lendrum Mc- Means, T. H. Johnson, T. W. Taylor, S. Hart Green, R. F. Lyons, T. C. Norris, Valentine Winkler og B. J. Mc- Connell; með öðrum orðum: ráðgjafarnir með 4 Kon- servativum og 5 Liberölum. Aðferðin að velja. Einsog eg hefi þegar sagt, valdi nefndin 5 upp- drættina af þessum 69, og seldi þá svo i hendur Mr. Stokes, forseta félagsins British Society of Architects, semkosinn hafði verið úrskurðarmaður í samkepninni. Mr. Stokes kaus uppdrætti þá, er Mr. Simon hafði dreg- ið upp, og í skýrslu sinni sagði hann, að hann hcfði kosið þá fyrir það, að þeir væru svo skrautlegir, hvað ytra útlit byggingarinnar snerti, og auk þess væri hið innra fyrirkomulag bygginganna svo ágætt og fullkom- ið, að ekki gæti betra verið. Nefndin kom svo saman aftur og ræddi málið og samþykti gjörðir og úrval Mr. Stokes. Eg legg áherzlu á þetta af þeirri ástæðu, að fé það, sem upphaflega var ætlað til byggingarinnar, var ekki nægilegt til að byggja húsin eftir þessum uppdráttum. Það hafa komið fram ásakanir út af því, að taka Hr. Simon sem byggingarmeistara að stjórnarbygging- um þessum. En í öllum þessum málum, sem eg nú hefi getið, voru allir þessir nefndarmenn, sem upptaldir eru hér að framan, jafnt ábyrgðarfullir og meðlimir stjórn- arinnar, og það vil eg taka skýrl og greinilega fram. Hefi eg nú, samkvæmt frarnapsögðu, sýnt hvernig samkepni þessi eða tilboð voru auglýst og hvernig vald- ir voru úr uppdrættir þeir, sem byggingin var bygð eftir, og um leið sýnt það, að stjórnin hagaði sér í mál- um þessum rétt og hyggilega (in a proper and business- like manner). Stjórnin tekur við ábyrgðinni. vil eg nú lesa upp fyrir þinginu bréfið frá Mr. Simon, Þar scm hann mælir með þvi, að Thomas Kelly & Sons fái ‘kontraktinn’. “Simon & Boddington, 261 Fort Street 11. júni 1913. ‘7/on. G. R. Coldwell, Acting Minisler of Public Works. New Parliament Buildings. “Kæri herra! — Mr. Horwood sýndi mér i gærdag tilboð frá Thomas Kelly & Sons og Peter Lyall & Sons. Eru þetta hvorutveggja velkunnir kontraktorar, og er því tilhlýðilegt að taka það til- boðið, sem lægra er. Þó að munurinn á tilboðun- um sé aðeins $5,250, þá munar samt miklu á ýms- um smáatriðum. “Þegar stjórnin fól mér á hendur að gjöra uppdrætti bygginganna, þá var það ekki áform stjórnarinnar, að skera við nögl alt sem hægt væri, heldur að byggingar þessar væru bæði vel og traustlega gjörðar. Eg forðaðist því óþarfa íburð og eyðslu, einsog sýnt hefir verið á uppdráttunum, en vandaði bæði efni og smíði svo, sem hæfði jafn veglegri byggingu. Og þegar á alt er litið, er eg þeirrar skoðunar, að tilboðin séu mjög sanngjörn og kannske heldur lág en há. “Mér skilst það vera vanalegt, að stjórnin heimti, að ‘kontraktor’ sá, er boðið hlýtur, leggi fram ábyrgð frá öruggu ábyrgðarfélagi fyrir þvi, að hann uppfylli samning sinn. Þessa sýnist mér rétt að stjórnin krefjist. Frank W. Simon". Ábyrgðarfult kontraktarafélag. Þér sjáið nú, að Mr. Simon tekur það fram, að Mr. Thomas Kelly & Sons sé ábyrgðarfult kontraktara- félag, og eg vil bæta því við, að hjá business mönnum i borg þessari þarf félag þetta enga ábyrgðarmenn. — Og eg tek það einnig fram, að félag þetta hefir unnið mikla kontrakt-vinnu fyrir Liberal stjórnina og aldrei hefi eg heyrt þess getið, að nokkur stjórn eða vinir hennar hafi borið þeim óheiðarlega framkomu, eða að þeir gætu ekki unnið verk það, er þeir hefðu tekist á hendur. Þá vil eg geta þess, að andstæðingar vorir hafa ekki komið fram með neinar aðfinningar móti formi eða orðatiltækjum byggingar-samningsins; ekkert hef- ir heldur verið fundið að sundurliðuðum greinum hans, sem er mikill hluti samningsins. Allir játa það, að þær séu allar réttar og fullkomnar út i æsar og að samningurjnn og hinar sundurliðuðu greinar hans i fylsta máta beri með sér fullkomna tryggingu fyrir hagsmunum hins opinbera. (Heyr! Heyr!) Skylda stjórnarinnar aÓ taka upp spursmálin um breytingar á undirstöðunni. Það var bein skylda stjórnarinnar, að taka upp spursmálin um breytingar á undirstöðunni, undir eins og hún fékk leiðbciningar um það frá byggingameist- aranum. Þetta var lika óðara gjört. Eftir tillögu hans var undirstöðunni breytt, einsog þingið veit. Svo að þar sem áður átti að reka niður cement stöpla, þá voru nú steyptir cement og stálstöplar alla leið niður á klett (Concrete Caissons). Tillaga hans um það er i bréfi frá 1. ágúst 1913 og er á þessa leið: “Caissons” fyrir undirstöðu. w "Eg vil sterklega mæla með þvi, að fyrir und- irstöðu séu hafðir "Caissons” (steyptir eða hlaðn- ir steinstöplar) undir veggjunum, i staðinn fyrir að reka niður stólpa úr tré eða cementi, sem ætl- ast er til á uppdráttunum og skulu “Caissons” þessir ganga á bjarg niður. Hefir það reynst svo við stórar byggingar i Winnipeg og um alt Vestur- Canada, að ‘Caissons’ eru miklu áreiðanlegri en að reka tré niður, og þegar byggja skal jafn vand- aðar byggingar, sem þessar eiga að vera, þá ríður meira á þvi en nokkru öðru, að all sé vel vandað til grunnsins”. ' # Var hann réttur? snertir, þá munið þér þekkja til hans. Er það létt eða erfitt, að leggja grunna undir byggingar i þann jarð- veg? SVAR: Jarðvegur hér likist mikið jarðvegin- um undir Chicago; það er 'clay’ jörð, en hér er sá munurinn, að ‘clay’-ið verður harðara eftir þvi, sem neðar dregur. En þar harðnar það, þegar nokkuð kemur niður, en linast svo aftur. En yfir höfuð er það mjög likt þvi, er vér i Chicago köll- um “swelling clay’. SPURNING: Er það þá i rauninni hinn sami jarðvegur hér og þar? SVAR: Já. SPURNING: ‘Swelling clay’, — hvað mcinið þér með þvi? SVAR: Það er ‘clay’, sem rcnnur undan þrýst- ingu. Það veldur því að byggingar siga. SPURNING: Er mótstöðuafl þess svo lítið? SVAR: Já! Það rennur til eða hreyfist und- an þrýstingu. Þrýstingin knýr það upp. SPURNING: Nú eru margar tegundir grunna, svo sem tré rekin niður, cement staurar, tré staurar eða flot-grunnar (floating foundations), eða íCaissons’. — Hvaða grunn mynduð þér ráða til að hafa undir stórri og þungri byggingu einsog þinghúsið verður? SVAR: ‘Caissons’ er hin eina undirstaða, sem hugsanleg er undir slíkar byggingar. SPURNING: ‘Caissons’ á bjarg niður? SVAR: Já, vissulega. SPURNING: ‘Caissons’ á bjarg niður? SVAR: Já! Þar sem bjargið (bed rock) er hér 70 fet í jörðu niður, þá sé eg enga ástæðu til að fara skemur. SPURNING: Ef þér ættuð að segja fyrir um byggingu, eða til yðar væri ráða leitað um að reisa byggingu, álíka stóra og þunga og þinghús þetta, mund- uð þér þá skilyrðislaust ráða lil þess, að hleypa ‘cais- sons’ alla leið á bjarg niður? SVAR: Já. SPURNING: Og þér ætlið þá að það væri ekki hættulaust að fara skemur? SVAR: Eg væri ekki að ráða mönnum holl ráð, ef eg færi að ráða mönnum annað. Síðan vil eg benda yður á skýrslu, er eg fékk frá Mr. Shankland um sama efni. Hún er dagsett 22. okt. 1914 og er á þessa leið: “Hon. W. //. Montague, Ministcr of Public Works, Winnipeg, Man. "Herra minn! Eftir beiðni yðar hefi eg ná- kvæmlega yfirfarið hina endurskoðuðu uppdrætti af hinum nýu þinghússbyggingum og læt yður nú i Ijósi svolátandi álit mitt. “Undir hvaða byggingu sem er, þá er það ó- umflýjanlega nauðsynlegt, að grunnurinn sé yfir- gnæfanlega sterkur til þess, að halda uppi yfir- byggingunni, án þess að láta undan, eða siga, sem mundi valda því, að veggirnir spryngju og rifnuðu, ef að ekki yrði af annað meira og verra. “H é r i Winnipeg e r s l á a n d i d æ m i af vondum grunni og ónógum. Hefir liann að líkindum verið þannig bygður til að spara peninga. Það er kornhlaða Canadian Pacific járn- brautarinnar í Transcona. Þó að fasta-bjarg væri ekki full 50 fet niður, þá var grunnurinn aðeins bygður 12 fet niður. En af þvi leiddi, að b y g g- i n g i n hallaðist 28 g r á ð u r f r á l ó ð- r é ttr i l í n u. Það er ekki enn búið að gjöra byggingu þessa lóðrétta, og þó hefir verið eytt mikið meiri peningum til þess, að rétta við bygg- ingu þá, en kostað hefði að hleypa grunni eða undirstöðu á bjarg niður. “I annari eins byggingu og þinghús þetta á að verða, með sleinturni 70 fet í þvermál og 220 feta háum, þá riður umfram öllu öðru á þvi, að grunn- urinn sé verulega áreiðanlegnr. “Hinir fyrstu uppdrættir byggingameislarans gjörðu ráð ftjrir concrete stöplum (concrete pil- es). En það hefði verið glæpsamlegt, að reisa bygginguna á öðrum eins grunni. En til allr- ar hamingju, var stjórnin nógu vitur til þess, að taka í taumana og byggja grunninn alla leið á bjarg niður. “Hið bláa ‘clay’ i Winnipeg er líkt þvi, sem liggur undir Chicago-borg. Og hefir undirritaður haft reynslu töluverða, að leggja grunna á con- crete stöpla (concrete piles) i Chicago, og getur því fullyrt það að ókosturinn við concrete stöpla er svo mikill í öðru eins ‘clay’ og þessu, að mönn- um hefði ekki átt að koma það til hugar. "Aðrar byggingar i Winnipeg, sem ekki var önn- ur eins nauðsyn á að vanda gruniia að, eru bygðar svo, að þnr hvíla á ‘Caissons’, sem ganga alla leið á bjarg niður. E. C. Shankland”. Aukakostnaður á stórum byggingum. 1 annari skýrslu frá 28. jan. 1915 drepur Mr. Shankland aftur á cfni þetta, og er það á þessa leið: “Hon Dr. W. H. Montague, P.C., Minister of Public Works, Winnipeg, Man. “Kæri herra! — Bréf yðar frá 21, jan. meðtekið. “Aukakostnaðurinn á stórum og dýrum bygg- ingum er mjög mismunandi, þetta frá 5 prósent eða minna og upp í 50 prósent eða jafnvel meira. “Hvað snertir þessa nýju þinghússbyggingu, þá kemur mér það svo fyrir sjónir, að ástæðan fyr- ir hinum aukna kostnaði sé mjög eðlileg og létt að skýra. “Byggingameistari sá, er tilboðið hlaut, bjó út uppdrætti alla og tók til hvað eina, er í bygging- una þyrfti. Og á þeim uppdráttum og á þeim út- reikningum (spccifications) var samningurinn bygður. / uppdráttum hans var gjört ráð fyrir “concrete stöplum” i grunninn. Þetta var svo á- litið óhafandi og voru “Caissons” stöplar látnir koma í staðinn; en þcir vorn miklu dýrari. t uppdráttunum var gjört ráð fyrir að byggja af “re- inforced concrele”. En svo komust men nað þvi, að svoleiðis bygging væri ekki nógn sierk, og þá var tekið það ráð, að láta stál koma i staðinn fyrir “reinforced concrete”. Það var ekki takandi í mál, að byggja hvelfinguna einsog hann hafði ætlað og þá þurfti að gjöra nýja uppdrætti af henni úr stáli. “Þ e s s a r breytingar a l l a r v o r u óhjákvæmilega n a u ð s y n l e g a r, ef að byggingin álti ekki að hrynja, þcgar minst varði. Og það þurfti að gjöra þær undir eins og verður þá augljóst, að kostnaðurinn verður miklu meiri. .......“Ef eg gel frekara orðið yður að liði, þá gjörið þér svo vcl og lálið mig vita. “Yðar einlægur, E. C. Shankland". Kildonan brúin. Fyrir nokkrum árum bygði Canadian Pacific járn- brautarfélagið í Kildonan hina fyrstu brú, sem liggur yfir Rauðá hina nyrðri frá upptökum til ósa. Stöpl- arnir No. 5 og No. 6 í miðhluta brúarinnar voru reist- ir upp frá bjargi (bed rockq, og þeir hafa svikalausi þolað allan þunga umferðarinnar yfir þá síðan. En austursporður (abutment) brúarinnar var bygður á staurum rcknum. Afleiðingin af þvi varð sú, að nótt eina sé sá endinn 4 fet, og í fleiri mánuði hefir C. P. R. félagið ekki getað notað þann hluta járnbrautarinn- ar. Til þess að gjöra við þetta, hafa þeir orðið að draga upp liina gömlu “concrete” stöpla og reisa nýja stöpla i staðinn. Ef að hinir heiðruðu andstæðingar vilja vita frekara um þetta, þá geta þeir litið i Free Press 27. nóv. 1914. En eg ræð þeim til þess, að haf» korn af salti með lýsingu blaðsins á þvi, hvernig end- urbætur þær voru gjörðar (hlátur). En það var svona.. sem eg hefi frá skýrt: endastöpullinn (abutment) sökk og þurfti að sprengjast upp. Það kostar mikla pen- inga, að endurbæta þetta og setja nýjan grunn undir stöplana. Og járnbrautarfélagið hefir engin not haft af þ'essum spotta frá þeim tíma, sem eg að framan hefi sagt. Union Station í Winnipeg. Union járnbrautarstöðin er endastöð Grand Trunk Pacific og Canadian Northern brautanna, og er ein- hver hin fegursta og tígulegasta bygging i fylki þessu, Þegar grunnur var lagður undir byggingug þá, var í fyrstu gjörð tilraun til þess, að reka niður “cement”- stöpla, en það mistókst. Síðan voru rcknir niður tré- stöplar; en engir stöplar látnir ganga að bjargi nið- ur. Og þar sem sjón er sögu rikari, vildi eg nú óska, að hinir heiðruðu herrar á andstæðingabekkjununs vildu ganga inn í hringsalinn mikla undir hvelfing- unni og litast vel um i þessari hinni nýju byggingu með tréstöplum undir grunninum. Stöplarnir, sem byggingin hvilir á, eru að siga niður; gólfin eru að springa; þau rísa upp i miðju, en hallar svo að stöplunum utan ineð. Það þurfa hér engin heilabrot við. Eg fór inn og sá fyrir sjálfan mig og var með mér verkfræðingur, sem öllum er ó- háður. Þetta er það, sem við sáum, er eg nú hefi get- ið. Vil eg nú leggja þá spurningu fyrir þingið: Hverj- ar ætla þeir að afleiðingarnar hefðu orðið, ef að þing- hússbyggingin, margfalt stærri og þyngri en þessi Union Station bygging er, — hefði verið bygð á tré- eða cement-stöplum, í staðinn fyrir “Caissons”, er náð hefðu á bjarg niður? North Transcona kornhlaðan. Þá vil eg benda þinginu á Canadian Pacific korn- hlöðuna við North Transcona stöðvarnar. Kornhlaða (elevator) þessi var bygð á flotgrunni (floating found- ation), og eg þykist vita, að eg þurfi ekki að segja þinginu það, því eg veit að flestir þingmanna hafa vit- að það, að kornhlaða þessi hallaðist, svo munaði um 40 gráður, og nú er búið að eyða feikna miklum pen- ingum til þess a rétta hana við. En svo vildi vel til, a® hún þoldi það, án þess að brotna. Byggingar hrynja. Fari menn að svipast um eftir byggingum, sem hrynja af því undirstaða þeirra er ótrygg, þá þurfum vér þingmenn ekki langt að fara til þess að fá sannanir um það. Byggingar þær, sem vér nú sitjum í, voru bygðar á lélPgttm grunni.,'*vÞær voru bvgðar á tréstöip- um, sem reknir voru niður, og ofan á þá voru lögð fer- köntuð tré, 10 þumlunga á hvern veg. Fleki þessi var 30 feta breiður, og sem áður er sagt 10 þumlunga þykk- ur. Ofan á honum var svo steinbyggingin reist. Eftir nokkur ár fóru staurarnir undir að rotna og fúna, eins og allir verkfróðir menn segja að þeir gjöri, og reynsla manna hefir allstaðar sannað, hvar sem er. Veggirnir fóru að síga, og stykki úr veggnum (cornice) hrundi í einni skrifstofunni, og lá nærri, að fyrv. fylkisstjóri Sir Daniel McMillan, stórskaðaðist við. Hann var þá féhirðir fylkisins. En vinur minn, þingmaðurinn frá Emerson, var þá ráðgjafi opinberra verka. Og þurfti hann þá að verja töluverðu fé til þess, að setja nýjan grunn undir byggingarnar, svo að mögulegt væri að halda áfram að nota þær. Cement buSirnar. Þá vil eg vekja athygli þingsins á Cement búð- unum, sem liggja rétt suður af Tuxedo Park. Cement- gjörð er einhver mesti iðnaður hér um slóðir. Aðal- bygging þessi er 200 feta löng, 100 feta breið og 40 feta há. Hún var reist á flotgrunni (floating foundationí og uppdrætti hennar gjörði mikilsvirtur verkfræðingur i Austur-Canada. Átti grunnur sá, að geta borið tvö og hálft ton á hverju ferhyrningsfeti. En staurarnir undir þingliússbyggingunum áttu eftir fyrsta upp- drættinum að bera 6 og tvo þriðju úr tonni á hverju ferhyrningsfcti. , Iin nú skulum við sjá, hvernig fór fyrir Cement- félaginu eða byggingum þess. Brátt fóru stórar rifur og sprungur að koma í veggina og veggirnir sjálfir fóru að síga. Sverar stoðir voru settar undir til að létta á þyngslunum, undir eins og menn urðu þessa varir. En alt fyrir það sukku veggirnir á einni nóttu 8 þumlunga niður í jörðina. Og um tima leit svo út, sem byggingin væri öll eyðilögð. Hvernig snörist nú félag þetta við þessu? — Það byggir nú bæði þessa og allar aðrar byggingar sinar þannig, að það lælur undirstöðuna undir grunninnn ganga aUa leið niður á fasla-bjarg. Nú kostar þetta fé- lagið ærna peninga. En þegar vér leiðum hugann að öllu þessn, þá æltum vér ekki að grufla um það eða hika oss við það, að reisa grunninn undir annari eins byggingu og þinghúss byggingunnm á föstu bjargi. Mörg önnur dæmi svikulla grunna getum vér fundið á meðal sjálfra vor, en þessi. En eg hefi ekki tíma til að telja þau upp. En samt vil eg ekki láta hjá líða, að taka dæmi eitt frá borginni Ottawa. Það er Victoria Memorial Museum. Bygging þessi kostar $1,000,000, og er listasafn höfuðborgar Canada; er þar mikið af jarðfræðislegum menjum úr Canada. Byggingin er 8 ára gömul og var bygð á ‘clay’ grunni. En hverjar urðu afleiðingarnar? Allstaðar eru rifurn- ar og sprungurnar. Veggirnir eru að síga. Hinn mikli turn er að leggjast út af, svo að fólk álítur það ekki hættulaust, að koma þar nærri, eða búa nálægt bygg- ingunni. Það er óðum að flytja burtu. Með öðrum orð- um: Þessi dýra og fríða bygging er orðin voði og stór háski fyrir fólkið. Verkfræðingur einn hefir verið til þess kvaddur, að líta eftir byggingunni, og hefi eg nú skýrslu hans til ráðgjafans, sem Hon. Minister Robert Rogers lagði fyrir þingið hinn 15. febr. 1915. Vantaði fastan grunn undir stólpana. Eg vil bæta þvi við„ að maðurinn, sem bygði þessa byggingu, var Mr. George Goodwin, fær og vannr kon- Upp til þessa hefir öll nefndin og þá nátlúrlega bæði Liberalar og Konservatívar, verið jafnt ábyrgð- arfull fyrir öllu þvi, sem gjört hefir verið; en nú tek- ur stjórnin við , Nú er þar komið málum, að upp frá þessu er stjórnin ábyrgðarfull, og hún hikar sér ckki hið allra minsta við að játa það og bera ábyrgðina fyrir alt, sem gjört hefir verið. Hvað sumar breytingarnar snertir, var eg ckki meðlimur stjórnarinnar eða þingsins, þeg- ar þær voru gjörðar, og gæti þvi varist allri ábyrgð. Persónulega var eg ekki ábyrgðarfullur. En stjórnar- farslega (constitutionally) viðurkenni eg að eg er eins ábyrgðarfullur einsog hver annar meðlimur stjórnar- innar, og mér kemur ekki til hugar, að skorast undan að bera þá ábyrgð. Ef að eg ætlaði, að hér hefði verið rangt gjört eða ólöglega að farið, þá væri alt annað. Eg byrja nú á því, að setja málið fram í sögulegri röð, og koma þá fyrst aðal-breytingar þær, sem gjörðar hafa verið á hinu upprunalega byggingaformi, fyrst hvað undirstöðuna snertir og siðan efnin, sem bygg- ingin er gjörð af. En á meðan eg skýri þetta vil eg biðja þingmenn að hlýða máli mínu, laust við flokka- drátt allan; þvi að þetta er ekki flokksmál, heldur blátt áfram hagfræðislegt mál (business and not a party question). Voru þessar breytingar nauðsynlegar? Voru þær svo óhjákvæmilegar, að á þvi gæti enginn vafi leikið? Eg held því fram, að þó að oss geti greint á um alt ann- að, er mál þetta snertir, þá sé þó aðeins hugsanlegt, að svara spurningum þessum á einn veg, ef menn leitast við, að fara með nokkura sanngirni i málunum. (Lófa- klapp). Fyrst er þá að skoða, hvort að tilboðin hafi verið nægilega auglýst og ‘konlraktinn’ veiltur venjum og lögum samkvæmt. Svarið verður vafalaust: já. Svo íramarlega, sem eg hefi frekast getað komist eftir, hef- ir aldrei verið neinn ágreiningur um þetta. Tilboðin voru tvö; annað frá Lyall & Sons og hitt frá Thomas Kelly & Sons. Bæði tilboðin voru vandlega yfirveg- uð. En samt hefði ekki átt að taka nema annað til greina, því að tilboðinu frá Lyall fylgdi ekki það sem fylgja átti og heimtað var í auglýsingunni: ávísun, mörkuð eftir því, sem lögin fyrirskipa. Stjórnin sýndi því Lyall umburðarlyndi, að taka tilboð hans nokkuð til greina. En hvernig á þvi hefir staðið, að tilboði Lyalls fylgdi engin mörkuð ávísnn, ætla eg ekki að fara út í að þessu sinni. Að hann hafi haft ástæðu til þess, að koma ekki með ávísunina, eins og auglýsingin heimtaði, hlýtur öllum að vera augljóst. En eg veit ekki, hver hún hefir verið, og svo er engin nauðsyn til að grafast eftir slíku. Tilboðið frá Thomas Kelly & Sons var lægra og þeir fengu ‘kontraktinn’; enda mælti byggingameist- arinn, er uppdrættina gjörði, Mr. Simon, með því. Og Eg hefi sagt, að stjórnin hafi tekið til starfa og breytt um undirstöðuna undir byggingunum. Og nú vil eg leyfa mér að spyrja: Var þessi breyting virki- lega nauðsynleg? Fyrst af öllu vil eg bera fram álit prófessors Brydone-Jack, sem er margra ára reyndur byggingameistari og verkfræðingur (Construction En- gipeer), og nú prófessor í bygginga-verkfræði (Struc- tural Engineering) við háskólann í Manitoba. Hann var kvaddur fyrir nefnd hinna opinberu reikninga og gaf þar vitnisburð sinn um þetta. Og eftir að búið var ræða um grunna af ýmsu tagi, tré og cementi, þá var hann spurður eftirfylgjandi spurninga: Ilvaða tegund grunns eða undirslöðu viljið þér ráða mönnum til að hafa, sem þér álitið áreiðanlega í þessum jarðvegi undir jafn þungar byggingar og þing- hús þetta? SVAR: Hið bezta og hið eina rétta er að byggja undirstöðuna á bjargi niðri (bed rockq, eða láta stöplana (Caissons) ganga alla leið niður á bjarg. SPURNING: Er nokkur önnur aðferð hugsanleg og óhult við þessar byggingar? SVAR: Nei, engin, sem treysta megi. SPURNING: Ef að mögulegt er að komast á bjarg niður, þá munduð þér vilja láta byggja undirstöðuna þar? SVAR: Já. Þessu næst vil eg leiða athygli yðar að vitnisburði Mr. E. C. Shanklands. Er hann orðlagður grunna og byggingameistari og verkfræðingur í Chicago, og hefir reist stórbyggingar um alla Ameriku og til hans leita mörg ríkin í Bandaríkjunum. Er hann viðurkendur fremstur manna í sinni iðn. Þegar eg vildi leita ráða hjá hinum merkasta og frægasta verkfræðingi, sem hægt væri að fá, þá fór eg til Sir William Whyte sál., sem lengi var varaforseti C. P. R. féJagsins, og sem vér allir þekkjum. Eg spurði hann, hvert eg skyldi leita. En hann sagði mér, að eg skyldi undir eins senda eftir Mr. Shankland, og gat þess, að hann myndi ráða til þess sem viturlegt væri og óhætt að fylgja. Mr. A. M. Nanton, sem er í stjórnar- nefnd Canadian Pacific járnbrautarfélagsins, sagði hið sama, hvað Mr. Shankland snerti. Mr. Shankland hefir haft langa og mikla reynslu í þessum cfnum. Hann lagði grunninn að hinni fyrstu stórbyggingu í Chicago, og hefir siðan verið meira eða minna við riðinn allar stórbyggingar í þeirri borg. — Nú er hann formaður fyrir Harbor Trust og Subway Trust í Chicago, og upp til hans líta allir bygginga- meistarar og verkfræðingar. Gaf hann eiðsvarið vottorð á þessa leið: SPURNING: Hvað jarðveginn undir Winnipeg

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.