Heimskringla - 08.04.1915, Side 6

Heimskringla - 08.04.1915, Side 6
BLS. 6 HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 8. APRÍL 1915. Hin Leyndardómsfullu Skjöl. Saga eftir WALTEfí WOODS. Terið er að raka kjálkana á mér. Eg nota tímann til starfa. Hann var kominn fram að dyrunum, en stansar til þess að hlusta á ræðu mina og scgir svo: “Það er ef til vill meira i þér af manndómi, en sýnist vera svona í fljótu bragði, og eg get vel trúað, að þú notir tímann allvel stundum og þér verði mik- ið úr honum, ef ekki koma óhöpp fyrir”. Mér fanst einhver sá keimur i róinnum, að mér flaug í hug, hvort hér væri kominn annar Goodwin, er snuðrað hefði uppi upplýsingar inér viðvíkjandi og væri nú að gefa mér meiningar. En það gat naumast verið. Eða hvar hefði hann átt að fá upplýsingar um það, að eg hefði þessi skjöl og hvernig þau væru feng- in? Þetta hlaut aðeins að stafa af einhvers konar sam- vizkubiti hjá mér, eða þá að eg var að verða móður- sjúkur. Fyrir framan mig á veggnum hinumegin við borð- ið var stór spegill, svo eg sá alt það, sem gjörðist að baki mér. Eg sá vinnufólkið ganga út og inn um eld- húsið, þó þær dyr, sem það gekk um, væru á bak við mig. Eg þekti andlitin ekkert, og gaf þeim því lítinn gaum; en i þess stað var sokkinn niður í að hugsa um þau síðustu orð, sem hann sagði þessi ókunni mað- ur um leið og hann fór út úr borðsalnum. Alt í einu sá eg bregða fyrir andliti, er kom mér til að hrökkva upp af stólnum af undrun. Eg sá i speglinum, að stúlka kom inn í salinn í gegnum eldhússdyrnar. Eg ávarpaði hana ósjálfrátt: “Svo við hittumst þá hér aftur, ungfrú Ethel Reed”. Eg hcld að henni hafi fyrst flogið í hug, að kann- ast ekki við mig, en svo athugaði hún betur kringum- stæðurnar og sagði: “Já, — en fyrir guðs skuld, lát þú ekki á þvi bera, að þú þekkir mig. Eg er hér aðeins sem rétt og slétt vinnustúlka”. “Eg heyri og skal hlýða”, sagði eg, um leið og eg settist niður aftur, því eg hafði staðið alveg upp af stólnum í fátinu, sem á mig kom af að sjá hana. “En þú verður að lofa mér því, að vera vinstúlka mín samt sem áður, og fráfælast ekki að tala við mig, þegar eng- inn sér til”, bætti eg við. “Það verður undir kringumstæðum og atvikum komið”, svaraði hún. “En þetta er ekkert loforð frá þér”, hélt eg áfram. “Þú ert sannarlega búin að kynnast mér nógu lengi, til þess að geta gjört þér grein fyrir, hvort eg er þess verður, að við mig sé hafður kunningsskapur. Þar að auki er eg eltur af samlanda þínum og þarf hjálp- ar við. En eg er sannfærður um, að þú getur veitt mér þá hjálp”. “Undir þeim kringumstæðum skal eg gefa þér full- komið loforð um það, að eg skal eiki hlaupa í burtu héðan þér óafvitandi; fyrir utan það, að hér er gest- um heimilt að tala við vinnuhjú á þeim tíma, sem þau eru ekki við verk sitt. Þú þarft því ekki að kvíða því, að þú getir ekki náð tali af mér svona hér um bil hve- nær sem vill eða þú æskir”. Eg hefði treint mér morgunmatinn, ef eg hefði ekki verið of langt koininn með Iiann, þegar eg gjörði þessa uppgötvun; og svo kom nú önnur stúlka inn til þess að taka diska af borðinu, og gaf mér óljóst að skilja, að eg yrði að fylgja dæmi borðbúnaðarins og íara. “Eg gjöri ráð fyrir, að þú sért búinn að borða”, sagði hún. “Og strax og við erum búnar að borða, vinnustúlkurnar, þurfum við að setja strax á borðið aftur fyrir miðdagsmatinn”. Þetta var ung og lagleg stúlka. En hún leit til mín á þann hátt, sein gaf mér til kynna, að hún hefði frem- ur óbeit á nærveru minni. Mér flaug í hug, hvort hún einnig væri búin að frétta um minn liðna lífsferil. Eg stóð upp og gekk til dyranna á borðsalnum; en hagaði ferð minni þannig, að eg skyldi ganga rétt framhjá ungfrú Reed. “Mér er sama sem vísað út”, sagði eg við hana í lágum róm. “Þetta er ekkert land fyrir mig; hér nýt eg engra þæginda. Mér hefði lík- að að mega tala við þig nokkur augnablik, en það er ekki hægt, að koma því við. Myndir þú ekki geta og vilja mæta mér í kveld úti á ferhyrningnum, þar sem við gætum talað saman um stund í næði?” Hún svaraði inér engu, fyrr en eg fullvissaði hana um, að eg mundi ganga þvert og endilangt um allan ferhyrninginn þar til eg sæi hana. Þá lofaði hún mér að verða við bón minni, ef veður leyfði og éf hún hefði ekki um of vant við komið. Hún kvað það stund- um koma fyrir, að þær stúlkurnar þyrftu að vinna svo lengi fram eftir á kveldin, að þær yrðu fegnar að fara að hvíla sig, þegar þær loks væru búnar með verkin sin. Eg varð mjög glaður yfir að fá þetta loforð. Ungfrú Ethel Reed hélt líka loforð sitt við mig. VIII. KAPÍTULI. Annar kuenmaður kemur i spilið. Ef eg þyrfti að gjöra grein fyrir því unaðslegasta kveldi, sem eg hefi lifað á æfi minni, þá myndi eg ó- hikað segja, að þetta kveld, sem eg gekk í hægðum minum við hliðina á Ethel Reed aftur og fram um fer- hyrninginn, væri hið inndælasta og unaðsrikasta kveld, sem eg hefi lifað. Það var margt af fólki á gangi umhverfis okk- ur það kveld, og virtist öllum líða vel og vera ánægð- ir; en eg er sannfærður um, að eg var sá lang lukku- legasti af þeim öllum. Hver og einn virtist vera sokk- inn niður í sínar eigin hugsanir, og því ekki taka hið minsta eftir því, sem fram fór í kring. Margt af þeim körlum og koum, sem þar voru á gangi er eg sannfærður um að voru elskendur, dreym- andi sina ástardrauma. Og sumt sá eg að myndi vera fólk nýlega komið frá Englandi, því útlit þess bar vott um það. Eg óskaði þessu fólki til allrar hamingju og blessunar í ástamálum sinum, svona með sjálfum mér; þó í raun og veru að mér hefði sjálfum ekki veitt af nokkrum lukkuóskum, einsog ástatt var fyrir mér inn- anbrjóst. Eg verð að játa það, að eg var alveg gagntek- jnn af ást til þessarar stúlku, sem eg þekti þó í raun og veru svo lítil deili á; og hennar þurra og kalda framkoma gagnvart mér, gjörði mig ennþá æstari og áfjáðari, og eg einsetti mér að gefast ekki upp fyrr en mér hefði hepnast að ná ástum hennar. “Mér ríður mikið á, að eignast trúan vin”, sagði eg, svo sem til að byrja sainræðurnar, er við hófum göngu okkar. “Það ætti sannarlega ekki að vera mikill vandi, að fá vin hér i þessum stóra bæ; þar sem lika svo margir virðast vera á sömu skipsfjöl í því efni”, sagði hún. “Það gef eg eftir”, mælti eg. “En það er ekki víst nema það fólk verði ósamtaka með róðurinn; og eg fyrir mitt leyti er mjög vandur að vinum, og sérstak- lega nú, hefi eg sterka ástæðu til að vera varkár í vali vinanna. Eg tek þig inn í leyndarmál mitt alveg hik- laust. í raun og veru er eg nú í vandræðum. Þú mátt nú ekki segja, að þú viljir ekki eða getir ekki hlustað á mig. Þú mátt til með að gjöra það mín vegna”. Eg hafði nú spilað út mínu trompi og beið nú eft- ir að sjá, hvaða áhrif það hefði. Félagi minn var hugsi og var sjáanlega að hugsa sér upp eitthvert svar. En áður en hún tók til máls, hélt eg áfram og sagði henni alla málavexti. “Eg hefi lent inn á svo þröngan stíg, að eg get ekki snúið mér við og verð því að halda áfram. En til þess að geta það verð eg að fá góðan leiðsögumann”. Eg sagi henni í eins fáum en skýrum orðum og eg gat, hvað fyrir mig hefði komið, og að eg væri nú lagð- ur í einelti af óvinuni mínum. “Sá, sem mér er hættulegastur nú sem stendur, er sá maður, sem þú sjálf þekkir og komst í kynni við á skipinu á leiðinni til þcssa lands”. “Hann er naumast þess virði, að hugsa um hann, hvað þá að óttast hann, sá herra”, byrjaði hún. “Ef að kvenfólk ætti að láta hugfallast í hvert sinn, sem þvi er gjört gramt í geði af þess konar snáðum, þá yrði líf þeirra ekkert annað en tóm vandræði og stríð. Þú ættir ekki einu sinni að láta hann detta þér í hug, hvað þá að leyfa þeirri hugsun að komast inn hjá þér að hann megni að gjöra þér nokkurt tjón”. “Það væri að grafa höfuð mitt í sandi”, mælti eg; þar sem maðurinn er nú kominn hingað til borgarinn- ar með sérstöku augnamiði, sem er það, að ná frá mér á einhvern hátt — hann er ekki vandur að aðferðinni — skjölunum, sem eg hefi nú þegar minst á. Honum virðist standa það á mjög miklu, að ná þeim”. “Virðist, segir þú”, svarar Ethel. “Ert þú ekki viss um, hvort þau eru mikilsvirði? Eða kanske þau séu líka einskisvirði?” “Eg veit það ekki með vissu”, sagði eg. “Hvernig stendur á þvi, að þú veizt það ekki?” spurði hún. “Það er þess vegna, ungfrú, að eg skil ekki eitt einasta orð í Þýzku, en það er tungumálið, sem þau eru skrifuð á”. “Einmitt það!” sagði ungfrúin. “Ef það er alt, sem gengur að, þá er ekki að vita, nema eg geti hjálp- að þér. Það er að segja, ef þú kærir þig um, að hleypa mér inn í leyndarmál þitt”. “Aðaltilangur minn með því að fá þig til viðtals í kveld, var að fá þína hjálp, ef hægt væri”, svaraði eg. “Ef mér tekst að verð svo lánsamur, að fá hjálp þina, þá er mér sigurinn vís”. Eg hefi ef til vill orðið frekar áfergislegur og nær- göngull við ungfrúna, við þessa siðustu samræðu; eg jafnvel fann til þess sjálfur; en eg gat ekki gjört að því. Eg tók eftir nú, eftir þessa litlu samveru okkar, að hún hafði gott lag á því, að halda manni frá sér; láta mann ekki gjörast of nærgöngulann við sig. Hið kalda augnaráð hennar, er hún notaði í viðlögum, fór alveg gegnum mann og setti í mann kuldahroll. “Við getum ef til vill” hélt hún áfram, “lesið skjölin hérna”. Og hún staðnæmdist undir einu raf- magnsljósinu. “Það gæfi' sannarlega einhverjum fingralöngum, ef hann væri hér í kring, hentugt tækifæri til að hrifsa þau úr höndum okkar, þegar við færum að fletta þeim í sundur og lesa þau hér úti á víðavangi”, sagði eg, al- veg hissa á tillögu hennar. “Fyrst þú ert svona varkár”, sagði hún; “þá verð eg að biðja þig að ljá mér skjölin til morguns”. Eg varð nú alveg ráðþrota. Eg hafði ásett mér að sleppa ekki hendi minni af skjölunum undir neinum kringumstæðum fyrr en þau væru seld. Ungfrú Reed sá hvað mér leið. “Gott og vel”, segir hún. “Segjum þá svo, að eg lesi þau hér, en þú haldir vörð á meðan. Eg skal lofa því, að halda fast um þau á meðan eg les þau”. Eg hafði engin fleiri orð um þetta, heldur dró upp úr vasa mínum umslagio, sem þessi dýrmætu skjöl voru i, og fékk henni það; en hún færði sig nær ljós- inu og fór að rýna í blöðin. Hún hniklaði brýrnar. í fullar tvær mínútur starði eg undrandi á ungfrú Reed; en eg gleymdi alveg mínu verkefni, sem var að halda vörð. Margir gengu rétt fram hjá okkur, og eng- inn hlutur hefði verið auðveldari fyrir þá, en að grípa blöðin úr hendi Ethel og hlaupa burt með þau. En eg var svo gagntekinn af fegurð stúlkunnar, að eg al- veg gleymdi þesari hættu, og rankaði aldrei við mér til fulls, fyrr en hún braut þau saman aftur og lét þau í umslagið. “Jæja”, sagði eg “er það ofurefli þitt?” “Já, það er það”, sagði hún. “Það er líkingamál á skjölunum, sem gjörir þau að erfiðustu gátu. En eg er ekki góð að ráða gátur’” Án þess að segja citt orð, tók eg við skjölunum og stakk þeim í vasa minn. Eg hafði orðið fyrir von- brigðum. “Ef þú ert ákveðinn í því að fá þessa gátu ráðna, held eg að eg geti áreiðanlega fengið hana ráðna fyrir þig”, sagði hún svo. “Eg er vissulega ákveðinn i því”, sagði eg; “en eg skil ekki, hvernig þú hugsar þér, að finna lykilnn að gátunni”. Ungfrú Reed hló hálf hæðnislega að mér fanst um leið og hún gekk burt frá ljósinu. “Þú yrðir i fyrsta lagi að trúa mér fyrir skjölunum”. “En þú ert kannske ákveðinn í því, að skilja þau ekki við þig?’, bætti hún við. “Ef þú gefur mér loforð þitt um það, að láta ekki nokkurn lifandi mann sjá þau hjá þér, eða komast að þvi, að þú hafir þau undir höndum, þá skal eg láta þau af hendi við þig”, sagði eg með ákafa. “En eg hefi nú þegar sagt, að líkingamálið á þeim þessum skjölum sé fyrir ofan minn skilning og þess vegna útheimtist þriðja persónan.” “Þá —”, sagði eg, “held eg að eg hafi þess gátu óráðna ögn lengur. Eg var að vona, að við tvö gætum komist fram úr þvi”. “Þú skilur ekki þýzku”, sagði hún; “en eg er klaufi í þvi máli, þó eg skilji ofurlitið. Þú getur ati visu lært málið; en eg er hrædd um, að æfi þín yrði aldrei nógu löng fyrir þig til þess að læra það nógu fullkomlega til þess að það gæti komið þér að notum í þessu efni. Menn verða að læra tungumál á unga aldri, svo lærdómurinn geti komið þeim að fullum notum. Hefir þú nokkurntíma tekið eftir útlendum ferðamönn- um, hvað þeir eiga bágt með að gjöra sig skiljanlega, þó þeir jafnvel kunni bókmálið nokkurn veginn. Eg hefi orðið þess vör”. “Já”, svaraði eg dauflega. Þetta var í fyrsta skifti, sem eg tók eftir því verulega, að Etliel bar fult traust til mín. Eg varð svo glaður. Tilfinningar mínar voru þær sömu, >>em eg get ímyndað mér að lýsi sér hjá þeim, sem hefir beðið sér stúlku og fengið jáyrði. Mig langaði til að heyra meira; en alt sem hún bætti við var: “Og nú er eg komin yfir hafið, hingað til þessa mikla lands, til þess að rcyna að hafa ofan af fyrir mér á einhvern hátt. Eg get það auðveldara hér en eg myndi hafa getað það á Englandi, jafnvel við það, að þvo diska og bera á borð, eða jafnvel að þvo gólf. En fyrirgefið þér, eg er að fara töluvert út frá efninu”. “Ekki hið allra minsta; haltu bara áfram. Mér jiykir unun að heyra j)ig tala. Veizt þú af nokkrum, sem þú gætir fengið, til þess að finna lykilinn með þér að þessari gátu?” spurði eg. “Já”, svaraði hún. “Þekkir þú hann eða hana svo vel?” spurði eg efablandinn. ‘Mæta vel”, sagði hún. “Hver er staða þessarar persónu?” spurði eg. “Njósnari”, var svarið. Eg varð hugsi. Eg efaðist um karaktér þessarar persónu og fékk strax hálfgerða óbeit á henni. “Eg hata alla njósnara”, sagði eg, “og eg er því mjög mót- fallinn, að þeir stingi nefinu inn í þetta mál. En samt sem áður mættir þú segja mér nafnið á þessari mann- eskju”. “Francis Megson”, svaraði hún hiklaust. Það komst strax inn hjá mér hatur til þessa Meg- sons, og eg furðaði mig á, hvaða samband gæti verið á milli félaga iníns og hans. Það var náttúrlega fram- úrskarandi heimskulegt, en eg varð afbrýðisfullur nú þegar, og ungfrúin tók eftir þvi. Því við ljósglamp- ann frá rafmagnsljósinu tók eg eftir því að það var glettnisbros á andlitinu á henni. “Eg gjöri ráð fyrir, að þessi Megson sé virkilegur njósnari”, hélt eg áfram; “en ekki einn af þessum, sem maður heyrir svo mikið um og les svo mikið um i sögum; — þessuin mönnum, sem eru látnir gjöra alla mögulega og ómögulega hluti; en eru svo í raun réttri ekki til, eða þá einskisvirði sem njósnarar eða ef til vill neitt annað?” “Þessi Megson er í þjónustu eins hins stærsta og mikilfenglegasta starfandi njósnarafélags í heimin- um”, sagði ungfrú Reed; “og er að verða fræg fyrir starfa sinn. Þessi pcrsóna Megson — svo eg brúki þin eigin orð um hana, en sem eru frekar vanvirðuleg um vin minn. — Sussu nei, vert þú ekki neitt að afsaka þig, — er orðin þjóðflokk til verulegs sóma”. “Og mjög svo persónulega til sumra”, sagði eg en fann um leið, að slíkt var heimskulegt af mér, og eg fyrirvarð mig fyrir, að hafa ekki þagað eða þá sagt eitthvað af viti. En ástin gjörir mann svo oft að fá- bjána. Eg clskaði ungfrú Iteed og varð einhvernveg- inn, ástæðulaust og heimskulega, afbrýðissamur af þess- ari persónu. “Til mín vissulega”, svaraði ungfrúin mjög ró- lega. “Eg væri skammarlega vanþakklát, ef eg ekki viðurkendi þá miklu hjálp, sem Megson hefir veitt mér hér i þessum mikla og stóra bæ; þar sem maður þarfn- ast svo mikið, að eiga góðan vin; en það hefir hún sannarlega reynst mér síðan eg kom hingað”. Eg ypti öxlum og leit tortrygnisaúgum til ungfrú Reed. Það fór hrollur um mig, er eg hugsaði um nafn- ið Megson. Eg var utan við mig og eg vissi, að eg var með ósanngjarnar ásakanir í brjósti mínu til Ethel; og eg er sannfærður um, að eg hefði talað eitthvað af mér, ef hún hefði ekki orðið fyrri til að taka til máls: “Þarna kemur þá persónan Megson, rétt þegar við erum að tala um hana”, mælti hún í háum róm; auð- vitað til þess, að Megson gæti heyrt hvað hún segði. Eg stansaði og starði hálf kjánalega fram undan mér; því eg sá engan nálægt okkur, nema ungan, háan velklæddan kvenmann og laglegan, sem nú stansaði hjá okkur. Hún rétti ungfrú Reed hendina og heilsaði henni virðulega, um leið og hún sagði: “Hvað kemur þér til þess, að vera hér í kveld? Eg hélt að þú værir við eldhússtörf þín, einsog þú ert vön að vera á þess- um tíma sólarhringsins”. “Hið hreina og ferska kveldloft og herra Bolton Bryce”, svaraði ungfrúin, sem eg hafði nú sagt mitt rétta skírnarnafn. Ethel brosti svo blíðlega framan í Megson, að mér nær því vöknaði um augu og hefði sjálfsagt grátið fögrum tárum, ef karlmaður hefði átt i hlut, — svo mikið sárnaði mér, að verða ekki sjálf- ur aðnjótandi þessa fagra og blíða bross. “Enskur og frá London”, inælti hinn nýji félagi okkar. Mér fór ekki að lítast á blikuna. Var þessi ó- kunna kona einnig búin að grafa upp alt um mína liðnu æfi? Gat það verið? Eða varð cg að verða rugl- aður? Eg þagði ennþá. “Látið mig gjöra ykkur kunnug”, sagði ungfrú Reed: “Herra Bolton Bryce og ungfrú Francis Meg- son”. Eg er sannfærður um, að eg roðnaði í andliti um leið og eg heilsaði ungfrú Megson. Eg hafði verið af- brýðisfullur. Þessi Megson var þá kvenmaður! Hvaða flón eg hafði verið! Og eg vissi, að Ethel vissi það, og fann sárt til meðaumkvunar með mér. Eg ætlaði að fara að gjöra einhverja málamyndar afsökun. En til allrar guðs lukku fríaði Ethel mig við það, með þvi að taka til máls: “Eg held nú það bezta, sem við getum gjört sé að fara til baka til gistihússins, — eg inn i mitt eldhús, en þið, sem maður og kona, til einhvers þess staðar, sem ykkur þóknast bezt. Eg hefi gjört ykkur kunnug og svo getið þið tvö ein gjört það sem eftir er”. “Þú kemur bara rakleiðis upp í mitt herbergi, ungfrú Reed og þú líka, herra Bolton Bryce”, sagði ungfrú Megson í róm, sem benti til þess, að hún myndi vön því að sér váeri hlýtt. Við héldum svo öll af stað til gistihússins; og þar sem enginn varð til þess að sjá okkur, fór eg með þeim inn í þeirra herbergi. “Nú, nú!” sagði ungfrú Megson, þegar við vorum öll búin að taka okkur sæti upp í herbergjum hennar, og eftir að hún hafði lokað dyrunum vandlega og gætt inn í klæðaskápinn og undir rúmið til þess að fullvissa sig um, að þar væri enginn, sem ætti þar ekki að vera. “Nú, nú, hvað er það, sem þið viljið a ð eg gjöri fyrir ykkur?” “Að glíma við þetta”, mælti eg um leið og eg tók skjölin upp úr vasa mínum og fékk ungfrú Megson þau. “Þau eru skrifuð á líkingamáli einungis og rósa- máli og svo þýzku þar ofan í kaupið, sem gjörir þau alveg óviðráðanleg fyrir mig”. “Þú virðist bera mikið traust til mín”, mælti ung- frú Megson og brosti blíðlega til mín um leið. Mér fanst brosið fara henni mæta vel. “Ungfrú Reed hefir sagt mér frá þér”, svaraði eg. Nú opnaði njósnarinn skjölin og rendi augunum fljótlega yfir alt innihald þeirra. Fyrir nokkrar min- útur athugaði hún þau og sá eg glögt vandræðasvipinn á andliti hennar. Eg varð enn fyrir vonbrigðum. Eg hafði verið þess fullviss, að hún myndi fyrirhafnar- lítið geta ráðið gátuna; en nú sá eg að það var fjarri því að svo væri. “Já, já!” sagði cg. “Ó, láttu þér ekkert óðslega. Þú getur naumast bú- ist við, að eg lcsi þessar rúnir reiprennandi einsog prentaða bók”, svaraði hún í fyrirlitningarróm, sem ef- laust hefir átt að gefa mér til kynna, að eg væri alt of fljótur á mér og bráðlátur. “Þú mátt til að gefa ungfrú Megson lengri tima til þess að komast að efninu i þessum skjölum, en þetta”, tók ungfrú Reed fram í, og mér fanst eg verða hálf- hrifinn af kurteisinni og prúðmenskunni, sem lýsti sér í orðum samlanda míns. Eg rétti út hendina í þvi skyni að taka á móti skjölunum, en njósnarinn virtist ekki veita þvi neina eftirtekt, heldur tók stækkunargler upp úr vasa sínum og fór að yfirfara þau að nýju. Hún velti þeim fyrir sér á alla kanta. Hún bar þau upp að Ijósinu og það svo nálægt því, að eg stökk á fætur og gjörði mig liklegan til að hrifsa þau af henni, frá hættunni, sem mér fanst þau vera í af ljósinu. “Ha, ha!” sagði ungfrú Megson og ánægja lýsti sér i rómnum. “Svo þú liefir þá fundið lykilinn að leyndardómn- um?” spurði eg með ákafa. “Eg skil ekki eitt einasta orð af því, sem á þau er skrifað”, svaraði hún. “En eg hefi held eg fengið ó- ljósa hugmynd um verðmæti þeirra. Ert þú virkilega ei^andi þessara skjala?” “Já, vissulega er eg réttur eigandi þeirra”, fullviss- aði eg hana um. “Segðu mér, hvernig þú fékst þau”, sagði hún í skipandi róm. Eg hikaði um stund og leit á ungfrú Reed, og sýnd- ist mér augnaráð hehnar gefa mér visbendingu um, að mér væri óhætt að segja söguna. Sagði eg því ungfrú Megson lítinn hluta af því, hvernig eg varð eigandi skjalanna, en það var ekki nema sáralitill hluti af þeirri sögu, sem eg sagði. Ungfrú Megson, með sem eg kalla ergjandi sein- leika, braut skjölin saman og setti þau í umslagið. Sið- an lét hún þau í vasa sinn, sem var innanklæða á treyju hennar. “Meinar þú að taka skjölin með þér?” spurði eg hana. “Já, til herra Johnsons sjálfs”, svaraði hún. Herra Johnson þekti eg aðeins að nafninu til og vissi, að hann var orðlagður frá hafi til hafs fyrir að vera hinn allra snjallasti og færasti njósnari allra, sem þá voru uppi, og taldi eg sjálfsagt að ungfrú Megson væri í hans þjónustu. “Gott og vel”, sagði eg; “eg ætla að treysta þínu nafntogaða njósnarafélagi fyrir skjölunum”. * “Hvort sem þú gjörir það eða ekki”, sagði ung- frú Megson, “það gjörir lítinn mismun. Skjölin eru nú í minum vörzlum og til þess að auka frægð mina ætla eg ekki að láta þau af hendi fyrr en eg hefi ráðið gát- una. Þau eru óhult hjá mér. Vertu óhræddur”. “Eg tek orð þín trúanleg í þessu efni”, svaraði eg. “Eg ætla aðeins að ónáða þig með einni spurningu: Hvað hyggur þú að skjöln séu mikils virði?” “Ef þau eru þess efnis, sem eg hygg þau vera”, svaraði hún, “þá eru þau virði frægðar og frama tíl mín fyrir að hafa náð þeim, og svo eitthvað kringum hálfa millíón dollara til þín. Eg gjöri mér hugmynd um, að sá rétti eigandi væri viljugur að borga það fyr- ir þau, hvenær sem er, ef hann ætti kost á, að fá þau í sína hendur aftur fyrir þá upphæð”. IX. KAPÍTULI. « 1 , Hið flugbeittasta eggjárn. Eg stóð uppi gjörsandega ráðþrota yfir framkomu þessa njósnara í kvenmannsfötum, er nefndi sig Fran- cis Megson, og gaf mér til kynna, að hún væri í þjón- ustu eins hins orðlagðasta njósnarafélags í Vesturheimi. Mér fanst samt sem áður, að eg í raun og veru hefði enga ástæðu til, að spyrja hana neitt frekar, og þó að eg hefði gjört það, þá hefði alt orðið að engu fyrir mér, með það á meðvitundinni, að hún var trúnaðar- vinur ungfrú Reed; og það var svo strangt í huga mín- um, að þeim, sem hún trúði og treysti og kæmi mér í kunningsskap við, þeim væri mér óhætt að trúa og treysta einnig. Eg gat ekki hugsað mér, að neitt ilt gæti í raun og veru búið undir orðum ungfrú Megsons, þó að þau væru nokkuð sjálfbyrgingsleg. Mér fanst ekki hugsanlegt, að ungfrú Reed gjörði nokkur mistök, — svo mikið traust hafði eg á henni; dómgreind hennar var óskeikul og ráðleggingarnar þær einu réttu, — ekki sízt til þessa manns, er gjörði sér svo fagra og góða von um, að verða síðar meir svo heppinn að fá að standa við lilið hennar í veröldinni, sein sá kærasti til hennar af öllum mönnum. GJÖF Fyrir óákveðinn tíma á fólk vöi á að fá einn árgang af Heimskringlu fyrir $2.00, og eitt eintak af stríðskorti norðurálfunnar, og þrjár Heimskringlu sögur gefins með. Strít5skortit5 er naut5synlegt hverjum sem vill fylgjast met5 vitSburt5um í þeim stórkostlega bar- daga sem nú stendur yfir 1 Evrópu. Einnlg er prentat5 aftan á hvert kort upplýsingar um hinar ýmsu þjótSir sem þar eiga hlut at5 máli, svo sem stœrt5 og fólksfjöldi landanna, herstyrkur þjótSanna samanburt5ur á herflotum og loftskipaflotum, og ýmislegt annat5. Stríðskortið fæst nú til kaups á skrif- stofu félagsins fyrir 35 cent SKRÁ YFIR HEIHSKRINCUJ PREMHJR. Brót5urdóttir Amtmannsins..... 25c. Ættareinkennit5 ............. 39«. Dolores ..................... 35c. Sylvia ...................... 25c. Lára ........................ 25c. Jón og Lára ................. 25o. Ljósavört5urinn ............. 35c. Strít5skort Nort5urálfunnar . 35c. TheVikingPress, 729 Sherbrooke St. Ltd. Talsími Garry 4110 P.O.Box 3171

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.