Heimskringla - 15.04.1915, Blaðsíða 2

Heimskringla - 15.04.1915, Blaðsíða 2
BLS. 2 HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 15. APRÍL 1915. Hon. Dr. W. H. Montague segir sögu þinghúss-byggingar malsins frá byrjun Ráðgjafinn hrekur hinar ósvífnu ákærur Liberala með ómótmælanlegum framburði beztu verkfræðinga þessarar heimsálfu. Liberalar bera ábyrgð jafnt og Konservatívar á öllum undirbúningi og vali uppdráttar til bygginganna. (Framhald) Steypu stöplarnir. Eg vil nú leyfa mér að snúa máli mínu að steypu- istöplunum (Caissons) untlir þinghússbyggingunum, sem settir voru i stað cement stöplanna. Um þetta at- riði hafa hinir heiðruðu andstæðingar vorir tvær rök- semdaleiðslur fram að færa. En þær minna mig á s'jg- una um fyrri tíma lögmann einn, sem verja átti mann, er ákærður var um þjófnað á potti: í fyrsta lagi stal skjólstæðingur minn ekki pottinum; i öðru lagi, ef að hann stal pottinum, var honum skilað aftur, og í þriðja lagi, pottskömmin var þess utan sprungin, þeg- ar honum var stolið”. (Hlátur). Hinir heiðruðu andstæðingar vorir rökfæra á þessa leið: “Þið sömduð aldrei um byggingu steypi- stöplanna eftir lengdarmáli þeirra, og ef þið gjörðuð það, þá borguðuð þið samt sem áður mikils til of mik- ið fyrir þá”. Dálagleg rökfærsla!! En við skulum nú snúa okkur að þeim lið þessa stöplamáls, sem greinir úm kostnað og hagnað (cost, plus profit plan), sem svo miklu umtali hefir valdið. Mikið veður hefir verið gjört út af þvi af andstæð- ingum vorum, bæði innan þings og utan, að eg lýsti því yfir á stutta þinginu i september — með minnis- blöð hins settta opinberra verka ráðgjafa, er var á und- an mér fyrir framan mig —, að þessir steypi-stöplar væru gjörðir fyrir það sem þeir kostuðu, að viðbætt- um umsömdum hagnaði. Þær einu upplýsingar, sem | eg þá hafði, voru minnisblöð fyrirrennara míns, vegna þess, að eg var ekki meðlimur þessarar stjórnar þegar \ steypi-stöpla málið var með höndum haft, og var því ekki kunnugur því, sem gjörst hafði, að öðru leyti en eftir ininnisblöðunum. Hvað þeim áburði því viðvík- ur, að eg hafi þannig gefið ranga skýrslu fyrir þinginu, þá hefi eg það eitt að segja, að í allri minni þing- mensku, sem tekur yfir 17 þingtímabil, hefi eg aldrei gefið skýrslu á þingi, sem eg hefi ekki álitið algjörlega sanna og rétta, og eg er nú orðinn of gamall til að breyta um stefnu Á september þinginu las eg upp heimildarskjal, sem opinberra verka ráðgjafinn, sam- kvæmt ráðleggingu Mr. Horwoods, yfirbyggingaráðu- nauts fylkisins, hafði skrifað viðvíkjandi þessu máli, «g var það svohljóðandi: Kostnaður og 10 prósent. “Eftir ráðstefnu við Mr. Simon og stjórnarráð- ið, var í einu hljóð samþykt að fallast á áður á- minstar breytingar, og að láta byggingameistarana gjöra uppdrætti og áætlanir þar að lútandi. Skal yfirbyggingameislarinn ákveða kostnað þann, sem af breytingunum stafaði, með samþykki stjárnar- ráðsins og í samræmi við byggingarskilmálana. Og gjörir stjórnarráðið sig ánxgt með að borga réttmæt- an kostnað, að viðbættum 10 prósent”. Hér kemur það þrent til greina: Fyrst, að bygg- ingameistararnir áttu að gjöra uppdrætti og áætlanir; mnnað, yfirbyggingameistarinn átti að ákveða kostn- aðinn, sem af breytingunum leiddi, í sambandi við stjórnarráðið og í samræmi við byggingarskilmálana; ©g í þriðja lagi, stjórnarráðið kvað sig viljugt til að borga réttmætan kostnað, að viðbættum 10 prósent. — Til skýringar á villu þeirri, sem eg gjörði, vil eg geta þessa: að eg bjóst við, að byggingameistarinn hefði gjört, sem áðurnefnt skjal fer fram á, sem sé, að vinna verkið samkvæmt verðgildi, að viðbættum 10 prósent. En mér skjátlaðist. Ekkert orð eða stafur er til, sem sýni, að svo hafi verið. Mr. Horwood gefur skýrslu i gagnstæða átt; Mr. Kelly gefur skýrslu í gagnstæða átt; og sérhvert skjal, sein sýnir borganir til verkhaf- ans, sýnir ótvíræðlega hið gagnstæða. — Það, sem frain hefir komið i þessu máli, sýnir, að hr. Horwood, í stað þess að fylgja fram fyrirmælum heimildarskjalsins, gjörði samninga við hr. Kelly, að vinna verkið fyrir $12 á yard á yfirborðinu. Var það of hátt? Vér höfðum sannanir fyrir höndum, að samn- ingshafar að pósthússbyggingunni hér fengu hið sama, og voru þó verkalaun öll þá mikið lægri. Og bygginga- ráðunautur fylkisins hefir borið það, að verðið sé sann- gjarnt. Sanngjarnt verS. Hr. Shankland, hinn víðkunni byggingameistari frá Chicago, hefir og borið það, að þetta sé sanngjarnt verð; hið sama hefir og prófessor Brydone-Jack gjört, sem flestum mönnum betur þekkir öll skilyrði hér i Winnipeg. En eg vil benda á enn annað, sem sýnir, að ekki er of hátt farið, og það er: verkið, sem nú er unnið við The Greater Winnipeg Waterways. Þetta verk er skift niður á fimm vel kunn byggingafélög, og er í 5 deildum. Það er borgað að meðaltali $8.40 fyrir hvert tenings-yard af cements-steypu; en Winni- peg borg leggur til alt cement, samningshöfum að kostnaðarlausu, og flytur þangað, sem það er notað. — Borgin leggur einnig til allan sand og möl fyrir 75 cents á yard í hleðslu. Og mér er sagt af þeim, sem bezt bera skynbragð á þetta mai, að ætti að verðleggja cement-steypuna i þinghússbyggingunum eftir sama inælikvarða, þá yrði hvert yard frá $13 til $15; en okkur kostar það einsog nú stendur aðeins $1*. Annað dæmi má nefna, sem hér er rétt við hend ina, og það er hin mikla og fagra Vnion Trust bygg- ing á Main stræti hér í borginni. Eg hefi fengið ótví- ræðar upplýsingar um, að hvert tenings yard i steypu- stöplunum undir þessari reisulegu byggingu, kostaði nákvæmlega $26.29, og er það all-mjög hærra en steypu- stöplarnir undir þinghússbyggingarnar kostuðu, jafn- að á yard-kostnað, svo sem eg hefi áður sýnt fram á. Munnlegir samningar. Eg vil nú um stundarsakir víkja frá þessum kostn- aðarlið og drepa á önnur atriði, er þcssu stöplamáli ▼ið koma. Og er þá fyrst að minnast á þá staðhæf- ingu, að hér hafi aðcins verið um munnlega samninga að ræða. — Eg er nú, einsog allir vita, ekki lögmaður, 1 og hefði þess vegna ef til vill átt að láta lagafróðan mann fjalla um þetta atriði; en mér virðist þetta liggja svo ljóst fyrir, að eg get ekki látið hjá líða, að fjalla um það sjálfur. Engum, sem ekki er fullur af hleypidómum, eða mótvilja gegn fyrirtækinu getur dul- ist það, þegar hann les þessi marg-áminstu minnisblöð fyrirrennara míns, aðalsamninginn við Thomas Kelly & Sons eða hina sérstöku liði í sambandi við hann, að i stað þess, að hér sé um munnlegan samning að ræða verður ljóst, að um leið og samkomulag varð milli fylk- isbygginga ráðunautsins og samningshafans hr. Kelly’s, — varð þetta atriði einn hluti hins upphaflega bygg- ingarsamnings milli fylkisstjórnarinnar og Thos. Kelly & Sons. Máli mínu til sönnunar vil eg lesa upp kafla úr 8. grein samningsins, er hljóðar svo: “Bygginga-ráðunauturinn eða ráðgjafinn skal hafa heimild til, hvenær sem er, hvort heldur áður byrjað er á byggingunum, eða meðan á verkinu stendur, að gjöra þá viðauka eða þær breytingar, sem þeim finst vera ráðlegt. Skyldi bygingaráðu- nauturinn eða ráðgjafinn heimta viðauka eða breyt- ingar á verkinu, eða eitthvað annað í sambandi við byggingarnar, svo sem fram er tekið í samningnum, skulu allir liðir samningsins þar að hneigjast, og hvorki viðauki eða breytingar skulu upphefja eða ónýta samninginn”. Þá vil eg lesa kafla af 9. lið samningsins: “Allar hækkanir eða lækkanir frá hinu upphaf- lega samningsverði, er slíkir viðaukar eða breyting- ar hafa í för með sér, skulu ákvarðaðar af bygginga- ráðunautnum, og skal úrskurður hans endilegur og bindandi fyrir báða málsparta, nema skrifuð til- kynning sé gefin frá öðrum málsaðila til hins innan 10 daga frá gefnum úrskurði”, o. s. frv. Þá er 13. liður: “Stjórnin áskilur sér rétt, eftir að ráðgast við bygginga-ráðunautinn, að gjöra hverjar þær breyt- ingar á lögun, fyrirkomulagi, sniði, efni eður öðru, er fram er tekið i samningnum og fylgi-greinum hans og snerta byggingarnar, — án þess að ógilda samninginn, og í tilfelli af viðaukum eða rýrnun á verkinu, skal verðmatið, á hvorn veg sem er, og timaspursmálið, sem þessar breytingar geta haft í för með sér, — jafnast lilutfallslega. Slikar brevting- ar skulu gilda, sem tilheyrðu þær upphaflega samn- ingnum, og rísi einhver ágreiningur milli stjórnar- innar og samningshafa, skulu báðir málspartar verða að hlýta úrskurði bygginga-ráðunauts fylkisins”. Það er í þessa liði samningsins, sem fyrirrennari minn vitnar á minnisblöðum sínum, og eg þori að full- vissa hina heiðruðu þngmenn um, að hvaða dómstóll sem er myndi úrskurða, að þegar bygginga-ráðunaut- urinn og samningshafi hefðu komið sér saman um verð á breytingum eða breytingar, og stjórnarráðið fallist á gjörðir þeirra, að þá kæmu þær breytingar til að verða beinn liður af hinum upphaflega samningi milli stjórnarinnar og Thos. Kelly éb Sons. Að þessari niðurstöðu myndi hvaða dólnstóll sem er komast, og það án langrar umhugsunar. Þess vegna er það hálf undrunarvert, að skyn- bærir menn skuli halda þvi fram, að hér hafi aðeins verið um munnlegan samning að ræða. Að þeir með sjálfum sér viti ekki betur, efa eg engan veginn. Eða því skyldi maður ætla hið gagnstæða? En ofur skilj- anlegt er, þó að hinir sömu reyni að hengja hatt sinn á hvern þann snaga, sem þeir halda að haldið geti, þó aðeins sé um stundarbil. Og þetta steypi-stöpla atriði gaf andstæðingum vorum — að þeir sjálfir halda — haldgóðan snaga. En þá vík eg mér aftur að minnisblöðum fyrir- rennara míns, — siðasta kaflanum. Hann er ekki fyr- irskipun, aðeins lauslegt álit stjórnarráðsins, hvað verkið mundi kosta; áætlun gjörð fyrir bygginga- ráðunautinn, honum til leiðbeiningar í samningum, sem hann ef til vill yrði að gjöra. Hann hugði það lágmarks kostnaðar-áætlun, en fylgdi henni ekki fram, vegna þess að hann áleit aðra aðferð hentugri og tryggari, sem yrði stjórninni síður til vandræða en fyrir ætlun sú, er minnisblöð hins setta opinberra verka ráð- gjafa geta um. Með öðrum orðum: Hann gjörði samn- inga um, að vinna verkið eftir yard-tali, að gjalda vissa upphæð fyrir hvert tenings-yard i steypu-stöplunum, svo sem eg áður gat um. Gjörði hann viturlega, að breyta þannig til? Sérhver sérfræðingur, sem eg hefi átt tal við um þetta, hefir sagt: Já. — Sérhver bygg- ingameistari, sem eg hefi minst á þetta atriði við, hef- ir sagt: Já. — Hvers vegna? Vegna þess, að það að sökkva steypu-stöplum er miklum örðugleikum og tor- færum undirorpið. Það verður að vinna neðanjarðar, og þegar þú ert að gjöra áætlanir þínar um kostnað, ertu fjarri því að vita, við hvaða örðugleika þú átt að striða, þegar verkið er hafið. Sá verkhafi, sem gjörir samninga um að gjöra slíkt verk eftir því sem verkið kosti, að viðbættum nokkurra prósent hagnaði, hann bíður aldrei halla; en sá, sem tekur að sér verkið fyr- ir umsamið verð, á margt á hættu: fyrst og fremst ó- hagstætt veður, sérstaklega verða rigningar honum slæmur Þrándur í Götu; annað er illvinnandi jarð- vegur, sérstaklega verður hnullungsgrjót honum til tálmunar, og slikur jarðvegur er algengur hér um slóðir; þá er kviksandur eitt, sem hann á á hættu; þá neðanjarðar straumar, og það sem ef til vill er verst af öllu, er að hitta fasta-bjarg neðarlega, en þó ofar en má til að byggja á; þess neðar sem það er, þess kostn- aðarsamara og örðugra er að komast niður úr þvi, eða svo langt niður, sem heimtað er, að steypu-stöplarnir gangi. Hætturnar og örðugleikarnir eru margir, og þær ber verkhafinn einn, þegar hann vinnur verkið fyrir umsamið verð. Annars væri hann óhultur, hvern- ig sem færi, en þess þyngri byrðin á þeim, er verkið ætti og sjálfur borgaði verkkostnaðinn, auk hagnaðar- prósenta, — ef illa tækist á annað borð. Einn af helztu verkfræðingum Bandaríkjanna, John McEwen í Chicago, segir þannig frá í bygginga- leiðarvísir nýlega útkomnum: — “Byggingamenn hafa beðið meiri skaða við steypu-stöpla gröft en nokkuð annað, sem þeir hafa tekið fyrir, vegna ófyrirséðra og óvæntra örðugleika við gröftinn. Og eg spái því, að tjón það, sem sumir þeirra bíða í framtíðinni, verði stórum alvarlegra, ef þeir byggja steypu-stöpla eftir lik- um samningum og þeir hafa gjört hingað til”. Eg hefi sagt það áður, að byggingamenn eru altaf áfram um, að taka steypu-stöpla vinnu upp á þá skil- mála, að fá verkkostnaðinn goldinn og svo hagnaðar- prósentur. Slíkt verk er nú í algleymingi hér skamt frá borginni, þar sem verið er að koma steypu-stöpl- um undir cements-verksmiðjurnar áður umgetnu. Og jarðvegurinn þar er likur því, sem hér er: fullur af torfærum og illunninn fram úr hófi. Þarna, 3 fetum fyrir ofan fastá-bjarg, sem er hér um bil 63 fet fyrir neðan yfirborð jarðarinnar, rákust menn á rautt jarð- lag með miklu af hnullungsgrjóti og því nær ótæmandi vatnsuppsprettu, að því er virðist vera. Þeir hafa 20 dælur í fidlum gangi, og full 2,000,000 gallón af vatni eru dæld upp á degi hverjum. Það er ómögulegt að gjöra samanburð á kostnaðinum við þessa steypu- stöpla og stevpu-stöplana undir þinghússbyggingun- um, vegna þess, að Cement-félagið leggur sjálft til alt reksturs-afl (power), alt cement og alt annað efni, sem þarf til cement-steypunnar. En það þori eg samt að fullyrða, að hefði sá, er verk þetta hefir með höndum, gjört samninga þess efnis, að fá $30 á yard og hefði sjálfur orðið að leggja til alt efni, reksturs-afl og ann- an vinnukraft, og notið á engan hátt hlunninda eða aðstoðar félagsins, — þá hefði sá góði maður beðið slikt geypi-tjón, að það hefði líklega eyðilagt hann fjárhagslega. Ottawa dæmiS. En eg hefi hér annað dæmi, þó lengra sé i burtu, á verki, sem nú er í smíðum í höfuðborg þessa lands. Það er mjög sláandi dæmi til að sýna, að bygginga- ráðunautur þessa fylkis var bæði gæddur framsýni og viturleik, er hann valdi þann kostinn, að láta vinna steypu-stöplana eftir fastaverði á yardi hverju, en ekki eftir kostnaðar- og hagnaðar-reglunni. í Ottawa er verið að byggja tollhús, að tilhlutun landsstjórnarinn- ar og undir umsjón opinberra verka stjórnardeildar- innar. Tollhús þetta á að verða hið vandaðasta. Nið- ur á fasta-bjarg eru frá 60 til 100 fet, og er jarðvegurinn mjög líkur því, sem hér er. Þar var sú aðferðin upp- tekin, að láta vinna verkið eftir kostnaðar- og hagn- aðar-reglunni, sem sagt: borga alt, sem verkið kæmi til að kosta, og svo hagnaðar-prósentur þeim, er fyrir verkinu stendur. Og hvað haldið þið, að hvert yard í þessum steypu-stöplum hafi kostað með þessari að- ferð? Hvorki meira né minna en $53.50, — eða meira en helmingi hærra, en samið var um af Mr. Horwood við Thos. Kelly S: Sons. Bygging þessi er tæplega þriðj- ungur að stærð við þinghússbyggingarnar. Og það, sem eg vil benda ykkur á, er, að væri þessi bygging jafn stór og þinghússbyggingarnar, kostuðu steypu- stöplarnir undir henni, eftir þeim mælikvarða, sem eg áður gat um, — sem sagt eftir kostnaðar- og hagnaðar- reglunni — hvorki meira né minna en $2,100,000. Með þessum dæmum, sem eg hefi tilfært, þykist eg hafa fært hinum háttvirta þingheimi heim sanninn um það, að samningar þeir, sem gjörðir voru við Mr. Kelly, að borga $25.83 fyrir hvert yard i steypu-stöplun- um, sé sanngjarnt í alla staði, og að Mr. Horwood hafi farið viturlega að ráði sínu, er hann breytti um frá þvi, sem áður var i ráði, og gjörði núverandi samning. Niður á fasta bjarg í Winnipeg. Nokkuð hefir verið um það talað, hvað langt væri niður á fasta-bjarg hér i Winnipeg. Eg hefi reynt að útvega mér sem fylstar upplýsingar i þessu efni, — frá sem flestum stöðum og um sem flestar byggingar hér í borginni, og hefir árangurinn orðið sá, að eg hefi hér lista yfir um 50 byggingar og hversu djúpt hafi orðið að grafa undir þær, til þess að ná niður á fasta-bjarg, og sýnir listi þessi, að það er alt frá 50 til 80 fet. Þessu næst las ráðgjafinn upp skrá yfir helztu stórbyggingar í borginni, og hve djúpt hefði orðið að grafa fyrir steypu-stöplum, svo fastabjarg næðist. — Meðal annars sýndi skráin þessa dýpt: Undir Royal Alexandra Hotcl, 72 fet; Fort Garry Hotel, 58 fet; Olympia Hotel, 62 fet; McArthur Building, 64 fet, og Montreal bankann, 58 fet, o. s. frv. Múrsteinn kom í stað grásteins Einsog eg tilkyúti þinginu í haust, var gjörð breyting á byggingu innri grunnveggjanna, þannig, að múrsteinn var notaður í stað grásteins. Mér er sjálf- um ókunnugt um með hvaða hætti sú samnings-breyt- ing var gjörð, nema hvað skýrslurnar sýna, að þetta var gjört að tilhlutun byggingaráðunautsins, sem bar það fram, að þessi breyting flýtti ekki aðeins fyrir verkinu, heldur væru veggir hlaðnir úr múrsteini og cements-steypu langtum sterkari, en þeir, sem hlaðnir væru úr grásteini. Eg er nú ekki viss um, hvort allir hinir heiðruðu þingmenn vita við hvað er átt, þegar talað er um grá- stein (shoddy stone), og vil eg því gefa eftirfarandi upplýsingar þeim, sem ekki eru svo fróðir: Grásteinn sá, sem hér er átt við, er illa tilhöggvinn, mislagaður og grófgjörður steinn, sem ekki er hægt að hlaða svo festu hljóti, nema að skorða með steinflögum og cem- ents-steypu; og þar sem vel getur farið svo, að cem- ents-steypan og steinninn hafi ekki sama úthaldsþol, má búast við, að sprungur komi í vegginn og hættu- spil geti orðið á ferðum. Um múrstein skiftir alt öðru máli. Hann er allur eins lagaður; jafnstór og sterkur, og veggir hlaðnir úr honum eru alt af ábyggilegir, og sé cements-steypan góð, sem ekki er hér að efa, eru slíkir veggir eins traustir einsog ef þeir væru gjörðir úr einum kletti. — Eg hefi leitað mér upplýsinga hjá fjölda mörgum byggingafróðum mönnum, og allir hafa verið þeirrar skoðunar, að grásteinn væri ekki ábyggilegur, og að fáar stærri byggingar hefðu nú orðið þannig hlaðna undirstöðu-veggi; múrsteinn, lagður i cements-steypu, væri oftast notaður í grunnveggi, þegar vönduð bygg- ing væri i smiðum. Aukakostnaðurinn, sem leiddi af þessari breyt- ingu, nemur $35,000, og það leikur naumast efi á, að sálfsagt hafi verið, að gjöra þessa breytingu, eftir upp- lýsingum þeim, sem fram hafa komið. Mér hefir verið sagt, að sú spurning hafi verið borin fram, hvers vegna verð grásteinsins hafi ekki verið dregið frá byggingarkostnaðinum, þegar afráðið var að nota múrstein. Eg á bágt með að skilja, að nokkur Jiingmaður, sem kunnugur er þessu máli, skuli bera fram slíka spurningu, — eða, sem mér hefir ver- ið sagt, bera það út á meðal manna, að svona sé þessu varið. Sannleikurinn er sá, að samningskostnaðurinn á grásteins-veggjunum var $44,000; en kostnaðurinn við múrsteins-hleðsluna var $79,000. Verðmismunur- inn 35 þúsund dollars, sem var upphæð sú, sem Verk- hafi fékk í viðbót við áður umsamið verð á grásteins- hleðslunni. Eg hefi hvergi orðið þess var, að þeir, sem skyn bera á byggingavinnu, hafi fundið annað, <n» hvorutveggja verðupphæðin hafi verið sanngjörn. Aoglýst eftir tilboðum. Það hefir verið bent á, að sjálfsagt hefði vertí fyrir stjórnina, að auglýsa eftir tilboðum í samban<íiL við verkið á steypu-stöplunum og stálverkið, eða hverj* þá viðbót við byggingarnar, sem ákvarðaðar hafa ver- ið. Eg býst við, að þessu verði hreyft enn á ný; þaf var minst á það á þinginu i haust, og þá var gefif fullnægjandi svar, eða svo hefði flestum fundist. — Hver og einn, sém nokkurt skynbragð ber á þessa hluti, veit, hversu óráðlegt það hefði verið, að láta tv« menn bera ábyrgð á slíku verki. Tökum til dæmis stálverkið; það hefði verið allsendis ómögulegt, af láta einn mann bera ábyrgð á stálinu í veggjunum og annan bera ábyrgð á steininum og öðrum efnum, er í þá fóru. Auk þess myndi hafa risið upp lagaþræta strax. og þetta hefði orðið, því hinn upphaflegi samnings- hafi að öllu smíðinu myndi hafa fundið rétti sínunt traðkað og heimtað skaðabætur af stjórninni, ef húm hefði gefið öðrum aukaverkið að vinna. Allir hljót* að sjá, að hinir upphaflegu byggingarsamningar á- kveða, að verði breytingar gjörðar, skal það verk unnif af samningshafa; og ekki nóg með það: samningara- ir taka skýrt fram, einsog eg hefi áður bent á, hvernig ákveða skuli verðgildi allra slikra breytinga eða vi#- bóta. Þess vegna er það ekkert annað en vísvitandi látalæti, — mér liggur við að segja óskammfeilni —, að vera að vanda um það við stjórnina og segja han* hafa misbrúkað vald sitt, er hún auglýsti ekki eftir tél- boðum i að vinna steypu-stöplana og stálverkið. Fyrirfram borganir. Það sýndi sig í fjárlaganefndinni, að Mr. Keli*' voru borgaðar nokkrar upphæðir fyrirfram, í sam- bandi við stálverkið. Einnig sýndi það sig, að nokkr- ar af þessum útborgunum voru uppáskrifaðar af mér. sem ráðgjafi opinberra verka. Áður en eg skrifa undic útborganir til nokkurs verkhafa heimta eg þrent: Fyrst og fremst vottorð frá byggingaráðunautnun*. að útborganin sé réttmæt; annað er vottorð endur- skoðenda, að töluliðirnir séu réttir; og í þriðja lagi vottorð frá aðstoðar-ráðgjafa minum, sem vitnar það. að hann hafi rannsakað alt. sem að verkinu lýtur eða áætlun þá, sem á er bygt, og verið ánægður með þá niðurstöðu rannsóknar sinnar, og að hann geti með góðri samvizku ráðið mér til að skrifa undir útborgun þá, sem um ræðir, með öðrum orðum: samþykkja út- borgunina. Það hefir alcírei verið ætlast til þess, a& ráðgjafinn rannsakaði slíkt sjálfur. Það hefir alt af verið álitið svo, að ráðgjafinn mætti reiða sig á undir- menn sína, sina færustu trúnaðarmenn, í slíkum sök- um og að þeir sæju uin, að alt væri sem véra bæri, ef þeir legðu til, að útborgunin væri gjörð. En eg vil jafnframt geta þess, og hika mér hvergi, að hefði eg sérstaklega verið beðinn að gjöra ein- hverjar fyrirfram borganir fyrir hönd stjórnarinnar i sambandi við stálverks-samninginn, þá hefði eg án efa gjört svo, vegna þess, að samningshafinn er áreiðan- legur maður, og vel efnum búinn, og svo vegna þess, að stjórnin hafði ekki einasta verksmiðju hans að veði; ekki einasta tryggingu hans i höndum, heldur og einn- ig háa pcninga upphæð, sem hún alt af undir slikum kringumstæðum heldur til baka, sainkvæmt 15 prósenta fyrirskipaninni. (Lófaklappl. í þessu sambandi vil eg leyfa mér að geta þess, að það var sýnt í fjárlaganefndinni, að nú er í hönd- um stjórnarinnar upphæð, sem nemur $360,000, sem verkhafa ber, auk tryggingarfjárins; og veit eg ineð vissu, að aldrei hafa neinar útborganir verið gjörðar til Mr. Kelly, þegar hann hefir ekki átt sjálfur að minsta kosti $300,000 hjá stjórninni, sem hún hélt til baka undir áðurnefndri 15 prósenta formúlu, •— auk handveðs og tryggingar, sem eg áður gat um. 1 fjárlaganefndinni var og til upplýsinga minst á annað stálverk og með hvaða hætti það var unnið, a8 tilhlutun Laurier stjórnarinnar í Ottawa. Eg á hér við stálverkið í Transcona verkstæðunum; og þar vor* þeim, sem verkið hafði með höndum, gjörðar háar fyrirfram borganir i sambandi við stálverkið, alveg á sama hátt og hér var gjört, nema hvað útborganirnar voru lægri hjá okkur. En mergurinn málsins er: Var nokkur möguleiki til, að fylkið gæti orðið fyrir tapi, vegna þessara fyrirfram borgana í sambandi við þing- hússbyggingarnar? Og svarið hefi eg þegar gefið þinginu. 1 fjárlaganefndinni var og rannsókn gjörð og yf- irheyrsla viðvíkjandi smáupphæð, $2,000, sem var borguð Mr. Kelly af stjórninni fyrir aukagröft, er nauðsyn bar til að gjöra, vegna þess, að stöðu bygg- ingarinnar var dálitið breytt, eftir að grafið hafði ver- ið sem áður var áformað. 1 sambandi við þetta hefir því svo verið haldið fram, að þessi upphæð hafi bein- línis verið gjöf til Mr. Kelly, þvi þegar svo ákveðið var að hækka bygginguna, og þar af leiðandi þurfti ekki eins djúpan kjallara, — þá hafi Mr. Kelly ekki þurft neitt að slá af fyrir það. En sannleikurinn er sá, að i stað þess að græða á því, að byggingin var hækkuð, hefir mér verið sagt, af þeim, sem bezt þekkja til, að hann muni biða tap, vegna þess að við hækkunina þurfi að brúka talsvert meira af höggsteini og þess utan að bæta tveimur tröppum við hvern inngang; en þær eru úr granit og 122. feta langar. 1 sjálfu sér er alt þetta smáræði; — en það er þó alveg vist, að hér hefir verkhafinn ekki beðið hag, heldur stjórn- in eða fylkið. Breytingar ráðlagðar af byggingaráðunautnum. Þinginu er kunnugt um, að i hinum upprunalegu byggingarsamningum, var ráð gjört fyrir, að megin- grindin yrði úr styrktri ceinent-steypu, einsog viðast hvar er vani hér í landi. En byggingaráðunauturinn, eftir að hafa nákvæmlega yfirvegað allar ráðagjörðir og fyrirætlanir viðvíkjandi byggingunum, gaf skýrslu sem meðal annars réði til: — "að i staðinn fyrir að nota styrkta steypu xtti grindin að vera lir stáli. Styrkt steypa (reinforc- ed concrete) er aðeins notuð i stað stáls, vegna þess að hún er ódýrari, og í smærri byggingum er hún fullgóð, enda mikið notuð. En í stórbygg- ingu, sem vanda á til, er stál langtum öruggara; á stálgrind má alt af reiða sig, þar scm aftur á móti styrkt cement-steypa er mikið undir tilbúningn- um komin og er i hættu af náttúruöflunum”. í þessari sömu skýrslu er minst all-ítarlega á steypu- stöplana (caissons), það er að segja, grunninn undir bygginguna. Það mál varð að útkljá sem allra fyrst, og það var líka gjört á þann hátt sem áður er umgetið. En Sú ráðlegging byggingaráðunautsins, að breyta til um megingrindina, var ekki tekin til ákvörðunar fyrri en siðar, og ekki var útgjört um það mál, þegar eg tók við ráðgjafaembættinu. Ef mig minnir rétt, þá held eg að þetta hafi verið það fyrsta, scm eg hafði afskifti af, eftir að eg kom úr kosningu minni 30. nóv. 1913.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.