Heimskringla - 15.04.1915, Blaðsíða 3

Heimskringla - 15.04.1915, Blaðsíða 3
■WINNIPEG, 15. APRÍL 1915. HEIMSKRINGLA BLS. 3 Er cg las skýrslu og rá'ðleggingar byggingaráðu- aiautsins, sá eg margt, sem eg vissi ekki áður; enda iafði ekki gefið mig út fyrir sérfræðing í byggingar- Mst. Eg bað um fullkomnari upplýsingar þessu máli ▼iðvíkjandi, og fékk eg fáum dögum síðar aðra itar- legri skýrslu frá byggingaráðunautnum. Að lesa það upp hér, tel eg óþarfa; það er löng sérfræðisleg skýrsla, sem mundi þykja þur. Þar segir meðal annars: “Þessi gólf cru, einsog eg liefi áður skýrt frá, ekki nógu sterk. Þau ættu aff bera frá 100 til 120 pund á hverju ferhyrningsfeti; en áætlunin sýnir þau hæf til aff bera affeins 16 pund á ferhyrningsfetiö. Þetta gjörir þau óhæf”. licð þessa skýrslu i höndum og eftir itarlegar umræð- ur við byggingaráðunautinn, fanst mér, þar sem um var aí ræða jafnmikla fjárupphæð, að réttast væri, að ráðgast frekar um þetta efni við sérfræðinga í bygg- mgarl ist Snéri eg mér því til Sir William Whyte, hins »ýlátna varaforseta Canadian Pacific járnbrautarfé- lagsins, og bað hann að benda mér á mann. Eg veit, að þingið mun einhuga um það, að eg gat ekki snúið mér til betri manns i þessum efnum, en Sir William Whyte var. Hann benti mér umsvifalaust á Mr. E. C. Shankland í Chicago, sem hann kvað að sínu áliti vera þ>ann allra fremsta bygginga-sérfræðing i þessari álfu, Ifcvað snerti grunna og grindur stórbygginga, og sem væri þar að auki heiðursmaður í hvívetna. Eg leitaði svo ráða hjá Mr. Shankland. Að mínu áliti var það og »auðsynlegt, þegar svona vönduð bygging var i smíð- «ai, að hafa einhvern sérfræðing i byggingarlist við kendina, auk byggingaráðunauts fylkisins, sem alt af væri hægt að leita ráða hjá. Eg réði því prófessor •rydone-Jack til þess starfa. Hann er, sem þingið veit, prófessor í húsagjörðarlist við Manitoba háskólann og asaður með mikla reynslu við stórbyggingasmíði. Allir uppdrættir og áætlanir viðvíkjandi bygg- i»gunum var fengið þessum tveimur merku sérfræð- jögum í hendur, hvorum í sínu lagi, og án þess að »okkur af starfsmönnum stjórnarinnar kæmi þar »ærri. Það var upprunalega ákvörðunin, sem sé að »kegingrindin væri gjörð úr reinforced concrete, sem 'ál grundvallar lá. Skýrslu byggingaráðunautsins vissu ]*eir ekkert um fyrri en síðar. Og einsog eg sagði áðan: þeir voru hvor öðrum óháðir og koinu ekki saman. Það er svo margt, sem sagt hefir verið i sambandi við þessar byggingar, af hinum heiðruðu andstæðing- wn, að æra mætti óstöðugan að elta ólar við allar sög- •arnar og staðhæfingarnar, sem komið hafa úr þeirri átt, ekki einasta um verkið sjálft og afskifti stjórnarinnar af því, heldur og um sjálfan verkhafann. Ein staðhæf- wagin, sem gjörð var hérna i þingsalnum af einum keiðruðuin andstæðinga þingmanni, og sem án efa áftti að vera bæði fyndin og mergjuð og auðsjáanlega til >ess ætluð, að vera bergmáluð af öðrum flokksbræðr- »«n þeirra utan þings, út um sveitir og á mannfundum. Þessi staðhæfing þessa virðulega þingmanns, er þá svona: “Eftir að Mr. Kelly hafði fengið byggingar- samningana, kom hann aftur vonum bráðar á fund stjórnarinnar og hafði svohljóðandi erindi að flytja: ‘Eg vil fá borgun fyrir lokræsin’, sem ber að geta voru alls ekki tekin frain i byggingarsamningunum. Eftir að liafa fengið þessa beiðni sína uppfylta, kom liann aftur á stjórnarfund og sagði: ‘Nú vil eg fá meira; eg vil að kjallarinn og grunnurinn verði gjörður úr múr- steini, í stað grásteins; það gefur mér aukagetu’. Og þegar honum hafði verið veitt þessi beiðni hans, þá liðu ekki nema nokkrir dagar, þangað til hann kom aftur á fund stjórnarinnar og sagði sem svo: ‘Nú vil «g að þið breytið hinum pörtum samningsins svo, að eg geti þénað meiri-peninga’. Og auðvitað fékk hann það”. — Eitthvað þessu líkt fórust þessum heiðraða andstæðing vorum orð. Að svara slíku sem þessu, er raunar varla ómaksins vert, til þess er það of mikil Ijarstæða, og að nokkur taki mark á svona löguðu þvaðri, get eg varla hugsað mér; en tilgangurinn er sá, að villa mönnum sjónar á hinu rétta. Takist það, er vel að verið, halda þessir góðu herrar; — tilgang- winn helgar meðalið. Fyrir þingið í Kansas var nýlega lagt frumvarp Ml laga, sem fór þess á lcit, að öllu kvenfólki yfir 45 ára skyldi bannað, að viðlagðri refsingu, að lita hár sitt eða nota andlitsfarva af nokkuru tagi, og ekki keldur bera duft á andlit sér eða hafa falskt hár; — vegna þess. að alt slíkt væri að sigla undir fölsku flaggi, gefa almenningi ranga liugmynd um hina eigin- legu mynd. Hvort frumvarpið hefir náð fram að ganga hefir enn ekki frézt. Það má sigla undir fölsku flaggi á ýmsan hátt. En eg leyfi mér að segja hér í eitt skifti fyrir öll, að engar breytingar á bygginga-fyrirætlununum voru gjörðar eftir beiðni Mr. Kelly’s. Allar þær breytingar, sem gjörðar hafa verið i sambandi við byggingarnar, hafa verið gjörðar af stjórninni, eftir ráðleggingum sérfræðinga, sem hún hafði ráðgast um málið við, — með það eitt fyrir augum, að fylkið fengi sem beztar, fullkomnastar og veglegastar þinghússbyggingar, sem kostur væri á, og þvi væri til ævarandi sóma. Eg sagði fyrir skömmu, að Mr. Shankland hefði ver- ið kvaddur til ráða. Hann kom hingað til Winnipeg, eftir beiðni minni, grandskoðaði alla uppdrætti að kyggingunum, og gaf mér, sem árangur af starfi sínu, skýrslu, dagsetta 3. jan. 1914. Skýrsla Mr. Shanklands. Eg vil nú leyfa mér, að lesa fyrir þinginu: skýrsluna i heild sinni “3. jan. 1914. “Hon. W. 11. Montaguc, Minister of Public Works fyrir Manitoba-fylki. Winnipeg, Man. Kæri herra! Eg hefi þann heiffur, að gefa svo- hljóffandi álit um byggingu hins nýja þinghúss fylk- isins — “Sem svar upp á símskeyti yffar frá 26. des. 1913, kom eg til Winnipeg föstudagsmorguninn 2. janúar; en eftir aff hafa veriff á ráffstefnu meff yffur um stund, rannsakaffi eg áform og uppdrætti bygg- ingameistarans og reiknaði styrkleik gólfanna, sem ráffgjört er aff séu úr styrktri cement-steypu (rein- foced concrete). “Eg komst að þeirri niffurstöffu, aff gólfin þann- ig löguð þola aö eins 16 punda líf-þunga á ferhyrn- ingsfetið, eftir aff ætlaff hefir veriff fyrir nægilegum dauff-þunga og afþiljum. “í byggingu sem þessari er 100 punda Uf-þungi á hvert fcrhyrningsfet það minsta, sem hugsast getur, svo trygt sé. “An þess að fara hér nákvæmar út i rannsókn mina, vil eg segja þetta i stuttu máli: Gólfin eru tangtum of veik i því nær öllum atriðum. Cement- steypan stálstyrkta, meff bitum og þverslám, yrffi of- þyngd, og gólfin, ef bygff þannig sem i ráði er, mundu ekki megna aff bera þunga þann, sem þeim væri ætl- affur. Sökum tímaskorts hefi eg ekki getað á sama hátt rannsakaff lofthvelfinguna; en það er engu aff siður skoffun min, bygff á hinni rannsókn minni, aff hún og máttarstoöirnar séu ekki nógu traustar, einsog á- formaff er. “Eg hefi þrjátíu og fimm ára reynslu sem verk- fræffingur, og hefi staðiff fyrir smiðum og gjört upp- drætti margra stórbygginga víösvegar um fíanda- ríkin og nokkra hér í Winnipeg. Og þaff segi eg hik- laust, eftir þeirri reynslu, sem eg hefi haft, að þó aff eg hefði fundiff gólfin hafa nægan styrkleik eins og þau voru áformuð, þá hefði eg samt eindregiff ráð- iff frá þvi, aö gólfin væru gjörð úr “reinforced con- crete” i byggingu sem þessari. “ “Rcinforced concrete” er hættulegt efni að byggja úr, nema gjört sé nákvæmlega einsog fyrir- skipaff er\ en þaff er afar örðugt aff koma því viff, einsog hin mörgu slys á “concrete” byggingum sýna viösvegar um löndin. Þeir, scm vinna aö þess kon- ar steypu, eru óbreyttir verkamenn, og það er næst- um ómögulegt, aff hafa svo góffa yfirsjón með verk- inu, sem þyrfti. “Eina ástæffan fyrir þvi, að styrkt cements- steypa er notuff í stað stáls, er sú, aff hún er ódýrari í svipinn: en oft vill verða svo, ef slys ber aff höndum, aff sá kostnaffar mismunur meir en étur sig upp; og þegar um stórbyggingar er aff ræða, sem eru opinber eign, þá ætti þessi ástæða ekki aff koma til greina. “Hið eina hæfa furir þinghússbygginguna er stál- verk, — stál i gólfi, í stoöum og í lofthvelfingunni. “Þaff kostar hér um bil 25 prósent meira, að hafa stál en styrkta cements-steypu. Hér er þó ekki átt við lofthvelfinguna, og eg er ekki viff því búinn, aff segja verffmismuninn þar. “Eg þakka yffur kærlega fyrir alúðlegar vifftökur, og óska eftir, að þér flytjiff Mr. Horwood kæra kveffju mina. Þckking hans á öllu verkinu var fram- úrskarandi og kom mér mjög aff notum; met eg hann mikils. “Yðar einlægur, E. C. Shankland”. Meðl. Am. Soc. Civ. Engrs. Meðl. Institution Civ. Engrs. Meðl. Institute Cons. Engrs. A&eins eitt hægt aS gjöra. Með skýrslu þessa í höndum og samskyns ráð- leggingar, sem þar var fram haldið, frá byggingar- ráðunaut fylkisins og hinum verkfræðingnum, sem til ráða hafði verið kvaddur, var aðeins einn vegur op- inn fyrir mér, og það var að breyta um byggingar- áformið, breyta um frá styrktri cements-steypu i stál og steypu. Eg vona, að allir þeir, sem sanngjarnir vilja vera, sjái það og játi, að mér bar að gjöra það. Mr. Shankland var stefnt fyrir fjárlaganefndina, og þar yfirheyrður ítarlega um alt það, sem snerti styrkta cements-steypu og stálverk, kostnaðar áætlanir og annað, er að stórbyggingasmíði lýtur. Hann svar- aði öllu mjög ítarlega, og eg er viss um, að enginn í þeirri nefnd var i efa um að sjálfsagt hafi verið að breyta um byggingarefni, eftir að þeir höfðu heyrt svör hans. Hér eru nokkrar af spurningum þeim, sem fyrir hann voru lagðar af nefndinni, og svör hans: SPURNING: Álit yðar er þá, að i stórbyggingar slikar sem þinghúsiff sé ógjörningur aff nota slyrkta steypu? SVAR: Já, eg álít þaff ógjörning. SPURNING: llvaff álítiff þér afí orðið hefffu af- leiffingarnar, hefffi þinghúsiff verið bygt einsog fyrst var til ætlast? SVAR: Eg er viss um, aff lofthvelfingin hefði bilaff bráðlega, og að gólfin hefðu aldrei getaff þol- aff allan þann þunga, sem á þeim hvildi til lengdar, án þess að sprungur hefffu komið i þau, sem hefði gjört þau ómöguleg. SPURNING: Þetta er óbilandi sannfæring yffar? SVAR: Já. SPURNING: Og ráðlegging yöar var, að stjórn- inni bæri skylda til aff breyta um? SVAR: Já SPURNING: Þér skoöuðuð grandgæfilega upp- drætti Mr. Horwoods af stálverkinu? SVAR: Já. SPURNING: Og þér skoffuöuff þá áður en stjórn in hafði ákvarffað að fara eftir þeim? SVAR: Já. SPURNING: Hvernig geðjaðist yður að upp- dráttunum? SVAR: Vel. Þeir voru upp á þaff fullkomnasta, en þó allrar sparneytni gætt. SPURNING: Vorn þeir ábyggilegir til aff full- nægja öllum þörfum og gjörffu bygginguna ekki of kosnaffarsama? SVAR: Þeir voru upp á hiff fullkomnasta og gjörffu bygginguna ekki of kostnaðarsama. Skýrslur Brydone-Jack’s Þessu næst las ráðgjafinn upp tvær skýrslur frá prófessor Brydone-Jack, sem ráðinn hafði verið til að vera sérstakur ráðunautur stjórnarinnar við bygging- arnar. í skýrslum sínum ræður hann til hins sama og Mr. Shankland; en gjörir ennþá fyllri grein fyrir hverjum lið. Ráðgjafinn hélt svo áfram ræðu sinni: — Þið sjáið hér, herrar mínir, að prófessor Brydone- Jack felst á uppdrætti þá og áform, sem Mr. Horwood gjörði af stálverkinu. Hann lýkur lofsorði á hvort- tveggja. Má eg einnig minna yður á það að nýju, að Mr. Shankland gjörði og slikt hið sama. Eg gjöri þetta vegna þess, að tilraun hefir verið gjörð til að sverta Mr. Horwood og rýra gildi hans sem byggingafróðs manns. Eg vil því benda yður á, að alt, sem þessi byggingaráðunautur fylkisins hefir lagt til, alt, sem hann hefir gjört í'sambandi við þinghússbygginguna, —reynist að vera í fullu samræmi við skoðanir tveggja frægra sérfræðinga, þegar þeir voru kallaðir til að gefa álit sitt um sama efni. Eg ætla mér ekki, að slá Mr. Horwood neina guUliamra; en það vil eg segja, að þetta eru ekki slæm meðmæli fyrir embættismann þess- arar stjórnar, eða hvaða stjórnar sem er. (Framhald i næsta blaffi). EITT PUND—250 BOLLAR SEX BOLLA R—EITT CENT BLIE RIBBON TEA Er hið lang drýgsta, bezta og ágætasta te á bragðið Heimtaðu skýlaust BLUE RIBBON. Sendu þessa auglýsingu með 25 centum fyrir BLUE RIBBON matreiðslubókina. Skrifaðu nafn og heimili skýrt og greinilega Slagurinn hjá Gheluvelt Tuttugu Þjóðverjar voru um hvern einn fíreta. Það var í lok októbermánaðar í haust. Þá fengu menn svo sem eng- ar fréttir af viðburðunum. Það hef- ir lítið eitt verið minst á seinasta atriðið í þessum voðaleik áður, — þegar French hershöfðingi kom til Ilooge. Hann var á leið Þjóðverja til Yp- res þessi bær, sem Gheluvelt nefn- ist, og héldu þorpi þessu eitthvað 2400 Bretar, Skotar og menn frá Wales, og höfðu skyndilega i mesta flýti búið um sig og grafið víg- skurði, en þó grunna. Þarna stefndu nú Þjóðverjar á aðalmagni sínu, — beztu hersveitunum og ofurefli liðs. Þeir þóttust hafa ráð Breta i hendi sér. Þeir voru svo smáir og fyrir- litlegir, þessir strákpjakkar, að þeir héldu þeir gætu troðið þá undir hæluin sínum, risarnir þýzku. En þeir voru hvikir og harðir Bretarn- ir, þó að smærri væru en hinir, og þeir vissu það allir, að ef Þjóðverjar næðu þessu litla þorpi, þá væru þeir búnir að brjóta þenna garðinn Breta og þá hefðu þeir opna leið til Calais Það var þá ómögulegt að stöðva þá. Þeir höfðu fengið loforð um liðstyrk. Worchester drengirnir áttu að koma þeim til hjálpar, en þó þeir kæinu, þá myndu samt verða 9 eða 10 Þjóðverjar um hvcrn einn þeirra. Löngu fyrir dögun byrjaði bar- daginn. Mennirnir féllu, ekki einn og tveir, heldur i tugatali, svo var hún þétt hríðin sprengikúlnanna. Skrækirnir og óhljóðin sprengikúln- anna var eitt látlaust samanhang- andi öskur og þær tættu mennina sundur, stundum í hópum. En loks- ins hætti þessu, og nú sást kvik á hersveitum Þjóðverja; þær voru að búa sig til að hlaupa á okkur (segir foringi einn, er komst lífs af). Það lifnaði fyir hverjum manni okkar, sem uppi stóð. Nú vissum við, að við mundum geta tekið toll af þeim og hefnt félaga vorra, sem lágu steindauðir, tættir og rifnir i sund- ur við fætur okkar. Þjóðverjar komu ósköp rólegir i röð og reglu. En þá fengu þeir kveðjurnar frá okkur. í Þúsunda- tali ultu þeir um, er við pumpuðum á þá kúlunum úr riflunum okkar, eða létum hraðskeytu byssurnar sópa um raðir þeirra. Annað augna- blikið sást hin breiða, þétta fylking þeirra koma; cn á næsta augna- bliki var fylkingin þétta nokkuð lengra i burtu; hin fyrri var horf- in, hrunin niður; en milli okkar og þessarar, sem nú kom, var einsog teppi og iðandi smáhrúgur, — alt flatt, enginn uppistandandi. En aft- ur koinu Þjóðverjar og urðu að klifr ast og stikla yfir þessar gráu hrúgur. Nú varð teppið þykkra og þykkra, er Þjóðverjar komu aftur og aftur. En enginn þeirra komst lifandi alla leið að gröfunum, sem spúðu lát- lausum, logandi straumi stáls og blýs í augu þeim. Loksins sáu Þjóð- verjar, að þetta var ekki til neins; þeir komust ekki áfram þarna, að svo stöddu. Þeir hættu þvi um stund. , Bretar héldu velli, þó að fáir væru; en dýrt var það. Hópuin saman lágu mennirnir dauðir i gröf unum, og varla var nokkur einn cin- asti maður ósærður eftir endilöng- um gröfum þessum. Verst höfðu þeir þó farið i miðjunni; þar voru mennirnir frá Wales. En nú voru þeir kallaðir, sem til vara voru á bak við höllina, og komu þeir á harðahlaupi. En kyrðin stóð ekki lengi, þvi að nú byrjaði sprengi kúlna hriðin aftur og var engu mild- ari en áður. Loftið hvein við af ein- um stöðugum bresti, — organdi og grenjandi, leiftrandi og spúandi kúluin og járnabrotum var alt loftið hvert sem maður leit. Og svo leið dagurinn, en mennirnir féllu hver um annan þveran, og ekkert sást til Worchester piltanna. Þegar undir kveld kom, sáum við Þjóðverja linappast saman i þéttar fylkingar, til þess að hlaupa á okkur aftur. Fórum við þá að búa okkur undir, að taka á móti þeim í annað sinn, og standa nú þangað til að allir væru fallnir. Við gátum ekki fengið neina hjálp. Mennirnir voru engir til að hjálpa okkur, og við sáum það, að ef Þjóðverjar væru nógu þráir, hlutu þeir að gjöra út af við okkur. Þeir komu nú af móði miklum og stefndu grimmasta áhlaupinu á graf- irnar miðjar, þar sem mennirnir frá Wales voru. Þarna kom hver fylkingin á eftir annari, að reyna að brjótast fram. Hundruðum saman féllu þeir á hverri mínútu, en hvar sem einn féll komu tveir í staðinn. Nú komust þeir lengra, — alveg upp að víggröfunum — upp að þeim og ofan i þær. En þá mætti stáli stál. Welskir börðust sem tryltir væru, og létu drepa sig heldur en að vikja fótmál undan. En Þýzkir voru of margir, og þegar nótt kom, héldu Þýzkir miðgröfunum. Engin grið voru Bretum gefin. Prússar stungu og stungu dauða menn sem lifandi, særða menn liggjandi, jafnt og þá, er uppi stóðu. Til vinstri handar héldu skozku varðmennirnir gröfum sínum og til hægri handar hélt “drotningar fyi ingin” (Queen’s Regim^ntq ennþá sinum gröfum, þó að knapt væri, og áður en Þýzkir gætu lengra farið, urðu þeir að vinna þessa anna báða, eða ganga af þeim dauðum þessum fáu, sem eftir lifðu En nú komu Worchester dreng- irnir. Herforingi einn welskur hafði loksins fundið þá, og fylgdi þeim hingað. Þetta voru þá aðeins þrjár sveitir (companies), tæplega 500 manns. En þeir komu á harða- hlaupi um strætin í Gheluvelt á móti kúlnahriðinni, beint upp að víggröfunum, sem Þýzkir höfðu unn ið og inn í miðjan her Þjóðverja. Þjóðverjum hefir vist ekki þótt þeir svipfriðir, því að þeir lögðu á flótta og voru þó þarna tuttugu á móti hverjum einum. Worchester pilt- arnir stukku á þá með byssusting- ina og flettu þeim í sundur og eltu þá inn á meðal þeirra eigin manna. Hefðu Þjóðverjar staðið þarna fast- ir fyrir og ráðist á móti þeim, þá hefðu hinir stráfallið fyrir þeim og þá hefðu Þjóðverjar vaðið um alla ströndina. Af þessum 500 Worchester pilt- um voru aðeins 200 uppistandandi, þegar talið var um morguninn. En af þeim 2,400 Bretum, sem héldu gröfunum um morguninn, voru tæp 800, sem lifðu til að segja frá viður- eign þessari. Sigurður J. Ó. Magnússon. Minn kynstafur friffi cr fallinn i dá á fegursta æskunnar skeiffi; svo gjörvöllu striði hann frelstur er frá, i friffarins blíðheimi guðsbörnum hjá hans lifssól nú Ijómar í heiði. Þótt farinn sértn frændi minn til frelsarans i himininn, eg eflaust gleymi aldrei þér. Þú ei mnnt heldur gleyma mér, unz saman okkar liggur leiff nær lokiö mitt er æfiskeiff. Hér árdegis þitt enti skeiff, þvi ungur hlaust aff mæta deyff; en óspiltur aff'öllu þó, á efa sízt því nokkur dró, að sannan hlytir sigurkrans og sæluvistir himnaranns. Vors fósturlandsins friði son, varst frænda þinna ást og von, er ranst npp á æskustund, sem undurfagurt blóm á grund, unz náklukkunnar heyrffi hljóm, er hringt var aff lesnuin Skuldardóm Þú mannsefni hið mesta varst; af meðbræffrum í flestu barst, i öllu sýndir dáð og dygö, er drottins var á rétti bygff. Þín lifs ar stefna holl og hrein, er hugffi sérhvers græða mein. Hér foreldrar og frændaliff, er fyr þú skildir dapurt við og dýpstu hlutu sorgarsár og saknaðs höfug feldu tár, — ...... nú huggast trúar vissu viff, aö vita þig i himnafrið. Þau sjá i anda anda þinn nú uppstiginn i himininn, þars lifaff færff um eilif ár, hvar engin þekkist sorg né tár, en drottins Ijómar dýrðin skær, er dauðleg tunga skýrt ei fær. Þá skilnaður framar enginn er, um eilifð saman búum vér, með ódaufflegri andasveit þeim ódáins i helgireit, hvar allir frelstir eiga skjól og eilif Ijórnar kærleikssól. S. J. Jóhannesson. jfc — ■ —----- | Getið þess að þér sáuð aug- I lýslnguna í Heimskrlnglu *-------—— ------------------* I THE CROTO DRUG CO. WINNIPEG Bætir fljótlega Ábyrgst RHEUMA TIC TREATMENT Ver8 $1.50 Rafmagns heimilis áhöld. Hughea Rafmagns Bldavélar Thor Rafmagns Þvottavélar Red Rafmagns Þvottavélar Harley Vacuum Gðlf Hrelnsarar "Laco” Nitrogen og Tungsten Lamp- ar. Rafmagns “Fixtures” “Universal” Appliances J. F. McKENZIE ELECTRIC CO. 283 Kennedy Street Phone Maln 4064 Winnlpeg vnsgjörhlr af öllu tagl fljðtt o* vel af hendi lefstar. D. GEORGE & CO. General House Repairs Cabinet Hakers nnd Cpbolsterera Furnlture repalred, upholstered and deaned, french pollshlng and Hardwood Flnlshingr, Furni- ture packed for shlpment Chalrs neatly re-caned. Phone Garry 3112 360 Sherbrooke St. Brúkaöar saumavélar meö haefl- legu veröi.; nýjar Slnger vélar, fyrlr peninga út 1 hönd eöa tll letlgu Partar i allar tegundir af vélum; aögjörö & öllum tegundum af Phon- nographs & mjög lágu veröi. J. E. BRYANS 531 SARGENT AVE. Okkur vantar duglega “ag.nta” og v.rksmala. Plano stilling Ef þú gjörir árs samning um að láta stiHa þitt Píano eða Player Píano, þá ertu æfinlega viss um að hljóðfæri þitt er í góðu standi. Það er ekki að- eins að það þurfi að stilla píano, heldur þar að yfirskoða þau vandlega. Samnings verð $6.00 um árið, borganlegt $2.50 eftir fyrstu stillingu, $2.00 aðra og $1.50 þriðju. H. HARR/S 100 SPENCE STREET ■■■■■■ Columbia Grain Co., Limited 140-44 Grain Exchange Bldg. WINNIPEG TAKIÐ EFTIR! Vér kaupum hveiti og aðra kornvöru, gefum hæsta verff og ábyrgjumst áreiðanleg viffskifti Skrifaðu eftir upplýsingum. TELEPHONE MAIN 3508

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.