Heimskringla - 15.04.1915, Blaðsíða 6

Heimskringla - 15.04.1915, Blaðsíða 6
BLS. 6 HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 15. APRIL 1915. Hin Leyndardómsfullu Skjöl. Saga eflir WALTEH WOODS. Þegar ungfrú Reed heyrði, að skjölin væru ef til vill hálfrar millíón dollara virði, eða með öðrum orð- um: í kringum hundrað þúsund pund sterling, varð hún of hissa til þess að geta sagt eitt einasta orð. Hún leit hvössum augum á mig, en ennþá hvassari augum á ungfrú Megson. Loks sagði hún glaðlega: “Setjum nú svo, að þið tvö verðið fyrir þessu makalausa láni, — hvar kem eg þá inn í leikinn, bláfátæk og einmana? En hvað er eg að bulla? Eg gjöri sjálfa mig helzt til eigingjarna í ykkar auguin með þessu tali. Það er eins og eg geti ekkert gott verk gjört án þess að ætlast til endurgjalds fyrir það”. — Hún skifti ögn litum um leið og hún sagði þessi síðustu orð og varð að mínum dómi ennþá elskulegri en fyrr. “Verzlun er verzlun”, sagði eg; “og þetta kalla eg verzlun, og verða því allir félagarnir að fá jafnan hluta af ágóðanum. 1 fyrsta lagi þá á eg skjölin; svo komst þú mér í kynni við þriðju persónuna, sem hefir lofað að koma skjölunum í peninga, svo við erum nú þrjú einsog þú sérð, sem eigum hlut að máli.” “Loforð frá mér”, tók miss Megson fram í, “er full- komin vissa fyrir að eg kem hlutunum í framkvæmd”. Hún talaði svo ákveðið og mikilmenska lýsti sér í röddinni. Svo sneri hún sér við, og starði á ungfrú Reed á einkennilegan hátt. Skoðun mín á þessari ungfrú Megson breyttist við þetta, að nokkru leyti. Mér likaði ekki framkoma htnn- ar. “Mér þætti vænt um að fá að líta á skjölin eitt augnablik”, sagði eg við hana. “Til hvers?” svaraði hún. “Vissulega”, svaraði eg, “gjörist ekki þörf á að út- skýra nákvæmlega annað eins og þetta. Er mér ekki heimilt að sjá þau, eða hvað?” “Þau eru fullkomlega óhult, þar sem þau nú eru”, fullvissaði hún mig. “Og þar að auki hefi eg gengið svo vel frá þeim, að eg nenni ekki að rífa þau upp aftur” “En”, sagði eg, “eg held eg verði samt að biðja þig, að leggja á þig þá fyrrhöfn,; þvi eg vil fá að sjá þau”. Svo sem einsog svar upp á síðustu orð mín rétti hún ungfrú Reed hendina til að kveðja hana og gaf þannig til kynna, að hún óskaði ekki eftir frekara sam- tali að svo stöddu. Ethel Reed var auðsjáanlega í vandræðum. Hún leit til mín bænaraugum, einsog hún væri að mælast til, að eg kendi sér ekki um það, að ungfrú Megson þverneitaði að fá mér skjölin aftur. Ef það hefði ekki verið fyrir það, að þegar ungfrú Megson gekk fam að dyrunum og opnaði þær til að ganga út, að hún leit ekki við mér, frekar en eg ekki væri til í herberginu, þá hefði eg ekkert sagt meira um málið að þessu sinni. En það, að vera ekki virtur svo mikils, sem að kasta á mig kveðju, það stóðst eg ekki undir kringumstæðun- um. “Fyrirgefðu”, sagði eg; “en þessi skjöl eru algjör- lega mín eign og eg heimta að fá þau aftur”. Ungfrú Francis Megson hló kuldahlátur. “ó, þú enski herramaður!” sagði hún. “Þið Englendingar er- uð þeir kúnstugustu menn, sem eg þekki. Fyrst viltu og svo viltu ekki. Fyrst geturðu og svo geturðu ekki. Eg hata þá menn, sem eru meiningarlausir og ósjálf- stæðir i hugsunum sínum! Síðar mun sá dagur koma, að þú verður mér þakklátur fyrir, að hafa bent þér á, hvað þér væri fyrir beztu. Þú fékst mér skjölin til þess að yfrfara þau og hafa þau undir hendi um tíma ineðan eg væri að komast að þýðingu þeirra, og það er það, sem eg ætla að gjöra, hvað svo sem þú segir, og þú eigir skjölin og verðir að fá þau”. “Þú ferð ekki með skjölin nú undir neinum kring- umstæðum”, sagði eg. “Jú, einmitt rétt núna á þessari stundinni”, svar- aði ungfrú Megson. “Hættu nú að láta svona barna- lega, það er svo afkáralegt af þér, fullorðnum mannin- um. Jæja, þetta dugar mér ekki; eg verð að fara. Eg ætti að vera komin yfir til Johnsons nú auk heldur. Hann er maður, sem þakkar mér ekkert fyrir, ef eg kem of seint”. Þetta var auðvitað bara að segja mér strið á hend- ur. Eh að lenda í ryskingar við kvenmann, svo að Ethel sæi, það fanst mér vera óhæfa. Samt var eg á- kveðinn i þvi, að bera ekki lægri hluta í þessari viður- eign okkar ungfrú Megson. Eg læsti því hurðinni aft- ur og setti svo bakið í hana til þess að gefa til kynna, að hér yrðu hendur að skifta, ef enginn væri annar kostur, fyrr en eg hætti við svo búið. Ungfrú Reed gekk nú til mín og lagði sína mjúku hendi á öxl mína, um leið og augu okkar mættust. Það var eitthvað það í augnatilliti hennar, sem gjörði mér ómögulegt, að halda áfram áformi mínu. Og ef það hefði ekki verið fyrir þetta, þá hefði eg haldið áfram með áform mitt, þó það hefði orðið til þess að eg hefði tapað skjölunum fyrir fult og alt. “Gjörðu það fyrir mig”, var alt, sem ungfrú Reed sagði, en hreimur raddarinnar benti mér á, hvað bak við þau orð væri. “Ef mér væri það mögulegt, þá skyldi eg sleppa þessum skjölum alveg, auk heldur”, svaraði eg. “Eg vildi eg hefði aldrei kynst þessari þj.... Megson”. Nú gáði eg að inér og bætti því við: ‘íJá, fyrir þig, Ethel, gjöri eg það”. “Þjófslegu”, sagði ungfrú Megson. “Það var ekki nauðsynlegt fyrir þig, að tala orðið alveg út, það var auðskilið, hvað þú ætlaðir að segja”. Eg sneri mér ögn frá dyrunum, en ungfrú Megson tók sér einn smávindil úr silfurliulstri, sem Iá á borð- inu í herberginu, kveikti í honum og um leið og hún sendi frá sér reykjargusu, teygði hún úr sér allri og mælti: “Það er eitt, sem við höfum öll gleymt, en það er, að þetta er mitt herbergi”. “Já, og eg ætti að vera komin ofan í eldhús fyrir löngu síðan”, svaraði Ethel. “Mér er sama um það”, sagði eg, “eg fer ekki héð- an fyrr en eg fæ aftur skjölin mín”. “Eða”, svaraði ungfrú Megson, “þar til eg kalla á lyftivélarstjórann. Það er partur af hans verkahring, að vísa mönnum út”. Alt í einu kiptist ungfrú Reed við, þar sem hún stóð á gólfinu og fór um hana kulda-titringur. “Ó, mér líður svo illa”, sagði hún. “Eg var öll lifandi af von um, að mér hefði tekist að koma þér í samband við þá manneskju, sem gæti leyst fram úr vandræðum þinum; en nú sé eg ekki fram á annað en eg hafi ó- beinlinis orðið orsök í-------ja, eg veit ekki hverju, sem hefir hræðilegar afleiðingar og--------” Hún lauk ekki við setninguna, því eg gekk til hennar og sagði: “Það er á valdi þessarar ungfrú Megson, að forða okkur frá öllum illum afleiðingum, með því að gjöra það, sem eg hefi nú beðið hana”. “Þú ert einkennilega heimskur maður, herra Bol- ton Bryce, ef þú virkilega álítur mig það flón, að eg kasti frá mér gæfunni á þann hátt, eftir að liún hefir komið svo fyrirhafnarlaust og óvænt upp í hendur mínar. Heldur þú nú i sannleika, að eg fari að af- henda þér skjölin? Mikið barn ert þú annars, herra Bryce!” “Eg gjöri mér sannarlega hugmynd uin, að þú get- ir ekki haldið fyrir mér minni eign”, svaraði eg. “Ef það kemur til þess”, svaraði hún, “þá á eg al- veg eins mikinn rétt á þessutn skjölum sem þú; ef að því er gáð, hvernig þau komust i þínar hendur. Þetta er atriði, sem þú mátt ekki gleyma. Mér þykir það mjög leitt, en það verður nú samt svo að vera, að ef þú getur ekki gefið neinar betri ástæður, en þú nú þegar hefir gjört, fyrir því, að eg ætti að afhenda þér aftur þessi skjöl,, þá verða þau kyrr þar sem þau eru nú — svona fyrst um sinn. En eg skal gjöra enn bet- ur við þig. Eg skal gefa þér viðurkenningu fyrir því, að eg hafi veitt skjölunum móttöku og að þau séu í mínum vörzlum. Þetta boð álít eg fullsæmilegt. Þú skalt útbúa viðurkenninguna á þann háU, sem þér finst við eiga, og svo bæti eg ögn við frá mínu eigin brjósti og skrifa svo nafn mitt undir. Þetta er ágætisráð til þess að eyða öllum misskilningi og þrasi. Eg fer strax að ná mér í ritföng og koma þessu í framkvæmd”. Hún fleygði frá sér því sem eftir var af smávindl- inum, dró blað upp úr borðskúffunni og gullpenna og fór síðan að skrifa eitthvað á blaðið. “Þarna hefir þú minn skerf’, mælti hún og rétti að mér blaðið. “Þú getur bætt þar við þvi sem þú vilt, og gjört svo einsog þér sýnist”. . “Gott og vel”, svaraði eg um leið og eg tók við blaðinu af henni; “eg skal gjöra það”. Að svo mæltu reif eg blaðið i smástykki og fleygði sneplunum út um gluggann, sem var opinn. 1 þessu gekk Ethel fram að dyrunum og gjörði sig liklega til að fara. Henni hefir liklega ekki litist á, að vera lengur hjá okkur. “Eina mínútu aðeins!” kall ði eg til Ethel, sem þá stansaði í dyrunum. “Eg hefi nú farið fram á það við ungfrú Megson, einsog þú hefir heyrt, með mjög kurtisum orðum, að hún afhenti inér aftur skjölin mín; en hún hefir aðeins hlegið að orðum mínum. Mér er illa við að þurfa að nota aðra aðferð, en eg er neydd- ur til þess. Þú, ungfrú Megson, hefir jafnvel gefið mér í skyn, að þú vitir eitthvað það um mig, sem gæti orðið mér til óþæginda, ef þú gjörðir það uppskáttt, — já, jafnvel gæti orðið til þess að hefta frelsi mitt. Það er ekki til neins fyrir þig, að bíta i kringum staur- inn með það, helilur skaltu láta mig heyra nú þegar, hvað þú hefir um mig að segja, sem er svo stórkost- lega hættulegt fyrir mig. Það lýsti meiri drengskap”. “Gott og vel”, drafaði í ungfrú Megson. íiEg veit ekkert sérstakt ákveðið um þig. Mig einungis grunar. — En svo er óviðfeldið að segja frá því svona í vina- hópi. Og svo er starf okkar njósnaranna þannig vax- ið, að við megum ekki hugsa um þvílíka smámuni.” í‘Eg hefi eins fastlega ákveðið, að ná skjölunum mínum aftur, ungfrú Megson, einsog þú ert staðráðin i því að halda þeim”, svaraði eg. “Fyrirgefðu, ungfrú Reed, eg þarf að segja ungfrú Megson nokkur orð heimuglega og ætla því að hvísla þeim að henni”. Eg færði mig nær henni, þar sem hún stoð, og nvíslaði nokkrum orðum í eyra hennar, og færði mig svo burí frá henni til að sjá, hvaða áhrif þau hefðu. Þau auð- sjáanlega ætluðu að verða að tilætluðum notum, því hen..i brá mikið; hún rétti út hendurnar einsog til að verja sig, og var sem hún ræki upp lágt hljóð. En svo náði hún sér brátt aftur; en þá notaði eg tækifærið og færði mig nær henni og hvíslaði að henni aftur nokkrum orðum og mælti svo upphátt: ‘íNú, eg gef þér 30 sekúndur til að hugsa þig um”. “Það, sem þú hefir sagt mér, er lýgi, argasta lýgi”, svaraði hún. “Ef þú treystir þér til, að sanna að það sé ósatt, þá skora eg á þig að gjöra það nú þegar. Ef ekki, þá vil eg ráðleggja þér, að nota þessar fáu sekúndur vel, þvi boð mitt stendur ekki lengur”. Án þess að svara einu orði, dró hún skjölin upp og fékk mér þau. Eg var ekki lengi að stinga þeim á mig, í brjóstvasann á vestinu mínu og hneppa því og treyjunni svo að mér. “Eitt skal eg lofa að gjöra, og það er, að leita aðstoðar félags þess, er þú vinnur fyrir, til að ráða fram úr meiningu skjalanna; og eg skal gjöra meira: Eg skal spyrja sérstaklega eftir ungfrú Meg- son”, svaraði eg. “Hún verður reiðubúin og innilega þakklát þér”, mælti hún, “og mun gjöra sitt ýtrasta til þess, að jafna reikningana við þig”. Hún hló, er hún gekk fram að dyrunum og sagðist verða að fara og bauð okkur tveimur góða nótt. Hún hló enn hærra og kuldalegar, er hún sagði: “Þessi skjöl eru leyndardómur milli okkar tveggja fyrst um sinn”. “Eg lofa þér þvi”, svaraði eg henni. “Já, eg tek orð þín góð og gild fyrir því”, bætti hún við um leið og hún hallaði aftur hurðinni. “Hvað getur alt þetta meint?” spurði ungfrú Reed, er við vorum orðin tvö ein eftir við stiga-uppgönguna og eg var að bjóða henni góða nótt. “Þar sem þú hefir heyrt allar samræðurnar, ættir þú ekki að spyrja mig. En þrátt fyrir alt, þá hefi eg þó skjölin. Þau eru verðmikil; það veit eg með vissu, og sá dagur kemur, að mér tekst að koma þeim í pen- inga, og skalt þú þá fá ríflegan hluta þar af. í milli- tíðinni ætla eg að biðja þig eins”. “Og hvað er það?” spurði félagi minn. “Það er að treysta ekki ungfrú Megson undir neinum kringumstæðum”. X. KAPITULI. Johnsons njósnarafélagið. Eg var mjög vel ánægður með sjálfan mig eftir þessa fyrstu viðureign okkar ungfrú Megson. Nóttina á eftir svaf eg vel og naut ánægjulegra drauma. Eg hafði gjört uppgötvun viðvíkjandi Megson, sem eg var ánægður yfir að sumu leyti, en sem þó hreldi mig ann- að veifið. Nú hafði eg á móti mér tvo óvini, og hvor- ugur þeirra myndi láta sitt eftir liggja í því, að hefna sín á mér. Annar þeirra var Francis Megson, en hinn Goodwin. Eg var í hálf einkennilegu ástandi; og þess meir sem eg fann til þess, að eg væri að ganga í snör- una, þess ákveðnari varð ég í að halda áfram. Eg gjöri ráð fyrir, að það sé hermanna siður. Starfsstofa Johnsons njósnarafélagsins var í aðal- hluta borgarinnar New York. Eg hafði heyrt af þessu mikla félagi og lesið nýlega, að annar helzti maður fé- Iagsins hefði dáið nýlega og látið eftir sig mikið fé. Þetta félag rak stárfa sinn með geysimiklum tilkostnaði — borgaði starfsfólki sínu gott kaup. Að vinna fyrir félagið var eins arðberandi einsog vera í góðri stöðu hjá landsstjórninni. Enda reyndi hver maður helzt, að komast í þjónustu þessa félags; og þar sem eg þurfti nú fjárhagsins vegna að leita mér atvinnu, þá ásetti eg mér, að reyna að fá mér atvinnu hjá Johnson njósnarafélaginu. Eg hafði orð á þvi við mann, sem eg lenti i sam- ræðu við i reykingasalnum daginn eftir viðureign mina við ungfrú Megson, rétt þegar eg var að fara á fund hennar samkvæmt loforði mínu. Eg veit raunar ekki, livað kom mér til þess, að fara að segja þessum ókunna manni fyrirætlun mína í þessu efni. Eg gjörði það einsog óafvitandi. Að sönnu var engu spilt með því; en það gat skeð, að eg græddi við það einliverjar upplýsingar um félagið. Mér leizt heldur vel á þenna ókunna mann. Hann var góðlegur og meinleysislegur á svip og í framkomu sinni. En hann gjörði mig hálf forviða með heiinsku- legum ofsahlátri, þegar eg sagði honum þessa fyrirætl- un mína. “Eg hefi mætt í það minsta hundrað manns nú á fáum dögum”, sagði hann, “sem allir hafa sagt mér, að þeir ætluðu að fá atvinnu hjá Johnson; en ekki ein- um einasta af þeim hefir tekist það, svo eg viti til. — Þeir, sem komust næst því, voru tveir félagar; annar þeirra átti að fremja glæp, en hinn átti svo að finna það út, og á þann hátt ætluðu þeir að gjöra sig að fræg- um njósnurum. En svo þegar til þess kom, þá vildi hvorugur þeirra verða til þess, að fremja glæpinn, en báðir voru viljugir til að gjöra hitt hlutverkið. Um síðir lagaðist þetta samt sem áður, og þeir tóku til að starfa; en Johnson, sem er skarpur og skynugur mað- ur, komst einhvernveginn að fyrirætlun þeirra og lét svo setja þá báða í fangelsi, og þar sitja þeir nú. — Taktu mín ráð til greina, og láttu Johnson eiga sig, — nema auðvitað, ef þú hefir eitthvað sérstakt, sem þú getur sýnt til afreks þér”. — Svo hló hann enn bjána- legar en áður. “Það hefi eg”, svaraði eg; “og eg ætla að komast í þjónustu hans, hvað sem hver segir”. “Ungfrú Megson, sem heldur til hér á gistihúsinu, er í þjónustu Mr. Johnsons”, sagði hinn ókunni mað- ur. “Hún er tilþrifamikill kvenmaður. Hún hefir al- gjörlega hrifið huga minn og gagnhrifið sálu mína”, bætti hann við og ldó nú æðislega, og virtist inér sem brigði fyrir æðisglampa í augum hans. Annars leizt mér maðurinn sem hann væri búinn að ganga í gegn- um svo margt um dagana, að hann myndi trauðlega láta truflast af einum kvenmanni, sérstaklega ekki annari eins kvenpersónu og ungfrú Megson var. “Eg er annars farinn að halda, að eg sé frekar ó- sjálfstæður”, bætti hann við. “En svona virðist fara fyrir mér æfinlega nú orðið. Eg er orðinn svo breytt- ur nú í seinni tið, að eg þekki ekki sjálfan mig fyrir sama mann og áður. Á mínum ungdómsárum var eg harður sem járn og kaldur sem blý fyrir öllu, sem á dagana dreif, af svona smávegis atvikum”. Eg varð alveg forviða á þessum 1 stri þessa manns, senií þekti mig ekki neitt, það eg til vissi, og sem eg vissi alls engin deili á. En úr þvi hann gjörði sér svo ant um, að kunngjöra mér öll þessi einkamál sin, þá fanst mér ekkert geta verið rangt við það, þótt eg líka segði honum ögn af því, sem eg vissi. “Ef eg mætti gefa þér ráðleggingu”, sagði eg því, “þá myndi hún verða á þessa leið: Gef þú ekki tilfinn- ingum þínum Of lausan taum i þetta sinn, hvað snert- ir þessa ungfrú Megson. Eg þekki hana að sönnu ekki mikið, en þó nóg til þess samt sem áður, að eg veit að ráðlegging mín er vel takandi til greina”. “Já, einmitt það”, svaraði hann. “Þú heldur að eg verði þér þar þröskuldur í vegi. Það er það, sem þú vilt sjá um að ekki verði. “Nei”, svaraði eg honum í ákveðnum róm. “Það mun enginn verða þess áskynja, né fá ástæðu tit að ímynda sér, að eg verði þar þröskuldur í vegi nokkurs manns, og heldur ekki finst mér að aðrir séu það í mínum vegi. Yarðveiti mig frá því allir englar og heilagir”. ókunni maðurinn stóð nú upp af stólnum og gekk i áttina til mín. “Þú virkilega veizt eitthvað mikilsvarðandi um ungfrúna, sem þú vilt ekki segja livað er”, sagði hann. “Hvað á eg að borga þér mikið fyrir upplýsingar í málinu? En fyrst af öllu: Hefir þú heyrt þær utan að, eða hefir þú fundið þær út sjálfur? Þekkir þú ungfrúna?” “Eg hefi sjálfur gjört mínar uppgötvanir gagnvart henni”, sagði eg. “Af tilviljun eða með ásettu ráði?” bætti hann svo við. “Hvorttveggja”, svaraði eg. “Eg hefi sjáandi augu og heyrandi eyru”. “Tveir mjög mikilsvarðandi kostir frá sjónarmiði herra Johnsons”, sagði hann. “Eg læt mig ekki neinu skifta um þessa ungfrú; og eg hefi nú þegar fundið út, að þú gjörir það ekki heldur. En á alt annan hátt. Eg kom hingað í dag með því sérstaka augnamiði að sjá hana. Mig vantar að kynnast henni og það eins vel og unt er. Þú veizt eitthvað. Getum við ekki komist að samningum?” “Upp á hvaða skilmála?” spurði eg. “Hvað setur þú upp?” spurði liann með ákefð mikilli, sem lýsti því, að nú taldi liann sér sigurinn vísan. “Þú meinar þó ekki, að kaupa köttinn í sekkn- um?” spurði eg hann. “Eg ætla að leggja á tvær hættur með það”, svar- aði hann. “Má vera, að það reynist góður veiðikött- ur”, bætti hann við. “Það má vera, að mér skjátlist”, sagði eg; “en hvort heldur sem er, þá er það sem eg hefi fundið út, eða held að eg hafi uppgötvað viðvíkjandi ungfrú Megson, mjög auðvelt fyrir þig sjálfan að finna út og komast að sannleikanum i þvi efni. Hvaða verð ert þú viljugur að borga fyrir upplýsingar, sem þér kann að þykja vænt um að fá, en sem í raun réttri eru ekki cents virði til þín?” “Eitt liundrað dollara i peningum eða meðmæla bréf til herra Johnsons”, sagði hann. “Eg kýs mér frekar meðmælin”, svaraði eg. “Enda þótt ungfrú Megson hafi lofað að gefa mér þau”. “í því sambandi”, sagði hann og hjó sundur orðin, “hygg eg að eg hafi meiri áhrif en ungfrú Megson”. “Er þetta sannleikur um hana?” spurð i eg um leið og eg ýtti til hans bréfmiða, sem eg hafði skrifað á fjögur orð. Hann horfði á blaðið um stund rannsakandi aug- um og mælti siðan: “Þú hefir alveg rétt fyrir þér”. Að svo mæltu reif hann i sundur bréfmiðann og fleygði sneplunum í eldinn. “Ef þú hefir fundið þetta út sjálf- ur, þá ert þú skarpur maður. Eg áleit, að við værum aðeins tvö ein um að vita þetta, —* eg sjálfur og ungfrú Megson. Skyldi ungfrú Etliel Reed hafa komist að þessu?” “Nei”, svaraði eg forviða yfir því, að þessi ókunni maður skyldi beina spurningu f þessu tagi til mín. — Hann hlaut þá að vita, að ungfrú Reed var í New York. “Eða skyldi hana nokkuð gruna í þá átt?” hélt hann áfram. “Það veit eg ekki. Eg er ekki fær um að lesa hugs- anir ungfrú Reed, og gjöri mér heldur ekkert far iuh það”, svaraði eg. “Ástæðan fyrir því, að eg spyr þig að þessu”, sagði hann, “er sú, að eg hefði vel getað trúað henni til að finna þetta út á undan þér. Hvað segir þú utn það, að við förum nú til Johnsons?” Hann tók hatt sinn og hélt af stað til dyranna. Hann ætlaðist auðsjáanlega til að eg fylgdi honum eftir, svo eg gjörði það. Þegar við koinum út úr gistihús- inu, héldum við ofan Broadway stræti. Hann mæltá ekki orð frá vörum og eg ekki heldur. Hann staðnæmd- ist við feykilega háa steinbyggingu, og sá eg hanga þar á vegg nafnspjald Johnsons, sem gaf mér til kynna, að einhver hluti þessarar byggingar væri starfsstofa þessa mikla njósnarfélags. Við fórum upp nokkur loft á lyftivélinni; en er við staðnæmdumst tók félagi minn lykil upp úr vasa sínum og opnaði dyr, sem eng- in merki eða nafnspjöld voru á. Eg fylgdi félaga mín- um eftir inn í þetta herbergi, en hann lét aftur hurð- ina og lokaði lienni vandlega. Hann tók sér sæti í uppstoppuðuin, stórum hægindastól og benti mér að taka mér sæti einnig. Eg hlýddi boði hans. Eg gat ekki hjálpað því. Mér fanst eitthvað við manninn, er benti til þess, að hann kynni betur við að honum væri hlýtt. Útlt hans tók nú þeim breytingum, að bjánalegi bragurinn, sem gjörði vart við sig hjá honum fyrst er við kyntumst, var nú með öllu horfinn; en í þess stað bar málrómurinn vott um einbeittleik og ákveðna hugsun, og allar hans hreyfingar lýstu einnig hinu sama. Eg fann það, að hver sem þessi maður var, þá mátti hann sín mikils, og mér fanst eg ósjálfrátt vera algjörlega á hans valdi. Herbergi það, sem við vorum í, bar vott uin ríkidæmi; allir húsmunir voru þar af allra dýrasta tagi, og engan þann hlut gat mér fundist að vantaði þar, sem aukið gæti þægindi. Eitt- hvað var það samt þarna, sem eg kunni ekki við, og held eg það hafi verið hinn þrungni leyndardómsfulli blær, sem yfir öllu hvildi þar inni. Það var einsog maður andaði svoleiðis tilfinningum að sér með loft- inu, sem þó var hreint og ferskt. “Nú, jæja, herra hugsanalesari minn”, tók félagi minn til máls, er við höfðum báðir tekið okkur sæti. “Geta njósnara hæfileikar þínir frætt þig um, hvar þú ert niðurkominn og hver eg er?”. Hann talaði sem yfirvald heillar þjóðar myndi hafa gjört, er það væri að kynna vilja sinn auðsveipum almúganum. “Er þetta starfsstofa herra Johnsons?” spurði eg vandræðalega, því eg vissi naumast, hvað eg átti að segja, né hvernig ég átti að haga orðum mínum. “Einn hluti hennar”, savaraði hann. “Og ert þú herra Johnson sjálfur?” spurði eg enn frekar. “Eg er sá maður”, svaraði hann. “Það eru ckki margir, sem hingað koma inn, sem þekkja mig, og verða þeir því að nota þann sama formála og þú”. “Eg var teymdur hingað mér ósjálfrátt og er því ekki undir neinn bardaga búinn”, sagði eg; þvi eg fann það á honum, að í huga hans var ekkert annað en bar- dagi af einhverri tegund. “En ef þér líkar, herra John- son, þá---------” “Ef þú vilt gjöra svo vel, hefir þú ætlað að segja”, tók hann fram í fyrir mér byrstur, og eg skildi þaðr að hér var ekki nema um einn formann , að gjöra á þessari skútu, og honum varð að auðsýna alla auð- mýkt og virðingu. “Nú, jæja”, hélt hann áfram, “við verðum að reyna til að hjálpa þér út úr þeini vandræðum, sem þú hefir sjálfur steypt þér í. Með öðrum orðum: fríja þig frá heljartökum þeim, sem þú virðist óttast svo af ungfrú Megson”. Hann hló hæðnislega um leið og hann sagði þett i, og svo studdi hann fingri sínum á takka í veggn- um, sem orsakaði það, að klukka hringdi á öðrum stað einhversstaðar í byggingunni. Hann var auðheyr- anlega, að gefa einhver merki, þar sem hann fyrst hringdi i hér um bil 2 sekúndur, en svo fimm sinnum stuttar hringingar hverja á eftir annari. Eg horfði stöð- ugt á dyrnar, sem við höfðum komið inn um, þar sem eg ekki gat séð nokkrar aðrar dyr á herberginu. Vegg- irnir voru allir sléttir og með sömu gjörð, að undan- teknum fáeinum hvitum linum, sem dregnar voru frá hvelfingu alla leið niður að gólfi, og áleit eg það gjört tii prýðis eða til þess, að hylja samskeyti á pappirn- um, sem veggurinn var klæddur með. En þrátt fyrir það vissi eg ekki fyrri til, en ungfrú Megson stóð v:ð hlið mína. “Þessi herramaður”, sagði hr. Johnson við ungfrú Megson, “þarf ekki uppfyllingar loforðs þíns um það, að gjöra inig kunnugan honum. Við höfum kynst á annan hátt”. “Það er vissulega ágætt”, svaraði ungfrúin, og rar sá hreimur i rödd hennar, sem hún hefði álitið þetta svo undur eðlilegt. Eg liafði alls enga löngun til að sjá GJÖF Fyrir óákveðinn tíma á fólk völ á a<S fá einn árgang af Heimskringlu fyrir $2.00, og eitt eintak af stríðskorti norðurálfunnar, og þrjár Heimskringlu sögur gefins með. StríSskortiíS er nautSsynlegt hverjum sem vill fylgjast met5 vitSburtSum í þeim stórkostlega bar- daga sem nú stendur yfir i Evrópu. Einnig er prentatS aftan 4 hvert kort uppiýsingar um hinar ýmsu pjótSir sem þar eiga hlut atS m&ll, svo sem stœrtS og fólksfjöldi landanna, herstyrkur þjótSanna samanburtSur 4 herflotum og loftskipaflotum, og ýmislegt annatS. Stríðskortið fæst nú til kaups á skrif- stofu félagsins fyrir 35 cent SKRA YFIR HEIMSKRIBÍGLU PREMIUR. Bróíurdóttlr Amtmannsins.. 25c. 35c. 35c. Sylvia 25c. 25c. 25c. 35c. Strít5skort NortSurálfunnar .. 35c. TheVikingPress, 729 Sherbrooke St. Ltd. Talsími Garry 4110 P.O.Box 3171

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.