Heimskringla - 20.05.1915, Blaðsíða 1

Heimskringla - 20.05.1915, Blaðsíða 1
RENNIE’S SEEDS HEADQUARTERS FOR SEEDS, PLANTS. BULBS AND SHRUBS PHONE MAIN 3514 FOR CATALOGUE Wm. RENNIE Co., Limited 394 PORTAGE AVE. - - WINNIPEG Flowers telegraphed to all parts of the wofld. THE ROSERY FLORISTS rhonen Maln 104. Nlfcht and Suo- ilny Sher. 21167 1ÍSJI |)o\.\ 1.1) STHEET, WINNIPEG. XXIX. AR. Fréttir frá Stríðinu Það hcfir lítið heyrst uin striðið undanfarna daga: en þó ekki af því að lítið hafi verið um bardaga, því að þeir hafa einlægt verið, og er það einsog vér sögðum seinast, að nú væri rót komið á Bandamenn og hergarð þeirra á Frakklandi og í Flandern. Þeir berjast þar hér og hvar og veitir Þjóðverjum oftast miður. Bandamenn eru að sækja frain sunnan við I.ille. Norðan við La Bassee sóttu Bretar svo hart fram ásamt Indum og Frökkum, að hinir lirukku undan um mílu vegar, og kvíaðist þá af sveit Þjóðverja, 5000 til 6000 manna, og lág ekki annað fyrir en að þeir gæfust upp eða væru strádrepnir. Voru Canada- menn þar sem hríðin var hörðust. — Þykir herfróðum mönnum s'1 þarna hafi verið brotinn hergarður Þjóðverja, og mega þeir nú hafa sig alla veið, að fylla upp skarðið. — Annars verða þeir að halda undan á löngu svæði. F.n norðar.— norðan við Ypres — hafa Belgir sótt vel fram viíT sjóinn og hafa Bandamenn hrakið Þjóð- verja yfir skipaskurðinn og tekið aftur Steenstraate sem þeir töpuðu nm daginn. Og hverju áhlaupinu liafa þeir hrundið af öðru sunnan við Ypres á hólinn góða “nr. 60”, sem Bretar sprengdu kollinn af fyrir nokkru, er þeir hröktu Þjóðverja þaðan. Mafa Þjóðverjar látið þús- undir manna i þessum áhlaupum, en geta ekki náð hólnum. Zeppelin loftskipin vinna lítiíS á. /feppelinarnir eru nú farnir að fá skelli nokkra. Einn réðist á Hams- gate á Englandi hinn 17. maí og hle.vpti niður 40 sprengivélum og meiddi eitthvað 3 merrn; en flug- fra Kastehurch og Westgate fóru af stað og eltu hann á sjó út; en þegar hann kom aftur upp að Belg- íu strönduin, út frá Nieuport, j>á tóku við honum 8 flugdrekar frá Dunkirk og komust 3 þeirra í skot- færi, og voru alt í kringum harin. Einn Bretinn, Rigsworth, var í lofti uppi yfir honum, 200 fet, og ldeypti niður 4 sprengivélum á hann. Þær hittu einhverjar, og stóð reykjar- strókurinn upp úr honum, jiví eitt liólfið var sprungið. En honum brá svo við að hann reis á endann og vissi hali hans beint niður; þannig fór liann beint í loft upp 11,000 fet, og ætla menn hann stórskemdan eða hafa farist. Annar Zeppelin hafði mikið verið á ferðinni í kringum Brussel í Belg- íu. En ]iá var það nýlega undir kveld að 27 flugdrekar fengu færi á honum og umkringdu hann og varð þar slagur liarður tneð vélarbyssum, og reyndi hann aið komast frá flug- drekunum og lyfta sér hátt í loft upp. Skothríðin hvein í lofti þarna, við ský uppi, og gat hann brotið 2 eða 3 drekana svo að þeir hrundu niður; en hinir urðu þó Zeppelin- skipinu að lokum yfirsterkari, svo að það féll til jarðar. 60 manns voru á þvi, og hefir hann því verið einn af þessum stóru Zeppelinum Vil- hjálms. Mennirnir fórust náttúr- lega allir. Austurríkismenn fara hrakfarir í Galizíu. Eystra tekur hún sig upp sania guinla sagan. Rússar ]>jappa að Þjóð- verjum á allri hinni löngu línu. Á Kurlandi hrökkva Þjóðverjar undan og norðaustan við Tarnow halda þeir Þýzkum föstum og veita þeim skell á skell ofan, og eins þaðan og upp í fjöllin. En i Suður-Galizíu á hundrað milna svæði hafa Rússar farið svo illa með Austurríkismenn og Ungverja, að þeir hrökkva all- staðar undan. Þcir komust nálægt Przemys), en þar fengu þeir þær kveðjur frá hinum langskeytu virkj- um kastalanna, að þeir stráféllu. Og þarna létu Rússar kné fylgja kviði og keyrðu þá suður bæði í Galiziu og Bukóvína, suður fyrir ána Pruth, og tóku 30,000 fanga og feikn af vopnum og vistum og skot- færum, því að víða hlupu Austurrík- ismenn frá öllu. Riddaralið Ung- ara var þar komið og ætlaði að stöðva Rússa, meðan hinir voru að flýja, en þeir féllu hver um annan og fór þ.ar einhver bezta hersveitin, sem Austurríkismenn höfðu cftir.— Þetta voru endalokin á eitthvað 3. vikna löngum bardaga, sem þarna hefir staðið dag eftir dag hér og hvar um Galiziu, Bukovína og með- fram fjöllunum. Þjóðverjar voru búnir að senda þangað hverja her- sveitina eftir aðra, viku eftir viku, og þarna átti að mola Rússa, klemma að þeim á þrjá vegu, og sjálfur kappinn Hindenburg var ]>ar kom- inn. ítalir fara á stað. Jaeta est alea, kastað er nvi töfl- um, segja ítölsku blöðin. Þetta eru orðin sem Caesar mælti er hann reið með hermönnum sínum yfir smáána Rubieon, og hóf herferð sína móti senati Rómverja. Nú er fögnuður mikill um alla ítaíu. Salandra er þar tekinn við stjórn allri, en Gio- litti kominn heim til sfn. En hann var það sem einlægt hefur haldið ítölum frá stríðinu. Það var þann 18, ekki beinlínis búið að segja Austurríki stríð á hendur, en kon- ungurinn, þingið og ])jóðin var á einu bandi. Tyrkjum snýst hugur. Samsæri hefur komist upp í Mik- lagarði að drepa Soldán^ Enver Pasha, Goltz markálk og General Liman von Saunders, báðir þýzka. Sjö bardagar sömu vikuna. Menn halda hér að ekkert hafi verið barist nýlega. En á vestur- línunni í Frakklandi og Belgíu hafa frá laugardegi hinn 8. til föstudags hins 14 verið sjö sérskildir bardagar og þeir hinir hörðustu í sögu vestur- Evrópu. En á laugardaginn var ]>ó ekki best. Hvað eftir annað runnu þýzkir á, en hvað eftir annað hrundu Bandamenn þeim af sér. Þeir héidu þessu áfram allan dag- inn liýzkir og eins í myrkrinu þegar nótt var koinin. Þeir af Bretum sem lifðu af þá nótt skutu einlægt í sífellu þangað til þeir gátu ekki haldið á riflum sínum. Þetta var hvað harðast við Ypres, en þegar lýstl á sunnudagsmorgun- inn lágu búkar þóðverja sem hrá- viði fyrir framan grafirnar og ])öktu slétturnar og þar lág margur Bret- inn innan um haugana þýzku, en ekki komUst þeir áfram ])jóðvorj- arnlr. Frá Hellusundi fréttist lltið nema að Bandamenn síga hæga nær virkj- unum og tugir ])úsunda hrynja nið- ur af Tyrkjum. KROSSFESTING. Menn hafa ekki frúað því og talið það með reifarasögum, er vér sögð- um að Þýzkir væru farnir að kross- festa fangna menn lifandi. En nú kemur saga til sönnunar þessu. Maður einn heitir Bentley og er úr niundu herdeildinni frá London. Ilann skrifar 9. mai: “Eg var á spítalanum, þcgar Can- ada maður einn særður var borinn þangað, og saga hans er þessi: Við vorum 40 Canada-mennirnir, að meðtölduni undirforingjanuin (serg- eant). Allir Vorum við særðir, og vorum látnir í Hlöðu eina á bak við víggrafirnar; þar áttum við að bíða eftir því, að mennirnir, sem særða bera, kæmu að taka okkur. En lið Frakka, vinstra megin við Ganada- mennina, hafði orðið að halda und- an, og þá urðu Canada-mennirnir að halda undan líka. En nú koniu Þjóð- verjar á eftir þeim og tóku hlöðuna. Næsta dag tóku Canada-menn hlöð- uiia aftur. En þegar þeir litu inn í hana, sáu þeir að hver einasti hinna særðu Canada-manna var stunginn til bana, nema undirforinginn. Hann var negldur upp á hurðina að innan á höndum og fótum. Til allrar ham- ingju var hann enn með lifi og gat sagt okkur söguna”. Þarna er citt sýnishorn menning- arinnar þýzku! F'réttaritari Windermere segir sögu þessa, og eru fréttir hans ald- rei véfengdar. KRISTNIR MENN MYRTIR._ Austur í Armeníu, i borginni Van við Vansjó, hafa Tyrkir slátrað 6000 kristnum Armeníu búum. Það eru bæði Tyrkir og Kurdar, sem vinna þessi verk. Það er trúin Tyrkja, er ])ví veldur. WINNIPEG, MANIT0BA, FIMTUDAGINN 20. MAÍ, 1915. Nr. 34 WILSON FORSETI OG VIL- HJÁLMUR KEISARI.. 1 bréfinu til Vilhjálms gjörði Wil- | son Bandarikjaforseti þá kröfu tif Þjóðverja, að þeir hættu að láta neðansjávarbáta sína sökkva kaup- skipuin og farþegaskipum. En nú er svar Vilhjálms keisara hljóðbært orðið, og er það þvert nei. Hann vill ekki taka það í mál, að láta neðansjávarbátana hætta þessu fall- ega starfi sinu. Þetta kvað vera efni og innihald svars'hans; reyndar vaf- ið rósum og málskrúði, vifilengjum og ákærum, en þó þvert og ótvirætt nei. Neðansjávarbátarnir eru nú orðið hið eina vopn, sem hann þyk- ist mega reiða sig á. Landabrall Hon. Frank Olivers og annara Liberala. UPPREIST í PORTÚGAL. í Portúgal var uppreist hafin ný- lega og stjórninni velt. Litlir urðu mannskaðar: 67 biðu bana og 300 særðust. Joao Chagas heitir hinn nýji forseti. Portúgal lýðveldi sein áður. — Af fréttunum litur svo út, sem menn hafi verið hræddir um,i að vinir konungs myndu steypa lýð-' veldinu og kveðja hann til rikis aftur. — F7n þann 18. þ.m. kemur sú fregn, að hinn nýji forseti, .loao Chagas, hafi verið skotinn i lestinni frá Oporto til Lissabon, og er sagð- ur látinn. Uppreistin kvað vera byrjuð aftur. KONUR RÍSA UPP í TRIESTE. Trieste er sjóborg Austurríkis við Adriahaf. Karlar allir þar komnir i herinn. Konurnar gjöra uppreist móti Austurríki. Þær söfnuðust sam- an á torginu frannni fyrir höll lands stjórans, barúns F'riesseki, og hróp-j uðu: “Drepist Jóseppur keisari! Niður ineð Austurríki!”: og brenduj þar fána Austurríkis og mynd ,Ió-! seps gainla, l«indsstjóri lætur hermannaflokk ráðast á þær. En konurnar voru vopnlausar og höfðu ekki annað en brot af ljóspóstum, sem þær gátu sundrað, steina og fjalabrot. Her- mennirnir skutu á þær og drápu 75, en 600 særðust. (I-'agur er sigurinn sá!). Bréf frá Kolskeggi Þorsteinssyni Nettley Hospital, Englandi, 29. apríl 1915. Elskn mamma! i Nú loksins ætla eg að láta þig vita, hvers vegna eg er staddur hér á Englandi, en ekki í skotgröfunmn að berjast, einsog hver annar verð- ugur brezkur þegn. Síðastliðna þrjá mánuði höfum við verið í yrringum við ])á Þýzku hér og hvar á I-'rakklandi og Belgiu. F'yrir 2 vikum gjörðum við áhlaup á í'Hill 60” nálægt Ypres, og tókum aftur fallbyssurnar og hæðina sjálfa, sem var nokkurs virði; auðvitað samt mikið mannfall i svo hörðiim slag; en samt unnum við og það var mest um vert. í þessum slag særðist eg á þann hátt, að sprengikúla sprakk svo sem á að gizka 3 fet fyrir framan mig: en á milli mín og kúlnanna var hlað- inn veggur af pokum, fyltum með mold; alt fór það í háa loft og smá- bitar af kúlunni i gegn og í mig og mikið af þessu skrani féll ofan á mig, svo þegar eg náðist, mun eg hafa verið óásjálegur. Eg fékk brot úr kúlunni i gegnum eyrað og ofan i hálsinn, og svo nokkkur sár og niarbletti. Eg var fluttur á Nettley Hospital á Englandi og skorinn upp og bitinn tekinn úr hálsinum, og sendi eg þér hann ásamt 4 spilum, setn fundust í fataleyfunum utan af mér; þau sýna þér að brotin voru mér nærgöngul. Byssan min var hjá mér; hún var eyðilögð. Sjálfum liður mér ágætlega; hefi haft góða hjúkrun og góðan bata og vona að komast á fætur eftir viku hér frá. Svo fæ eg svo sem viku fri- tíma; og þar á eftir held eg til Frakklands aftur. Þú heldur kannske, mamma, að mig langi heim. Nei! Strax og eg gat farið að stíga á fætur, var liug- urinn allur hjá barnamorðingjun- tim ])ýzku. Þeir þurfa að fækka, og þar vil eg eiga þátt i. Eg skal skrifa aftur áður en eg fer. Verið þið blessuð og sæl! Þinn elskundi sonur. Kolskeygttr Tliorsteinsson. Canada verÖur nokkrum millíón- um dollara (átækari. Það var í sambandsþinginu 14. dag arílmánaðar að Hon. Frank Oli- ver fór að reyna að verja sig og sam- band sitt við Grand Trunk Pacific en var þó hálfhaltrandi. Hann var að reyna að skíra ]>að hvernig stað- ið hefði á 15 þúsundum, sem hann fékk hjá Grand Trunk. Blaðið hans í Edmonton var svo illa statt að því bráðlág á þessu, og svo fór hann að liampa því, hvað liann hefði verið ofsóttur og að Ferguson væri leigður flugumaður (hired thug). Landið rænt millíónum dollara. Hon. Dr. Roehe, scm fjöldi manna hér þekkir, reis l>á upp og sagði að rannsóknir Fergtftons hefðu sann- að það, svo að enginn vafi væri á að liberalar hefðu rænt landið mill- íónum dollara. Hann kvaðst ekki sjá neina ástæðu eða afsökun, til þess að Grand Trunk væri leyft, að leggja 15 þúsundir í blaðið Edmont- on Bulletin á sama tfma og Hon. Mr. Oliver aðaleigandi blaðsins var innanrfkisráðgjafi, og félagið var stöðugt að semja einmitt við innan- ríkisdeildina um lönd og endastöð- var brautanna og um bæjarstæði. (Ráðgjafinn var ]>á að semja við sjálfan sig.) Þá kom Dr. Roehe með ein og önnur ný atriði, er snertu hinn fyr. verandi innanríkisráðgjafa. Hann sagði frá þvi hvernig hann hefði eignast heimilisréttarland nálægt Edmonton fyrir $1.00 eruria. En eins og vanalega hefði stjórnin á- skilið sér öll námuréttindi í land- En þrátt fyrir |>að hefði Mr. Oliver leigt námuréttinn öðrum manni og í fimm ár hefði hann fengið ákveðið gjald (royalty) af hverju tonni kola sem þar voru grafin upp. En þegar stjórnarsklft- in urðu þá fyrst bað hann um og fékk hjá stjórninni námuréttindi á landi þessu. Sala skólalandanna. Enn sagði Dr. Roehe frá sölu á skólalöndum, 23 kvart-sektíónum fyrir $25,000 en kaupum þeim var kipt upp af því að kaupandi gat ekki borgað þegar í gjalddaga kom. En þá kom til sögunnar .1. .1. And- erson, tengdasonur Mr. Oliver og tók að sér kaupin á landinu eftir að hin fyrri sala var ógild gjörð. Nokkrum árum seinna komu lönd þessi í eign Mr. Olivers og voru þá virt á 71 þúsund dollara. Þá var beitileyfið J. G. Turriffs í Suður Alberta. En Turiff þessi er liberal þingmaður frá Assiniboia^ en þetta gjörðist áður en hann var þingmaður. Maðurinn sein léði nafn sitt til þess að biðja um leyfi þetta var H. P. Brown frá Great Falls, Montana, en eiginlega var J. D. McGregor frá Brandon, maðurinn, sem bað um leyfið, og maðurinn sem mest hafði upp úr því A. J .Adamson frá Win- nipog. J. G. Turriff er tengdabróðir A. J. Adamson’s og var þá land eommiss- ioner í Ottawa. Upprunalega var beðið um beitileyfi á 32,000 ekrum, svo það urðu als 60,000 ekrur. En maðurinn, sem hafði Iéð nafn sitt til þess að biðja um leyfið Mr. Brown vissi ekkert um það, að hann hefði fengið leyfi á 28 þúsund ekrum auk þeirra 32 þúsunda, sem upphaf!ega var beðið um. Og meira að segja, lvann afsalaði sér beitilöndunum áður en biiið var að veita honum réttinn til þeirra. H. P. Brown sór það fyrir rétti að hann hefði verið á Ottawa í Mai mánuði 1902 og hitti þá James Me- Gregor frá Brandon, og spurði þá MeGregor hann, hvort hann mætti ekki nota nafn hans til að fá beiti- land í ('anada. Kvaðst MeGregor hafa svo mikið land sjálfur, sem lög. in frekast leyfðu. Fór svo með þeim að Brown varð við bón hans. En 17. september sentli McGregor hon- um eyðublað fyrir afsalsformi og bað hann að skrifa undii' það. Þetta gjörði hann. 1 skjali þessu afsalaði hann sér öllum rétti til landanna. McGregor fékk skjalið og svo varð það eign Adamson’s ein- hverntíma í septembermánuði 1903. En árið 1904 lét Adamson löggilda félag eitt er hann nefndi Golway Horse and (^attle Co. og ]>að nafn var nú sett inn í eyðurnar á skjal- inu. sem Brown hafði skrifað undir. Félagið var nú orðið eigandinn. j Ferguson sýnir nú og sannar að | félag þetta hafi eignast land þetta | án þess, að • borga nokkuð fyrir. {Það kostaði þá ekkert. Og svo héldu þeir þvf um hríð og borguðu Dominion stjórninni $650.00 f leigu en í marzmánuði 1906 seldu þeir það manni einum að nafni John Cowd- ry frá McLeod f Alberta fyrir $22,500. Ferguson varð þess vísari að hvor- ugur þeirra J. D. McGregor eða H. P. Brown átti nokkurn þátt f að auka ekrufjöldann sem um var beð- ið úr 32 þúsundum upp í 60 þús- und. En í íikjölum eftir Turiff fanst þetta: “Hinn seinast liðna janúarmánuð sendi H. P. Brown oss beiðni að fá township 13 og þeim hluta af town- ship 14 sem er vestan Bow River, bætt við land það er hann áður hefur beðið um fyrir beitiland. Gjörið svo vel og bætið því við og búið út skjal þannig lagað til und- irskriftar fyrir nefndai-menn, (coun cil) J. G. TURRIFF, Commissloner En þannig löguð beiðni kom aldei frá Mr. Brown. Craven stýflan. Þá er Crafen st.flan. Ferguson kemur með óhrekjandi sannanir fyrir þvf að maður einn að nafni George W. Brown, sem nú er land- stjóri, Lieutenant Gevernor í Sask. liafi verið í bralli þessu. I>á var J. G. Turriff “iand comm- issioneF’ En þeir voru vinir miklir George W. Brown og Walter. Scott, sem nú er stjórnarformaður í Sas- katchewan. ()g undir eins og W. Scott fór þess á leit við Turiff, fyrir hönd Mr. Brown's að hann léti Brown fá lönd þessi, þó að Brown sjálfur gæti ekki fengið þau hjá stjórninni. Var ])ó mörgum öðrum frá vísað sem löndin vildu fá og voru þeir rændir rétti sínum. Þessar þúsund ekrur fengu þeir Brown og félágar hans fyrir $1 ekr- una, ])að er að segja: Þeir keyftu 518 ekrur fyrir $1 ekruna en hitt fongu þeir sem “half breed scrip.” Þegar George W. Brown var að skrifa Walter Scott og biðja hann að útvega sér lönd þessi, þá sagði hann að þau væru mjög lítils virði. 518 ekrur sagði hann að væru undir vatni í Long Lake. Hitt landið væri eiginlega einskis virði, það væri mest möl og grjót, og eini veg- urinn að fá verð úr landinu væri með áveizlu (irrigation). Það væri aðeins í stöku árum sem nokk- ur upskcra fengist úr löndum l)ess- um (sem ekki væru undir vatni). Þetta var skrifað 24. apríl 1900 í Regina. En í janúar árið 1906 fór stjórnin að búast til að byggja stíflugarð við Craven, Sask. og þurfti að kaupa landið. Þá reis þetta land í verði alt f einu og svo mikið að þá var engin ekra þess fáanleg fyrir minna en $100.00. Það var það sem Brown heimtaði, en honum var ekki liðið það. Landið var tekið af hon- um en honum borgað $25.00 fyrir ekruna. Þessi lönd höfðu í fyrstu verið seld svo, að stjórnin hafði aldrei látið yfirlíta þau eða virða. SARGEANT J. V. AUSTMANN SÆRÐUR. j Sergeant .1. V. Austmann, skot- kappinn, sem fslendinguin er svo kunnur orðinn bæði af bréfum hans i Hkr. siðan stríðið byrjaði og hin- uin mörgu skotvinningum hans áð- ur, sem Hkr. hefir getið um,— er nú . sa'rður, en ekki vita inenn hvað mikið eða hvar hann er niður koin- 1 inn: en vér vonum að geta sagt frá þvi næsta blaði. Hann er sonur S. .1. Austmanns trésmiðs, og er fæddur i hér i bæ; rúmt tvitugur að aldri og hinn gjörvilegasti maður. ÍSLENDINGAR TYNDIR. JÓEL li. PETVfíSSOX. PETl’fí f. JÖXASSOX. Þessir tveir íslenzku piltar hér úr Winnipeg eru taldir með týndunv (missing); en svo eru þeir vana- lega nefndir sem fangaðir eru. Þeir voru félagar þessir tveir, og má vera, að þeir hafi ekki vilað skilj- ast að. Seinustu strííísfréttir. Voðaslagur líklega að byrja bæði að vestan og austan. Seinustu 10 dagana htifa fallið af herforingjuin Breta 1,200, og sýnir það að þeir spara sig ekki. Enda leggjast þeir nú fast á í F'Iandern og Norður- Frakklandi. Er sem rót sé að koma á allan hergarðinn vestra, og ósvikið renna F'rakkar á. Eystra er nú slagur á allri linu Bússa suður í Karpatha fjöll. En sunnanfjalla er sem þeir hafi hörfað upp á hæðirnar, þar sem vigin eru betri cn á sléttunum. Þar berja þeir lika af sér áhlaupið og halda enn öllu sinu. Norðan við Dukla skarð- ið hrundu þeir Þýzkum frá Sorlice til New Sandic, um 20 mílur; en norðan við Tarnow unnu Þýzkir töluvert á, á 20 milna sva’ði norður og suður, og gjörðu gcil i viggarða Rússa, en gátu ekki brotist í gegn. Rússar sækja nú allstaðar á. Fiins er við Hellusund. Banda- menn sækja þar fast á. 4,500 fallnir af Tyrkjuin ]>ar. Allir spitalar full- ir i Miklagarði, og verða þeir að senda særða til Asiu. ♦ ♦ Heiðurssamsæti. í tilefni af því aö landi vor Thos.H. Johnson. þingmaður fyrir Miö Winnipeg, hefir verið gerður að ráðherra opinberra verka í Manitoba-fylki, og að þetta er í fyrsta skifti, sem löndum vorum hér hefir hlotnast slík viðurkenning og slík ur heiður, þá komu nokkrir fslendingar sér saman um, að það væri vel viðeigandi fyrir Winnipeg-fslendinga, að láta í ljós viðurkenning sína og þakklæti til herra Thos. H. John- son fyrir þenna heiður, sem ekki er einasta hans, heldur allra Vestur-íslendinga og fyrir framkomu hans, í hvívetna, sem ætíð hefir verið íslendingum til sóma. Það hefir því verið ráðið, að halda samsæti Thos. H. Johnson til heiðurs í Royal Alexandra Hotel á föstudag- inn kemur, þann 21. þ.m., kl. 7.30. Þetta samsæti verður að- eins fyrir karlmenn og er vonast til þess, að fslendingar af öllum flokkum heiðri gestinn með nærveru sinni. Þess má geta að ekki er ætlast til að samsætismenn séu í sérstökum viðhafnarfötum. Aögöngumiöar, er kosta $1.50 eru til sölu að Lögbergi. .♦♦♦♦♦-♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦“♦> i ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ I ♦ ♦ •f ♦ ♦ l ♦ f t

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.