Heimskringla - 17.06.1915, Blaðsíða 2

Heimskringla - 17.06.1915, Blaðsíða 2
I BLS 2. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 17. JÚNÍ 1915. UPP MEÐ BÓNDANN. v. Félagsskapur og samvinna. Eftir H. F. Dhníelsson. “Sá, sem ekki gelur tekið þátt i félagslífi, eða þarfnast þess ekki sökum þess, að hann sé sjálfum sér nógur, hlýtur að vera annaðhvort guð eða dýr: hann er ekki partur af rikinu”. Aristoteles. Eitt af stórmerkum táknum nýrra framfara er myndun hinna mörgu deilda G. G. A. félagsins (Grain Growers Association) hér í Norð- vesturlandinu. Mörg fleiri félög hafa verið mynduð áður á meðal bænda. Sum láta mikið gott af sér leiða. Önnur hafa reynst skammlif og at- orkulítil. G. G. A. félagið er stofnað á miklu tryggari grundvelli, heldur en nokkurt annað félag, sem mynd- að hefir verið á meðal bænda. Það eru ýmsar ástæður til þess. 1 fyrsta lagi er þungamiðja stefnu þess sú, að bæta markaðinn; framleiða ó- skemda og vandaða vöru; fá fyrir hana sæmilegt endurgjald, og fá með sanngjörnu verði allar lífsnauð- synjar. Ekkert áhugamál á fleiri fylgjendur meðal bænda en einmitt þetta, því allir bædur eru framleið- endur og allir þarfnast betri mark- aðar, en völ hefir verið á hingað til. í öðru lagi er eitt af stefnu þess það, að hafa áhrif á löggjöf fylkis- ins, eða sambandsins bændum í hag, til þess að létta skattabyrðina, sem á þeim hvílir tiltölulega meiri en á öðrum stéttum. Ennfremur með bættri löggjöf, að gjöra umbætur á hag b;»ndastéttarinnar á ýmsan hátt. — 1 þriðja lagi vinnur félagið að því, að auka og efla mentún, menning og manngildi allra félags- manna, ásamt þeirra skylduliði. Þetta eru þau málefni, sem snerta velferð hvers bónda, og sem hver bóndi, sem er vakandi fyrir velferð sinni og sinna afkomenda, hlýtur að hafa brennandi áhuga fyrir. Gátan er því ráðin. Það er búið að finna þann hlekk, sem tengir saman fjöldann. Menn finna, að þeir hafa góðar- og gildar ástæður til, að fylgjast að málum og berjast fyrir frægum sigri; það er fyrir svo miklu að vinna, að menn mega ekki við því, að láta þetta afskifta- laust; hvorki efnalega eða siðferð- islega. Sem sönnun þess, hvað vel bænd- ur eru vaknaðir til meðvitundar um það, hvað þeim ber að gjöra til að rétta hlut sinnar stéttar, er myndun hinna mörgu deilda G. G. A. félags- ins. Á tiltölulega fáum árum hafa verið stofnaðar nálega þrjú hundruð og fimmtíu deildir af þessu félagi hér í Manitoba fylki. I hinum fylkj- unum hlýtur talan að vera miklu hærri. Setjum svo að meðlimir hverrar deildar séu að meðaltali þrjátíu, þá væri meðlimatala þessa fylkis samkvæmt því 10,500. Dálag- leg fylking! Og svo álika stórar fylkingar í hverju af hinum Vestur- fylkjunum. Hvað ætli að stæðist fyrir áhlaupi þessara fylkinga á verzlun eða lög- gjöf? Þér munuð svara því, að það sé alt undir einbeittleik og þraut- seigju þeirra komið. Það er fyrst og fremst komið undir því, hvort bónd- inn hefir nógu sterkan vilja, — hvað hann vill leggja mikið í sölurnar til að vinna sigur. Það iná segja með hann eins og enska máltækið hljóð- ar: “You are the boss!” Á meðal bænda er sterkasta aflið til framkvæmda fólgið. Væri því beitt, þá stæðist ekkert fvrir því framkvæmdarafli, frekar en fyrir holskeflu. Bændur geta ráðið lögum og lofum í landinu, þegar þeir vilja svo. Það er mest komið undir því, hvenær viljinn verður nógu sterk- ur. En hvort sem stórkostlegur á- rangur sést fyrr eða síðar, þá er það eitt víst, að bændur eru að starfa að góðu málefni, og sú Starfsemi stefn- ir í rétta átt. Menn verða að skilja afstöðu sína rétt. Þeir verða að vera þolinmóðir, þó að þeir sjái lítinn á- rangur fyrst um sinn. Það, sem hef- ir tekið langan tima til að setja i skorður, verður ekki kipt úr skorð- um á skömmum tíma. En þó sumir gjöri ekki annað én leggja grundvöll fyrir næstu kynslóð til að byggja á, þá hafa þeir samt sem áður afkastað miklu og eftirkomendur blessa minn ingu þeirra. Annað er það, sem mönnum verð- ur að skiljast fullkomlega, þá er þeir ganga i einhvern félagsskap, og það er það, að þeir verða að neita sér um nokkuð af sínu einstaklings- frelsi. En þeir fá í staðinn miklu meira sameiginlegt frelsi. Mönnum, sumum hverjum, finst það of mikil skerðing á sínu einstaklingsfrelsi, að standa í félagsskap og verða að lúta boðum og lögtim meirihlutans. Þeir virða ekki eins og vera ber hið mikla sameiginlega frelsi, sem þeim hlotnast í gegnum félagsskapinn. — Þeir fá “gullker fyrir silfurker”. — Það er oft haft orð á því, hvað bænd- ur séu óháðir. Er það svo í raun og veru? Það er aðeins svo í vissum atriðum, jiar sem bóndinn stendur utan við allan félagsskap. En í flest- um atriðum er ekki háðari og meira ósjálfbjarga maður til, heldur enn bóndi, sem stendur utan við allan fé- lagsskap og hefir litla reynslu eða þekkingu í búskaparlegu tilliti. Sök- um reynsluleysis er hann háður öll- um lögum og tilbrigðum náttúrunn- ar, og þar við bætist, að sökum sam- vinnuleysis við stéttarbræður sína, hafa allar aðrar stéttir hann að fé- þúfu og leiksoppi. Starfsemi G. G. A. deiidanna. Sökum þess, hvað G. G. A. félagið er magnþrungið og víðtækt er meiri framfaravon í gegnum það, heldur enn nokkurt annað félag á meðal bænda. Rætur þess standa víða eins og “Yggdrasils”. En svo má búast við, að einhver “Níðhöggur” taki að naga þær; því öll málefni eiga and- stæðinga. Það hefir gengið svo til frá alda öðli, og gengur svo til enn, að sumir menn rífa niður það, sem aðrir byggja upp. Sorglegast er þó að sjá, þegar menn rífa niður fyrir sjálfuin sér. Til þess að koma sem mestu til leiðar, þurfa menn að vera sem bezt vakandi fyrir þeim mál- efnum, sem félagið starfar að. Enn- fremur þurfa félagsdeildirnar að bæta á dagskrá sína ýmsu, sem mið- ar til ineiri framfara og menningar fyrir meðliinina, og sem jafnframt tryggir samband og samvinnu félags- manna.^ Bezt trvgging væri fengin fyrir mikilli og góðri starfsemi þessara félagsdeilda, ef þær störfuðu undir svipuðu fyrirkonnilagi og klúbbar, (— værú nokkurs konar sveitaklúbb- ar, þar sem bæði yngri og eldri kæmu saman sér til uppbyggingar og skemtunar. Vel starfandi sveita- klúbbar mun'du vinna sveitinni hið sama gagn og verzlunar-klúbbur vinnur borgum og bæjum. Hann mundi kenna mönnum að beita sam- einuðum áhrifum fjöldans til að koma einhverju góðu og gagnlegu í framkvæmd, eða til að standa á móti einhverju, sem mundi miða til ó- hags eða spillingar að einhverju leyti. Svoleiðis félag eða klúbbur getur unnið stórkostlega mikið gagn í þrennum skiiningi; (1.) Eflir og bætir Jijóðfélagið; (2.) Hefir betr- andi og mentandi áhrif, (3.) Eykur fjárhagslega hagsmuni. Þjóðfélagslegir hagsmunir. Fólk er þeim eiginleikum gætt, að það sækist eftir samfélagi hvað við annað. Þeim, sem er einmana og yfirgefinn, liður illa, og þar sem að menn hafa sjálfrátt eða ósjálfrátt verið einangraðir, fjarrri öllum mönnum, hafa þeir orðið villidýr- um.líkastir. Framftir og menning eykst því að eins, að menn lifi í samfélagi með öðrum mönnum. Sveitalífi er þannig varið að sökuin strjálbygðar og vinnumáta er fólk helzt til um of einangrað. Með fund- um, mánaðarlegum eða hálfsmánað- arlegum, mætti ráða mikla bót á þessu. öllum er umhugað um, að gjöra sér lífið einhvers virði; láta sér líða vel eftir fönguin, og full- komna sína góðu eiginleika. Ein- mitt það, að tála við fólk og kynn- ast því hefir í sér fólgna meiri á- nægju og uppbyggingu en margur hyggur. Það út af fyrir sig aflar manni þeirrar haldbeztu þekkingar, sem völ er á, og gjörir manninn fyrst hæfan til, að leysa af hendi örðugt lífsstarf. Menn verða að fara að heiman til að fá meira víðsýni og geta litið á heimili sitt frá öðru sjónarmiði, heldur en þeir sjá það frá daglcga. Þeir sjá þá einhverja, sem eiga við örðugri kjör að búa og verða ánægðari með sín eigin kjör. Samúðin vex líka að sama skapi, því það á sér stundum stað, að manni hættir við að hafa horn i síðu ein- hvers, og álíta, að hann sé ekki eins og hann ætii að vera. Nánari við- kynning sópar burtu þessum ryk- hugsunum, og sýnir oss, að þessi maður hefir barist fyrir hinu sama og við, reynt sama og við, og á í raun og veru samlcið með okkur. Mentun og menning. Góður búnaðar-klúbbur er mjög uppbyggilegur í þekkingarlegu til- liti. í hverju héraði er meiri þekk- ing, heldur en nokkur einstaklingur hefir ráð yfir. Þegar menn koma saman, þá dreifist þessi þekking og sömuleiðis reynsla frá einum til annars, og læra menn jiannig hver af öðrum. Svo er annað: Þegar einhver er beðinn að lýsa beztu að- ferð við framleiðslu einhvers hlutar, þá mundi hann vissulega segja þá beztu, sem hann kynni; en sóma síns vegna mundi hann breyta eftir því, sem hann kendi, eftir því sein föng væru á. Það, að koma fram á fundum, og ræða ýms mál, knýr menn til að lesa og afla sér meiri uprplýsinga, en þeir mundu annars gjöra. Það leiðir til meiri þekkingar í héraðinu. Ennfremur inundu menn frá fjarlæg- um stöðum verða fengnir til að tala á fundum um ýms málefni. Þetta yrðu því nokkurs konar menningar- félög, þar sem öll áhugamál héraðs- búa væru rædd og brotin til mergjar. Almennur áhugi fyrir framförum væri þannig vakinn og nærður; en það er fyrsta skilyrðið tif að koma á fót betri skólum; gjiira heimilin meira aðlaðandi og betri, og gjöra betri vegi. Fólkið mundi verða betra og lifa í meiri sátt og sam- lyndi. Það mundi búa blómlegri bú- um í blómlegra héraði. Fjárhagslegur hagnaður. Samvinna í kaupum og sölum er nú viðurkent að vera eina hagsýni- lega fyrirkomulagið á verzlun. Það er -svo viðtækt mál, að eg get ekki hrevft við þvi að sinni. Eg vil að eins draga athygli manna að því, að það er kominn tími til, að bændur i sveitum og verkalýður í bæjum og borgum njóti arðsins af starfsemi sinni. Báðir flokkar eru framleið- endur, og hafa skifti hvor við ann- an á þeim hlutum, sem þeir fram- leiða. Þessar vörur fara helzt til margra á milli. Það minnir mann á söguna af apanuni ,sem skifti ostin- um milli kattanna og hafði hann í skiftalaun. Bændur gætu ráðið mikla bót á þessu, ef þeir vtinduðu vöru sína eftir mætti og seldu svo í stórsölum og hefðu samtök með að kaupa í stórkaupum, það sem þeir þvrftu að kaupa af vöru. Þeir gætu haft stórmikinn hag af svona verzlun, þó þeir skiftu við kaupmanninn heima í héraði sínu. En svona löguð samtök eru ó- möguleg, fyrri en bændur hafa tíða samfundi og þekkjast vel. Enginn vegur væri auðveldari til þess en sá, að halda stöðuga, skemtilega fundi í menningarfélaginu eða G. G. A. klúbbnum. Þar gætu þeir rætt sín samvinnumál og öll önnur nauð- synjamál. Prógram á fundum. Eins og starfsemin er viðhald alls lífs, svo er hún líka viðhald félaga. Til þess að tryggja tilveru félags, þarf það að hafa nóg að starfa. — G. G. A. félagið ætti að vera í fylsta skilningi menningarfélag, sniðið eft-' ir þörfum sveitarinnar. Alt heimilis- fólkið ætti að vera velkomið á fundi, og jafnframt því, að menn ræddu sin mestu alvörumál, ætti að hafa gagnlegar æfingar, svo sem söng og kappræður og svo ýmsar skemtanir á milli. , 1 flestum félagsskap vill vera mjög hætt við því, að menn kasti fyr irhöfninni stjórnarnefnd félagsins á herðar, og leggi ekki nóg á sjálfa sig til að halda við lífi og starfsemi í félaginu. Það er ekki gott að ráða bót á þessu. Reynandi væri samt að skifta verkefni félagsins í deildir og kjósa formann fyrir hverri deild, sem útvegaði upplýsingar og pró- gram, sem snerti þau máelefni, sem honum væri falið að sjá um. Til dæmis einn hefði á hendi að safna ýmsu, sem snerti samvinnu og verzl- un; annar akuryrkju, þriðji kvik- fjárrækt, fjórði heilsusamlega lifn- aðarhætti; fimti mentun; sjötti um- jiætur á heimiluin; sjöundi hús- stjórn; áttundi blómaræktun. Eins og efnið gefur til kynna mundu kon- ur sjá um sumt af þessu. Til þess að auka áhuga mætti gefa hverjum for- manni nafn, goðaheiti eða eitthvað annað. Konu,.sem hefði á hendi að safna upplýsingum um blóm, mætti t. d. kalla Blóma-drotninguna. Á hverjum fupdi gætu menij sam- þykt, hvað taka skuli til umræðu á næsta fundi, og sömuleiðis kosið nefnd til að standa fyrir skemtunum. Á svona fundum þyrfti að vera eitt- hvað fyrir alla, unga sem gamla. Líka væri heppilegt að hafa pró- grams stykki í milli þess, sem alvar- legri mál væru rædd. Ekkert er eins áriðandi fyrir bændur einsog það, að halda lífi og fjöri í einherjum félagsskap, þar sem menn geta komið saman til að ræða nauðsynjamál sín og skrafað saman til að kynnast hver öðrum. Það er óefað fyrsta sporið til veru- legra framkvæmda. Konur herforingjar. Fjögur eða fimm hundruð konui berjast nú í her Rússa og tru, marg- ar þeirra herforingjar. Þetta hefir oft verið fyrri og meira á fyrri líð- um en nú. Serairamis var talin hers- höfðingi góður. Meðal Gnuta og Geirmanna og Norðmanna, var ]>að oft, að konur báru vopn og börðust. Væru þær i hópum, voru sveitir þær skjaldmeyjar kallaðar. I Litlu-Asiu var á dögum Grikkja hinna fornu stór flokkur kvenna, sem Amazons nefndist, og voru orðlagðar fyrir hreysti. En í Afríku hafa blámenn oft lujjt heilar hersveitir af þeim, t g hafa þær þótt fult eins harðsnúnar og karlar. En þó að það sé sjaldgæft meðal hvítra manna nú, að þær berjist með vopnum, þá er það ekki óvanalegt á Rússlandi, og þó einkum í hinum hraustu hersveitum frá Síberíu. — Verði bóndinn að fara í hernað. vill konan oft ekki við hann skilja, klæð- ist karlmannabúningi og fer með honum. Ilér skal einnar getið. Heitir hún Kokovtseva og er foringi (Color.cl) fyrir 6. Kósakka hersveitinni frá Llr- al. ,Hún er fríð kona og ung. Tvis- var særðist hún í slögunum í Austur Prússlandi og félsk heiðursmerki, St. Georgs-krossinn, fyrir hrausta fram- göngu. Fyrir nokkrum árum síðan var bóndi hennar í herflokki þess- um, og þegar stríðið byrjaði, gekk hún í sömu herdeildina. * Anrmr kvcnforinginn er einnig frægur orðinn fyrir hreysti sína, og er það Alexandra Ephimovna Lag- areoba. Hún er sveitarforingi í liði hinna donsku Kósakka. Hún var hertekin með sveit sinni og læst með mönnum sínum inni í kyrkju einni. En er nótt konivbrutu þau glugga á kyrkjunni og komust út. Varðmenn voru úti fyrir og rotaði Alexandra þann, er næstur þeim var með steini einum. Þau voru 7 alls, er komust út, náðu hestum sinum og handtóku 18 Uhlan riddara, er fyrir þeim urðu. Þar fengu þau vopn og vistir og áríðandi slíjöl, sem Alex- andra færði yfirhershöfðingja sín- um. Þá er þriðji kvenforinginn ekki ó- frægastur. Hún er frá Lithúaníu, og er í riddarasveit Rússa og heitir hún Olga Jehlweiser. — Hún er striði og bardögum vön, því að hún var Lliði Renncnkampfs í striðinu við Japana, og hefir verið í mörg- um stórorustum. Þykir mikið til Brotinn turninn. Sprengikúla þýzk kom á turn Frúarkyrkju í Brebieres^ á Frakklandi, ogr b,aut stálgrindur utan um líkneskju Maríu meyjar þar sem hún heldur á barninu. En þó hang-a þær og sýnir Maríu mey rétta barnib út yfir bæinn. Þetta þykir Frökkum kraftaverk mikiþ. BLUE R/BBON KAFFl OG BAKING POWDER BLUE RIBBON nafnið táknar alt það sem best er. Spurðu æfinlega eftir BLUE RIBBON Kaffi, Baking Powder, Tei, Spices, Jelly Powder og Extracts. Þér mun líka það ágætlega hennar koma, og er hún flestum kunnugri um norðursveitirnar, Aust- ur-Prússland og sveitirnar suður af Niemen. Hermennirnir kalla hana: “Gulu Mörtu”, þvi að hún er rauð- hærð, og er það gælunafn, þvi að öll- um þykir vænt um hana og dást að hreysti hennar. Hún náði aftur rúss- neskum fána, sem Þýzkir höfðu tek- ið af Rússum við Sokatchew á Pól- landi. Rússar voru að halda undan úr fremstu gröfunum í þær næstu. Var þá merkisberinn skotinn á leiðinni milli grafanna og féll fáninn niður. En Marta sá þetta og hljóp til baka og náði fánanum. Tveir Þjóðverjar voru komnir að honum og ætluðu að grípa hann, en liún varð fyrri til. Þeir eltu hana, en hún snöri sér við og skaut þá báða og hnigu þeir dauðir niður. 1 þremur öðrum stór- orustum hefir hún verið. *------------------------------* DÁNARFREGN. *------------------------------* Þann 20. marz síðastliðinn and- aðist ekkjan Rósa ólafsdóttir Thord- arson, að heimili tengdasonar síns, Júlíusar Johnson, í íslenzku bygð- inni fyrir norðan Tantallon, Sask. Banamein hennar var lungnabólga. Rósa sáluga var fædd i Haukadal i Dalasýslu 17. desember 1802, og ólst upji þar nærlendis. F'oreldrar liennar voru þau hjóhin Ólafur Ólafs son og Sesselja Einarsdóttir. Árið 1881 fluttist Rósa sál. vestur um haf og settist að í Winnipeg. Giftist hún þar tveimur eða þremur árum’síðar Þórði Þórðarsyni og fluttust þau hjón vestur í Þingvallanýlendu, í Saskatchewan árið 1885. Þau hjón- in voru með hinum allra fyrstu ís- lenzku landnemum í þeirri bygð. Aðeins tvær fjölskyldur voru flutt- ar þangað á undan þeim. 1 Þing- vallanýlendu bjuggu þau hjónin seytján ár, á Iandi því, sem Guðni Brynjólfsson á nú, fyrir norðaustan Churchbridge. Bera bygðarmenn þeim það, að þau hjón hafi sýnt af sér dug og ráðdeild í baráttu frum- býlingsáranna, og reynst í öllu vel. . Þórður maður Rósu andaðist ár- ið 1902, og þremur árum síðar, eða árið 1905, flutti hún vestur til Elf- ros, Sask., og dvaldi i grend við þann bæ, þar til árið 1914, að hún fluttj ásamt ineð dóttur sinni ogj tengdasyni austur i grend við Tan- tallon, og lifði þar þessa fáu mán- uði, sem hún átti eftir ólifað. Rósa sáluga var góð kona; ötul, j stjórnsöm og trygg í lund. Til þess er tekið af öllum, sem þektu hanaj hve ráðdeildarsöm hún hafi verið, og hve frábærlega vel og dyggilega hún hafi hjúkrað manni sinum í heilsuleysi hans síðustu árin, sem hann lifði. Hún var og guðrækin kona og hélt trygð við barnatrú sina til dauðadágs. Þeim hjónum varð þriggja barna auðið og er eitt þeirra á lífi, Lára Sesselja, gift Júlíusi Johnson, sem áður er getið. Þessi systkyni Rósu sálugu eru á lífi: Mrs. ó. Magnússon, ekkja i grend við Wynyard, Sask., og bróð- ir þeirra, Hallur ólafsson, einnig til heimilis við Wynyard; Mrs. Magn- ússon, búsett í Blaine, Wash., og Einar ólafsson, einnig til heimilis þar, og tvö systkyni heima á ís- landi, ólafur og Kristín, bæði ógift. Rósa sáluga var jarðsungin þann 25. marz, að flestum bygðarbúum viðstöddum, af síra Guttormi Gutt- ormssyni. Guð blessi minningu hennar og friður hvíli yfir moldum hinnar látnu! . Tengdasonur hinnar látnu. Hemphill’s American Leading Trade School. ASal akrlfatofa tMÍÍ Maln Street, Winnlpes. Jitney, Jitney, Jitney. Þab þarf | svo hundruöum skiftir af mönum til ; ab höndla og gjöra viö Jitney blf- 1 rei'öar, artisamasta starf í bænum. Aöeíns tvær vikur nauösynlegar til aö læra í okkar sérstaka Jitney “elass” Okkar sérstaka atvinnu- I útvegunar skrifstofa hjálpar þér ao velja stööu eða aö fá Jitney upp á hlut. Gas Tractor kenslu bekkur er nú , aö myndast til þess aö vera til fyrir vor vinnuna, mikil eftirspurn eftir Tractor Engineers fyrir frá $5.00 tll $8.00 á dag, vegna þess aö svo hundruðum skiftir hafa fariö i stríðiö, og vegna þess aö hveiti er í svo háu veröi aö hver Traction vél verður aö vinna yfirtíma þetta sum- ar. Eini virkilegi Automobile og Gas Tractor skólinn í Winnipeg. Læriö rakara iönina í Hemphill’s Canada’s elsta og stærsta rakara skóla. Kaup borgaö á meöan þú ert a ð læra. Sérstaklega lágt inn- gjald og atvinna ábyrgst næstu 25 nemendum sem byrja Viö höfum meira ókeypis æfingu og höfum fleiri kennara en nokkur hinna svo nefndu Rakara Skólar í Winnipeg. Við kennum einnig Wire og Wlre- less Teiegraphy and Moving Picture Operating.” Okkar lærisveinar geta breitt um frá einni lærlgrein til anarar án þess aö borga nokkuö auka. Skrifiö eöa komiö viö og fáiö okkar fullkomiö upplýsinga- skrá. Hemphill’s Barber College and Trade Schools. Hond OfflceM (143 Mnln St., Winnlpegr Branch at Regina, Sask. Þegar þú þarfnast bygginga efni eía eldiviS D. D. Wood & Sons. -----------—-------Limited-------------------- Verzla með sand, möl, mulin stein, kalk, stein, lime, “Hardwall and Wood Fibre” plastur, brendir tígulsteinar, eldaðar pípur, sand steypu steinar, “Gips” rennustokkar, “Drain tile,” harð og lin kol, eldivið og fl. Talsími: Garry 2620 eða 3842 Skrifstofa: Horni Ross og Arlington St.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.