Heimskringla - 17.06.1915, Blaðsíða 8

Heimskringla - 17.06.1915, Blaðsíða 8
BLS. 8. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 17. JÚNÍ 1915. Fréttir úr Bænum. Mr. J. J. Straumfjörð og kona hans frá Blaine, Wash., voru hér í bænum hafa þau verið hér um slóðir nær mánuð, þau komu að sjá forna vini sína í Álftavatns-nýlendu og Selkirk I?au fáru heim á'leið hinn 14 þ.m. Hann lét vel yfir ferðalagi sínu og sendir öllum kunningjum sínum kveðju sína. Ekki langar hann til að vera vetrartíma hér. Fanst stund- um vetur þenna tíma hér þó að sumar væri. Straumfjörð var hinn kátasti og furðar oss ekki þó að hann langi heim aftur því að vér höfum séð heimili hans þar vcstra og þekkjum þar dálítið til. Þeir Lárus F. Beck og Jóhannes Baldvinsson, frá Beekville P. O. komu hingað fyrir lielgina. Sögðu þeir þurka hafa gengið þar mikla þangað til nú seinast fyrir einum 10 dögum að rignt hefur við og við, en frost kom ]>ar og þcgar kuldarnir og frostin voru liérna og skemdu og eyðilögðu kál og kartöflu garða. Á sunnudagsmorguninn var, þann 13. |>. m., fór héðan úr bænum al- farinn vestur á Kyrrahafsströnd Stefán Á. Johnson, prentari. Kona hans og börn fóru vestur til Blaine, Wash., siðastliðið haust, og hafa dvalið þar í vetur. Stefán hefir átt heima hér í bænum í mörg ár. Hann vann lengi á prentsmiðju Heims- kringlu, en síðustu 3 árin á l.iigbergs prentsmiðju. Heimskringla og hin- ir mörgu vinir þeirra hjóna hér óska honum allra fararheilta og að þeiin hjónum megi vel farnast, hvar sem þau fara. Bergþór Thorvardsson frá Svold í Norður Dakota . var hér á ferð í borginni, hann kom með bróður sinn sjúkan, sem nú er á spítalanum Hann segir tíðindi hin beztu að sunnan þó að frost kæmi þar um daginn og spilti görðum. Væta er nóg og akrar í bezta lagi þar sem ekki er illgresi. í Minneota Mascot hinn llta þ.m. er skýrsla um ungmenni er útskrif- ast hafa af háskólanum í borginni og eru þar nöfn nokkur íslenzk og myndir af þeim er útskrifast hafa. Þessi eru nöfnin sem vér ætlum íslenzk: * Margrét E. ísfeld. Sigfinna S. Johnson. Björn Holm. Harold B. Gíslason. Pétur S. Jökull. Margrét Eastman. Mega þau fleiri vera þó að vér kunnum ekki að greina þau. Tvrir ungir fslendingar, G. A. Ax- íord og Gordon A. Paulson eru ný- lega búnir að taka lagapróf, undir umsjón liigmannafélagsins hér í Manitoba og stóðu sig mjög vel. — Hr. Axford á aðeins eitt próf eftir, sem hann mun taka að hausti,— Hr. Paulson útskrifaðist í vor og verður gjörður meðtimur lögmannafélags- ins nú í vikunni. Vér óskum honum til lukku og velgengni og vonum, að margir landar hans leiti hans og njóti ráða hans. Einn góðvinur Hkr. hefir skrifað oss þá fregn, að Islendingar í River- ton séu þegar farnir að undirbúa ís- lendingadags hátíðahald þar í bæn- um 2. ágúst næstkomandi. Á sunnudagskveldið var fóru þær ungfrúrnar Guðrún Ivarsdóttir Jón- asson og Emma Johnson ineð C. P. R. vestur til Markerville, Alta. Guð- rún I. Jónasson er fósturdóttir Jón- asar kaupmanns Jónassonar, Pem- bina St., Fort Rouge; en Eninia er dóttir Bergþórs K. Johnson í Fort Rouge. Þær ætla að dvelja þar hjá frændkonu sinni um sumarmánuð- ina. — Vandamenn og kunningjar þeirra óska þeim góðrar ferðar og heillar heimkomu. í sama biaði er mynd af fjölskyldu nýkoihinni frá Ilollandi. En það ery hjón með 15 börnum, 7 mánaða hið yngsta en 18 ára hið elsta. Bónda iýst betur á framtíðina hér, hefur nóg fé og kaupir sér undireins land þar syðra.Hefur hann einhvern tíma orðið að iáta hendur standa fram úr ermum. Hann var bóndi einhverstaðar á Frislandi þar heima. Fermingarbörn 1915. / Winnipegosis, 25. apríl —- Guðrún Þorsteinsdóttir Johnson. Björg Margrét Gunnarsdóttir Frið- riksson. Enar Malvin J. Einarsson. Jón Sigurþór J. Einarsson. Guðjón ólafur J. Einarsson. Á Wild Oak, 23. maí — María Sigriður Jakobsdóttir Jón- asson. Knstín Magnúsdóttir Kaprasíus- son. Sigmundur Þórhallur Bjarnason Tómasson. Björn Franklin Þorsteinsson ól- son. Magnús Hannesson Erlendsson. / Westboume, 30 maí — Kristjana Pálsdóttir Ásmundsson. Tóinas Guðmundur Einarsson Tómasson. Jóhannes Pálsson Ásmundsson. Langruth, 1. júní 1915. fíjarni Thorarinsson. Að loknu ársnámi í almennu deildinni í .Jóns Bjarnarsonar skóla tóku þessi ungmenni próf en þrír úr þeirri deild voru áður farnir af skóla: Christiana Christie, II. einkun Ragnar Johnson, II. einkun. Helga Jónasson, I. B einkun Kristján Thorsteinsson, II. einkun Hanna Thorvardson, I. B. einkun. Næstkom-andi þriðjudagkvöld 22. l>.m., hefur bændalag Tjaldbúðar- safnaðar Consert í salnum undir kirkjunni. Inngangur 10c., gott prógramme, og kaffi geta allir sem vilja fengið sér fyrir lOc. bollann. Með Jiessu hættir bændalagið fund- um sínum fyrir suinartímann, er því vonandi að sem allra flestir meðiim- ir komi þetta kvöld, og margir fieiri, og geta haft góðan og skemtilegan tíma. Þessir fóru í 27du lierdeildinni: Björgvin Anderson, Winnipeg. Norman Dalman, Winnipeg. Konráð K. Johnson, Winnipeg. Pétur Breiðfjörð, Winnipeg. Kristján Kernested, Winnipeg. Vilhjálmur Olafsson, Winnipeg. Stefán Gunnarsson Holm, frá Oak Point, Man. Þessir fóru víst allir í 27du deild- inni, sem héðan fór seinast. Oss þykir lei^t að fá ekki nöfn þeirra ailra sem farið liafa og nöfn og bú- stað nánustu skyldmenna. Síðastiiðinn sunnudag voru þessi ungmenni fermd í Únítara-kyrkj- unni hér f bænum: Adilía Gunnarsdóttir, Goodmund- sson. María Filippía Björnsdóttir Pét- ursson. Nanna Friðriksdóttir Swansson. Guðmundur Þórðarson Thordar- son. Á föstudagskveldið kemur 18. þ.m. v'erður bræðrakveld f St. Heklu, þar verður ágætt prógram, og ættu því allir Templarar að verða þar. BÆNDUR í MANITOBA OG SASK. Ef }>ér viljið sæta verulegum kjör- kaupum á matvöru (Groceries) þá skrifið á póstspjald til “West End Supply House’’ 623 Sargent Ave., eftir verði á vörum sem þér þarfnist f búið. Næsta sunnudagsvöld verður um- ræðuefni únítara-kyrkjunnar:----- Hvenær verðskulda menn traust annara? Allir velkomnir. FLUTTIR Hérmeð tilkynni eg almenningi að eg hefi flutt mig í stærri og betri búð, þar sem öll viðskifti geta gengið mikið greiðar en áður. Ný ja búðin er að: 572 Notre DameAve. að^ins þremur dyrum vestar en gamla búðin. Central BicycleWorks S. MATTHEWS eigandi. TELEPHONE -- GARRY - 121 Prédikað verður um bindindi næsta sunnudagskvöld 1 Skjaldborg Á laugardaginn var kl. 4.30 e. m. mættist í Assiniboine Park stór og glaðlegur hópur islenzkra ungra manna og kvenna. Tilefnið var það, að Falcon Lawn Tennis klúbburinn er nú að b.vrja sumarskemtanir sín- ar. Fýrir þessari skemtun eða Social stóð skemtinefnd félagsins, og í henni eru: Mrs. Alex Johnson for- seti, Miss Petra Brandson, Miss ólafia Thorgeirsson, Mr. Paul Bar- <hd, Mr. Thomas Johnson og Mr. Henry Thorbergsson. Þar voru sainankomnir yfir hundr að manns, sem skemtu sér við bolta- leik og þess háttar til kl. 6.30. Þá var sezt að snæðingi og var þar hart fram gengið; enda fór svo að lokum, þó vel væri veitt og ríkulega, að matarbyrgðirnar fóru að láta á sjá. Eftir að menn höfðu hvílt sig ofurlítið, fór fólk að reyna að hossa niður í sér matinn með því að fara í sináleiki. Má segja, að þar hafi ver- ið vel að verið, því margt af þessu fagra liði féll i valinn, og frétzt hef- ir, að kappinn II. Methúsalemsson sé illa leikinn og varla mönnum sinnandi. Klukkan 8.30 fóru allir yfir í Deer Lodge Hotel. Hafði þar verið leigð danshöll mikil, með spegilsléttum og glansandi gólfum; en þegar út á gólfið kom, varð fóta- gleðin svo óskapleg í fólkinu, að frásögumann skortir orð til að lýsa. Samkvæmið var makalaust gott, og skemtinefndin á störan heiður og þakklæti skilið fyrir frammistöð- una, og það er vonandi, að það verði fleiri svona skemtanir haldnar, þar sem fólki úr öllum flokkum er boð- ið — og boðið velkomið. Fyrir skömmu var hér staddur i bænum til að taka sér heimilisréttar- land Árni Thorlacius, einn af hin- um mörgu efnilegu sonum ólafs Thorlacíus, Goulbourne, Man. ólaf- ur Thorlacíus faðir hans er einn með fyrstu brautryðjöndum i því b.vgðarlagi. F'luttist þangað fyrir 25 árum. ólafur Thorlacíus. á méð hinni skörunglegu konu sinni 12 börn, 6 syni og 6 dætur, og eru syn- ir hans nú sem óðast að taka sér heimilisréttarlönd í nánd við föður sinn. Fyrst þegar Ólafur Thorlacíus settist þarna að úti, var hann félaus maður, en býr nú orðið rausnarbúi; það er sýnilegur vottur um, hvað at- orka og þrautseigja orka. ólafur er breiðfirzkur að ætt, og er náfrændi hins alkunna merkismanns Árna heitins Thorlacíus, umboðsmanns í Stykkishólmi á Islandi. Það leit báglega út með sáðlönd og graslönd í kringum Goulbourne fyrir rigningarnar, vegna of mikils þurks. F.ldur var uppi á stóru svæði bæði í skógum og graslendi, svo varla var við vært vegna reyks, en breyttist skjótt til batnaðar, er rign- ingin kom. 1—xx. Miðvikudaginn 2. júní hélt Ung- mennafélag Únítara 6. afmælishá- tíð sína. Þar var margt til skemt- ana,svo sem ræður, upplestur, mú- sik og síðast en ekki sízt skrautsýn- ingar (Tableaux). Aðalræðuna hélt síra Guðm. Árnason og var hún bæði góð og vel flutt að vanda. Sýning- arnar voru undir stjórn síra Rögnv. Péturssonar og voru svo fallegar að yndi var á að horfa. Hr. Thórólfs- son söng kvæðin, er við sýningarnar áttu, meðan þær stóðu yfir, og gerði það sýningarnar enn áhrifameiri og ánægjulegri. — Það virðist sem fé- lagi þessu sé svo sýnt um að gjöra skemtanir sínar ánægjulegar, að það má eins dæmi heita og mun það eiga sinn ]>átt í hinni háu meðlima- tölu félagsins. Ungmennafélag Únítara heldur fund i Únitara salnum á fimtudags- kveldið í þessari viku. Allir með- limir félagsins eru beðnir að mæta. — 15,000,000 dollara kostar strið- ið Breta nú á dag, og er áætlað að þetta verði kostnaðurinn á hverj- um degi næstu þrjá mánuðina. — 1,250,000,000 — ein billíón og tvö hundr. og fimtíu millíónir—doll. samþykti þing Breta núna, sem nýtt framlag til stríðskostnaðar, og er þá stríðskostnaður allur orðnn um $4,310,000,000 með því sem áður var komið. UUGLEG OG LlPUfí STCLKA ÓSK- ast i vist að 970 Ingersoll St. um eða eftir þann 23. þ.m. KENNARA VANTAR fyrir Asham Point School District No. 1733 fyrir sex mánaða kenslu. Kenslutiminn er frá 1. sept. 1915 til 31. des. 1915, og svo frá 1. marz til 30. apríl 1916. Umsækjandi tiltaki mentastg og kaup. Tilboðum veitt móttaka af undirskrifuðum til 31. júií 1915. W. A. Finney, Sec’y-Treas. Cayer, Man. TIL LEIGU-—Tvö uppbúin framher- bergi upp á lofti með góðum kjörum að 504 Agnes Street, Winnipeg. Sextíu manns geta fengið aðgang að læra rakaraiðn undir eins. Til þess að verða fullnuma þarf aðeins 8 vikur. Áhöld ókeypis og kaup borgað meðan verið er að læra. Nemendur fá staði að enduðu námi fyrir $15 til $20 á viku. Yér höfum hundruð af stöðum þar sem þér getið hyrjað á eigin reikning. Eftir- spurn eftir rökurum er æfinlega mikil. Til þess að verða góður rak- ari verðið þér að skrifast út frá Alþjóða rakarafélaginu. INTERNATIONAL BARBER COLLEGE. Alexander Ave. Fyrstu dyr vestan við Main St., Winnieg. íslenzkur ráðsmaður hér. Jóns Bjarnasonar skóli. Eins og þgar hefir verið skýrt frá í blöðunum, er öðru starfsári Jóns Bjarnarsonar skóla nú lokið. Hefir aðsókn verið fram yfir vonir. Alls innrituðust á þessu skóla ári, 28 nemendur, 19 piltar og 9 stúlkur. Af þessum nemendum voru 16 frá Winnipeg, 1 úr Argyle-bygð, 2 frá Nýja íslandi, 3 frá Saskatchewan, og 6 úr bygðum umhverfis Manitoba- vatn. í almennu deild skólans voru 8 nemendur, í fyrsta bekk aðal skól- ans (grade IX) 2, í öðrum bekk (grade X) 14, í þriðja bekk (grade XI) 4. Kennarar. Þrír fastir kennarar hafa starfað við skólann í vetur, séra Runólfur Marteinsson skólastjóri, séra Hjört- ur J. Leo og hr. Jóhann G. Jóhanns- son. Auk þeirra kendi ungfrú Sig- rún E. Jóhannesson í einum bekk frönsku, ungfrú Sigvaldason upp- | drátt og hr. Steingrímur K. Hall söngfræði. í veikindum skólastjór- ans f janúar og fcbrúar kendi R. F. Broæn, um tíma og síðar hr. Jósef Thorson. Nám. Kent hefir vcrið f skólanum alt það, sem tilheyrir námi miðskóia í Manitoba, bæði til urtdirbúnings fyrir College nám og eins fyrir kenn- ara leyfi. Auk þessa hefir, eins og fyrsta árið, verið alhienn deild, sem veitti fræðslu f ýmsum atriðum. í þeirri deild voru svohljóðandi náms greinar kendar: Islenzka, enska, reikningur, landafræði, bókfærsla, mannkynssaga, guðræknisiðkun, á- samt ávarpi um kristileg efni, fór fram í skólanum á hverjum degi, eftir fyrstu kenslu stundina. Kvöldskólinn, til að kenna ís- lenzku og ensku, var haldinn tveggja mánaða tíma, en af ýmsum ástæðum gat hann ]>á ekki haldið áfram lengur. En þess er vert áð geta að sérstaklega áhugamikill hópur af fullorðnu fólki naut kenslunnar í fslenzku á kvöld-skólanum og lagöi lofsverða rækt við námið, svo að unun var að vera samverkamaður þeirra. * Er dæmi þeirra eftir-breyt- nisvert fyrir hina ungu íslenzku þjóð hér um slóðir. Að öðru lcyti hefir fslenzka verið kend í skólanum eins og nú skal greina. 1 almennu deildinni var kend málfræði, farið yfir meiri hlut- ann af Móðurmálsbók Jóns Ólafs- sonar ásamt málfræðislegum æfing- um á öði;u lesmáli. 1 þeirri deild var einnig farið yfir Skólaljóð. Sam- hliða þessu voru um hönd hafðar skriflegar æfingar af ýmsu tagi. í fyrsta og öðrum bekk aðal skólans fræði og réttritun, farið yfir mikinn hluta af Móðurmálsbók Jóns Ólafs- sonar. Samhliða því voru ritgjörðir og aðrar skriflegar æfingar ásamt lesmáli sem notað var til málfræðis- legra æfinga. í þriðja bekk var far- ið yfir allmikinn hluta af Sýnisbók Boga Melsteðs. Þess skal hér getið að kennarar Jóns Bjarnarsonar skóla önnuðust alla kensluna í fslenzku á Wesley College síðast-liðinn vetur. Félagslff í skólanum er ennþá mjög í barndómi. Félag var stofnað síðastliðinn vetur til að halda ein- hverju þessháttar vakandi, en lítið starfaði það og fáir voru fundir þess. Samt er þetta spor í rétta átt og þarf að verða meira. Er vonandi að ráðin verði bót á þessu næsta vetur. Skemtanir nemendanna voru aðallega knattspyrna og skautaferð- ir. Samkomur góðar og fjölsóttar, voru haldnar bæði þegar skólinn hófst síðastliðið haust og eins í skólatok. Enn fremur fékk skólinn mentamann í skandinaviskum fræð- j um sunn-an úr Bandaríkjum, Dr. j H. E. Leach, til að flytja fyrirlestur, j ásamt myndasýningu, um sjóferðir j hinna fornu norrænu víkinga. Próf var haldið í öllum námsgrein- um í desember mánuði og skýrsla I um það birt í íslenzku blöðunum. Próf liafa einnig verið haldin iðu- lega í bekkjunum í vetur og mánað- ar vitnisburðir gefnir. Vor-próf var einnig haldið í almennu deildinni í lok maí-mánaðar. En árspróf aðal-skólans eru öll í höndum ment- a-máaladeildar fylkisins og standa ætíð í júnf mánuði. Með þakklæti til nemendanna, sem sýndu þjóðerni sínu þá ræktar- semi að sækja skóla vorn fremur en aðra skóla og hafa á margan hátt auðsýnt oss hlýleik á þessum vetri, með þakklæti til allra þeirra sem liafa auðsýnt skóla vorum sóma og stuðning, leggjum vér fram fyrir íslenzkan almenning í Vestur-heimi ofangreind fræðslu-atriði í sam- bandi við annað starfs-ár skólans. Skólinn vill koma l>annig fram, að hann verðskuldi ást og virðing allra Vestur-íslendinga. Winnipeg, 15. júní, 1915. Runólfur Marteinsson, skólastjórL ARBORG! Fimm herbergja “Cottage” með stein-steypu kjallara undir því öllu, Furnace, heitt og kalt vatn. Nálægt strætis- vagna línu, í Ft. Rouge, Winnipeg, í skiftum fyrir land ná- lægt Arborg, Man. Húsið er nýlegt og er leigt. Fullkomnari upplýsingar fást á skrifstofu Heimskringlu. ViS skulum kaupa allt sem þit5 senditS et5a selja þat5 fyrir ykkur sem haganlegast og setjum at5- eins 5 prósent fyrir. Met5 þess- um hætti geta bændur selt afurt5- ir bús síns svo lang haganlegast, en þatS eru fáir bændur sem ekki lifa nærri stórbænum sem hafa notat5 sér þennan stórkostlega C • •• r* II • hagnatS. >miOr. tiænsni Okkur, þa* b«rKar HlK. U1UJUM L58> AACX,IItfIII Skrifit5 eftir upplýsingum. Stephansson Fish & Prcdnce Co. 247 PrlnoeM* St. Phone Gnrry 29.*»0 Wlnnliiejg. *----------------------* DÁNARFREGN. *----------------------* Hólmfriffur Sigurffardóttir. Þann 7. maí, síðastl. andaðist, ekkjan, Hólmíriður Sigurðardóttir, að heirnili dóttur sinnar Mrs. B. T. Klng, að 273 E. 35th St. Portland, Ore., eftir þunga og þjáningafulla legu, í tvær vikur f túngna-bólgu. Hólmfriður sál. var 76 ára, 1 mán. og 21 dags þegar hún dó. Fædd í marz 1838 á Breiðumýri í Vopnafirði á íslandi. Foreldrar hennar voru Sigurður Rustikusson, bóndi þar, og kona hans Sólveig Sigurðardótt- ur. Hjá foreldrum sínum ólst hún upp frain yfir fermingar aldur, þá misti hún móður sína og fór þá tii vandalausra. Haustið 1864 giftist Hólmfríður sál. í fyrra sinni í Þing- múla í Skriðdal., Sigurði Þorsteins- syni, velgefnum manni, ættuðum úr Norðfirði. En eftir eins árs samveru veiktist hann af tæring, sem dróg hann til dauða, eftir 5-6 mánuð-a sjúkdómslegu, Eftir hann átti hún eina dóttur sem hét Hansína Sigur- björg. Hún varð fullorðin en er dá- in hér í landi. Eftir að Hólmfríður varð ekkja, fór liún fyrir bústýru til séra Þor- valdar Ásgeirssonar, sem þá var prestur að Hofteigi á Jökuldal, og var hjá honum eitt ár; þar giftist hún í annað sinn, haustið 1868. Hans snikkara Jónssyni. Næsta vor reistu þau bú og bjuggu 16 ár á Islandi, lengst af í Mjóafirði. Árið 1884 fluttu þau hjón til Amer- íku ásamt 6 börnum sínum sem þá voru á iífi. Þau fóru til Minneota, Minn., og settust að í svo kallaðri austur bygð, og dvöldu þar rúmt hálft annað ár. Fluttu síðan til Watertown, S. Dak. og bjuggu þar í 24 ár, fluttu svo tit Portland, Ore., og þar misti hiin mann sinn fyrir tveimur árum síðan; og þann tírna befur hún dvalið hjá dóttur sinni, þar sem hún nú dó, og naut þar hinnar bestu aðbúðar og ánægju síðustu stundirnar. Hólmfríður sál. lætur eftir sig 6 börn á lífi, sem nú trega ástkæra og elskaða móður. Börnin eru Sveinn Hansson, Havre, Montana; Sigtrygg- ur og Mrs. H. E. Wood, Great Falls, Montana; Mrs. F. A. Alvord; Mrs. Jacob Miller og Mrs. B. T. King, all- ar búandi í Portland, Oregon. í seinna hjónabandi eignaðist Hólmfríður sál. 8 börn, hvar af tvö eru dáin, tvær stúlkur, önnur dó í æsku, en hin gift kona hér 1 Amer- íku, Mrs. Lúter. Hólmfríður sál var vel gefin, bæði til sálar og líkama, hún var fríð sínum, og hafði þegið hraustan og vel skapaðan líkama, oð var hinn myndarlegasti kvenn- maður í hvívetna; hún var viðmóts þýð, hæglát og prúð í allri fram- göngu og ávann sér því hlýleik, virð- ingu og velvild allra sem henni kynt- ust, á hinni löngu og oft mæðu sömu lífsleið. Systkyni Hólmfríðar sál eru fimm á lífi: Daniel Sigurðs- son, bóndi á Steinstöðum í Tungu- sveit í Skagafirði á ísland; Björn Heiðm, býr nálægt Glenboro, í Manitoba; S. S. Hofteig, Cotton- wood, Minn.; Stefanía, Mrs. Jóseph Jónsson, Minneota, Minn; Sigurveig Mrs. Oleson, Glenboro, móðir G. J. Oleson, ritstjóra í Glenboro, og l>eirra systkyna. Til dæmis því hvernig hið and- lega ástand og líf Hólmfríðar sál. var, skal þess aðeins getið, ag fyrir tveimur árum skrifaði hún bréf til þess er ritar línur þessar eftirfylgj- andi vers. Hvorki ber eg hug né dáð, hjálp mér sjálfri veita, einskis nýt eru öll mín ráð, þó ætli eg þessa að neita. Jesús minn hefur nóga náð, nú mun eg þangað leyta, hann mun aumur á mér sjá. Eflaust fæ eg huggun ]>á, sem bölið kann að breyta. Blessuð sé minning hennar. Einn af ættingum hinnar látnu Skýring. Eg hefi altaf ætlað mér að geta um ferð mína til Dakota, og orsök til þeirrar ferðar, enn hef verið að bíða eftir bréfi að heiman frá hjálp- ræðis starfinu þar, sem fól mér það starf á hendur að safna og veita móttöku gjöfum fyrir byggingar sein hefir verið minst á fyr, og sem skýrt vcrður greinilega frá sfðar. Kvennfélagið í Garðarbygð gaf $5. Ungu stúlkurnar gáfu frá 50c. upp í $2.00 Við lok ársins verður gefinn út listi yfir nöfn allra gefendanna f sjóð þenna og tilgreind upphæð sem hver hafi gefið. Mér var allstaðar tekið vel í Da- kota, en þó sérstaklega vel í Garðar bygð. Að endingu þakka ég öllum fyrir þær góðu viðtökur og hjálpsemina og óska þeim launist fyrir og upp- skeran blessist á þessi sumri. Kæra kveðju til allra. Mrs. S. P. Johnson. NÝ VERKSTOFA Vér erum nú færir um að taka á móti öllum fatnaði frá yður til að hreinsa fötin þín án þess að væta þau fyrir lágt verð: Suits Steamed and Pressed 50c Pants Steamed and Pressed 25c Suits Dry Cleaned.$2.00 Pants Dry Cleaned.50c Fáið yður verðlista vorn á öllum aðgjörðum skófatnaðar. Empress LaundryCo.Ltd. Phone St. John 300 COR. AIKENS AND DUFFERIN Ideal Plumbing Co. Gjörir allskonar “Plumbing,” “Heating” og við- gerðir; sérstaklega óskað eftir viðskiftum landa 736 Maryland Street Phone Garry 1317 G. K. STEPHENSON J. G. HENRICKSON

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.