Heimskringla


Heimskringla - 01.07.1915, Qupperneq 4

Heimskringla - 01.07.1915, Qupperneq 4
BLS. 4 HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 1. JúLf 1915. Heimskringla (StofnuíS 1886) Kemur út á hverjum flmtudegl. útgrefendur o* elgendur: THE VIKING PRESS, LTD. Ver® blahslns I Canada og Bandarikjunum $2.00 um áritJ (fyrirfram borgaC) Sent tll Islands $2.00 (fyrirfram borgaS) Allar borganir sendist rátis- mannl blaðsins. Pðst etia banka ávisanlr stýlist tll The Viking Press, Ltd. Ritstjórl: M. J. SKAPTASON RátSsmatiur: H. B. SKAPTASON Skrifstofa. 729 Sherbrooke Street, Winnipe? Boz 3171 Talslml Garry 4110 Aldan nýrisna. Aldrei hafa jafn þýSingarmiklir timar komið fyrir fylki þetta síðan það myndaðist og einmitt nú. Bylt- irgin er í loftinu. Það eru nýjar huginyndir, sem eins og breiðast út um alt landið; þær fara hljóða- laust og þegjandi hús úr húsi, inn í livern kofa þar sem menn búa. Engu siður kofa og loggahús hinna fátæk- ari, sem hallir hinna ríku. Því þær leita inn í hvert hjarta; — eg vil ekki segja, að þær komist inn i hvert hjarta, þvi að margra hjörtu eru Jokuð’fyrir þeim. Það eru hugmynd- irnar um sanngirni, réttlæti og ær- Jegheit. Það er búið að vekja huga manna til þess að sjá og skilja, að ó- ærleghei.t, fals Og inútur sé óheiðar- legt; að menn megj ekki selja sann- færingu sina eða hluttöku í almenn- um málum; —- að það sé ekki rétt, að fara illa með almenningsfé, mað- ui steli þá eins frá hinum fátæku sem riku. Menn vita og finna, að eitthvað er bogið við lanclsins stjórn og fylk- isins fjármál og alla hina undan- gengnu pólitik. í fyrstu ráku menn upp stór augu og störðu undrandi á aðfarirnar hér i Winnipeg, og hlust- uðu eftir hvellunum og heyrðu smella brest við brest. Menn urðu órólegir og sáu ekki, hvar þetta mundi lenda. Og svo komu rannsóknirnar, ein á eftir annari. Og mönnum féll það vel; — menn vildu fá að vita, hverjir væru valdir að þessu, vita það fyrir víst. Mönnum var heitið þvi, að þeir skyldu fá að vita allan sannleikann í iiTálnm þessum,— skýláúsaii, áreiðan legan sannleika. Engar vifilengjur dugn nú, enginn hano'aþvottur Pílat- usar. Menn vilja þekkja vini sina, sem þeir mega treysta, frá mönnum þeim, sem selja þá og kaupa. Þetta á sér alveg eins stað hjá liberölum eins og konservativum. — Þetta er það, sem hver einasti maður þarf að vita. Þegar menn hafa vaknað við jafn vondan draum, þá eru menn æfin- lega ákaflega grunsamir. Það má ' hvorki blettur né hrukka vera á hin- j 'viti nýju vinum, sem menn ætla nú að trúa fyrir velferð sinni. Og ef að farið væri að þvo þá alla, sem nú eru sakbornir, þá væri það þýðingar litið eða þýðingarlaust; það væri þeim sjálfum verra, sem sakaðir hafa verið; því að það þarf hinar sterkustu sannanir, fil að taka af þeim þenna grun, sem nú er búið að vekja og nú liggur á herðum þeirra. Það væri hin mesta fávizka, að reyna þvottinn þaau. Það er mesti fjöldi af nýjum mönnum í flokkunum, sem ekki hafa verið þeir ólánsmenn, að lenda í neinu þessu eða þvílíku. Öll hin yngri kynslóð getur ekki þolað þessa byrði. Allir þeir, sem hreinir hafa verið, hafa andstygð á þessu. Hér verður hver og einn að hreinsa sig, og geti hann það, þá er hann velkominn í hóp þeirra, sem nú vilja mynda nýja tíma. Þessi fundur eða þing Konserva- tíva, sem nú á að haldast, sýnir það. Menn vilja gefa nýjum, góðum mönn- um tækifæri; hinu gamla kasta menn að baki sér. Reynslan og þraut irnar fræða menn og gjörir þá hraustari og þrautseigari til fram- kvæmda allra. Og það er enginn efi á því, að menn vilja nú láta sér vel farast. Þó að stöku monnuin hafi á skotist, þá er þó flokkurinn meiri en menn nokkrir, hvort heldur það eru liberalar og konservatívar. Og má vel vera, að margur sé nú hreinn, sem undir sökum liggur. -— En vér þurfum allir að vita um það.— Vér viljum forðast allar dylgjur, hvort lieldur það er á Konservatíva eða Liberala. I’eir annaðhvort hreinsa sig sjálfir eða ekki. En heiðarlegri pólitík óskum vér góðrar framtíðar í fylki þessu. Off—nú ríffur á að vanda til fund- arins. Konservatívar í Manitoba. Einsog öllum mun ljóst héldu kon- servatívar fund með sér í Winnipeg í miðjum júní og er ágrip af gjörð- um fundarins i þessu baði, og svo liafa margir séð það i hinum ensku blöðum. Það er engum efa bundið, að það er vandamál, sem nú liggur á herð- um konservatíva. Vitanlegt er það og, að kjósendur út um fylki eiga engan þátt i málum þeim, sem nú er verið að rannsaka út af stjórnar- byggingunum. Þar verður hver að hreinsa hendur sínar sjálfur. l'lokk- urinn getur þar ekkert að gjört. En rödd sína geta menn látið heyrast, ef að mönnum þykir þar einn eða annar rangindum beittur. Það mun þar líkt og í öðrum samskonar mál- um, að þjófar og meinsærismenn eru sakberar og vitni, sem þeir Hor- wood, Salt, Elliot og Hook. Og það vita líka bæði sækjendur og dóm- arar. En hjá því verður ekki kom- ist. Og alt þetta snertir ekki flokk- inn. Hann er ekki i vitorði með þeiin, sem stolið hafa, ef stolið hefir verið. En flokkurinn verður að taka skellinn og rétta sig upp úndir byrði þeirri eða hrista hana af sér, ef að hann getur, og byrja stjórnarbarátt- una að nýju. Það dylst engum. Það, að fundur þessi ákveður að keppa um hvert einasta þingsæti í fylknu á móti liberölum, er vottur um, að enn sé líf i flokknum, og er að vissu leyti rétt. Og menn eru til í slaginn! Eii gæta verður þess, að nú verður hver og einn aff ffanga til orustu með hreinar hendur. Annað er ekki einungis fávizka, heldnr á- hæfa. / En nú vita inenn ekki, hverjir hafa hreinar hendur, — fyrri en rannsókn þessari er lokið, sem nú stendur yfir og búið er að draga fram í dagsbirtuna hvert einasta at- riði, og gjöra það fyllilega ljóst hverjum einasta manni hverjir eru sekir, og hvað mikið þeir eru sekir, og hverjir eru við riðnir og hverjir eru grunsamir, og hvers vegna þeir voru að gjöra þetta, — hvað þeir ætluðu sér með því. Þetta þarf tólkið, þjóðin, kjósendurnir alt að fí að vita. Þar má engin blæja yfir liggja. Og fyrri en þetta alt er búið, geta j menn ekki farið í neinn slag, hversu fúsir sem þeir væru til þess. Það væri að voru áliti miklu betra, að reyna ekki að keppa um eitt ein- asta sæti, — fyrri en menn eru al- gjörlega vissir um það, hvernig rannsókninni lýkur. Það væri betra, að liberalar tækju hvert einasta þingsæti, mótsóknarlaust, og héldu þeim, — ekki einu sinni, eða í 4 ár, heldur 8 eða 12 eða 16 ár; því það væri svo margfalt betra, en að nokkur skuggi af slíkum gjörðum, sem nú hafa opinberar orðið, hvíldi yfir einuni eða fleirum fulltrúa fylk- isbúa. Þetta verður at að sópast burtu, — hver einasta ögn. Sópast, svo að það komi aldrei framar fyrir í sögu Manitoba. Og flokkurinn þarf allur að umskapast gjörsamlega. Nýjir, hreinir menn þurfa að koma fram á ieiksviðið. Menn, sem hata þetta og fyrirlíta, einsog landinn segir. Hér dugar ekkert hálfverk, ef menn ekki vilja velta í sömu vilpuna aftur. — Þeir eru til mennirnir; þeir hljóta að vera til. Og flokkurinn verður að gefa þeim tækifæri. Ef hann ekki gjörir það, þá er hann verri en dauð- ur og betra, að hann væri enginn til. Og kosningasjóðurinn ætti """að dysjast og óhelgur, friðlaus og grið- laus að dæmast. Menn ættu að halda þær kosningar mútulaust, sem aðrar kosningar. Sé það ekki gjört og sé það ekki hægt, þá eru kjós- endur allir sekir. En því viljum vér tkki trúa. — Náttúrlega tölum vér tkki um lögmæt útgjöld til kosn- inga, sem öllum eru kunn; heldur þessi leynilegu, sem ekki mega sól- ina sjó. Þetta og greinin um fundargjörn- ínginn 15. júni átti að koma i sein- asta blaði; en þá komu aðrir gjörn- íngar í pólitíkinni, sem sitja urðu í fyrirrúmi. Islendingadagurinn. Fimm vikur og tæpar þó eru til íslendingadagsins, er haldinn verð- ur hér, eins og jafnaðarlega undan- farin sumur, þann 2. ágúst. Islendingadagurinn er nú kominn á 8. ári þriðja tugar; sá í hönd far- andi er sá 28. í röðnni. Mismunandi hafa hinir undan- förnu fslendingadagar verið. En allir hafa þeir átt sammerkt í því, að vera þjóðminningardagurinn vor allra, — Islendingadagurinn, sem vér helguðum gamla Fróni; gömlu minningunum; feðratungunni; þjóð- erninu. Þann dag höfum vér allir verið fslendingar með hjarta og sál. Vér höfum enga ástæðu tilað haga okkur öðruvísi nú en að und- anförnu. Vér erum jafn tengdir Fjallkonunni nú og fyrir 28 árum síðan. Minningarnar eru hinar sömu. Vér höldum því fslendingadaginn hérna í Winnipeg 2. ágúst í sumar í sýningargarðinum, einsog verið hef- ir síðustu árin. Og er nú verið að undirbúa hátiðahaldið sem bezt má verða. En til þess að fslendingadagurinn verði þjóðflokki vorum til sóma, þá þarf hann að njóta' hylli almenn- ings. Það er ekki nóg, að öll tilhög- un frá nefndarinnar hálfu sé upp á það bezta, ef aðsókn fólksins er slök. Allir þeir landar, sem nær- lendis eru, ættu að vera til staðar. Fjölmenni og fríður hópur vekur meiri eftirtekt, og auglýsir oss bet- ur sem þjóðflokk en nokkuð annað sem vér gjörum. Sækjum því allir íslendingadag- inn. Hann er jijóðminningardagur- inn vor. Ilann er helzta vinamótið. Land- ar hittast þar úr öllum landshorn- um og endurnýja fornan kunnings- skap. Hann er eina iþróttamótið meðal Vestur-íslendiriga, sem nokkuð kveð- ur að, og mun það nú verða full- komnara en nokkru sinni áður. íslendingadagurinn er megin líf- taugin í þjóðlifi voru. í næsta blaði verður sagt frá störfiim nefndarinnar ítarlega, svo almenningur fái gleggri hugmynd um, hvernig hátíðin vcrður að þessu sinni. Munið cftir tslendinffadeginum! Nefndin. “Fullerton”-nefndin. Hin nýa nefnd, sem liberal stjórn- in í Manitoba kvaddi til þess, að rannsaka ákærur þingmannanna á hendur liberölum, cr nú tekin til starfa. Hinn 24. júní kvaddi stjórnin þessa menn i nefndina. Mr. Justice Perdue, of the Court of Appeal. Judge fíobson, Public Utility Com- missioner. Mr. Justce Galt, of the Court of Kings fíench. Spurningin getur verið um það, hvort nefndin hafi vald til að kalla inenn fyrir sig úr öðrum fvlkjum Canada, og hvort hún hafi jafn mik- ið vald og hin fyrri. Engar dylgjur viljum vér fara með uin menn þessa. Þeir eru allir heiðarlegir borgarar. Mr. Robson er sérstaklega kunnur öllum bæjarmönnum. En mikið og vandasamt starf eiga þeir fyrir hendi. Mr. F’ullerton nefndi ráðgjafa þá, sem þingmennirnir bera kærur á, og eru þeir: Stjórnarformaður Norris, sakaður um, að hafa veitt móttöku 25 þúsundum dollara frá konserva- tívum, til þess að fella niður sakir út af kosningum. En þá T. C. Nor- i is, T. //. Johnson, T. fí. Hudson og Vatentins Winkler um að hafa býtt- að við stjórnina og lofað að kæfa niður rannsókn út af þinghússbygg- ingunum, ef að Roblin stjórnin segði af sér og þcir fengju að skrifa af- sagnarbréf Mr. Roblins. Þinghússnefndin. hefir verið að yfirheyra ráðgjafa og stórmenni fylkisins dag eftir dag og hafa blöðin verið full af því. Vilj- um vér helzt ekkert um það segja, enda er þar ilt möskva að greiða, og bíðum vér þangað til búið er. Seinast var veður mikið gjört út af leyndum skjölum, er Dr. Simpson átti að hafa læst niður í peninga- skáp í banka einum hér i bænum, og vildu sumir brjóta upp skápinn, þegar neitað var um lykilinn. En Dr. Simpson kominn til Frakklands á vígvölluna. Var mikið umtal um þetta í blöðum og heimahúsum. En nú simar Dr. Simpson og leyfir ncfndinni að rannsaka skápinn sem hún vilji. Yfirhöfuð er enn sem komið er lítið að græða á öllu uintali i blöð- um og á strætum úti. Það ber hver cfan í annan. I.íklegt er, að sumt sé satt og sumt sé lygi, og ilt að grcina. Sögulegur Samanburður. Samanburður pótitisku ftokkanna í Manitoba og víðar i Kanada síð- ustu tutluffu og fimm ár, eða rúmleffu það timábil. Þá er búið að telja upp meiri hlut- ann af stórvirkjum Sir Rodmond P. Roblins, sem hann hefir unnið i nú- tíð og framtíð. Hagsnnmir fylkis- búa af þeim eru ekki reiknanlegir a peningavísu, ]iví þegar hans nýtur ekki lengur við, þá valda þeir, sem á halda. En hverjír sem þeir verða, þá fetar fár éða enginn í stjórnar- fótspor Mr. Roblins. Góðærin voru Roblin stjórninni að þakka. Á undan er það framtekið, að á stjórnartíð Greenway stjórnarinn- <:r væru flest deyfðarár; sum þau hörmungaár, að aldrei hafa í manna minnum dunið yfir borg þessa önn- ur eins. Er sagan til vitnis um það. Árið 1899, síðasta stjórnarár Greenway stjórnarinnar, var meðal- ár í Manitoba. En strax og konserva tivar tóku við stjórninni, vaknaði traust og áhugi verzlunarstéttarinn- ar í Winnipcg og öllu fylkinu. Þar af leiðandi víðar í landinu. Iín þeg- ar Mr. Roblin var búinn að koma járnbrautarmálum fylkisins á öflugt framfaraskeið, þá vaknaði Winni- peg borg og fylkið og annarsstaðar vestur um iand, af rökkursvefni. Nýtt fjiir og nýtt líf flóði um Vestur- Kanada. Viðskiftafjörið, áhuginn og traustið á fylkinu og landinu var vakið upp af Roblin stjórninni. — Héðan úr fylkinu barst viðskifta- fjörið fyrst vestur á bóginn og síðan austur, þó í langtum minni stýl yrði enn í Vesturlandinu. Orsökin þar til var öfugstreymi og atkvæða- leysis-ujipdráttarsýki i Laurier- stjórninni. Hún var sljóskygn og eigingjörn. Minsta kosti voru sum- ir ráðgjafarnir það með afbrigðum í þenna mund. Sú stjórn hrúgaði þá inn i landið vesalings fáfróðum lýð úr Austurríki, Ungverjalandi, PóIIandi, Rússlandi og víðar úr austur útkjálkum Norðurálfunnar. Aðalstraumurinn lagði leið vestur í “Gósenlandið”, þ. e. Manitoba og Norðvesturlandið. Eðlilega. Aust- urfylkin höfðu cngar glæsibeitur að bjóða þessum miður heppilega lýð, sein landsstjórnin dreif og mokaði inn í landið i hundrað þúsunda- tali. Það er haft fyrir satt, að sum- ir ráðherrarnir í stjórn Sir Wilfrid Lauriers hafi fengið $5.00 hjá C. P. R. fyrir hvert höfuð, sem kom til Kanada, að minsta kosti af sumum þjóðflokkum. öllum þessum fólks- breiðum var dembt upp á Vestur- Kanada, sem áður er fram tekið. — Þar var viðskifta-slagæðin á heil- brigðu framfarastigi. Mr. Rohlin og flokkur hans hafði komið verzlun og atvinnu á flcygiferð. Upp á hcrðar þeirra framfara lét Laurier stjórnin sig hafa ]>að, að kasta ])essu fólki í millíónatali, nær sem eftirlitslaus- um sauðum. Menn muna svo langt, að hvorki bæjarbúum né landsbænd- uin þótti þetta aumingja fólk nokkr- ir aufúsu gestir. — Millíónum dala eyddi landsstjórnin til að flytja aumingja þessa inn í landið. Þús- undir þúsunda dala hefir landið borgað fyrir lögreglumál og glæpa- mál þessa fólks. Þó má það ei und- an fella að sumt af því hefir bjarg- ast á eigin spítur. En hvað er nú á dagskrá? í tugum þúsunda er fólk þetta á vergangi um landið nú í dag. Það heimtar mat og klæði. Það á ekk- ert nema líftóruna. Þegar landinu, ríkinu og öllum siðaða heiininum liggur lífð á, þá er ekki einu sinni hægt að nota niennina á vigvöllinn. Nei, Kanda verður að taka innfædda menn, frá konum og börnum og láta brytja þá niður á hinn hryllileg- asta hátt; en fæða hina í sama mund. Nú er heima! En hvað á annars að segja um iessa innfTutninga-speki (!) Laurier stjórnarinnar? Sagan er að skrifa sig ósjálfrátt sjálf. Við horfum á seinni kynkvislir lesa. —--- Já, en Laurier stjórnin er nafn- kunn að fleiru cn þessu. Það er vel kunnugt, að hún borgaði innflutn- inga skrifstofuin út um heim, sem engir þykjast hafa séð eða komið inn á. Hún sendi rannsóknarskip norður til Hudsons flóans og Lshafs- ins og varð nafnkend fyrir borð- búnað þann og hannyrða-áhöld, sem hún keypti af vinum sínum handa norðurförunum! Hún gróf skurði og borgaði alls konar “business”-mönn- um regluleg daglaun, sem aldrci komu að þessum skurðum. Hún bygði brúna, sællar minningar, í Quebec, sem hrapaði og varð mönn- um að lífs og lima tjóni, ásamt feyki- legu fjártjóni fyrir landið. — Svo bygði hún Grand Trurik brautina að austan til Winnipeg. Þar náði hún i 40 mifllónir dala handa góðkunn- ingjum sínum og sjálfri sér, — cftir skýrslu rannsóknarnefndárinnar. — Margt fleira vann hún sögulegt, sem ekki er rúm liér frá að skýra, að svo komnu. „ Hún lét líka margt og mikið ó- gjört. Þar á meðal það, að hressa við borgina, sem hún bjó í, sjájft stjórnarsctrið Ottawa. Hvaða mis- munur er á framförum og bæjar- prýði i Ottawa á tíinabili I.aurier* stjórnarinnar og stjórnarsetri <Mani- toba, Winnipeg, á stjórnartið Rob- lin-stjórnarinnar? Það eru skýrslur lil um fólksfjölgun, vöxt og stór- hýsi. En þær eru öldungis ólikar i nefndum borgum. Það eru líka til skýrslur austur í Ottawa. Þær eru dálítið undarleg- ar. Þegar I.aurier stjórnin var til (lauða dæmd af þjóðinni 1911, þá varð Sir Wilfrid Laurier að víkja úr ráðherra skrifstofunni og í aðra ó- æðri. Eri þegar Sir Robert L. Bor- den fór að skygnast eftir, hvar hann gæti holað Sir Wilfrid niður, þá kom stanz á. Þegar hann hafði leitað um allar byggingarnar, gekk hann úr skugga um það, að hvergi var til skrifstofa sein væri bjóðandi fyrv. forsætisráðherra. í þessari niður- ríðslu og útötun skildi Laurier og félagar hans við stjórnarsetrið. Af því hann þótti oft skamta vel og ekki skera upp á nögl í stjórnártíð s nni, þá undraði alla það hversu hann var sparsamur að “arta uppá” sjálft stjórnarsetrið. — Auðvitað bætti Mr. Bordcn hið fljótasta úr þessum óþverraskap. F'ékk menn til að ræsta skrifstofur handa lciðtoga andstæðinganna. Þessi húshreinsun var ein af allra fyrstu umbótum, sem Mr. Borden fyr irskipaði á stjórnartíð sinni. Það er lítið sýnishorn af hirðusemi og framkvæmdum fyrverandi stjórnar. Ilun var sem kunnugt er uppi sam- tímis Roblin stjórninni. Hér á und- an hefi eg sagt sögu Sir Rodmond P. Roblins alt fram að síðustu áruin, eða sein næst því. Roblin stjórnin fleygir stjórnar- völdunum frá sér. Það virðist frá sögulegu sjónar- miði, að andleg upptrénunarveiki hafi farið að búa um sig í Roblin- stjórninni litlu eftir að Hon. Robert P.ogers og Hon. Colin H. Campbell gengu úr ráðaneyti hans. Nýjir ráðherrar koma í stað þeirra. Tveir af þeim eru velþokkaðir menn; þó engir garpar séu, í samanburði við ])á, sem nefndir eru. Einn þeirra og hinn síðasti hafði áður verið grunaðir um gæzku.. Enda varð hann fótakefli Mr. Roblins Stjórn- arráðherrann ruddi góðum og dygg- um dreng úr sæti fyrir honum, ]>ar sem Dr. Grain er. Einnig mun það hafa verið óviturt, þegar Mr. Roblin bý.ttaði við Gimli búa á Baldwinson og Taylor, nema hann hafi ekki við þau skifti mátt ráða, sem mér er ekki vel ljóst um. En hvernig sem stór og smá tildrög eru að brottflýtir Rob- þar á bak við eru hrossakaup í lak- lin stjórnarinnar, þá er það vist, að ara lagi. Stjórnin var í meiri hluta, og var enginn brýnn nauður til að segja af sér. Hún hafði ekki sið- ferðislegt vald til þess. Hún gjörði það að fornspurðum flokknum, sem nær 16 árum hafði staðið á bak við hana með dáð og dugnaði. Hún gjörði það líka að fornspurðum kjósendum i fylkinu. Það var þó Sir Wilfrid Laurier hugdjarfari, að hann gekk fram fyrir fólkið, þegar hann féll í valinn 1911. Tíminn leiðir óefað í ljós, hve Roblin stjórninni var brátt að losna úr sæti, og hve snyrtilega Norris stjórniri labbaði upp í það. Stórsyndina. Eftir alt, sem Sir Rodmond P. Roblin er búinn að vinna fylkinu til hagsmuna og ævarandi framfara, — veltist liann úr sætinu, ákærður um vanskil og misbrúkun á $820,000. — Þetta segja Liberal blöðin að sé sá svivirðilegasti stjórnarviðburður, sem skeð liafi, jafnvel í öllum heim- inum. Já, þau þykjast vera sannsög- ul, heiðvirð og stálminnug, og aldrei Ijúga að lesendunum! En muna þau það, að Hon. Robert L. Borden setti konunglega nefnd i Grand Trunk brautar málið? Hann hafði ákært Laurier stjórnina um frámunalega fjársóun og óknytti í því ináli, sem öðrum. Hann efndi það að skipa nefndina, og úrskurður hennar er, að Laurier stjórnin hafi dregið und- ir sig og fylgifiska sina, — segi og skrifa: $40,000,000 — fjörutiu mill- iónir dala! Þetta er aðeins stærsti fjárdrátturinn. Þá smáu er ekki að tala um, svo sem 2—3 milliónir við- víkjandi brúm og skipaskurðum; Allan landusla: skóga-, kola-, námu- og veiðivatna itjikum. Þeir voru jafn mörg ár við völdin, Mr. Roblin og Mr. Laurier. Sagan sýnir, að Mr. Laurier er langtum meiri veiði- goggur. En svo er annar höfuðpunktur í þessum samanburði. Það er: að hin konunglega nefnd ,sem er að rannsaka Roblins málið, hefir ekki fest þjófnaðarúrskurð á verjendur. óvist hvernig hann verður, eða hvort hann verður nokkur. — Það kemur fram við yfirheyrsluna, að byggingameistari Florwood, sem var útvalinn fulltrúi stjórnarinnar, hefir svikið hana. Hann hefir búið til samninga við Mr. Kelly um stór- upphæðir, án þess að stjórnin vissi nokkuð af slíku svika-athæfi. Spurningar hugsandi manna eru nú: Fyrir hvern var Hr. Horwood verkfræðingur? Hann reyndist ó- frtir ktJórriJriri’fFVnr hnnn fýrtr Mfr. Kelly? Eða var hann fenginn af æðri öflum til að svíkja stjórnina? Það virðist, sem liberalar á síð- asta þingi, hafi verið kunnugri bygg- inga reikningum, en stjórnin sjálf, ef nokkuð er að marka vitnaleðslu fyrir nefndinni. Þetta er ekki að fullu rannsakað, og nefndarúrskurð- ur er ekki fallinn enn. Því von að fólkið spyrji og geti sér til allra- handa í eyður leyndardómanna. Þeim heiður, sem heiður ber. Það er skoðun min og sannfæring, að svo eigi að ræða og dæma um hvern og einn cins og hann hefir verðskuldað i verkum sínum. — Á þem grundvelli hefi eg rætt hér á undan um Sir Rodmond Palen Rob- lin. Svo játa eg lika, að hann hafi fallið undarlega, og ekki einleikið, úr sessi sinuni. Hver sem saga haua verður hér á eftir, ætla eg engum getum uni að fara. Það verður ljóst siðar. Það er líka ógnarlegt gönuskeið, að dæma alla flokksmenn seka um sama glæp eða glöp, sem einn eða fáir eru við riðnir. En þvi miður hættir geðstirðuin ofstopamönn- um til þess. Það væri ógöfugt af mér, eða hverjum sem er, að dæma lieilan, velmetinn söfnuð eftir því, sem einstakar persónur að hafast, sem tilheyra honuin. T. a. m., ef einum bónda yrði ó kynfjölgun með vinnukonu. Einni konu litist vcl á mann annarar konu. Eða piltur úr ungmennafélagi væri fingralangur á sætindi og annað glingur. Eða ung stúlka lenti út í ginningar á villigöt- um mannlífsins. — Nei, það væri ógöfugt og í hæsta máta óréttlátt, að dæma allan söfriuðinn eða félags- skapinn uiri þátttöku að því sama, og alla seka. Eftir þvi sem sagan segir og þekk- ing mín nær, þá hafa flest-allar stjórnir í Kanada verið sakaðar um fjárdrátt og peningahnupl, þegar ]iær hafa fallið úr valdasessinum. Eg ætla ekki að telja þær stjórnir upp hér, þvi flestir, er vilja vita, — vita að það hefir gengið svona. Séu allar stjórnir sekar i þessu efni, þá er það versta þjóðarmeinið. Þvi stjórnirnar eru það i hverju ríki, sem meginhluti þjóðarinnar er. — Lækning finst hvergi, er ekki til i.eina hjá minnihlutanum, — fá- ta'kum millistéttamönnum og ment- uðum bændalýð. Það verður sjálfsagt ekki aldur og ævi þangað til hin nýja stjórn — Norris stjórnin — gengur fram fyrir fólkið, og biður um atkvæði. Hún

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.