Heimskringla - 08.07.1915, Blaðsíða 2

Heimskringla - 08.07.1915, Blaðsíða 2
BLS 2. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 8. JúLí 1915. UPP MEÐ BONDANN. Alkali. Eftir S. J. Sigfússon. Hvernig á að drepa alkali? Svo almenn er þessi spurning á bændafundum og annarsstaðar, að örfáar athugasemdir um það efni, kæmu ef til vill að notum. En til þess að geta rætt það mál skynsam- lega, þurfum vér að athuga alkali efnafræðislega og uppruna þess. Alkali er auðvitað ekki annað en salt í jörðu af mismunandi tegund- um. öll jurtarfæða er uppleysanleg í vatni, og getur aðeins á þann hátt orðið jurtinni að notum. En það eru ýmsar aðrar uppleysanlegar saltteg- undir í jörðunni, sem eru beint skað- legar fyrir jurtina; og úr því jurtin sýgur í sig alt sem uppleysanlegt er, getur hún hvorki valið úr né hafn- að og drekkur þannig í sig alkali, sem eyðileggur jurtina. Hvar sem vér förum, er meira og minna af þessum salt-tegundum; en langmest í þurru löndunum, eins og Yestur-Bandaríkjunum og parti af Yesturfylkjum CSnada. Hér í Mani- toba er alkali í tiltölulega smáum stíl, — aðeins með blettum innan- um þá akra, sem gefa góða upp skeru, og er þess vegna engin furða, að bændur langi til að losna við það og fá einlæg stykki. Þegar rignir, þá leysist upp þetta salt. Ef framræsla er góð, þá renn- ur það i burtu, eða sekkur langt i jörðu niður, og finnum vér allcali þess vegna aðeins á láglendi, þar sem engin er framræsla. Að vori ti! og eftir rigningatíð, er ekki mikið alkalii i ytri skorpu jarð arinnar, því það hefir þvegist í burt. En svo þegar vatnið gufar upp, þá verður alt þetta salt eftir ofanjarðar og myndar hvíta skorpu eða svarta sem jörðin svo aftur drekkur í sig við frekari rigningar. í syðri hluta Alberta, þar sem að eins er 10—12 þumlunga regnfall ár lega, verður meirihlutinn af þessu salti ofanjarðar, og landið þess vegna ófrjósamt; en ineð 25—30 þumlunga regnfalli, verður mjög lít- ið ofanjarðar, þó jafn mikið sé i jörðunni. Alkali er vanalega af tveimur teg- undum, — hvítt og svart, og er hið siðara miklu verra; en mjög lítið höfum vér af því. Hvitt alkali er matarsalt (na. cl.), laxérsalt (Epsom salt), sodium sulphate o.s.frv.; en svart alkali er mestmegnis þvotta- sodi, sem auðvitað er hvítur; en af því hann gjörir efnafræðislegar hreytingar í hinni svörtu gróðrar- mold, þá sjáum vér þar svarta skorpu ofanjarðar. Alment ríkir sú skoðun, að til sé eitthvert efni, sem geti drepið þetta alkali, þ. e. a. s. gjört efnafræðislegar breytingar. — Þetta er röng skoðun. Slíkt efni er alls ekki til. Þessi misskilningur er ef til vill sprottinn af því, að gips (gypsum) er oft borið á land, sem hefir svart alkali. Þetta hefir þau á- hrif, að breyta þvi í hvítt, sem ekki cr nærri því eins skaðlegt; en at- kali er .það samt, og efnafræðingar kunna engan veg að breyta því í skaðlaust efni. Þó hægt sé að breyta þessu svarta alkali í hvítt, er lítið unnið með því; en kostnaðurinn eri geysimikill, og gæti þess vegna ekki | komið til greina hér, þar sem land! er ódýrt, því hetra væri þá, að láta það algjörlega eiga sig og kaupa nýtt' land. Ekki er til neins að eyða | meiri peningum í landið, en hefst| úr þvi aftur. Vér sjáum þess vegna að það er í enginn vegur til að drepa alkali, en það er hægt að halda því í skefjum, og það er það, sem bændur þurfa að læra. Læknar nú á dögum eru mikið að hætta við meðul; reyna heldur að útrýma orsökum hinna ýmsu kvilla. Gigtarmeðul geta gefið bráðabirgð- arbata; en náttúrulögmálið skipar manni, að hætta við að borða kjöt- meti og þannig útrýma orsökinni eða komast fyrir ræturnar. Þess vegna er að líkindum ekkert efni til, sem drepur alkali; en orsökin er lé- le* eða engin framræsla og uppguf un vatnsins. Skömmu eftir hverja rigningu að vorinu, ætti því að rifherfa þetta land, svo að aldrei séu minna en 2 til 3 þumlungar af þurri, lausri moldarmylsnu ofan á þessum mjóu pípum. Þetta varnar uppgufun svo að'saltið verður að vera neðanjarð- ar; en vatnið kemst í burtu með góðri framræslu. Væri þetta gjört eitt sumar, mætti eflaust halda salt- inu svo neðarlega, að það gjörði ekkert ilt. Svona land ætti að plægja að haustinu, eða snemma að vor- inu; rifherfa svo eins oft og nauð- syn krefur, tii að viðhalda þessari moldarmylsnu, og sá siðan ein- hverju, sem vex fljótt til að reyna að minka uppgufun. Margur bóndinn hefir borið mykju í svona land ár frá ári, í þeirri von að eyðileggja saltið; en að árangurslausu. En þetta er fyrir þekkingarleysi. Mykjan varnar upp- gufun í bráðina, rétt einsog moldar- mylsnan; en svo, af því að rifherfi er ekki brúkað, þá gufar vatnið upp og saltið gjörir jafn mikinn ska<5a, hvort sem mykja er þar eða ekki. En þó mykjan geti ekki drepið al- kali, þá hleypir hún samt lofti í jnrðveginn, bætir framræslu og eyk- ur jurtafæðu, og gjörir þannig ó- beinlinis mikið gagn. Það er þess vegna gott að plægja undir ófúna mykju að sumrinu til; því þó ill- gresis fræ séu á því, kasta þau brátt írjóöngum og eyðileggjast svo við herfingu. Það er engin ein af þess- um aðferðum einhlýt. Framræsla og herfingar hjálpa; en ciginlega eru ekki til neins, nema mykja sé borin í um leið, og sannreynt er, að mykju áburður er ónógur, nema landið sé vel yrkt um leið. Með því að fylgja þessum reglum, má halda saltinu í skefjum og hafa dágóða uppskeru. En landið fer í sama horf aftur, þeg- ar breytt er til. Þá er næsta spurningin: “Ilvað þrífst bezt í alkali-landi?” Því að sannreynt er, að korn og gras teg- undir þola ckki allar jafn mikíð af salti. Sumar korntegundir þola alls ekki neitt, en þrífast vel þó tölu- vert salt sé í jörðunni. Sykurrófur hafa reynst bezt. I sínu vilta eðli uxu þær meðfram sjávar- strönd i seltinni jörð og þess vegna þola þær ekki einungis töluvert salt, heldur verða að hafa það til þess að geta þrifist sem bezt.. Þær drekka í sig saltið, sem er þeim nauðsyn- legt, og dæmi eru til þess, að þær taki svo mikið, að kýr vilji ekki éta þær. Þó þetta sé ekki í stórum stíl, þá hjálpar það til að eyðiieggja saltið. Vanalega er rófunum sáð í raðir með þriggja feta millibili. Og þetta millibil er svo yrkt og haldið illgresislausu alt sumarið, og þá um leið er uppgufun varnað. Það er engin ástæða til, að láta landið vera í eyði alt sumarið, en það er betra en að sá korntegundum, sem ekki vaxa. Vanaleg uppskera af ekr- unni er 20 til 25 þúsund pund af róf- um; en þetta er einmitt það fóður, sem mjólkurkýr þurfa að hafa að vetrinum til að auka lyst. Eftir að rófur hafa vaxið vel í eitt ár, mætti taka eina uppskeili af hveiti, höfr- um eða byggi á eftir. Af þessuin þremur korntegundum þrífst bygg- ið bezt. Þar sem stykkin eru nokk- uð stór, en léleg framræsla, verður bezt að sá brome grasi. Ef það ekki vex, þá getur enginn hlutur vaxið í því landi. En þetta er auðvitað und- ir ástæðum komið. Brome gras get- ur verið eins ilt að eyðileggja eins og nokkurt illgresi, ef það á annað borð nær góðu rótarkerfi, — sér- staklega ef landið er blautt. En spursmálið.'hvort nokkuð er hægt að gjöra betra við svoleiðis land, en að fá góða uppskeru af brome grasi. Aðrar grastegundir geta verið góð- ar, eins og fíed Top og Western Rye, en þola tæplega eins mikið alkali.— Bezt er, að hver sái því, sem hann sér að þrifst bezt. Um mál höfundarins má það segja, sem kunnugt er, að hann er alíslenzk ur í máli. Er fróður í því og fer snyrtilega með. Forðast öll vamma- lýti og útliýsir uppskafningum og snýkyrðum annara mála. Ber hann óskerta ást og virðingu til móður- máls síns. Hafi hann beztu þökk fyrir. Mest af Ijóðunum eru tækifæris- kvæði. Nokkur minni og erfiljóð og nokkurar einstakar vísur, en helzt of fáar. Sakna eg sumra sem eg hefi áður heyrt og eru vel kveðnar og al- þýðu mundi geðjast að. Ljóðin eru ekki flokkuð eftir venjulegum reglum. Má vera að það sé alveg eins geðfelt lesendunum, sem niðurtjóðruð flokkaskipun. Mér geðjast vel að nær öllum Ijóð- unum, og sumum prýðilega. Það er aðeins eitt kvæð i allri bókinni, sem eg álít, að vel hefði mátt missa sæti þar. En svo er skáldsmekkur manna á mjög fjölförnum skilningsleiðum. Kvæðin eru sérstaklega alþýðleg og hugþekk. Eg ætla aðeins að taka fá dæmi rétt af handahófi gripin: Eyjan vor forna.. Eg oft fæ séð í anda, hvar ei* ú rhafi rís, er á sér forna fjanda, sem fyrir þrifum standa, — þá nefnum eld og ís. Annað kvæði: Vetur á Fróni. Þegar svæði sinn með arð sumar gæða kveður, vetur æðir geyst í garð grimd og bræði meður. Hringum norðurhjara frá hermdar orðin gjalla. Hörðu morði hóta þá hjörð á storðu fjalla. Nötra strá og nakin grein, Norðri hávær syngur; aldan blá við unnarstein ærist þá og springur. Vorið. Þjóð ögrandi þrautastand, þá ei grand má saka. Út um land og bólmarband Blíðheims andar vaka. Þánar svæði, fjöldinn frár fagnar gæða högum. Kalin græðast grundar sár; glóey ræður lögum. Vellir gróa, laufgar lund, litkast tó og flóinn. kvik í mó með káta lund kveður lóa og spóinn. Alt sem hrærist ofar fold endurnærast tekur. Blómin skær og maðk i mold mildi blærinn vekur. Á sextugu djúpi. Nú fram eg hefi flotið um full sextiu ár, og bát minn enn ei brotið, þó brimað hafi sjár; því hans fékk hjálpar notið, sem heimi ofar stár. 1 þessum fáu sýnishornum örlar á einkennum skáldsins; öldungis ekki einhæfum og fátæklegum. En svo náin alþýðu tilfinningum og hugsun, sem framast má verða. — Skáldið ann eyjunni sinni, en ber kaldan hug til elds og íss, sem oft hafa reynst henni hinir grimmustu féndur, — gengið af fé og fólki dauðu, stundum oft á sö.mu öld. Þá lýsir skáldið vetrinum í kjarn- góðum hagyrðinga ljóðum, sem al- menningur hafði oft yndi af að stytta með kvöldvöku stundir. Fólk- ið kvað við Norðra inni í baðstaofu. En hann kvað við það úti á þekj- unni. Aftur með vor Blíðheims blænum vaknar skáldið, og kveður undur- hlýtt og blátt áfram, rétt eins og vorið sjálft er í réttri mynd. Skáld- ið þarf eigi að elta uppi erlenda höfunda til að hjálpa sér; það þekk- ir vorið og veturinn á íslenzka vísu. Þegar skáldið er kominn á sext- ugs djúpið, þá þekkir hann brimgva sjóa og bátveltu. En hann æðrast ekki. Horfir öruggur hátt, harðræð- um móti, í sérhverri átt. — Endar kvæðið þannig: Svo fjölina Iæt eg fljóta um forlaganna dröfn, unz boðar og blindsker þrjóta og ber í friðar höfn, þars vindar værð ei róta, þars veðrin eru jöfn. Ekki dettur mér í hug að segja, að S. J. Jóhannesson sé eitt af þessum síþeysandi himinbrjóta skáldum, sem oft fara fyrir ofan og neðan garð hjá alþýðunni. En eg tel hann gott alþýðuskáld. Enda mun hann ekki hafa stefnt að öðru takmarki um dagana. Það er máske ekki auðvelt, að kveða upp dóm um hvert kvæðið sé bezt i bókinni. Eg mundi telja Mið- nætursólina með beztu kvæðum, sem kveðin hafa verið um það e. ísl. tungu. Samanber: Þá álfröðull í ægi var að síga, í ofnum krans úr gullnum skýja- rósum; en ránardætur dansinn voru að stiga, með dularsvip und höfuðtröfum Ijósum. Og alt var sveipað hreinmn geisla hjúpi á himni, jörð og mararbláu djúpi. Höf. er aldraður maður og hefir geíið út ljóð áður, og heíir þeiin á- valt verið tekið vel. Erda er hann viða þektur og á marga vini og kunningja. Verð bókarinnar er fiOc í kápu; en 75c i bandi. Með heilla þökkum til höfundar- ins. K. Ásg. Benediktsson. *) Á að vera ey. K.Á.B. Fréttabréf frá Reykja- vík P.O., Man. 21. júní 1915. Það ber svo sjaldan við, að fréttir sjáist úr okkar afskekta plássi í blöðunum, að það er því líkast, sem við séum ekki til, að minsta kosti ekki í tölu starfandi manna. Þvi er þó ekki þannig varið, því við berj- umst hér fyrir tilverunni og fram- förunum, þó í smáum stil sé, rétt eins og önnur bygðarlög, sem af og til láta heyra frá sér. Sérstaklega sárnar okkur við blöðin okkar ís- enzku, bæði þegar skrásetningar fara fram eða kosningadagar eru auglýstir. Þá keppast þau við, að láta alla landa vita, hvar og hvenær slíkar athafnir fara fram; en þau fara ætíð fyrir ofan garð og neðan hjá okkur, — rétt eins og við vær- um ekki til. Að vísu fáum við oft- ast leiðbeiningar úr öðrum áttum í Franskir hermenn byggja kofa í Argonne skógum á Frakklandi. Framræsla er margvísleg og getur kostað mikið, að setja pípur neðan- jarðar. Það borgar sig aðeins þeg- ar land er í mjög háu verði. En til bráðabirgða gæti dugað, að grafa fáeina opna skurði með svo sem 100 feta millibili, og sjá til þess, að vatn geti ekki verið þar að staðaldri um nokkurn tíma ársins. í hvert skifti og rignir Ieysist upp saltið og þvæst lengra og lengra nið- ur i jörðu. Oss er alveg sama, hvað mikið salt er í jörðunni, ef vér að eins getum haldið því fyrir neðan rótarkerfið. En svo koma þurkarnir og þá verður að varna uppgufun. — Vatnið gufar upp í gegnum örmjóar pípur, líkt og olían fer upp gegnum kveikinn í lampanum. En vitaskuld fer saltið með og safnast svo ofan- jarðar. I Bókfregn. Ljóðmæli eftir Sigurð Jón Jó- hannesson í Winnipeg eru nýkomin út. Bókin er í 8 blaða broti, 168 bls. alls. Ilún er prentuð í prentsmiðju ó. S. Thorgeirssonar. Bókin er held- ur vel til fara i sniðuin. Talsverðar prentvillur; en þó ekki svo baga- legar, að þær valdi misskilningi les- endanna: I fyrsta kvæðinu öðru istefi stendur: “vér brjóstum þínum ólum á”; er þolsögn ólumst á. í næsta stefi er Atlants prentað At- lands; d er ekki til í því nafni. Á bls. 19 er: “hans hönd mig styrk réð stoð”; á að vera: stoða. í Ellirímu á bls. 21 byrjar kvæðið: "Áram tim- ans hleypur hjól” o.s.frv.; á að vera: “Áfram tímans hleypur hjól”. En þetta mega teljast smámunir einir, í bókum, sem prentaðar eru vestan hafs, yfir það heila tekið. Tuttugu ára reynzla á bak við BLUE MBBON Það þýðir að tegundin er einlægt jafn góð og skýrir það hversvegna eftirspurnin er stöðugt að aukast. Sendið auglýsingu þessa með 25 centum til Blue Ribbon Limited, Winnipeg, og yður verður send matreiðslubók. Er það bezta matreiðslu-bókin í Vestur-Canada. Skrifið nafn og utan- áskrift skýrt og greinilega. tæka tíð; en okkur finst þó sem is- lenzku blöðin mættu minnast okkar svo mikið, því blöðin kaupum við og lesum og að sjálfsögðu borgum skilvíslega. Eg sagði að við berðumst hér lít- ilsháttar fyrir framförum. Það er satt, að við höfum verið smástígir í framfaraáttina; þó sígur alt heldur hjá okkur þá leiðina en aftur á bak. Má til þess nefna að mörg dágóð. og nokkur ágæt íbúðarhús hafa hér verið bygð á seinni árum. Menn eru lítilsháttar farnir að eiga við jarð- rækt, þó í smáum stil og barndómi sé, enn sem komið er; en enginn efi er á, að innan fárra ára verða hér komnir víða myndarlegir akur- blettir. Því þó landið sé yfirleitt illa fallið til akuryrkju, þá er hér nægilega mikið af góðu landi, sem menn geta ræktað í fóðurbætir lianda skepnum sínum, í stað þess að kaupa alt að og flytja langan veg. Með samtökum og samvinnu hafa menn lagað svo vegi, að nú má víð- ast fara óhræddur, þar sem áður var nærri íifshætta mönnum og skepn- um. Þó þyrfti hér mikið meira að gjöra í þessa átt og verður eflaust gjört í nálægri framtíð. F'élagslíf hefir vcrið hér bæði lit- ið og dauft; en einnig í þessum efn- um virðist hugsunarhátturinn hjá okkur vera að færast í rétta átt; — menn eru farnir að finna og skilja, að með samvinnu og samtökum er hægt að koma því í verk, sem ein- staklingurinn fær ekki áorkað. Good Templar regla hefir verið hér starfandi um nokkur undanfar- in ár, og hefir nú nöfn mikils meiri hluta yngra fólksins og margra hinna eldri á nafnaskrá sinni. Lestr- arfélag var myndað hér fyrir rúm- lega þremur árum og á nú álitlegt bókasafn. — Siðastliðið haust var hér einnig myndaður söfnuður; en sá félagsskapur má heita aðeins ný- tekinn til starfa, því enginn prestur hefir verið fyrri en síra Jón Jóhann- esson frá Staðarstað, sem þjónar hér fimm söfnuðum beggja megin vatns- ins, og er fyrir stuttu kominn hing- að, — tók til starfa. Vonandi á þessi félagsskapur bjarta og fagra fram- tið fyrir höndum og ætti að geta orðið upphaf og vakning betri sam- vinnu og framfara í andleguin og veraldlegum efnum, en hingað til hefir átt sér stað. Þá get eg ekki leitt hjá mér, að minnast á stærsta sporið í fram- faraáttina, sem enn hefir verið tek- ið hér hjá okkur; enda þó það nái yfir stærra svæði en þessa bygð. — Að vísu er það mál skamt á veg kom- ið, og biður enn sem hvítvoðungur i reifuin eftir þroska og mætti til að tcljast sem starfandi félag. Það cr sem sé hugmynd sú, sem rétt ný- lega hefir verið hreyft opinberlega, eða á almennum fundi (við Nar- rows 19. þ. m.), að mynda smjör- gjörðarhús (Creamery) við Nar- rows, scm sé cign bænda og þeir starfræki. Er hugmyndin sú, að bygðirnar íslenzku beggja megin j við vatnið leggi saman og byggi I smjörgjörðarhúsið i félagi. Allir eru j sammála um, að þörfin cr brýn fyr- j ir fyrirtæki þetta; en eins og oft vill I verða, vill vantrúin og hræðslan við erfiðleikana hafa hönd i bagga og tefja fyrir. Þó er vonandi, að góð j samvinna og félagsskapur verði hér sterkustu öflin, þvi undir úrslitum þessa máls eru að miklu leyti komn- ir framtíðar möguleikar þessara bygða. Þann 5. þ. m. buðu þau merkis- lijónin Ingimundur og Valgerður Er- lendsson vinum og kunningjum sín- um heim, til að sitja afmælis- og brúðkaupsveizlu Margrétar dóttur sinnar, sem fyrir stuttu síðan gift- ist Mr. Jóni Thorstenssyni, sem dval- ið hefir hér í bygðinni nú í nærri tvö ár. Sátu boð þetta bygðarmenn nær allir, ungir og gamlir, og auk þess æði margir úr nærliggjaiuli sveitum. Var veizla þessi i alla staði hin rausnarlegasta, og þrátt fyrir ömurlegt veður skemtu menn sér ágætlega, við ræðuhöld, söng, dans og leiki fram á morgun næsta dag. Fyrir minni hinna ungu, efnilegu og vinsælu brúðhjóna mæltu þau Mrs. Helga Bjarnason og Mr. Svein- björn Kjartansson; og hin fyrnefnda flutti þeim kvæði það, sem hér birt- ist (á öðrum stað í blaðinu). Er eg viss um, að allir hafa af heilum hug tekið undir liamingjuóskir þær, er þau fluttu brúðhjónunum. Eg sé, að linur þessar eru nú orðnar svo margar, að eg álít tíma til kominn, að láta hér staðar num- ið að sinni. J. Sérstök kostabotS á, innanhúss munum. KomiíJ til okkar fyrst, þiT5 munit5 ekki þurfa at5 fara lengra. Starlight New and Second Hand Furniture Co. 503—503 ÍVOTRE DAME AVENUE. Tnlsími (jíarry 3H84. 1 fyrri striBum voru hermennirnir léttbúnir og sváfu I tjöldum. En nú ! berjast menn I gröfum og skuröum og þurfa mikiti og lengi ati grafa og ! byggja sér þvi varanlegrl skýll. I Þegar þú þarfnast bygginga efni eða eldiviS D. D. Wood & Sons. Limited Verzla með sand, möl, mulin stein, kalk, stein, lime, “Hardwall and Wood Fibre” plastur, brendir tígulsteinar, eldaðar pípur, sand steypu steinar, “Gips” rennustokkar, “Drain tile,” harð og lin kol, eldivið og fl. Talsími: Garry 2620 eða 3842 Skrifstofa: Horni Ross og Arlington St.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.