Heimskringla - 08.07.1915, Blaðsíða 4

Heimskringla - 08.07.1915, Blaðsíða 4
BLS. 4 HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 8. JÚLÍ 1915. Heimskringla (StofnnS 1886) Kemur út á hverjum fimtudegl. útgefendur og eigendur: THE VIKING PRESS, LTD. VertS blatislns i Canada og Bandarikjunum $2.00 um árltS (fyrirfram borgats) Sent til Islands $2.00 (fyrlrfram borgaS) Allar borganir sendlst rábs- mannl blatSsins. Póst etSa banka ávlsanir stýlist til The Viking Press, Ltd. Ritstjóri: M. J. SKAPTASON RátSsmat5ur: H. B. SKAPTASON Skrifstofa. 729 Sherbrooke Street, Winnipeg Boz 3171 Taislml Garry 4110 Flokksþing Konservatíva. AJdrei fyrri, i þessi nœr 30 ár síö- an vér komum til lands þessa, hafa konservatívar í fylki þessu fengið annað eins tækifæri og nú. Tækifæri til þess, að láta gott af sér leiða, ■— til að bæta um það, sem mönnum hefir þótt miður fara; — til þess að vinna að velferð fylkisins og sinni eigin; —til þess að kasta hurtu öllu því, sem óhreint er og margir hafa séð og fallið illa; en ekki getað við ráðið. Nú er tækifæri til að sýna, að menn hafi hreinar hendur; — að mönnum sé ant um það, sem hátt er og göfugt; ant um hina sönnu vel- ferð fylkisbúa. — Nú er tækifærið til að sýna, hverjum velferðarmál- um menn vilja fram fylgja, velferð- armálum lands og þjóðar. Því að nú skal grunninn leggja undir mál þau, sem vér viljum fram fylgja í kom- andi framtið, og ekki einungis ræða um það, heldur hvernig þeim skuli framfylgt. Það er stefnan öll, sem hér skal um ræða, og menn þá, sem merkið skuli bera; um mennina eða fyrst og fremst manninn, sem vér viljum fylgja í heiðarlegri baráttu,— baráttu, þar sem verkin og hugsan- irnar þoli sólarinnar ljós; baráttu fyrir landsins heill og velferð vorri og eftirkomenda vorra; — haráttu fyrir öllu því, sem er heiðarlegt og hreint og lyftir oss upp á við. Bar- áttu fyrir öllu því, sem eftirkomend- ur vorir geta glaðir og ánægðir hald- ið fram og verið oss þakklátir fyrir að hafa barist fyrir; því að í þessu fremur en flestu öðru megum vér ekki einungis líta til eigin hags- muna vorra, hvað oss sjálfum sé fyr- ir beztu í bráðina, — heldur verðum vér að hugsa um þá, sem á eftir oss koma, og hann er furðu langur og breiður halinn sá. Þetta er svo mikið vandamál, að vér verðum að leggja oss alla fram, — alt það bezta og hreinasta, sem i oss er til, og fá hina beztu og hrein- ustu menn til að fylgja fram þess- um málum. Ef að vér ekki gjörum það, þá eru óhöppin vís. Þau eiga þar æfinlega heima, sem óheilt er fyrir. Og vér megum sjálfum oss um kenna, ef að nú fer illa; og eftir- komendur vorir munu nú til þess vitna, ef að vér leggjuin nú grunn- inn þann, sem ekki er ábyggjandi. Hið fyrsta skilyrðið er, að alt sé hreint, sem vér gjörum; að vér út- rýmum öllu því hinu óheiðarlega, sem fylkisbúar og þjóðin er sökuð um. Það skiftir litlu, hvort cin eða önnur ákæra er sönn eða ósönn, — vér verðum að hreinsa oss af öllum grun. Það skiftir litlu, hvort vér sjáum flís í auga bróður vors; vér verðum að hreinsa oss sjálfa af öll- um flísum og bjálkum. Það grefur illa undir þeim meðan þeir sitja fastir í holdi eða augum. Hið annað skilyrði er, að alt sé gjört af skynsemi og viti: að vér sjáum og skynjum, að vér munum geta haldið fram málum þeim, sem vér tökum fyrir og fylgt mönnum þeim, sem vér tökum til forustu. — Að litlu gagni var Kjartani brandur- nn, er honum mest lág á. Hann var svo deigur, að hann varð að rétta hann við fót sér milli högganna, og dugði þó ekki. Hið þriðja er, að vinna alt, sem vér nú gjörum, með það fyrir aug- um, að það verði ekki einungis sjálf- nm oss, heldur fylkinu og eftirkom- endum vorum til heilla og velferð- ar; að það samsvari stefnu og anda tímans, sem nú stendur yfir og er að fara í hönd; að það miði til þrosk- unar upp á við en ekki niður á við. Komið því sem flestir konserva- tívar og litið eftir málum, hvernig þeim er haldið fram, og'leggið fram yðar skerf, að sem bezt fari og mest sé um vandað. — Ekki verðið þér kvaddir til fundar þessa næsta ár eða annað. Nú er tækifærið eða ald- rei, hvað yður snertir. Og ekkert getið þér um kvartað, ef að þér nú sitjið heima! Kaupin og brallið. Ennþá standa nefndirnar yfir báðar og yfirheyra hvern af öðrum, og einlægt kemur fyrir nýtt og nýtt. En engan dóm viljum vér á leggja. Vér ætlum það sé full-erfitt fyrir menn þá, sem yfir þessu liggaj og í- grunda dag eftir dag, að leggja jiar nokkurn úrskurð á; og þá öllu frem- ur fyrir þá, sem fyrir utan þetta standa, og aðeins krafsa í þessar löngu yfirheyrslur, sein menn sjá í blöðunum á hverjum degi. En eitt er það, sem oss þykir undarlegt við þetta alt saman; en það er álit ipanna yfir höfuð á þess- um býttum stjórnanna, að þvi leyti, sem þau snerta sakir þingmanna, og sem nefnt er “saw off”. Þegar kjós- endur einn eða fleiri í kjördæmi ein- hverju hefja sök á hendur þing- manni þeim, sem kosningu hefir náð, og bera það á hann, að hann sé ólöglega kosinn; að ýmsuin ólög- legum aðferðum hafi verið beitt við kosningu hans, og þess yegna hafi hann ekki rétt til þess, að vera full- trúi þeirra á þingi. En þeir hafi aft- ur rétt til þess, að kjósa sér annan fulltrúa. Oss kemur ekki til hugar, að beina þessu að neinum einstökum manni, og ekki heldur að neita því, að þetta geti verið lögum samkvæmt; því vér höfum séð það haft eftir hverjum á eftir öðrum í blöðunum, að þetta sé algjörlega saklaust og vanalegt og tilhlýðilegt (innocent, usual and proper). — En það er erf- itt, að koma þessu inn í vort kant- aða höfuð. Hér eru málsaðilar tveir: Kjós- endur svo og svo margir á aðra hlið og þingmaður einn á hina. Að kosn- ingu afstaðinni koma svo og svo margir kjósendur fram og ásaka hinn kosna þingmann um það, að hann sé ranglega kosinn fulltrúi þeirra. Þeir heimta því, að þeir fái að njóta réttar síns að kjósa aftur, — fái þeir það ekki, segjast þeir vera lögum ræntir. Þeir séu sviftir réttinum að fá að greiða atkvæði með sínum manni. Málsókn er byrj- uð og við það situr um hríð. En nú eru ólögin eða lagabrotin svo mörg, að í fylki einu eru höfð- uð mál á inóti einum fjórða, einum jriðja eða helming þingmanna. Stór- mikill fjöldi manna segir að þeir séu ólöglega kosnir og hafi ekki rétt til að fjalla um mál manna. En þá koma þessi býtti. Þá koma flokkarnir til greina. Það eru t. d. 5 sakbornir af öðrum flokknum, en 8 af hinum. Þá er jafnað saman þessum 5 og teknir móti þeim 5 af þessum 8, og slept öllum sökunum, nema 3 af þessum flokknum, sem fleiri menn átti undir sökum. Það kann að vera einhver jöfnuð- ur þetta; og það kann að vera lögum samkvæmt, — vér vitum ekkert um það. En þarna eru kjósendur þeir ekki aðspurðir, sem málin höfðuðu og kváðust órétti bornir. Þeir hefðu kannske aldrei slept sökunum ó- neyddir. Og annað: Ef að það er rétt, að höfða mál á móti einum eða öðrum, þá hlýtur það að vera jafnrétt að fylgja því fram. Sé farið að útbýta réttvísinnni í slumpum, þá minkar virðing manna fyrir henni. Eins og ekki má hafa kosningar fyrir fjár- plóg, eins má ekki hafa þær fyrir leikfang. Það hlýtur að hvíla helgi yfir öll- um eignarrétti, hvort sem það er at- kvæði eða annað. Annars er þessi eign lítils eða einskis virði. Og eins og ekki má selja atkvæðin, eins ætti ekki heldur að vera leyfilegt að býtta þeim. Það væri að býtta mönnunum sem gripum einhverj- um. Vér erum þó ekki að halda því fram, að þetta sé að brjóta lögin; en vér ætlum það ekki vera siðferðis- lega rétt, og að það valdi meiri og minni siðspillingu hjá alþýðu, — þegar þá þar við bætist, að einlægt síðan vér komum hingað, hafa ein- staklingar aðrir en þingmenn nærri i hverjum kosningum verið teknir fastir fyrir lagabrot, hafðir i gæzlu fram yfir kosningar, en slept svo þegar kosningar eru um garð gengn- ar. Þetta hefir gengið svo langt, að menn hafa farið að brosa að þessu. En slíkt teljum vér ekki rétt. Þetta er ilt fyrir alla, ekki sízt þá, sem vilja lögin í virðingu hafa, og sem minst á móti þeim brjóta. Islendingadags-fréttir. íslendingadagsnefndin hefir haft átta fundi, og er að undirbúa hátíða- haldið með miklum áhuga, og hinar ýmsu aukanefndir hennar vinna kappsamlega. Hefir Iþróttanefndin fund í viku hverri og hefir nærfelt gjört fullnaðar ráðstafanir viðvíkj- andi íþróttasýningunum. Prógrams- nefndin liggur heldur ekki á liði sínu. Hefir hún gjört ráðstafanir til að fá helztu ræðuskörunga þjóð- flokks vors hér vestra til þess að tala fyrir minnum á hinum mikla há- tíðisdegi; og beztu skáldanna vorra hefir verið leitað til að kveða sem snjallast deginum til heiðurs. -Nefnd hefir verið kosin til að fá niðursett fargjald handa gestum, er til hátíðarinnar sækja; og er búist við að fargjaldsafsláttur sá verði veittur, svo sem verið hefir hin síð- uslu árin, og að hann jafngildi af- slætti fargjalda um sýningarleytið. Verður síðar gjörð ítarleg grein fyr- ir honum. * * * Þá er þess að geta ,að íslendinga- dagsnefndin hefir boðið einum allra mætasta manni íslenzku þjóðarinnar hingað vestur, til að vera viðstaddd- an hátíðahaldið. Maðurinn er fyr- verandi ráðherra Hannes Hafstein. Svar frá honum er enn ekki komið; en einlæg von manna er, að hann sjái sér fært að verða við boðinu.— Slíkum gesti mundum vér allir fagna. ¥ # * Söngflokk er verið að æfa, sem skemta á með íslenzkum söngvum á hátíðinni. Honum stjórnar Brynj- ólfur Þorláksson söngkennari. Má búast við góðri skemtun þaðan. * * * Iþróttafélagið “Víkingur” æfir sig kappsamlega. Sama er að frétta frá Grettis-mönnum að Lundar og Sel- kirkingum. Má eiga von á snarpri samkepni milli þessara þriggja i- þróttafélaga. öli vilja þau hremma Oddson-skjöldinn. Víkingar héldu honum einu sinni og nú hafa Grett- is menn hann. Selkirkingar eru von góðir. Ekki er unt að segja um það, hverjir hreppa munu hnossið, en að því dregur þó. — “Vopnaþrá nær vaxa fer við skulum sjá hver skjöldinn ber” * * * Þá verður samkepnin um Skúla IJanssons bikarinn ekki minni. Bik- ar þessi, sem er einn sá allra vand- aðasti íþróttavinningur í Canada, sannnefnt listasmíði, hefir verið unninn tvö undanfarin sumur af Magnúsi Kelly frá Selkirk; en nú er Magnús Iamaður í fæti og litlar lik- ur til, að hann geti þreytt um bik- arinn að þessu sinni. Bikar þenna hreppir sá, er flesta vinninga hefir til sins ágætis, þegar íþróttasam- kepnnni lýkur. Þá er beltið Hannessonsnautur.— Hreppir það bezti glímukappinn, og hefir það núna í tvígang verið unn- ið af Guðmundi Stefánssyni, fyrr- um glímukong Austur-íslendinga. — Margur girnist gripinn, en ekki er hann auðsóttur í greipar Guðmundi. * * * Verðlaunapeningar verða sem áð- ur veittir þeim, sem skara fram úr óðrum í hverri íþrótt um sig. Að þessu sinni verða þessar medaliur sannkallað listasmíði, og allmjög frábrugðnar þeim, sem áður hafa verið veittar. Gjörðin er ný og eru þær tilbúnar af landa vorum Egg- ert Féldsted, sem talinn er að vera einn af allra fremstu listamönnum í leturgreftri og gullstáss-smíði. Á þessa nýju verðlaunapeninga verða bæði brezki og íslenzki fáninn grafnir í réttum litum; ennfremur minjar dagsins; nafn þeirra iþrótta, sem þeir veitast fyrir, og svo siðar nafn sigurvegarans. — Verðlauna- peningarnir verða sem áður þrens konar: úr gulli, silfri og bronze, og veitast þremur þeim beztu í hverri þeirri íþrótt, sem um er kept undir umsjón Manitoba Amateur Athletic Association; svo og fyrir íslenzku glimurnar, en þær koma ekki undir dómssvið íþróttasambandsins. * * * í ráði er, að stúlkur leiki base- ball á fslendingadaginn, þ. e. a. s. ef þrír flokkar fást. Tveir hafa þeg- ar boðið sig fram. — Allar upplýs- ingar hér að lútandi gefur herra Ar- inbjörn S. Bardal. — Munið það, stúlkur góðar! • * * Viðvikjandí islenzku glímunum samþykti íþróttanefndin svohljóð- andi tillögu á síðasta fundi sínum: Flokksþing Konservatíva í Winnipeg 14. júlí. 0r öl!u Manitoba-fylki eru nú konservatívar kvaddir til þess að mæta á fylkis-flokksþingi konservatíva, sem haldið verður í Coliseum byggingunni, Fort Street, Winnipeg, mið- vikudag og fimtudag í næstu viku, 14. og 15. júlí. Fundur- inn er kvaddur af öllum hinum 49 forsetum hinna konserva- tívu félaga fylkisins. Hinn 16. júní síðastliðinn mættu forsetar félaganna í Winnipeg og tiltóku þá stað og tíma, er flokksþing þetta skyldi haldast, og kváðu á, hverjir aðgang hefðu og hvernig honum skyldi haga. Allir konservatívar mega þangað koma. En allir verða þeir að hafa skýrteini frá forsetum félaganna út um fylkið. Og hver, sem taka vill þátt í umræðum, ætti að æskja þess af forseta félagsins í sínu kjördæmi. Hafa forsetunum verið send eyðublöð næg til bónar þeirrar. Hvert kjördæmi hefir 5 atkvæði á fundinum, og ákveð- ur kjördæmið sjálft, hverjir sinna manna skuli atkvæði þessi greiða, á íundum heima hjá sér. Hið sama gildir um hin þrjú kjördæmi í Winnipeg. 1. Fundurinn samþykkir, að fyrir íslenzka glímu skulu gefin stig (points), sem fyrir aðrar íþrótt- ir, og að fern verðlaun skuli gef- in, þrjú fyrir afburði (fyrstu, önnur og þriðju) og ein fyrstu verðlaun fyrir fegurðarglímu. 2. í öðru lagi, að glíman fari fram samkvæmt allsherjarreglum um íslenzka glímu, er öðluðust gildi á Islandi í júnimánuði 1913. 3. Að félögum heiinilist, að senda svo marga þátttakendur í glím- unni sem þeim þóknast. * ¥ ¥ Tvenns konar nýjar íþrótttir verða reyndar á þessari hátíð. Er önnur að þeyta kastskífum (discus); en hin er nefnd á hérlendu máli: Low Hurdles, og má skaparinn einn vita, hvað það má kalla á voru máli. — Aftur í ráði að sleppa einnar mílu kappgöngu og svo lóðkasti, sem hvorutvegja hefir verið um hönd haft tvö undangengin sumur. Einnig á að afnema kapphlaup feitra manna, þ.e.a.s. þeirra, sem eru yfir 200 pund á þyngd; en í þess stað kemur kapphlaup fyrir karl- menn, sem komnir eru yfir hálfrar aldar skeið. Ný nefnd er nú þegar að búa út grundvallaratriði nýrr- ar stefnuskrár fyrir konservatíve flokkinn, sem lögð verða fyrir fundinn til þess að ræða þau, breyta þeim, bæta þau og samþykkja. Fundur þessi er ákaflega þýðingarmikill. Hann á að ákveða stefnu konservatíva flokksins í Manitoba fyrir kom- andi tíma; — fiokks þess, sem nú er foringjalaus og hrak- inn frá völdum og fullri hluttöku í máium þeim, sem kjós- endurnir fólu þeim að gæta. Þeir flokksmenn konservatíva, sem kvatt hafa til fund- ar þessa, hafa þar með sýnt það, að þeir eru algjöriega ó- háðir “klíkum’ ölium eða stjórnarvöldum; og undir því er nú komin framtíð flokksins í fylki þessu, meira en nokkru öðru, hver útkoman verður á fundi þessum, og hversu heilia- ríkar, framsýnar og réttlátar verða þar tillögur og samþykt- ir manna. Þarna á fundi þessum fá menn því fyrst og -fremst tæki- færi til þess að hafa áhrif á stefnu flokksins um langan tíma, og það er miklu meira, því að það er siðferðisleg skylda hvers konservatíva — við fyikið og ríkið og flokkinn og sveit sína og ættmenn og framtíð þeirra alla að mæta þar og leggja fram ráðin dýr og tillögur hollar, sem að góðu verði flokk þessum og fylkisbúum öllum. Gjört verður það, sem hægt er, til að fá fargjöld niður- sett á fundinn, á ölium járnbrautum fyikisins, og verður þess að iíkindum getið í skýrteinum forsetanna. Frekari upplýsingar fást hjá járnbrautarþjónum og for- setum félagsins í kjördæmi hverju. — Vér treystum því, að menn með áhuga fyrir málum fylkis og þjóðar sæki fund þenna úr hverju kjördæmi fylkisins. NEFNDIN. * * * En feitar konur fá að reyna sig að hlaupa sem áður. Það er alt af gaman að þeim, blessuðum! • • • Já, lagsmaður; það verður margt á seiði úti í sýningargarði á íslend- ingadaginn næstkomandi. Þú miss- ir mikið, ef þú situr heima. Komdu, laxi, og hafðu mcð þér konuna og alla krakkana; og eigir þú þá cnga, þá kemurðu þó alténd með konuna, því ekki má hún sitja heirna. — Og sértu ókvæntur, hafðu kærustuna með þér, og eigurðu enga, þá fastn- aðu þér eina í skyndi, — til þess er nægur timi; — en farnist þér nú samt svo hraparlega, að þú getir þér enga fastnað. þá komdu að minsta kosti sjálfur. Á það reiðir nefndin sig í öllu falli. Munið eftir lslendingadeginum! Nefndin. Eimskipafélagið. Hr. Árni Eggertsson hefir fengið bréf frá Sveini Björnssyni um það, að lögin, sem samþykt voru af al- þingi í súmar sem leið, er heimila að tveir Vestur-íslendingar eigi sæti í stjórn Eimskipafélagsins, hafi ver- ið undirskrifuð af konungi 30. nóv. 1914. íslenzku blöðin hafa ekki getið um þetta, og enginn vissi það hér; og menn þeir, sem hluti keyptu hér í Ameríku í Eimskipafélagi lslands, gátu ekki kosið menn héðan í nefnd- ina, til þess að lita eftir hlutum sín- um og taka þátt í stjórn félagsins fyrir þeirra hönd. Þetta þótti mörg- uin leitt, og kvað svo mikið að ó- hug þessum, að margir hafa dregið að bórga hluti sína einmitt fyrir þetta. En nú skrifaði hr. Árni Eggerts- on hr. Sveini Björnssyni ítarlega um þetta og fékk það svar, að lögin, sem samþykt voru á síðasta þingi um þetta, hefðu verið samþykt og undirskrifuð af konungi í haust er leið, eða 30. nóvember. En þá lét svo hátt í íslenzkum blöðum út af viðtökum íslendinga í Danmörku og rieitun mála þeirra, er þeir báru þar fram, að allir gleymdu þessu og eng- in blöð gátu um það. Nú er þvi öðru máli að gegna með hlutina í Eimskipafélaginu, þegar íslendingar hér að vestan geta verið í nefndinni og tekið þátt í stjórn félagsins. Þetta hefir ákaflega mikla þýðingu, það geta menn séð undir eins. Og þó að menn ekki hafi vitað þetta fyrri en nú, þá ættu menn að nota það hið fyrsta. Og svo er enginn efi á því, að nú verð- ur margur maðurinn fúsari til að styrkja þetta velferðarmál, þegar mesti gallinn á máli þessu er nú hurtu numinn. Og líta mega menn til þess, að það er hr. Árni Eggertsson, sem fyrstur grefur þetta upp og sýnir með því, hve mikinn áhuga hann hefir á mál- inu. Fjárhagur Austurríkis og Þýzkalands. Bankastjóri einn, sem hvorugum fylgir, kom til London nýlega frr Vínarborg, og sagðist honum frá fjárhag þeirra félaganpa á þessa leið: — í Austurríki er reyndar nóg af peningum sem stendur; það er að segja: bréfpeningum, silfri og nic- kel peningum. 1 því ríki hafa nú verið settir í veltu $1,500,000,000 — ein billíón og fimm hundruð millí- ónir dollara. En gullið, sem stend- ur á bak við þetta, og peningaupp- hæð þessi hefir verið gefin út á, — hefir minkað úr $350,000,000 ofan í $150,000,000. Gull er ekki notað nema til að kaupa matvæli og her- gögn frá öðrum þjóðum. I Þegar Rússar héldu Karpathú- skörðunum og voru að byrja að fara ofan á slétturnar, þá fóru menn úr höfuðborg Ungarns Budapest, að líta sér eftir bústöðum suður í Kroatin, og þá var ekki hægt að fá gull út á bréfpeninga Austurrikis, nema með þvi að borga 40 cent á hvern dollar, í Rúmeniu, Svissaralandi eða öðr- um löndum. En þegar Rússar urðu undan að halda, skánaði þetta, svo ckki þurfti að borga nema 20 cent á hvern dollar. Ef að ófriðurinn hætti nú þegar og friður yrði saminn á morgun, þá væri þrotabú hjá Austurríkismörn- um. Ríkið gæti í hæsta lagi borgað skuldunautum sínum 11 prósent, — fráleitt meira. Sama þrotabúið yrði hjá Þjóðverj- um. En það yrði þó ögn skárra. Þeir gætu kannske borgað 15—16 cents af dollar hverjum, sem þeir skulduðu.------ . En það, sem riki þessi hugga sig við og lifa í voninni um er það, að þau muni skrúfa fáheyrða tölu bill- íóna dollara af óvinum sínum, er þeir semja friðinn, og með þeim auð- æfum ætla þeir að borga allar sínar skuldir og vera stórríkir eftir. Fáðu þér land til eignar IlOIlfÍIST A 20 ÁRUM ef ]>A vilt. liiuulift ]>Ik og klæíí- ir «K' borsnr fyrir mík Mjfilft um leitj. Feykimikift fliemi nf fyrirtnkM frjrt- Nömii Inndl er til möíii f VeMtur-Cnnndn fyrir Iftjft verö meft kóöiiiii Mkilmfilum» ]>ettu frfi $10 til $HO ekrnn A lnTnaftnr- löndiim ]>nr Mem nÖKnr eru rÍKniiiKiir ok Aveltiiliindin $00 ekran.)SkilmAlnri Flnn tuttiiKiiMti nf veröinu liorKÍMt öt I hönd, hitt A 20 Arum. f AveltuMvelt- um mA fA lAn upp A liyKKÍnKiir upp tli $2000, er einnÍK boriclMt A 20 Arum. IielKiin A lAni þvl er nöein.M 0 per cent. Nfl er tiekifieritf n» luetn viS mík löml- iim hiniim nceMtu eön ðtveKn ]>nu hnndn vlnum Mínum or nAKrönniim. Freknrl upPlýMÍnsrnr fAMt hjA F. W. RUSSKLL - - Lnnd \Rent Dept. of Nnturnl IleMourceM, C.P.R. DKSK 30, C.P.R. DEI’OT - WINNIPEG

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.