Heimskringla - 08.07.1915, Side 6

Heimskringla - 08.07.1915, Side 6
BLS. 6 HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 8. JÚLÍ 1915. Hver var hún?— ‘Eg ætla af5 segja ykkur nokkuð, börnin min’, sagSi hann. ‘Þegar eg er dáinn heimsækja ykkur sorg ir og þjáningar. Eg vildi að eg mætt lifa ögn lengur. Það er voðaleg hætta, sem yfir ykkur vofir’. Þau héldu að bann talaði óráð. Helen kraup við rúmið og tók aðra köidu hendina hans i sínar heitu hendur. ‘Gjörðu þér engan kvíða okkar.vegna, kæri fóstri minu. Guð vakir yfir okkur og veitir okkur Ronald gæfu’, sagði hún blíðlega. Jarlinn strauk hendinni um höfuð hennar og sagði rólegur. ‘Eg á cnn eftir að lifa nokkrar stundir; en eg verð að tala á meðan eg get það. Þegar eg er dáinn, Helen, mun faðir þinn gjöra boð eftir þér og biðja þig að koma til sín og vera hjá sér. Hann hefir samþykt giftingu ykkar Ronalds, sem eg óska að fari fram að ári liðnu. Þó eg geti ekki verið viðstaddur giftinguna, skal blessun mín fylgja ykkur’. ‘Faðir ininn hefir aldrei sýnt að honum þykji hið minsta vænt um mig’, sagði Helen. ‘Þegar móðir mín dó og skildi mér eftir hinn mikla auð, urðuð þér fjár- ráðamaður minn. Máske faðir minn sendi aldrei eftir mér’. Þá verður þú kyr hérna ásamt kenslukonu þinni, og Ronald getur verið á ferðalagi eitt ár, eða hvar sem hann vill’, sagði jarlinn. ‘En faðir þinn er fátækur og þú rik. Eignir hans eru veðsettar. Það eru því miklar likur til þgss, að hann kalli þig heim. En komi eitthvað fyrir, sem sviftir Ronald jarlsnafninu og ætt- aróðalinu, þá verður lávarður Clair einn af hans verstu óvinum’. Jarlinn settist svo snögglega upp i rúminu, að Helen varð hrædd. , ‘Hvað er nú að, lávarður minn?’ spurði hún. ‘Eg vildi að eg hefði samið erfðaskrá. Eg hefi ver- ið flón að vera ekki búinn að því. Sendu strax eftir löginanni mínum, Ronald. Augnabliks töf getur gjört ykkur bæði ógæfusöm. Hringdu!’ Ronald hringdi og þjónn kom inn. ‘Sendu mann á bezta hestinuin eftir Hart lögmanni minum. Ilann verður að koma strax’. Þjónninn fór. Jarlinn sat upp við olnboga og hlustaði, unz hann heyrði jódyninn, þá lagði hann sig niður á koddann. ‘Eg lifi þangað til á morgun’, sagði hann. “Har- ton kemur i seinasta lagi að þremur stundum liðnum, svo eg get enn komið öllu í gott horf. En sú hætta, sem eg hefi gleymt! En eg hefi nægan tíma enn! Guði sé Iof!’ ‘Ætlarðu að láta skrifa erfðaskrá?’ spurði Ronald hissa. ‘Já — já’. ‘En ættaróðalið tilheyrir þeim, sem erfir nafnbót- ina, er það ekki?’ ‘Jú, það fylgir nafnbótinni. En eg á líka aðrar eignir, sem eg má ráðstafa. Ég ætla að semja erfða- skrá í kveld, svo þú hljótir þær eignir. Ef eitthvað kæini fyrir, Ronald, þá hefðir þú engar tekjur, nema af hinum litla arfi móður þinnar; þú yrðir þá fátæk- ur og mistir Helenu líka. Lif tveggja persóna yrði þá eyðilagt fyrir hirðuleysi mitt. En guð er miskunnsam- ur. Erfðaskráin verður nógu snemma búin’. ‘En, afi, hvað er það, sem getur svift mig Helenu og nafnbótinni?’ ‘Heimkoma Odos’, hvíslaði jarlinn. Lávarður Ronald hrökk við. ‘En hann er dauður og kemur aldrei aftur’. Gamli maðurinn hristi höfuðið. ‘Þú trúir því að hann sé dauður, og eg hefi líka trúað því þangað til núna. En setjuin svo að hann lifi og komi aftur?’ ‘Ómögulegt —’. ‘Eg hefi líka haldið það þangað til núna. Og þó, Ronald, — ef hann lifir enn?’ Geðshræringin, sem jarlinn nú var í, eyddi kröft- um hans. Ronald bað hann að vera rólegan, og sömu- leiðis Helen. ' ‘Lávarður minn’, sagði hún huggandi, ‘verið þér rólegur; geðshræringin veikir yður’. ‘Ronald’, sagði jarlinn; ‘ef að Odo Charlton lifir, þá rekur hann þig i burtu af þessu heimili, sem þú hef- ir skoðað sem þitt eigið; hann mun hata þig einsog hann hataði föður þinn, og reyna að eyðileggja þig. QJÖF Fyrir óákveðinn tíma á fólk völ á að fá einn árgang af Heimskringlu fyrir $2.00, og eitt eintak af stríðskorti norðuráifunnar, og þrjár Heimskringlu sögur gefins með. StrítSskortUS er nautSsynlegt hverjum sem vtll fylgjast metS vitSburt5um í þeim stórkostlega bar- daga sem nú stendur yfir í Evrópu. Elnnig er prentati aftan 4 hvert kort upplýsingar um hlnar ýmsu þjótSir sem þar eiga hlut atS máll, svo sem stært5 og fólksfjöldi landanna, herstyrkur þjótSanna samanburt5ur 4 herflotum og loftsklpaflotum, og ýmlslegt annatS. Stríðskortið fæst nú til kaups á skrif- stofu félagsins fyrir 35 cent SKRA YPIR HEIMSKRISCLII PREMÍTJR. Bró?5urdóttlr Amtmannslns_ 275c. ÆttareinkennltS ___________ 35c. Dolores ................ 3,%c. Sylvia.................. 25c. Lára _____________________25 c. Jón og Lára................ 25c. LJósavört5urinn __________ 35c. StrlÓskort Noróurálfunnpr-35c. The Viking Press, 729 Sherbrooke St. Lfd. Talsími Garry 4110 P.O.Box 3171 Hann er jafn undirförull og höggormur og eins grimm- ur og tígrisdýr. Sendu boð eftir Harton; máske eitt- hvað hafi tafið fyrir hinum boðberanum. Ef Harton væri hér nú —’. Ilann þagnaði því fyrir utan dyrnar heyrðist há- vær^ samtal og þektist rödd þjónsins glögglega; dyrn- ar að svefnherberginu voru opnaðar og i þeim stóð maður og horfði inn. Jarlinn, Ronald og Ilelen litu öll á hann. Það var hár, fremur magur en þreklegur maður, miðaldra; hörundsdökkur, með hrafnsvart hár, dökk og griinm augu og afarstóran munn, sem brosti háðs- lega. Útlit hans var viðbjóðslegt. Helen varð hrædd og hopaði á hæl, en Ronald benti honum að fara. Jarlinn opnaði augun, hljóðaði og hrópaði: ‘Odo! Það er Odo!’ Gesturinn gekk hægt inn í herbergið, hneigði sig og brosti ilskulcga. ‘Já, eg er Odo’, sagði hann kuldalega; en í rómn- um fólst sigurhrós. ‘Kominn heim aftur eftir 20 ár. Kominn heim til að taka við stöðu minni sem erfingi þinn, lávarður. Kominn heim að lokum’. Þegar jarlnn heyrði röddina, hvarf efi hans um hver gesturinn var; hann stökk á fætur ineð háværu orgi og datt svo niður — dauður. 2. KAPITULI. A torveldum vegi. Vestur í Yorkshire, á stórri, skóglausri sléttu, stóð og stendur enn skuggalcgt, veðurbitið hús. Það er býsna stórt, bygt úr rauðum múrsteini, með hátt, bratt þak, sem er sjaldséð utan Frakklands; með 3 kvist- gluggum hvern upp af öðrum. Hús þetta var bygt snemma á þessari öld af frönsk- um flóttamanni, Raquet að nafni. Þegar stjórnarskifti urðu á ættlandi hans, fór hann heim aftur; en húsið, sem hann seldi enskum manni, var ávalt kallað Racket Hali. Morguninn eftir að Odo Charlton kom heim, sat maður í bókaherberginu i Racket Hall og horfði ýmist á sléttuna úti fyrir eða unga stúlku, sem var á gangi í jurtagarðinum. Maðurinn hét Nesbit, hafði búið þarna í 20 ár og gætt eignarinnar. Hann var orðinn gamall og ósjálfbjarga, þrætukær, sjálfselskur og ávalt i illu skapi. ‘Edda, heyrðu Edda!’ kallaði hann. Þcgar stúlkan í garðinum heyrði hann kalla, sneri hún sér við og valhoppaði heim að húsinu. Hún var yfirburða fríð sýnum og fallega vaxin, með dökt hár: augun fögur og viðmótið aðlaðandi. Hún hljóp glaðlega inn um opnar dyrnar og kall aði með hreimfagurri rödd: ‘Nú, hvað er að‘ frændi? Klæjar þig í stórutánni þinni? Hefurðu sting í síðunni eða verk í bakinu? Á eg að færa þér te eða plástur?’ ‘ó, taugarnar mínar’, tautaði Nesbit. ‘Þetta er öll sú meðaumkvun, sem þú hefir með þjáningum minum, óþakkláta stúlka’. ‘Ef þér líður illa, frændi, þá þykir mér það slæmt’ sagði hún hreinskilnislega. ‘En þú veizt, að þú hefir svo oft gjört mér óróa með ímynduðum veikindum. — Hvað get eg gjört fyrir þig, frændi?’ ‘Ekkert!’ hvæsti Nesbitt. ‘Talaðu lægra; tauga- kerfi niitt er svo smágjört, að enginn vanalegur maður skilur það. Talaðu nú fallega, Edda; eg kallaði á þig til að segja þér nokkuð.' Seztu’. Edda settist og horfði fast á hann. ‘Horfðu ekki á mig, Edda; mér fellur það ekki. Hlustaðu á það, sem eg ætla að segja, og gakk þú svo hæg og róleg inn i þitt herbergi. ó, vesalings höfuðið mitt! Gefðu mér ilmflöskuna mína’. Edda fékk honuin hana. Hann eins og hrestist, en stundi eins og píslarvottur. ‘Eg er við því búin að heyra frásögu þína’, sagði Edda. ‘Máske eg geti gizkað á, hver hún er og sparað þér ómak. Þér hefir ef til vill ekki líkað morgunverð- urinn’. Nesbit leit til hennar í vondu skapi og sagði svo: ‘Eg ætla ekk oftar að gefa þér tækifæri til að hæð- ast að mér, af því eg er veikur. Enginn skilur mig og enginn hefir nokkru sinni skilið mig. Sittu kyr, Edda, og vertu ekki óróleg’. ‘Hverjir eru þessir ljótu menn frammi í eldhús- inu?’ spurði Edda. ‘Þeir sitja við gluggann og reykja svörtu pípurnar sínar og eitra loftið. Einn af þeim tal- aði við mig eins og við værum gamalkunnug, þegar hann kom’. ‘Það eru lögreglumenn, sem hafa tekið húsið í sitt vald’, svaraði Nesbit. ‘Því hafa þeir gjört það, frændi?’ ‘Af því að eg hefi ekki borgað leiguna í tvö ár, og þeir ætla að vcra hér og neyta míns^ matar, þangað til eg hefi borgað eða mér verður fleygt út. Þeir eru hér til að líta eftir, að eg taki engan húsbúnað burt’. ‘Erum við þá svo fátæk, frændi?’ ‘Eg hefi 20 pund eftir, það er alt. Meðan þú varst úti kom ráðskonan inn og sagði lausri vistinni. Eg sagði henni að hún gæti farið i dag, en um borgun á kaupi hennar væri ekki að tala. Eg á nú engar eignir nema óteljandi kvilla’. ‘Á eg að skilja þetta svo, að við verðum að yfir- gefa Raeket Hall?’ ‘Ó, ó, hoppaðu ekki svona; höfuð mitt, lungun mín, hjartað mitt! Þú mátt ekki gjöra mig taugaveik- an. Þcy, þey. Lávarður Charlewick i Devonshire á þetta hús, og ráðsmaður hans vill ekki leyfa mér að vera hér lengur, svo eg verð að fara. Eg á frænku í London og hún mun skjóta skjóli yfir mig og láta mig ekki fara á Aldurshælið. í dag fer eg og næstu nótt sef eg í Hebden Bridge, svo fer eg til London i fyrra- málið’. Hann þefaði úr ilmvatnsfiöskunni sinni og leit ó- rólegur til stúlkunnar, sein horfði róleg á hann og sagði: ‘Frænka þin hefir aldrei komið hingað að heim- sækja okkur, og henni geðjast líklega ekki að komu okkar þangað; en það mun hún segja okkur. Nær á eg að taka saman farangur þinn og koina honum fyrir í koffortunum?’ ‘Ráðskonan sér um mín koffort’, sagði Nesbit; en þú getur ekki komið með mér til frænku minnar’. ‘Einmitt það! Á eg að vera hér?’ ‘Nei, nei, — ef þú vilt vita saíinleikann, Edda—’. , ‘Hvað á þá að verða af mér?’ spurði hún 'pú — þú verður að annast þig sjálf’. ‘Þú átt lík)«ga við, að eg verði að vinna fyrir þðrf- um mínum. Eg hefi haft kenslukonu alla æfi mina. Eg er 19 ára gömul og hefi kyenlegan kjark; en að ná kenslukonu stöðu er enginn liægðarleikur. Og hvað annað get eg gjört?’ ‘Eins og eg sagði, þá hefi eg 20 pund, Edda. Her eru 5 handa þér; taktu þau. Það er alt, sem eg get gef- ið þér, svo þú mátt ekki biðja um meira’. Edda tók við peningunum og stakk þeim í vasa sinn. ‘Þú ert ekki frænka min, sagði Nesbit. ‘Mér hefir verið vel borgað fyrir að annast þig; en fyrir ári síð- an er sú borgun hætt, og það er ástæðan til þess, hve illa eg er staddur nú’. ‘Eg hefi lengi vitað, að eg var ekki frænka þin; kona þín sagði mér það þegar hún lá banaleguna. En meira sagði hún mér ekki. Hver er eg þá? Hefi eg nokkra heimild til nafnsins Edda Brend?’ ‘Eg veit það ekki’, svaraði Nesbit. ‘Móðir þín gaf þér þetta nafn; líklega til að þekkja þig á því, ef þið skylduð nokkurntíma mætast’. Edda var nú í allmikilli geðsliræringu. ‘Hvað þá!’ hrópaði hún. ‘Lifir móðir mín? Eg hélt hún væri dáin. Frænka vildi ekkert segja mér. Hvar er hún?’ ‘Þey, þey!’ sagði hann. ’Eg skal segja þér alt, sem eg veit, ef þú vilt hlusta á niig þegjandi’. Hann þagnaði snöggvast, tók ilmvatnsflöskuna og þefaði úr henni. Svo sagði hann: ‘Eg hefði átt að skrifa alt sein eg veit, svo þú hefð- ir getað lesið það i þinu herbergi. Ákafi þinn er svo hættulegur fyrir taugar niínar’. ‘Móður mín!’ hropaði Edda skipandi. ‘Segðu mér frá henni!’ ‘Við höfum verið hér í 22 ár’, sagði Nesbit, ‘og þegar við komum hingaði fyrst auglýsti kona mín, að hún tæki á móti örvasa mönnum til að selja þeim fæði, þjónustu og íbúð. En húsið var svo einmanalcgt, að einn fatlaði maðurinn varð brjálaður; annar yfirgaf rúm sitt og gekk 5 mílur til næsta bæjar, heldur en að vera kyr. Sá, sem síðast var hjá okkur, var ung kona á aldur við þig; hún kom hingað með þernu sinni. Hún sagðist heita frú Brend; leigði öll tómu herberg- in okkar og borgaði vel fyrir þau og dvaldi hér i tvo mánuði. Að Racket Hall var svo langt frá öðrum heim- ilum, þótti henni kostur en ekki galli. Um sjálfa sig sagði hún ekki annað, en að hún væri ekkja. Þerna hennar var jafn þögul. En frú Brend hafði nóg af pen- ingum og borgaði okkur vel, svo við álitum réttast að halda forvitni okkar i skefjum. Barnið hennar fæddist hér. Læknir frá Moor End var hjá henni; en hann fékk ekki meira að vita en við. Þú varst barn hennar. Hún fór burt, þegar þú varst mánaðargömul og skildi þig eftir í umsjá konu minnar, og siðan hefir þú verið hér’. ‘Þessi tilfinningarlausa manneskja!’ þrumaði Edda. ‘Því skildi hún mig eftir hjá ókunnugum, sem hún þekti ekkert?’ ‘Hún hefir haft sínar ástæður’, sagði Nesbit. ‘Það var í samræmi við dulleik hennar að hún skildi þig hér eftir. Hún var ekki algeng kona og átti enga almenna sögu. Hún skildi eftir álitlega upphæð, sem meðgjöf með þér. Síðan hefir þernan komið hingað árlega á sama degi. Hún kom að næturlagi með pyngju af gulli til þess að borga fyrir uppeldi þitt og umönnun. Það var hún, sem útvegaði þér kenslukonu og borgaði henni. Hún horfði á þig meðan þú svafst, með talsverðri á- hyggju, en enga ást sýndi hún þér’. Edda var sjáanlega rcið og sagði með ákafa: ‘Svo þessi kona — móðir mín — hvarf með jafn mikilli leynd og hún kom, og skildi eftir barn, sem hún elskaði ekki! Hefir hún aldrei komið síðan?’ Hún kom einu sinni í sorgarbúningi, lélega klædd, með þykka blæju fyrir andltiinu. Ilún horfði á þig, þar sem þú lást sofandi; en hún lokaði dyrunum, svo við sáum ekki, hvort hún veitti þér nokkur ástaratlot; en ekki vakti hún þig. Eg sá deniant á hendi hennar í gegnum bómullarvetlingana; svo eg vissi, að hún vpr dulklædd’. * ‘Ágæt móðir!’ sagði Edda með bitru háði. ‘Mint- ist hún eða þernan nokkurn tíma á framtíð mína?’ ‘Aldrei’. ‘Jæja, mér finst þú líkjast móður minni’, sagði Edda. ‘Þú þværð hendur þínar; færð mér fimm pund til að leggja af stað með út í heiminn. Það er myndar- leg eign fyrir barn, sem er fætt af auðugri móður! — Hvað á eg að gjöra? Hvert á eg að fara?’ ‘Eg ræð þér til að finna móður þina’. ‘Ekki held eg að eg vilji það. Það eru litlar likur til að eg finni frú Brend; og þó eg fyndi hana vildi eg ekki troða mér inn til þeirrar móður, sem fleygði mér burt eins og slitnum glófa’. ‘Þú ert flón’, sagði Nesbit. ‘Ef þú ferð ekki til móður þinnar, hvert ætlarðu þá að fara? Eg get ekki annast um þig lengur’. ‘Þú talar eins og þú vitir, hvar móðir mín sé. — Hvar er hún?’ ‘Þernan kom æfinlega síðustu nóttina í mai’, sagði Nesbit. ‘Síðustu tvö árin kom hún ekki. Eg og kona mín vorum forvitin eftir að vita, hvar hún ætti heima og einu sinnijiomst eg að þvi. Kveld eitt, þegar hún kom, var eg ekki heima. Kona mín sagði henni, að eg væri i rúminu; en í raun réttri var eg á járnbrautar- stöðinni í Hebden Bridge vel dulklæddur og beið henn- ar. Hún kom þangað og fór með inorgunlestinni til London og eg með henni, án þess hún þekti mig. Eg elti hana til West End í London—- til Cavendish Square. Eg var nú ekki viss um, að græða meira á þögnnni, en á því að segja konunni, að eg vissi hver hún væri.’ ‘Síðasta atriðið hefir eflaust verið sterkara’, sagði Edda háðslega. Nesbit varð rjóður í íandliti af að hugsa um þetta. ‘Eg dvaldi í London einn eða tvo daga og hélt á- fram njósnum mínum’, sagði Nesbit, ‘og komst að ýmsu. Síðan frú Brend heimsótti okkur voru liðin tíu ár. Eg fékk að vita, að húsið, sem þernan hvarf inn í, var eign Sebastian Powys, auðugs bankara af aðalsættum; heið- arlegur og ráðvandur maður, en drambsamur og harð- ur, sem þó þótti undur vænt um sitt eina barn, ungfrú Agnace Powys; sem, þegar eg sá hana, áleit strax að væri móðir þín; en hún var fögur og drambsöm, svo eg sá strax, að gagnslaust var fyrir mig að ljósta upp leyndarmáli hennar’. ‘Þessu trúi eg ekki’, sagði Edda. ‘Eg er of bráð- lynd og fjörug til þess að vera fædd af slíkum jökulís, — en eg vil samt sjá ungfrú Powys’. ‘Auðvitað. Eg fer til London í dag’, sagði Nesbit. ‘Við verðum samferða. Þú ferð til Cavendish Square, og vilji ungfrú Porwys ekki kannast við þig, spurðu þá eftir þernunni; hún kallaði sig frú Cathrine. Ef þær neita að annast þig, þá verðurðu að sjá um þig sjálf’. ‘ó, þú þarft ekki að vera hræddur um það, að eg fari að biðja þig um lijálp’, svaraði Edda drembin. — ‘Eg ætla að sjá þessa ungfrú Powys, en móður mína vil eg ekki sjá því mér finst að eg mundi hata hana. Hvort eg þigg nokkra hjálp af henni, ef hún býður hana, er undir kringumstæðum komið. Eg er engin ósjálfbjarga brúða, þó eg hafi lifað hér alla mína æfi og ekki séð annað af heiminum en það, sem sé<5 verður í Moore End. Eg vil ekki, að þú fylgir mér til London. ViÉS - skiljum hér. Eg er þér auðvitað skuldbundin fyrir að hafa annast niig öll þessi ár — fyrir góða borgun — og þar eð engin ást hefir átt sér stað milli okkar, vil eg ekki látast gráta við skilnaðinn. Jíeja, góðan morg- un. Vertu sæll!’ Hún hneigði sig drembilega og fór. Það lá við, að yfir Nesbit liði af þessari ókurteisu kveðju; en að hálfri stundu liðinni var hann orðinn svo hress, að hann gat litið út um gluggann og sá hana ganga hratt yfir heiðina áleiðis til Moor End. “Hamingjan góða!’ hvæsti hann. ‘Stelpan er farin. Hún ætlar með fyrstu lest til London. Jæja, hún verð- ur mér ekki lengur til þyngsla. F.f ungfrú Powys er nióðir hennar, seni eg held hún sé, þá er ekki víst að hún vilji kannast við hana sem dóttur. Og ef hún neit- ar að kannast við hana, og Eddu grunar að hún sé móður sín, býst eg við, að hún verði lienni all-erfið. Og ef hún er ekki móðir hennar, hvað verður þá af Eddu?’ 3. KAPITULI. //án er heimtufrek. Nesbit átti kollgátuna; Edda var á leið til Lond- on, einsömul og vinalasu, án þess að þekkja heiminn ineð öllum hans vélabrögðum og hættum, hugsandi að eins uni það, að komast að uppruna tilveru sinnar, sem hlaut að hafa áhrif á ókomna æfidaga hennar. Hún var hvorki hrædd né kvíðandi. Hana hafði mánuðum og jafnvel árum saman langað til að yfirgefa þetta einmanalega heimili, og nú bauðst tækifærið, sem hún þáði með ánægju. Hún var farin af stað til að leita gæfu sinnar. Hún kom til Moor End löngu fyrir hádegi, og gekk inn i hótelið, það eina, sem þar var. Það var Htið og gamaldags sveitahótel, sem var nefnt ‘The Moor Hen’. Húsið var óhreint og hrörlegt, en fult af fjöri og lífi. Hænsni, endur og gæsir voru í stórum hópum hringinn í kringum það. Um þetta leyti dags var aðsókn að hótelinu litil; en á kveldin komu verkamenn bænda þangað, reyktu pipur sínar og drukku eitt eða tvö staup. Edda var kunnug í hótelinu. Hún var vön að koma þar inn einu sinni í viku hverri, þegar hún var að sækja 'eina blaðið, seni Nesbit keypti. Hún gekk inn i veit- ingastofuna, og bað um að láta aka sér til Hibden Bridge. Gestgjafinn starði á hana undrandi. ‘Nú eruð þér að gjöra að gamni yðar, ungfrú Edda’, sagði hann. ‘Þér eruð ávalt svo spaugsamar’. ‘Þér skiljið þó líklega, að eg er að biðja um flutn- ing?’ spurði hún róleg. ‘Eg er á leið til Hebden Bridge. Viljið þér láta flytja mig þangað, eða ekki?’ ‘Ef þér ætlið þangað, þá verð eg að láta flytja yð- ur; en komist Nesbit að þvi, þá verður hann afar- reiður’. Nesbit veit að eg er að fara. Hann skuldar tveggja ára leigu; svo að við erum rekin út, og eg hefi fulla ástæðu til að fara. Eg vil ná kveldlestinni til London, svo cg þarf að flýta mér’. Gestgjafnn sagði, að vagninn yrði til að hálfri stundu liðinni, svo Edda gekk inn í gcstastofuna og settist. Húsfreyjan kom inn til hennar og spurði hana að ýmsu um ferð hennar, en Edda var þögul og kurteis, svo forvitni fjasgjörnu könunnar varð árangurslaus. Gamli vagninn kom að dyrunum á ákveðnum tima, og roskinn ökumaður sat í framsætinu og hélt taum- um hestanna. Edda sté upp i vagninn og svo var ekið af stað. Þau komu til Hebden Bridge nógu snemma, og biðu þar i stöðvarskálanum þangað til lestin kom. Ald- rei hafði Edda séð járnbrautarlest áður; en ekki var hún hrædd. Gamli Nesbit átti mikið af gömlum bók- um, sem Edda hafði lesið og af þéim fræðst um heim- inn og lífið. Hún fór nú inn i fólksvagninn og kom nægilega snenmia til Sheffield, svo hún náði í kveldlestina til London og kom þangað snemma næsta morgun. Hún fór af lcstinni; gekk þangað sem vagnar stóðu og bað um einn þeirra. ‘Hvert skal halda?’ spurði ökumaður um leið og hann lokaði vagndyrununi. Edda var efandi. Hún var i beztu fötunum sinum og leit ágætlega vcl út. ‘Það er líklega heldur snemt fyrir heldri stúlku, að vera á fótum ennþá’, hugsaði hún. ‘Hér þekki eg ekki neitt hótel og ætla hvergi að koma fyr en cg hefi fundið ungfrú Powys. Hvar gat hún verið næstu tvær stundirnar?’ Ilún áttaði sig fljótt. ‘Eg vil ekki heimsækja neitt hótel’, sagði hún blátt áfrani; ‘og eg er hrædd um, að heldri stúlkan, sem eg ætla að finna, sé ekki á fótum ennþá. En eg gæti setið og beðið í cinhverjuin listigarðinum, er það ekki?’ ‘Jú, jú; það getið þér ungfrú’, svaraði ökumaður- inn þægilega. ‘En eg held að þér ættuð heldur að fara inn í eitthvert brauðgjörðarhús og fá yður kaffi’. ‘Jæja, það er gott’, sagði Edda; ‘akið þér með mig til einhvers þokkalegs brauðgjörðarhúss. En heyr- ið þér nú, ökumaður, ef þér akið inn í nokkra óhreina og vonda götu, þá kalla eg á lögregluna. Eg hefi lesið um ásigkomulagið í London og veit hvernig það er. ‘Nú hefi eg aldrei!’ tautaði ökumaður um leið og hann sté upp í sæti sitt og ók burt frá stöðinni. ‘Held- ur hún að litli böggullinn hennar freisti nokkurs til að ræna hana eða myrða. Hún er ljómandi falleg. Hún passar sig. Móðir hennar þarf ekki að vera hrædd um liana’. Leiðin til brauðgjðrðarhússins var svo löng, að grunur Eddu vaknaði og hún fór að horfa út um glugg- ann, en þá nam vagninn staðar í Oxford götunni hjá ásjálegri bakarabúð; ökumaður stökk ofan úr sæti sínu til þess að hjálpa henni út úr vagninum. Hún stökk ofan án þess að taka á móti hjálp og gekk inn í búðina. Búðarstúlkurnar stóðu masandi og gáfu henni lít- inn gaum. Edda settist við borð þar sem hún sá vagninn sinn og út á götuna, barði svo í borðið og bað um kaffi og hveitibrauð. Ein af búðarstúlkunum sótti það, sem hún bað um. Edda neytti kaffisins og brauðsins með hægð. Fáein- ir verkamenn komu þangað inn líka, drukku kaffi með brauði og fóru svo. Edda aðgætti þá alla nákvæmlega. Þegar hún var búin með kaffið sitt, var liðin full kl,- stund frá því hún kom inn. Loks stóð hún upp, borg- aði kaffið og brauðið og fór út í vagninn sinn. ‘Cavendish Square’, sagði hún. ‘Farðu hægt’. Klukkan var nærri tiu, þegar vagninn nam staðar fyrir utan hús aufluga bankarans, Sebastian Powys. Hún borgði ökumanni og lét hann fara, gekk svo éö framdyrunum og hringdi. >

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.