Heimskringla - 22.07.1915, Blaðsíða 5

Heimskringla - 22.07.1915, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 22. JÚLl *915 HEIMSKRINGLA BLS. 5 söluna, og veríSur Kann þá aS haga henni sem lögin fyrirskipa. Undanþágur. 1. —Engum manni, sem fæst viS smíSar eSa vísindalegar rann- sóknir, skal bannaS aS hafa vín- anda undir höndum, til lækninga eSa í vísindalegum tilgangi, svo framarlega sem hann hafi ekki meira en 1 0 gallónur á einum og sama tíma; þó skal ekki þar meS telja vínanda þann, sem notaSur er til aS geyma í dýr og dýraleif- ar, og ekki skal heldur banna prestum aS hafa vín til sakrament- is; þó má enginn prestur hafa meira af víninu í einu en tvær gall- ónur. En enginn þessara manna, sem hér er getiS, og víntegundir þessar hafa í vörzlum sínum, má þó nota eSa leyfa nokkrum öSr- i;m aS nota þær til drykkjar. 2. —Ekkert í lagaþætti þessum skal hindra löggilta spítala frá því, aS hafa vín undir höndum til af- nota fyrir sjúklinga spítalans. En enginn má drekka vín þaS, annar en þeir, sen) á spítalanum eru, og þeir því aS eins, aS þaS sé gjört eftir skriflegri fyrirsögn læknis- ins, eSa hann láti gefa sjúklingn- um þaS, eins og 5 7. grein laga þessara fyrirskipar. 3. —Ekkert, sem lög þessi skipa fyrir, skal hindra sjúka menn frá því, aS hafa í herbergi því, er þeir sofa í, vín þaS, er læknirinn hefir ráSlagt þeim aS neyta, samkvæmt 5 7. grein laga þessara. En þess víns, sem læknir hefir ráSlagt, má enginn maSur neyta annar, en hinn sjúki maSur, sem læknirinn hefir ráSlagt þaS". VottorS nauSsynleg. 37. grein: — Enginn heildsölu lyfsali, sem fengiS hefir leyfi til þess aS selja vín, má selja nokkurn vínanda (alcohol) til smíSa eSa vísinda- legra notkana, nema móti skrif- legri eSa prentaSri, eiSfestri yfir- lýsing (affidavit) umsækjanda og skal hún vera samkvæm formi því sem ákveSiS er í lögum þessum, er tekur þaS fram, aS vínandinn skuli notast til smíSa eSa vísinda- legra þarfa (mechanical or scien- tific purposes) eingöngu, en ekki hafSur til drykkjar og ekki bland- ast öSrum víntegundum til drykkjar, eSa til aS seljast eSa gefast burtu, heldur sé hann ætl- aSur til eigin afnota umsækjanda, og aS umsækjandi skuli vera eldri en 21 árs. Einnig skal til tekiS, hve mikiS umsækjandi biSur um. Ekki skal vín úti látiS eSa selt nema i eitt skifti móti hverri yfir- lýsingu. ÁkveSiS hvaS leyfi (license) sé. I 2. þætti laganna, undirskift- ing ‘4‘, er þetta: "OrSatiltækiS: ‘heildsöluleyfi lyfsala’ á aS tákna leyfi þau, er veita efnafræSingum eSa lyfsölum, skrásettum sam- kvæmt lögum þeim, er lúta aS lyf- salafélagi Manitoba og í gildi eru í fylki þessu, leyfi til þess aS selja samkvæmt lögum þessum, í vöru- húsum eSa búSum, sem tilgreint er í leyfisbréfinu, vínanda (alco- hol), sem ekki fari yfir 10 gallón- ur í hvert eitt skifti, til hvers eins kaupanda, til smíSa eSa vísinda- legra þarfa. Ennfremur má selja vínanda þeim, sem lögum sam- kvæmt eru skrásettir sem læknar, og lyfsölum þeim, sem hafa smá- söluleyfi lyfsala; en engum öSr- um, og aldrei má selja meira en 5 gallónur í hvert eitt skifti. Undirskifting ‘g’. OrSatiltækiS ‘smásöluleyfi lyfsala’ á aS tákna leyfi þau, er veita efnafræSingum eSa lyfsölum, sem lögum sam- kvæmt eru skrásettir og lyfsala- leyfi hafa fengiS til þess aS reka I OKUÐ TilbotS stýlub til undirritabs *-• og áritub “Tender tor an Office Building”, Indian Head, Sask., verbur veitt móttaka á þessari skrifstofu upp aS kl. 4.00 e.h. á mánudaginn, 9. ágúst, 1915, um aS byggja ofan greinda bygg- ingu. Uppdrættir, skýringar og “forms of Contraet” eru til sýnis og tilbobs eybu- blöb fást á skrifstofu Mr. H. E. Matt- hews, Superintendending Archltect of the Dominion Public Buildings ln the Province of Manitoba, Winnipeg, Mani- toba. Mr. W. T. Mollard, Clerk, of Works, Regina, Sask. ef þeirra er beyöst hjá Sup'erintendant Forestry Stations, Indian Head, Sask. og á skrif- stofu þessarar deildar. Þeim sem gjöra tilboö er gefiö til kynna ab tilboti verba ekki tekin til greina nema þau séu rituð á þar til prentuð eyðublöð, og undirrituð af þeim sem gjörir tilboðið, og tilgreini starfa og heimilisfang þar sem um fé- lög er að ræða gjörist nauðsynlegt að hver meðlimur félagsins skrifi und- ir tilboðið og að skírt sé frá starfi og helmillsfangi hvers eins. Viðurkend bankaávísun fyrir 10 p.c. af upphæð þeirri sem tilboðið sýnir, og borganleg til Honourable The Min- ister Public Works, verður að fylgja hverju tilboði, þeirri upphæð tapar svo umsækjandi ef hann neltar að standa við tilboðið, sé þess krafist, eða á annan hátt ekki uppfyllir þær skyldur sem tilboðið bindur hann til. Ef til- boðinu er hafnað verður ávísunin send hlutaðeiganda. R. C. DESROCHES, rltarl. Department of Public Works, Ottawa, Maí, 1915. Blöð sem flytja þessa auglýsingu leyfisiaust fá enga borgun fyrir, frá þessari deild.—82884. atvinnu sína, samkvæmt lögun- um, er lúta aS lyfsalafélagi Mani- toba fylkis og hér eru í gildi, -- leyff til þess, aÖ selja vín til lækninga og sakramentis þjón- ustu aðeins, í búÖ þeirri, sem til er tekin í leyfinu. Skal þó leyfi þetta vera bundið frekari ákvörð- unum laga þessara. Lög þessi ákveða, að vín megi geymast á heimilum (prívat-hús- um) einstakra manna; en menn geta aðeins fengið vínið með því, að senda eftir því eða kaupa það frá öðrum fylkjum. En hvað íbúðarhús sé er ákveð- ið í 3. þætti laganna. Prívat-hús. 1 tilliti til laga þessara skal prí- vat hús (private dwelling house) ekki tákna neitt hús eða byggingu, sem notuð er að meiru eða minna leyti sem skrifstofa, nema það sé skrifstofa lagalega skrásetts lækn- is, tannlæknis eða dýralæknis. — Ekki heldur skal það tákna neira búð, eða vinnustofu, eða verk- smiðju eða vöruhús, eða klúbbhús eða klúbb herbergi, eða opinber- an skála eða samkomusal nokkurs félags, eða greiðasöluhús, þar sem fleiri menn en þrír hafa her- bergi leigt, aðrir en þeir, sem skyldmenni eru (members of the family). Ekki skal það fremur tákna hestahús, þar sem akhestar eru til leigu hafðir (livt ry stable), eða veitingahús eða knæpu, eða hótel, eða neitt annað hús, þar sem opinberar samkomur fara fram, eða neitt hús eða byggingu, þar sem herbergi eru leigð til ýmsra manna, eða nokkra bygg- ingu eða hús, sem getið er í 85. grein þessara laga; og ekki heldur nokkurt hús eða byggingu, þar sem vörur eða lausafé er geymt fyrir peninga eða gjald eitthvert eða þar sem vörur eru seldar, eða matur framreiddur eða menn hýst ir. Og ekki skal það tákna neitt hús eða byggingu, sam sam sam- gang hefir með dyrum eða þilj- uðum luktum gangi eða göngum, eða samband nokkurt hefir annað en telefón við nokkurn þann stað, þar sem vín er selt samkvæmt leyfi laga þessara, eða við neina skrifstofu aðra en skrifstofu laga- lega skrásetts læknis, eða tann- læknis eða dýralæknis, og ekki má það standa í sambandi við at- vinnustofu, verkstpfu, verksmiðju klúbbhús, klúbbherbergi eða skála áður nefndan, greiðasöluhús, gisti- hús, hestahús, eða veitingahús, eða knæpu, eða hótel, eða neitt annað hús, þar sem opinberar samkomur fara fram. * * * Af þessum skýringum úr Mac- donald lögunum geta menn greini lega séð, hvað lögin þýða og hvað þau meina, og að það er full al- vara manna, að hnekkja nú Bakk- usi, svo freklega og greinilega, sem lög framast leyfa. Það er vitaskuld, að það er ó- mögulegt að banna, að vín sé flutt inn í fylkið. Lögin geta það ekki. Lögin geta ekki bannað ein- um eða öðrum, að senda peninga eftir víni í önnur fylki; og þau geta alls ekki heldur bannað mönnum að hafa vín á heimili sínu. Engin lög geta það. Eng- inn vínbannsflokur eða bindindis- flokkur hefir reynt það. En það, sem lögin geta, er að banna alla sölu í fylkinu. Þó er vín til meðala og sakramentis und anþegið allstaðar, þar sem vér þekkjum til. Það er leyft til með- alabrúkunar á Islandi. Það er leyft þar sem vér þekkjum til í Bandaríkjunum. En í Bandaríkj- unum er sú heitasta bindindisalda, sem vér þekkjum til í heimi. Enda ] sér það á því, að þó að menn fari þar borg úr borg, í N. Dakota til dæmis, og þorp úr þorpi, þá verð- ur maður hvergi var við nokkra krá, eða ‘’blindsvín”, eða mann drukkinn. Fyrir 1 5—20 árum, meðan hreyfingin var ný og lögin ný, voru ‘ blindsvínin’’ hér og hvar. En nú eru þau alveg horfin. Eins verður hér, ef að lög þessi komast á. Það er rekinn slag- brandur fyrir Bakkus. Engir nýjir ungir menn læra að drekka; hin- ir gömlu hætta, því erfiðleikarnir og umstangið, sem þeir verða að hafa fyrir því að ná víninu til sín, verða svo miklir, að þeir geta ekki verið að berjast í því. — Og svo vex óvirðingin fyrir þeim, sem neyta þess með ári hverju. En nú er spurningin: Vilja menn rétta konservatívum hönd sína og styðja þá til að útrýma áfenginu tafarlaust úr fylki þessu? Það sézt, þegar til atkvæða kemur. Sérstök kostaboö & innanhúss munum. Komiö til okkar fyrst, þlts munfS ekkl þurfa atS fara lengra. Starlight New and Second Hand Furniture Co. .-,«3—SD5 NOTRE DAME AVENUE. Talslmt Garry 3884. Norris og múturnar. Vér göngum út frá því sem gefnu, að les- endur blaðs vors séu gæddir sæmilegri dóm- greind, og geti því myndað sér sjálfstæðar skoðanir í hverju því máli, sem fyrir þá er lagt samfara sögu þess. Vér ætlum því að segja sögu þessa mútumáls, sem nú er orðið svo tíðrætt um, einsog hún hefir komið á daginn fyrir Perdue nefndinni, og vísum til þar framkominna gagna, að hér sé satt og rétt sagt frá. Sem kunnugt er fóru kosningar fram hér í fylkinu fyrir rúmu ári síðan og sigraði Rob- lin stjórnin með sáralitlum meirihluta. Kosn- ingakærur komu þegar fram frá beggja hálfu. Roblin stjórnin var í hættu stödd, ef einhver hennar liði yrði dæmdur frá þing- mensku. Samninga var þegar leitað um að láta kosningakærur fallast í faðma og samd- ist svo með Valentine Winkler núverandi landbúnaðarráðgjafa og Sir Roblin, að átta kærur skyldu mætast. En það var ekki nóg; en lengra vildi Winkler ekki fara. Kærum og gagnkærum yfir kosningarnar í hinum kjördæmunum var vísað lagaveginn og skráðar í yfirrétti fylkisins í febrúarmánuði. Hafði A. B. Hudson, núverandi dómsmála- ráðgjafi, sókn og vörn af hendi liberala, en J. H. Howden, þáverandi dómsmálaráðgjafi, átti að bjarga sínum flokksbræðrum úr vandræðunum og þar með stjórninni. Um sama leyti koma þeir Newton og Chambers til sögunnar. Chambers þessi er aldavinur og stallbróðir Norrisar til margra ára. New- ton þessi var aftur á móti vinur Howdens, og líklega sendur af honum til að leita hóf- anna hjá Chambers og fá hann til að vera milligöngumann við Norris , sökum fornra og nýrra vinsælda. Og hvort sem talað var lengur eða skemur, þá bauðst Chambers til þess að koma því til leiðar að allar kosn- ingakærur skyldu falla niður, — en fimm- tíu þúsund dollars yrði það að kosta. New- ton þótti þetta of hátt, kvað 10 þúsund sæmilegt. Féll svo tal þeirra niður að sinni. Síðar fundust þeir Howden og Chambers í tvígang í stjórnarbyggingunum, og endur- tók hinn síðarnefndi tilboð sitt, að sjá um að kosningakærurnar skyldu falla niður fyrir 50 þúsund dollars. Þetta var um rpiðjan marz sl. Samningar tókust að lokum, en Howden borgaði Chambers ekki nema helming upp- hæðarinnar, þrátt fyrir mótmæli hins; kvað hinn helminginn skyldi borgaðan síðar, — “if you chaps are good”. Peningarnir voru borgaðir Chambers um miðjan apríl, og um líkt leyti var Norris hér staddur. Um alt þetta ber þeim saman Newton, Chambers og Howden í eiðsvörnum framburðum.. Nú komum vér að Norris. Howden segir í framburði sínum, að hann hafi viljað fá einhverja tryggingu fyrir því, að Chambers hefði vald til að vera milligöngumaður, eða öllu heldur fullmekt- ugur fyrir hönd liberala, og hafi þess vegna farið fram á það, að Norris eða einhver ann- ar háttstandandi liberal, kæmi og staðfesti að svo væri. Chambers lofar því og fónar Norris, sem þá var að heimili sínu að Gris- wold, Man., og biður hann að koma og tala við Howden; segist sjálfur ekki hafa sagt, hvert erindið var. En nokkuð, sem víst er, var það, að Norris brá við sem skjótast og kemur til Winnipeg, og þar hittast þeir How- den — í Royal Alexandra hótelinu, og er Newton viðstaddur, en hlustar ekki á tal þeirra. Norris játar það satt vera, að hann hafi komlS þannig að beiðni Chambers til þessa stefnumóts við Howden, — “en við töluðum aðeins um veður og vind”, fullviss- ar hann oss um í framburði sínum. Mjög sennilegt, að hann hafi komið alla Ieið frá Griswold til þessl! Saga Howdens er dálítið á annan veg. - Hann segist hafa sagt Norris, hvað Cham- bers hafði boðið og spurt hann, hvort Cham- bers hefði flokkinn að baki sér. Hefði þá Norris sagt, að flokkurinn sem flokkur fjall- aði ekki um slíkt, en hann sjálfur og nokkr- ir aðrir af flokksmönnum hefðu gjört það, og væru þeir samþykkir gjörðum Chambers. “Chambers”, hefði Norris bætt við, “er kominn á þann aldur, að fara ekki að gjöra annað en það sem hann veit að vér mun- um samþykkja". Milli framburðar þessara tveggja manna verður að dæma. Hvorum skal trúa? Hvor er sennilegri? Hvor þessara manna hafði meiri ástæðu til að segja satt? Þetta verðum vér að hugleiða grand- gæfilega. Afstaða Howdens. Fyrst og fremst: Hvaða ástæðu hafði Howden til að fremja meinsæri? Maður myndi ef til vill gjöra það til að bjarga sér frá tukthúsi eða gálganum, eða í gróðaskyni. En hvað í ósköpunum gat verið ástæðan fyrir Howden, að koma hér fram og gjör- ast meinsærismaður? Howden og Norris hafa verið vinir til margra ára, og má vel vera að þeir séu það enn, þrátt fyrir þetta. Howden hafði ekkert að gjöra með kærur þær, sem Perdue nefnd- in hefir til rannsóknar, — hann var þeim mótfallinn, að því er hann sjálfur segir. Hann hafði engan ávinning af meinsæri. Hans pólitiski ferill var á enda og eyðilagð- ur. Segði hann hér ósatt, var hann ekki ein- asta að fremja meinsæri, heldur einnig að auglýsa sjálfan sig í þeirri saurugustu mynd, sem hugsast gat, — sem annar málsaðili að einhverjum þeim ljótustu pólitisku hrossa- kaupum, sem heyrst hefir um. Er nokkur sanngirni að ætla, að hann hafi farið að fremja meinsæri til að sverta sjálfan sig enn þá meira í augum almennings en áður var? Eins og sagan kom frá hans munni gjörði hann það ótvíræðilega. Hefði hann gjörst meinsærismaður til þess að fegra sjálfan sig, hefði það verið skiljanlegt. Hin eina ástæða, munu andstæðingar vorir segja, var að hjálpa flokki sínum. -- Howden var dauður og grafinn í pólitiskum skilningi, og gat ekki upprisið, -- það er nokkurn veginn áreiðanlegt. Að hann því af þeirri ástæðu færi að auglýsa sig erki- bófa og fremja meinsæri til þess að gjöra það, — er bara barnaskapur að halda, og alveg óskiljanlegt, ef svo væri. Afstaða Norrisar. Alt öðruvísi er því varið með Norris. Afstaða hans var gagn-ólík. Norris hafði allar mögulegar ástæður til að neita fram- burði Howdens. Hefði hann játað hann sannan og réttan, var hans pólitiski ferill á enda, — völdin úr höndum hans, og hann brennimerktur æfilangt. — Með meinsæri gat hann bjargað sér — flotið! Framburður Howdens er sennilegur. Framburður Norrisar í fylsta máta ósenni- legur. Er nokkur maður svo skyni skroppinn að halda, að Howden sé það barn, að fá Chambers í hendur 25 þúsundir dollara, án minstu tryggingar fyrir því, að hann sé full- mektugur samningsaðili fyrir Liberala? Chambers fónar Norris til Griswold og biður hann að hitta Howden að máli, og Norris hraðar sér á það stefnumót. Bendir það ekki á, að eitthvað hafi verið uppi á teningunum — annað en að tala um veður og vind og hversdagslíðan, eins og Norris segir að verið hafi? Um það hefðu þeir herrar getað talað gegnum talsímann. þrisvar sinnum, meðan þessi ráðabrugg milli Chambers og Howdens voru á ferðinni, átti Chambers langsímatal við Norris, sem þá var í Griswold; tvö þau fyrstu með dags millibili, og kom þá Norris næsta dag hing- að til borgarinnar. Hann var oft á ferð milli Griswold og Winnipeg um þær mundir, og fundust þeir Chambers venjulega, þá Norris var hér staddur. Alt um það ber Norris það fyrir Perdue nefndinni, að hann muni ekki neitt af því, sem honum og Chambers hafi farið á milli; jafnvel ekki, þá þeir áttu fjögra mínútna símtal saman. — Alt, sem Norris mundi, var að Chambers hefði einhverntíma nálægt miðjum apríl beðið sig að koma til Winni- peg og hafa tal af Howden, og þegar þeir fundust — sem var næsta dag eftir símtalið --- þá töluðu þeir bara um veður og vind! Vér leggjum hér málið undir dóm les- endanna. Hverjum vilja þeir trúa? Þeím mann- inum, sem ekkert gat gagnað framburður sinn, heldur þvert á móti sökt honum ennþá dýpra niður í saurinn, — eða þeim mannin- um, sem átti alt á hættu, æru, völd og fram- tíð, ef hann játaði framburð hins sannan að vera? — Framburður hvors þessara manna er sennilegri? Hvor þessara manna hafði meiri ástæðu til að gjörast meinsærismaður ? Mentamálin. Þegar vér förum að líta yfir stefnuskrá flokksins, sem samþykt var á hinum mikla fundi Konservatíva hér þann 14. og 15. júlí, þá getur hver maður séð, að hún er hin framfaramesta stefnuskrá, sem enn hetir sézt í fylki þessu og að ætlun vorri í öllu Canada veldi. Flokkur Konservatíva er sem endurvakinn. Enda var það hin unga, rís- andi kynslóð, sem þarna hélt fram skoóun- um sínum; — kynslóðin, sem hefir lært og fræðst af reynslu hinna eldri manna, en sem með dug og frelsisþrá stígur órögum fæti fram á leið þroskans og framfaranna; sem finnur og skilur, að það er þjóðin öll, karl- ar og konur, sem nú eiga að verða neð og reisa höfuð hátt og líta óhikuð og frjáls fram á slóðir komandi tímans. Fyrst í stefnuskránni kemur það, sem á að vera og hlýtur að vera undirstaða allrar menningar, allra framfara þroska og vellíð- unar; en það er mentunin. Um hana vill hinn nýji flokkur búa svo vel og vandlega, sem hægt er. Hann vill gefa hverju einasta barni tækifæri; ---börnum útlendinganna, sem þeirra, sem gamlir eru í landinu. Því að það er algjörlega óhrekjandi sannleikur, að vér erum allir hingað komnir til þess, að mynda eina þjóð með einum og sama huga, nefnilega að efla velferð hvers annars; efla velferð fylkis þess, sem vér byggjum, vel- ferð ríkisins unga, sem er að leggja af sér reifa sína, Canada veldis, sem á eftir að verða eitt af stórveldum heimsins. Vér erum ekki hér til þess að reisa smá- flokka, sem hver hafi horn í síðu annars, keppi hver við annan og líti hver annan ill- um augum. Vér erúm ekki komnir hingað til þess að sá fræi sundurlyndis og úlfbúðar, svo að á komandi tímum hver flokkur þjóð- anna rísi upp með hatri og berjist við annan, eins og nú á sér stað í Evrópu. Vér erum hér til að sameina, til þess að mynda eina þjóð úr öllum þessum þjóðagrúa, sem hér er saman kominn. Og það er ein tunga og ein frjáls og heiðarleg stjórn, sem getur gjört það. Vér, sem hér erum útlendingar, vitum, hvað áríðandi þetta er. Vér höfum reynsl- una. Hversu oft hefðum vér ekki viljað af- klæða oss inn að skyrtunni, — kasta burt öllu, sem vér höfum saman týnt, ef vér tækj- um það í móti, að vera jafn færir á enska tungu og á voru gamla móðurmáli? Vér vit- um það svo vel, að það getur enginn mað- ur verið fær á aðra tungu en þá, sem hann hugsar á. Þó að vér kunnum enskuna og skiljum hvert orð og getum nokkurn veg- inn talað alment mál og nokkurn veginn skrifað, — þá kunnum vér ekki málið og getum ekki skrifað það svo vel fari, nema vér hugsum á því. Þetta er það, sem stendur í vegi svo fjölda margra manna, bæði ls- lendinga og annara þjóða. Börnin ver'óa að læra málið ung, annars geta þau ekki hug- að á því. Alt, sem hindrar þetta og heftir, það dregur oss niður; það verður oss til tafar og hnekkis í bráð og lengd. Það er fjötur, sem heftir tungu vora og penna, og vér get- um aldrei komist hátt, fyrri en vér stýfum hann, — slítum eða brjótum fjöturinn þann af oss. Alt, sem styður að því, að halda honum á tungu vorri, það er og verður oss til bölvunar. Það eru skólarnir, sem þarna koma til, og því ríður meira á því en nokkru öðru, að efla þá og styðja, ef vér ætlum börnum vorum og barnabörnum, að sitja með heiðri á bekk með þjóðum þessum hinum mörgu, sem nú eru að mynda eina þjóð úr mörgum. það þarf þolinmæði, það þarf lipurð, það þarf vit og kunnáttu til þess, að koma þessu svo fyrir að vel fari og sem fyrst gangi. Og það þarf að gjöra öllum jafnt undir höfði, og gæta þess, að æsa ekki einn upp á móti öðrum. En það voru margir menn, sem ætluðu, að þessar “lagabætur” Cold- wells myndu gjöra það þegar fram í sækti: Reisa upp deilur og illan vilja milli kaþólskra og prótestanta. En slíkar deilur eru þær hættulegustu og hafa oft verið þær grimm- ustu, sem heimurinn hefir séð. Einkum þeg- ar eitt þjóðernið kemur þar á móti öðru. Það var einhver mentaðasti og skarpasti maðurinn hér í Winnipeg, sem komst svo að orði, að "Coldwell lagabæturnar væru hinn þunni endi fleygsir.s, sem kljúfa myndi sund- ur kaþólska og prótestanta. En þegar sam- lyndið er farið, þá er og friðurinn farinn; þá hverfur velsældin, ánægjan og rólegheit öll. — Þetta sáu og skildu hinir ungu fram- sóknarmenn, sem réðu þessari hinni nýju stefnu flokksins. Þeir vildu hafa eina þjóð með einni tungu og bjóða henni sem mest og bezt tæki- færi til menningar, frama og þroska, og hrinda sem flestum steinum úr götu her.nar, og þá ekki sízt björgum þeim, sem hefðu stöðvað hana, heft allan framgang henaar, og máske klofið hana sundur eða brotið í smáa mola. Og þeir litu í kringum sig og sáu, hvar mest var framfara vonin. Það var hjá bónd- anum, sem ber allar landsins byrðar á sín- um þróttmiklu herðum. Þaðan kemur silfi- ið, sem borgar fyrir alt, --- eiginlega alt, hverju nafni sem nefnist, hvort heldur það er matur eða drykkur, eða byggingar, eða skemtanir. Það er bóndinn, sem ber sveit- irnar og borgirnar og kaupmennina og bank- ana og stjórnirnar og embættismenn alla. Úr hans vasa koma allar skemtanirnar og fræðslan og menningin. Þetta sáu hinir ungu og vildu hlynna að bóndanum með því, að veita honum alla þá fræðslu, sem hin nýj- ustu vísindi geta gefið mönnum, svo að hann gæti tekið tvöfaldan auð úr löndum sínum. Því að það er margsannað, að úr sveitun- um koma mennirnir og konurnar, sem yngja upp borgirnar, sem að ráða framtíð skól- anna, háskólanna og stjórnanna. Lftið til þeirra, vinir mínir, og hugsið yður um það, hvort þeir muni ekki vera á réttri leið, mennirnir, sem skuldbinda sig til þess, að halda þessari stefnu fram af ítr- asta megni.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.