Heimskringla - 05.08.1915, Blaðsíða 2

Heimskringla - 05.08.1915, Blaðsíða 2
BLS. 2 HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 5. AGÚST 1915. KOSNMGAR. AcSeins eitt ár er liSiS síSan til þingkosn- inga var gengiS hér í fylkinu, og nú erum vér aftur í miSri kosningahríS. Stutt á milli bardaganna má þaS sannarlega kallast; en rás viSburSanna er því valdandi og stoS- ar lítiS um þaS aS fárast. En hversu alt er meS öSru móti nú eSa var í fyrra! Hversu margvíslegar hafa ekki öldurnar veriS, sem risiS hafa á hinum póli- tiska sæ á þessu eina ári og margir okkar þektustu manna beSiS skipbrot í því sjó- róti, eSa lent í slíkum hrakningum, aS enn sér eigi út yfir. Og beggja /lokka menn hafa þaS veriS; þó stærri hafi áföllin orSiS hjá fyrverandi stjórn, en hjá þeirri sem ennþá flýtur. Sú gamla leiS fullkomiS skipbrot; hin nýja er aS velkjast í hafrótinu á hriplek- um knerri. komu önnur nöfn. ------- Ef Norris stjórnin hefSi veriS sá bindindis frömuSur, sem hún þóttist vera, þá hefSi hún getaS IokaS öllum hótelum og vínsölubúSum innan mánaSar frá því hún tók viS völdum; stjórnarráSs- samþykt nægSi til þess, og hefSi hún veriS í gildi þangaS til þing kom saman, og hefSi ráSstöfun þessi gefist vel, myndi þingiS ekki hafa fariS aS hagga henni, heldur staS- fest hana. Scott stjórnin í Saskatchewan fór þannig aS. Nær virSist vera aS halda. aS Norris stjórnin ætli gjörsamlega aS viSra bannlagamáliS fram af sér; og þaS er vafa- laust skoSun hóteleigendanna, því á fundi, sem þeir héldu nýlega, samþyktu þeir í einu hljóSi, aS fylgja Norris stjórninni meS ráS- um og dáS viS kosningarnar. Brennivíns-salarnir orSnir bandamenn Norris stjórnarinnar! HafiS þaS hugfast bindindisvinir góSir! Er þaS bandalag heil- næmt fyrir framgang bindindismálsins? En þann 6. ágúst næstkomandi verSur hann af kjósendum þessa fylkis dæmdur strand. ÞaS er langt síSan jafn þungt og ein- dregiS almenningsálit hefir gjört vart viS sig eins og nú, út af hneykslismálunum, sem komiS hafa á daginn þessa síSustu mánuS- ina. Úr hverri bygS og bæ, krók og kima, heyrist fordæming á þeim mönnum, sem steypt hafa fylkinu niSur í vanvirSu og eigna tjón. Gamla stjórnin sökuS um hvoru- tveggja; Norris stjórnin tvímælalaust sek um fyrra atriSiS, litlu eSa engu minna en fyrirrennari hennar. HarSastir allra í garS gömlu stjórnarinnar hafa veriS hennar eigin flokksmenn, sem stutt höfSu hana ár eftir ár, meSan þeir báru traust til hennar; en sem auSvitaS sneru viS henni bakinu strax og þeir urSu sér þess meSvitandi, aS hún hafSi »svikiS þá og trúnaSareiSa sína viS fólkiS. Roblins-tj. lagSi niSur völdin í vanheiSri, brennimerkt, — endadægúr hennar var al- gjörlega pólitiskur dauSi. En andarslitra verk hennar var, aS selja völdin fyrrum and- stæSingum sínum fyrir vernd sjálfri sér til handa, og þessir gömlu harSsnúnu and- stæSingar, sem nú skipa valdasessinn, voru engu ófúsari til kaupanna, en hinir aS selja. Þannig tókust hin smánarlegustu valda- kaup, sem kunn eru hér í landi, — báSum málsaSilum til ævarandi vanvirSu. En afleiSingin af þessu svívirSilega bralli varS sú, aS vér höfum nýjan stjórnmála- flokk vor á meSal, ----- flokk, sem saman- stendur af öllu því bezta mannvali, sem þetta fylki á, og sem eindregiS vill hefja þaS úr þeirri niSurlægingu, sem leiStogar beggja gömlu flokkanna hafa steypt því í, og sem getur gjört þaS og gjörir, ljái al- menningur flokknum fylgi sitt. Hinn nýji flokkur — eSa endurfæddi Konservatíve flokkurinn, sem sumir vilja kalla hann, þó nafniS sé: Liberal-Konserva- tíve flokkurinn (Lögberg segir fyrra nafn- inu hnupplaS frá sínum flokki, sem vitan- lega eru ósannindi, því þetta nafn hefir Kon- servatíve flokkur þessa lands boriS til margra ára: The Liberal-Conservative Party of Canada), — var svo heppinn aS fá mann þann fyrir leiStoga sinn, sem telja má meS mætustu og mikilhæfustu sonum þessa lands og sem nýtur trausts og virSingar vina sem óvina. Sir James Aikins er heiSursmaSur í orSsins fylsta skilningi, — maSur, sem fylki þessu er hinn mesti sómi aS og hinum nýja flokki ómetanlegt gagn. MeS hann fyrir leiStoga og framsóknar-stefnuskrá, sem ekki á sinn líka, ætti flokkurinn aS geta treyst á alment fylgi kjósendanna, þegar á kjör- dag kemur. Sumir hafa haldiS því fram, aS lítill væri munurinn á stefnuskrám flokanna. En hann er talsverSur. Stefnuskrá Konserva- tíva er langtum yfirgripsmeiri og víStækari; og mun engum blandast hugur um slíkt viS nánari athugun og aSgæzIu, — sérstaklega í bindindismálinu. Þar eru Liberalar hálf- volgir: binda bannlaga-loforS sitt viS leit- an til atkvæSa fólksins síSar, sem alt af má vinda fram af sér; en Konservatívar lofa hreinum og beinum bannlögum, án nokkur- ar undanfærslu eSa vífilengja, og er þaS stóri munurinn. Hafa Liberalar sýnt nokkuS í þá áttina, síSan þeir náSu völdum, aS þeim sé ant um, aS efna heit sitt um framgang bindindis- málsins? SíSur en svo! Þeir voru ekki fyr komnir til valda, en þeir fóru aS dekra viS^ hóteleigendurna og vínsalana: Sendu einn sinn helzta mann út á meSal þeirra, tú lofa þeim vernd sinni gegn svo og svo háu gjaldi í kosningasjóS; ef ekki var aS því gengiS, var hótaS aS taka veitinga- eSa vín- sölu-leyfiS frá þeim. Sýnir þetta mikinn á- huga á framgangi bindindismálsins? Sýnir þetta, aS mennirnir séu heilir og hreinir? Er ekl i nær sanni, aS kalla þetta tvöfeldni og loforÖasvik á hæsta stigi? A8 vorri hyggju er ekki hægt aS gefa þessari frar..- A8 Konservatívar efni bannlaga-loforS sitt, nái þeir völdum, ætti enginn maSur aS þurfa aS efa. Sir James Aikins er eindreg- inn bindindismaSur, og hefir veriS svo um fjölda mörg ár, og þaS ætti aS vera góS trygging. Hann væri ekki forseti ‘‘Social Reform Council’*, væri hann ekki einlægur bindindis- og siSbetrunar-frömuSur. Sir James er menningar-frömuSur hinn mesti; mentamála-loforS stefnuskrár hans er engin hætta á aS hann efni ekki, nái hann aS komast til valda. LoforSin í stefnuskránni verSa efnd, — þaS mega kjósendurnir reiSa sig á. Sir James hefir altaf reynst sá maSur, sem staS- iS hefir viS loforS sín, og hann er nú orS- inn of gamall til aS breyta um ráSlag. En má segja hiS sama um Norris stjórn- ina? Þessi fárra vikna stjórnartíS hennar géfur síSur en svo glæsilegar vonir um góS- or og drengilegar loforSa-efndir. Mönnum af því sauSahúsi, sem þeir Norris og félagar hans eru, má treysta til alls hins versta. Þeir hafa sýnt þaS áSur. En þaS er ekki á grundvelli stefnu- skránna eSa stefnuskráa-mismunar, sem þeir Liberölu sækja kosningar-baráttuna. Ónei! Syndir Roblin stjórnarinnar eru helzta kosn- ingaragniS, sem þeir hafa á borS aS bera. Roblin stjórnin er dauS eins og Greenway stjórnin og syndir hennar eigi ekki og megi ekki hafa áhrif á kosningarnar, og aS hampa þeim framan í kjósendurnar sér til atkvæÖa- fylgis, er móSgun viS þá. Málefnin, löggjafarmálin, stefnuskrár- atriSin, — þaS á aS liggja til grundvallar viS kosningarnar. Svo er annaS: — Hreinleiki í stjórnmálum er þaS, sem vér þurfum framar öllu öSru. Hvernig geta menn búist viS pólitiskum hreinleika af Nor- ris og félögum hans? Norris stjórnin og Roblin stjórnin eru náskyldar. Hvér silkihúfan upp af annari. í Þær þurfa aS fara sömu leiÖina. Norris stjórnin er brennimerkt fyrir viS- urstyggilegasta valdabrall. — Hvar getur j hreinleiki komist aS, þar sem eintómur saur ; er fyrir? Hvernig er hægt aS búast viÖ, aS | kjósendurnir treysti saurugri svikastjórn, I sem ber hvítglóandi æruleysis og ódreng- skapar brennimark á enni sér? Og aS fela j slíkum mönnum aS fara meS stjórnartauma I fylkisins, er aS setja alvarlegan blett á æru j og mannorS fylkisbúa. Almenningurinn, j þó saklaus sé, getur orSiS sér opinberlega j til minkunar, ef hann felur slíkum ódrengj- I um umboS sitt og forsjá. Fyrsta og sjálfsagSa skyldan, sem kjós- ' endurnir hafa gagnvart sjálfum sér, er aS fella viS kosningarnar þessa þokkapilta, sem nú skipa valdasessinn, án nokkurra vífi- lengja, — eSa gjörast samsekir þeim aS öSrum kosti. ÞaS skiftir engu, hvort maÖurinn er Liberal eSa Konservatív, hvort hann heitir Roblin eSa Norris, — sé hann af því sauSa- húsinu, sem báSir þessir herrar eru, þá er j landhreinsun aS burtrekstri hans af stjórn- málasviSinu. Roblin er grafinn. Sömu leiS- ina á Norris og stjórn hans aS fara þann 6. ágúst næstkomandi. Þeir eru ekki hótinu betri. Kjósendur Manitoba fylkis! Ef þiS vilj- iS fá heiSarlega stjórn undir forustu heiSar- legs manns, þá kjósiS Sir James Aikins og fylgdarmenn hans. Ef þiS aftur á móti vilj- iS halda öllu í gamla horfinu, þá kjósiS þiS Norris og hans fylgifiska. Ef ykkur er ant um, aS útrýma áfengis- nautn úr fylkinu, Þá kjósiS þingmannsefni Konservatíva. Ef þiS viljiS Bakkus í há- sæti, þá veljiS Norris og hans Ii8a,— banda- menn hótelanna. Kjósendur! Ef þiS viliiS sóma fylkisins, þá veljiÖ þann fyrir stjórnarformann, sem er sómi þess og þessa lands — Sir James Aikins. --- Ef þiS aftur á móti viljiS draga fylki ykkar enn dýpra niSur í minkun og lít- ilsvirSingu, — haldiö ykkur aS Norris. Kjósendur! GjöriS skyldu ykkar þann 6. ágúst næstkomandi. GjöriS þaS sjálfra ykkar vegna, fylkisins vegna, barnanna ykk- ar vegna og vegna almenns velsæmis! Þá skyldu ætti aS vera ljúft aS uppfylla. SýniS þaS í verkinu! (Þesxi grein átli að koma í siðasta blaði, en varð að bíða sökam rúmleysis). Hreinar kosningar. Er þaS mögulegt aS hafa hreinar kosn- ingar í fylki þessu? Menn eru aS spyrja hver annan, hvort þetta sé nú meS nokkru móti mögulegt eSa jafnvel hugsanlegt. ÁSur fyrri hefSi veriS hlegiS aS manni þeim, sem hefSi fariS aS tala um aS hafa hreinar kosn- ingar. Hvernig eiga menn aS lifa, ef menn mega ekki draga aS sér loftiS, eSa borSa mat sinn tvisvar eSa þrisvar á dag. Kosn- ingarnar voru hin dýrasta og gleSilegasta há- tíS, sem nokkur maÖur gat hugsaS til. Þá komu fundirnir og fjöriS og ræÖurnar, sem hituSu mönnum og komu hreyfingu á blóSiS. Og þaS var eins og hesta-at eSa hunda-at, eSa burtreiSar fornmanna. Þar var gaman aS horfa á leikinn og hver var meS sínum kappa og þeir otuSu þeim fram á völlinn og augun skinu af ánægjunni og brosiÖ lék á vörunum, þegar höggin voru hörS og tíS, og blóÖiS fór aS renna harSara og harS- ara og haröara, svo aS hjörtun fóru aS leika sem á strengjum stiltum sem fiÖlustrengir. Þetta var bardagi og menn tvístigu og stöpp- uSu og klöppuSu og hrópuÖu, og þurftu þó ekkert högg aS óttast. ÞaS voru aÖrir, sem greiddu höggin og lögSu sverSunum og þoldu sárin eSa létu lífiS. Var þetta ekki gaman! Og svo var þar venjulega eitthvaS aS gleSja hjartaS og lyfta sálinni og liÖka tunguna, — og — þey — þey — vér segj- um þaS í trúnaSi og bezt aS fara ekki hátt meS þaS- —, fáein cent í vasann, ef aS eg vildi selja honum Jóni Jónssyni þennan skrolla, sem þeir kalla atkvæSi. Þetta, sem eg veit ekkert hvaS eg á aS gjöra viS, og veit eiginlega ekki, hvort þaS er nokkurs- virSi ............ Já, voru þaS ekki skemti- legir tímar! En nú eru menn farnir aS tala um, aS þaS sé eitthvaS óhreint viS þetta, — viS þetta, sem vér höfum lært af landsins beztu mönnum. En hvaS þaS er — ja, þaS er ekki svo létt aS vita eSa gjöra sér grein fyrir. — Er þaS rangt aS stela? Já, segir heilög ritn- ing; nei, segir allur þorri manna, — ekki, ef þú ferS laglega aS því. Þú mátt stela landinu, húsinu, ærunni, unnustunni, mann- orSinu, íktvinnunni af bróSur þínum, ef aS þú ferS nógu laglega aS því, ---- ef aS þaS varSar ekki lög. Er þaS rangt aS ljúga? Já, þaS segir heilög ritning; en nú segir Pétur og Páll og GuSrún og Gróa: Ekki ef aS þú hefir eitt- hvaS upp úr því. Þetta gjöra allir, og þaS er ekki rangara af mér, en honum Kristjáni eSa Kára. Er þaS rangt aS selja skoÖanir sínar og sannfæringu? — Ja, nú fer máliS aS vand- ast! Eg er ekki viss um, hvaSa skoSanir eg hefi, segir hann gamli Nói NjarSarson, eSa hvaSa sannfæringu. Og þess vegna veit eg ekki, hvort eg hefi nokuS til aS selja. ÞaS er orSiS svo flókiS þetta, þar sem hver segir annan ljúga, og hver kallar annan þjóf og níSing, aS þaS þarf meira en meSalhöfuS til þess, aS botna í því öllu saman. En hvers vegna er þaS alt flókiS? Af því aS málin eru tejcgS og toguS eins og húS í hráskinnsleik, og seinast verSa þau svo þunn, sem skjár á glugga, sem vanalega var úr líknabelg og þótti frem- ur staÖlítill. Og niSurstaSan verSur sú, aS alt fleipriS og glamriS verSur hljóS eitt, sem kvörnum og glerbrotum sé saman hringlaÖ, eSa gustur þjóti í hrossabresti. Allir þykj- ast flórinn moka, en þó safnast meira og meira í hann meS degi hverjum, og engu síSur eru kleprur.á hölum Liberal kúnna en hinna Konservatívu. HiS eina ráS er aS hreinsa, hreinsa alt saman, og líta nú vel eftir aS enginn svíkist um. LátiS nú sjá þaS vinir, aS þaS sé alvara ySar aS hreinsa til, og hlífiS engum. LítiS eftir ySur sjálfum og gefiS ekki tilefni til þess, aS nokkur hinn minsti grunur geti á ySur falliÖ fyrir nokkuS, sem er óu legt. VeriS fullkomlega hreinir og heiSar- legir. Og lítiS eftir hinum og líSiS þeim eng- in lagabrot, engar mútur, — ekkert, sem er óheiSarlegt. ÞaS er ySar aS líta eftir því, og þér megiS vera vissir um, aS þeir líta eftir ySur. En ySar er þaS, hlutverkiS, aS hrinda smáninni af fylki þessu og öllum íbúum þess. Vér vitum, aS alt Canada er holgrafiS af meini þessu, og nú dugar ekki aS binda fyr- ir, þegar einu sinni er búiS á aS stinga; og hleypiS út úr Liberal kýlunum, hvar og hve- nær sem þér finniS þau. Þeir eru aS segja, aS þau séu engin; ÞaS getur veriS. ÞaS get- ur veriS, aS þeir séu endurfæddir, helgaSir, þvegnir og græddir. En hafiS augun opin. ÞaS skaÖar ekki! Væri þaS ekki gleÖilegt, aS frétta þaS, eftir afstaSnar kosningar, aS þér hefSuS ekki fundiS einn einasta graftrar- nabba á hinum Liberölu um alt fylkiS! ÞaS er svo margfalt betra, aS tapa í þessum kosningum, en aS nokkuÖ óheiSar- legt finnist í fari manns. Og hirSiS ekkert, þó aS þér mætiS ofur- efli, gangiS fram og falliS meS málefninu, ef svo vill vera. ÞaS er oft betra aS falla en sigra. Og missiS aldrei móSinn, þó aS syrti í lofti. Þau málefni vinna, sem þannig er framfylgt. KELLY OG_ NORR/S. Engum algáSum manni getur dulist þaS, aS eitthvert samband er á milli Kelly ‘kontraktara’ og Norris stjórnarinnar. Hann nýtur auSsjáanlega verndar hennar. Hverjum heilvita manni varS þaS strax Ijóst eftir samninga Phippens og Liberal leiStoganna. ESa er nokkur maSur svo skyni skroppinn aS halda, aS Phippen, lögmaSur Kellys, hafi fariS aS leita samninga viS fjandmenn skjólstæSings síns og aS þeim náSum aS þeir tryggi svo ekki skjólstæSing hans einhverja vernd? ? Halda menn Phippen, einhvern færasta lögmann þessa lands, alt í einu þaS barn, aS hann fari aS gefa fjandmönnum Kellys stjórnartauma fylk- isins, — völdin og meSulin til aS koma honum í tukthúsiS, án nokk- urra skilmála skjólstæSingnum í hag? — Slíkt er hin mesta fásinna. Samningarnir voru: Vér Liberalar fáum völdin, en skuldbind- um oss upp á drengskaparheit, aS vernda meSlimi Roblin stjórnar- innar frá saksókn, og Kelly frá öllum öSrum óþægindum en skaSa- bótamáli. Hann verSur dæmdur til aS endurborga fylkinu svo og svo háa upphæS, en þaS er hægt aS bæta honum upp hallann meS samskotum. — Nær sanni mun, aS svona hafi þaS veriS; og þaS er víst, aS verndar Norris stjórnarinnar hefir Kelly notiS síSan. Dæm- in eru deginum ljósari. Kelly neitaSi aS koma fram fyrir Mathers nefndina og bera vitni. Nefndin hafSi fult vald til aS láta taka hann fastan fyrir þá þvermóSsku og lítilsvirSingu. Mathers hótar því, og sama gjörir Wilson, lögmaÖur stjórnarinnar. — En hvaS verÖur svo úr þeim hótunum? Kelly er ekki í bænum, er þetta gjörist; en í gegnum lögmann sinn — sem nú er þó ekki Phippen —, er hann í fullu sambandi viS þaS sem gjörist. Hann lætur lögmanninn fara til dómstólanna, til aS vita, hvort Mathers nefndin geti uppfylt hótanir sínar og kemur um leiS til bæjarins. Hann er látinn óáreittur. DómsúrskurSurinn fellur og gengur á móti Kelly. Nefndin hef- ir vald til aS setja hann í tukthúsiÖ. Er þaS gjört. Gjörir dómsmálaráÖgjafinn — hann Hudson okkar -— ráSstafanir til þess? Nei, ónei! Kelly fær aS fara héÖan aftur í friSi! Hann er nú aS skemta sér suSur í Bandaríkjum! Halda menn nú, aS stjórnin hefSi látiS erkiþrjót undir kæru haga sér þannig, ef ekki væri eitthvaS, sem bindi hendur hennar? AuSvitaS ekki! Hún varS aS uppfylla verndar-loforSiS. Og svo hitt: Hún var hrædd um sig, aS ef aS Kelly kæmi fyrir nefridina og segSi allan sannleikann, þá myndi þaS koma á daginn, sem kæmi henni miSur vel. Þess vegna var henni beinlínis ant um, aS Kelly bæri ekki vitni. Og hann gjörSi þaS ekki heldur! Norris stjórnin. bjargaSi sér úr þeirri klípunni! Nú hefir stjórnin gjört ráÖstafanir til skaSabótamáls gegn Kelly, — og guma blöS hennar mikiS af þeirri röggsemd hennar. — En þetta hafSi veriS ráSgjört frá því fyrsta, og kom engum á óvart. HiS sama ætlaSi Roblin stjórnin sáluga aS gjöra, en entist ekki ald- ur til. Norris stjórnin fullkomnar þaS verk líklegast ekki; en gjörí hún þaS, þá verSur létt undir meS Kelly aS borga skaSabæturnar. — Og þettta verSur endalykt þinghúss-hneykslisins taki kjósend- urnir ekki í taumana nú þegar og steypi Norris stjórninni. Hún segist raunar ætla aS höfSa sakamál á hendur Roblin, Montague, Coldwell og Howden. En þaS er aSeins kosningabeita, sem ginna á meS kjósendurna. Eftir kosningarnar mun sú málsókn úr sögunni, — ef Norris stjórnin sigrar. Og hvaS Kelly viSvíkur: I staS þess aS höfSa á hendur hon- um glæpamál, sem liggur beint viS, og fá hann dæmdan í tukthúsiS fyrir svik og fjárdrátt, — þá á hann aS sleppa meS sekt, sem svo kanske verÖur aldrei borguS! BrautryÖjendur réttvísinnar eru þeir Norris og félagar hans þó sannarlega ekki! Kelly og Norris! þeir vita skömmina hvor upp á annan, og þaS er í beggja hag, aS halda sem mestu leyndu. En hvaS segja kjósendumir um þaS? Þeim var vorkun. Konservatívu þingmönnunum frá síSasta þingi hefir veriS leg- iS á hálsi fyrir þaS, aS þeir risu ekki öndverSir gegn Roblin stjórn- inni, þá Hudson bar fram kærur sínar. Hafa Liberal blöSin gjört mikiS veSur úr þessu, og taliS ósæmandi, aS senda nokkurn þess- ara manna aftur á þing, og svo auSvitaS um leiS valiS þeim öll þau brigslyrSi, sem þau hafa völ á úr lastyrSa-forSa sínum. En þingmönnunum flestum var full vorkunn, — sérstaklega þeim, sem nýjir voru á þingmannabekkjunum. Vér vitum, aS flokks- böndin eru sterk, og þaS kemur örsjaldan fyrir, aS uppreist verSur innan flokkanna, þó ramt sverfi aö. Eru ljós dæmi þess frá valda- tíS Liberala undir gamla Laurier; þar heyrSist alla jafna hvorki hósti né stuna öÖruvísi en þeir háu herrar, sem valdasessinn skip- uSu, vildu vera láta; — opinber mótmæli gegn stjórninni heyrSust aldrei frá flokks-samherjum, hversu svo sem mikil ástæSa var til aSfinninga. Svona hefir þaS alla jafna veriS hér í landi voru. En Konservatívu þingmennirnir hér í Manitoba þinginu stigu lengra spor til mótmæla gegn stjórn sinni, en áSur hefir veriS aS venjast. Er Hudson hafSi boriS fram kærur sínar, sló óhug ekki all- litlum á meiri hluta hinna konservatívu prívat þingmanna, þó aS ó- sennilegar sýndust kærurnar vera. Tóku þá flestir hinna nýju þing- manna ráS sín saman og fóru á fund Sir Rodmónds P. Roblins. HafSi J. P- Foley orS fyrir þeim félögum. KröfSust þeir, aS Mr. Roblin segSi þeim hreinan og beinan sannleikann, hvort kærurnar væru á nokkrum rökum bygSar eSa ekki. Var svar Mr. Roblins á þessa leiS: ‘‘Eg legg viS drengskap minn (my word of honor), aS kær- urnar eru rakalausar, og alt er meS feldu í sambandi viS þinghúss- byggingarnar; kærur Hudsons aSeins moldviSri til aS villa mönn- um sjónir og valda æsingum". Hér höfSu þingmennirnir um tvent aÖ velja: aS trúa dreng- skapar-orSi leiStoga síns eSa ákærum svarins mótstöSumanns. — Þeir kusu hiS fyrra, og munu fáir lá þeim, sem athuga máliS og kringumstæSurnar. Og þaS er nokkurnveginn víst, aS hefSu liberölu þingmenn- irnir veriS í sporum hinna, þá muncíu þeir hafa fariS eins aS: tekiS frekar trúanlegt drengskaparorS foringja síns en ákærur fjandmanns. Framkoma hinna konservatívu þingmanna er því bæSi skiljan- leg og afsakanleg.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.