Heimskringla - 05.08.1915, Side 6
• BLS. 6
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 5. ÁGÚST 1915.
— Hver var hún?—
8. KAPÍTULI.
Ujónaefnin verða að skilja.
,'arlinn i Charlewick kom sjálfur með barún Clair
fí) dóttur hans. Þegar þeir nálguðust viðtalsstofu
ungfrú Clair, kom Ronald Charlton út frá.henni og
gekk liðlega og rösklega fram hjá þeim um leið og
hann hneigði sig í kveðjuskyni, og virtist ekkert hnugg-
inn yfir að hafa mætt þeim þarna.
Jarlinn var ógeðslegur á svip og tautaði eithvað,
sem ekki heyrðist. En barúninn beit á vörina og
sagði:
‘Eg ætla fyrst að tala einsamall við dóttur mína,
lávarður. Eg ætla að koma í veg fyrir samband henn-
ar og Ronalds, — það getið þér reitt yður^á. Hún skal
verða að hlýða mér! Komið þér til okkar að stundu
liðinni; en minnist ekkert á ást til hennar, nema ef
eg fer að tala um hana’.
Jarlinn samþykti þetta og barúninn gekk inn til
dóttur sinnar.
Ungfrú Clair hafði lagt sig á legubekkinn og byrgt
andlitið með höndum sínum mjög sorgbitin. Hún var
klædd sorgarbúningi.
‘Hclen!’ sagði barúninn. ‘Barnið mitt!’
Hún stóð upp, þegar hún heyrði þéssa rödd. Hún
var föl, tár í augum hennar; en ekki var hún örvílnuð.
Svipur hennar og framkoma sýndu óhilaðan kjark.
‘Pabbi!’ hrópaði hún. ‘Ert það þú?.
Barúninn kysti hana á ennið og leiddi hana að
íegubekknum aftur.
‘Eg hefði naumast þekt þig aftur, Helen’, sagði
hann og athugaði hana vel. ‘Eg fæ ánægju og heiður
af þér, að er eg viss um. Vissirðu að eg var kom-
inn?’
‘Eg fékk að vita það fyrir stundu síðan’, sagði
Helen. ‘Lávarður Ronald Charlton var hér og hann
sagði mér það. Hann er nýfarinn héðaa svo þú hefir
eflaust mætt honum i ganginum’.
‘Já, eg mætti honum, og eg var áður búinn að tala
við hann. Um leið og eg kom, þaut hann til mín og
jninti mig á samþykki mitt til giftingar ykkar. Fram-
koma hans var ruddaleg’.
‘Honum var nauðsynlegt að tala við þig áður en
þú varzt búinn að heyra óhróðurssögurnar um hann,
sem föðurbróðir hans smíðar’, sagði Helen með á-
herzlu. ‘Hann hefir verið rekinn burt úr þessu húsi
— hugsaðu þér það — út úr húsinu, sem hann hélt að
væri sití eigið, — rekinn út eins og þrætugjarn þjónn.
Og hann er nú farinn úr þessu húsi fyrir fult og alt’.
‘Hvers annars gaztu vænst, Helen? Jarlinn hefir
heimild til að velja sína gesti, — finst þér það ekki?
Vilt þú að jarlinn gefi bróðursyni sinum réttindi sín,
•— aðeins af því að Ronald lávarður bjóst við að erfa
jarlsnafnið?’
‘Nei, eg bjóst ekki við neinu jafn ósanngjörnu og
vil það ekki heldur. En hvers vegna átti ekki jarlinn
að bera umhyggju fyrir bróðursyni sínum, eins og hinn
framliðni ætlaði að gjöra?’
‘Hvers vegna fleygja ekki auðugir menn pening-
ran sínum í allar áttir? Heyrðu nú, Helen; þér skjátl-
ar. Ást þín til Ronalds bannar þér að sjá sannleikunn.
Þú skoðar hann sem heiðarlegan og flekklausan mann.
— Eg lít á hann sem ungan mann, sem alinn er upp
við allsnægtir, og scm nú vill bæta úr óhappi sínu
með því að giftast auðugri stúlku. Áform hans er, að
fá þig til að efna það loforð, er þú gafst honum undir
alt öðrum kringumstæðum. Hann er glæframaður’.
‘Þér skjátlar, pabbi, — jarlinn hefir komið þér til
að trúa þessu. Ronald er ekki sá maður, sem þú held-
ur að hann sé’.
‘En heyrðu nú’ sagði barúninn. ‘Hefir ekki Ron-
ald reynt að kveikja hjá þér ógeð á þinum eigin föð-
ur?’
‘Nei. Hann sagði að þú myndir að likindum taka
aftur samþykki þitt til giftingar okkar. Það var alt
Ronald er enginn glæframaður, pabbi. Eg held að
hann ætli að ganga í herinn eða taka eitthvað annað
fyrir. Eg veit að hann vill ekki lifa á peningum konu
sinnar. Pabbi, hann er sá sami Ronald, sem þú vildir
að eg giftist. Þú bregzt liklega ekki loforði þínu nú,
þegar hann hefir mist alt, nema mig, — þú gjörir það
ekki?’ spurði Helen.
‘Eg verð að gjöra það. Skylda mín sem faðir
krefst þess. Eg get ekki gefið manni dóttur mína, sem
QJÖF
Fyrir óákveðinn tíma á fólk völ á að fá
einn árgang af Heimskringlu fyrir $2.00, og
eitt eintak af stríðskorti norðurálfunnar, og
þrjár'Heimskringlu sögur gefins með.
StrítSskortltS er naut5synlegt hverjum sem vill
tylgjast metl vltSburtium I þeim stórkostlega bar-
daga sem nú stendur yfir I Evrðpu. Einnlg er
prentatS aftan á hvert kort upplýsingar um hlnar
ýmsu þjótsir sem þar eiga hlut atS máli, svo sem
stœrt5 og fólksfjöldl landanna, herstyrkur þjðtlanna
samanburtSur á herflotum og loftsklpaflotum, og
ýmislegt annats.
Stríðskortið fæst nú til kaups á skrif-
stofu félagsins fyrir 35 cent
SKItA YFIR HEIMSKRIVCt,TJ PREMIUR.
BrótSurdóttir Amtmannsins_25c.
Ættareinkennit5 ____ 35c.
Dolores ___________ 35c.
Sylvla________________25c.
Lára _________________25c.
Jón og Lára___________25c.
LJósavörtSurtnn_______35c.
StritSskort NortSurálfunnrr_ 85e.
TheVikingPress,
729 Sherbrooke St. Ltd.
Talsími Garry 4110 P.O.Box 3171
eg álít vera glæframann. Samþykki mitt til giftingar-
innar var gefið erfingjanum að Charlewick. Bonald
er ekki lengur erfingi, svo eg get með góðri samvizku
tekið samþykki mitt aftur, og eg gjöri það nú. Eg
neita því að þú megir giftast honum, þó að þú viljir
það’.
‘Þá verð eg að bíða þangað til eg er fullveðja’,
sagði Helen djarflega. ‘Eg svikst ekki um loforð mitt
hvað sem þú gjörir’.
Barúninn var óánægjulegur.
‘Átján ára gömul stúlka þrjóskast gegn föður sín-
um og fjárráðamanni, —- það er gagnslaust!’ hrópaði
hann. ‘Þessi ógæfusama trúlofun verður að enda
strax. Mér þykir leitt, að verða að nota vald mitt gagn-
vart þér fyrstu stundina, sem við erum saman, en þú
neyðir mig til þess. Helen, eg banna þér að tala við
Ronald hér eftir, eða að standa í nokkru sambandi við
hann. Eg skal segja honum áform mitt og biðja hann
að gefa þig lausa’.
‘En eg vil enga lausn, pabbi. Eg ætla að vera hon-
um trú á meðan eg lifi’.
‘Jafn fögur og auðug stúlka og þú ættir að hljóta
yfirburða góðan ráðahag’, sagði barúninn. ‘Hjóna-
band erfingjans að Charlewick og ungfrú Helenar Clair
væri i alla staði viðeigandi. En útlit Ronalds er mjög
lélegt nú; hann er aðeins olnbogabarn aðalsfjölskyldu.
Mér þykir vænt um, að ungi jarlinn hefir felt ástar-
hug til þin. Það er mikill og góður vinningur fyrir
þig, Helen’.
Helen varð óánægjuleg á svip.
‘Lélegur vinningur, er eg hrædd um, pabbi. —
Jarlinn er vondur maður. Faðir hans var hræddur við
hann.
‘Jarlinn hefir verið rægður. Sem lávarður Odo
Charlton var hann gárungi, það játa eg; en það eru
ungir menn oft. Kæra Helen mín, eg vona þú skiljir
kringumstæðurnar. Hér er nú jarl, snotur maður á
sinn hátt og óviðjafnanlega ríkur. Mér þætti vænt um
að sjá þig sem kvendrotnara á Charlewick-le-Grand’.
Ungfrú Clair roðnaði.
‘En þú vilt þó- ekki sjá mig sem konu jarlsins,
pabbi, eða hvað?, spurðí hún.
‘Jú, Helen, það vil eg. Og jarlinn er fús til að
giftast þér. - Hann dáist mikið að þér. Hann hefir þeg-
ar beðið mig um þig, og eg samþykti bón hans, Helen,
og bað hann að reyna að ná ást þinni, sem eg vona
hann gjöri’.
‘Hvað þá — hann —- maðurinn dularfulli — hvers
liðnu æfi enginn þekkir. Pabbi, þú gjörir mig hissa.
Ætlar jsú að gefa dóttur þína þessum manni, — ætlar
þú að selja mig —?’
‘Selja þig!’ hrópaði jarlinn gremjuþrunginn. —
‘Helen, Þú gætir gjört helga menn vitstola af reiði. En
sú svívirðilega ímyndun, sein þú gjörir þér um föður
þinn! Selja þig! Og hvers konar talshættir eru þetta
um dularfnlla manninn, manninn, hvers liðnu œfi eng-
inn þekkir?!
‘Þú skilur mig, pabbi’, sagði Helen róleg. ‘Hvaða
leyndarmál hvílir yfir liðinni æfi lávarðar Odo? Hvar
hefir hann veriS síðustu 20 árin?’
‘1 Suður-Afríku’.
‘Hann segir það. Hefirðu nokkurs annars vitnis-
burð fyrir því? Trúir þú því?’
‘Komdu ekki með móðganir gegn aðalsmanni, sem
þú ert gestur hjá, Helen. Slíkur grunur fyrir stúlku
á þínum aldri er ekki viðeigandi’.
‘Eg er neydd til að hugsa fyrir sjálfa mig’, sagði
hún, ‘fyrst að þú tekur hans málstað. En eg skal ekki
vera gestur hans til lengdar. Eg vil ekki vera undir því
þaki, sem ekki veitir Ronald skjól líka. Eg vil ekki
sjá þenna viðbjóðslega dimma jarl. Pabbi, finst þér
ekki eg hafa hegðað mér sem góð dóttir síðan þú
komst?’ — Meðan hún talaði nálgaðist hún hann. —
‘Við þekkjumst lítið, þú og eg. En eg skal vera þér sú
bezta dóttir, sem til er í heiminum, ef þú ert vinveitt-
ur Ronald og samþykkir að trúlofun okkar haldi áfram.
— Eg veit.að þú ert fátækur og skuldugur; en eg skal
gefa þér nokkuð af tekjum mínum, og þegar eg er full-
veðja, skaltu fá ríflegan árlegan styrk. Við skulum
vera vinir, pabbi, eins og faðir og dóttir eiga að vera’.
í fyrsta skifti síðan hann kom inn, lagði hún
handleggi sína um háls honum og kysti feitu kinnarn-
ar hans. Hún vildi mega láta sér þykja vænt um haníi.
Hún þráði ást föðursins.
Barúninn skildi, að henni fanst hún vera ein-
mana. Hahn var reglulegur hræsnari og laug oft, þeg-
ar hinar sönnu skoðanir hans hefðu komið honum að
miklu gagni. Hann skeytti ekkert um ást dóttur sinn-
ar; en hann vildi að hún hlýddi sér, og datt i hug, að
hún kynni heldur að gjöra það, ef hann væri henni
vinveittur en ekki harður.
Þess vegna þrýsti hann henni a’o sér, stundi og
sagði:
‘Já, barnið mitt, við skulum vera vinir. Eg var
hræddur um, að þú lítir á mig grunsamlega og með
fyrirlitningu; en eg finn að þú ert ástrík og góð. Eg
þakka þér fyrir hugulsemina um fátækt mína. Eg hefi
árum saman lifað á lánum, enda þótt eg verði að við-
urkenna, að nú er orðið erfitt að fá lán. Eg tek til-
boði þínu um styrk með þakklátsemi og er því mjög
feginn’.
‘Viltu þá taka mig burtu héðan undir eins, pabbi?’
spurði Helen og þrýsti sér að honum. ‘Eg get ekki
verið undir sama þaki og jarlinn. Þetta hús getur
ekki lengur verið mitt heimili’.
‘Hvert viltu helzt fara?’
‘Eg veit ekki; mér er sama hvert eg fer. Farðu
með mig til einhvers staðar, þar sem við getum verið
saman þangað til eg er fullveðja’.
Barúninn hugsaði sig um.
‘Þú segir satt, Helen’, hræsnaði hann. ‘Hvort sem
þú giftist jarlinum eða ekki, þá er þetta ekki heimili
fyrir þig. Við verðum að forðast hneyksli. Eg skal
fara burt með þig á morgun. Láttu þernu þína raða
niður farangri þinum, á meðan eg hugsa um, hvert og
hvernig við eigum að fara. Treystu mér, Helen. —
Gjörðu skyldu þína, sem dóttir, og eg skal gjöra mína
sem faðir’.
‘Eg treysti þér, pabbi’, sagði Helen; en þó var
kvíði í rödd hennar. ‘Ef faðir minn vildi ekki vernda
mig, að hverjum ætti eg þá að snúa mér’.
Hún losaði sig úr faðmi hans, og hann stóð upp
og fór.
1 ganginum hitti hann jarlinn, sem var á leið til
hans. Barúninn tók handlegg hans, leiddi hann burt og
ofan stigann, án þess að tala eitt orð. Þeir gengu inn
í bókaherbergið.
‘Mig langar mikið til að heyra nýjungar, góði
barún minn’, sagði jarlinn. ‘Hvað segir dóttir yðar?’ {
‘Við íjigum erfitt starf fyrir höndum. Henni geðj-
ast ekki að yður, og hefir ásett sér að vera trygg við
Ronald og giftast honum, þegar hún er orðin full-
veðja. En af fávizku sinni leggur hún forlög sín í
okkar hendur’, sagði jarlinn og hló viðbjóðslega. —
‘Hún bað mig að taka sig héðan, og það ætla eg líka að
gjöra á morgun. En hvert á eg að fara með hana?
Það verður að vera til þess staðar, sem Ronald veit
ekkert um — þess staðar, jsar sem henni er ómögulegt
að halda við nokkru sambandi við hann —, það verð-
ur að vera einmanalegur og afskektur og leiðinlegur
staður, svo að hún verði fegin að bjóða yður velkominn,
þegar þér kornið að heiinsækja hana i einverunni. —
Hvert á eg a fara með hana?’
9. KAPÍTULI.
Hatursfull óvinútta.
Þegar Ronald Charlton kom út frá ungfrú Clair,
gekk hann til herbergja sinna til þess að undirbúa burt-
för sína. Meðan hann var að því, var barið að dyrum
og inn komu kjallarayörðurinn og ráðskonan.
Ráðskonan hafði grátið og kjallaravörðurinn var
líka sorgbitinn.
‘Lávarður’, sagði kjallaravörðurinn, ‘mér er sagt,
að þér ætlið héðan fyrir fult og alt. Er það satt?’
‘Já; Delamy’, svaraði Ronald. ‘Eg hefi enga heim-
ild til að vera hér lengur’.
‘Frú Partlet og eg höfum verið hjá þessari eðal-
lyndu fjölskyldu í mörg ár’, sagði Delamy. ‘Við héld-
um öll, að við fengjum að vera hér kyr, þegar þér
yrðuð jarl, og að lif okkar endaði í yðar þjónustu.
Nýji jarlinn hefir sagt upp öllu vinnufólkinu, og við
verðuin að fara strax. Hann ætlar að fá sér nýtt
vinnufólk frá London og Frakklandi. Við erum nú
komin til yðar i jivi skyni, að biðja yður að taka okk-
ur í yðar þjónustu’.
‘Það er inér ómögulegt, Delamy’, svaraði Ronald
hnugginn. ‘Eg er nú fátækur. Eg hefi hvergi höfði
mínu að að halla. Eg verð hér eftir að leigja mér her-
bergi einhversstaðar og vera minn eigin jijónn’.
Þau urðu bæði hissa og sorgbitin við að heyra
þetta. Delamy kvaðst vilja fá sér vist i London og
koma svo aftur til Ronalds, þegar honum gengi betur.
‘Partlet og eg ætlum að taka bóndabýli á leigu’,
sagði ráðskonan. ‘Við ráðgjörðum jiað i gærkveldi.
Partlet ætlar að hafa margar kýr; en eg er fær um
að búa til ost og smjör, eins og þér hrósuðuð mér svo
oft fyrir, þegar þér voruð lítill, lávarður. Þegar betri
dagar koma, biðjum vér yður, að taka okkur aftur í
yðar þjónustu’.
Ronald lofaði þvi, og svo fóru þau út.
‘Og nú verð eg að fara’, sagði ungi maðurinn, —
‘vera mín hér er á enda’.
Hann leit yfir herbergi sín og fór svo út. Hann
gekk ofan stigann og út úr húsinu uin hliðardyr.
Hann gekk niður hjallann í fögru gangana í blóma-
garðinum. Fyrir framan hann var grasi vaxin slétta,
sem hér og hvar var skreytt trjám, og utan við gras-
sléttuna var hinn loftgóði garður með gömlum eikar-
og beykitrjám, breiðu vegunum og fögru stigunum,
hreinu smátjörnunum og stóra vatninu í miðjunni
með bátaskálanum, sem geymdi tvo snotra skemti-
báta.
Ronahl nam staðar í jaðri garðsins og horfði þrá-
andi augum á sína mistu Paradís.
Aldrei hafði honum virst Charlewick-le-Grand
jafn fagurt og nú. Byggingin var stór, listalega bygð,
með afarmikilli framhlið, — ein af þessum konung-
legu byggingum, sem Bretland er svo upp með sér af.
Við framhliðina og að vestanverðu var hjalli, að sunn-
an og austan voru jurta- og blómagarðar. Gripahúsin
og önnur hús voru í nokkurri fjarlægð bak við aðal-
bvgginguna, og kringum alt þetta var fögur kjarrgirð-
í ing. Tilsýndar var alt þetta stórkostlega fallegt.
Lengi horfði Ronald á fyrverandi heimili sitt,
sneri sér svo við, stundi og hélt áfram til þorpsins,
Litla Charlewick. Hann gekk styztu leið i gegnum
garðinn og út um lítið hlið, sem hann hafði lykil að.
Þegar hann hafði gengið mílufjórðung, var hann
staddur i miðju þorpinu hjá veitingahúsinu, sem al-
ment var kallað Granby Markisinn.
Feiti gestgjafinn tók á móti honum í dyrunum
með mikilli virðingu, og fór með honum upp á loft
til beztu herbergjanna.
í daglegu stofunni þar fann Ronald Harton lög-
mann, sem hafði beðið hans. Gestgjafinn yfirgaf þá
og fór ofan.
Þeir áttu langt og áríðandi samtal. Harton var
gamall maður og vel kunnugur öllum kringumstæðum
i Charlewick fjölskyldunnar, þar eð hann hafði verið
vinur og lögmaður hins framliðna jarls. Ronald hafði
þekt hann frá því hann var barn, og bar fult traust til
skarpskygni hans, dómgreindar og skynsemi, og þess
vegna sneri hann sér að honum.
‘Eg er á sömu skoðun og þér með það’, sagði Hart-
on að síðustu, ‘að jarlinn hafi ásett sér að giftast ung-
| frú Clair. Það eru margar ástæður, sem koma hon-
| um til að vilja fá hana fyrir konu. Hann dáist að
henni; það geta allir séð. Æska hennar, fcgurð, auð-
j ur og samband hennar við hinar mest metnu aðals-
mannaættir, eykur löngun hans til að fá hana fyrir
j konu. Eg þekti Odo vel, og 20 ár hafa naumast breytt
honum mikið. Þrátt fyrir hans háu stöðu i mannfé-
laginu, þráði hann enn hærri stöðu og metorð. Hann
myndi ekki giftast hinni rikustu stúlku á Englandi,
ef hún væri ekki af aðli. Og það, að hún vill ekki
giftast honum, hvetur hann enn meira til að ná í hana.
Sem drengur varð hann strax leiður á því, sem hann
fékk fyrirhafnarlaust, en mótstaðan vakti hjá honum
óstöðvandi þrá. Eg hefði átt að sjá möguleikann á
því að hann kæmi aftur, og hirðuleysi mitt í því efni
finst mér næstum glæpur. Ef mögulegt væri að koma
í veg fyrir, að hann tæki undir sig allan auðinn, þá
skyldi eg hiklaust gjöra það; en til þess er enginn
mögulegleiki. Hann er of vel þektur hér til þess, að
nokkur efist um að hann sé Odo Charlton’.
‘Afi ininn þekti hann’, sagði Ronald. ‘Þér þekt-
uð hann og vinnufólkið líka. Nei, í því efni er gagns-
laust að höfða mál á hendur honum’.
‘Ef barúninn væri annar maður en hann er’, sagði
lögmaðurinn, — ‘en óskir eru gagnslausar. Þér meg-
ið búast við, að fá marga erfiðleika við að striða við-
víkjandi trúlofun ykkar, Helenar og yðar. Eg þekki
barúninn nærri því eins vel og jarlinn. Hann er að
miklu leyti eyðilagður af svalli og sællífi og var það
jafnvel þegar hann giftist hinni auðugu ungfrú Vava-
sour. Hann breytti svívirðilega við konu sína, og hefir
eflaust verið orsök að dauða hennar á tiltölulega ung-
um aldri; og hann hefði án efa eyðilagt eignir hennar,
ef það hefði ekki fyrirfram verið stranglega ákveðið,
að barn hennar erfði hana. Hann er ekki sá maður,
sem fremur glæpi af ásettu ráði; en- hann er eigin-
gjarn, sællífur og skeytir ekkert um gæfu dóttur sinn-
ar. Vesalings ungfrú Clair ’.
‘En til hvers ráðið þér mér, Harton?’ spurði lá-
varður Ronald. ‘Við Helen höfum komið okkur sam-
an um, að mætast í trjágarðinum við vatnið í kveld í
síðasta sinni, þar eð hún ætlar að flytja frá Charlewick.
Hvað á eg að segja henni? Hvernig á eg að ráðleggja
henni að gæta sín? Á eg að fá hana til að flýja með
méi ? Nei, jiað get cg ckki. Eg vil ekki stela konu-
efni mínu. Þegar eg gifti mig, vil eg gjöra það opin-
berlega, en ekki sem glæframaður. Helen er enn ekki
18 ára. Við skulum bíða þangað til hún er fullveðja
og getur gifst hverjum sem hún vill. Faðir hennar
getur ekki neytt hana til að giftast jarlinum, og ef að
hann beitir þvingun, getum við samkvæmt lögum feng-
ið handa henni annan fjárráðamann. Hún bíður, Har-
ton, og meðan hún bíður mín, verð eg að græða fé,
Eg vil ekki lifa af peningum konu minnar. Eg hefi
litlar árlegar tekjur, sem duga mér einum; en eg verð
líka að geta séð um lífsframfæri okkar beggja. En
hvernig get eg það?’
‘Það er nú t. d. lierinn —’.
‘Nei, nei; herinn er nógu góður fyrir unga pilta,
eða ríka menn, en hann er ekki fyrir mig’.
Ef þér viljið ganga í þjónustu kyrkjunnar, lá-
varður, þá eigið þér næga vini til að útvega yður feitt
prestsembætti’.
‘Nei’, sagði lávarðurinn; ‘eg vil aldrei ganga í
þjónustu kyrkjunnar til að græða peninga, enda þótt
að mörg prestsembætti gefi miklar tekjur. En ástæð-
an er sú, að eg hefi samvizku, og samvizka mín leyfir
mér ekki að vera hræsnari. En það er engin nauð-
syn á, að taka neina ákveðna ákvörðun um framtíð
inína nú, Harton. Eg hefi eflaust nægan tíma til að
hugsa um hana. Helen yfirgefur Charlewick á morg-
un, og eg ætla að fara frá Litlu Charlewick bráðlega.
Eg flyt til Crediton, ef yður finst það ráðlegt, og sezt
að i rólegu hóteli, og þá getum við talað um framtið
mina, þegar kringumstæður leyfa’.
Þessu var Ilarton samþykkur, og svo fóru þeir
að tala um annað. Þeir töluðu um nýja jarlinn, og
gjörðu tilgátur um hina dularfullu liðnu æfi hans, og
jiannig leið tíminn. Lögmaðurinn var hræddur um,
að þunglyndi kynni að ásækja Ronald, eftir þessa
sorglegu viðburði: afamissirinn og eignamissirinn, og
ásetti sér því að vera kyrr í veitingahúsinu, þangað til
Ronald færi þaðan daginn eftir.
Þeir borðuðu dagverð kl. 6, og um kl. 8 fór Ron-
ald að finna Helenu, samkvæmt umtali.
Hrifinn af óljósum grun um yfirvofandi hættu fór
gamli lögmaðurinn stundu síðar á eftir honum.
Ronald gekk inn i dimma garðinn beina leið að
vatninu.
Það var komið kveld og dimt á milli trjánna. Ron-
ald gekk fram á vatnsbakkann og kallaði:
‘Helen, Helen ’
Ekkert svar kom. Ungfrú Clair var enn ekki kom-
in. Ronald kveikti á eldspítu og leit á úrið sitt. Hann
sá að enn vantaði nokkrar mínútur til hins ákveðna
tíma. Hann fór að ganga aftur og fram um bakkann
i skugga trjánna og hlustaði eftir fótataki.
Loks heyrði hann hratt og liðugt fótatak á einum
stignum, sem lá að vatninu. Han nþekti undir eins
fótatakið o gnam staðar. Fótatakið færðist nær og svo
hætti það, en þá var sagt lágt:
‘Ronald, ert þú hérna?’
‘Hérna, Helen’, svaraði hann við naustið.
Helen kom fram á milli trjánna og gekk út á bakk-
ann í svörtum sorgarbúningi. Ronald þaut til hennar
og þrýsti henni að hjarta sínu.
Hún skalf og hjarta hennar barðist ákaft.
‘En, Helen, ertu hrædd við að ganga um garðinn
á þessum tíma dags?’ spurði Ronald. ‘Þú ert svo
hræðsluleg.’
‘Eg—eg hélt þeir eltu mig,’ sagði hún og leit í
kring um sig. ‘Eg er ekki hrædd að eðlisfari, en eg
er viss um að eg var elt.’
’En hver skykli hafa elt þig? Sá faðir þinn þig
fara?’
‘Eg veit ekki hvort nokkur sá mig. Eg borðaði i
mínu eigin herbergi klukkan 7, en ekki með pabba eða
jarlinum, og þar er þerna mín enn innan lokaðra dyra,
til þess að dylja burtför mína. Eg læddist út um vest-
ari girðingardyrnar og kom inn í garðinn eftir króka-
leið í gegnum kjarrið. Þegar eg gekk í gegnúm garð-
inn, fanst mér eg finna vindlareyk frá hvíta skálan-
um, og strax á eftir er eg viss um að hafa heyrt fóta-
tak á eftir mér’.
‘Þetta er liklega ímyndun, góða mín’, sagði hann
blíðlega. Hlustaðu nú. Þú heyrir ekki til neins. Það
er enginn í nánd við okkur nú. Seztu við hlið mína
hérna á tröppuna — nú, jæja. Hefir barúninn talað
við þig. Eg mætti honum og jarlinum, þegar eg kom
út frá þér’.
‘Já, pabbi kom einsamall til mín. ó, Ronald, hann
er ekki eins og eg bjóst við, enda þó eg muni vel,
hvernig hann hagaði sér áður fyr. Ilann skeytir ekk-
ert um mig. Ilann mintist ekki á afa þinn, sem var
mér svo góður, en talaði um Odo jarl og — þig’.
‘Hvað segir hann um mig, Helen?’
‘Hann er andvígur trúlofun okkar nú, siðan fram-
tíðarhorfur þínar breyttust. Hann var beiskur gagn-
vart þér, en eg neitaði að svikja loforð mitt. Hann
sagði mér að Odo vildi fá mig fyrir konu, og hann vildi
að eg tæki tilboði hans, en eg neitaði og hann reiddist;
svo reyndi eg að sýna honum fram á ósanngirni hans,
og eg vona, að hann tali ekki oftar til mín um jarlinn.
Eg krafðist þess, að við færum strax frá Charlewick,
og það samþykti hann. Við förum þaðan á morgun’.
‘Og hvert farið þið, Helen?’
‘Eg veit það ekki, — hvert sem vara skal frá jarl-
inum. Eg á sjálf jarðir, og pabbi og eg getum búið á
einhverri þeirra, þangað til eg giftist þér. Eg held,
að við förum fyrst til London. ó, Ronald, eg vildi að
eg gæti farið til langömmu minnar, frú Vavasour, sem
ól upp mömmu mína; en vildi ekki sjá hana eftir að
hún giftist pabba, sem gömlu konunni geðjaðist illa
að. Heldurðu að frú Vavasour mundi veita mér við-
t‘ku?’
‘Hún hefir hingað til neitað að sjá þig, Helen.
Hún er nærri 100 ára gömul og hlýtur að vera veik-
burða. Faðir þinn myndi ekki leyfa þér að fara til
gömlu konunnar, þó hún væri þér vinveitt. Barúninn
dvelur eflaust nokkra daga i London. Þú verður að
skrifa mér vikulega og segja mér frá ferðum þínum og
áformum. Eg verð kvíðandi, þangað til eg veit að þú
hefir sezt að einhversstaðar fyrir lengri tima’.
‘Þú þarft ekki að kvíða, Ronald. útsjón okkar er
nógu dimm, án þess að við hræðumst að oþörfu’, sagði
unga stúlkan fjörlega. ‘Pabbi getur ekki þvingað mig
inn í viðbjóðslegt hjónaband, þó hann vilji það. Eg
er ekki svo ósjálfstæð, að eg láti undan honum, enda
mun hann naumast reyna það. Hann leggur mikla
áherzlu á að eiga góða daga. Við setjumst einhvers-
staðar að í ró og næði, og árin líða, unz þú kemur og
sækir mig’.
‘Og við skulum oft finnast á þessum biðtíma’,
sagði Ronald glaðlega. ‘Eg skal ekki missa sjónar af
þér, Helen!’
Þau töluðu lengi og alvarlega saman. Þau leidd-
ust og gengu aftur og fram um bakkann og ráðgjörðu
ýmislegt viðvíkjandi ókomna tímanum, og bæði reyndu
þau að sýnast kátari en þau i raun og veru voru.