Heimskringla - 05.08.1915, Blaðsíða 7

Heimskringla - 05.08.1915, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 5. ÁGÚST 1915. HEIMSKRINGLA BLS. 7 1 Þingmannsefni Konservatíva í Manitoba Assiniboia Arthur Beautiful Plains . . .J H. Irwin. Birtle Brandon . . .Sir James A. M. Aikins. Carillon Cypress . . . (íeorge Steel. Dauphin Deloraine C. IV. fíeid. Dufferin .. .á. S. Argue. Elmwood Emerson Gladstone Glenwood Gimli Gilhert Plains Grand Rapids Hamiota . . .James M. Fraser. Iberville Kiidonan & St. Andrews... ...Richard Saunders. Killarney ...Hon. Geo. Lawrence. Lakeside Lansdowne ...W. J. Cundy. Le Pas .. .Frestað La Verandrye Manitou Minnedosa ...John Muir. ' Mountain .. .J. T. Dale. Morden-Rhineland Morris ...Jacques Parent. Nelson-Churchill .. .Frestað Norfolk ... fí. I'. Lyons. Portage la Prairie ...F. G. Taylor. Roblin .. .F. V. Newton. Rockwood ... Thomas Scott. Russell St. Bonifaee .. .Jos. A. Beaupre. St. Clements ... Thomas Hay. St. Rose St. George .. .Páll Reykdal. Swan River Turtle Mountain ...Hon. Jas. Johnson. Virden . . .P. A. Knight. Winnipeg South . . .Lendrum McMeans. Winnipeg South ... W. J. fíoyd. Winnipeg Centre Winnipeg Centre ...//. M. Hannesson. Winnipeg North Winnipeg North . . .J P. Foley. Sextíu manns geta fengið aðgang að læra rakaraiðn undir eins. Ti! í>ess að verða fullnuma þarf aðeim- 8 vikur. Áhöld ókeypis og kaup borgað meðan verið er að læra Nemendur fá staði að enduðu námi fyrir $15 til $20 á viku. Vér höfum hundruð af stöðum þar sem þéí getið byrjað á eigin reikning. Eftir spurn eftir rökurum er æfinlegs mikil. Til þess að verða góður rak ari verðið þér að skrifast út frá Alþjóða rakarafélaginu. INTERNATIONAL BARBER COLLEGE. Alexander Ave. Fyrstu dyr vestan við Main St., Winnieg. Islenzkur ráðsmaður hér. CARBON PAPER for TYPEWRITER—PENCIL— PEN Typewriter Ribbon for every make of Typewriter. G. R. Bradley & Co. 304 CANADA BLDG. Phone Garry 2899. Nýja stjórnarskráin. Visi þykir ]>að hlýða, að rifja upp fyrir lesendum sínum, hverjar breyt ir.gar nú eru orðnar á stjórnar- skrá landsins, eftir að frumvarp þingsins nú er staðfest. Heiztu breytingarnar eru þá þess- ar: — Ákvæðið um, að lög og mikils- varðandi stjórnarráðstafanir skuli bera upp fyrir konungi “í ríkis- íáði”, er felt í burtu, en í þess stað sett: “þar sem konungur ákveður”. Ákvæði um eftirlaun ráðherra og annara embættismanna feld í burtu og má nú afnema þau með einföld- um lögum. Ráðherrum má fjölga með ein- földum lögum, en landritaraem- bættið leggist þá niður. Það er ákveðið í stjórnarskránni, í S konungur skuli vinna eið að benni; konungur er hér eftir frið- helgur og alþingi einnig. Konungkjörnir þingmenn falla úr sögunni; en i þeirra stað verða kosnir 6 þingmenn til efri deildar með hlutfallskosningum um land alt til 12 úra. Varamenn á að kjósa jfanmarga og samtímis, og taka þeir við þingsetu, ef aðalmenn falla frá. Isabel Cleaning and Pressing Establishment J. W. aUINN, .iKandl Kunna manna bezt að fara mel LOÐSKINNA FATNAÐ ViBgreríir og breytlngar á. fatnaöi. Phone Garry 1098 83 Isabel St. horni McDermot Columbia Grain Co., Limited 140-44 Grain Exchange Bldg. WINNIPEG TAKIÐ EFTIR! Vér kaupiim hveiti og aöra kornvöru, gefum hæsta verð og ábyrgjumst áreiðanleg viðskifti Skrifaðu eftir upplýsingum. TELEPHONE MAIN. 3508 Alinennur kosningarréttur lög- leiddur, þannig að allir landsmenn. karlar og konur, sem ekki eru í skuld fyrir þeginn sveitarstýrk og liafa óflekkað mannorð, fá kosning- arrétt til neðri deildar 25 ára að aldri og til efri deildar (í hlut- bundnum kosningum) 35 ára; ' þó Jiannig, að á fyrstu kjörskrána, sem samin verður eftir að stjórnarskrá- in ér gengin í gildi, komast að eins þeir af nýju kjósendunum (sem ekki áttu kosningarrétt eftir eldri stjórn- arskránni), sem eru 40 ára og eldri, en á næstu kjörskrá þeir, sem eru 39 ára o. s. frv., og líða þá 15 ár þangað til almenni kosningarréttur- inn er að fullu i gildi genginn.*) Til efri deildar hafa ailir kosn- ingarrétt 35 ára og eldri með sömu takmörkunum. Kjósendum til alþingis fjölgar all- mikið við þetta, þar sem nú bætast við allir karlmenn 25 ára og eldri. sem ekki hafa goldið 4 krónur i aukaútsvar; allir vinnumenn og alt kvenfólk á landinu, og niun Vísi reyna við tækifæri að fræða lesend- ur sína á þvi, hversu stór þessi við- bót er — sýnd í tölum. Engann má kjósa á þing, nema hann eigi heima hér i landi og sé fæddur hér, eða hafi átt hér heimili siðustu 5 árin. Dómarar, sem ekki liafa umboðsstörf á hendi (yfirdóm- arar) mega ekki framar á þing koma. — Annars eru allir kjörgeng- *) Þetta fyrirkomulag hafa Danir tekið eftir Islendingum; en þeir Jón sál. frá Múla og Jón ólafsson eru upphafsmenn að því. ir til hvorrar deildar, sem kosning- arrétt eiga.*) Aukaþing verður að kalla saman. ef meiri hluti þingmanna í báðum deildum krefst þess. Yfirskoðunarmenn verða hér eft- ir 3, kosnir í sameinuðu þingi með hlutfallskosningu; áður voru þeir tveir og kosnir sinn í hvorri deild og því vanalega báðir af sama fiokki. Með einföldum lögum má breyta um eða afnema þjóðkyrkjuna. Lög um samband íslands og Dan- merkur ganga ekki í gildi, nema þau hafi áður verið samþykt við al- menna atkvæðagreiðslu allra kosn- ingabærra manna í landinu. *) Svo virðist því, sem alútlend- ur maður, sem ekki kann stakt orð í íslenzkri tungu, að eins ef hann er fæddur hér í landi og á hér heima, þegar kosning fer fram, geti orðið hér alþingismaður. Bretar búa til flugvélar sínar. Fyrir nokkru var þess getið að Bret ar hefðu pantað 16 millíón dollara virði af hinum beztu flugdrekum héð an úr Ameriku. Og einlægt hafa þeir verið að fá þá úr Bandaríkjunum, siðan striðið byrjaði, og heima hjá sér hafa þir verið að láta smíða þá of kappi. En hér og hvar um landið er verið að kenna mönnum flug á þeim viku eftir viku. Söguhöfundur- inn Wells hefir barist fyrir þvi, að þeir gjörðu áhlaup á Þýkaland með 10,000 flugdrekum. Bretar hafa sjö þúsund flugrnenn heima. Nú er það fullyrt, að þeir muni bráðlega fara að gjöra áhlaup þetta og hafi þeir heima nú sem stendur vist ein 7,000 flugmanan, sem vel eru æfðir, og einlægt læra fleiri og fleiri. Ef að flugdrekar þessir færu í stórhópum, 800 til þúsund á hverj- um degi, þá ætla menn að skjótt myndi um skifta. Þeir gætu eyði- lagt Krúpp smiðjurnar í Essen. Þeir gætu flogið yfir Kielarskurð og gjört ]iar óskunda herskipum Þjóðverja og virkjum. Þeir gætu eyðilagt all- ar helztu járnbrautarstöðvar Þjóð- verja, svo að þeir gætu ekki lengur þotið á járnbrautarlestunum af ein- um vigvellinum til annars. Þeir hafa sent dreka þessa í smá- hópum yfir Belgiu, 20—30 i hóp, og liafa þeir hreinsað Belgiu af Zeppe- iinum. Og þegar þeir hafa mætt Þjóðverjum í loftinu, þá hafa Bretar vanalega betur og eins Frakkar. Yfir hundrað mílur á klukkutíman- um. Þá er og það eitt, sem Bretar hafa fram yfir Þjóðverja, en það er það, að flugvélar Breta, þessar hinar nýju, eru fljótari en flestar aðrar, því að þær eiga að fara yfir hundr- að mílur á hverjum klukkutíma. — Með þeirri ferð gætu þeir farið frá ströndum Englands inn á land það, er Þýzkir nú halda, á eiúum klukku- tíma; þær gætu meira að segja flogið þvert yfir alt Þýzkaland og iií baka aftur á einum degi> Þeir ættu því sem fyrst að fara að heilsa upp á Bertu Krúpp og frúna Vilhjálms í Berlin, og Vilhjálm, ef hann er heiina, og marga fleiri staði og hefðarmenn mættu þeir heim- sækja. Yfirgangur Þjó'Sverja. Frá Berlín kemur sú fregn hinn 22., að þar hafi stjórnin opinber- lega lýst því yfir (official declara- tion), að allir þeir Þýzkir menn séu sekir um landráð, sem vinna á verk- smiðjum, í hlutlausum ríkjum, að því að búa til vopn og herbúnað fvrir óvini landsins, og komi sök þeirra undir 89. grein hegningar- laganna, er leggi alt að 10 ára fang- elsissök við þessu. Önnur grein gjörir ráð fyrir lög- sókn manna þessara, þó að þeir séu í öðrum ríkjum, og er gjört ráð fyrir að Þjóðverjar fari að lögsækja alla þessa menn. Þessi fregn er tekin úr Daily Mail, 23. júlí sl. —- Sé þetta satt og geti þeir komið þessu fram, þú eru fleiri farnir að ráða lögum og lofum í Bandarikjun- um til dæmis, en Jónatan gamli. — Skyldi þetta vera byrjunin? NÝ VERKSTOFA Vér erum nú færir um að taka á móti öllum fatnaði frá yður til að hreinsa fötin þín án þess að væta þau fyrir lágt verð: Suits Steamed and Pressed 50c Pants Steamed and Pressed 25c Suits Dry Cleaned.$2.00 Pants Dry Cleaned.60c Fáið yður verðlista vorn á öllum aðgjörðum skófatnaðar. Empress LanndryCo.Ltd. Phone St. John 300 COR. AIKENS AND DUFFERIN Or víggröfunum. Hann var undirforingi í einni írsku hersveitinni (Irish Rifles) og mælti: “Eg er nýkominn frá nályktinni af likum hinna föllnu í skotgröfun- mn, þar sem dauðir hermennirnir stara á mann með stirðnuðum aug- um. Hersveit mín hefir verið i reglu legum eldi skothríðanna núna viku eftir viku, og það er nærri óskiljan- legt, að nokkur maður skuli vera lif- andi eftir. Vér byrjuðum áhlaupin hinn 18. júli, og eg vildi mér væri roögulegt að lýsa öllum þeim ósköp- um, sem vér urðum að þola. Frá byrjun vorum vér liðfærri en óvin- irnir, og þó að vér fengjum liðstyrk seinna, þá voru hinir þó einlægt fleiri. Þjóðverjar steyptu yfir oss kynstrum öllum af sprengikúlum með gasi og einhverju fljótandi eitri, tn það var eins og ekkert gæti unn- ið á írsku drengjunum. “Tuttugu hroða-áhlaupin gjörðu Þjóðverjar á oss. En hvernig sem þeir ruddust fram og brutust um, þa gátu þeir ekki rótað hergarði vprum. Þeir steyptust yfir oss, sem ránfuglar á smáfuglahópa, og var sem þeir. hirtu hvorki um lif né dauða. En við tókum þá til marg- skeytlanna, maskinubyssanna, og létum kúlnastraumana leika um brjóst og höfuð þeirra, og úr því fór nú leikur þessi að verða þeim nokk- uð dýr. Þegar vér hættum þessu og mask- ínubyssurnar þögnuðu, þá sáum vér ekkert annað en langa, gráa hrúgu tða röð fyrir framan okkur. Það voru líkamir dauðra og deyjandi raanna; enginn var uppistandandi. En vér höfðum lika látið fjölda manna; en þeir gátu ekki rótað oss; vér höfðum ekki rótað oss, en héld- um sömu stöðvum og vér höfðum, þegar hriðin byrjaði; og þegar vér réðumst á þá undir það seinasta, þá var átakanlegt að heyra irsku urengina syngja: “There is a green hill far aiiHty”, — syngja og berj- ast”. Undirbúningur ÞjóíSverja í Canada. Það er að komast upp, að Þýzkir hafa verið að búa sig undir komu bræðra sinna hér i Canada, sem á Frakklandi og í Belgiu, áður en striðið hófst. Það var í Chateauguay, nálægt Montreal, að menn fundu virki bygt úr steinsteypu, og var það auðsjá- anlega ætlað þungum og stórum fatt | hyssum, eins og stóru Krúpp byss- urnar eru. Þetta var bygt meira en fyrir ári siðan af þýzkum manni, sem þar var. Af bletti þessum má heft^ ferðir allar á járnbrautum Austur-Canada og flutninga eftir J skipaskurðum (Soulanges Canal). Vart hefir þarna orðið flugmanna j hvað eftir annað, sem enginn veit, j hverjir eru. Þeir fljúga mest a nótt- um og hverfa suður í Bandariki. — Grunur liggur á útbreiddu samsæri þýzkra, ekki einungis í Bandaríkj- um, heldu einnig í Austurfylkjum Canada. En það er nú að verða ljóst, að það verður harður leikur að hrekja Bússa þaðan, ef að þeir taka á móti j og er nú sem þeim þyki mikið um j ;>ð gjöra og mikið undir komið, að | vel taki’st; því að þessa dagana eru | millíónir manna um alt Rússaveldi að safnast saman í kyrkjum og bæna j liúsum, klaustrum og dómkyrkjum, J og skyldi haldinn 24 stunda bæna- j dagur til að biðja um sigur móti Þjóðverjum. Fréttaritari btaðsins Daily Mail srndi hinn 21. júli svolátandi skeyti frá Petrograd: “Þenna dag hringja bjöllur allar i; kyrkjum um þvert og endilangt Rúss J land og kalla menn til bænar til að j biðja nú um sigur. Og þó að heitt s veður í höfuðborginni, þá er hver j kyrkja troðfull af fólki, og þar standa menn svo þétt sem hægt er klukkutima eftir klukkutíma og geta ekki snúið sér við; en klerkar tóna og lesa lítaníur og bænir, en söng- fiokkarnir syngja einn sálminn eftir annan í uppihaldslausri runu; og j svo er mannfjöldinn mikill, að hann i ™ D0M1NI0N BANK Hurnl Vntrr Dnm* »« Sh.rhrooke S«r. Hnfnnntðll uppb____ „ . .« B.OtHMHKI VBraRjtltlnr,... „ „ „ .1 7,000,000 Allar etKntr . . „ ... $7X000,000 Vér óskum eftir vitlskiftum verz- iunarmanna og Abyrgumst ab gefa þetm fullnægju. SparisJótSsdeild vor er sú stœrsta sem nokkur banki hef- lr i borginnl. tbúendur þessa bluta borgarlnnar óska aTJ sklfta vlb stofnun sem þeir vlta ab er algerlega trygg. Nafn vort er fulltrygging óhlutlelka. ByrJlB spari lnnlegg fyrir sjálfa ybur, konu og börn. W. M. HAMILT0N, RáSsmaSur PUONE GARRY 3450 Með innstæði í banka geturðu kepyt með vildarverði. Þú veist að hvað eina er dýrara verðurðu að kaupa í lán—Hversveg- /ía ekki að temja sér sjálfsafneitun um tíma ef nauðsyn her til, má opna spari- sjóðsreikning við Union Banka Canada, og með peninga í höndum má kaupa með peningaverði. Sá afsláttur hjálpar til að auka bankainnstæðu þína, og þú hefir gert góða byrjun í áttina til frjálslegs sjálfstæðis. L0GAN AVE. 0G SARGENT AVE., ÚTIBO A. A. Walcot, bankastjcri ------------------------------------------------- t kemst ekki inn, og utan við Kam- t.ómkyrkjuna standa þúsundir af fólki og fer þar fram sami söngur- inn og lesturinn sem inni, og svo tr víða”. Fréttaritari blaðsins Morning Post sendir þvi blaði sama daginn fregn frá Petrograd á þessa leið: “Nikuiás hertogi er nú umkringd- ur á ]rrjá vegu; en hann hefir skip- að þannig sveitum sinum, að hann getur beitt liði sínu á alla kanta eða hlaðið sveitunum saman á hvern þann stað, sem honum þykir mest við þurfa. Þetta er æfagömul bar- dagaaðferð, og hafði hana fyrstur Epaminondas í orustunni við Leu- ctra, er hann vann sigur á Spart- verjum. Sjaldan hefir mikill og vitur hers- höfðingi verið svastaddur, sem Nik- ulás hertogi er nú, til þess að geta notað aðferð þessa. Hferflokkum Þjóðverja er nú skipað svo, að þeir leggjast sem tangir um Warshau og herflokka Rússa. Ef að Þýzkir geta klemt kjaft tangarinnar saman, þá mylur hún alt: herflokka Rússa — liklega einar tvær millíónir rnanna - kastalana með öllum þeirra virkj- um og fallbyssugörðum og borgina sjálfa og alla þá, sem i henni eru. En ólíklegt er, að Nikulás leyfi þeim að mætast, svo að eigi setji hann ginkefli í hvopt á trölli þessu eða gómsparra. Nú sem stendur lítur svo út, sem hann snúist mest við þeim, sem a3 norðan koma; en hafi aðeins rnenn syðra til að halda þeim, sem þar sækja’ á, aftur og tefja fyrir þeim. Enginn getur gizkað á, hvernig fer þarna eða hver endalok verða. En búist er við, að þarna verði hin mesta orusta, sem enn hefir fyrir komið í stríðinu og þá um leið i öll- um heimi. Og sjálfsagt verður það fleiri daga bardagi, ef að Nikulás heldur ekki undan. — í Pólen stendur við sama. — Mackensen kemst ekkert áfram við Lublin Kholm og Ivangorod, hvern- ig sem hann hamast. Þýzkir notuðu eiturgufu til að komast yfir Narew ána, sem þeir hafa orðið að stansa við, og enn eiga þeir harða tíma fyrir höndum áður en þeir taka Warshau. Og ákaflega dýrt er þeim orðið þetta, því að allstaðar berjast Bússar af hinni mestu hreysti. KONUNGAFUNDUR. Þrír konungar ætla nú að hafa fund saman í Aþenuborg á Grikk- landi. Eru það konungar Rúmaníu, Búlgaríu og Grikkja, og ineð þeim íáðgjafar þeirra. — Er það ætlun manna, að þá muni gjört út um það, með hverjum þeir verði í stríði þessu. Það er seint nokkuð, en betra seint en aldrei. Skrá yfir Verzlunarmenn og Sérfræðinga Talafmi Maln Dr. J. G. SNÆDAL TANNL.EKNIR Suite 313 Enderton Block Cor. Portage Ave. og Hargrave St. E. J. SKJÖLD DISPENSIYC; (HEMIST Cor. Simcoe and Wellington Sts. Phone Garry 4308 WIYYIPEG Vér höfum fullar birgölr hreinu^tu lyfja og meöala, KomiÖ meö lyfseöla yöar hinp- aö vér gerum meöuiiu uákvœmleKH eftir ávlsau la'knisins. Vér sinnum utansveita pönunum og selium flriftingaleyfl. C0LCLEUGH & C0. 'fotre Dame \ve. & Siierbrooke St- Phone Garry 2690—2691 blNASTA SKÓVIÐGERÐ. Mjög fín skó viögertS á meðan hú bíöur. Karlmanna skór hálf botn- aðir (saumaö) 15 mínútur, gútta- bergs hælar (don’t slip) eöa leöur, 2 mínútur. STEWART, 103 Pacfflc Ave. Fyrsta búð fyrir austan aðal- stræti. SHAW’S Stærsta og elsta brúkaöra fata- sölubúöin i Vestur Canada. 479 Notre Dame Avenue GISLI G00DMAN TINSMIDUR Verkstæöi:—Horni Toronto St. or Notre Dame Ave. I’lioae Helmllia Garry 2988 Garry 899 A. S. BARDAL selur líkkistur og annast um útfarlr. Allur útbúnaöur sá besti. Ennfrem- ur selur hann allskonar mlnnisvaröa og legsteina. 813 Sherhrooke Street. Phone Garry 2152 WINNIPEG. MARKET H0TEL 146 Princess St. á mótl markaölnum Bestu vinföng vlndlar og aöhiyn- Ing góö. Islenzkur veitingamaö- ur N. Halldorsson, lelöbelnir Is- lendlngum. P. O’COMNBL, elgandl WINNIPEG

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.