Heimskringla - 05.08.1915, Blaðsíða 8

Heimskringla - 05.08.1915, Blaðsíða 8
BLS. 8 HEIMSKRINGLa WINNIPEG, 5. AGÚST 1915. Ávarp til kjósenda í kjördeild B, í Mið-Winnipeg. HEIÐRUÐU KJÖSENDUR! Með því að allir hinir beztu vinir og kunniogjar mínir, og allmikill hópur Kon- servatíva í Winnipeg, hafa óskað þess og lagt að mér að sækja um þingsetu á hinu komandi löggjafarþingi fylkis þessa, þá hefi eg nú orðið við tilmælum þeirra, og vonast til þess, að allir þeir standi nú með mér, sem vilja fram koma skoðunum þeim, sem hinn nýji flokkur Konservatíva álítur hin mestu velferðarmál fylkisins og brýna nauðsyn sér á, að koma fram sem alira fyrst. Eg vil geta þess, að eg fylgi hinni nýju stefnu Konserva- tíva, eins og hún var ákveðin á fundinum mikla í Winnipeg hinn 14. og 15. júlí síðastliðinn. Mér er það því ljúfara, sem eg var á þeim fundi og átti nokkurn þátt í útbúning málanna undir fundinn, og var einn þeirra, sem hét því, að fylgja fram öllum málum þessum, eða hinni nýju stefnu Konservatíva eftir mætti. Því að þetta er verulega ný stefna. Hið gamla liggur bak við oss; en nýja stefnan er komin í stað hinnar gömlu, með nýjum hugsjónum, með nýju marki að keppa að. En láta hið gamla hverfa í gleymskunnar haf. Komandi tím- inn verður að sýna, hvort kjósendur og kjörnir menn gegna skyldu sinni og heitorðum, að vinna að framgangi mála þessara af ítrustu kröftum og víkja ekki þverfet frá þeim. Um ástand og háttalag hinnar fyrri stjórnar og allra þeirra stjórna, sem hér hafa á undan farið, vil eg ekkert tala. Eg hefi ekkert verið við það riðinn á einn né neinn hátt. Það er sorglegt, að slíkt skuli hafa fyrir komið; sorg- legt, að þjóðin skuli hafa þolað þetta stundu lengur. Það mun standa fyrir sjónum eftirkomandi tímans, sem aðvar- andi mynd hluta þeirra og gjörninga, sem menn eigi að fyrir- líta, og sem enginn má þola að haldist nokkrum manni uppi, hvort sem hann er æðri eða lægri. Það eru mörg málin í stefnuskrá Konservatíva hinna nýju, sem helzt þola enga bið. Það þarf að snúast við þeim undir eins. — Eg vil taka fram: Fyrst—vínbannslögin. Ef að þeim verður nú ekki ráðið til heppilegra lykta, ef að Macdonald lögunum verður skotið undir stól og tekin upp einhver önnur aðferð, þá er þetta mesta velferðarmál fylkisins í svo mikilli hættu, að margur mun um sárt höfuð strjúka áður en bót verður á því ráðin. Annað—er allur þessi fjárdráttur og þessi hugsunarhátt- ur, að hafa stjórnina fyrir féþúfu og nota völdin til þess, að hafa eitthvað fyrir sjálfan sig. Á þessu þarf öllu að ráða bót og gjöra kosningarnar svo hreinar, að vér getum litið hver framan í annan og þurfum ekki kinnroða að bera, hvar sem vér förum, ef að minst er á kosningar í Manitoba. Það þarf að breyta kosningarlögunum og gjöra mönn- um erfiðara fyrir að koma þessum ósóma fram. Þá þarf að tryggja verkamönnum betur arð vinnu sinn- ar og hlynna að bóndanum, sem ber á herðum sér velferð og vellíðan allra annara. Þessu öllu vil eg framfylgja, sem öllu því öðru, sem upp er talið í stefnuskrá hinna nýju Konservatíva, — fylgja því fram af því viti og skynsemi, sem mér er léð, og til þess að fá málum þessum framgengt, sem fvrst og vissast, bið eg yður, heiðruðu kjósendur, um atkvæði yðar og stuðning. Winnipeg, I. ágúst 1915. H. M. HANNESSON. Fréttir úr Bænum. Ungfrú Josephine Yopni, að Tan- tallon P. O., Sask., hefir sent $8.00 í liknarsjóðinn til Pólverja. Þessir peningar eru ágóði af danssamkomu sem Islendingar héldu þar vestra. Sömuleiðis hefir ónefndur Norð- ur-Dakota búi sent einn dollar í sama sjóð. En Vegna þess, að hann lét ekki nafn sitt og áritun fylgja gjöfinni, getur móttökunefndin ekki sent honum viðurkenningu á annan hátt, en að geta gjafarinnar í þessu blaði. Hr. Bergþór Kjartansson smiður, 1 Fort Rouge, hefir legið veikur. — varð fyrir autó og beinbrotnaði og fékk meiðsli ðnnur. Mrs. Sigríður Indriðason, frá Mountain, systir Skapta sál. Brynj- ólfssonar, hefir verið hér í bænum rúma viku hjá mágkonu sinni Gróu, ekkju Skapta sál., en fór heim til Mountain, N. D., um seinustu helgi. Síra Rögnv. Pétursson messar í Únítarakyrkjunni á Gimli kl. 2 e. h. á sunnudaginn 8. ágúst. KENNARA VANTAR til Laufás skóla nr. 1211. Kensla byrjar 15. sept. i 3 mánuði. Byrjar aftur 1. marz 1916, þá aðra 3 mán- uði. Þriðja stigs kennarapróf ósk- ast. Tilboð, sem tiltaki mentastig og æfingu, ásamt kaupi, meðtekið til 14. ágúst. Bjarni Jóhannsson, Sec’y-Treas. Geysir, Man. Lesið um þetta? Lesið andvörp vínsalanna! Lesið vísindi hótelmannanna! Lesið pólitík bruggaranna! Lesið um framkomu bindindis | mannanna! Lesið um hina heilögu, fögru og blessunarríku umhyggju brenni vínssalanna fyrir yður og bömum yðar og bamabömum! Lesið um hælkrókinn, sem þeir eru búnir að hugsa sér að leggja I á kjósendur Manitoba,—um snið-1 glímuna, sem þeir hafa tilbúna: handa vinum sínum bindindis-! mönnunum! Lesið þetta, vinir, og hugsið! Lina Goodman, 24. ára gömul, dó úr tæringu á King Edward sjúkiia- húsinu þann 20. júlí. Hún var dótt- ir Sveins Goodmans í Pine Velley. Ú'tförin fór fram frá Fyrstu lútersku kyrkjunni og var líkið síðan sent til Pine Valley. íslendingadagurinn fór frarn í Winnipeg 2. ágúst í sýningargarðin- um. Veður var hið ákjósanlegasta. Fjölment líkt og vant er. Ræður góðar og vonum vér að fá þær í blaðið. Söngur ágætur, og tókst söngflokknum fyrirtaks vel undir forustu Mr. Brynjólfs Þorlákssonar. Grettir varð langhæstur allra, og Einar Jónsson hæstur Grettismanna. íslenzku glímurnar voru góðar og liöfðu flestir yndi af að horfa á þær. Alt fór þar ágætlega fram. Meira um hátiðahaldið i næsta blaði. Einhleypur maður vanur flestri vinnu óskar eftir vinnu frá 20. ágúst n.k. hjá bónda eða öðrum vinnu- veitendum, helzt sem lengstri. List- hafendur skrili G. .S. Friðriksson, P.O. Box 237, West Selkirk. Áhugamál Good- templara. Tillaga, sem borin var upp á Goodtemplara-fundi í stúk- unnl Skuld miðvikudags- kveldið 28. júlí sl., af Ásm. P. Jóhannssyni: — “Að stúkan Skuld, nr. 34, I.O.G.T., skorar hér með á alla Goodtempl- ara, að beita áhrifum sínum öll- um og óskiftum til þess að styðja að því, að Sir Ilugh John Mac- \ donalds vínbannslaga frumvarpið nái lagagildi eins fljótt og unt er. j En það verður því að eins að all- j ir Goodtemplarar verði einhuga \ um, að styðja til valda í kosning- j nnum 6. ágúst næstkomandi þann j flokk, sem tekið hefir á stefnu-\ skrá sína tafarlausa framkvæmd j áður greindra laga”. Uppástungumaður: Á. P. Jóhannsson. Sökum þess, að vér vorum ekki búnir að fá þessa tillögu, þegar vér prentuðum fyrirlesturinn (sem er á 3. bls.), verðum vér að biðja lesend- j ur velvirðingar á því, að tillagan verður að koma út á öðrum stað i blaðinu.—Kitstj. KENNARA VANTAR Fyrir Geysir skóla No. 776, fyrir þrjá mánuði. Kenslutíminn er frá j 1. okt. til 31. des. 1915. Umsækjandi tiltaki æfingu, mentastig og kaup. Tilboðum veitt móttaka af undir- skrifuðum til 31. ágúst 1915. Th. J. Pálsson, Sec’y-Treas. Geysir, Man. KENNARA VANTAR fyrir Reykjavíkur skóla No. 1489. Yerður að hafa Normal Training eða Professional Standing. Kenslu- tími frá 1. september til 31. desem- ber (4 mánuði). Umsóknum verður veitt móttaka af undirrituðum til 20. september. Umsækjandi tiltaki kaupgjald og æfingu. Reykjavík, Man., 23. júlí 1915. A .M. Freeman, Secy. 45-48-25-P H. STONE SARGENT AVE. GROCERIES, FRU/TS, ETC. Hin bezta búð í Vestur hluta bæjarins þar sem nýlenduvarningur, aldini og öll matvara er hin bezta. ::::::: Reynið okkur og gefið okkur tækifærl að sanna ykkur það sem vér segjum. : : PHONE GARRY 180 —Heimsækið okkar ný-tízku Isrjóma stofu— Fáðu þér land til eignar IIORGIST A 20 AHIIH ef l»fi vllf. Landlfi fæfllr ]>ík og klæð- ’ Ir oir ItorKar fyrlr mír NjAlft um lelft. Feyklmlklt5 fliemi af fyrlrtaks frjó- sömu landi er til aölu f VeNtur-Canada fyrlr lAat verft met5 kúAiiiii NkilmAlum, |>etta frA $11 til $;iO ekran á húnaöar- iöndum þnr Nem nó^ar eru rÍKninKar ok Aveitulöndin $.‘15 ekran.)SkilmAlar: Finn tuttuaaNtÍ af verðinu liorgÍMt út í hönd, hitt A 20 Arum. 1 Aveitusveit- um mA fA lAn ujip A byKKÍnsnr upp til $2000, er einni^ borgiat A 20 Arum. Leigan A lAni l>vf er aÖeliiN 0 per cent. I IVA er tækifærlð ab hæta vitS sig lönd- j um hinum meNtu eöa útveua ]>au handa vinum Ninum og nAgrönaum. Frekari * upPlý .sinuar fáNt hjA F. W. RUSSELL - - Land Agent Dept. of Natural Resourcea, C.P.R. DESK 30, C.P.R. DEPOT - WINNIPEG Fréttir frá Stríðinu. Eins og vér vorum búnir að segja fyrir löngu, þá hefir að því komið, að Rússar yrðu að hörfa undan frá Warshau. Þeir hafa lengi verið í j kreppu með skotfæri, og þó að jjeir j hafi menn nóga, þá er þýðingarlaust að ota fram vopnlausum mönnum í broðaslag þessuin. En þarna eystra hafa Þjóðverjar nú sótt að þeim með hálfa fjórðu millión manna, og sótt svo hart, að víðast hefir slagurinn staðið nótt og dag nú i meira en liálfan mánuð. Hjá báðum hefir mannfall orðið feykilegt, — ein hálf millión manna hjá hvorum fyrir sig. Að sunnan stóðu Rússar lengi fastir fyrir og sótti Mackensen þar á, og gekk lengi svo, að hann náði ekki járnbrautinni frá Lublin til War- shau, þó að hann sæji lestirnar ganga á henni á hverjum degi. Við Ivangorod héldu Rússar honum lengi og í kringum Lublin og Kras- nostawa hröktu þeir hann hvað eftir annað, og hvergi komst hann yfir Vistula frá Ivangorod og norður til Warshau. En nú er sagt, að Þýzkir hafi náð borginni Lublin og hafa þeir þá fengið hald á járnbrautinni til War- shau, og er þá loku fyrir skotið, að Rússar geti notað hana og ekki geta þeir komið liði sínu eftir henni frá Warshau. Að norðan sóttu Þýzkir (Hinden- burg), en Rússar vörðust mest á austurbökkum Narew árinnar, því þar höfðu þeir kastala marga. Áttu Þýzkir ilt með að komaat yfir, þvi að fen og flóar voru beggja megin árinnar, en Rússar vörðu ósleiti- lega. Loks komust Þýzkir yfir á 40 mílna svæði, norðan og sunnan við Pulusk, og þó að Rússar mættu þeim þar og hrektu þú, tugi þúsunda af þeini út í fenin og út í fljótið, þá gátu þeir þó ekki heft yfirförina. Samt var einn þröskuldur enn eftir til Warshau, .en það var stóráin Bug, sem kemur þar að austan í krók miklum frá Brest Litowsk. En aðal- lega kemur hún sunnan úr Galizíu. Þenna krók gátu Rússar varið og verja enn, þegar þetta er skrifað (31. júlí). En skamt eiga Þýzkir til Warshau, einar 12 til 15 mílur. ó- unninn var kastalinn Georgiewsk, í tungunni norðan við Narew ána, þar sem hún fellur í Vistula; en búast má við að hann gefist upp þá og þá. En það, sem hættulegast var, var það, að Þýzkir sóttu af kappi miklu suðaustur á bóginn úr Kúrlandl, að reyna komast til borgarinnar Wilna, og hefðu þeir náð henni meðan Rússar voru í Warshau, þá var tept- ur allur Rússaher og samgöngur heftar og leiðir teknar til Petro- grad. Það hefði verið margfalt verra að tapa Wilna en Warshau. Geti Rússar komið meginhernum undan, þá er fyrst vígi gott 65 til 70 mílum austur af Warshau, austan við Bug fljótið, og þó betra austar, austan við Dneiper og Beresina og Dwina. Þar geta Rússar lengi hald- ið hergarði austanmegin fljóta þess- ara og verið þar torsóttir og búið sig undir að mæta Þýzkum með nýj- um hermönnum og nýjum vopnum. — Við Beresina fékk Napóleon skell mikinn á heimleiðinni frá Moskó 1812. Átta hundruð þúsund íbúar War- shau hafa nú í stórum lestum verið að flýja austur á Rússland seinustu dagana, og öll stjórnarskjöl og allir peningar bankanna hafa verið flutt- ir til Petrograd, og alt sem fémætt og laust var, en hitt alt eyðilagt. Virki öll og kastala sprengja Rússar upp áður en þeir skilja við. En nú er spurningin stóra, hvort þeir geti komið hernum undan, því að fast er sótt á eftir. Og ef að Nikulás her- togi kemst úr kreppu þessari og get- ur bjargað meiri hluta hersins, þá verður hann upp frá því í tölu hinna mestu hershöfðingja heimsins, sem nokkurntíma hafa uppi verið. En búast má við, að beittar verði nú klær bjarnarins rússneska, er hann snýst öndverður við á undanhaldinu og skaðlegt nærri honum að vera, því að þungur er hrammur hans, og nú mun hann ekki í góðu skapi. En eyðimörku skilur hann eftir. Ábyrgstar vörur Maður heyrir talsvert nú á dögum um að “kaupa pakkað- ar nauðsynjar”—vörur ábyrgstar. Ágætt ef ábyrgðin þíðir nokkuð. BLUE ÞIBBON #%TEA $%. er þrefaldlega ábyrg^t. Á bak við það stendur félag með tuttugu ára orðstýr fyrir varmensku og ærlegheit í verslun. Hin nýja tvöfalda umbúð er ábyfgð þess að teið tapi ekki krafti vegna loftslags eða annara orsaka. Og svo er hin reglulega ábyrgð að hver sem kaupir og er ekki ánægður þó það sé ekki nema ímyndun ein fær peninga sína til baka ef hann aðeins fer þess á leit. Gæti nokkur ábyrgð verið áreiðanlegri. Odrengilegur hugsunar háttur. “Eftir því, er séð verður i ný- komnum Heimskringlu blöðum, eru stöku Islendingar enn að ganga i ó- friðinn, — þykir það einhver mikil- menska(l). “Töluverðan þátt i þessu á það og úefað, að bæði vestur-íslenzku blöð- in í Winnipeg, sem sannarlega ættu þó sem alvarlegast að vara alla við því, að gefa sig ímanndrápara-leik- inn, sem lausir geta við það verið, gjöra þó á hinn bóginn miklu frem- ur hið gagnstæða, — birta jafnvel hvern bréflappann frá þeim, er í stríðið fara o. s. frv. “Allir vita, að siðferðislega skoð- að var engum það þó nokkru sinni heimilt, að fara til manndrápa, og að eigi bætir það eðli glœpa, hvert nafnið þeim er valið”. * * * í Þjóðviljanum 29. apríl sl. stend- ur þessi ofanprentaða grein, óefað eftir einn stóra manninn heima. — Vér viljum sem minst tala um hug- prýðina, hreystina og drengskap- inn, sem greinin Der vott um. Hon- um ógnar, að menn vilji halda eiða sína við Bretaveldi; — ógnar, að menn vilji verja landið, sem vér höfum þegið af uppeldi, uppfræðslu og velmegun vora, — verja landið, sem hefir fætt oss siðan vér hingað komum, landið það, sem svo margir af oss eru bornir og barnfæddir í. Við þess nægtaborð sitjum vér á hverjum degi og tölcum af þvi hvern vorn bita. Þetta vill greinarhöfundurinn að engu hafa. En svo er annað: Hann gætir ekki eða veit ekki, hvað Þýzk- ir eru að gjöra. Það er sem hann aldrei hafi lært sögu Þjóðverja sið- an á dögum Friðriks mikla; hafi ekki fylgt stjórnmála-pólitík þeirra síðan 1870; viti ekkert um fram- komu Vilhjálms keisara siðan 1887. Það er sem hann hafi aldrei heyrt itm heræfingar þeirra, kastala bygg- ingar, landvarnarlög og herskyldu; uni járnbrautalagningar þeirra, sem voru- þýðingarlausar, nema til þess að flytja hermenn á. Það er eins og hann viti ekkert um afskifti þeirra af þjóðunum, eða framkomu þeirra í öll þessi ár. Það er sem hann þekki ekki straumana, sem gengið hafa út frá háskólum þeirra, — straumana, sein hafa flóað um alt þjóðlífið og gjört þjóðina það, sem hún er. Það er sem honum sé ókunnugt um kenn- ingar prófessoranna og hinna miklu andans manna, sem valdar eru a5 öllu þessu! Og þó getur það ekki verið, því að þær hafa borist út til íslands og fallið þar i frjósaman jarðveg. Þeir eru þýzkir, barúnar, stórhertogar og herforingjar, í huga sjálfra sín að minsta kosti, landarn- ir heima, og þó nokkuð af ruslara- lýð hér, lítt-hugsandi, litt-mentuð- um, en fullum af vindi. Ef að þeir sjá ekki eða skilja ekki framkomu Þjóðverja við allar þjóð- irnar í kringum sig, þá eru þeir ekki menn til að dæma um siðgæði eða hegðun eða pólitik eða ættjarðar- ást. 3>eir, sem daufir standa fyrir neyðarveini Fólverja, BeigaogSerba — þeir ættu ekkí að vera svo ó- svífnir, að fara að tala um réttlæti og ættjarðarást, því það sýnir, hvað svívirðingin er útbreidd og á háu stigi. Eiga menn að standa hlutlausir, þegar konur þeirra og dætur eru svívirtar, eigur rændar, börn á spjótsoddum borin, landið brent og borgir og gjört að eyðimörku? Eiga menn að rjúfa eiða sína, sem menn hafa svarið landi því, sem þeir búa í? Slíka menn alla ætti ekki einu sinni að flengja og húðfletta, held- ui halda þeim innan grinda, og láta þá aldrei lausa vera. Þýzka heim- spekin, þýzki materialismusinn, þýzka IVeít-pólitíkin, þýzka macht- pólitíkin hefir fest hjá þeim svo djúpar rætur, að hvar sem þeir fara og hvar sem þeir koma og í hvaða helzt stöðu, sem þeir eru, þarf að hafa á slíkum mönnum nákvæmar, stöðugar gætur og lemja þá svo nið- ur, að þeir verði ekki sér og mann- kyninu til bölvunar. VINNUKONU VANTAR 1 GÓDA VIST ÚTI Á LANDI, Mrs. L. J, Hallgrímsson, 548 Agnes Street, vísar á. Rafmagns — heimilis — áhöld. rtughes Rafmagns Eldavélar Thor Rafmagns I>vottavélar Red Rafmagns Þvottavélar Harley Vacuum Gólf Hr*lnsarar ‘Laco’’ Nitrogen og Tungsten Lamp- ar. itafmagns “Fixtures" ‘Universar’ Appliances J. F. McKENZIE ELECTRIC CO. 283 Kennedy Street Phone Maln 4064 Wlnnlpeg Vi?5gjört5ir a? öllu tagi fljótt og vel af hendi leistar. Sérstök kostaboö ó. innanhúss munum. Komiö til okkar fyrst, þiö muniö ekki þurfa aö fara lengra. Starlight New and Second Hand Furniture Co. S03—»05 NOTRE DAME AVENUE. TaÍNfmi Garry 3884. ÁGRIP AF REGLUGJÖRÐ. um heimiiisréttaríönd í Canada Norðvesturlandinu. Hver, sem hefir fyrir fjölskyldu aé sjá eða karlmaöur eldri en 18 ára, get- ur tekiö heimilisrétt á fjóröung úr section af óteknu stjórnarlandi í Man- sækjandi veröur sjálfur aö koma 4 ltoba, Saskatchewan og Alberta Um- landskrifstofu stjórnarinnar, eöá und- irskrifstofu hennar í því héraöi. 1 um- boöi annars má taka land á öllum landskrifstofum stjórnarinnar (en ekkl á undir skrifstofum) meö vissum skftl- yröum. SKYLDUR—Sex mánaöa ábúT5 og ræktun landsins á hverju af þremur árum. Landnemi má búa meö vissum skilyröum lnnan 9 mílna frá heimllis- réttarlandi sínu. á landi s?m ekki er minna en 80 ekrur. Sæmilegt ívöru- hús veröur aö byggja, aö undanteknu þegar ábúöar skyldurnar eru fullnægö- ar innan 9 mílna fjarlægö á ÖZrm landi, eins og fyr er frá greint. í vissum héruöum getur góöur og efnilegur landnemi fengiö forkaups- rétt á fjóröungi sectíónar meöfram landi sínu. Verö $3.00 fyrir ekru hverja. SKYLDUR—Sex mánaöa ábúö 4 hverju hinna næstu þriggja ára eftir aö hann hefir unniö sér inn eignar- bréf fyrir heimilisréttarlandi sínu, og .uk þess ræktaö 60 ekrur á hinu seinna landi. Forkaupsréttarbréf getur land- nemi fengiö um leiö og hann tekur heimilisréttarbréfiÖ, en þó meö vissum skilyröum. Landnemi sem eytt hefur heimllla- rétti sínum, getur fengiö helmlllsrétt- arland-keypt í vissum héruöum. V«r4 $3.00 fyrir ekru hverja. SKYLDUR— Veröur aö sitja á landinu 6 mánuöi af hverju af þremur næstu árum, rækta 50 ekrur og reisa hús á landinu, sem er $300.00 viröi. Bera má niöur ekrutal, er ræktast skal, sé landiö óslétt, skógi vaxiö eöa grýtt. Búþening má hafa á landinu 1 staö ræktunar undir vissum skilyröum. W. W. CORY, Deputy Minister of the Interior. Blöö, sem flytja þessa auglýslngu leyfislaust fá enga borgun fyrir Það sem svalar þorstanum í merkur og pott flösku hylkjum Fáanlegt h.14 þeim sem þú kauplr af eöa hjá oss. E. L. Drewry, Ltd., Winnipeg.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.