Heimskringla - 05.08.1915, Side 4
BLS. 4
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 5. ÁGCST 1915.
HELM8KK1NGLA.
(Stofnnft 1PK6)
Kemur út á hverjum flmtudegi.
Útgefendur og eigendur:
THE VIKING PRESS* LTD.
VeríJ blat5sins í Canada og Bandaríkjunum $2.00 um áritf (fyrirfram
borgab). Sent til íslands $2.00 (fyrirfram borgab).
Allar borganir sendist rábsmanni blabsins. Póst eóa banka ávis-
anir stýlist til The Viking Press, Ltd.
M. J. SKAPTASON, Ritstjóri H. B. SKAPTASON, RátJsmatiur.
Skrifstofa:
720 SHERBROOKE 8TREET, WINNIPEG.
P. O. Box 3171 Talalml Garry 4110
Hannes Marino Hannesson.
Þriðji íslendingurinn, sem býður sig fram af hálfu Konservatíva
er H. M. HANNESS0N, lögmaður hér í Winnipeg. Hann er ungur
maður, og hefir alt til þessa verið meira þektur af enskutalandi mönn-
um, en íslendingum, og má búast við því, þó að undarlegt sé, að frá
enskum hafi hann meiri styrk, en frá Islendingum, löndum sínum.
Mr. Hannesson er maður, sem hefir rutt sér braut sína sjálfur.
Oss vitanlega hefir enginn verið að ýta honum fram, eða binda bagga
hans eða bera, eða ryðja honum braut, eða lyfta steinum af götu
hans. Sjálfum sér á hann það að þakka sem hann er, og furðulega
hefir honum gengið og vera þó ekki eldri. Hann er búinn að ná við-
urkenningu sem lögmaður góður og fær hjá innlendum mönnum á
fáum árum. Lögmenn hérlendir viðurkenna hann og kalla hann
“splendid gentleman’.
Á flokksþingi því hinu mikla, er Konservatívar héldu hér í Winni-
peg nýlega, var Mr. Hannesson einn með hinum fremstu, ef ekki
fremstur, að búa út hina nýju stefnu, — leggja grundvöllinn að stefnu
þeirri, sem Konservatívar skyldu fylgja um ókominn tíma, þegar hin
gamla flík þeirra var að druslum orðin. Vér viljum benda á það, að
þetta og þvílíkt gjörir enginn meðalmaður, svo að vel fari. En það
mun sjást, að stefna þessi hin nýja er svo rík af framförum og stjórn-
arfarslegum þroska, að hann hlýtur að grípa hugi manna. Umbæt-
urnar eru svo fullkomnar, að langt bil skilur nú hina nýju stefnu frá
hinni gömlu. Það er nærri eins og þar sé mynduð ný stjórnarskrá, og
þó með gætni og fyrirhyggju. Menn þeir, sem lögðu þenna hinn nýja
grundvöll, hafa orðið að leggja alt sitt fram og líta á báðar hliðar,
til hægri og vinstri, fram og aftur, til að sjá, hvort þeir rækju sig ekki
á, eða stofnuðu sér ekki í ógöngur, því að á herðum þeirra lág heill
og velferð Manitoba, framför og þroski hinna komandi tíma; og þó
ekki sízt á manninum, sem lét mest til sín taka, — manninum, sem
fremstur var í öllu þessu, — manninum, sem leysti það svo vel af
hendi, að hérlendir menn dáðust að. Þarna áttu Islendingar landa,
sem mikil! þorri þeirra vissi ekki af, landa, sem þeir aldrei höfðu
hjálpað, og sem aldrei hafði komið til hugar að leita hjálpar frá nein-
um öðrum en sjálfum sér. Fyrir þetta, sem búið er af æfi Mr. Hannes-
sonar, mega landar vera honum þakklátir; hann hefir aukið sóma
þeirra. Hann er viðurkendur af hérlendum mönnum, sem framúr-
skarandi maður, og það eru allar Iíkur til, að hann komist mikið
lengra en þetta. Þetta gæti verið ein rimin í stiganum, og ef að þeir
vilja koma manm að, sem eitthvað léti eftir sig liggja, sem eitthvað
muni gjöra, þá viljum vér ráða og hvetja þá til að kjósa Mr. Hannes-
son, hvaða skoðun eða flokki sem þeir fylgja.
Þeir þurfa aldrei að óttast, að Hannesson komist þar ekki fram,
sem hægt er, — ekki að óttast, að honum vefjist tunga vim tönn, er
hann þarf tölur að flytja, því að hann þykir fyrirtaksvel máli farínn
á enáka tungu. Þér þurfið ekki að óttast, að hann gefist upp, þó að
Þungt sé fyrir, því að bæði er hann kappsmaður og fullhugi,
» ög ef að þér yjljið koma fram afnámí yínsðllUihar, — ef að þér
viljið hreinsa til óhroðá liann, sem nú heíir verið að þvælast fyrir
fótum marina og blinda augu kjósenda og annara; — ef að þér vilj-
viljið láta fylkið halda óskertum eignum sínum: vatnsafli, skógum,
námum, fiskiveiðum; — ef að þér viljið að bÖrn yðar og afkomend-
ur fái sem bezta og heilbrigðasta mentun, og að enginn munur sé
gjörður á útlendum og innlendum, eða einn þjóðflokkur eða trúflokk-
ur sé tekinn fram yfir annan; — ef að þér viljið fá mann, sem er til
forustu fær og foringjaefni; — ef að þér viljið hér nokkuð til styðja,
að vegur sjálfra yðar eflist og mál yðar verði borin fram af ötulum
manni, — þá kjósið nú Mr. H. M. HANNESS0N!
0g gjörið hann að fulltrúa yðar og fulltrúa Winnipeg-borgar.
Vinsamleg bending til kjósenda.
Gleymið nú ekki skyldu yðar og drengskap, vinir!
Vér getum ekki látið vera, að ávarpa yður þessum orðum, vinir
og kunningjar, núna í seinasta skifti fyrir kosningar þær, sem í hönd
fara, og vitum vér þó tæpast, hvort þau geta náð til yðar allra, áður
en þér markið seðla yðar hinn 6. ágúst.
Munið eftir að standa fast með honum Páli! þér þekkið hann
Pál Reykdal allir, vinir. Þér vitið, hvað hann er góður drengur. Þér
vitið, að hann er með lífi og sál með hinu mesta velferðarmáii, sem
nú um langan tíma getur komið til atkvæða yðar: afnámi vínsölunn-
ar — Macdonald lögunum.
Ef að þér með atkvæðum yðar fellið þessi lög nú, þá steypið þér
ógæfunni yfir bræður og vini og að öllum líkindum börn yðar og
barnabörn. Þér eigið engan mann til í öllu yðar kjördæmi, sem eins
fastlega mundi fylgja fram afnámi vínsölunnar eins og Páll, og ef að
þér látið hann nú falla, þá mun margur maðurinn neglur naga á eftir.
Þér vrtið það og, hvað Páli er ant um velferð sveitunga sinna og
að hann muni alt sitt fram leggja til að auka hana og efla, og þér vit-
ið að hann verður yður til sóma, hvar sem hann kemur fram, hvort
heldur það er á ræðupöllum eða þingi. — Kjósið hann Pál!
* * *
Gleymið ekki honum Sveini, þér kjósendur í Gimli kjördæmi, og
munið hann Einar, sem svo drengilega hefir komið fram. — Sveinn
Thorvaldsson er maðurinn, sem mest og bezt hefir unnið að hag sveit-
arinnar, og þér megið nú ekki sitja heima, heldur marka miðann yðar
með Sveini. Ef þér gjörið það ekki nú, þá verður það líklega í sein-
asta sinni, sem þér greiðið atkvæði með íslendingi. Og Sveinn er ötull
‘ og framgjarn maður, sem í hvívetna kemur fram kjördæmi sínu til
gagns og sóma. — Kjósið hann Svein!
* * *
Gleymið ekki honum Marinó! Hann er af flestum Islendingum
þektur undir því nafni. Snarpari, hvatari, framgjarnari, hygnari merk-
isbera fáið þér ekki! Hugsið yður hann á þingmannabekkjunum.
Haldið þér að hann sitji rótgróinn í sæti sínu, meðan hinir ryðja úr sér
vitleysunum og endileysunum ? — Kjósið hann Marinó!
Neyðaróp vínsölumannanna.
Ef aS menn hirða nokkuð um sannleik-
ann í málum; — ef aS menn vilja komast j
aS sannleikanum í öSru hinu stærsta og
mikilsverSasta máli, sem liggur fyrir kjós-
endunum í Manitoba núna hinn 6. ágúst, --
þá ættu menn aS lesa og íhuga vel greinina,
sem stendur á fyrstu síSu þessa blaSs, meS
fyrirsögninni: “Hvar standa vínsalarnir í
Manitoba?”. — ÞaS er sérstaklega athug-
andi, aS greinin er ekki skrifuS af neinum j
vínbannsmanni, eSa flokksmanni Konserva-
tíva, heldur af einum vínsalanna, aS líkind-
um einhverjum þeirra færasta manni. Grein-
in kemur í þeirra eigin blaSi -- “Official
Organ of the Brewers, Liquor Dealers, Cigar
Manufacturers and Hotel Keepers”. — Þetta
blaS er þeim sem heilög ritning. Og greinin J
setur fram máliS frá þeirra sjónarmiSi og
bendir þeim á, hvernig þeir skuli sigra, kenn-
ir ráSin til þess; kemur fram meS leiSbein- j
ingar um, hvernig hver einstakur skuli haga |
sér, og sýnir svo ljóslega, hvar þeir eiga
trausts von. AS greinin skuli vera eins ber-
orS og hún er, sýnir þaS, hve djúpa fyrir-
litningu þeir hafa fyrir kjósendimum og al-
þýSu allri, — þessum sauSa-ræflum, sem
þeir ýmist kjassa eSa rýja.
En grein þessi gjörir margt svo ljóst,
sem svo fjölmargir hafa ekki séS, og sem svo
i margir “flugumenn” hafa veriS aS reyna aS
villa mönnum sjónir á, og óefaS glapiS sýn
mörgum trúgjörnum manni. Eitt af þessu
er þaS, aS þeir játa undireins í byrjun grein-
arinnar, aS Macdonald lögin frá árinu 1900
þýSi aSeins eitt, nefnilega: fullkomiS afnám
vínsölunnar um alt Manitoba fylki.
Vínsalarnir sjá þaS, aS komist Konserva
tívar aS, þá eru bruggararnir, bjórsalarnir,
hótelmennirnir — algjört mát. “Referend-
um" er þeirra eina lífsvon. En komist Kon-
servatívar aS, þá vita þeir, aS þeir muni
undireins og tafarlaust skella vínbanninu á.
Og þar kemur þaS í ljós, sem þeir eru hrædd J
ari viS en alt annaS, og sem er þaS eina,
sem þeir óttast. En þaS er þaS, aS þeir fá
engan frest, —>- þetta verSur gjört tafarlaust,
og þá eru þrautaráS þeirra ónýt, og þeir fá
ekkert tækifæri og engan rétt til þess, aS
hleypa málinu fyrir dómstólana. Þeir eru
gráti nær út af vandræSum sínum. AS
önnur eins óhæfa skuli vera í frammi höfS
viS þá, aS lofa þeim ekki aS koma fyrir
dómstólana, — mönnunum, sem hringluSu
hundruSum þúsunda og millíónum dollara
í vasa sínum, til þess aS fleyta málinu rétt
frá rétti, og tefja þaS ár frá ári með öllum
hugsanlegum lagakrókum, undanfærslum,
bænarskrám og fortolum þeírra skínandi I
málsvara, — hinum ameríkanska dollar!
Þarna geta menn séS vizku og ráSsniIli
bruggaranna. Þegar þeir eru í kreppu komn-
ir, þá leita þeir laganna; en þarna var sem
varnagla væri skotiS viS brögSum þessum,
meS því aS taka þaS fram, aS Macdonald
lögin skyldu tafarlaust komast á, ef flokkur-
inn---hinn nýji Konservatív flokkur — yrSi
sigursæll viS kosningarnar, og þeim skyldi
hispurslaust og svikalaust framfylgt. Brugg-
ararnir og aSrir, sem viS vínsölu eru riSnir,
finna þarna hvergi holu og hvergi rifu til aS
smjúga í, — þeir geta hvergi læst þar kló
sinni!
Og svo kemur þetta fína og smágjörva
ráSabrugg og hin dásamlega stjórnvizka
Mr. Norris’ og Liberala. Náttúrlega eru þeir
meS því, aS koma á þessum lagabótum, —
já, sussu, sussu, já! Bindindismönnum fylgj-
ast þeir meS og hjálpa út í rauSan dauSann.
— En — afnám vínsölu? — Jú, sjálfsagt!
— En — en þaS er ekki nóg, þeir vilja gjöra
miklu betur. "Referendum” er svo miklu j
betra, segja þeir, heldur en afnám vínsölunn-
ar, — svona undireins. ÞaS er svo miklu j
betra, aS skjóta því til atkvæSa kjósend-
anna til aS vita, hvort þeir vilja nú afnema
þaS, heldur en þessi vínbannslög (prohibi-
tion), sem Konservatívar eru aS burSast
meS. Og svo fylgir beita á öngli þeim, sem
þeir renna í djúpiS og bindindisfiskurinn
gleypir. Beitan er sú, aS Liberalar heita
bindindismönnum því, aS þeir skuli fá' aS
semja lögin, sem alþýSa verSi látin greiSa
atkvæSi um.
Og svo kemur nú þetta "referendum”,
hiS margþráSa, orSIagSa “referendum”, |
sem einu sinni var reynt hér og gekk ekki
betur en svona og svona. En sleppum því, í
þaS kemur ekkert málinu viS, hvort “refer-
endum” er heppilegt eSa ekki. “Referend-
um” þetta er eftir greininni Iífsakkeri þeirra
bruggaranna og brennivínssalanna; þaS er
bjarghringur sá, sem þeir ætla aS hanga á
og fleytast á til strandar, úr brimróti boS-
anna, sem nú ógna þeim meS algjörSri eySi-
leggingu og tortímingu. Og þarna sézt nú
stjórnvizkan. Bruggarar og vínsalar sjá, aS
Macdonald lögin steindrepa þá, — undir-
eins; en ef þeir fá “referendum”, þá geng-
ur Iangur tími í þaS, aS búa til lögin; þeir
senda stjórninni bænarskrá á bænarskrá of-
an um aS þeir vilji þau alls ekki, og ef aS
þeir sjá, aS þeir geta ekki spornaS viS því,
þá vilja þeir breyta einhverju í þeim. Og
meS bænarskránum kemur ein sendinefndin
af annari og allir heimta vínsölu og allir
hringla silfrinu, og segja, aS þaS sé brotinn
réttur á sér, aS lofa þeim ekki aS drekka,
þegar þeir vilja, og hvar og hvenær, sem
þeir vilja. Þeir sýna fram á, hvaS mikil ó-
hæfa þaS sé, aS svifta heila hópana persónu-
legum mannréttindum. Þetta getur gengiS
furSu lengi, eins og stríS þaS hiS mikla, sem
nú stendur yfir.
Ef aS þessar lestir koma nú hver af ann-
ari, og allar segja hiS sama, og allar hringla
þessu kringlótta, sem gefur svo sætan og
yndislegan óm, og allar segja, aS þetta sé
alt vitleysa, menn vilji ekki afnám vínsöl-
unnar, — þá er þaS ekkert undarlegt, þó aS
þaS kæmi hik á margan góSan og samvizku-
saman manninn, hvaS þá heldur hina; þeir
færu aS hugsa sig um.
En látum nú þetta alt saman gott vera
og blessaS. Stjórnin liberala stendur föst
og efnir loforS sín og lætur máliS koma til
atkvæSa, eins og bindindismenn ganga frá
því. Þess ber vel aS gæta, aS Liberalar
lofuðu aldrei öðru en “referendum”, — aS
láta máliS koma til atkvæSa kjósendanna.
Þeim er ósköp létt aS gjöra þetta. Þeir
senda þaS út, og brosa í kampinn, því aS
nú er ekki óhugsandi aS leikurinn byrjaSi;
og nú koma fóstbræSur tveir út á vígvöll-
inn, og kallast annar Bakkus, en hinn Mam-
mon, og þeir hafa óteljandi sveina, sem all-
ir vinna meS höfSingjum sínum. Og þarna
koma millíónir fram á völluna, vígbúnar, í
skínandi fögrum herklæSum, meS hárbeitt-
um söxum og spjótum. Og ef aS nokkur
maSur getur gjört sér skíra og ljósa hug-
mynd um þaS, hvaS millíón er, þá getur
hann kanske fengiS hugmynd um þaS, hvaS
þaS er, aS berjast á móti þessu öllu saman;
og þaS því fremur, þegar hans eigiS liS er
tvískift og óheilt og lítt treystandi. —
En látum nú alt þetta vel ganga og lát-
um bindindismenn sigra og lög þeirra verSa
viStekin, þrátt fyrir alt, - þá er þó ekki alt
búiS! Því aS nú eru eftir dómstólarnir. —
Og vér viljum spyrja, hvort nokkrum manni
komi til hugar, aS kosningar geti fariS svo
fram, aS ekki megi brot finna, eitt eSa fleiri,
eSa aS nokkur lög geti veriS svo útbúin,
aS ekki megi finna rétti — sönnum eSa í-
mynduSum eSa fölsuSum — eins eSa fleiri
traSkaS, ef leitaS er og sópaS meS millíón
dollara vöndum, þegar bruggarar og brenni-
vínsmenn stýra vöndunum?
Þeir sjá þétta alt, bruggararnír, en hinir
eru blindir. Þeir sjá þaS og þekkja sögu
fylkisins, og eru svo hróSugir yfir því, aS
þeir óttist ekki “referendum”, — óttist ekki
fólkiS, því aS þeir eru svo vanir aS snúa
því um fingur sinn, og aldrei hafa þeir ósig-
ur beSiS hér. Þeir segjast geta kaffært
bindindismenn meS öllum þeirra málum og
sökt þeim svo djúpt, aS þeir aldrei sjái sól
framar. — Þetta eru þeirra eigin orS!
HiS eina, sem þeir óttast nú eru Mac-
donald lögin Og hin einbeitta, hiklausa
stefna hinna nýju Konservatíva. — “Every-
thing is at stake”, segja þeir, — alt er í veSi,
ef Konservatívar komast aS. Þá hafa þeir
enga von, sjá engin ráS, enga framtíS! Og
aS lokum hvetja þeir alla sína menn til bar-
áttunnar upp á líf og dauSa, og heróp þeirra
er þetta: Eigin hagsmunir vorir eru vor eina
pólitík. Þó aS þeir troSi rétt annara undir
fótum og brjóti lög á þeim, rýji þá og féfletti
— þá er þaS alt saman gott og blessaS, hvaS
þá snertir. Þeir sjá ekkert annaS en eigin
hag; enda er ekki von á öSru af þeim mönn-
um, sem lifa á því og hafa þaS fyrir atvinnu
aS eySileggja velferS annara.
Samkvæmt þessu er þaS, aS þeir hvetja
félaga sína til aS fara meS fals og ósannindi,
og látast vera alt annaS en þeir eru, — látast
vera vinir vínbanns og Sir James Aikins, en
óvinir og hatursmenn vínsalanna og hags-
muna þeirra.
SAMBANDIÐ SÉZT.
Og svo kemur þaS upp hjá þeim á end-
anum, aS þeir hafa veriS eitthvaS í makki
viS þessa hina nýju stjórn Liberala. — Þeir
segja: “Even if a referendum should carry,
we are ASSURED, that the members of the
trade would be permitted to have a reason-
able time to clear out their stocks”.— (Á ís-
lenzku: “Vér erum fuIlvissaSir um, aS vín-
sölumönnum yrSi gefinn nægur tími til aS
selja út vörur sínar”). — Vér erum hvorki
aS segja aS þetta sé ljótt eSa lagabrot. En
tökum þaS aSeins til aS sýna, aS tal hafa
þeir haft af hinum núverandi foringjum Lib-
erala. Hver gat fullvissað þá annar eSa aSr-
ir en þeir, sem búast við aS taka viS völd-
unum, ef aS Liberalar sigra?
Og seinast hlægja þeir aS öllum tilraun-
um bindindismanna; kalla bindindishreyf-
inguna vitfirring, sem þeir vona aS rjátlist
af mönnum, svo aS þeir nái vitinu aftur.
í sambandi viS þetta viljum vér geta viS-
taka þeirra, sem einn af merkustu bindindis-
mönnum hér, Mr. Ásmundur P. Jóhannsson,
fékk á fundi bindindismanna í stúkunni
Skuld nýlega. Hann bar fram á fundi áskor-
un til bindindismannanna, aS fylgja Kon-
servatívum aS málum í þetta skifti og binda
enda á 30 ára baráttu þeirra fyrir bindind-
inu og koma nú algjörSu bindindi á. Hanni
flutti þar erindi og er ágrip af því prentaS
hér í blaSinu. Og vér vonumst til aS fá á-
skorunina eSa tillöguna líka.
En þaS var sem olíu væri í eld kastaS,
er Mr. Jóhannsson fór aS bera fram mál sín,
— bindindiskapparnir vildu tæta hann í sig
fyrir óhæfu þá, er hann kæmi meS: af-
nám allar vínsölu! ÞaS er orSin óhæfa hjá
bindindismönnum í Winnipeg? Og vilji ein-
hver koma viti fyrir þá, þá rífa þeir hann í
sundur! -- ÞaS er bezt aS tala sem minst
um þetta. ÞaS mun lengi uppi verSa, sem
merki um vitsmuni hópanna íslenzku, sem
þessu fylgja.
Drengilega gjört.
Sú fregn kom fyrir helgina neSan úr
. Nýja lslandi, aS landi vor Mr. Einar Jónas-
son, hafi dregiS sig til baka frá kosningu.
En sem allir vita, var hann þingmannsefni
Liberala.
En til þessa eru ástæSur, sem til flestra
annara hluta, og þó einkum sú, aS 3 voru í
kjöri: Mr. Jónasson fyrir Liberala, Mr.
Thorvaldsson fyrir Konservatíva og Mr.Fer-
ley, GalizíumaSur, óháSur (Independent).
Tveir þingmannaefnanna voru Islendingar.
En einhverjir þessara þriggja urSu úti aS
verSa. Ef aS nú atkvæSi Islendinga hefSu
skifst í tvo staSi, þá var fyrirsjáanlegt, aS
báSir landarnir myndu tapa, en Gallínrr
vinna. Þetta hefSi veriS mjög leiSinlegt
fyrir Islendinga. Þeir bygSu fyrstir lands-
pláss þetta; þoldu þar plágur og hungur og
urSu aS brjóta niSur skógana og rySja veg-
ina, því engu var þar hviku fært um jörS,
nema fuglinum fljúgandi, er þeir komu þar.
Þarna sýndu þeir frámuna þolinmæSi, þrek-
lyndi og staSfestu og fyrir úthald þeirra er
þetta nú aS verSa hin blómlegasta bygS.
Og nú höfSu þeir Islending fyrir þingmann,
Mr. Thorvaldsson; en nutu hans ekki nema
nokkra mánuSi, er þingiS var uppleyst í
vor og stjórnin féll. — Má hér geta þess, aSl
Mr. Thorvaldsson var viS engann stjórnar-
skandala riSinn, enda nýr þingmaSur og ó-
kunnugur öllum athöfnum hinna fyrri for-
sprakka flokksins.
Vér höfum þekt Mr. Einar Jónasson um
nokkur ár, sem lipurmenni hiS mesta og
færan vel, og ekki þurfti hann aS óttast, aS
fylgi landa þeirra brigSist, sem heitiS höfSie
honum fylgd sinni. En þegar Gallinn kom
út, aS öllum óvörum, þá rugluSust málin.
Og eins og vér viljum heldur halda meS
landa vorum og stySja hann, eins er þaS-
eSlilegt, aS Gallar fylgi sínum manni. (
En Mr. Jónasson hefir sýnt drenglyndí
eigi lítiS, aS draga sig til baka, svo aS hinn
landinn, Mr. Thorvaldsson, yrSi síSur úti,
og landar fengju þó aS njóta þingmanns af
sínum þjóSflokki eitt þingtímabiliS enn.
ÞaS er eins og hin forna þjóSrækni hafi ríkt
hjá Einari, aS gefa mótstöSumanni sínum
tækifæri, er væri af sömu þjóSinni, og telj-
um vér þaS mjög heiSarlegt og Einar eigi
sóma skiliS fyrir. Enda er þaS gæfumerki,
og ekki ólíklegt, aS Einar njóti þess síSar.
En nú mega þá landar ekki láta Einar
hafa unniS fyrir gíg og snúast á móti sam-
landa sínum. ÁSur en þetta kom fyrir, var
þaS nærri sjálfsagt, aS Islendingar hefSu 3
menn á næsta fylkisþingi og kanske 4. —
ÞaS sýnir betur en nokkuS annaS, aS Islend-
ingarnir eru þó einhvers virSi í landi þessu,
og megum vér telja oss þaS til sóma. Og
eg hygg, aS enginn þjóSflokkur hér hafi til-
tölulega jafn marga fulltrúa sem þeir. Þessu
verSum vér aS reyna aS halda svo lengi,
sem vér getum.
Og svo eru málin flokkanna núna svo
lík, sem hægt er aS hugsa sér, nema ef væri
bindindismáliS. — BáSir vilja flokkarnir
hreinsa til, báSir vilja þeir afnám vínsölunn-
ar, og ef þér lesiS ofan í kjölinn hugsanir og
j fyrirætlanir vínsalanna, sem nú er prentaS á
j L bls. blaSs þessa, þá munuS þér sjá, aS
hiS eina, sem aS gagni getur orSiS í málum
þessum, — hiS eina, sem brotið getur á bak
aftur voðaveldi vínsölumannanna, — hið
eina, sem getur útrýmt vínsölunni og lagt
gamla Bakkus í gröfina, — eru einmitt Mac-
donald lögin frá árinu 1900, þegar þeim
fylgir ekkert “referendum”.
Ef þér því viljiS láta drengskap Einars
aS gagni koma, og ef þér viljiS sjálfum yS-
ur hjálpa, þá —
Enn kemur ein frétt frá Nýja Islandi:—
I Þegar Mr. Jonasson var búinn aS draga sig