Heimskringla - 09.09.1915, Blaðsíða 1

Heimskringla - 09.09.1915, Blaðsíða 1
RENNIE’S SEEDS _ HEADQUARTERS FOR SEEDS. PLANTS.pJ Kfe BULBS AND SHRUBS WJ PHONE MAIN 3514 FOR CATALOOUE Wm. RENNIE Co, Limited 394 PORTAGE AVE. - - WINNIPEG Flowers telegraphed to all parts of the world. THE RGSERY FLORISTS Phones Main 194. Night and Sun- day Sher. 2667 2S9 DONALD STREET, WINNIPEG XXIX. AR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 9. SEPT. 1915. Nr. 50 Þýzkir sökkva stórskipinu Hesperian. Þrátt fyrir hátíðleg loforð og heit, einum 6 dögum eftir að sendiherra Þjóðverja Bernstorff hafði heitið Wilson Bandaríkjaforseta því, að sökkva engu farþegaskipi framar, nema því vœri áður næg aðvörun gjörð, — þá sekkur neðansjávarbát- ui einn þýzkur farþegaskipinu Hes- perian, eign Allan línunnar, með 350 farþega og 300 manan skipshöfn. Þetta skeði undan írlands strönd- um, þegar skipið var á leið frá Eng- landi til Ameríku. Þetta var rétt úr landsýn frá Irlandi suður af Queens town, og því nærri því þar sem Lúsítanía sökk. Klukkan var um 8 að kveldi dags á laugardaginn. Eólkið var margt uppi á þilfari. Enginn átti sér ills von og héldu allir, að þeir væru nú úr hættu komnir, og margir treystu heitum Vilhjálms, að engu farþega- skipi skyldi sökt, nema hann gæfi fólkinu, sem á því væri nægan fyr- vara til að bjarga sér. En alt f einu hrópar bátsstjóri einn: “Þarna er neðansjávarbátur!” Og í því hann slepti orðinu kom hvellurinn og skipið lyftist svo hastarlega, sem einhverjum tröllhamri hefði verið slegið undir síðu þess. Menn duttu um koll á þilfarinu og köstuðust flatir á þiljurnar úr sætum sínum; en vatnsstrókurinn rauk upp með síðunni svo hátt að tók við möstur uppi og féll svo niður á þiijur aftur og urðu þeir hundvotir, sem fyrir urðu. Sprengivélin hafði komið á skipið framan til um vélarúmið og óðar íór skipið að fyllast af sjónum. Á skipinu var fjöldi kvenna og barna. Undir eins var farið að kalla á hjálp með löftskeytum og bátum rent út til að bjarga fólkinu; gekk það svo vel, að flpstum ef ekki öll- um varð bjargað. Ekki vita menn með vissu, hvort nokkrir hafa far- ist eða hverjir; en ekki var búið að g.iöra grein fyrir 36 skipsmönnum og 12 farþegum, þegar þetta var skrifað Sjómennirnir reyndu að loka flot- hólfum skipsins og tókst það svo að það flaut í 36 klukkutíma. Þá Byrjað á stjórnarbygg- ingunum aftur. James McDiarmid kontraktara- félagið liefir tekið að sér að halda áfram verki á stjórnarbyggingunum og á laugardaginn var sagt að ætti að byrja á þriðjudaginn f þessari viku. 1 vetur verða framlögð af stjórnar- innar hálfu tilboð (tenders) um vinnuna, sem auglýst verða. En nú vildi stjórnin nota efni þau, sem komin eru til bygginganna og veita mönnum atvinnu um leið; og ráð- gjafi opinberra verka Hon. T. H. Johnson komst loks að samningum við Diarmid félagið, er tekur aðeins 5 prósent af kostnaðinum fyrir fyr- irhöfn sína. Var það hið langbezta tilboð, sem stjórniri gat fengið. — Geta má þess, að landi vor, herra Thorsteinn S. Borgfjörð, er einn af aðalmönnunum í fél. þessu og yfir- verkfræðingur og umsjónarmaður þeirra, og mun hann standa fyrir vinnunmi. Leitað þjófaleit hjá Kelly. Enn eru drunur allmiklar, dynk- ir og hvellir út af þinghússmálun- um. Ráðgjafarnir gömlu hafa mætt fyrir rétti; en rnálum þeirra hefir frestað verið. Er sem þau séu flókin nokkuð og seinlegt að átta sig á þeim; og svo er meinsærismaður- inn Horwood aðalvitnið, og er hann í rauninni vandræðamaður, bæði fyrir sækjendur og verjendur. Sækj- endur mega til að nota hann, en býður þó líklega við honum. En svo er Kelly. Hann passar sig að koma ekki nærri greninu, og heldur fast um pyngju sína. Rann- sókn var gjörð á heimili hans, til þess að finna skjöl ein eða önnur, cr snerti þinghússmálin. Pólitíin komu þar og gekk það alt með braki og brestum. Lykla fengu þeir ekki og urðu að sprengja upp pen- ingaskápinn, eftir að hafa látið “ex- pert”, eða lásabrjót, reyna við hann í 4 klukkustundir. — Ekki var annað manna í húsi fór skipstjórinn fyrst úr því með nokkra sjómenn, sem með honum voru, rétt áður en skipið sökk. — Löngu áður voru mörg skip komin til hjálpar og höfðu tekið þá, sem í bátunum voru og farið með þá til Queenstown. Tveir dóu á leiðinni, en margir voru meiddir og sumir nokkuð fáklæddir. Parísarblöðin eru undrandi yfir þessu, rétt á eftir heitum og loforð- um Vilhjálms. Það er eiginlega að- eins tvent, sem er nokkuð furðan- legt við þetta, — ekki að Vilhjálmur lét sölckva skipinu. Eftir bæuin hans og opinberum auglýsingum gjörir hann það í guðs nafni, hælist um og lofar guð hátíðlega fyrir hvert skip, sem hann getur sökt í hafsbotn niður. Hann er guðs út- valdi og þetta er hans “business”, eftir sjálfs hans ætlun og orðum. — En ]iað var annað, sem hann var búimn að heita Wilson forseta: að sökkva nú ekki fleirum farþega- skipum án aðvörunar. En svo er hitt, sem er undarlegt: Hvað lengi ætla Bandaríkin eða Wilson forseti að trúa manni eða mönnum þess- um, — ærulausum morðingjum og eiðrofa manndrápurum? Það ligg- ur nærri að Wilson forseta farist nú líkt og Babýlonar konungi forðum, er hann sat að veizlu í höll sinni, og sást þá hönd ein rita á hallar- vegginn orðin: “Mene tekel uphar- sin”. Konungur og hirðin öll sá þetta, en enginn skyldi, þangað til Daníel spámaður kom til og þýddi, og var þetta þýðingin: “Þú ert veg- inn og léttur fundinn, konungur”. Enda var þetta seinasta veizlan hans, því að einmitt þá nótt brut- ust Persar inn í borgina. Og rann þá blóð um bekki í stað ölstraum- anna. En tign og veldi Babýlónar leið undir lok á nóttu einni. — Seinustu fregnir segja að 25 eða fleiri manns muni hafa farist á Hse- perian, og 3545 sekkir af póstbréfum og bögglum. — Þó nokkrir særðir Canadamenn á skipinu á leið heim tii Canada. Tvellys, er þeir komu, en dóttir Kel- lys gjafvaxta og Kínverji einn, elda- maður. Kínverjann bundu þeir við stól einn, svo liann væri ekki að ráfa um húsin meðan þeir leituðu. íln dóttur Kellys settu þeir fasta í einu herberginu og mátti hún ekki þaðan fara, fyrri en bróðir liennar kom heim og fékk leyfi til að hún mætti fara að hitta vinkonu sína. Ekki er ]>ess getið, hvað þeir fundu, en skjöi nokkur og bækur höfðu þeir burt með sér. Hvort þau hafa verið mikilsvirði fyrir þá, vita menn ekki fyrri en iíður. Hernumin hross frá Islandi. HrossasaTan héðan tll Danmerk- ur hefir nú verið stöðvuð til fulls í bráð, með því að Bretar hafa her- numið hvern hrossafarminn af öðr- um og flutt til Skotlands. Fyrir jól fóru héðan tvö skip með margt hrossa, en voru bæði tekin í liafi af brezkum herskipum og látin skila hrossunum á land í Skotlandi. Síðan fengu skipin að fara leiðar sinnar. Þrátt fyrir þessi afdrif hross- anna var enn skipað tvö liundruð hrossum f “Esbjerg”, er héðan fór um jólin, eins og ekkert hefði í skor- ist, en ekki gengu þessar drógar lieldur úr greipum Breta. Hross þessi mun Bretastjórn end- urgjalda því verði, sem þau hafa kostað hér, líklega að viðbættum kostnaði. Eftir þessar skráveifur mun tekið fyrir hrossaflutning allan í vetur héðan af landi, og verður engu um það spáð, hvenær frjálsri verzlun verður aftur á komið. Er það alt undir úrslitum ófriðarins. Hitt er aftur fullvíst, að afarverð hlýtur að verða á íslenzkum hest- um, þegai' frjálsir flutningar liefjast aftur, sakir hinnar miklu liross- eklu, sem þegarf er orðin í Dan- mörku, og fremur fer vaxandi en minkandi. Eftirspurn íslenzkra hesta hlýtur þá að verða mjög mik- il. Er nú ráð, að nota vel tfmann, þangað til salan hefst á ný til þess að búa svo um hnútana, að sem mest af arðinum lendi í liöndum landsmanna sjálfra. — (Vísir). Fréttir frá Stríðinu Bretar veiSa neðansjávarbáta Þjóðverja. Það gengur við þetta sama. Ný- lega hefir það orðið opinbert, að Bretar eru farnir að verða nokkuð harðir á neðansjávarbátum Þjóð- verja. Þeir náðu nýlega neðansjáv- arbátnum, sem sökti flutningsskip- inu “Arabic”. Veiddu liann í vírnet á einhvcrjum stað, sem þeir vilja ekki opinbera og náðu mönnum öll- um. Báturinn liafði verið af nýj- ustu gjörð og hraðskreiðari miklu og stærri en hinir fyrri. En þetta er ekki eini báturinn, sem þeir hafa náð nýlega, þvi að seinustu tvo mánuðina eða 60 daga höfðu þeir náð 50 neðansjávarbátum Þjóð- verja, — veitt i vírnet flesta eða alla. Þeir ættu því heldur að týna tölunni, og sé svo, þá er ekki að furða, þó að Vilhjálmur sé nú ekki eins harður í viðskiftum þeirra Wil- sons og áður, meðan hann hafði nóg af neðansjávarbátunum. Enda er nú mörgum blöðum Bandarikjanna farið að Jiykja ininna varið í úr- slitin og láta minna yfir sigri Banda nkjanna í bréfaskriftunum en fyrst var uppi á teningunum hjá þeim. — Aftur segja Bretar um svör Vilhjálms að hann haldi áfram sömu ólögun- um og með sama morðhuga og ein- lægt áður. Rússar halda enn í vi'ð Þjóðverja. Austurfrá hafa Rússar nokkuð haldi ðsér við Riga og þar suður og ekki voru þýzkir búnir að taka Riga hinn 3. sept. og unnu ekert á vestur af Viina. En um Brest Litowsk stækkar opið, sem Þjóðverjar brutu á garð Rússanna og á allri linunni þar suður af hafa Rússar haldið undan austur og eru nú fyrst búnir að láta alla Galiziu, nema eitthvert örlítið liorn. Þýzkir koma á eftir þeim, eins og þeir séu að sigta á Kiew (Kænugarð) f Ukraine eða Litla-Rússlandi. En vegur er torsótt- ui' og ilt yfirferðar, en Rússar eyði- leggja náttúrlega þessar fáu járn- brautir, þegar þeir halda frá þeim. Einlægt er ]>ar barist og er Þýzkum aldrei óhætt að^ sækja á eftir. Línan, sem nú er barist á þarna, liggur í tveimur bugðum, frá Riga og suður í Bukóvina. Því að þó að segja megi, að Prússar liafi brotið hlið á garðinn, þá komast þeir ekki í gegn; því að þar sem hliðið er austur af Brest Litowsk, þar eru Pinsku fenin, og hafa Rússar varð- línu yfir flóann, en Þýzkir leita ekki á, því þar er ófæra ein. En frá Riga liggur hergarður Rússa nú með Dvina fljóti suðvestur til Dvinsk; þaðan suður til Wilna; þá nærri beint í flóana miklu og suður yfir þá einar 300 mílur til Rovno, og þá tli suðvesturs á landi nærri Galizíu og tii Dneister fljóts. Á leið þessari miðri, og þó nokkuð sunnar, er 300 mílna svæði, sem eiginlega er ófært, nema um hávetur, og þurfa Rússar lítinn mannafla til að gæta leiða þ.ar: en skiftir eru þeir og getur hvorugur armurjnn hjálpað öðrum. Mjög erfitt er að segja með fullri vissu, hvernig það gengur þarna eystra. Þetta er svo langt í burtu: löndin ekki vel kunn fréttariturum og fregnir ekki áreiðanlegar, þegar ekki er liægt að bera þær saman. — Þess hefir aldrei verið getið, að Rússar hafi tapað nokkru af mönn- um, nema þegar þeir gáfu upp Ge- orgiewsk. En allmiklu hljóta þeir að hafa tapað, — sveitum, sem hafa barist við Þýzka meðan meginher- inn var að komast undan. Meira eða minna af þeim hefir verið tekið til fanga, og má ætla að þeir hafi þannig tapað nokkrum hundruð- um þúsunda, síðan þeir fóru að halda heimleiðis frá Ungarn í vor. Hefðu flestir aðrir látið þar heila herflokkana eða eina herdeild af annari. En því hefir fjarri farið.— Og má telja hér um bil vfst, að fleiri hafi fallið af Þýzkum, en fangaðir og fallnir eru samtals af Rússum. Þeir myndu annars sækja fastara eftir Þjóðverjarnir. Ekki er heldur gott að segja, hvort Rússar séu að linast, eða þeir eru að lokka Þjóð- verja lengra og lengra inn f landið, sem mikið er líklegra. KviSan ekki byrjuð ennþá. Ekki er hún ennþá byrjuð kvið- an, sem Bandamenn ætluðu að gjöra með vorinu á vesturkantinum og eru menn orðnir langeygðir eftir lienni. En það er augljóst, að með- an Þýzkir höfðu alla yfirburði, hvað fallbyssurnar stóru snertir, þá hefði vitlítið verið að ráða á þá. En nú ætla menn, að það sé annað- hvort úr því bætt eða vel á veg kom ið að bætast. — og þá ættu tíðindi bráðlega að fara að gjörast á Norð- ur-Frakklandi. Seinustu fréttir af stríðinu. — Frá Gen.f á Svisslandi fréttist það, að búið sé að kaliaNbcim til Rúmeníu úr Svisslandi alla borg- ara Rúmeníu, sem þar í landi hafa dvalið, og skuli þeir koma heim taf- arlaust til að berjast fyrir föður- landinu. — Á vesturkantinum eru skot- hríðar farnar að ganga allmiklar og er eins og Frakkar og Bretar séu farni-r að þukla fyrir sér, rétt eins og glímuinenn tvístíga um stund, ei þeir hafa tökum tekið hvor á öðr- um, og eins og prófa, hvað and- stæðingur þeirra megi sín. Hríðar þessar hafa verið harðar, en ekki hafa nein áhlaup fylgt þeim. — í Lothringen hafa Þjóðverjar kastala mikinn rétt við landamæri Frakklands, sem Metz lieitir. Hann tóku þeir af Frökkum 1870 og var það talinn sterkasti kastalinn á öllu Frakklandi. Þýzkir kvíuðu þar inni Bazaine marskálk með eitt- hvað 200,000 manns. Gat hann ekki út komist og varð loks að gefast upp, — gefa upp kastalann og alla mennina. En ])ýzkir héldu bæði borg og iandi eftir friðinn og alt til þessa dags. — Nú eru Frakkar loks komnir í nánd við kastalaborg þessa, og er sagt að þeir hafi stórar byssur og séu búnir að reikna út og miða hverri bjrssu á eitt eða annað vígi í borgiúni, vopnasmiðjur, púð- urhús og hermannaskála, eða staði þá flesta, sem þeir vilja eyðileggja, og eru til þess búnir að láta skotin ríða, hvenær sem alt er til að fara á stað. —- Austur frá gengur ]>að einlægt eins. Rú.ssar halda undan suðuraf Iíiga flóa og alla leið suður í Pinsk i’róana, sem einnig nefnast Pripet- f'íóar af ánni Pripet, sem rennur um þa miðja beint vestur af Brest Lit- ovsk, þar til á sú kemur í Beresine, rétt áður en hún fellur í Dnieper, sem rennur suður í Svartahaf. Eru Rússar nú komnir einar 75 mílur uorður og austur af Brest Litovsk, og skilja ekki annað en brunarústir eftir. Ekki eru Rússar búnir að láta Wilna ennl>á og ekki Riga borg við flóann; en alt íémætt eru þeir fyrir löngu búnir að flytja úr borg- um þessum, og einlægt snúast þeir móti Þýzkum við og við, og verða þá harðir bardagar. Einn daginn hröktu þeir Þýzka góðar 40 mílur aftur, og er búist við að Rússar hörfi allir austur yfir Dwina fljót. Þar eru nú rigningar miklar og er Þýzkum erfiö eftirförin, og víða sitja hinar stóru fallbyssur þeirra fastar í vegunuin, svo að þeir geta ekki þokað þeim. Og því lengra, sem þeir fara inn í landið, því erfið- ara verður þeim að flytja nauðsynj- ar sínar, Qg liaustrigningarnar ]>ar gjöra yfirferð verri og verri. En nú í september, vanalega eftir þann 26., fer að snjóa, og verði Þjóðverjar þá ekki búnir að ná fullum sigri yfir Rússum, þá geta þeir ekki átt við þá, þegar frostin og snjóarnir koma, Eru því allar líkur til, að Rússar séu úr mestu hættunni fyrir lengri tíma. En með vetrinum fá þeir bæði nógan herafla og nóg skot- færi. — Sunnan við Tripetflóann geng- ur Austurríkismönnum engu betur. Stendur liergarður Rússa nærri beint suður Pripetflóann, austan við Pinsk, nálægt Rovno og suður í austurendann á Galizíu, sem þeir halda svolitlu horni af ennþá. Og ætla menn að þeir haldi nú ekki mikið undan ]>ar lengur. — Russky gamli, einhver frægasti hershöfðingi Rússa, hefir nú tekið við forustu Rússa norður við Riga- flóann. Það var hann, sem fyrst óð yfir Galizíu. En sjúkdóms vegna varð hann að fara heim til Péturs- borgar. Svo fékk Nikulás hann til að taka vlð herstjórn um stund, þegar Þýzkir sóttu sem fastast fram í Austur-Prússlandi og inn í Rúss- land. Russky koin og hratt þeim aftur inn í flóana í Austur-Prúss- landi; en varð að liverfa heim aftur. Nú er liann kominn í þriðja sinn og síöan hann kom hefir Þýzk- um orðið lítið ágengt. — Fregnir koma að austan, að Nikulás keisari sé búinn að taka við herstjórn líússa af frænda sín- um. Marga furðar á því og búast ckki við, að Nikulás litli sigri þar sem Nikulás mikli gengur frá. Nema þá að svo sé að alt hið erfiða sé bú- ið og Nikulás mikli láti frænda sfn- um eftir heiðurinn. — Bretar halda nú fullum þriðj- ungi af hergarðinum vestra, eða 100 mflum í stað 40. — Canadaliðið lætur vel af sér, og eru allir ákafir, að fara nú sem fyrst að byrja að hlaupa á Þjóðverja. Dag og nótt dynja nú s'tórskótin á allri vestur- línunni, en áhlaup lítil eða svo sem engin, og skilja menn ekki hvað því veldur. — Dylgjur eru miklar um trölla- bákn eitt, sem Bretar hafi værið að smíða og ætli að renna því á grafir Þjóðverja, þegar þeir hafi nógu mörg þeirra. Er það svo stórkost- legt, ef satt er, að heimurinn hefir aldrei séð neitt því líkt. Reynist þetta satt, kemur lýsing af þvTí seinna. Eldhafið að bakiRússum Herforingi frá Austurríki var í bardögunum á Póllandi seinustu vikurnar, og segir hann að undan- hald Rússa hafi verið svo furðu- legt, að enginn maður í heimi hafi nokkurntíma þvílfkt Séð. Hvar sem þeir héldu undan, létu þeir eildhaf eitt eftir, og herflokkar Þjóðverja, sem á eftir þeim fóru, urðu að Icggja út á kolbrenda, rjúkandi sléttuna svo þar var ekkert nýtandi eftir; engin mannleg vera, ekkert húsþak hékk uppi, ekkert strá, ekkert gras, ekki hnefi korns eða nokkurra fæðutegunda fyrir menn og skcpn- ur. — Það var alt eitt voðalegt eldhaf, landið. Mílum sunnan meðfram veg- inum, stóðu brennandi húsin eða rjúkandi rústir þeirra. Nálægt Sok- al og St. Bernhard klaustri stóðu cða héngu uppi 200 rjúkandi eld- hússtrompar, þar sem einn spítal- inn Rússa hafði verið. Þeir liöfðu flutt á burtu alla særða menn, Rxiss arnir og kveikt svo í spítalanum. Með herflokk Mistchenkós P.nss i- foringja, fylgjast Kósakkah'par, riddaralið, og er þeim ætlað að kveikja í og brenna alt, sem brunn- ið getur jafnóðum og Rússar hnlda undan. Og sannarlega svíkjast þeir ekki um það. Þegar ungversku herflokkarnir (Honveds) komu inn.í borgina Kyr- lof, þá vissu þeir ekki fyrri til, en hvert einasta hús í borginni stóð í skíðaloga. En hitinn varð svo mik- ill, að l>eir urðu að flýju úr borg- inni aftur og taka á sig krók mik- inn til að komast fyrir hana. Þegar þeir komu til borgarinnar Yladimir Yolnyski, þá brann hún líka, og þorpin öll þar austur af stóðu í bj'rtu báli; en eldurinn valc og slettist sem hvikur á sjó um alla sléttuna í kringum Kovel og sóp- aði hverju húsi, hverri torg og hverju þorpi, sem þar var til, á stóru svæði. Dögum saman gátu hermennirnir frá Austurríki hvergi fund'.ð nokk- urt skýli. En vegirnir voru svo vondir, að því var ekki hægt að lýsa. Vagnarnir með vistaforðann og fallbyssurnar óðu í vegunum upp á hjólása. Stundum eru 50 her- menn látnir draga einn vagn, og mega þeir vaða aurinn á vegurum í hné. En allar járnbrautir cyðileggja Rússar jafnóðum og þeir yíirgefa þær. Verða Þýzkir því að setja þús- undir manna til að endurbæta þær. Flestallir íbúarnir halda undan með Rússum; en þeir fáu, sem eftir verða, eru mállausir af skelfing og hryllingu. Margirspyrjanú þannig: Hvort ráða þeir keisararnir, Vil- hjálmur blóð og Jóseppur gamli yfir Bandaríkjunum með Vilson, eða ekki? ÍFyrir einu eða tveimur árum síð- an hefði það verið talinn vitgrann- ur eða vitstola maður, sem borið hefði upp spurningu þessa. En það er sem tímarnir hafi umsnúist, eða það er að koma í dagsljósið, sem áð- ur hefir hulið verið, — því að nú þykja þetta engar öfgar og enginn maður verður foiwiða. Sjálfur sendiherra hins volduga keisara Austurríkis, Jóseps gamla. Dr. Constantin Dumba (sbr. Dumb- ur jötunn) hefir lýst því yfir í heyr- anda hljóði, að liann, sem fulltrúi Jóseps, liafi hinn fylsta rétt til þess, að kalla út til verkfalls hvern ein- asta Austurríkismann og Ungverja, sem vinnur á vopna- eða skotfæra- verksmiðjum Bandaríkjanna, í eig- in landi þeirra. Hann færir það til, maðurinn, að þeir séu að búa til vopn og skotfæri fyrir óvini ríkisins. Það kann vel að vera, að hann hafi lagalegan rétt til þessa; — vér vitum ekkert um það. En hversu inargir eru þá húsbændurnir í Bandaríkjunum? Jóseppus Austur- ríkiskeisari skipar þeim að hætta vinnu, gjöra uppþot og með verk- fallinu baka Bandaríkjamönnum— enginn veit hvað margara millíón dollara tjón. Aumingja Bandaríkin standa ráðalaus og höggdofa yfir þessu. Vilhjálmur keisari hefir stært sig af þ'ví, að með atkvæðum þýzkra manna gæti hann ráðið, hver for- seti yrði kosinn í Bandaríkjunum! Er hann þá Ifka einn af húsbænd- unum á búi því hinu mikla?— Vil- hjálmur hefir látið sökkva skipum Bandaríkjanna, einu eftir annað. Hann hefir með þeim sökt hópum Bandaríkja borgara, sumum jafn- vel, sem liafa verið með hinum allra merkustu mönnum í álfu þessari. öllum saklausum. Voru þeir rétt- lausir? Eru Bandaríkja borgarar þeim mun verri öðrum mönnum og ómerkari, að hver megi drepa þá sem vill? Það er sem Vilhjálmur teyirii nienn á eyrunum; hann seg- ist ekkert hafa meint með þessu, þegar menn loksins verða svo djarf- ir að spyrja hann, hví liann hafi gjört þetta. Hann segist aldrei skuli gjöra það aftur. En næsta dag eða næstu viku sekkur hann öðru og þriðja skipi og drekkir fleiri sak- lausum mönnum. Þegar menn svo herða sig upp á ný og .spyrja hans hátign, hví hann hafi gjört þetta,— þá verður keisari hálfhissa á nauði smádrengja þessara; en segir samt: “Ó-Ó, eg ætlaði aldrei að sökkva þeim. Eg skal aldrei gjöra það aft- ur”. — En ekki er vika liðin áður en hann sekkur eða lætur sökkva eiu skipinu enn. Og nú fara lög- fræðingarnir og stjórnmálamennirn ir og ráðgjafarnir og liáskólapró- fessorarnir, að leita og leita í öllum skruddum og öllum samningum, og ksll? ótai vitni til þess að reyna að gjöra öllum lýðum ljóst, hvort Vil- hjálmur liafi haft fullan lagalegan rétt, siðferðislegan og kristilegan rétt til að gjöra þetta eða ekki. Og það er sem heila hópana langi til að komast að þeirri niðurstöðu, að hann hafi réttinn! En hvers vegna er hann þá ekki gjörður borgari Bandaríkjanna og kosinn forseti þeirra: — það mætti breyta lögunum svo, að það væri hægt? Eða þá að gjöra hann að al- ræðismanni (Dietator)? Þetta er nú að vísu spaug, sem ckki er mark á takandi. En ef að þessu lieldur áfram, með þegjandi samþykki Bandaríkjanna, ])á kemur sá tími, að litið verður eftir af sjálf- stæði Bandaríkjanna, og mönnum nokkuð mörgum fer að þykja það lítilsvirði, að vera borgari þessa \olduga lýðveldis. Pálmi Einarsson. Þótt oss sé vorsins vaka sem von, er fuglar kvaka mót sól og sumaryl, þá er oss svefninn sætur, er sólu byrgja nætur, og kvala engra kenna til. Nú höfga slær á hljóminn, og haustiS fellir blómin, sem gaf oss von og vor. Mót vetri vor er brautin, en vinar liSin þrautin, og stuttrar æfi stígin spor. En hörpu þína hljóSa, og hjartalagiS góða nú syrgir samtíð þín: þinn skilning skarpa, rétta og skoðun frjálsa, setta því sannleiksgulli’ er skærast skín. En sárast móðir syrgir þann son, er línið byrgir og henni unni heitt. Þau samrýmd saman unnu, og saman hjörtun brunnu í trygð, sem var þeim alt og eitt. Því verður hugsár harmur og hefst inn aldni barmur, þótt styrk sé frænda stoð; en sorgin sára þverrar, sem sólin daggir þerrar, við minninganna röðulsroð. — Hvert vinarorð af vörum, og velvild sýnda’ í kjörum, þú þakkar heitt en hljótt.------- Vér minning mæta þökkum og mælum huga klökkum: f guðs þíns friði — góða nótt!

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.