Heimskringla - 09.09.1915, Blaðsíða 2
BLS. 2.
HE IMSKRINGLA.
WINNIPEG, 9. SEPTEMBER, 1915
MINNI ISLANDS.
(Flutt 2. ágúst 1915 við Riverton, Man.
fleill sé þér, Fjallkonan fríða,
vor fósturjörð ústkæra’ og bliða;
i dag minnumst blómans þíns bjarta,
vort bljúgt er hvert einasta hjarta.
Þú fegurðar, friðarins drotning,
svo fagnandi veitum þér lotning.
Þú barst oss á brjóstununi hlýju
og býður oss faðminn að nýju.
Við munum þær stundirnar mærar,
sem mjög eru okkur svo kærar,
uð jafnan vur glatt oss í geði
hjá geislandi sóleyjar beði.
Við munum þær hliðarnar háu
með hjarðirnar stóru og smáu,
litfögru döggina dala,
dýgrænu rósinu bala.
Við munum það skrúðgresið skæra,
skínandi vatnsspreltu tœra;
svipmiklu svanina friðu,
syngjandi lóuna blíðu.
Við munum þá sólgyltu sanda,
þar sæbjörgin tignarleg standa;
til himinsins háliðleg benda.
úr holskeflum bátarnir lendu.
Við munum þá fjallanna fossa,
er fagrasta sendu oss kossa,
og bunurnar lækjanna, er liðu
með Ijúflingsins hljómfagri iðu.
Við munum þinn klettanna ktasa
og kórónur fjallanna blasa
mót oss þar hækknadi i hylling
í hafmóðu og sólroðans gylling.
Heill sé þér, Fjallkonan friða,
vor fósturjörð ástkæru’ og blíða.
Lukkunnar geislar þér lýsi.
Ljóðsnildin Braga þig prísi!
Murgrét Sigurdson.
Blue,
RibboN
G#fíE
1
BLUE RIBBON
KAFFl
OG
BAKING POWDER
Hinar hreinu ófölsuðu vörur Blue
Ribbon eru fyrirmynd að gæðum og
hreinleik.—Það er ekkert annað til sem
er “nærri eins gott” eins og það sem
best er.
Blue Ribbon kaffi og Baking Powd-
er er selt eins og allar aðrar Blue Ribbon
vörur með ábyrgð á því að þær gjöri
þig ánægða.
mm
Katrín í Ási kemur til
himnaríkis.
Eftir JOHAN BOJER.
(Johan Bojer, f. 1872, er nú einna
fremstur í flokk yngri rithöfunda
i Noregi. “Et Folketog” (1896)
var fyrsta sagan eftir hann, sem
verulega var tekið eftir. Er það
lýsing á sveitalífinu norska, en
heldur ófögur og skuggaleg. Þá
reit hann “Den evige Krig” og
“Moder Lea”, og eru þær bækur í
líkum anda. En svo kom skáld-
sagan “En Pilgrimsgang” og hún
heillaði hugi allra. Einhver bezta
skáldsaga Bojers er “Troens Magt”
(1903), og ári siðar (1904) reit
hann flokk ævintýra, er hann
nefndi “Hvide Fugle”. Úr þeim er
þessi smásaga tekin).
* ¥ ^ íl*
Katrín í Ási var kona Péturs i Ási.
Saman höfðu þau grætt upp litla
kotið sitt. Og saman höfðu þau
margt kveldið lagst lúin til hvíldar
í stóra, breiða rúminu sínu. Þau
höfðu stritað saman eins og tveir
samvanir plóghestar, og þau höfðu
dregið hlassið hvort við annars hlið,
hvort sem það var þungt eða létt.
Og þau gátu ekki hugsað sér, að
neitt gæti komið fyrir annað þeirra,
sem ekki kæmi jafnframt fyrir þau
bæði. Vitaskuld var það, að þegar
Pétur kom úr kaupstað, var hann
fullur og barði konu sína; en morg-
uninn eftir var hann svo iðrandi
syndari, að hann barði sjálfan sig
ujan.
En svo kom það fyrir einn dag,
að Katrín veiktist og komst ekki á
fætur. Og Pétur sat á skemli fyrir
framan rúmstokkinn hennar allan
daginn og spurði einlægt við og við,
hvort henni fyndist sér ekki hægja.
Og hún svaraði í hvert sinn, að nú
liði sér betur, guð’ sé lof. — Loks-
ins skildist Pétri þó, að kona hans
væri svo alvarlega veik, að bezt
mundi að sækja prestinn.
Sömu nóttina fór Katrínu að sýn-
ast, að það væri ekki hann Pétur
sinn, er sæti við rúmstokkinn, held-
ur væri það maður i hvitum klæð-
um og væri hann kominn til þess að
sækja hana. Þá fór hún að gráta og
stundi við; “Æ-nei-nei — eg vil
heldur vera hjá honum Pétri”.
“Hvað ertu að segja?” sagði mað-
urinn hennar, sem sat þarna og
vakti yfir henni.
Loks þóttist Katrín sjá, að hvít-
klæddi maðurfnn breiddi út vængi
og henni heyrðist hann segja: “Jæja
Katrín mín, nú verður þú að koma
með mér.”
Og Katrín gat ekki annað. Gest-
urinn hafði tekið hana í fang sér.
Og nú svifu þau út úr herberginu,
upp loftið, og bæjarhúsin í Ási sýnd-
ust sífelt minni og minni — fram
hjá sólu og stjörnum, og mikið, mik-
ið lengra. Þá fór Katrín aftur að
nöldra og snökta, en ókunni maður-
inn þerraði af henni tárin og sagði:
“Vertu nú hughraust, því að nú er
öllum áhyggjum þínum lokið”.
“Æ, mér leið svo vel þar sem eg
var”, sagði Katrín. “Og hann Pétur
minn — á hann nú að vera þarna
einsamall, gamall og farinn eins og
hann er orðinn?’
“Guð mun sjálfsagt sjá honum
borgið”, sagði sá ókunnugi. “Láttu
þér nú þykja vænt um, að þú ert
bráðum komin til himnaríkis”.
Katrín fór nú að reyna að láta
sér þykja vænt um þetta, því hún
hafði jafnan ásett sér að hegða sér
svo, að hún fengi að koma til guðs.
Fin jafnframt þessu gat hún þó ekki
að sér gjört, að hugsa um, hvort
hann Pétur myndi nú eftir að gjöra
við tjóðrið af kálfinum.
Loksins námu þau staðar við stórt
gull-hlið, sem var mikið stærra en
hiiðið á sýslumannssetrinu. Þau
svifu því næst inn í garð, þar sem
inörg börn voru að leika sér, og
meðal þeirra sá Katrín nágranna
barn, er dáið hafði úr skarlatssótt.
Þá hugsaði hún með sér: “Svo
framarlega, sem eg kem til jarðar
aftur, þá skal eg segja móðurinni,
hvað litla barninu hennar líður vel”
En um leið mintist hún ósjálfrátt
litlu drengjanna sinna, sem nú lík-
legast voru alstaðar að leita og
spyrja að móður sinni,
Alt í einu tóku þau að líða upp
fjall með smáhjöllum á; gat þar að
lita lítil hvít hús hér og þar — rétt
eins og hún hafði einu sinni séð á
mynd einni. Og var það ekki hann
bróðir hennar, sem stóð þarna fyrir
utan eitt húsið, vesalingurinn, sem
hafði átt svo bágt og var svo fátækur
á jörðunni? Nú var hann svo glað-
legur á svipinn, að Katrin gat ekki
varist því að kalla til hans: — “Góð-
an daginn óli!”
“Nei, ert það’ nú þú, Katrín?’
sagði hann. “Já, þetta hús á nú eg,
og nú eru ekki lengur skuldirnar að
kvelja mig og drepa. Nú á eg, guð’
sé lof, bæði til hnífs og skeiðar og
nú þarf eg ekki lengur að slita mér
út á þvi, að hafa fyrir lífinu. Þegar
þú ert búin að vera hjá guði, máttu
ekki gleyma að líta inn til min líka”.
Katrin komst við, er hún heyrði
þetta; en aftur varð henni á að
hugsa: — “Aumingja Pétur — þarna
á hann nú að vera einn eftir á jarð-
riki og strita þetta og stríða eins og
áður”.
Loks voru þau komin upp á há-
hnjúkinn, og þar var nú bústaður
drottins, mikið stærri en dómkirkj-
an, sem hún sá, þegar hún var i
kaupstaðnum. Og drottinn stóð fyr-
ir utan húsið í biskupsskrúða og
ætlaði að fara inn; en þá kom hann
auga á hana og nam staðar.
Kata gamla tók nú að titra á bein-
um, því að hún hafði jafnan heyrt,
að drottinn væri strangur, og oft
hafði hún nú hagað sér öðruvísi en
vera bar, það vissi sá eini, — því
nam hún nú staðar, leit til jarðar
og fórnaði höndum.
“Nei, góðan daginn, Kata min”,
heyrði hún sagt, og það var þá
drottinn sjálfur, sem ávarpaði hana
svona blíðlega. ‘Vertu velkomin í
himnaríki! Komdu nú og taktu í
hendina á mér, eins og venja er
til”.
Kata gamla smámjakaði sér þang-
að sem hann stóð, féil svo á kné og
íór að gráta. Því henni virtist
drottinn svo alt of góður við svo
auman syndara sem hún væri.
“Stattu upp, barnið mitt!” sagði
drottinn, og svo strauk hann tárin
af kinnunum á henni og sagði, að
nú ætti hún að reyna að vera í góðu
skapi, því að nú ættu allar hennar
raunir að snúast upp í gleði og gæfu
hér i himnariki.
Þá herti Katrín upp hugann og
sagði: “Góði guð, þú mátt ómögu-
lega halda, að eg hafi nú átt svo bágt
áður. Það eru ekki nema vondir
inenn, sem segja að hann Pétur hafi
barið mig, og ekki get eg nú minst
þess, að hann hafi nokkru sinni
bragðað brennivín, þegar hann kom
i kaupstaðinn. Hann var svo góður
og ljúfur við mig og okkur leið svo
vel saman, að eg man ekki til, að
nokkru sinni hafi farið stygðaryrði,
hvað þá heldur meira á milli okk-
ar”.
“Það er ekki nema fallegt, að þú
skulir tala svo vel um manninn
þinn”, sagði drottinn. “En nú skalt
þú fylgja englinum þarna og litast
um hér í himnaríki, og svo verður
þú að ráða það við þig, hvað þú
vilt hafa fyrir stafni, og hvað þú
ætlar þér að vera hérna hjá okkur.
Það er nú einu sinni siður hérna á
himnum, að hver fái að vera það,
sem hann langar til”.
“Og það er nú víst ekki mikið,
sem eg er fær um nú orðið” — hugs-
aði Katrín. En engillinn, sem hafði
sótt hana, fór nú með hana, og aftur
liðu þau niður eftir fjallinu, en í
þetta skifti hinu megin við fjallið.
Þau svifu yfir smá vötn og brá á
þau rauðum bjarma af himnaríkis-
ljómanum. En á vatninu syntu hóp-
ar af hvítuin svönum og sungu þeir
svo fagurlega, að hún hafði aldrei
heyrt neitt því líkt áður. Engillinn
sagði henni, að svanir þessir hefðu
cinu sinni verið menn á jörðu niðri.
Állir hefðu þeir verið ákaflega söng-
gefnir, en ekki haft nein ráð til
þess að kosta sig til menta, og því
hefði nú drottinn aumkvast yfir þá
og gjört þá að svönum, svo að þeir
gætu sungið eins vel og fagurlega
eins og þeir bara vildu. Með fram
vatnsbökkunum var fjöldinn allur
af vatnaliljum, sem vögguðu sér á
bárunum og sneru skálum sínum til
himna. Engillinn sagði, að þetta
væru einkum konur, sem verið
hefðu skáldlega sinnaðar; en á
jörðu niðri hefðu þær aldrei getað
orðið að jiví, sem jiær vildu verða.
Því hefði nú drottinn gjört þær sæl-
ar á sína vísu. Fiðrildin, sem hún
sæi flögra yfir blómunum, væru
hugsanir guðs, og tyltu þau sér við
og við á liljurnar og létu þær vagga
sér stundarkorn.
Því næst spurði engillinn Katr-
íru, hvort hana langaði til að verða
að álft eða vatnalilju.
“Eg ætti nú ekki annað eftir!”
sagði hún, — því að nú fór hún aft-
ur að hugsa um Pétur. Setjuin nú
svo, að hann kæmi hingað ein-
hverju sinni, þá væri alls ekki vist,
að hann þekti hana aftur, ef hún
væri orðin að vatnalilju.
Engillinn sýndi henni önnur
vötn þar sem hvítar og rauðar
skemtiskútur svifu fram og aftur, og
á skipunum var skrautbúið fólk, er
lék á hljóðpípur og önnur hljóð-
færi. Og Katrín sá stóran aldin-
garð, þar sem sveinar og meyjar
stigu dans og litu hvort annað ást-
araugum. Þeir, sem ekki höfðu
fengið að njótast á jarðríki, hittust
nú aftur hér, og stúlkur, sem höfðu
verið ófríðar og jafnvel vanskapað-
ar á jörðu niðri, voru nú orðnar
langfegurstar, svo að þær sátu ekki
nokkurn dans.
Engillinn spurði Katrínu, hvort
hún vildi nú ekki eyða tímanum
þarna um borð í einni skemtiskút-
unni og verða ung og fögur eins og
þær, sem stigu dansinn. En ekki
vildi Katrín það; — hún mundi nú
alt í einu eftir því, að slátturinn var
um það leyti að byrja í Ási, og
hvernig átti hann Pétur auminginn
að bjarga inn öllu heyinu svona al-
einn.
Þá sá Katrín, hvar menn sátu að
átveizlu við fagurlega og vel búið
borð. Og mennirnir, sem við það
sátu, voru búnir pelli og purpura
og höfðu blóm í hári, og þeir lutu
hver að öðrum, hringdu skáum,
drukku tvímenning og hlógu, svo
að það heyrðist langar leiðir. Eng-
illinn sagði að margir þessara
manna hefðu verið fátækir á jörð-
unni og varla haft málungi matar;
en slíkar veizlur hefðu staðið þeim
fyrir hugskotssjónum, sem hin
mesta sæla og þvi fengju þeir nú
þannig óskir sínar uppfyltar.
Því næst sá Katrín annan aldin-
garð, þar sem íturvaxnar konur
gengu við arm riddara sinna, og
gckk þar tvent og tvent á grasivöxn-
um götum inni á milli trjáa og
runna, sem skýldu þeim hverju fyr-
ir öðru, því að þannig kusu þau
helzt að vera. Og þau hvísluðust á
ástarorðum og föðmuðust, kystust
og andvörpuðu og hétu hvort öðru
eilifri trygð. Og þau voru svo sæl.
að þau gleymdu öllu öðru í himna-
riki. Engillinn spurði Katrínu,
hvort hún kysi nokkuð af þessu í
sitt hlutskifti, en Katrin sagði: —
“Eg á nú ekki annað eftirt Eg er
sannarlega orðin of gömul fyrir
slíkan barnaskap!” Hún var nærri
því farin að segja, að ætti hún að
hafa nokkuð fyrir stafni, væri sér
nær að fá nokkrar merkur af ull og
setjast við að spinna. En hún var
hálfhrædd um, að slíkt þætti nú
ekki nógu fínt á himnum uppi.
Engillinn sýndi Katrínu mikla
samkomu karla og kvenna, sem voru
að ræða með sér ýmis vandamál;
gjörðu ályktanir og kusu hvert ann-
að i nefndir; og engillinn sagði
henni, að þetta væri nú sú æðsta
sæla, sem þessar manneskjur hefðu
getað hugsað sér á jörðunni, og því
fengju þær nú að skemta sér við
þetta fram á efsta dag. Enda væru
þau svo ánægjuleg á svipinn, að
það Ijómaði af andlitum þeirra eins
og smásólum.
En Katrín hristi höfuðið og sagði,
að hún hefði aldrei botnað neitt í
þessu.
Loks sýndi engillinn henni barna-
garð, þar sem fjöldi kvenna var
önnum kafinn í því, að hirða smá-
króga. Engillinn sagði henni, að
sumar af konum þessum hefðu mist
börnin sín í lifanda lífi, cn fundið
þau hér aftur. Og sumar þeirra
hefðu óskað sér að eignast börn, en
aldrei átt barn, oftast nær af því að
iær höfðu ekki gifst. En nú hefðu
lær eignast barn það, er þær hefðu
óskað sér svo heitt, og nú væru þær
að gefa þeim að sjúga og vagga þeim
í svefn og skifta blæjum á þeim og
ivo þeim á hverju kveldi, og aldrei
höfðu konur þessar haldið, að þær
ættu eftir að lifa slíka sælu i himna-
ríki.
En Katrín hugsaði, að úr því að
drengirnir hennar væru móðurlaus-
ir þarna niðri á jörðunni, gæti hún
ekki fengið það af sér, að fara að
hirða annara manna börn. — Og er
engillinn kom aftur með hana til
drottins, urðu þau að segja eins og
satt var, að Katrín hefði ekki getað
felt sig við neitt.
“Hvað er þetta!” sagði drottinn,
“er þá ekkert það til i gjörvöllu
himnaríki, er þér geðjast að?”
“Æ, guð minn góður!” varð Kat-
rínu að orði; hún féll á kné og fór
að gráta; “— það er víst alt fremur
of gott handa mér. En —, en —”,
og svo kom hún ekki neinu upp fyr-
ir gráti.
“Hertu upp hugann og segðu
það”, sagði drottinn. “Hér fá allir
óskir sínar uppfyltar”.
Orð þessi höfðu þau áhrif á Katr-
ínu, að hún sagði: “Ef svo er, þá
vildi eg lang-helzt hverfa aftur til
jarðar. Því eg get ekki séð, hvern-
ig hann Pétur á að komast fram úr
þessu einsamall”.
Allir englarnir, sem stóðu þarna
umhverfis, litu hálf-hissa á drott-
inn. Því að aldrei höfðu þeir heyrt
neinn vilja afsala sér himnavist-
inni til þess að snúa aftur til jarðar.
En drottinn brosti við og sagði:
“Viltu, að eg láti sækja manninn
þinn hingað þegar í stað?”
‘Lof og þökk fyrir það”, sagði
Katrín. “En þá yrðu þeir báðir,
hann Kristján og hann Simon, föð-
urlausir og móðurlausir”.
“Já, eg verð enn að hafa dreng-
ina þína nokkra stund á jarðríki”,
sagði rdottinn. “En hvað viltu þá?”
“Gæti eg ekki fengið, að hverfa
aftur heim að Ási?” spurði Katrín
með hálfum huga.
“Eg'verð líklegast að láta þetta
eftir þér”, sagði drottinn. “En nú
er búið að grafa líkama þinn, svo
að þú verður öllum ósýnileg og get-
ur Iíklegast ekki heldur orðið að
miklu gagni héðan af’.
“En þá gæti eg fengið að fylgja
honum Pétri eftir, hvert sem hann
færi, og drengjunum mínum líka”,
sagði Katrín. “Og fengi eg það,
teldi eg mig jafn sæla englunum á
himnum”.
“Eg verð þá, held eg, að leyfa þér
þetta”, sagði drottinn góðlátlega.
Og svo klappaði hann henni á koll-
inn og lét engilinn flytja hana til
jarðarinnar aftur.
* * *
Katrín varð alveg frá sér numin
af fögnuði, þegar hún kom svo langt
niður úr skýjunum, að hún gat séð
heim að Ási. Hún kannaðist við
húskofann, fjósið og girðinguna
langar leiðir i burtu. Það var far-
ið að rjúka á bænum, svo að eitt-
hvað átti nú að fara að matselda. —
Eftir það kvaddi engillinn hana,
því að nú gat hún ratað heim.
Þá er Katrín nálgaðist jörðina,
sá hún að það mundi vera árla dags,
því að það rauk upp af engjunum
af náttfallinu og fólkið var að fara
út á engjar með ljá og hrífu um öxl.
Pétur kom út úr fjósinu með þá
rauðskjöldóttu á eftir sér til þess að
tjóðra hana í túninu, og svo fór
hann að bera inn mjólkina. Aum-
inginn, hann hafði líklegast sjálfur
verið að mjólka og var víst ekki
mjög vanur þeirri búsýslunni.
Katrín komst brátt á snoðir um,
að hann gjörði hvorki að heyra
hana né sjá; en hún fór þó á eftir
honum inn í eldhúsið og settist á
hlóðarsteininn og horfði á hann, á
meðan hann síaði mjólkina. Það
fór nú svo og svo og sízt eins og
skyldi. Sáldið var óþvegið og
sumt af mjólkinni fór niður, um
leið og hann helti henni í trogið,
og trogið var ekki heldur hreint. —
Vissi hann ekki, kjáninn sá arna, að
mjólkin mundi fljótt súrna með
þessu lagi?
Því næst fór hún með honum inn
í baðstofu, er hann fór að vekja
drengina og hjálpa þeim til að finna
fötin sín. Sá yngri, Símon, spurði
hann, hvort hún mamma væri ekki
komin heim núna; en faðir hans
svaraði, að hann yrði nú að fara að
hætta að staglast á þessu og spyrja
um þetta, — hún mamma kæmi lík-
legast hvort sem væri undir eins og
hún gæti komið jiví við. Katrín
klappaði bæði Símoni og Kristjáni
á vangann; en hvorugur þeirra virt-
ist taka eftir þessu, — þótt raunar
Kristján liti hvað eftir annað þang-
að, sem hún stóð.
Nú hófst alveg nýtt lif fyrir Katr-
inu þarna í Ási. Þá er piltarnir
fóru á skóg eftir eldsneyti, fór hún
í hámót á eftir þeim, til þess að
verja þá öllu grandi. Og er Pétur
var að bisa heim heyinu, heitustu
dagana á sumrinu, fylgdi hún hon-
um og var að reyna að létta honum
byrðina. Á næturnar gekk hún á
milli rúmanna til þess að varna því,
að þá dreymdi illa. Og er Pétur fór
á fætur á helgum, reyndi hún að
smjúga hugskot hans til þess, að fá
hann til að fara í kyrkju. í fjósið
koin hún á hverjum degi, til þess
að tauta eitthvað gott yfir gripun-
um. Og á haustin, þá er frostin
fóru að koma, fór hún út á akra til
þess að reyna að varna þvi, að
frostið skemdi kornið hans Péturs.
En svo bar það við einn dag að á-
liðnum vetri, að Pétur þóttist eiga
erindi í kaupstaðinn og þá vissi
Katrín engin sköpuð ráð. Átti hún
að fara með honum, eða átti hún að
vera heima og gæta bús og barna?
Hún réð það loks við sig að vera
heima, og meðan drengirnir voru
að bjástra við að elda og annast
fjósverkin, fylgdi hún þeim út og
inn og reyndi að sýna þeim, hvernig
jieir ættu að fara að.
En er Pétur kom heim aftur, var
hann fullur og hann harði dreng-
ina eins og hann hafði barið hana
áður margoft. En daginn eftir iðr-
aði hann þess eins og endrar nær,
og guð’ sé lof fyrir það, hugsaði
Katrín, að hann var ekki enn búinn
að bíða tjón á samvizkunni.
Svo kom dag nokkurn ókunnug
kvensnift á bæinn með böggul undir
hendinni og hún settist nú að þarna
og tók að ráðsmenskast bæði í eld-
húsi og fjósi.
Og skömmu síðar þóttist Katrín
sjá, að Pétur sinn væri farinn að
hugsa til kvonfangs að nýju.
“Aumingja hróið”, hugsaði hún,
“er hann nú ekki að asnast til að
leggja hug á aðra konu!”
En hún varð nú samt að horfa
upp á þetta, að sú aðkomna tæki
pils hennar og klæðnað, yzt sem
inst. Og að vorinu stóð brúðkaup-
ið. Nábúarnir komu þangað einn
góðan veðurdag og settust þar að
veizlu.
Drengirnir drógu sig í hlé og
horfðu hálfhissa hvor til annars;
þeir voru líklegast ekki alveg búnir
að gleyma móður sinni. En Katrin
hafði nú samt fylgt fólkinu til kyrkj-
unnar og tekið sér sæti í kórnum
og horft á, að Pétur gekk að eiga
aðra konu.
“Mér þykir nú orðið nóg um”,
hugsaði Katrín, “og ekki hefir hún
(Framhald á 7. bls.).
THE CANADA
STANDARD LOAN CO,
ASal Skrifstofa, Wlnnlpog:.
$100 SKULDABRÉF SELD
TIl þæglnda þelm sem hafa smá upp
hæftir til þess at5 kaupa, sér í hag.
Upplýsingar og vaxtahlutfall fst á
skrifstofunni.
J. C. KYLE, rAtSsmntJur
42S Main Street. WINNIPEG
Brúka?5ar saumavélar me?5 hæfi-
legu ver?5i; nýjar Singer vélar, fyrir
peninga út í hönd e?5a til leigu.
Partar í allar tegundir af vélum;
a?5gjör?5 á öllum tegundum af Phon-
ographs á mjög lágu ver?5i.
J. E. BRYANS
531 SARGENT AVE.
Okkur vantar duglega “agentaM og
verksmala.
Þegar þú þarfnast bygginga efni eía eldiviS
D. D. Wood & Sons.
-------------------Limited--------------------
Verzla með sand, möl, mulin stein, kalk,
stein, lime, “Hardwall and Wood Fibre”
plastur, brendir tígulsteinar, eldaðar pípur,
sand steypu steinar, “Gips” rennustókkar,
“Drain tile,” harÖ og lin kol, eldivið og fl.
Talsími: Garry 2620 eða 3842
Skrifstofa: Horni Ross og Arlington St.