Heimskringla - 09.09.1915, Blaðsíða 8

Heimskringla - 09.09.1915, Blaðsíða 8
BLS 8. HEIMSKRINGLA. WINNIPEG, 9. SEPTEMBER, 1915 To Day The Bombay Buddha A Melodrama in 3 acts. When Spirits Moved — Nestor Comedy — School Days — L-Ko Comedy and Official War Pictures. COMING:—Wednesday and Thursday, September 22. and 23. Blanche Chapman, Winnipeg’s Favorite Actress in Mrs. Wiggs of the Cabbage Patch. MAR/A MAGNUSSON PIANO KENNARI hefur nú byrj óskar eftir ísh at5 Piano kenslu og enzkum nemendum. 940 INGERSOL ST. WINNIPEG Fréttir úr Bænum. Hr. Páll Reylfdal, frá Lundar, heilsaði upp á oss á þriðjudaginn. Hann kom í bæinn til að vera við Iþróttasamkepni, sem haldin var að Stadium leikvelli á Yerkamanna- daginn 6. sept., og var með honum A. O. Magnússon, sá hinn sami sem hefir unnið mílu og fimm míina hlaupin á Islendingadaginn síðast- liðin 2 ár. — Páll sagði oss þær fréttir, að A, O. Magnúson hefði við þessa samkepni unnið fyrstu verð- laun í þriggja mílna hlaupi á Verka- mannadaginn, og að þar hefði hann kept við hina beztu hérlenda menn, sem eru í Winnipeg borg, og að enginn þeirra hefði komist nálægt Magnússon. Páll álítur að ekki séu þeir menn í Manitoba fylki, sem liafi við Magnússon á 5 til 10 mílna kapp hlaupi, og að íslenzkir íþróttamenn yfir höfuð hér f fylkinu mundu ekki standa á baki annara íþrótta- manna, ef myndað væri allsherjar fþróttafélag meðal íslendinga, til þess að kepj>a sem Islendingar gegn öðrum samkonar félögum. Gei'in saman í hjónaband af síra Magnúsi J. Skaptasyni hinn 3. sept- ember: Mr. William Cook, cashier, og Miss Fanny Skaptason, steno- grapher. Athöfnin fór fram að heim- ili hinna ungu hjóna, Suite 23 Els- inore Apartments, Maryland Sti-eet, W’innipeg. Heimskringla óskar hinum ungu hjónum til hamingju. Eg vil biðja háttvirtan ritstjóra Heimskringiu, að gjöra svo vel og leiðrétta í næsta blaði fregnir þær í 48. tölublaði Heimskringlu, er hann hefir eftir mér undirrituðum, þar sem hann talar um íslenzku ull- ina, að Danir borguðu f>-rir hana 4—5—6 kr. pundið; ætti að standa kílóið. Jón þórðarson. Látinn á Almenna spítalanum í Winnipeg hinn 6. sept. þ. á. Thor- bergur Thorvaldsson, frá Narrows, Man. Jarðarförin fer fram frá Fyrstu lútersku kyrkjunni á fimtudaginn hinn 9. þ. m. kl. 2 e. h. Hin-s látna verður minst frekara síðar. Frúrnar í Tjaldbúðinni ætla halda Coneert og Soeial hinn sept. Prógram auglýst seinna. að 22. Bréf frá Jóel Péturssyni 25. júlí 1915. Elsku móðir góð! Fékk bréfið þitt í gærdag, skrifað 21. júní, og gleður það mig stórlega að öllum liður vel. Okkur líður vel hérna. Við vinnum aðeins í 4 kl tíma á dag við það, að höggva nið ur tré. — Við Péetur höfum ekki ennþá fengið peningana, sem okkur voru sendir; en höfum heyrt að þeir væru í Munster, svo að við bú umst við að fá þá í næstu viku. — Vertu ekki, góða móðir mín, að senda meiri peninga; því eg þarf þeirra ekki, ef eg fæ böggulsend ingu stöku sinnum. Það eru tveir bögglar á leið til fnín frá Englandi núna. Biddu alla vini mína að skrifa mér og skrifaðu oft sjálf. Pétur bið ur að heilsa. Beztu kveðju til ykkar allra. Þinn elskandi sonur, Jóel. Utanáskrift Jóels Péturssonar: — Prisoner of War. Privatc J. Peterson — 1653. 8th Canadian. Gefangenenlager 2. Munster im W (Allemagne). Block 4 Vogelsang. Germany. Bruni mikill í Winnipeg hinn þ. m. Skaði metinn 35 l)ú.sund doll ara. Var það vöruhús Bright & Johnstons á Bannatyne St. Margir voru þeir, sem töpuðu vörum sem þar voru geymdar og annaðhvort skemdust eða eyðilögðust alveg. Látinn seinasta laugardag Pálmi Einarsson, hálfbróðir þeirra Aðal steins og Friðriks Kristjánssona, fasteignasala hér f borginni. Ilann var jarðsettur frá Únítarakyrkj unni hinn 7. þ. m. Við jarðarförina voru tveir prestar: Síra Rúnólfur Marteinsson flutti húskveðju, en síra Rögnvaldur Pétursson flutii ræðu í kyrkjunni. — Pálmi sáiugi var hagorður vel og hafa smákvæði eftir Iiann við og við verið prentuð í Heimskringlu. Frétzt hefir með bréfi fi'á íslandi, uð hr.Tlieódór Árnason fíólinspiiari, sem var hér í Winnipeg um nokk- urn tíma, sé nú kominn til Kaup- mannahafnar og ætli að stunda nám þar á beztu kenslustofnun Kaupmannahafnar í þeirri grein, í næstu þrjú ár. Herra Árnason hefir haft stöðuga atvinnu á Hotel Reykjavfk, síðan hann kom aftur úr leiðangri sínum hingað. ÞaS eru tvö Islandsbréf á Hkr. árituS: Miss Inga J. Árnadóttir.— Þessi bréf hafa flækst af einu póst- húsi á annaS, þar til þau hafa nú rekiS upp á Heimskringlu. Póst- meistarinn á Lundar á þakklæti skiliS fyrir aS hafa komiS bréfun- um á rétta leiS. Red Cross sjóSurinn. Næstkomandi fimtudagskveld (f kveld) verður söngæfing í Tjaldbúð- arkyrkju, á vanaiegum tíma kl. 8.— Gskað e reftir að allir, sem tilheyra söngflokknum, sæki æfinguna. o 30000 o o o o Heílr þú Brúkað SILKSTONE o o o o Hið ljómandi veggja mál. o o o 1 >að Þvæst o o o 30000. o ÁSur auglýst ........... $2 77.45 S. S. Hofteig, Sr., Cot- tonwood, Minn........ 5.00 Alls............. $282.45 T. E. Thorsteinson, FéhirSir nefndarinnar. Þjófurinn er að skoða sig í spegl- inum í nýstolnum fötum og segir: “Þau fara mér ári hreint vel,— bara eg gæti nú stolið einhversstaðar ær- legu andliti, þá væri eg góður”. GOTT LAND TIL SÖLU nálægt Ár- borg, Man. Nákvæmar upplýsing- ar fást á skrifstofu Heimskringlu. Hús til Leigu. Til leigu er sex-rúma hús á Tor- onto Street nærri Sargent Ave; verð- ur laust 16. september. Með gasi og ljósum og hitað með vatni. $15.00 á mánuði. Einnig 11-rúma hús á Alverstone Street. Fæst að öllu leyti eða parti, með afarvægum skilmálum yfir vetr- armánuðina. Lysthafendur snúi sér til S. Vil- hjálmssonar, 637 Alverstone St. María Magnússon píanókennari. Eg sá auglýsingu í síðasta blaði Heimskringlu frá nefndri stúlku, og finst mér því rétt að’minnast henn- ar fáeinum orðum, þar sem hún er að byrja starf sitt sem kennari, og almenningi því ókunnugt um hæfi- leika hennar og þekkingu í því starfi, sem hún er nú að byrja kenslu í. Ungfrú Magnússon hefir stundað nám hjá mér í síðastliðin 5—6 ár, og a-.tti mér því að vera kunnugt um hæfileika hennar og þekking á fag- inu, sem hún ætlar að kenna. Eg get með ljúfu geði gefið henni mín beztu meðmæli. María hefir ekki einungis ágæta hæfileika, heidur og einnig óbilandi ástundun og vand- virkni og einlæga löngun til að verða sér og öðrum að liði. Próf sfn hefir hún leyst af hendi með ágæt- um vitnisburði, og á nú aðeins eftir eitt ótekið, til að hafa fullgilt kenn- arapróf þessa lands. Eg vona því að íslendingar láti þessa ungu stúlku njóta þess, hve mikið hún hefir lagt á sig, og ein- læglega og án alls mentahroka bar- ist við örðugleikana; og ekki sízt þar sem mér er kunnugt um, að for- eldrar hennar hafa stundum orðið að skamta all-varlega til að geta veitt henni þessa mentun, og við sem höfum haft kynni af fátækt- inni, ættum að geta sett okkur inn í það. Eg læt svo hér með fylgja ummæli úr blöðunum Free Press og Tele- gram, sem þau viðhöfðu um þessa stúlku síðastiiðinn júnímánuð, þá eg hafði Recital hér í bænum, og sem eru svo lofsamleg, að við sem íslendingar ættum að stórgleðjast, að ein af ungu stúlkunum okkar þjóðflokks hiýtur slíkt. — Ummæl- in eru svona: — “Miss María Magnússon, er lært hefir hjá Mr. Jónasi Pálssyni, lék á hljóðfæri þetta á Y.W.C.A. Audi torium kveldið líinn .... þessa mán. “Miss Magnússon leikur fyrirtaks vel á píanó og var spil hennar fyrir- taks lipurt og hljómfagurt”.—Tele- gram. “Píanóspil Miss Maríu Magnússon kveidið hinn .... þ. m. í Y.W.C.A. Auditorium var fyrirtaks gott frá upphafi til enda. Hún er ein þeirra, sem lært hefir píanóspil hjá Mr. Jón asi Pálssyni, Miss Magnússon hefir ágæta hæfileika til listar þessarar. Hún fylgdi reglum listarinnar, en bezt tókst henni við Sonata Beet hovens, sem hún lék meistaralega vel”,—Free Press. Jónas Pálsson. hjálpa. Hann söng einnig tvo ein- söngva og var klappaður upp aftur í bæði skiftin. — Einnig flutti síra Rögnv. Pétursson snjalt erindi um hjúkrunar tilraunir mannkynsins frá fyrstu tfmum og fram á þennan dag. Sagðist honum vel að vanda. Á eftir prógrammi fór fram Tom- bola, og urðu afurðir hennar $51.03. Svo voru frambornar veitingar ó- keypis af félagskonum. Alls komu inn á samkomunni $93’.25. Kostnaður nam aðeins $1.65, því allir gáfu hjálp sína, og lánuðu án endurgjalds þá muni, er til þurfti. Hreinn ágóði, sem afhentur verður C. F. Roland, Industrial Bur- eau, Winnipeg, sem er móttöku- maður Red Cross hjálparsjóðsins, er því $91.60. Þökk sé öllum, sem unnu að þessu og sóttu samkomuna. Fyrir hönd Kvenr. Kvenfélagsins “Sigurvon”. Gimli, Man., 6. sept. 1915. S. J. Stefánson, Orpheum Leikhúsið. Hausttíðin á Orpheum stendur nú sem hæst, og er þar vanalega húsfyllir. Á hverri viku koma þar fram hinir mestu listamenn úr Ev- rópu, Bandaríkjunum og Austur- löndum. Orpheum er hið bezta leikhús f borginni. Þar eru hinir beztu línutrúðar, særingamenn, búktalarar, söngmenn, dansarar, hörpusláttarmenn, söngmenn og leikarar f heimi. Alt þetta geta men nnú séð á Orpheum. Frú Leslie Carter, einhver bezta leikkona í Ameríku, verður þar, er hún kemur í næsta mánuði til Win- nipeg og sýnir Zaza. Carolina White er önnur heimsfræg leikkona, sem væntanleg er til Winnipeg, og mun hún koma fram á hverri viku. Frá því seinasta þriðjudag (7. þ, m.) hefir inngangseyrir við “Matin- ees” verið færður mikið niður. Nú er verðið á öllu aðalgólfinu 25 cents fyrir hvert sæti, en í “Balcony” bekkjunum 15 til 10 cents. Þessir iágu prísar gefa Winnlpeg frúnum tækifæri til að bregða sér inn á Or- pheum, þegar þær fara í búðirnar. Og leikhúsið verður svalt og nota- legt á heitum dögum. Komið með ait yðar skyldulið. Þakklæti. Hér með Sigurvon”, þakkar kvenr. kvenfél. Gtmli, öllum þeim, er á inhvern hátt aðstoðuðu það við amkomu, er það gekst fyrir að haldin væri að Gimli 3. sept. síðast- liðna viku, til arðs fyrir Reð Cross sjóðinn. Samkoman var vel sótt, fult hús og nokkrir stóðu úti. Prógrammið fór prýðisvel fram. — Söngflokkur Gimli bæjar, æfður af Jónasi Páls- syni, söng fjögur lög af snild, undir stjórn herra Ásgeirs Fjeldsted, er kom alla leið frá Árborg til þess að Flugmannaskóli í Winnipeg. í seinasta blaði var getið um, að í ráði væri að stofna flugskóla þennan. Fiug-skóla er ákveðið að stofna í Winnipeg. Til að koma honum á stofn þurfa 40 þúsund dollars að’ hafast saman; í sjóð af þessari upp hæð eru nú þegar fengnir 25 þúsund dollars, þannig; Manitoba stjórnin gefur $10,000, Winnipeg borg $5,000, og Col. Hamilton Merritt gefur $10,- 000. Forstöðunefnd þessa fyrirtækis kveðst engan efa hafa á því, að þau $15,000, sem enn vanta verði gefin af prívat mönnum áður langt líður, og verður þá strax tekið til starfa. Manitoba stjórnin gefur einnig eina flugvél af nýjustu og fullkomn- ustu gjörð, til hernaðarnota. I>eir, sem vilja læra flugið, geta fengið tilsögn á skóla þessum. En til þess að tryggja það, að þeim sé full alvara að læra flugið, með þeim ásetningi að ‘nota kunnáttu sína 1 þarfir herstjórnarinnar, verða þeir að borga kenslugjald, sem þeim verður skilað aftur að afloknu prófi. Þarna er tækifæri fyrir einhvern hugdjarfan Islending, að verða fyrst ur vorrar þjóðar til þess að læra að fljúga. Bretar sökkva 4 skipum Tyrkja. í Hellusundum söktu neðansjávar- bátar Breta nýlega 4 hermanna- flutningsskipum Tyrkja. Þetta var seinustu vikuna í ágúst. En rétt áð- ur var einn flugmaður Breta búinn að sökkva einu slíku skipi. Flestir ai mönnunum fórust, er skipin sukku, og voru það alt tyrkneskir hermenn á leiðinni í herbúðirnar þarna á Skaganum. Er nú svo kom- ið, að hvaða fleytu, sem Tyrkir senda út á Marmarahafið eða út í sundin, þá er hún óðara sokkin er hún kemst út úr landsteinunum. — Ekki vita menn, þegar þetta er rit- að (3. sept.), hvar ítalir hafa lent. En sagt er að þeir hafi ætlað að lenda 200 þúsundum á Skaganum. En svo er þeim mjög ant um að ná ströndunum á Litlu-Asíu, þar sem Grikkir höfðu bygðir til forna. Edvard Wavrinsky. Maður sá, er óðinn flytur nú mynd af, er Edvard Wavrinsky, rík isþingmaður í Stokkhólmi, og yfir- maður Góðtemplara-reglunnar um heim allan. Strax á yngri árum sínum tók E. W. mikinn þátt í bindindis-starf- semi Svía, og gjörðist þá Templar; var hann Stórtemplar Svía kringum 1880, og tvö tímabil átti hann sæti í framkvæmdarnefnd Hástúkunnar, en svo nefnist yfirdeild og yfirstjórn Góðtomplara, unz hann varð yfir- maður hennar, og hefir hann haft forustu hennar síðan, og ætíð verið cndurkosinn (1908, 1911 og 1914) í einu hljóði. Starf ]>að, er hvílir á herðum Há- templars (svo nefnum vér templar- ar yfirmann Reglunnar), er mjög mikið og oft vandratað milli skers og báru. Á hans herðum hvílir um- sjón með útbreiðslu Iteglunnar um heim allan, einkum og sérstaklega í eim löndum, þar sem engin Stór- stúka er til. Hann verður að hafa eftirlit með Stórstúkunum og sjá um að samræmi sé í starfi þeirra og lögum, auk margs fleira. Þessi störf eru mjög umfangsmikil og þarf sá, er hefir þau með höndum, að geta helgað starfinu nær alla krafta sína, — hann verður bæði að vera lipur og þó um leið stefnufastur; hann verður að vera málamaður (ef vel er) og vel mentaður á alla lund. — Og þetta eru miklar kröfur, en E. I-----------:------------------— TIL ISLEND/NGA! Þeir sem ennþá ekki hafa keypt rafurmagns eldavél mína, gefst ennþá kostur á að kaupa hana eða panta hjá sjálfum mér, eða umboðsmönnum mínum: MARSHALL WELLS, SCHILLINGS & SON., Winnipeg. Þessar eldavélar eru viður- kendar þær beztu á markaðinum af öllum sem hafa reynt þær. Verð er eftir stærð og gerð, frá $7.00 til $75.00, borgunar skil- málar eftir samningum. Leitið fi'ekar upplýsinga til mín PAUL JOHNSON, Phone Garry 2379. 761 William Ave. WINNIPEG P.S.—Ennfremur geri eg rafurmagns leiðingar, Plumbing og gufu upphitun, og allar viðgerðir þar að lútandi PAUL JOHNSON. SJÖNLEIKUR------OG----DA NS fer fram í Good-templar húsinu Fimtudagskveldið 16. September, kiukkan 8. —NEI-IЗ er leikur sem allir þekkja og öllum geðjast að; það verður leikið af æfðum leikendum. Ennfremur verða þar ræður, ein- söngvar og fleira. Ágóðinn til hjálpar veiku fólki. DANS Á EFTIR. AÐGANGUR 25 CENT W. fullnægir þeim öllum. Hann er maður sérlega vel gefinn; lipur og samvinnuþýður, en þó um leið stefnufastur og þéttur fyrir; sést það á allri framkomu hans bæði utan Reglu og innan, og er hann hámentaður með afbrigðum. Reglan hefir á stjórnarárum E. W. aukist mjög og er nú meðlima- fjöldi hennar orðinn all-álitlegur; alls var hann 680,665 1. febl'úar 1914, eða 7 sinnum fleiri en allir Islend- ingar. — Það er því auðsætt, hví- líkt feikna-starf það er, að hafa for- ustu mála þeirra. Og þegar um út- breiðslu Reglunnar er að ræða í löndum þar sem hún hefir eigi áður verið, þá eru oft ýmsar, oss lítt skiljanlegar, torfærur á leiðinni. Á Rússlandi t. d. eru bönnuð leyni- télög, og af því Reglan er það, fékk hún ekki landgöngu þar. Þó er því máli nú lokið svo fyrir tilstilli hr. E. W. að keisarinn hefir veitt henni leyfi til að starfa þar í landi. Sum- staðar eru trúmálin, ýmist eru bæk- ur Reglunnar taldar oftrúaðar eða ekki nógu trúaðar (kaþólskir). — Reglan hefir meira að segja klofnað oft af trúarlegum ástæðum. Fyrir öll þessi annes hefir E. W. stýrt, sem framast hefir verið auðið, að verður ekki annað sagt, en að hann hafi þar sýnt bæði lægni og stjórn- vizku. En E. W. getur líka verið einbeittur, og þarf eki annað til að sýna það en minna á sögu Dana, er ölmálið var þar á dagskrá. Wavrinsky er ekki mikill fyrir manni að sjá: Er hann maður lág-| ur vexti og grannur að sama skapi, en ber sig vel; er frár á fæti.. Hann er látlaus, kurteis og alúðlegur í öllu viðmóti. Ræðúmaður er hann agætur, skjótur að liugsa og talar rökrétt og þó um leið skemtilega. Á Hástúkuþingum er kosin yfir- stjórn Templara. Á þinginu síðast- liðið vor var eigi víst um ])að, hvort E. W. gæti komið, því liann var sjúkur, enda orðinn maður við ald- ur, rúmlega hálfsjötugur; en sjald- an eða aldrei hefi eg verið við- staddur þar sem meiri gleði, samúð og virðing lýsti sér, en meðal Há- stúkumanna, er E. W. gekk inn í stórþingssalinn í Kristíaníu, þar sem fundurinn stóð. Þar var mér þá ljóst, að hér var um þann mann að ræða, er hafði allra samhug og virðingu, hverrar þjóðar sem þeir voru; en svo mun trauðla vera hægt að segja um neina þar, nema um Englondingana Malins og Hay- ler og ef til vill um þá Lars O. Jen- sen, skólastjóra í Bergen, og dr. Bergmann í Svíl)jóð. En allir hafa þessir menn f mörg ár verið framar- lega eða fremstir í bindindisstarf- inu og Malins í fjölda mörg ár Há- templar. Og það þarf mikinn mann til að ná þeim tökum, því að þjóðar metnaður kemur þar fram eigi síð- ur en annarsstaðar. Wavrinsky ætlaði að heimsækja oss íslendinga í sumar, en hætti við það sökum stríðsins, og er það leitt, því mörgum hefði hér orðið kær koma hans, og gott hefði af henni leitt fyrir málstað vorn bann- manna. Wavrinsky gekk á herskóla í Sví- þjóð, og hefir foringi verið; ep síð- an var hann um mörg ár forstöðu- maður lífsábyrgðarfélaga í Stokk- hólmi. Hann var mjög handgeng- inn óskari II. Svíakonungi. Um langt skeið hefir hann verið ríkis- þingsmaður og átt sæti í efri mál- stofu sænska ríkisþingsins. Hefir hann jafnan verið einn af aðal- mönnum flokks síns, ef ekki for- iugi hans. Hann er maður kvæntur og á upp komin börn. Og ætlaði kona hans, sem er honum samhent í starfi hans, að koma með honum hingað, hefði af þeirri för orðið. Auk bindindismálsins hefir E. Wavrinsky beitt sér mikið fyrir friðarmál. Á þjóðafundi, er hald- inn var í fyrra, og eg kom á af hend- ingu, var hann aðalræðumaður, og fyrir nokkrum árum var mjög tal- að um, að honum yrðu veitt verð- laun Nóbels. Eg er þess fullviss, að hver sá, er honum kynnist, dáir hann, og að allir kunnugir ljúka upp einum munni um það, að hann sé sann- kallað mikilmenni. Reykjavík í júní 1915. Pétur Zophoníasson. — “Óðinn”. Hjónin höfðu verið að tala um nýtízkukjóla og sagði maðurinn: “Þessir nýtízkukjólar opinbera hé- gómaskap mannlegs hjarta”. “Ósköp eru að heyra þetta, góði minn! Aldrei hefi eg nú séð neinn kjól, sem ekki var síðari en það”. Eru börnin farin a<5 læra aí spara PENINGA ? OFCANADA Hver uppvaxandi sonur þinn og dóttir ætti að hafa persónulcgan sparisjóðsreikning á Union Banka Canada ásamt nægum tækifærum til að spara stöðugt peninga og leiðbeiningu í því að fara hyggilega með þá- Svo- leiðis uppeldi í sparsemi og góðri meðferð efna sinna er ómetanleg seinna meir. LOGAN AVE. OG SARGENT AVE., 0TIB0 A. A. Walcot, bankastjóri » ' ■ ............- I ---M ......■!■■■ j

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.