Heimskringla - 11.11.1915, Síða 1
Kaupið Heimskringlu.
Bor<jið Heimskringlu úffur en
skuldin hækkar! — Heimskringla
er fólksins blaö.
Flowers telegraphed to all parts of
the world.
THE ROSERY
FLORISTS
Phoues Main 194. Night and Sun-
day Sher. 2667
2S0 DONAI.D STKEET, WINNIPEG
XXX. AR.
WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 11. NÓV. 1915.
SiW.JÍirn Olson jan. 16
Box 153
Nr. 7
Fregnir af Stríðinu.
Undanhald Serba.
Viðureignin í Serbíu.
Ávarp til Capt. Sigtryggs Jónassonar og
Rannveigar Jónasson.
Kæruvinir. —
FJÖRVTfU ÁR eru nú liðin siffan hinir fyrstu landnemar
lenlu hér ú vesturströnd Winnipegvatns til fastrar búsetu, og
með Jwi mynduðu hina fyrslu islenzku nýlendu í Vestur-Can-
ada. Nýlendusvæðiff útvaldir þú, Capt. Jónasson, nokkru úffur,
°9 gafst nafnið: Nýja fsland Ástæðnr þær, er voru þess vald-
andi, aff þetta svæði fremur öffrum i þessu fylki var útvaliff,
fyrir islenzka nýlendu, eru nú fyrir löngu viðurkendar, að hafa
verið i öllu réttmætar og bygðar ú framsýni og hygginduni,
sem kringumstæðurnar þú kröfðust. Þú crt þvi faðir þessarar
nýlendu.
Hin fyrstu úr voru timar margskonar örðuglcika og von-
brigða, — hörmunga, sem siðari tima menn ekki gjöra sér grein
fyrir, nema að litlu leyti: sjú ekki ncma óljósa mynd, sem tím-
inn hefir deyft og upplitað. En sá sunnleikur lifir i fersku
minni hinna eldri manna, og hefir borist frú þeim til hinna
yngri, að þii varst leiðtoginn, scm ætið visaðir landncmunum
í rétta útt, foringinn hugprúði, sem ekkert gat bugað, ætið
hjúlpandi og hughreystandi, reiðubúinn til að liða með þeim
blitt og stritt; rúðgjafinn, sem ætíð hafði heitræði að gefa hverj-
um, sem þcirra leitaði, og nær sem þeirra var leitað, sem miklu
oftar var, cn nokkurntima verður skrúð ú blöðum landnúms-
sögunnar.
Þú varst foringinn, sem braut hið fyrsta virki, er stóð
milli vor og bjartrar framtíðar.
Árin hafa liðið og lútlð eftir sig ýmsar breytingar. Nýja
fsland hefir eignast marga vini, sem elska það. Virki örðug-
leikanna hafa smúmsaman fallið i þeirri röð, sem ú þau var
rúðist. En eitt cr það, sem ekki hefir verið húð breytingum
tímans, j>að cr cinmitt þin trygð við Nýja lsland. Eins og
kleltur i hafinu, sem alt af er samur við sig, þótt hann kljúfi
strauma og brotni ú honnm öldur, eins liefir vinútta þin verið
óbrotgjörn.
Fyrir eitt og alt viljum vér nú ú þcssum timamótum ein-
læglega þakka þér og biðja þig aff þiggja af oss þessa gjöf til
minningar um liðin fjörutíu úr. Stafurinn ú að vera vottur
þess, að vér ekki höfum gleymt þvi, að Nýja fsland naut þíns
stuðnings.
Þú frú Jánasson varst ein af þeirn, sem gróðnrsettn fyrstu
plöntu islcnzkrar menningar ú bökkum íslendingafljóts. Vilj-
um vér nú sýna þér vott þakklætis vors i þessari litlu gjöf.
Guð blessi ykkur.
Það er vor hjartans ósk, að ykkar ófarna braut verði blóm-
um strúð og æfikveldið bjart og heillarikt.
Riverton, 2. nóvember 19Í5.
Blaðið Evening New í Lundúnum
li-efir fréttagrein eftir italskan
mann, fréttaritara, er skrifar frá
borginni Nish um undanhald Serb-
anna undan herskörum Þjóðverja.
Hann hefir verið sjálfur þarna á
vígvöllunum og segir frá þvi, sem
hann hefir séð.
í grein sinni lýsir hann hinum
vondu vegum eða vegleysum suður
londið. Vegurinn var blautur, en eft-
ir honum fór lestin svo löng sein
augað eygði. Þar fóru um veginn
langar lestir fallbyssanna og vagna
með skotfæri í þær af allri gjörð.
En með þessum lestum gekk stöðug-
ur straumurinn af fólkinu, konum og
körlum, gömlum og yngri, og yngri
og eldri börnum. Sumt af gamla
fólkinu keyrði, það sem uppgefið
var éða gat ekki gengið, og sumt af
börnunum, rifnum og tættum, þyrst-
um og svöngum, keyrði líka. Kon-
urnar gengu allar sem gátu, þvi að
margir voru sjúkir og særðir, sem
ómögulegt var að gætu gengið. En
í þessari óslítanlegu lest komu og
stundum hópar af kindum eða svín-
um og fáeinum kýrbeljum. Og þarna
gengu oft hermennirnir við hliðina
á bændunum, eða með konum sín-
um; eða þeir voru að létta á þeim,
að bera börnin spöl og spöl, þvi að,
hún var þung forin og bleytan að
vaða hana í ökla og injóalegg og
kálfa, einlægt hverja míluna eftir
aðra. En meðfram veginum biðu
bændurnir í hópum hér og hvar
með fjölskyldur sínar og fáeina
gripi. Þeir hiðu þess, að koinast
einhversstaðar að, — fá einhvers-
staðar pláss í þessari löngu, óendan-
legu lest.
Straumur þessi stefndi suður, seg-
ir fregnritinn, eitthvað suður; eng-
inn veit hvert.
Það var átakanlegt að sjá hina
særðu. Sumir þeirra voru margvafð-
ir í umbúðum og voru bornir á hand
vögum. En sumir voru að reyna að
staulast áfram, þó að vafðir væru;
])ví að engar voru handvögurnar að
bera þá á. Og svo voru auk þeirra
margir særðir, sem gengu með sárin
ber og óbundin. Þeir reyndu að
fylgjast með straumnum suður eitt-
livað upp í fjöllin, burtu frá Þjóð-
verjunum og Austurríkismönnun-
sem voru að ræna þá löndunum og
eignunum og eyða þeim sjálfum úr
landinu.
Úr höfuðborginni Nish sagði hann
að mikill hluti fólksins væri flúinn
hurtu. Enda voru Búlgarar að koma
nær á hverjum degi.
Slagurinn rammi við Uskub.
Fréttaritari blaðsins Daily Cron-
icle i Lundúnum segir frá bardög-
unum í Serbíu. Getur hann um slag-
inn við Uskup i suður Serbíu og dá-
ist að hreysti Sserbanna. Þar voru
fimm Búlgarar um einn Serba. En
í 11 daga börðust þeir áður en Serb-
ar héldu undan út úr borginni. Þeir
gáfu hana aldrei upp, heldur féll
liún í hendur Búlgara. Og mestallan
þenna tima voru að eins 200 yarðs
á milli herflokkanna, og einlægt
börðust þeir í návigi, með byssu-
stingjum og byssuskeftum sem kylf-
um, eða hverju vopni, sem handbært
var.
Fyrst börðust þeir utan borgar-
innar; en þegar Serbar neyddust
til að hörfa inn í borgina, þá voru
margir dagar sem Búlgarar komust
ekki inn, hvernig sem þeir reyndu.
Serbar vörðu þeim hvert stræti og
hvert hús. Þeir börðust því á stræt-
unum, i húsunum, kjöllurunum og
á húsþökum uppi. Var bardagi sá
ákaflega mannskæður. Enginn af
Serbunum gafst upp; þeir börðust
rneðan þeir gátu staðið.
Kitchener kominn í ferðalag.
Enginn veit neitt um þessa ferð
Kitcheners lávarðar. En alt í einu
fer hann; talar fyrst við ráðgjafa
Englands, og fer svo yfir til Frakk-
lands og á tal við Joffre og Briand.
Síðan fer hann eitthvað suður og
austur. Hyggja sumir að hann muni
fara til Egyptalands til að safna liði
þar til að ráðast á Tyrki. En aðrir
ætla, að hann hafi tekið við yfir-
stjórn allra mála þar eystra. Þvi að
þau þykja vera í nokkurri ráðleysu
og lita illa út.
Þjóðverjar eru nú búnir að taka
tvo þriðju hluta Serbíu: allan norð-
urhlutann norðan við Nish, og hafa
hreina leið sem stendur með járn-
brautinni alla leið til Miiklagarðs;
og svo eru þeir farnir að flytja alls-
konar vopn og skotfæri ofan Dóná
ofan til kastalans Rustchuc, neðar-
lega við Dóná; en þaðan á víst að
flytja þau á járnbrautum suður yfir
fjöllin.
Að sunnan í Serbíu halda reyndar
Frakkar og Bretar sínu og þolcast
dálítið norður á við. Búlgarar verða
að hörfa undan þeim og tapa all-
miklu af mönnum. En vegir eru eig-
inlega engir, og gengur framsókn
Bandamanna því seint. En langt er
nú komið, að Serbar og Frakkar
taki höndum saman i Babuna fjöll-
unum, vestur af Uskub, og er eins og
Búlgarar séu nú stöðvaðir þar, og
og halda því Frakkar og Serbar
horni litlu af Serbíu með borginni
Monastir. Þar fyrir norðan eru nú
Serbar einlægt á undanhaldi vestur
til Montenegro. Austurríkismenn
liafa verið að reyna að brjótast inn
í Montenegro að norðan, en Svart-
fellingar berja þá einlægt af hiind-
um sér.
Bretar búa sig undir að verja
Suez-skurðinn.
Þegar Þjóðverjar hófu núna árás-
ina á Serba, þá var það áform þeirra
að komast með hjálp Búlgara og
Tyrkja suður að Suez skurðinum, og
reyna að komast inn á Egyptaland
og fá Tyrki þar til að gjöra uppreist
móti Bretum. Þetta hefði getað ver-
ií mjög hættulegt fyrir Breta. En
með sinni vanalegu forsiá fóru Bret-,
ar að húa sig undir það og hleyptu
vatni yfir alt eiðið meðfram skurð-
inum að vestanverðu, svo að nú
stendur þar ekkert annað upp úr
vatninu en viggirðingarnar og færa
þeir hermönnum sinuin vopn og
vistir allar á smáum herskipum.
Alt í óvissu á Grikklandi enn.
Á Grikklandi er alt i svo mikilli
óvissu, að enginn veit, hvar lendir.
/’.aitnis hét stjórnarformaðurinn,
sem tók við eftir Venizelos; en nú
varð hann að segja af sér út af
skömmum, sem hermálaráðgjafinn,
^anakitsas lét dynja yfir Venizelos
og fylgjendur hans á þingi. Venize-
los stök upp og svaraði, og heimtaði
að ráðgjafinn tæki orð sín aftur og
hæði fyrirgefningar. út af þessu
urðu rimmur miklar, og lauk svo, að
þingið lýsti vantrausti sínu á stjórn-
inni. Sagði þá Zaimis af sér, og tók
þá við stjórnarformensku maður sá,
sem Skouloudis heitir og á að vera
vinveittur Bretum.
En nú kemur sendisveit Þjóðverja
til sögunnar. Hún kemur beina leið
frá Vilhjálmi og hafa sendimenn
fulla vasa af peningum, og keyptu
þegar fylgi 11 blaðanna í höfuðborg
ínni; alls munu blöðin þar 16. Svo
lofa þeir Grikkjum Albaníu, suður-
partinum af Serbíu og löndum á
Asíuströndum, — alt löndum, sem
þeir eiga ekki þúfu í.
Flugdrekar ráðast á verzlunarskip
Breta.
Nú er þeim farið að fækka, neðan-
sjávarbátum Þjóðverja; en þá taka
þeir til að reyna að nota flugdreka
sína.
Eitt gufuskip Breta kom til Man-
chester nýlega með þá sögu, að um
kl. 11 hinn 30. október hefðu þrir
flugdrekar ráðist á skipið á sjó úti,
og var einn þeirra slagdreki mikill
og stór. Þeir flugu yfir skipinu og
rendu niður 36 sprengikúlum. En
engin þeirra hitti skipið, þó að
margar þeirra kæmu i sjóinn fáein
fet frá þvi.
Þegar þetta gekk ekki betur, fór
slagdrekinn stóri að skjóta með
maskinubyssum á gufuskipið, til
að reyna að liitta liásetana. Og þeir
sendu stöðugan strauminn úr mask-
ínubyssunni, og var þilfarið og hlið-
ar skipsins alt rispað eftir kúlurn-
ar, en engan manninn hittu þeir. —
Allir skutu drekarnir sem þeir gátu
á skipið og voru þetta 800—1000 fet
i lofti. En skipið fór fulla ferð í
einlægum krókum og því hittu flug-
mennirnir það ekki.
Svívirðileg óþokkaverk Þjóðverja
í Belgrad.
Blaðið Mail and Empire í Lund-
únum hefir fengið bréf frá yfirbisk-
upi Serba um aðfarir Þjóðverja
fyrstu þrjá dagana, sem þeir voru i
Belgrad. Segir hann, að þeir hafi
drepið hvern einasta mann, ungan
og gamlan, karl og konu, sem eftir
var í borginni, þegar herlið Serba
hélt úr henni. Börnin, konurnar og
gamaljnennin voru ýmist skotin eða
stungin eða söxuð sundur. Her-
mannaflokkar voru sendir út um
horgina til að leita að öllum Serb-
uin, sem eftir höfðu orðið. Enginn
íékk að lifa. Tilgangur Þjóðverja
var, að uppræta þjóðina með öllu.
Eru sögurnar ennþá ljótari þaðan,
en úr Belgíu, og voru þær þó full-
liótar.
Veiddur jafnharÖan og hann
leggur út.
Blaðið Daily Post í Liverpool seg-
ir frá því hinn 4. nóvember, að Bret-
ar hafi þá rétt nýlega tekið einn af
nýjustu og beztu neðansjávarbátum
Þjóðverja, 250 feta langan og útbú-
inn mörgum torpedópípum til að
senda út torpedórnar, og 4 nokkuð
Stórum fallbyssum. Bátur þessi var
fullgjörður í Stettin þá fyrir 14 dög-
um. Svo var hann sendur á sjóinn
ú' til veiðanna. En fáeinum klukku-
stundum eftir að hann lagði út úr
höfn nokkurri, sem ekki má til-
greina þá var hann kominn í eina
gildru þá, sem Bretar hafa lagt þar
um sjóinn, og drógu Bretar upp net-
iö með fiskinum i.
SíÓustu fregnir af stríóinu mikla.
— Það sýnir, hvort Serbarnir
hafá ekki tekið hart á móti, að full-
yrt er, að Búlgarar hafi tapað 100
þúsund mönnum.
— Rússar sækja á Þjóðverja á
allri austurhliðinni, og láta þá ekki
Jiafa frið að búa um sig undir vet-
urinn.
— Mælt er að Holland sé nú fult
af þýzkum kaupmönnum, sem allir
séu að kaupa vörur af þeim. Þeir
geta keypt þær, en fæstar þeirra má
í'lytja yfir landamærin. hmginn get-
ui skilið, hvað þetta á að þýða, og
eru margar getur uin það.
— Italir ætla að fara að senda
neira lið til Albaníu, til að hjálpa
Serbum, ef að þeir hrekjast þangað.
ítalir hafa þar reyndar nokkurt lið,
í Avlona (eða Valona, sem sumir
nefna það), en ætla að senda meira.
Macdonald vínbanns-
lögin.
Hvað þau gjöra og hvað ekki.
1. Tilgangur: Að taka fyrir að á-
fengi verði selt i Manitoba fylki
til drykkjar.
2. Hvað lögin gjöra, ef þau eru við-
tekin:
a) Þau banna allar vínsölu-
stofur (barrooms) og heildsölu-
stofur eða búðir. Þau þvertaka
fyrir allar veitingar víns (treat-
ing system).
b) Þau leyfa reglulegum lyf-
sölum með stjórnarleyfi að selja
vín til lækninga, til aflfræðis-
og vísindalegra nota; einnig til
sakramentis-nautnar.
c) Þau leyfa spítölum og sjúk-
um mönnum að hafa vín i hús-
um sínum.
d) Þau leyfa mönnum, sem
lagalega hafa á hendi störf sem
lyfsalar, læknar .o s. frv., að fá
sér vínanda til lækninga, afl-
fræðis- (mechanical) eða sakra-
mentis-notkunar.
c) Þau leyfa hverjum heimilis-
föður, að hafa vín í húsi sínu til
eigin afnota (sjá Ssc. 49), svo
framarlega sem það sé ekki
keypt í þessu fylki. Þau banna,
að goyma áfengi á hótelum,
klúbbum, Skrifstofum, verkstof-
um, herbergjum, matsöluhúsum.
f) Þau leggja sektir þungar og
fangelsi við því að brjóta lögin.
3. Það sem lögin gjöra ekki:
a) Þau taka ekki fyrir tilbún-
ings áfengis utan fylkisins, því
að sá réttur er veittur í Dominion
lögunum.
b) Þau hindra ekki að vín sé
flutt inn í fylkið, þvi að sá rétt-
ur er veittur i Dominion lögun-
uin. En þau banna, að selja
vínið innan takmarka fylkisins.
Þetta ágrip er tekið eftir ósk Soc-
ial Service Council of Manitoba.
THORA EMILIA LONG.
Miss Thóra Einilía Jónsdóttir Long
cr nú farin sem hjúkrunarkona til
Englands á leiö til vígvallanna.
Hún er bróðurdóttir þeirra Sig-
mundar og Bergsveins Long, hér í
borginni, sem allir ])ekkja.
Hún útskrifaðist sem hjúkrunar-
kona frá spítalanum i Neepaiva árið
1912, með ágætis einkunn og gull-
medaliu. Flutti síðan vestur til
Humboldt, Sask., og hefir dvalið þar
s'ðan og unnið sér vini og virðingu,
sem grein sú sýnir, er hér fer á tft-
ii. Vinir hennar heimsóttu hana
áður en hún færi og gáfu henni lag-
lcga ferðatösku með þessum orð-
um:
“Kæra Miss Long. Fullar sorgar
og saknaðar komum vér hér sainan
til að kveðja yður, er þér takist á
licndur þenna ábyrgðarfulla starfa.
Vér söknum hinnar glaðværu sam-
búðar yðar, og verkanna, sem þér
leystuð svo vel af hendi á meðal
vor. Og með ánægju afhendum vér
>ður nú þenna litilfjörlega vott um
þakklæti vort og viðurkenningu fyr-
ir starf yðar. Og meðan taskan geym
ir klæði yðar, þá vildum vér að
hjarta yðar geymdi hughlýjar end-
urminningar um samveruna við
okkur.
Vér fullvissum yður um, að vér
■tökum þátt í starfi yðar og óskum
yður góðrar og farsællar ferðar og
að þér skjótlega komið heilar heim
til vor aftur, til landsins, þar sem
maple-viðurinn grær.
Yðar elskandi vinir i Humboldt.
Humboldt, Sask., 12. okt. 1915.
Miss Thóra Emilía Long er fædd
að Hólum i Norðfirði i Suður-Múla-
sýslu hinn 13. maí 1877. Foreldrar
liennar voru Jón Matthíasson Rich-
ardssonar Long og kona hans Pálina
Sveinsdóttir Stefánssonar bónda á
Hólum.
Miss Long er hin fyrsta íslenzk
hjúþrunarkona, sem vér vitum til
að farið hafi til vígvallanna. Hún
hafði hálfpartinn búist við að fara
til Serbíu eða annarsstaðar á Balkan-
skagann; en ástæður geta breytt
þvi, er hún kernur til Englands.
Hún fór héðan frá Winnipeg ineð
Sl Johns Ambulance Corps til Eng-
lands sunnudaginn hinn 24. okt. —
Með henni fóru 4 hjúkrunarkonur
aðrar.
Hugheilar óskir vina hennar fylgja
henni og starfi hennar hvar sem hún
fer. Og komi hún heil heim aftur
með birgðir nægar af glöðum endur-
ininningum eftir unnið starf.
Til Vestur-Islendinga.
Nefnd Jieirri hér i Winnipeg, sem
staðið hefir fyrir hlutasölu í Eim-
skipafélagi íslands, hefir nýskeð bor-
ist svolátandi bréf frá forstöðu-
nefnd félagsins i Reykjavík, dags.
29. sept. sl.
“Hinn 1. júli siðastliðinn var gjald-
dagi siðustu greiðslu hlutafjár Vest-
ur-fslendinga í Hf.Eimskipafélagi ís-
lands; samkvæmt þeim skýrslum,
sem oss hafa borist, hafa Vestur-
Islcndingar lofað um 200,000 kr. í
hlutafé; en af þeirri upphæð er ekki
komið í vorar hendur meira en
gl39,976 kr. 42 aurar, og vantar því
um 60 þúsund krónur til þess að
Vestur-lslendingar hafi staðið i skil-
um við félagið.
“Það hvilir sú skylda á félags-
stjórninni, að ganga ríkt eftir því,
að alt lofað hlutafé félagsins sé borg-
að á réttum tíma, enda hefir oss
tekist, að fá fullnægt fyrir löngu
hlutafjárloforðum manna hér á
landi. Vér höfum átt nokkrar bréfa-
skriftir um þetta við gjaldkera
nefndarinnar í Winnipeg, en sjáum
oss nú knúða að snúa oss til yðar,
sem formanns nefndarinnar, með
þeim tilmælum, að ])ér hlutist til
um að greitt verði nú þegar það, sem
enn er ógreitt af hlutafé Vestur-
Islendinga.
Af vorri hendi hefir áður i bréf-
um til gjaldkera nefndarinnar verið
sýnt fram á það, hvilíkt tjón það er
fyrir Eimskipafélagið, að Vestur-
íslendingar standi ekki i skiluin við
]>að, og teljum vér óþarft að endur-
taka það hér, enda liggur það i aug-
um uppi.
Með mikilli virðingu.
llf. Eimskipafélag fslands.
Sveinn Rjörnsson,
Eggert Claessen,
ól. Johnson,
Jón Guðmundsson,
J. Friðgeirsson,
Halldór Danielsson.
Hlutasölunefndin hér finnur sér
skylt, að auglýsa bréf þetta orðrétt,
svo að sjást megi, hvernig forstöðu-
nefnd félagsins á íslandi skoðar af-
stöðu vora, Vestmanna, gagnvart
])VÍ.
Nefndin leyfir sér þvi, að mælast
mjög alvarlega til þess við alla þá,
sem gjörst hafa hluthafar í Eiin-(
skipafélaginu, að þeir nú borgi til
téhirðis nefndarinnar alt það, sem ]
þeir eiga ógoldið af hlutafé sínu, I
eins fljótt og þeim er það frekast1
mögulegt. Það er óneitanlega Eim-
skipafélaginu niikill bagi, að verða
að borga vexti af jafngildi þeirrar
upphæðar, sem Vestur-lslendingar
ciga ógoldið í lilutum þeirra, og
sem fyrir nokkru hefðu átt að vera
borgaðir til íélagsins að fullu.
Þess má og geta, að vegna at-
vinnuskörts og sívaxandi verðs á
lifsnauðsynjum þeirra, er búa i bæj-
im og borgum hér vestra, má búast
við, að ekki borgist öll þau loforð,
sem nefndin hefir bygt áætlanir
sínar á; og þar sem hins vegar upp-
skeran af ödmun bænda hefir á
þessu hausti orðið óvanalega góð,
þá leyfir nefndin sér að mælast til
J.ess við þá bændur, sem ennþá ekki
hafa gjörst hluthafar i félaginu, að
þeir nú riti sig fyrir hlutum i þvi.
með þvi að senda skriflega tilkynn-
ingu um það til féhirðis, herra Th.
E. Thorsteinson, ráðsmanns North-
ern Crown bankans hér í borg.
íslendingar á fslandi hafa fyrir
löngu borgað að fullu öll loforð sin
til félagsins, og eru nú á ný teknir
að leggja fé i þriðja skipið, sem fé-
iagið ætlar að láta smíða, eins og
auglýst hefir verið. Nefndinni væri
þvi mjög kært, að vestur-islenzkir
hluthafar gjörðu sitt ítrasta til þess
að greiða loforð sín sem fyrst, og
einnig það, að sem flestir nýjir hlut-
liafar gefi sig fram við féhirði vorn
hér, ineð þá hlutaupphæð, sem þeir
finna sér fært að annast, til styrkt-
ar félaginu.
Þess skal að siðustu getið, að
herra Sveinn Björnsson hefir nýlega
sent nefndinni hér lög þau frá Al-
þingi í fyrra, sem konungur Dana
samþykti með undirskrift sinni
þann 30. nóvember 1914, sem veita
2 Vestur-íslendingum sæti í stjórn
lélagsins.
Winnipeg, 4. nóv. 191ý.
B. L. Baldwinson,
ritari nefndarinnar.
Telegram frá NewYork
“New York, 9. nóv. 1915.
“Arni Eggertsson.
“Dircctors Eimskipafélags fs-
lands cable me unanimously re-
guesting me to go to Winnipeg
and try utmost to collect out-
standing Share Capilal, 60 thou-
sand Kroner. — Consequently ex-
pect to leave here Saturday for
Winnipeg. — Kindly request deb-
tors settling without delay. Please
wire name of suitable Ilotel.
ólafur Johnson,
Hotel Astor, New York”.
Þetta telegram kom þegar blaðið
var að fara i pressuna. Má af því sjá
að m'i er seinasti timi fyrir landa hér
vestra að borga tillög sin til Eim-
skipafélags tslands. — Maðurinn er
þegar kominn að kalla þau.
Klúbbfundi frestað.
Fyrsta fundi Konservatíve klúbbs-
ins, sem auglýst var í siðasta blaði
að yrði haldinn fimtudagskveldið i
þessari viku, hinn 11., hefir verið
frestað til fimtudagskvelds í næstu
viku, til 18. nóvember. Orsökin til
þess, að fundinum er frestað er sú,
að Matthíasar samkoman verður
haldin sama kveldið og fundurinn
átti að verða, þann 11. Þessa vilj-
ver biðja klúbbmenn alla að minn-
ast.