Heimskringla - 11.11.1915, Qupperneq 5
WINNIPEG, 11. NÓVEMBER, 1915
HEIMSKRINGLA.
tíLS. 5
Landbúnaður og Sveitalíf.
nnv,!"'"
WSMfcSf
:'.i^...££>• j.
Ritaí af S. A. Bjarnasyni, B.A., B.S.A.; H. F. Danielssyni, B.S.A.
og S. J. Sigfússyni, B.S.A.
Inngangur.
Eins og fyrirsögnin ber með sér,
er þessi grein “inngangur” eða “for-
rnáli” fyrir búnaðardálkum Heims-
kringlu. Margir munu ekki vera á
ei-tt sáttir um beztu og greiðfærustu
aðferðina til að kveikja áhuga ís-
lenzkra bænda fyrir þeim málum,
sem nú eru helzt á dagskrá bænda-
stéttarinnar i þessu landi. Sumir
halda því fram, að æskilegt væri, að
stofna al-islenzkt búnaðarrit, sem
jafnist á við hérlend búnaðarblöð.
Aðrir álita, að heppilegast sé fyrir
alla bændur í landinu að lesa hér-
lendu búnaðarritin eingöngu og afla
sér þannig sameiginlegrar þekking-
íngar á öllum sinum áhuga- og fram-
fara-málum. Þessi siðari skoðun er
alþjóðlegri og innifelur meira víð-
sýni en sú fyrri. Allir þjóðflokkarn-
ir, sem hér byggja landið, ættu að
dragast saman í sjálfstæða, þjóðern-
islega heild, svo að orðið “útlend-
ingur,, eigi hvergi griðastað um
víða og endilanga Ameriku (nema
ef vera skyldi hjá vesælum og fá-
kunnandi verkamannalýð i útjöðr-
um stórborganna). Hver þjóðflokk-
ur, sem heildinni tilheyrir, er þá
orðinn samstæður hluti hennar, og
leggur til alla þá menningu og inann-
dóm, sem fósturlandið gamla hafði
til brunns að bera, að Meðtöldum
auknum og nýjum þroska, sem land
þetta veitir sonum sínum og dætr-
um. Enginn efi getur leikið á þvi
að íslendingar eiga mikinn andleg-
an auð, og þeir hafa margra alda
menningu við að styðjast. Þeir hafa
nú þegar sýnt áþreifanlega, að þeir
eru jafnokar annara þjóðflokka,
hvað gáfur og siðmenningu snertir.
En þeir þurfa að gjöra enn betur.
Þeir þurfa að sýna það, að þeir séu
ekki einasta JAFNOKAH, heldur að
þeir séu hæfilegir lei&togar í fram-
förum og víðsýni. Til þess að fram-
kvæma þetta, þurfa þeir að læra að
beita þeim vopnum, er ryðja leiðina
til sigurs, — þeir verða að taka full-
veðja þátt i allri framsókn hér í
landi, og gjöra sig aldrei ánægða
með “niimer tvö”.. Sigurinn vinst
með því að taka fullan þátt í öllum
framförum; vopnin eru: Mentun og
verkleg þekking samkvæmt hugsjón-
um þessa lands
Til þess að flýta fyrir þessum
sigri, hefir Heimskringla fengið sér-
fræðinga til að auka víðsýni og
þekkingu íslendinga i þeirri stétt,
sem er aðalstétt landsins, Bænda-
stéttin um Canada alla. er máttar-
stólpi allrar velmegunar landsins,
þegar alt kemur til alls. Stór hluti
af islenzka þjóðarbrotinu hér vestan
hafs, tilheyrir bændastéttinni, og
allir íslendingar hér (nærri því und-
antekningarlaust), sem sjálfum sér
og þjóðinni okkar gömlu hafa orðið
lil sóma, sökum dugnaðar og nám-
fýsi, eru uppaldir i sveitum úti. Nú
er þörfin brýn orðin fyrir leiðtoga
og framfaramenn i búnaðarmálum.
Nú er að opnast það verksvið fyrir
metnaðargjarna menn, sem á að
þroska forðabúr (resources) fram-
leiðslu og iðnaðar í landinu. Hver
sá, sem nú leggur hönd á plóginn og
beitir hæfileikum sínum landinu til
gagns, er að vinna þjóðinni stór sig-
ur í framfarabaráttunni. Hver sá
þjóðflokkur í landinu, sem nú sýnir
mestan dugnað og framsýni, á eftir
að skipa háan sess í sögu landsins.
Þessi tilraun Heimskringlu til að
vekja áhuga íslendinga á búnaðar-
ir.álum landsins, er að eins “inn-
gangur” að öðru betra. Hún er til
þess gjörð, að menn krefjist meiri
uppfræðslu og finni þií uppfræðslu
í hérlendum framfarablöðum og
tímaritum; ogjiún er til þess gjörð,
að íslenzkur bændalýður auki og
bæli í framtíðinni þá jiekkingu, sem
landinu er hagsæl. Þannig geta
þeir orðið leiðtogar i nýju landi, —
þannig geta þeir skipað öndvegis-
sæti á meðal annara þjóðflokka,
sem hér eru óðum að verða að einni
heild.
Þetta er því meðfram þjóðernis-
spursmál. Nú er tíminn kominn til
að taka þátt í framförunum og auka
framför. Þeir, sem koma “á elleftu
stundu”, verða á eftir. Þeir, sem
koma árla dags, skipa æðsta sessinn.
Hvenær ætlar vestur-islenzka bænda-
stéttin að hefjast handa?
RitgjörSir um landbúnað og
sveitalíf.
Þeir, sem hafa tekist á hendur að
rita um hina “nýju hreyfingu” i sain-
bandi við landbúnað og sveitalíf,
liafa nú skift með sér verkum, þann-
íg, að sérhver ritar um þau málefni,
sem honum eru kunnugust, og sem
standa næst hans verkahring. Hr.
S .1 Sigfússon, B.S.A., hefir til með-
ferðar akuryrkju og kvikfjárrækt;
hr H F Danielsson, B.S.A., ritar að-
allega um útbreiðslustarf, samtiik,
vegagjörðir og byggingar. Sá, sem
þetta ritar, hefir tekist á hendur að
birta skýrslur og fréttir af starfi til-
raunastöðva ríMsstjórnarinnar —
Dominion Experimental Farms —;
einnig ,að rita um trjá-, aldina- og
garðrækt; prýði og umbætur við
skólana og bændaheimilin osfrv. —
Svo eru mörg málefni, sem allir
munu taka jafnan þátt í að ræða, en
sem ef til vill eru ekki beinlínis
sett undir þessa deildaskipun.
Hér er þá gjörð all-ítarleg tilraun
til að ræða áhugamál bænda. En
það ætti að vera öllum full-ljóst, að
jafn víðtæk grein og búfræðin er,
verður ekki meðhöndluð til fulln-
ustu í hjáverkum, og það á einni
blaðsíðu vikublaðs. En “fyrst er
vísirinn og svo er berið”; — þessi
tilraun getur orðið til þess, að sann-
færa íslenzka bændur um, hversu á-
ríðandi framfaramál eru hér á dag-
skrá. Þess fyrri, sem islenzkt fólk
til sveita byrjar á því, að færa sér í
nyt fróðleik þann, sem miðar til
meiri framfara og betri búnaðar, —
þeim iiiun fyrri inun yngri kynslóð-
in okkar taka fullveðja, þátt í allri
framsókn i þessu landi, og fram-
farabaráttu þjóðarinnar í heild
sinni.
Spumingadálkur.
Margir bændur hafa eflaust oft
glimt við erfið spursmál i sambandi
við búskapinn, en vita eigi hvert
megi snúa sér til þess að fá greið
svör. Kanske hefir þekkingarleysið
orsakað stórtjón á skönnnum tima,
og eyðilagt gróðavon bóndans. Kan-
ske hefir einhver inntektagreinin
bfugðist; börnin þar af leiðandi
hafa orðið án skólagöngu og heimil-
ið án þæginda eða jafnvel lífsnauð-
synja. Nú vilja búnaðar-ritstjórar
Heimskringlu gefa bændum tæki-
færi á, að fræðast ókeypis, um hvað
eina, sem þá fýsir að vita. Hver,
sem hefir spurningu til að setja
fram, ætti að senda hana til Heims-
kringlu, nafn sitt og heimilisfang;
en gervinafn má birta i blaðinu, ef
þess er æskt. Svarið kemur í næsta
blaði Heimskringtu, frá þeim, sem
hefir gjört sér það spursmál að sér-
fræðisgrein. Spurningarnar ættu að
innifela allar upplýsingar, svo hægt
sc að gefa ákveðið og fullnægjandi
svar.
Tryggt meí orSstír sem er aflaður í
Eldahúsum Canada.
13
PURIiy FL’OUR
’rw:
More Bread and Better Bread ”
yHv'.vAi
Fréttagreinar og smávegis.
í hverju blaði birtast búnaðar-
fréttir af ýmsu tagi, af því sem er að
gjörast daglega.
Æskulýðurinn.
Ritstjórar búnaðardálkanna skift-
ast á um það, að skrifa ritgjörðir,
smágreinar og sögur handa börnum
j og unglingum úti á landi. Siðarmeir
verður börnunum boðið, að skrifa
bréf, sem birtast skuli undir þess-
ari fyrirsögn. Þó að þessi kafli
búnaðarsíðunnar sé kallaður “Æsku-
lýðurinn, þá verður að jafnaði þar
margt, sem er sérstaklega ætlað
barnakennurum og skólastjórum.—
Þeir ættu því að hafa vakandi auga
á þvi, sem hér birtist.
“Ritvöllur”.
Bændum er boðið að senda greinar
til birtingar undir þessari fyrirsögn.
Það er ætíð fróðlegt, að heyra álit
bóndans, og það getur orðið til
uppbyggingar og uppörvunar, að
bændur gefi sig fram og greini frá
reynslu sinni. Alt, sem lýtur að fé-
lagslegum framförum, búnað og
sveitalifi, er þess virði að birta
það.
Ritstjóri Heimskringlu stjórnar
þessum dálki, og birtir það, sem
honiini þykir heppilegast, af þvi,
sem sent er.
S. A. fí.
Sultur farinn að þrengja
að Þjóðverjum.
Einlægt er að bera á þvi meira og
meira, að þröngt sé farið að verða
i búi hjá Þjóðverjum, og heyrist
mest um það úr stórborgum lands-
ins, og láta ferðamenn frá hlutlaus-
um þjóðum, sem um landið fara,
rnjög illa af þvi og segja, að oft verði
þar upphlaup og róstur, þegar þeir
fá ekki matinn, sem svangir eru.
Þýzku blöðin sjálf staðfesta |iess-
ar hungursögur, og geta sum blað-
anna einhvernveginn sloppið út úr
landinu stundum, og má þar margt
i lesa.
Berlin Worwaerts er aðalblað
Sósialistanna í Þýzkalandi, og far-
ast þvi þannig orð :
“Það er langt frá, að það sé orð-
um aukið, að þúsundir manna í Ber-
lin verði að berjast á hverjum degi
fyrir kjötpjöru og agnsmáum bita af
svínafeiti. Og orustan er ekki sið-
ur hörð, þó að hún sé ekki með
vopnum háð, og jafnvel ekki með
hörðum eða heiftugum orðum. En
það er sannarleg orusta, þegar menn
verða að eyða tíma og þrótti sínum
til að standa og bíða kanske allar
liinar löngu og köldu ágústnætur,
— að bíða eftir einni lítilli kjöt-
1 pjöru. En þetta verða þúsundir
manna að gjöra. Margir verða að
biða meiri hluta dags, sumir alla
’ nóttina.
Stórir hópar fólks hnoðast sanian,
þar sem þessu er útbýtt, löngu áður
en búðirnar eru opnaðar. En þegar
hurðum markaðarins er slegið opn-
um, þá verður troðningurinn svo
inikill, að menn rifa og slita klæðin
liver af öðrum, til þess að ná þess-
j um dýrmæta bita. Fiinna mestur er
troðningurinn við Eldem og Thaer
stræti, á horninu því. Þar selur
bæjarstjórnin svinafeiti, frosið kjöt
og nýtt kindakjöt. Þarna verða
stórir liópar kvenmanna að bíða i
margar klukkustundir. Þeim er svo
lirundið og stjakað og kastað um
koll og barðar niður. ef að þær eru
í vegi fyrir öðrum sterkari. Hinir
sterkari hrinda þeim frá, og þær
kastast og hrekjast lengra og lengra
frá dyrunum og gluggunum; — en
þó að þær séu fótum troðnar, þó að
þær séu lamdar niður hvað eftir
annað, þá verða þær að bíða eða fá
ekkert. Það liður yfir þær; en
heim mega þær ekki fara tómhentar,
og svo verða þær að bíða í kuldan-
um og kanske bleytunni alla nótt-
ina hríðskjálfandi og hungraðar,
svo að þær verði til taks, þegar opn-
að verður að morgni.
Á miðvikudagskveldið hinn 25.
október voru*þær þar í hópum stór-
um frammi fyrir markaðinum og
ætluðu að bíða þar alla nóttina, —
þangað til opnað væri á fimtudags-
niorguninn. En þá kom lögreglu-
liðið og rak þær allar burtu og fengu
þær ekki að safnast þar saman fyrri
en kveldið eftir. Komu þær þá með
stóla og mottur og teppi til að liggja
á um nóttina, og var þá býsna kalt
og krapadrífa, og urðu þær að þola
alt þetta.
Um morguninn voru búðirnar opn
aðar og stóð þar sama troðnings-
ösin allan daginn, þangað til kl. 10
um kveldið. Lögreglan hleypti hóp
og hóp i einu inn fyrir grindurnar.
Klukkan 9.30 um kveldið var eitt-
hvað hundrað manns hleyptinn, —
það voru þeir seinustu. Eftir það
fékk enginn inn að koma.
Það voru eitthvað þúsund fyrir
utan grindurnar, flest konur. Og
þær höfðu beðið á strætinu alla
nóttina, í regninu og kuldanum, og
allan daginn.
Þegar við komum inn í hópinn,
segir fregnriti blaðsins, þá heyrðum
við umkvartanir þeirra. Yið vorum
umkringdir af stórum hóp kvenna,
og þær sögðu oss, að þarna hefðu
þær beðið i þrjár og fjórar nætur,
—beðið þess, að dyrnar opnuðust
og þær fengju að verzla; en æfin-
lega voru dyrnar lokaðar, þegar þær
komu að þeim. Aðrir burðameiri
og hvatari voru þá komnir á undan.
Konurnar hníga niður.
Þetta var nú á einum stað í borg-
inni; en sölubúðir þessar voru víð-
ar. 1 norðurhluta borgarinnar voru
r.ðrar búðir, þar sem selt var svína-
'kjöt, hangið og saltað, mör og svína-
feiti. Við eina þessa búð söfnuðust
hóparnir snemma dags og látti þó
ekki að opna fyrri en klukkan 5 sið-
degis. Eftir því sem nær dregur
timanum, verða hóparnir stærri og
stærri og þéttari og þéttari. En kon-
urnar verða þreyttar að standa
þarna á hörðu strætmu; þær hniga
niður i yfirliði hver af annari, svo
að lífsháski verður. En þegar dyr-
unum er slegið opnum, þá veltur
mannfjöldinn inn þar, sem fleskið
og svinafeitin er, og er þá hver und-
ir fótum troðinn, sem ekki getur
uppi staðið.
En þær konurnar, sem á fótum
standa, pressast út í veggina, upp að
söluborðunum og sumar kastast of-
an i kassa tóina og körfur.
En svo var auglýst að búðirnar
opnuðust ekki um kveldið, heldur
kl. 7 um morguninn. Allflestar kon-
urnar vissu ekkert um þessa breyt-
i.igu og söfnuðust því saman þarna
um kveldið. Þter voru þar mörg
hundruð. En þær vildu ekki fara
lieíih, þó að þelm væri sagt frá
breytingunni. Þær héldu að það
kynni kanske að verða lokið upp
búðunum einhverntíma, um kveldið
eða nóttina. Allur fjöldinn beið því
þarna það sem eftir var kveldsins og
nóttina, þangað til kl. sló og opnað
var. Að hálftíma liðnuin var ekki
biti eftir af fleski eða svinafeiti.
Leifar hermannanna.
Blaðið Tagliche fíundshau spyr á
þessa leið: Er ómögulegt að koma
i veg fyrir ófögnuð þann, sem á
hverjum degi er til sýnis i her-
mannabúðunum og stöðum þeim.
þar sem hermennirnir hafa máltíðir
sinar. Dag eftir dag um nónbilið
þyrpast hóparnir af fólkinu að dvr-
um og gluggum bygginga þessara.
Engir hernienn eru í hópum þess-
um. Það eru alt ruslara- og ræfil-
menni, karlar og konur; gamlar
hrukkóttar, skorpnar og kengbogn,
ar, ömmur og afar, sjóndaufir, skjögr
andi karlar, ungar stúlkur og börn;
en allir höfðu ílátin með sér. Þar
var hver með sína kollu eða kirnu,
körfu eða belg. Þarna biðu allir
hálfan anuan klukkutíma ineð liinni
mestu þolinmæði, og það stundum í
dvnjandi rigningu, þangað til að
hann kom, maðuritin, set.’ sópaði
tldhúsið og fleygði út ölltim leifun-
um og ruslinu og skólpintt. hálfétn-
um bitum og fitustykkjuin og bein-
um, hálfum brauðsneiðum, kartöfl-
um, sósum og súpuleifum og öllu
hrærðu saman á tinfötum og skál-
um. Þegar þessi soltni aumingja-
hópur sér hann koma, þá lyftist
brúnin og hýrnar yfir andlitunum
og það réttist úr bökunum bognu;
það kemur kvik á fæturna og hend-
urnar réttast út, að ná nú i eitthvað
af björginni, og nú er komið með
kirnurnar og körfurnar og föturnar
og skjóðurnar. En hinir yngri ryðj-
ast fram og hrintla hinum gömlu og
máttförnu frá sér, og endirinn verð-
ur sá, að hinir gömlu og máttförnu
mega fara heim með tvær hendur
Sextíu manns geta fengið aðgang
að læra rakaraiðn undir eins. Til
þess að verða fullnuma þarf aðelns
8 vikur. Áhöld ókeypis og kaup
borgað meðan verið er að læra.
Nemendur fá staði að enduðu námi
fyrir $15 til $20 á viku. Vér hö/um
hundruð af stöðum þar sem þér
getið byrjað á eigin reikning. Eftir
spurn eftir rökurum er æfinlega
mikil. Til þess að verða góður rak
ari verðið þér að skrifast út frá
Alþjóða rakarafélaginu.
INTERNATIONAL BARBER
COLLEGE.
\lexander Ave. Fyrstu dyr vestaD
við Main St., Winnieg.
íslenzkur ráðsmaður hér.
CANADIAN NORTHERN RAILWAY
Tilkynnir Opnun á
ÞEIRRA NÝJU BRAUT
á milli
WINNIPEG OG T0R0NT0
Winnipeg
Brandon
Regina
Saskatoon
Prince Albert
North Battleford
Calgary
1. November, 1915
Edmonton
Port Arthur
Toronto
Kingston
Ottawa
Montreal
Quebec
Eastern Provinces
and
Eastern States
PASSENGER SERVICE
EASTBOUND
Leave Winnipeg Monday,
Wednesday, Saturday
5.15 p.m.
WESTBOUND
Leave Toronto, Monday,
Wednesday, Friday
10.45 p.m .
Arrive Toronto Wednesday
Friday, Monday
2.30 p.m.
Arrive Winnipeg Wednesday,
Friday, Sunday
5.45 p.m.
Standard Electrc Trains. All Modern Conveniences.
Ticket Offices: Main and Portage, Phone Main 1066, Winnipeg
Union Station, Main and Broadway, Main 2826
Baggage Transfer, Main 3099
tómar og ennþá vonminni en þegar
þeir komu; en aumingjar þessir
hugsa sér að reyna aftur næsta dag.
tmnars biður dauðinn þeirra.
En fæðuskorturinn er ekki bund-
inn við Berlin, þvi eftir þvi sem
Tageblatt segir, þá hefir alveg farið
út um þúfur, að fæða hina þýzku
hermenrt við Gallipoli. Hermenn-
irnir Jiar eru reyndar ekki farnir
að svelta en Jieir liða. Það er ekki
nog, að hrósa Jieim fyrir hreysti
Jieirra. Þeir seðjast ekki af því.
Þeir Jnirfa mikla og góða fæðu. Og
ef að yfirvöldin geta ekki sent þeim
nóga og góða fæðu, þá verða ein-
staklingar að laka sig saman, spara
við sjálfa sig og láta það ganga til
hermannanna. Þeir eru að berjast
1 ókunnu laridi, þar sein alt er þeim
framandi.
Og það er ekki einungis fæða, sem
vantar, heldur margt annað. Bretar
eru þar að berjast einnig; en Jieir
eru svo útbúnir, að ekki er mögulegt
að hujíka sér betra, og Jieir geta lag-
að sig eftir loftslagi, svo að breyt-
ingin sýnist engin áhrif hafa á þá,
( margt skortir vora menn, sem
þeir hafa. , ,
Smjör- og eggja-slagirnir.
Svo koma óeirðirnar og rósturnar
í borgunum: Aix-la-Chapelle, Col-
ogne, Coblenz og Treves (í West-
plialen og við Rin), og getur blaðið
fíheinische Westphalische Zeitung
um það. Þaðsegir: —
Vér viljum ekki líða feiri smjör-
bardaga eða eggja-slagi, eins og J>á,
sem hafa verjð til sinánar og svi-
virðu þeSsari fornu borg í Rínar-
löndum, og engu fremur, J>ó að hinir
háu prísar á ölluni fæðutegundum
sverfi nú að fólki. Sem stendur er
verð á smjöri og eggjum svo hátt,
að ekki geta keypt Jiessa hluti aðrir
en ríkustu meiin.
Fin hér byrjaði orustan þannig,
að kona ein sletti smjörinu, sem hún
ætlaði að kaupa, en hafði ekki pen-
inga fyrir, — sletti þvi frainan í
smjörsalann, og l>á var slagurinn
hafinn. Karlar og konur, seljehdur
og kaupendur, gripu þá hvað sem
fyrir liendi lá og hentu því hver í
annan. Radishes og karrots, kart-
öflur og laukiir og hvað sem þeir
náðu i, létu þeir og þær ganga hvor-
ir á öðrum, og það með svo miklu
afli, að blóðið rann úr nefi og and-
liti; andlitin rispuðust löngum
rispum; augun lokuðust og fengu
bláan lit eða svartan, og kúlur fóru
að koma á menn og sjást, hvar sem
hörund var bert fyrir. Og Jaá fóru
menn að æsast; sumir hoppuðu og
dönsuðu á eggjakössunum og eggja-
körfunum. Hestur stóð þar i ak-
týgjum fyrir flutningsvagni.. Fólkið
tók hann og smurði hann i sinjöri
og eggjum, svo að ekki var hægt lit
að greina. En stórum klumpum af
liinu afardýra smjöri, var stungið á
liatta skrautbúinna kvenna, sem
höfðu komið til að kaupa smjörið.
Og um leið orgaði skrillinn: “Fyrst
að við gátum ekki keypt smjörið þá
skal það ekki verða yður að góðu”.
Blaðið Neueste Nachrichten í Mun-
chen hefir heila dálkana um, hvaða
voði sé á ferð fyrir ölbruggurunum.
Maltið er orðið svo dýrt og alt sem
til þess þarf, að brugga ölið, að
margir eru orðnir hræddir um, að
ekki verði mögulegt að brugga öl
lengur.
Borgið Heimskringlu og hjálp-
icS henni til aS standa í skilum
eins og vera ber.
Stærð og íbúataia Balkanríkjanna.
Vér höfum annaðhvort lítið eða
ckki getið um stæi ð og fólksfjölda
Balkanrikjanna. Nú eru fjórar af
þeim komnar i striðið, og allar lik-
ur til, að hinar dragist með og vilj-
nm vér því gefa lesendum blaðsins
hugmynd um þau, eins og þau voru
eftir seinustu friðarsamningana i
Bukarest, þegar seinni Balkanstrið-
unum lauk, núna fyrir Jiremur ár-
um síðan.
Þá höfðu Rúmenar uin 139,000
kvaðrat kílómetra af landi með 7%
millión ibúa; Búlgarar 114,000 fer-
hyrnings kílómetra, með 4% milli-
onum ibúa; Serbar 87,000 ferh. kíl-
ómetra, með 4% millíón ibúa; Grikk
Iand 107,000 ferh. kilómetra, með
4 millíónum ibúa; Tyrkland i Ev-
rópu 23,000 ferh. kílómetra, með 1)4
millión manna; Albania 32,000 ferh.
kilómetra með 800,000 manna, og
Montenegro (Svartfjallaland) 16,000
ferh. kílómetra með 500,000 íbúum.
En þjóðirnar eru miklu stærri en
íbúar landanna. Rúmenar eru nærri
helmingi fleiri en Jieir, sem í land-
inu búa; því að þrjár milliónir
Rúmena búa í Ungarn, 300,000 í
Búkóvína; ein millión í Bessaríu;
150,000 i norðaustur Serbíu 65,000
í Búlgaríu og 200,000 i Makedóníu.
1‘annig yrði öll Rúmena þjóðin um
12 milliónir, ef henni væri ekki safn-
að saman.
Af Serbum búa nálægt tveimur
Jjriðju utan Serbíu, og eru þeir hér
um bil allir i löndum Austurríkis.
Og ef að sameina ætti alla Serba í
eitt ríki, þá yrði að taka frá Austur-
ríki löndin: Bosniu, Herzegóvinu,
Dahnatíu. Króatiu og Slavoníu. Af
þeim er Bosnia eiii 80,000 ferhyrn-
ingsmílur að stærð, með 3 millión-
uin íbúa. Yrði Serbia þá slavneskt
riki með nálægt 12 milliónum ibúa.
- Af Búlgörum búa ekki mjög marg-
ir utan landamæra rikisins, að eins
nokkur hundruð þúsund, i Make-
dóniu, Tyrklandi og á tanganum
suiinan við Dónár ósa, sem Dobrud-
sha kallast, og fáeinir í Bessarabíu.
Grikkir eru nokkuð dreifðir, eink-
um um tyrknesku löndin og á I.itlu-
Asiu ströndum búa eitthvað um það
ein millión Grikkja.
Af Jjessu sést að Jiað eru einkum
Serbar og Rúmenar, sem þurfa að
losa landa sina og bræður úr ánauð.
Heimskringla samgleSst baend-
unum yfir góSri uppskeru, því
‘‘bú er landstolpi.” Og svo veit
hún að þeir gleyma henni ekki,
þegar peningarnir fara að koma
inn fyrir uppskeruna.
KYNTU ÞÉR
Þið verðið vinir alla æfi.
1 merkur etSa pott flöskum. TU
kaups hjá verzlunarmanni þinum
et5a rakleitt frá
E. L. DREWRY, Ltd., Wpg.